Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 10

Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1951 SÁMTAL VIÐ ELLINA Kceri vinur, Einar P. Jónsson: — Ef þessar línur, scm ég sendi þér núna, skoOast þess viröi af þinni dómgreind, aö s)dst ásprenti i Lögtergi, þá treysti ég þér manna þezt aö ganga svo frá þeim, aö blaöið tapi ekki neinu viö aö flytja þœr.— Viröingarfylst, þinn vinur FINNBOGI HJÁLMARSSON Þetta samtal okkar hófst núna rétt fyrir örfáum dögum, þá sátum við á rúmskákinni rérum þar og nudduðum hnjákollana að gamalla manna sið. Hún hóf þá tal sitt á því að spyrja mig að því, hvort ég hefði þekt nokkra málsmetandi menn á uppvaxtarárum mínum heima á feðrafold minni, íslandi. Ég svaraði þessari spurningu henn- ar ekki strax með jái, en spurði hana að því, hvaða mannkost- um þeir menn þyrftu að vera búnir, sem hún kallaði málsmet- andi. Þessu er fljótsvarað, sagði hún. Þeir þurfa að vera kristnir menn og ríkir af náungas kær- leika. Þessum mannkostum þurfa þeir að vera klæddir, sem ég kalla málsmetandi, því þeir lifa sælastir undir sólu sann- auðugra manna. Þetta er fremur vel sagt af þér, fylgikona mín, eins gömul og þú ert orðin, sagði ég. Þá man ég eftir því að þú varst kölluð æska og sögð jafngömul mér, enda lékum við okkur þá oft saman. Þá vorum við dag- lega kölluð börn og unglingar. En nú hafa þau tíminn og árin tekið þær nafnbætur frá okkur, svo að nú göngum við alment undir nöfnunum karl og kerling. Undir þessum örnefnum verð- um við að staulast þar til hún húsfrú Torfa í Garði ljær okkur hinzta húsaskjólið. Og nú skal ég segja þér frá þeim málsmetandi mönnum, sem ég kyntist þessi 26 ár, er ég dvaldi á Islandi. Þetta voru sjö prestar og ég held mjög líkir því, sem þú lýstir þeim hér að framan, kristnir og vel efnaðir að öðrum góðum mannkostum. og af því að Hugi og Muni hafa vakað yfir þessum presta- endurminningum nú í full átta- tju og sex ár og bjóðast til að herma mér þær orðrétt núna í vertíðarlokin, þá byrja ég þær svona: Þrítugasta og annað ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi er fyrir dyr- um. Vér bjóðum erindreka þess og alla Islendinga sem það sækja velkomna til starfs og dáða. Við bjóðum þá og velkomna á skrifstofu okkar til viðtals og erum ávalt fúsir til að veita allar upplýsingar um fasteignir ef þess er æskt, og öll fjármál. Jón hét maður, hann varð séra að nafnbót. Ingjaldur hér faðir hans Þorkelsson í Þerney Sigurðssonar á Búðarhóli í Landeyjum í Rangárvallasýslu. Það ég veit, er hans fyrst getið sem prests að kirkjustaðnum Nesi í Aðaldal í Suður-Þingeyj- arsýslu. En kunnugur varð ég honum fyrst nokkur ár meðan hann var sóknarprestur að Húsavík á Tjörnesi. Að vallar- sýn var hann hár á vöxt og mjög EITT ER NAUÐSYNLEGT Tryggið eignir, líf og limi yðar. Flýtirinn á fólkinu fer sívaxandi og slysin aukast. Það er ekki tími eða rúm hér, til að gjöra sér grein fyrir ástæðunum sem þessu valda. En það er tími til að tala og hugsa um trygging eigna, lífs og lima fyrir þessum ófögnuði. Lítið inn til okkar og látum okkur tala nákvæmar um hættuna, sem yfir öllum og öllu vofir. ★ J. J. SWANSON & C0. LTD. Sími 927 538 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG gildvaxinn; nokkuð stórskorinn í andliti, en þó sviphreinn og glaðlegur í viðmóti, og manna fróðastur þótti hann í íslenzk- um fræðum, enda heimsóttu margir fræðimenn hann, sem vildu fræðast af honum um margt, sem þeir vissu ekki. Og víst hafa þeir álitið hann máls- metandi mann, sem gerðu sér langferð til þess að fræðast af honum. Séra Jón þótti manna sterkastur, og svo glíminn, að fáir stóðu honum snúning; líka stökk hann tólf fet jafnfætis á sléttri grund og yfir söðlaða hesta með sömu aðferð. En þó hann væri mikill fimleikamað- ur í glímu og stökki, var hann ekki söngmaður, en ræðufram- burður hans frá altari og stól var greinilegur og virtist kirkju- fólkið unna hlustum sínum þess vel að heyra og læra þann kjarna, sem í þeim fólst, enda sótti það vel Húsavíkurkirkju árekaviðarrenglum, sem þeir hring í ferðinni kringum hólm- þeim árum. Séra Jón var giftur Sigríði Þorbergsdóttur bónda að Dúki í Sæmundarhlíð í Skaga- fjarðarsýslu; hún var þá ekkja eftir séra Eirík Þorleifsson á Þóroddsstað í Köldukinn í Suð- ur-Þingeyjarsýslu; hú;n var fög- ur kona og dagfarsprúð. Þá vil ég geta þess, að í ungdæmi mínu var það algengur kirkjusiður, að þegar búið var að samhringja kirkjuklukkunum, kveikja á Ijósahjálminum og messufólkið var sest í sæti sín, að með- hjálparinn gekk fram í kórdyrn- ar og byrjaði messuathöfnina með því að lesa bæn, sem hljóð- ar svo: „Drottinn, ég er inn kominn í þetta þitt heilaga hús o. s. frv.“ Mikið sýndist mér messufólk- ið una því vel að meðhjálparinn var svo góður að minna það á, hvar það væri statt þessa stund. Eitt það fyrsta sem mér var sagt úr atvikum ævisögu minn- ar, sem þá var nú ekki orðin löng, var það, að presturinn Jón Ingjaldsson í Húsavík hefði skírt mig vikugamlan og guð- feðgin mín hefðu verið foreldr- ar mínir, Hjálmar Finnbogason og kona hans Kristbjörg Hjalta- dóttir, Björg Hildibrandsdóttir, yfirsetukona og Árni bóndi á Sandhólum. Árið 1864 brugðu foreldrar mínir búi í Breiðuvík á Tjörnesi og fluttu sem vinnu- hjú að prestssetrinu Húsavík. Ég átti fjórar systur sem allar voru mikið eldri en ég, og komn-< ar í dvalarskjól hér og þar um sýsluna. Ég var einn eftir í skjóli foreldra minna þarna á prests- setrinu og undi þessum fyrstu æskustundum og sporum mín- um vel, enda var ég svo hepp- inn að kynnast þar fóstursyni prestshjónnanna, sem Sigurjón hét. Hann var Þorbergsson, son- arsonur prestskonunnar af fyrra hjónabandi hennar. Þessi Sigur- jón var albróðir Eiríks Þorbergs sonar trésmiðs og myndasmiðs, sem átti heimili hér í borginni, Winnipeg, en er nú dáinn fyrir fáum árum. Sigurjón var tæp- um tveimur árum eldri en ég og fóstursonur prestshjónanna að nafnbót. En ekki lét hann þá upphefð aftra því, að við yrðum æskuvinir og leikbræður þetta ár sem ég átti heimili þar á kirkjustaðnum, og það telja þeir Hugi minn og Muni eitt af fegurstu æskuannálum sínum, hvað gott þau áttu fimta aldurs- árið sitt hjá prestshjónunum í Húsavík á Tjörnesi. Þá vil ég minnast þess, að næsti presturinn, sem ég hlust- aði á var séra Daníel Halldórs- son. Þá var hann á Hrafnagili í Eyjafirði; hann var hár á vöxt og höfðinglegur ásýndum, og ræðan, sem ég heyrði hann flytja, lýsti því að hann væri málsmetandi maður. Áhrærandi embætti sitt ásamt prestsverk- um við kirkju og kristindóm, var hann sagður góður búmað- ur ' og inndæll heimilisfaðir. Hann var síðar prestur að Hólm- um í Reyðarfirði í Suður-Múla- sýslu. Mynd þessa manns er ó- máð enn út úr hugum vina hans. Seint um sumarið, þjóðhátíð- arárið 1874, þá var ég léður sem smali til tvíbýlinganna, Jóns og Árna, að Heiðarhúsum á Flat- eyjardal. Ég hafði heyrt því fleygt norður yfir Flateyjardals- heiðina, að það yrði haldin þjóð- hátíð í Hálsskógi í Fnjóskadal 2. ágúst í tilefni af því að Krist- ján IX. Danmerkur-konungur væri kominn til höfuðstaðar ís- lands með stjórnarskrárskjal í brjóstvasa sínum, sem lýsti því yfir í eyru allra íbúa íslands, að hólminn þeirra væri þá sama sem laus úr fjötrum Danmerk- urstjórnar og laga. Það mátti með sanni komast svo að orði, að hver einasta fjöður og fit, sem Flateyingar áttu til í fór- um sínum kæmust á kreik við hljóðið af þessari merkilegu sögu um konungs- og frelsis- skrána, þegar hún skall í hlust- um þeirra útkjálkabúanna. Og eitt þótti í frásögur færandi, að gamlir karlar sem höfðu búið sér til þriðja stuðningsfótinn úr fundu í víkurfjörunni, hoppuðu svo hátt af gleði yfir frelsi lands ins síns, að örninn, sem sat í hreiðri sínu upp á hæstu þúf- unni á hinu háa og tignarlega Bjarnarfjalli, bjóst ekki við neinni minni upphefð fyrir vængi sína en þá, að þessi káti mannahópur, sem stóð þarna á víkurbökkunum, myndi hoppa upp til sín og biðja sig að bera þessa kærkomnu frétt inn í hvern vog og vík, sem væri til á landinu, því um frelsi lands- ins þyrfti hvert mannsbarn að fá að vita fyrir 2. ágúst og Maríu messu. En samt var nú þessi flugspölur nokkuð langur því hann Thoroddsen sinn taldi hann 700 mílur danskar og mikið gæti skjallhúsunum sínum orð- ið kalt þarna upp á Bjarnarfjall- inu; hún yrði lengur en sólar- ann. En þetta hugboð Arnar- innar rættist ekki. Hún sat kyr í hreiðri sínu þarna uppi í for- sal vindanna og fór hvergi. En mennirnir, sem hoppuðu í gleði sinni þarna niður á víkurbökk- unum, hrundu fram sex rónum bát og ferjuðu fréttina um kon- ungskomuna og stjórnarskjalið út í Flatey á Skjálfanda 31. júlí 1874. Sat ég hjá Heiðarhúsa-koll- unum inn við svonefndan Finn- bogakamb, það er gamalt ör- nefni, sem hægt er að finna í Finnbogasögu ramma. Nokkuð s n e m m a þennan nefnda dag sá ég allstóran hóp manna koma norðan heiðina; í þessum hóp voru fleiri gang- andi en ríðandi. Nokkrar konur voru þarna á ferð, þær voru flestar ríðandi. Þetta fólk ætl- aði á þjóðhátíðina á Hálsskógi Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og annað ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1951. INDEPENDENT FISH Cfl. LTD. VERZLA MEÐ SJÁVAR OG VATNA FISK 941 SHERBROOK STREET Fred Shaw, forstjóri Sími 22 331 Aðvörun til bænda og fiskimanna— UMSÓKNIR UM ENDURGREIÐSLU SKATTS Á BENSÍNI Þurfa að koma fram fyrir 15. marz. í samræmi viS fyrirmæli laga um bensínskatt í Manitoba, þurfa um- sóknir um endurgreiðslu ásamt innkaupsskírteini FYRIR ÁRIÐ 19 50, aS vera gerðar EKKI SlÐAR EN 15. MARZ 1951. Endurgreiðsla benslnskatts til leyfishafa, er notuðu bensín til starfrækslu búnaSar- verkfæra, svo og I sambandi við fiski- og dýraveiðar, og eins við málmleitun, fer fram gegn áminstri umsókn. Alt bensín, sem hlutaðedgendur höfðu í vörslu 31. desember 1950 þarf aC vera taliC fram þegar endurgreiSelu er æskt. Oll 1950 innkaupaskírteini, sem stjórnarvöldunum berast eftir 15. marz 1951 verða há8 sektarákvæSum samkvæmt fyrirmælum bensín- skattslaganna. GASOLINE TAX BRANCH PROVINCE OF MANITOBA REVENUE BLDG., KENNEDY & YORK, WINNIPEG For the Best In Bedding GLOBE Beds Springs Mattresses Davenports and Chairs CHESTERFIELDS Continental Beds Comforters Bedspreads Pillows and Cushions GLOBE BEDDING COMPANY LIMITED WINNIPEG CALGARY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.