Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1951 AliLGAMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Á R D í S Tímaritið Á R D I S, ársrit Bandalags lúterskra kvenna og að þessu sinni aldarfjórðungs minnig starfsins, átjánda hefti, kom út seint á sumri 1950. Rit- stjóri kvennasíðunnar 1 Lög- bergi, frú Ingibjörg Jónsson, skrifaði svo fallega og ítarlega grein um ritið í haust, sömu- leiðis var ritstjórnargrein í Sam hygli yrði þar fyrir dregin að því á ný. Ritstjórar blaðsins eru: Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson og Mrs. Þjóðbjörg Henrickson. Frú Ingi- björg J. Ólafsson aldarfjórðungs forseti þessara merkilegu kven- félagssamtaka, leiðir lesmálið með hjartnæmri og hljóðlátri nefnir: Bandalag lúterskra kvenna 25 ára“. Höf. sér þennan sérstaka flokk kvenna koma sigri hrósandi út úr erfiðleikum liðinna tíma og skipa sér fram í einingu andans til blessunar- ríkra starfa og áminnir um leið hvert haldið skuli til áframhald- andi sigurs. Þá kemur „Blárra tinda bless- að land“, er það ferðasaga frú Margrétar Stephensen tíl ís- lands. Frásögnin er aðallega um viðstöðuna á íslandi, lýsing á landi og öðru því er fyrir bar, sem og skyldmennum, vinum og viðtökum. Frásögnin er næsta litauðug og full af andagift um hvað sem ræðir. Yndisleg frá- sögn. Þá er falleg mynd og máls- grein sú, er nefnist: Sæmdar- hjón eiga gullbrúðkaup. Hjónin heita Mr. og Mrs. Th. Anderson og eiga heima í Winnipeg. Það er æfinlega ánægjulegt að lesa um gott fólk þó maður hafi ekki átt kost á að kynnast því per- sónulega. Það skal viðurkent, að mér er það ekki vandalaust, að minn- ast á næstu málsgrein í þessu riti, hugboðssöguna Resurrect- ion eftir annan ritstjóra Árdís- ar Þjóðbjörgu Henrickson. Frá- sögnin er í hæsta máta fögur. Hún er umvafin bæði trú og kærleika og á henni er það, sem mér finst vera, falleg framsetn- ing. Hitt hefir verið að sveima um huga minn af og til síðan í haust að ég las hana, og svo las ég hana aftur núna, hvort að sú hliðin, sem varð fyrir snerting- unni, jurtin, sé hún tekin sem virkileiki, sé nógu sterk til þess að standast til verðugrar fram- tíðar svo sterka nærveru, sem umvefur söguna. Ef um mann- lega veru hefði verið að ræða þarna, er fyrir miskunnarverk- inu varð, þá hefði manni fund- ist sagan ná meiri dýpt, en þá vantaði Ritningarstaðinn til þess að standa þar undir nema hvað Tómas snerti. Það virðist því fyrir mínum huga bezt, að taka viðburðinn sem táknrænan fyrir virkileikanum, hinni misk- unnarríku snertingu Frelsarans á öllu aumu lífi. Sömuleiðis minnist maður þess, að hann tal- aði um liljur vallarins sem skrautlegar þó skammlífar væru og hafa menn endurtekið, líkt mannlífinu við líf jurtanna bæði fyrr og síðar. I báðum tilfellum eru Ritningarstaðir því til und- irstöðu og því til fullkomins styrktar máli höfundarins svo sem spádómurinn mikli: „Brák- aðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki; hann boðar réttinn með trúfesti“. Jesaja 43:3. Ofan á þessar undirstöður kemur bæði kenningin um miskunn Guðs í frásögnum Ritninganna um Frelsarann og margendurtekin reynsla mann- legs lífs í gegnum aldirnar. Hvernig sem sagan, er um ræðir, grípur mann, þá er vel um fyrir höfundi, að hafa skrif- að hana, því í þenni felst at- hyglisvert umhugsunarefni. Og vel verður fyrir hverjum þeim er les, því ef hann finnur ekki strax að fullu þá fullkomnun, sem kjarni sögunnar heimtar, þá finnur hann það göfugasta umhugsunarefni sem kostur er á. ----☆---- „Lætur ekki á sjá þrátt fyrir árin“. — Það,er frú Þórunn Vig- fúsína Beck, móðir Dr. Richard Beck prófessors og Mr. Jóhanns Beck, forstjóra Columbia Press, sem hér um ræðir. E. P. J. skrif- ar stutta en fallega grein um hana, og það er satt sem rit- stjórinn segir eftir myndinni að dæma. „Hér er mynd af móður Dr. Beck“, sagði kona er var að selja ritið í október í haust. „Það er falleg kona“, sagði viðstadd- ur. Tvö rit voru keypt þá og þar. Við, svo mörg hér af ís- lenzka fólkinu, hugsum ávalt vel til Dr. Becks fyrir ljúfmann- lega framkomu hans við okkur og fyrir svo óendanlega margt fallegt og uppbyggilegt, sem hann hefir látið okkur í té bæði hér vestra á ræðupöllum og í blaðagreinum sínum. Þess vegna þykir manni vænt um að sjá mynd af móður hans og gleðst af því, að hún skuli „bera árin svo vel“. Næst er gullbrúðkaupsmynd af þeim sæmdarhjónum, Dr. Rúnólfi Marteinssyni og frú Ingunni. Það verður ekki tölum talið hve margir þakka þeim það mikilsverða starf, sem þau hafa látið samferðafólki sínu í té. Ung kona, fædd vestan hafs, sagði við mig fyrir mörgum ár- um, er við áttum tal um safn- aðarmál. „Ég vil helzt engan annan prest en séra Rúnólf Mar- teinsson“. Það var vitnisburður- inn sem présturinn fékk fyrir að þjóna eldri kynslóðinni og að einhverju leyti þeirri yngri á þeim árum og þar áður. Tíu ára telpa sagði líka fyrir all-löngu, er hún hafði hlustað á fyrir- lestur hjá séra Rúnólfi: „Nú er mér ekkert illa við fyrirlestra lengur. Mér þótti svo gaman að hlusta á það, sem séra Rúnólfur flutti“. Það var nú hægara að eiga við íslenzku-kenslu heima hjá sér þá en síðar varð, því skólatíminn á ári hverju var mikið styttri og börnin því meira heima. Kunnugir munu játa, að það hafi verið aðlaðandi skerfur, sem Mrs. Marteinsson lagði inn í starf. mannsins síns. Megi brautin verða þeim björt og blessunarrík um langt skeið enn. Er við komum að „ÁRDISI“ aftur. Tvær sérlega fallegar greinar eru næst um heimsókn- ir á Betel og Borg. Sú fyrri eft- ir frú Ágústu Tallman og sú síð- ari full af hressandi spaugi eftir Laugu Geir. Myndir af heimil- unum eru með. Impressions of Iceland by Lilia Eylands, er önnur lengsta ritgerðin í bókinni, skemtileg og fróðleg. Frú Lilja talar um listir á Islandi, fr^: veru þeirra prests- hjónanna heima, söngment og fleira. Hún hefir glöggt auga fyrir kringumstæðunum og hjarta hennar slær í fullu sam- ræmi við þær. Hún segir okkur frá mörgu á sviði listarinnar, sem nýrri tíminn hefir með höndum. Um eitt atriði talar hún frá sögulega sjónarmiðinu og ferst það, sem hin frásögn- in, prýðilega vel. Hjartans þökk fyrir alla ritgerðina, frú Ey- lands, en sérstaklega fyrir að stinga „Þú bláfjalla geimur“ þarna inn á milli. Þá er gullbrúðkaupsmynd og fáeinar línur af þeim vel þektu hjónum frú Margréti og Arin- birni S. Bardal, höfðu þau verið gift í fimtíu ár á síðastliðnu sumri. Greinar um ýms efni fylgja á eftir þessu í bókinni, einnig um merkiskonur enn. Frú Ingibjörg J. Ólafsson ritar um skáldkon- una Ingibjörgu Guðmundsson í California, fylgir mynd skáld- konunnar með. Frú Ingibjörg Jónsson ritar um frú Bentínu Hallgrímsson og heimsókn henn- ar hingað vestur. Báðar þessar greinar eru sérlega hugnæmar. Mynd af Maríu Breta-drotningu er í ritinu. Drotningin situr við sauma heima hjá sér. Þá er ofurlítið sögubrot eftir frú Ingibjörgu Ólafsson. Það er jólasaga og, eins og vænta mátti, er í fullu samræmi við alt ann- að sem frúin hefir skrifað. Nokkrar fagrar minningar og myndir eru hér af konum, sem farnar eru. Þar á meðal er sú góðkunna skáldkona, María G. Árnason. Hún hefir verið frá- bærlega fríð kona. Og sálmur- inn, sem er þarna ortur af henni, er dýrðlega fallegur. Séra Gutt- ormur Guttormsson skrifar minninguna. — Þegar ég sé myndina af Margréti Stone, sem er svo ljóslifandi lík henni, hnýtur mér við hjarta að hugsa um að hún sé farin. Guð blessi minningu hennar og varðveiti ástvini hennar, sem eftir eru í þessum heimi. Margþætt starfs yfirlit er þarna, þar á meðal President’s Report eftir núverandi forseta samtakanna frú Fjólu Gray. Um árið, þegar ég var stödd á meðal þessara góðu kvenna, virtist mér sem Mrs. Gray myndi vera fjarska vel til fallin að gegna þeim töluvert vandasama starfa, sem hún tók við af frú Ingi- björgu J. Ólafsson, þess, að vera formaður Bandalags lúterskra kvenna. Megi heill og heiður fylgja þeim öllum og ávalt, bæði ein- staklingi og starfsheild. Rannveig K. G. Sigurbjörnsson emmgunni um ritið, að það virt- ist að bera í bakkafullan læk- inn fyrir mig að skrifa um það að sinni. Nú er nokkuð umliðið og vildi ég leyfa mér að segja fáein orð um innihald ritsins ef vera mætti að einhvers at- þökk fyrir handleiðsluna um farinn veg og segir, að „styrkur hafi verið veittur við hvert spor“. Þá tekur við þróttmikið ljóð eftir þá ljóðhögu og vel hugsandi konu, Ingibjörgu Guð- mundsson í California, sem hún FIVE MILLION ACRES There are more than 5,000,000 acres of abandoned farm land in Canada. Most of this land should never have been plowed. Most of it should have stayed as forest or pasture. That’s what we mean when we say “use the land according to its needs”. Certain types of land are good for farming, other types are good only for growing trees. Land that is essentially forest land should never be. used for any other purpose than tree growing. The only kind of farming that will make a profit on this kind of land is “tree farming”. This message from THE CANADIAN FORESTRY ASSOCIATION is displayed through the courtesy of SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-278 BLUE RIBBON Quálity Products COFFEE A rich and flavory blend of freshly roasted, moder- ately priced coffee. TEA Always a favorite because it is always so delicious. BAKING POWDER Pure and Wholesome Ensures Baking Success Always Ask Your Grocer for CANADA BREAD'S "Toast Master Loaf' Stays Fresh Three Days Longer “Canada's Finest Loaf’’ Phone 37 144 UNADA BREAD (0. LTD. FRANK HANNIBAL, Manager PIES - D'NUTS - ROLLS - RECEPTION CAKES Conqratulations to the lcelandic People on the Occasion of their Thirty-Second Annual Convention of the lcelandic National League in Winnipeg, 1951. i\ v READY-MADE CONCRETE - BUILDERS' SUPPLIES COAL AND COKE Phone 37 251 MCfURDY CUPPLY fO ^ BUILDERS' J SUPPLIES ^ . LTD. and COAL Erin ond Sargent WINNIPEG, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.