Lögberg - 01.03.1951, Page 3

Lögberg - 01.03.1951, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ, 1951 3 Stanzaðu bróðir og hugsaðu þig um Stórblaðið Free Press flytur sína venjulegu príslista 16. febrúar, 1951. í listanum yfir skepnurnar, blaðsíðu 23,* sér maður að „choice steers“, það er bezta skepnan, er 33 cent pundið. Eldis-kálfar og smærri kálfar á 33 og 38 cent pundið og lömb á 33 cent. Allar skepn- ur á fæti. Það mun vera óhætt að full- yrða, að þetta sé það hæsta verð sem markaðsgripir hafa kom- izt í, í sögu landsins, og það er vel þess vert að stanza augna- blik og hugsa um þessa hluti frá fleiru en einu sjónarmiði. Þetta er líka fastan, einhver mesti alvörutími ársins, og fer vel á því meðal kristinna manna, að staldra við og athuga þessi atriði. Prísar eru að æða upp á flestum ef ekki öllum hlutum °g virðast ætla að fara þangað sem ekkert verður við ráðið. Það færi því vel á því, að þeir sem eitthvað geta, tækju í taumana þar sem að gagni mætti verða °g á friðsamlegan hátt. Bænd- urnir eiga skepnurnar og virðist þar því möguleiki að gera eitt- hvað til að stöðva þessi ósköp. Þetta eru að verða hungsurs- prísar nema fyrir það, að svo mikið er til af ótæmandi gæð- um landsins, þessa blessaða tands, sem vér búum í og erum fyrir löngu orðin partur af, að vörurnar eru til, en örðugt mun einhverjum að útvega sér og sín- Um kjarngóðan mat ef þessu fer fram. Því er viðbrugðið og það með miklum sannleika að baki sér, að þegar megurðin var mest í landinu fyrir þurk, ryð, hagl og ymiskonar óáran, þá fóru sveita- afurðirnar niður í það aumasta verð, sem menn hafa séð hér. Hveitið alla leið niður í 23 cent °S bygg 0g hafrar í sex til fjórtán cents. Og til er mörg óskráð raunasaga frá þeirri tíð. Skepnurnar fóru svo lágt þá, að til bar það, að menn urðu að borga freight — burðargjaldið fyrir skepnuna til Winnipeg. Hún lagði sig ekki einu sinni svo vel að það gæti borgast þar af- Flestir fóru samt „betur út Ur því“ og fengu eitthvað, til dæmis tólf dali fyrir tveggja ára Vel alda skepnu, sem verið hafði dilkur í sinni æsku. Og eitthvað a þessum sviðum sveimaði það, Þrjú, fjögur, fimm og sex cents °g áfram upp. Og hveitið smá sté. Þegar hveitið eftir nokkur ar, varð komið upp í þrjátíu og fimm cent, urðu menn glaðir °§ ég tala ekki um þegar það Var komið í fjörutíu og níu cent. Sgin frá sex, átta og tólf cent- Um upp í átján og tuttugu. En Pað skrítna við það var, að á Þessum árum borgaði maður 6lns hátt og 75 cents fyrir pund u soðnu fleski. Fyrir 1930 evpti ég eitt pund, sem ég man e tlr af þessum mat og það var eents- 1933 keypti ég tvö pund ug þau kostuðu dollar og hálfan, Þetta var sitt í hvorri búð. En svo mikill er máttur lífs- ms 0g gæði landsins og hjálpin ?ern ^élk fær, undir ýmsum lmgumstæðum, að virðeisnin °m og prísarnir hafa farið æ kandi um undanfarin ár, á sandins afurðum. Hitt er líka satt, að mönnunum hættir við Xerda aldrei ánægðir er um ræ ir veraldlega gæði og vilja Pa nal<fa fast um sitt á hverju ?em Sengur og hirða lítt um Pann bágstadda. A fjarlægu tímabili seldi einn onc i Öðrum eitt sauðakrof á mourlandi voru fyrir heila jörð ú m^an ^élk féll bæja á milli 1(?„ ungn- f endalok stríðsins i ~~1945, seldu bændur í Hol- n i berfættum meðbræðrum num og að svo mörgu leyti f 1 e®a llla stöddum, eitt egg á o dali 0g eitt pund af keti á ir "a daU' Þessi dæmi ættu all_ a varast, því, ef maðurinn annað borð má missa matar- ann sem um ræðir, þá er eng- nauðsyn fyrir hann að taka hann^ la§a®an pening fyrir Mér kemur til hugar enn eitt dæmi. Það var hér í landi. Ég var stödd úti hjá skólahúsi, í kennslustund. Veðrið var inn- dælt. Dálítil móða huldi loftið og dró úr sterkasta hitanum. í nærsýn gat að líta iðgræna akra, sem sveigðu sig lítið eitt í blæn- um og báru mismunandi lit- brigði grænkunnar í veru sína eftir því sem þeir hneigðu sig og reistu. Um hóla og engi, er einnig blasti við þarna, voru margir spikfeitir gripir á beit. Ég færði mig til að annari hlið hússins. Skamt frá dyrun- um situr drengur og ritar í sand- inn. Rétt þegar ég leit á vanga hans fölan og magran, var sem eldrák brygði fyrir augu mér og orðið hungur væri skrifað, sem úr blóði á háls og vanga drengsins. Ég sá ennfremur að hann var í einum rifnum over alls buxum, rifinni skyrtu. „Góðan daginn“, áræddi ég. Drengurinn tók kveðjunni en dauflega og ég sá á svip hans að hann kærði sig ekkert um að tala við ókunnuga. „Líður þér eitthvað illa?“ spurði ég. „O, ekki er það nú mikið. Það sveif dálítið að mér í skólanum og kennarinn sagði mér að fara út undir bert loft“. „Hvað fékkstu að borða í morgun?“ „Graut“. „Fékstu mjólk?“ „Nei“. „Fékstu brauð?“ „Já“. „Smér?“ „Nei“. „Hvað ertu langt frá skólan- um?“ „Þrjár og hálfa mílu“.. „Ferðu gangandi fram aftur?“ „Já“. Það voru þá bara sjö mílur á dag, sem þessi drengur gekk. Hann virtist myndi vera tólf ára, getur skeð hann hafi sagt mér það, en hann var á stærð við lítinn tíu ára dreng. Á öðru heimili var hún „Marta“. Feikna dugleg og myndarleg kona. Hvergi á húsi hennar sást blettur eða hrukka, þó hún væri orðin hálf sjötug. Hér skal ekkert ýkt eða dulið nema hið rétta nafn konunnar. Máltíðir voru ágætar og altaf á mínútunni. „Pæ“ og fínar kök- ur með keti og garðmat á hverj- um einasta degi. Þvotturinn hennar úr handsnúinni þvotta- vél var drifhvítur. Garðurinn var að vísu ekki stór, en hann var prýðilega ræktaður og nægi legt úr honum fyrir heimilið. Marta gerði alla sína vinnu ein úti og inni. Þá stóð ekki á því fyrir henni að mjalta kýrnar. Fullar fötur kvelds og morgna, sem hún bæði mjaltaði og bar inn sjálf. Bjó til bæði brauð og smér. Nú herði ég upp hugann við þessa miklu húsfreyju, sem ég var ókunnug, og ber upp sakir drengsins við þessa frábæru Mörtu. Spyr hana að hvort að hún muni fáanleg til að selja mér svo sem hálf-flösku af mjólk daglega um tíma, handa þessum dreng. Það var þá búið að líða yfir hann einum þrisvar sinnum í lexíu í skólanum. Þá sagði Marta þessi ógleymanlegu orð: „Fólkið hans eru mestu ræflar, blóðlatt og ónytjungar MINNINGARORÐ: Mrs. Guðríður Thordarson F. 16 marz 1870 — D. 7. febrúar 1951 „Deyji góð kona, er sem daggeisli, hverfi úr húsum, verður húm eftir“. (Sleingr. Thorsteinsson) Hún var fædd að Uppsölum í Norðurárdal í Mýrasýslu, sem áður hefir verið getið, dóttir Þorvaldar Þorkelssonar bónda þar og Jórunnar Erlendsdóttur konu hans. Sjö af tíu systkinum hennar náðu fullorðins aldri. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um og um hríð hjá afa sínum, Erlendi stórbónda á Álftárósi í Mýrasýslu. Ung varð hún vinnu- kona hjá Hallgrími Jónssyni í Guðrúnarkoti, var það talið mjög gott heimili. Síðar fór hún til Reykjavíkur og vann þar um hríð. Þann 19. nóvember 1899 giftist hún Sigurði Þórðarsyni frá Gróttu. Þau bjuggu í Reykja vík og farnaðist þar mjög vel og áttu þar snoturt heimili; gat Sigurður sér þar orðstír sem á- gætur sjómaður og afburða fiskimaður á kútterum. Árið 1912 fluttu þau vestur um haf, og komu til Gimli 25. september það ár og áttu þar ávalt heima þaðan af. — Dætur Þórðarson’s-hjónanna eru: Sigurbjörg, Mrs. J. Billsland, látin 26. jan. 1949; Laura, Store Supervisor fyrir Sobie Silk Co. Ottawa; Thora, Mrs. H. Clark, Winnipeg; Jórunn, kenslukona á Gimli. Auk eiginmanns hennar syrgja hana 3 barnabörn. Tvö systkini hennar eru á lífi á ís- landi, Þorkell í Borgarnesi og Ágústa í Reykjavík. Auk Guð- rúnar komu tvö systkini hennar vestur um haf, Guðný, látin fyr- ir fáum árum, og Hermann, bú- settur í Selkirk. Guðríður var styrk og góð kona, manni sínum ágæt stoð í meir en 50 ára samfylgd þeirra, og börnum sínum sönn og hjart- fólgin móðir, og tók sér að hjarta tengdafólk sitt, afkomendur og alla er Guð hafði gefið henni til að elska og annast. Hún var gædd rólegum styrk- leika, er tók með jafnvægi Éll á allan hátt að bjarga sér. Það er bara að ala upp í því ómensk- una, að fara að ala drenginn“. „Ekki getur nú barnið gert og 1 að því þó fólkið hans sé lítil- fjörlegt. Og það er sárt að sjá barnið verða miður sín af hungri og hjálpa honum ekki. Og alt er nú svo mikið frá nátt- úrunnar hendi hér um slóðir. Og ósköp þætti mér vænt um, ef þú vildir nú gera svo vel að selja mér pelaglas handa honum um tíma“. Jæja, eftir svona dálítið hálf mæðusamt samtal af þessari tegund lét húsfreyjan til leiðast að láta mjólkina. 1 þrjár vikur gekk það. Þá sagði hún stopp við þessu. Ekki vildi hún pen- ingana, en hún sagði að það tefði fyrir rjómasöfnun að taka svona bitlinga af mjólkinni. Þá tók kennarinn ,við og gaf drengn um bæði af mat sínum og mjólk. Og drengurinn varð svo feginn mjólkinni frá því fyrlta. Hann setti flöskuna á munn sér og teygaði úr henni þó að stóru og vel öldu strákarnir gerðu aðsúg að honum með flissi, hlátri og stríðni. „Sissy, Sissy, Sissy is drinking out of a bottle and so on —“ Mikið hefir verið um samtök til samvinnu og lífsbóta á einn og annan hátt. á seinni árum, svo að nú eru hin voldugustu samtök bæði hjá verkalýð, bændum og öðrum ^téttum, út um allan hinn mentaða heim. Þessi samtök byrjuðu af tveim ástæðum, sjálfsvernd og til þess áð svara spurningunni miklu: „Hvar er bróðir þinn?“ Hvernig litist nú bændum og búalýð á það, að gera samtök um verðsiöðvun á gripum og lömbum. Segjum, að hvorugt færi hærra en 33 cent. Fátæki maðurinn fengi vel fyrir sitt og ríki maðurinn gæti bætt góðri fúlgu við á bankann. En á sama tíma gjalda varhuga við of mik- illi prísalækkun, láta ekki fara lægra fyrir tíma og minka þó ekki framleiðslu, en 27 cent það bezta. Ég bið menn að taka þetta ekki illa upp. Mér er full alvara en viðurkenni um leið að marg- ir erfiðleikar mér ókunnir gætu verið hér á. En þegar samtök eru gerð til inntekta, þá sýnist ekkert standa fyrir mönnum. Og hér er mikið stærra alvöru- mál á bak við en margur hygg- ur í fljótu bragði. Rannveig K. G. Sigbjörnsson Business and Professional Cards Mrs. Guðríður Thordarson hverju sem að höndum bar, jafnt sorg og gleði, meðlæti og mótlæti. í gróðurreit innilegrar trúar spruttu þeir ávextir er einkendu hugsunarhátt hennar og hegðun, þolinmæði í aðkasti lífsins — og heilsubilun síð- ustu æviára, lipurð og ljúf- menska í daglegri umgengni, hjartagæzka og hagkvæm hjálp- semi við þá er bágt áttu á ein- hvern hátt. Heilbrigð lífsgleði gerði hana aðlaðandi — og gott var jafnan að koma á heimili þeirra hjóna fyrr og síðar. Hún unni blómum og fann ánægju og gleði í því að hlynna að þeim. Segja mátti að heimilið væri heimur hennar, er hún jafnan léði krafta sína af glöðum hug. Kirkju sinni unni húri líka, og gekk með gleði í guðshús og var söfnuði sínum til hjálpar meðan hún mátti. Hún var kona söngelsk og söngvin og hafði mikla unun af söng sálma og ljóða. Innileg kærleiksbönd tengdu dætur þeirra hjóna við heimilið og foreldra þeirra. Ein dætra þeirra hefir ávalt verið heima. Útförin, er var fjölmenn, fór fram frá heimili hinnar látnu og kirkju Gimli-safnaðar þann 10. febrúar. Jarðsett var í Book- side grafreit í Winnipeg. S. Ólafsson GAMAN 0G ALVARA Sölustjóri: „Ég hugsa, að nú sé rétti tíminn til þess að reyna að selja Smith-hjónunum bíl“. Sölumaður: „Því heldurðu það?“ Sölustjóri: „Nágrannarnir eru búin að fá nýjan“. ☆ Lítil stúlka neitaði matarteg- und við borðið af miklum ákafa. „Mér finnst það vont“, sagði hún. „Uss, segðu þetta ekki“, hreytti bróðir hennar út úr sér, „því verra, sem þér finnst eitt- hvað því hollara er það fyrir þig“- ☆ Kunnur amerískur lögfræð- ingur, Joseph Choate, hafði enga ánægju af tónlist, og lítið vit á henni. Einu sinni tókst dóttur hans að fá hann með sér á hljómleika. Hann horfði vand- ræðalega á söngskróna og sagði: „Hellen, skýrðu innihaldið svo- lítið fyrir mér, svo að ég setji ekki upp öfugan svip“. ☆ „Því kemur rigning mamma?“ „Það rignir til þess að grasið og trén vaxi á jörðinni, til þess að við fánum epli, perur, korn, blóm------“ „Því rignir þá á gangstétt- irnar?“ PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Vi&talstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Faateignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og ekisábyrgð, bifreiðaábyrgð o s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30-6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðmgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBOR6 PHOME 21531 FUEL/2S* ;si J--- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 | THORARINSON & ‘ J APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. I 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út meiS reyknum.—Skrifið, símið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 3.5 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir » 508 TORONTO GENERAL TRUSTS L BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2' 2 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i atigna, eyrna, nef og kvcrka sjúkdámum 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur í augna. eyrna, nef og hálssjúkdóvium. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 ílftSTMl JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. SRANOON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VTCTORIA ST. WTNNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Telephone 725 448 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 505 Confederation Life Bldg. WINNTPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C.Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Office 929 349 Res. 403 288 j Phone 926 952 WINNIPEG G. í'. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrihutors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Simi 925 227

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.