Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 Clca ,rveTS A Complete Cleaning Inslitution PHONE 21 374 A Complete Cleaning Insiitution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 19. APRÍL, 1951 NÚMER 16 Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu beggja vegna hafs góðs og gleðilegs sumars Fjárlagafrumvarp sambands- stjórnar lagt fram Á þriðjudagskvöldið þann 10. þ- m., lagði fjármálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Douglas C. Abbott, fram í þinginu fjárlagafrumvarp sitt yfir fjár- hagsárið 1951—1952 að mann- fjolda miklum viðstöddum; munu víst flestir hafa vænst aukinna útgjalda og hækkaðra skatta, enda varð sú raunin á; að slíkt yrði í rauninni óhjákvæmi- legt, mun fæstum hafa komið á óvart, er tekið er tillit til hinna risavöxnu hervarna þjóðarinnar heima fyrir, þátttöku hennar í sókn sameinuðu þjóðanna í Kóreu, ásamt skuldbindingum hennar vegna Atlantshafsbanda- lagsins; það liggur þar af leið- andi í augum uppi, að þjóðin verði að spara við sig, og sætta sig við nokkuð þyngri álögur frá því sem var; henni er það líka að fullu ljóst hve mikið sé á sig teggjandi vegna frelsismála mannkynsins. Að því er Mr. Abbott telst til eru tekjurnar yfir áminst fjár- hagstímabil áætlaðar $3,730,000,- 000, en útgjöldin $3,700,000,000. Gert er ráð fyrir að tekjuafgang- ur nemi $30,000,000, Einkatekjuskattur hækkar um 20 af hundraði frá 1. júlí næst- komandi að telja; söluskattur hækkar um 2 af hundraði; hækkaður skattur á vindlingum verður 3cents á 20 stykkja pakka; skattur á reyktóbaki hækkar að verulegum mun, en skattur á öli og sterkum víntegundum helzt óbreyttur; undanþegnir per- sónulegum tekjuskatti verða ein- hleypingar með $1,000 árslaun °g heimilisfeður, er eigi hafa yfir $2,000 í árstekjur. Tollur á kæliskápum, þvottavélum og rafeldavélum, haekkar um 15 af hundraði, en eldavélar, sem brenna við og kolum, v e r ð a undanþegnar skatti; skattur á bílum, hjólbörð- Um og viðtækjum, hækkar um 10 af hundraði; skattur stórfyr- irtækja, er hafa yfir $10.000 reksturshagnað á ári, hækkar úr 35 upp í 45.6 af hundraði. Innflutningstollur á ýmissum ^andbúnaðarvélum og áhöldum fellur niður. öt-ugur Krýningarsteinninn fundinn Frá því var á sínum tíma ýtar- lega skýrt hér í blaðinu, er hin- um sögufræga krýningarsteini, Stone of Scone, var stolið úr Westminster Abbey síðastliðinn jóladagsmorgun; þótti sá atburð- ur, sem vænta mátti, hinn furðu- legasti, og voru valdir til rann- sóknar í málinu þeir slyngustu menn hinnar brezku rannsókn- arlögreglu; nú fanst steinninn í fyrri viku í klaustri einu skamt frá bænum Dundee á Skotlandi, og hefir þegar verið fluttur til London og komið fyrir á sínum gamla stað; ekkert hefir enn ver- ið látið uppi um það, hverjir valdir hafi verið að verknaðin- um, þó nokkurn veginn þyki ein- sætt, að það hafi verið skozkir sjálfstæðismenn, er þóttust eiga sögulegt tilkall til steinsins, og vilja að Skotar verði aðnjótandi aukins sjálfsforræðis frá því, sem nú gengst við. Miss Marion Johnson Krýnd ti! drottningar Á æskulýðsþingi V e s t u r - Canada, sem haldið var að High River, Alberta um síðastliðin mánaðamót, var Miss Marion Johnson, sem búsett er þar í bænum, krýnd sem drottning þingsins. Miss Johnson er af ís- lenzkum ættum; faðir hennar er Clifford Johnson, sonur Thord- ar heitins Johnson gullsmiðs og eftirlifandi ekkju hans, frú Guð- nýjar, sem á heima í Winnipeg. Merkur stjórnmála- maður látinn Síðastliðinn sunnudag lézt í London Ernest Bevin, sá er gegndi utanríkisráðherraemætti í Attlee-stjórninni á Bretlandi síðan hún kom til valda og þang- að til fyrir mánuði, er hann lét af því embætti vegna heilsubil- unar og tókst á hendur embætti innsiglisvarðar, sem var miklu auðveldara viðfangs. Mr. Bevin var um langt skeið formaður námumannasamtak- anna brezku, en lét af þeirri sýslan, er hann tókst á hendur forustu utanríkismálaráðuneyt- isins, en í þeim verkahring á- vann hann sér alþjóðatraust; hann var rúmlega sjötugur að aldri. Ráðstöfun, sem vakið hefir heimsathygli Albert P. Hermanson Síðastliðinn fimtudag átti Al- ert P- Hermanson ræðismaður via hér í borginni sjötíu ára afmæli, og var honum þá haldið fjolment og ánægjulegt sam- fagnaðarmót á Empire-hótelinu. Mr. Hermanson er um alt hinn mesti sæmdarmaður, drengur goður 0g vinfastur. Um miðja fyrri viku vék Truman forseti MacArthur frá herstjórnarforustu í Asíu, og gaf það að ástæðu, að hinn víðkunni hershöfðingi hefði hvað eftir annað gefið út á eigin ábyrgð yfirlýsingar um viðhorf Kóreu- stríðsins, er brotið hefði í bág við yfirlýsta stefnu Bandaríkja- stjórnar á vettvangi utanríkis- málanna og valdið sameinuðu þjóðunum margs konar erfið- leikum varðandi tilraunir þeirra um öryggi alheimsfriðar. Daginn eftir frávikningu Mac- Arthurs, flutti Truman forseti útvarpsræðu, þar sem hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að uppá- stungur hins fráfarandi hers- höfðingja og hernámsstjóra, er í þá átt hnigu, að það væri eigi einungis réttlætanlegt, að hefja loftsprengjuárásir á hernaðar- legar bækistöðvar í Manchuríu og á meginlandi Kína og ennfrem ur, að hinum kínversku National- istum á Formosa, skyldi heimil- uð innrás á meginlandið, væru í ósamræmi við stefnu Banda- ríkjanna. Mr. Truman kvað það vilja feinn og hinna sameinuðu þjóða, að gera alt, sem hugsanlegt væri í því augnamiði, að einangra Kóreustríðið svo sem framast mætti verða, og koma með því í veg fyrir, að þriðja heimsstyrj- öldin brytist út, en á því, að til slíkt gæti komið, hefði getað orð- ið alvarleg hætta, ef MacArthur Sykurskömmtun hætt hér á landi Árdegis í gær var ákveðið að hætt skyldi sykurskömmtun hér á landi, en sykur hefir verið skammtaður hér frá árinu 1939. Vakti frétt þessi að vonum mikla ánægju meðal landsmanna. Þá var og ákveðið, að fólki skyldi gefinn kostur á að kaupa smjörlíki óskammtað, en það smjörlíki sem þannig er selt er ekki „greitt niður" af ríkissjóði og þar af leiðandi dýrara í verði, en það smjörlíki, sem út á skömmtunarmiðana fæst. —Mbl. 14. marz hefði fengið vilja sínum fram- gengt. Mac Arthur telst til Republi- canaflokksins, og hafa flokks- bræður hans í báðum deildum þings fylzt fítonsanda og hafa í hótunum við Mr. Truman. General Ridgway hefir tekið við herforustu af MacArthur í Asíu. í flestum höfuðborgun sameinuðu þjóðanna hefir a- minstri ráðstöfun Mr. Trumans verið vel fagnað. Kapellan í Sólvalla- kirkjugarði rifin S T J Ó R N kirkjugarðanna í Reykjavík hefir ákveðið að láta rífa kapelluna, eða líkhúsið svo- nefnda í Sólvallakirkjugarði, enda er húsið komið að falli og löngu hætt að nota það sem kapellu. Hefir það verið geymsla fyrir allskonar drasl hin síðari ár. Kapellan er um 100 ára göm- ul og var á sínum tíma allmikið notuð. Voru þar stundum guðs- þjónustur fyrr á árum t. d. með- an Dómkirkjan var í viðgerð. 1 Sólvallakirkjugarði verður nú í stað kapellunnar reist klukknaport og verður sama klukkan í portinu, sem áður var í kapellunni. Altari og aðrir munir úr Sólvallakirkjugarðs- kapellu hafa verið fluttir í kap- elluna í Fossvogi og verða not- aðir þar í sérstöku herbergi, þar sem kistulagningin mun fara fram. —Mbl. 14. marz 26 hestburðum af heyi kastað úr flugvél á túnið í Húsey í gær För heyflugvélarinnar gekk að óskum. í gær var bjart veður og stillt austan lands, og flaug heyflutningaflugvélin Gló- faxi austur með heyið, sem látið var í hana síðastliðinn sunnudag, og kastaði því niður í Húsey í Hróars- tungu. Gekk ferðin ágætlega. Þetta er í annað skipti, að slíkir heyflutningar f a r a fram hér á landi. hafi ekki orðið að teljandi skaða, sagði Sigurður að lokum. í annað skipti. Þetta er í annað skipti, að hey er flutt loftleiðis hér á landi og varpað niður úr flugvél. í hitt skiptið var nokkuð af heyi flutt á þennan hátt úr Reykjavík austur í Grafning og varpað þar niður. —Tíminn, 8. apríl Seinustu bækurnar Eftir ALFRED NOYES Hvort finst þér það, vinur minn, fjarstæða ein, er finnast á jörðinni' ei lífsmerki nein, en hnötturinn snýst kring um hálfmyrkva sól og hinsta mark lífsins til steindauða kól; úr holgryfium ólyfjan hnötturinn gýs með helgusti, rignandi grjóti og ís? Já, finst þér það þá vera fjarstæða ein: í fylgsnum, sem náði' ekki gjöreyðing nein, með stormtryggum veggjum, sem ekkert vann á, sé ennþá til bókasafn mannheimi frá með sögum og skýrslum af andlegri ætt, sem æska og vor höfðu getið og fætt. Um þúsundir ára með þessari hlíf sem þögulir vottar um útkulnað líf, þær varðveittust eilífðar aldrinum nær en augnabliks duftið, sem framleiddi þær: Þær fann engin lifandi, leitandi sál. — Þar lifðu samt jarðneskir söngvar og mál. í hálfmáðu smáletri hepnaðist þeim gegn helógn og myrkri um eilífðar geim að varðveita þekking og verðleika þann, sem varpaði tign á hinn jarðneska mann, er blómylminn teygaði þjóðsálin þyrst. — Og þá var á jarðríki elskað og kyzt. Og fyr en það glatist, sem geymt er svo vel í gegn um hið eilífa myrkur og hel- frá voldugri plánetu fljúgandi fley með farmenn sem gufuhvolf þurfa sér ei, að jörðinni stefna og staðnæmast þar, og stíga á land, þar sem bókhlaðan var. Og kynlegar raddir þar bergmála björg, og blys sjást á loftinu kynleg og mörg. Með kynlegum verkfærum kynlegir menn þar klettana sprengja og bækurnar senn þeir upphefja' í ljósið — það unun þeim fær — til eilífðar hnatta þeir kunngjöra þær. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Flugmenn í þessari ferð voru Sigurður Ólafsson og Aðalbjörn Kristbjarnarson, en auk þeirra voru með í förinni þrír starfs- menn Flugfélags Islands til þess að kasta út heyinu. Það voru 2600 kílógrömm af heyi, sem í flugvélinni var, og var það í vél- bundnum böggum, en stólar höfðu verið teknir úr farþega- rúmi vélarinnar og hurð að aftur dyrum höfð opin. Eigandi heys- ins er Skjöldur Eiríksson, sem á bú í Húsey. Frásögn flugmannsins. Sigurður Ólafsson flugmaður átti tal við tíðindamann Tímans í gærkvöldi, er hann kom heim úr þessari sérstæðu flugferð. — Okkur gekk ágætlega, sagði Sigurður. Þegar austur kom lækkuðum við flugið og hring- sóluðum í um það bil tíu metra hæð yfir túninu í Húsey. Við munum hafa flogið þannig eitt- hvað fimmtán til tuttugu hringi, og var heyböggunum velt út um afturdyrnar, svo til niður á bæj- arhlaðið, oftast svo sem fjórum við hvern hring. Þetta tókst vel, nema hvað fá- einir baggar röknuðu úr bönd- um og dreifðist heyið úr þeim nokkuð um fönnina. En heyið var aðeins bundið með troll- tvinna. Samt vona ég, að þetta H óf ða ka u psta ðu r kaupir togarann um Belgai Kostar 1250 þúsund krónur, klassaður og með olíukyndingu 75% ríkisábyrgð Höfðakaupstaður hefir fest kaup á einum af gömlu tog- aranna, Belgaum, og var um boð til þess að undirrita samninga gefið í fyrradag. Mun kaupstaðurinn s e 1 j a togarann aftur útgerðarfé- lagi, sem stofnað verður í Höfðakaupstað. Fyrir skömmu voru þeir Gunnar Grímsson kaupfélags- stjóri, Elías Ingimarsson og Jón Áskelsson í Reykjavík, og undir bjuggu þeir kaupin. Afhending eftir tvo mánuði. Kaupverð togarans er 1250 þúsund krónur, og skal þá komin í hann olíukynding og "klössun hafa farið fram. Er búizt við að afhending geti farið fram eftir i tvo mánuði. Ríkissjóður tekur ábyrgð á þrem fjórðu verðsins. Hlutafé safnað. Hlutafjárloforðum hefir verið safnað, og hefir verið heitið 100 þúsund krónum. Togarinn verður gerður út frá Höfðakaupstað, og mun fara á veiðar þegar hann hefir verið afhentur. — Tíminn, 12. apríl Fréttir frá Betel Það mun vistfólki á Betel og viðstöddum gestum, lengi minn- isstætt, hve heimsókn til stofn- unarinnar á þriðjudaginn þann 3. þ. m., var yndisleg og mótuð hlýleika, en þá kom þangað söng konan víðfræga, frú María Markan Östlund, er með sínu aðlaðandi viðmóti og sinni unaðslegu rödd, hreif hugi allra viðstaddra; þetta var hennar þriðja heimsókn til Betel, og duldist heldur engum hve djúp ítök hún átti í hjörtum hinna öldruðu sólsetursbarna. Á afmælissamkomu Betel, sem Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar efndi til í kirkjunni þann 1. marz s.l., var lesin kveðja frá forstöðukonu stofnunarinnar, Mrs. Tallman, þar sem hún lýsti ánægju sinni yfir heimsókn góðra gesta, er að garði bæri, og hve mikið gildi þær hefðu, að því er snerti ánægju og vellíðan vistfólksins; benti hún meðal annars á heimsókn biskupsins yfir Islandi, herra Sigurgeirs Sigurðssonar, Páls Kolka lækn- is, og síðast en ekki sízt, heim- sókn frú Maríu Markan östlund. Við áminsta heimsókn hófst athöfnin með því, að séra Valdi- mar J. Eylands las ritningar- kafla, flutti bæn og stutta inn- gangsræðu. Mr. G. F. Jónasson forstjóri, kynti söngkonuna vistfólki og gestum með nokkrum velvöld- um orðum, en því næst hóf frú María söngþátt sinn, er stóð yfir í klukkustund og vakti fádæma hrifningu. Séra Sigurður Ólafs- son þakkaði því næst heimsókn- ina af hálfu nefndarmanna, en Mrs. Tallman fyrir hönd vist- fólks og allra viðstaddra. Auk vistfólks og þeirra við- staddra, sem nú hafa nefndir verið, tóku þátt í heimsókninni Mrs. B. J. Brandson forseti Betel nefndar, J. J. Swanson féhirðir, Harold Bjarnason nefndarmaður og Mrs. Bjarnason, Mrs. Fred Stephenson, Mrs. Eylands, Mrs. J. J. Swanson og Mrs. Schribner. Betel þakkar frú Maríu hjart- anlega komuna og bíður með óþreyju næstu heimsóknar hennar. Viðstaddtir Hörmulegur atburður Á laugardagskvöldið var gerð- ist sá hörmulegi atburður, að Harry Schmidt, 71 árs bóndi skamt frá Carman hér í fylkinu, kona hans 68 ára og þrjú full- tíða börn, voru skotin til bana á heimili sínu, án þess að nokkrar skiljanlegar ástæður lægi til grundvallar, því aldrei hafði orð- ið vart innbyrðis ágreinings í fjölskyldunni, sem naut virðing- ar í héraði; einn sonur hinna látnu hjóna hefir verið hand- tekinn og sakaður um morðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.