Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 12

Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 12
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1951 í spor hins leitandi anda Framhald aí bls. 9 ur þá lesandanum að sama skapi villugjarnt. Samhliða trúar- og menning- arsögunni rekur höfundur í megindráttum stjórnmálasögu Forngrikkja, enda fléttast þær hliðar á þjóðlífi þeirra og and- legu lífi saman með mörgum hætti. Þá er hér að vonum lang- ur kafli um listir og menntir, því að ekki er það ofsögum sagt í orðum höfundar, að „Grikkir eru einhver mesta listaþjóð og mennta, er sögur fara af“. Tvennt má segja, að sé eftirtekt- arverðast um þá á sviðum lista og mennta; annars vegar djúp- stæð aðdáun þeirra á fegurð og göfgi, hins vegar fjölhæfni þeirra; fer höfundurinn um það þessum orðum: „Listasaga Grikkja sýnir og, að þeir hafa verið jafnvígir á allt. Og alls staðar áttu þeir upptökin. í öllum greinum list- anna, í skáldskap, myndasmíð, málaralist og byggingarlist, svo og í flestum greinum mennta og vísinda, hafa þeir gengið á undan öðrum Evrópuþjóðum. Og þótt þeir næmu ýmislegt úr menningu Asíuþjóða og Egypta, settu þeir á það sinn svip og form, eðlilegra og mannlegra en áður hafði tíðkazt. Einkum komust þeir svo langt í bygg- ingar- og höggmyndalist, að fæst ar Evrópuþjóðir standa þeim enn þar á sporði“. Síðan gerir höfundur mjög ljósa og allítarlega grein fyrir afrekum Grikkja í ljóða- og leik- ritagerð og öðrum listum, svo sem byggingarlist, höggmynda- og málaralist, og í lýðmenntun og sagnaritun. Kemur þá að hinum fegursta andans gróðri, sem spratt upp í frjósömum þjóðlífsakri Grikkja, en það var í heimspeki og vísindum. Um það fjallar all- ur seinni heilmingur ritsins. Eru því víðtæka efni gerð nákvæm og ágæt skil, enda er höfundur- inn sjálfur heimspekingur. Meg- instefnunum í grískri heimspeki og vísindum, náttúruspeki, hug- speki, siðspeki og að lokum trú- speki, er hér lýst af miklum lærdómi, skilningi og hleypi- dómaleysi. í túlkun höfundar á þessum stefnum og straumum gætir mjög þeirrar djúpu virð- ingar fyrir sannleikanum og sannleiksást mannsandans, sem svipmerkir þetta rit hans frá byrjun til enda og er einn af mestu og hugþekkustu kostum þess. ítarlegust er, sem vænta má og vera ber, lýsingin á hin- um miklu brautryðjendum Sókrates, Platon og Aristóteles, og sambærileg túlkun á skoðun- um þeirra og áhrifum fram á þennan dag. Snjöll og markviss er t. d. þessi lýsing á Platon, er með hugspeki sinni markaði aldahvörf í grískri heimspeki: „Því hefir oft verið haldið fram um slíka afburðarmenn, er aldahvörfum ráða, að þeir komi eins og leiftur guðs af himnum ofan eða eins og bloss- ar úr náttúrumyrkrinu, er bregði upp kyndlum nýrra hug- sjóna, og má það oft til sanns vegar færa. Hitt mun þó sönnu nær að líkja þeim við mikið fljót, er margar smærri ár og lækir hafa runnið í, því að það er oft og tíðum ekki svo mjög glöggskyggni þeirra að þakka, að þeir verða svo mikils vald- andi, heldur víðsýni þeirra og FJAÐRAFOK Árið 1613 lágu spanskir hvalskutlarar kringum alt ísland á 18 skipum, gerðu glettingar sums staðar. Einir fyrir Vestfjörðum fengu hafvillu, sigldu í vesturhöf, röt- uðu í ís, voru í honum 9 daga, komu að Grænlandi (sem sumir halda) með hörkubrögðum. Skutu landsmenn af þeim þrjá menn til dauðs með sínum bog- um og beinpílum, en hinir spönsku sáu þó engan, héldu síðan með það frá landi og sögðu happ og sem fram á sjá komu, sáu þeir ógrynnis lið á landi. Þeir sigldu síðan til íslands, undu upp skip sitt og gerðu að því, sem lest var orðið, héldu brott um veturnætur. — Gröndal getur þess í „Þjóð- ólfi“ 1854 að Skafti Skaftason (sem Skaftabær í Þingholtum var kendur við), „smiður og hugvitsmaður mikill, nafnkend- ur víða fyrir þekkingu sína á mörgu“, hafi útvegað sér' dýr, sem sé svo fágætt hér á landi, að dýrafræðingar hafi ekki vit- að um það hér. Var þetta land- krabbi (Gecarciuus ruricola). Húsmaður nokkur, • Guðmundur Nikulásson, fann þennan krabba mjög sprækan undir steini ná- lægt Skaftabæ. Hyggur Grön- dal að krabbinn muni hingað kominn með golfstraumnum alla leið frá Vestur-Indíum. Hann setti krabbann í spiritus og ætti hann því enn að vera til á Náttúrugripasafninu. Stórbrim. Það haust (1685) var sjávar- gangur mikill víða norðanlands, meiri en menn þá mundu til. Tók við allan út á Tjörnesi, er rak veturinn áður, sem menn sögðu verið hefði meir en 20 ára forði, þó margur hefði af notið, svo ei var eftir svo mikið sem skörungsgildi, gekk þar sjór á 15 faðma hátt bjarg. — víðfeðmi. Þeir eru því eins og meginfljótin, sem mörg vatna- drög hafa runnið í, þangað til þau fengu afl og þunga til þess að brjótast fram úr öllum þeim torfærum, sem urðu smáu ánum að farartálma. Eins og fljót þessi brjótast fram úr klungrun- um og hendast niður hengiflug- ið, þaðan sem menn sízt uggði, þannig brjótast andar þessir fram úr vandkvæðum sinna tíma með því að knýja fram með afli sannfæringar sinnar einhver þau nýmæli, sem þegar hefir verið farið að bóla á. En hiti og þungi sannfæringarinn- ar þeytir þá oft og einatt glit- úða andagiftarinnar upp yfir fallið, og óðar en varir rís bif- röst nýrra, heillandi hugsjóna upp úr hávaðanum. Síðan fell- ur móðan rótt og lyngt og í breiðum farvegi alla leið til sjávar. En á leið þeirri frjóvgar hún löndin og verður að far- braut komandi kynslóða“. í kjarnorðum lokakafla um arfleifð Forngrikkja dregur höf- undur síðan saman niðurstöð- urnar af rannsókn sinni á menn- ingarlífi og andlegri sögu þeirra og sýnir fram á, að arfleifðar þeirra til vestrænna þjóða gæti svo að segja á öllum sviðum mannlegs lífs; eru þeir og eitt allra glæsilegasta dæmi óþreyt- andi sannleiksástar og viðleitni til lausnar á ráðgátum lífsins, sem saga mannkynsins geymir á spjöldum sínum. Lögeggjan þeirra „Sífellt lengra“ ómar oss nútímamönnum í eyrum yfir aldanna djúp. Og sú eggjan end- urómar fagurlega í lokaorðum ritsins: „Lítur svo út sem líkja megi mannsandanum við hinn gull- fjallaða fugl Fönix, sem jafnan að nýju hefur sig upp úr ösk- unni og heldur hugarflugi sínu áfram, þangað til hann hefir ráðið flestar gátur mannlífsins og náttúrunnar, ef óhlutvandir stjórnendur hafa þá ekki innan þess tíma gjöreytt öllu jarðlífi með helsprengjum sínum.------ En væntum þess bezta í lengstu lög og tökum undir með skáldinu: Allt hið bezta um eilífð lifir, ávalt þó í fegri mynd. Stöðugt líður andinn yfir upp á hærri sjónartind“. Prýðilegur ytri búningur bók- arinnar sæmir mikilvægu inni- haldi hennar, og í henni eru yfir 50 ágætar myndir, er varpa björtu ljósi á menningu og and- legt líf Forngrikkja. Loks skal þess getið, að næsta bindi í ritsafninu verður um rómverska menningu í heiðnum og kristnum sið; síðan koma tvö önnur bindi, hið fyrra um Vesturlönd og hið síðara um nítjándu öldina. Mun marga lesendur fýsa að fylgja höfundi á leiðarenda og rekja með hon- um heillandi og eggjandi sögu hins leitandi anda mannsins. Ekki getur hugstæðara eða at- burðarríkara ævintýri en þá leit nýrra sanninda og lífsins lausn- arorða. BIGGAR BROS. L I M I T E D ★ • Highway Freighting *Fuel Dealers • Local Cartage ★ 425 GERTRUDE AVE. PHONE 425 311 Heilhuga árnaðaróskir ti! íslendinga á þrítugasta og öðru þjóðræknisþingi þeirra í s Winnipeg, 1951 1 > Western Engravlng Bureau Ltd. ART WORK PHOTOGRAPHS PHOTO ENGRAVINGS OIRECT PRESSURE MATS STEREOS NICKELLED STEREOS 1375 Portage Avenue 0FFSET PLATES ’v,OULDED RUBBE» bl*tes phone 722.4gl Við óskum íslendingum til hamingju með þrítugasta og annað þjóðræknisþing þeirra Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi, að eiga viðskipti við íslenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitobafylkis. Þökk fyrir drengileg viðskipti ARMSTRONG GIMLI FISHERIES LIMITED The BAY . . . býður gesti og erindreka velkomna á hið þrítugasta og annað ársþing Þjóðræknisfélags islendinga í Vesturheimi Á meðan þér staðnæmist í borginni, skuluð þér njóta ánægjulegrar heimsóknar í búð Hudson's Bay verzl- unarinnar. Þar er unaðslegt vinum að mætast, njóta þar góðra máltíða og spjalla saman yfir borðum. Fyrst og fremst er búð vor mikilvæg verzlunar- miðstöð, þar sem sífjölgandi viðskiptavinir verzla í fullu trausti- þar sem afgreiðslufólk leggur sig í líma yðar vegna . . . altaf með það fyrir augum. Að verða yður að liði. (Emuímnn. INCORPORATEO 2~? MAV 1670

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.