Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ, 1951 i PÁLL JÓNSSON landnámsmaður að Kjama í Or’yxisbygð i Nýja-Islanái F. 20. ágúst 1848 — D. 13. febrúar 1851 Páll Jónsson Fölna laufin, falla viðir, fyrnast menn sem trén í skóg. Ellin kemur, aflið rénar, opnast loksins grafar þró. Eins fékk þennan öðling bugað elli fyrst og síðan hel. Sæmdarmann, er sanntrúr nægði sinni stöðu lengi og vel. Þökk sé föllnum fremdarmanni, fyrir liðna heiðursdvöl. Borgmanns kranz úr blöðum grænum bindið hans að svarti fjöl. Hver er loksins hrósun meiri heldur en nytsamt ævistarf? Því þó duft að dufti verði, dæmið tökum vér í arf. Þá er hann nú genginn grafar- veg þessi aldurhnigni landnáms- maður og ættfaðir. Hann and- aðist að heimili Thorgríms son- ar síns og Guðrúnar tengdadótt- ur sinnar við Árborg, þriðjud. 13. febr. þá, hundrað og tveggja ára, fimm mánaða og tuttugu og íjögra daga að aldri. Hjá þess- um syni sínum og tengdadóttur hafði hann átt dvöl síðustu þrjú æviárin. Páll var fæddur að Álfgeirs- völlum í Skagafjarðarsýslu, 20. ágúst 1848, sonur Jóns bónda Pálssonar og Margrétar konu hans Halldórsdóttur, ólst hann upp með þeim að Miðvatni 1 Skagafjarðarsýslu, en þar bjuggu þau lengi; var Páll yngstur barna þeirra. Systkini hans voru: Halldór, um langt skeið bóndi að Halldórsstöðum við Riverton; Thorgrímur, bóndi að Akri, við Riverton; Jón, er hfði og dó á íslandi; 'Mrs. Engil- ráð Sigurður, Gimli Man.; og Mrs. Þorbjörg Stefánsson, Plaine, Wash., öll látin. Pann 1. okt. 1878 kvæntist háll Sigríði Lárusdóttur frá Steinsstöðum í Skagafjarðari sýslu, var hún af Kjarna-ætt í ■^yjafjarðarsýslu. Þau voru gef- *u saman í Mælifellskirkju af. séra Jóni Hallssyni. Næstu fimm arin bjuggu þau á íslandi, síðast a Hallgrímsstöðum í sömu sýslu. Pau fluttu vestur um haf 1883; íyrstu árin dvöldu þau við Is- endingafljót, (Riverton), en uttu til Geysis-bygðar og námu Par land 1885, og nefndu land- nam sitt Kjarna. Þar bjuggu luggu þau í meira en 50 ár; Slðustu árin ásamt Vilhelm syni sínum. Er þau létu af bú- s ap dvöldu þau meðal barna Sl.nna; fyrst á vetrum í Selkirk, la dóttur sinni og tengdasyni, r- og Mrs. Sigurði Indriðasyni, ?g S1ðar hjá þeim að öllu leyti 1 nokkur ár. En síðustu æviárin Voru þau hjá Lárusi og Thor- grimi sonum sínum, bændum í grennd við Árborg. Á heimili ]qa4RUSar -lézt Sigríður 13. apríl p, ' Sftir lát konu sinnar dvaldi a á heimili Thorgríms sonar ?ns °g t>ar andaðist hann þriðju- dagmn 13. febrúar. í síðari tíð höfðu kraftar hans Jarað út á eðlilegan hátt, mátti (Sleingr. Thorsleinsson) hann þó vart þjáður kallast. Sjón augna hans fór smáþverr- andi, varð hann að lokum al- blindur, en heyrn hans ávalt góð. Það sem gerði Kjarna-hjónun- um báðum ellina inndæla, var hin ágæta umönnun, er þau nutu af hálfu eiginbarna og tengda- fólks síns. Þannig naut hinn há- aldraði maður ágætrar aðhjúkr- unar og umönnunar á heimili Thorgríms sonar síns, Guðrúnar konu hans og Sigríðar dóttur þeirra, er heima dvelur. Fyrir hönd nánustu aðstand- enda hins látna, túlka ég þeim alúðar þakkir fyrir frábæra um- önnun og kærleika þeirra hin- um látna til handa. Börn Páls og Sigríðar eru hér talin: Guðrún, dó barn að aldri; Thorgrímur, bóndi við Árborg, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur Jakobssonar; Jón, er dó full- vaxta hér í landi; Guðrún Sig- ríður, ekkja Sigurðar Indriða- sonar í Selkirk; Pálmi, er dó barn að aldri; Lárus, bóndi við Árborg, kvæntur Elínu Ólafs- dóttur Ólafssonar; Vilhelm, bóndi á Kjarna, kvæntur Ástu Jósefsdóttur Schram. Barna- börnin eru 23 og barnabarna- börnin 8. Við lát Páls má fullyrða að fögur og affarasæl ævi manns er að ósi eilífðar fram runnin. Maður er nú þess meðvitandi að við, sem nú lifum stöndum á straumhvörfum kynslóðanna; að frumlandnámsfólkið, er full- þroska kom til þessa lands, um og eftir 1880, er nú að mestu fallið í val víðast hvar, og hefir lokið starfi sínu og stríði, er gekk svo nærri þeim, að fáir eða enginn úr hópi núlifandi fær baráttu þeirra að fullu skil- ið, utan synir þeirra og dætur, er báru byrðina með þeim — og héldu merki þeirra fram til sigurs. Sennilega var lífsbarátta Páls á Kjarna með svipuðum hætti og annara samherja hans; von- lítil barátta lengi vel við marg- þætta hindrun óg örðugleika, er frumbygginn átti við að etja; eldvígsla, er reyndi mjög á þol- inmæði og þrek manna. Páll hafði að vöggugjöf þegið þá hæfileika, er komu honum að góðum notum í lífsbaráttu hans. Hann var maður þolin- móður, þrautseigur og affara- sæll fremur en áhlaupamaður. Skapstilling og rósemi voru á- berandi einkenni hans, og trúin á föðurforsjón og elsku Guðs gerði hann að sigurvegara í þess orðs sönnu merkingu á hinni löngu ævileið hans. Ég hygg að fullyrða megi, að Páll væri mikill gæfumaður. Guð hafði gefið honum góða konu og göfuga að lífsförunaut. Það var bjart yfic lífsbaráttu þeirra á langri samfylgd er varði í full 67 ár. Þau voru sem tveir viðir, vaxnir af sömu rót, svo fagurt og innilegt var sam- félag þeirra. Sigríður átti sinn virka þátt með manni sínum í því, að gera heimili þeirra glatt og aðlaðandi fyrir börn þeirra — og alla er að garði bar, en einn- ig fyrir umhverfið, með hollum og heilbrigðum áhrifum út í frá. Bæði voru þau hjón stofnmeð- limir Geysis-safnaðar, trúfastir og hollráðir unnendur safnaðar- ins ævilangt — og Páll um langa hríð í stjórn safnaðarins. — Páll átti einnig mikið barna- lán, börn hans voru vandað og vel gefið fólk og efnilegur hóp- ur afkomenda þeirra. Systkinin á Kjarna urðu foreldrum sínum til mikillar gleði, tryggt sam- verkafólk með þeim í baráttu hinna fyrri ára, meðan þau þurftu hjálpar þeirra við, og reyndust þeim síðar einkar vel með umönnun sinni fyrir vel- ferð þeirra, er elli sótti þau heim; hafa börn þeirra þar fag- urt. dæmi öðrum eftir skilið. Ég hygg að segja megi, að elli Páls væri einkar fögur — eins fögur og ellin annars getur verið. Hans eigið hugarástand átti sinn hlut í því; hann var maður glaðsinna og bjartsýnn, vel söngvinn, hafði nautn af söng og ljóðum, rödd hans styrk og sönn. Hann las Guðsorð meðan hann mátti, kunni mikið rð and- legum bænum og ljóðum, er hann las sér til hugarstyrkingar. Er sjón augna hans þraut, las Guðrún tengdadóttir hans fyrir hann af mikilli kostgæfni. Elli hans var ennfremur fögur af því, að fram til síðustu ára, var hann ungur í anda; fylgist ali- vel með því, sem var að gerast og átti samúð með þeim er yngn vcru, — átti einnig virk hugð- arefni. Fyrir jafn háaldraðan mann og hann var, mátti segja, að hánn nyti góðrar heilsu. Hann hafði unun af að mæta kunnipgjum og vinum og ræða við þá. Fágæt umönnun og að- hjúkrun átti sinn stóra þátt í því, að ellin varð .honum ekki þungbær. Af heilum huga unni hann þessu nýja landi, fósturlandi, og framtíðarlandi barna hans og afkomenda. En innst í huga hans var Island jafnan. „Það var ís- lenzkt hjarta, sem undir sló“. Aldrei gat sviptign Skagafjarð- ar — æskuhéraðs hans, honum úr minni liðið. — Páll var mér lifandi vitni þess hversu hald- góð og affarasæl að bændamenn ing hinna fyrri tíma var, þótt takmörkuð væri hún á ýmsan hátt, átti hún þó sanna menn- ingu í sér fólgna. Hún skapaði heilsteypt fólk og trúað, vel hæft til að berjast harðri bar- áttu og halda velli; fólk, er reyn- ast sannir og dyggir borgarar þessa nýja lands — en bar þó jafnan, „Sinni undir skinni, sem norðrið ól, og vissi að heima var lífstrúar lindin“. Útför Páls fór fram þann 16. febr. frá Geysiskirkju, að við- stöddum börnum hans og stór- um hópi afkomenda — og fjölda frændaliðs, nágranna og bygðar- fólks. Séra E. H. Sigmar í Glen- boro tók þátt í athöfninni. Sá, er línur þessar ritar, mælti kveðjuorð og jós moldu. S. Ólafsson Var Martin Bormann í Chile í febrúarmánuði árið 1948? Landflótta þýzkur þingmaður segist þá hafa séð hann við landamæri Argeniínu „Afton-Tidningen“ í Stokkhólmi skýrir frá því, að Parísar- blaðið „Figaro“ hafi fyrir skömmu birt bréf frá Þjóð- verjanum Pablo Hesslein, er fyrrum átti sæti í þýzka ríkisþinginu, en þar lýsir Hesslein því nákvæmlega, að hann hafi í febrúar 1948 hitt Martin Bormann í suður- héruðum Chile, við landamæri Argentínu. „Það er engum blöðum um þetta að fletta", segir í bréfinu. „Bormann er á lífi, ég hef séð hann með eigin augum“. Hesslein fluttist búferlum til Chile 1938, eftir að hafa slioppið úr greipum þýzku leynilögregl- unnir. I febrúar 1948 var hann gestur Jean Ulrich von Reichen- bach greifa, annars Þjóðverja, sem einnig hafði komizt brott úr Þýzkalandi, setzt að í Chile og keypt þar mikið landflæmi í hinum óræktuðu skógarhéruð- um syðst í landinu. Tókst Hess- lein ferð á hendur fótgangandi frá búgarði vinar síns til vatns- ins Ranco Sur, og voru tveir hundar í fylgd með honum. Þetta er þriggja stunda ferð, og segist Hesslein þannig frá: Þegar ég var því sem næst miðrar leiðar, komu allt í einu þrír ríðandi menn á móti mér. Hestarnir fóru geyst, og menn- irnir voru klæddir að hætti hinna innfæddu. Hundarnir létu dólgslega og ég greip til marg- hleypunnar. Ég gekk í áttina til aðkomu- mannanna og fannst mér ég kannast við þann þeirra, sem var í miðið. Ég nam staðar nokk- ur skref frá honum — og þetta var Martin Bormann! Það voru örfáir metrar á milli okkar, og ég sá, að honum brá í brún. — Þetta er Hesslein, tautaði hann og bætti svo við í skipun- arrómi: Áfram, piltar! Ég vék til hliðar, en Bormann og félagar hans hleyptu brott í áttina til landamæra Argentínu. Hesslein fékk svo sönnur á því þetta sama kvöld, að Bor- mann dveldist á þessum slóð- um. í gistihúsinu við vatnið R’anco Sur hitti hann mann, sem kvaðst vera Þjóðverji og hafa flutzt til Chile 1927. Maður þessi fór að tala um styrjöldina og hélt því fram, að Hitler myndi aldrei hafa tapað henni, ef hers- höfðingjarnir hefðu ekki svikið hann. Hesslein, sem hafði frétt, að Bormann gengi undir nafn- inu Juan Gomez í Chile, spurði hann: — Og vinur okkar, Juan Gomez, hvað er orðið af honum? Hinn ljómaði allur og svaraði lágri röddu: — Hann dvelst hér í nágrenn- inu, og í kvöld fer hann yfir landamærin til Argentínu. En hann kemur aftur áður en langt um líður, og þá setzt hann að Framhald á bls. 7 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Oiir Speelaltles: WEDDING CORSAGES COLONTAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrlstie, Proprletress Formerly with Robinson & Co. Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Viðtalstimi 3—5 eftir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. £Jt_ vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE Phone 21101 ESTIMATES free J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Ofíice Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON 447 Portage A*re. Ph. 926 885 JEWELLERS HAGBORG FUEL PHONC 2IS3I GUNDRY PYMORE Limited British Qualitg Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Jiist West of New Maternity Hospltal Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út meS reyknum.—Skrlfið, slmið til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símár: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEG Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Telephone 725 448 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Wlnnipeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Office 929 349 Res. 403 288 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.