Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL, 1951 ÁHLeAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁHRIFAMIKILL PÍANÓLEIKARI Helga Sigurdson Þegar þessi góði gestur kom hingað eins og kunnugt er, til að taka þátt í samkomunni miklu °g söguríku, sem haldin var í Hayhouse Theatre á föstudags- kveldið þann 30. marz síðastlið- inn, en þar gerðust þau ógleym- anlegu tíðindi, að forseti Mani- tobaháskólans, Dr. Gillson, til- kynnti formlega stofnun kennslu stóls í íslenzku og íslenzkum fræðum við æðstu mentastofnun fylkisins. Með komu sinni hing- að og glæsilegri þátttöku í hin- um mikla atburði, sýndi Helga lofsverða rækt við uppruna sinn og ætt. Hún er dóttir Can- ada, afkomandi íslenzkra braut- ryðjenda í þessu landi. Snemma bar á óvenju skarpri hljómlistargáfu hjá Helgu, og hún var í rauninni barn, er hún byrjaði að leika á píanó; nú hef- lr hún um allmörg ár notið kennslu í píanóleik hjá víð- frægum kennurum og hefir náð slíkri þróun í list sinni, að hún felst til sjálfstæðra snillinga. Helga á djúp ítök í hugum Is- lendinga vestan hafs og austan, en áhrif hennar á sviði hljóm- ^istarinnar ná langt út fyrir ís- lenzka mannfélagið. Hún býr yfir styrkum, norrænum per- sónuleika, sem endurspeglast í tökum hennar á viðfangsefnum sínum og þetta kom sennilega aldrei skýrar í ljós en einmitt á samkomunni í Playhouse Theatre. Hún er vel að sér í ís- lenzkri tungu, ljóðræn og fer al- drei í launkofa með hverrar ætt- ar hún sé. Helga hefir gefið sig talsvert við tónsmíðum, sem bera á sér frumlegan blæ. Helga er af söngelsku fólki komin, dóttir þeirra Sigurbjörns Sigurðssonar, sönglagahöfundar og söngstjóra, og frúar hans. Hún er nákominn ættingi mesta leikritaskálds íslands, Jóhanns Sigurjónssonar frá Laxamýri. Þann stutta tíma, sem Helga að þessu sinni réði yfir í Winni- peg, var hún gestur foreldra sinna. Dvölin var langt um styttri en hinir mörgu vinir hennar hefðu óskað, því vegna skyldustarfa sinna í New York fór hún þangað daginn eftir sam- komuna. Allir þakka henni kom- una og vona, að ekki líði mjög langt um þar til fundum okkar ber saman aftur. Kosin í mikilhæfa trúnaðarstöðu Mrs. Richard Beck Mrs. Richard Beck, Grand ^°rks, N. Dakota, var kosin for- seti Berklavarnafélags ríkisins (The Anti-Tuberculosis Asso- ^ation) á ársfundi félagsins í ismarck, N. Dakota, síðastlið- lnn föstudag 13. apríl. Hún hafði yerið vara-forseti félagsskapar- lns og skipaði forsæti á ársfund- mum. Undanfarin átta ár hefir Mrs. Beck verið ritari Grand Forks eildar félagsins og haft umsjón ^íeð sölu jólamerkja þar í borg Ú stuðnings berklavörnum. Hún efir einnig um margra ára skeið ® t sæti í stjórnarnefnd Berkla- arnafélags ríkisins og var auk þess í tvö ár í stjórn Berkla- varnafélags Mið-Vesturlandsins (The Mississippi Valley Con- ference). Mrs. Beck er sérstök atkvæða- kona, drenglunduð og heilsteypt í skapgerð. Kvennasíða Lögbergs óskar henni til hamingju með þá maklegu sæmd, sem henni nú hefir fallið í skaut. Fyrsta fallhlífin Það er mælt, að það hafi verið dauðadæmdur morðingi, sem menn létu gera fyrstu tilraun með að henda sér út í loftið með fallhlíf — hann varð einskonar „reynsluflugbátur“ — í bókstaf- legum skilningi. Þetta gerðist 29. sept. 1777 í Port-Louis í Bret- agne. Hann var klæddur eins- konar fjaðurbúningi með vængj- um. Hinum 24 ára gamla pilti var svo hrundið út af þaki hegn- ingarhússins 30 metra hátt frá jörðu. Áhorfendurnir að þessari aftöku voru 10.000 og tauga- spenningur þeirra var ógurlegur. Eftir að vindurinn hafði svipt honum dálítið til og frá, kom morðinginn heill á húfi niður til jarðar. Þá laust allur múgurinn upp fagnaðarópi. Fanginn var náðaður og var jafnvel gefið all- mikið fé að verðlaunum fyrir hugrekki sitt. Mónaðarblaðið „Eining" Eftir prófessor RICHARD BECK Mánaðarblaðið „Eining“, sem út er gefið í Reykjavík og nú er komið á níunda ár, er sérstak- lega helgað bindindis- og menn- ingarmálum, enda standa Stór- stúka íslands og Iþróttasamband íslands að útgáfu þess. Ritstjór- inn er Pétur Sigurðsson erin- dreki, maður brennandi í and- anum um þau mál, er horfa til heilla og þjóðþrifa, og Islending- um vestan hafs að góðu kunn- ur, síðan hann dvaldi hér í álfu árum saman. Hann er snjall ræðumaður, ágætlega ritfær og lipurt skáld. Hefir „Einingin“ einnig verið og ér hið vandað- asta blað í höndum hans og heldur djarflega á lofti merki bindindis- og menningarmála. Þeim ummælum til staðfest- ingar nægir að renna augum yfir innihald þeirra heftanna þriggja, sem út eru komin á þessu ári. Auk margra greina um bind- indismál, er í janúarheftinu löng ritgerð og fróðleg um kauptúnið Selfoss, sem risið hefir upp og orðið héraðsmiðstöð á síðari ár- um, og eru þessi upphafsorð fyrri hluta ritgerðarinnar: „Selfoss er mjög markverður og sérstæður staður í landinu. Kauptún með næstum þúsund íbúa, blómlegt og vaxandi kaup- tún í sveit. Þar rennur saman í eitt, verzlun og viðskipti, land- búnaður og iðnaður, félags- og menningarlíf. Þar er ör hjart- sláttur viðskiptalífsins og allrar umferðar á svæði, sem hýsir um helming þjóðarinnar. Þangað stefnir oft fjölmenni til þinga, fundarhalda og skemmtana, og þangað og þaðan er fólksstraum- ur í allar áttir“. Ritstjórnargreinin í umræddu hefti er hin athyglisverðasta og á erindi til allra hugsarídi manna og kvenna, þó að hún sé að öðr- um þræði sérstaklega stíluð til íslenzkra Góðtemplara og ann- arra bindindismanna. Nefnist grein þessi „Á morgni nýs árs“ og er eftir Séra Kristinn Ste- fánsson, Stórtemplar. Sýna eft- irfarandi málsgreinar, hvernig sá mæti maður og foringi ís- lenzkra Góðtemplara hvetur í þessari árahótahugleiðingu til heilbrigðs horfs í lífinu og líð- andi stund. Vitnar höfundur til fleygra orða hins forna sálma- skálds: „Kenn oss að telja daga vora“, og segir síðan: „Þessi bæn hebreska skáldsins er ekki úrelt. Ekkert er heimin- um nú meira virði en guðstrú. Ekkert annað en hún getur bjargað mannkyninu heilu á húfi út úr gerningarveðri geggj- aðrar tilveru. Guðstrúin skapar ábyrgðartilfinningu, drengskap og heiðarleika, og innrætir mönnum, að þeim ber að vinna meðan dagur er að heill og ham- ingju sjálfra sín og annarra. Sagan hermir, að römverski keisarinn Títus, er sat á veldis- stóli um árið 70 e. Kr., hafi jafn- an sagt að kveldi, þegar að hann .var óánægður með dagsverk sitt: „Þessum degi hef ég glat- að“. Hinn mikli heimsdrottnari var furðu glöggskyggn á tilgang og gildi mannlegs lífs. Enginn dagur mátti fara forgörðum. ■Hann fann til ábyrgðarinnar, sem á honum hvíldi. Hann fann, að fátt skipti meira máli fyrir einstaklinginn, en trúmennskan við sjálfan sig og aðra menn, hollustan við góð málefni og fagrar hugsjónir. Margt úr sögum forfeðra vorra er af sama toga spunnið. Drengskapurinn, sem var æðsta dyggð þeirra, var einmitt ofinn saman úr þessum tveim þátt- um: trúmennskunni við sjálfan sig og trúmennskunni við aðra menn. Og í ætt við drengskapinn er hið glæsilega tilsvar einnar sögupersónu íslendingasagna, þetta: „Hvorki mun ég á þessu níðast, og á engu öðru, er mér er til trúað“. — Lífið lætur ekki að sér hæða. Dagarnir nema aldrei staðar. Stundin flýr og með henni þau verk, er þá voru unnin, hvort sem þau voru góð eða vond. En minningin um misstigin spor gleymist seint. Verk vor fylgja oss, hvort sem oss líkar það betur eða verr. Hvernig höfum vér farið með tækifæri liðinna daga. Hafa þau orðið oss eins og leiftur í myrkri og möguleikarnir sem mýrar- ljós, er vér eltum stefnulaust og lentum svo í vegleysum? Eða höfum vér notað stundirnar hyggilega, eins og rómverski keisarinn, ekkert tækifæri látið ónotað, engum degi glatað? Þetta skulum vér íhuga í byrjun nýs árs. Og vér skulum minnast þess, að konungur daganna ætl- ast til þess af oss, að vér látum aldrei undir höfuð leggjast að teljá daga vora, að vér glötum engri stund, níðumst aldrei á því, sem oss er trúað fyrir. Hér er um boðskap að ræða, sem tekur til allra þegna þjóðfélagsins og er mikið undir því komið, hvern- ig við er brugðið“. — Af efni febrúarheftisins má fyrst nefna forystugreinina „Bezta leiðsögnin til farsældar“ (snúið úr ensku), um Fjalla- ræðuna bæði sem hin mikilvæg- ustu sannindi og hinar hag- kvæmustu lífsreglur í samskipt- um manna innbyrðis og á vett- vangi álþjóðamála. Þá er mjög eftirtektarvert og tímabært bréf um bindindis- og menningarmál eftir prestaöldunginn séra Jón- mund Halldórsson að Stað í Grunnavík; hann er glaðvakandi andlega, þó kominn sé á áttræð- isaldur, og óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljósi. Ritstjórnargrein Péturs Sig- urðssonar „Menningaruppskeran í þjóðfélaginu“ er einnig bæði skorinorð og markviss. Hann ritar ennfremur ítarlegar um- nýjustu bækur Menningarsjóðs og um sjálfsævisögu Larsen- Ledet, hins víðkunna danska bindindisfrömuðar og ræðu- skörungs. Margt fleira er auk þess í heftinu eftir ritstjórann og aðra. Nýkomið marzhefti „Einingar- innar“ hefst, eins og ágætlega sæmdi, á grein um Svein Björns- son, forseta íslands, í tilefni af 70 ára afmæli hans 27. febr. s.l. Er grein þessi gagorð og fagur- yrt, en jafnframt réttorð og laus við allt innantómt skjall. Eggjandi mjög til umhugsun- ar er grein ritstjórans „Getur menntarembingur komið í stað- inn fyrir dyggð?“, en þetta eru niðurlagsorðin: „Vér björgum ekki menningu okkar með einhverjum rembingi, en á vegi dyggðanna verða þjóð- ir farsælar. — Engin mennta- uppþemba getur komið í staðinn fyrir dyggðir, en án þeirra eru þjóðir á helvegi, þótt allir þegn- ar þeirra séu kunnáttumenn. Lærdómur og siðfágun í öllu hinu ytra getur aldrei komið í staðinn fyrir göfugan hugsunar- hátt og siðgæði. Kristindómur- inn og guðstrúin er það sem bezt hefir g ö f g a ð hugsunarhátt manna og þroskað siðgæði þeirra“. í þessu hefti eru einnig ýmsar aðrar greinar um bindindismál, t. d. löng grein (þýdd úr dönsku) um hinn merka félagsskap „Alcoholics Anonymous“, auk ritdóma og annars almenns les- máls. Þó að hér hafi verið stiklað á stóru, ætti umsögn þessi að gefa lesendum hennar það nægilega í skyn, að „Einingin“ er efnis- mikið mánaðarblað, sem hvikar eigi frá menningarlegu mark- miði sínu, en heldur vel í horf- inu. Hún á því skilið stuðning allra þeirra, sem þeim málum unna og vilja stuðla að fram- gangi þeirra. Á það skal einnig bent, að þó að blaðið fjalli um annað fram um íslenzk bindindis- og menn- ingarmál, þá lætur það sig einn- ig skipta þau mál víðsvegar um lönd, eins og sjá má af framan- skráðri lýsingu á efni umræddra hefta, þó að fljótt hafi þar verið yfir sögu farið. Björn fluttist til Kanada 1891 og nam sér bústað vestur frá Langruth í Manitoba. Fáum ár- um seinna giftist hann eftirlif- andi ekkju sinni, Sigurborgu Gísladóttur. Um aldamótin flutt- ust þau hjón búferlum norður og austur fyrir Amaranth, og bjuggju á því svæði til þessa. Þar var eitt sinn talsverð íslenzk bygð, sem nú má teljast að mestu úr sögunni. Má svo segja að þau hjón, Björn og Sigurborg, séu síðustu leyfar þeirrar bygð- ar. Búnaðist þeim vel og komust í allgóð efni. Björn var vel hlut- gengur og ástundunarsamur til allra verka; voru þau hjón vel samhent í að verða efnalega sjálfstæð. Sigurborg er val- kvendi; hún er búin að líða lang- varandi heilsuleysi, en ber sinn kross með undirgefni og hug- rekki. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið; tvö eru látin, Þór- unn Ástríður og Ólafur; tveir uppkomnir synir eru á lífi, Gísli Alexander og Snorri og eru þeir til heimilis í Amaranth. Ekki lét Björn mikið yfir sér eða að hann bærist mikið á; heill og veilulaus var hann í skoðun þeirra mála, sem hann tók þátt í. Ekki var honum margrætt um trúarefni, en brátt kom það í ljós af samræðum um þau efni, að Björn bjó yfir bjargfastri sannfæringu og skýlausri trúar- reynslu, sem verkaði á hugsun hans og framgangsmáta. Var ýmsum liðsinnt án þess að halda því á lofti. Á ísland i mun Björn hafa stundað fjárgeymslu og sjósókn; gat hann þess að hafa þreifað á vernd Guðs á sjó og landi. „Sá himneski faðir“, eins og hann iðulega komst að orði, var veru- leiki í huga hans jafnaðarlega, sem réði fyrir athöfnum hans. Mig langar til að geta um at- vik, sem hann gat um; virtist mér atburður þessi vera honum dýrmætur fjársjóður. Hann bjargaði barni eitt sinn, sem var komið að því að drukkna; gat hann þess að hin þakkláta móðir barnsins hefði heitt og innilega beðið honum guðlegrar blessunar fyrir björg- unina. Mun það álls engin fjar- stæða að hið heita hjartans and- varp muni hafa orðið að áhrín- | isorðum í lífi Björns til ómælan- Skylt er einnig að geta þess, að ritstjórinn minnist iðulega í blaðinu landa sinna vestan hafs, sögu þeirra, þjóðræknis- og menningarbaráttu, meðan ann- ars í síðasta hefti landnáms þeirra á einkar hlýjan og drengi- legan hátt. Með.þeim hætti er hann einn af braúarsmiðunum yfir hafið. „Einingin” kemur út í 12 myndarlegum heftum árlega, og vönduðum frágangi. Árgangur- inn kostar 20 krónur, eða sem svarar $1.25 í hérlendum pen- ingum, og er það ódýrt lesmál eins og kaupin gerast nú á eyr- inni. Það er bæði stuðningur við góðan málstað og heilbrigð þjóð- rækni að kaupa blaðið. — Af- greiðsla þess er: Klapparstíg 26, Reykjavík. legrar blessunar; mun sanni næst að fáar bænir taki fram bænarorðum ástríkrar, kristinn- innar móður. Kemur það heim við orð postulans: „Kröftug bæn réttláts mann megnar mikið“. Bréf Jakobs 5:16. Móðirin sem í hlut átti var dóttir skálds og mentamanns, sem arfleyfði íslenzku þjóðina að bókmentalegum gimsteinum, sem eru enn mikils metin og lesin. Heimili Björns og Sigurborgar var mjög í þjóðbraut; var öllum beini veittur, sem vildu þiggja. Iðulega söfnuðust menn saman til guðsþjónustu á heimili þessu; var mönnum gert gott að athöfn afstaðinni; mun mörgum hafa hlotnast ánægjulegar endur- minningar frá þeim stundum. Þegar leið á ævi Björns fór heilsu hans að fara mjög aftur, svo að hann treystist ekki til að halda áfram búskap; fluttust þá hjónin inn til Amaranth, og nutu athvarfs meðal sona sinna, sem eiga þar heima; þeir eru giftir menn; reyndust þeir ásamt kon- um sínum upp á það bezta og ástunduðu að það færi svo vel um gömlu hjónin, að þau yndu hag sínum. Þessi mætu hjón hafa nú beðið eins og farþegar við bárufald hins mikla úthafs, sem skilur líf og dauða, og eins og farfuglinn, sem er í þann veginn að hefjast til flugs áleiðis til hinna hlýju landa og sólríkra sumardaga. — Sjóferð Björns er nú lokið: höfn er náð eftir misjafna úti- vist og langa. Orð skáldsins eru sannmæli: ,J>egar brestur þrek og starfi. Þegar laskast ævikarfi. Gott er að ná til hafnar heim“. Þegar maður minnist nú að endingu Björns Þórðarsonar; mannsins, sem með ráðvandlegu líferni vildi koma alls staðar fram til góðs, og sem hélt sinni yfirlætislausu góðsemi, og vildi í engu vamm sitt vita, þá fer naumast hjá því, að hlýjar og gleðiríkar hugsanir skipi sér um- hverfis minningu hans. Ómjúkum höndum hefir tím- inn farið um íslenzka bygðar- lagið á þessum slóðum, eins og er nú að gerast mjög títt um staði, sem eitt sinn voru setnir af löndum. Umhverfið er alt ann að en áður fyr. Mun sannast, að sögu þessarar bygðar muni lok- ið með burtför Björns sem síð- asta frumbýlings hennar. S. S. C. Á banntíma. Bóndakona kvartaði yfir því við mann sinn, að vinnumaður- inn væri dauðadrukkinn, og það yrði að reka hann úr vinnunni. „Reka hann“, hrópaði bóndinn glaður, „nei, ég held nú síður. Þegar það er runnið af honum læt ég hann segja mér, hvar hann fékk það“. Ljóð við Júðalag (L. N. Imber. Lag: Halikvoh). Eitt sinn flýt ég, eitt sinn, að annarlegri strönd einn saman flúinn ól og böðulshönd. Og áfram lengra, áfram um eyðimerkursand feta ég til þín, fyrirheitna land. Þar sem fólk mitt flytur þakkargjörð og fyrirbæn um ríki guðs á jörð. Heim er mín þrá öll um haf og eyðisand, helga land, fyrirheitna land. Krisiinn Pélursson DÁN ARMINNING : Björn Þórðarson % Fæddur á Mástöðum á Akranesi 1864 Dáinn í Amaranth í Manitoba þ. 10. marz 1951

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.