Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. APRIL, 1951 7 FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Richard Beck: ÆTTLAND OG ERFÐIR. Úrval úr ræðum og ritgerðum. — Bókaútgáfan Norðri. Reykjavík 1950. Um langt árabil hef ég fylgzt oieð flestu því, sem dr. Richard Beck hefir skrifað um bók- menntir í innlend og erlend tímarit og lesið ræður hans og ritgerðir um íslenzkar menning- arerfðir í blöðum vestan hafs, °g er þetta orðið geysimikið rit- safn að vöxtum, ef öll kurl kæmu til grafar. Hann gisnar ekki, penninn, í höndum þessa atorkusama fræði manns og fingurnir kólna ekki, meðan hann fær unnið þjóð sinni gagn með því að kynna bókmenntir hennar út á við og inn á við, efla metnað hennar °g skilning á sínum dýrustu gersemum, þeim auði, sem möl- Ur °g ryð ekki grandar, því „metfé, sem engan kann lögtak að svipta", eins og Stephan G. komst að orði: Eitt hljóðfæri var það. Með hugina fleygu og hljómanna alla feðranna eigu, sem grétu þar, léku þar, loguðu og sungu, sem lögðu þar öldunum raddir á tungu. Þetta er arfleifðin, sem dr. Beck hefir reynt að vernda og halda til haga meðal landa vorra í dreifingunni vestan hafs, þar sem brimöldur annarlegrar menningar soga til sín mestan hluta æskunnar, meðan aðrar haerri öldur draga hini eldri kyn- slóð niður í djúpið. Þessa bar- átta verður alltaf erfið, en samt er hún ekki þýðingarlaus. Með- an nokkur maður af íslenzku bergi brotinn man til uppruna síns, er hann betur á vegi stadd- ur og líf hans auðugra og fyllra, ef hann kann frekar tvær tung- ur en eina, og ef hann hefir einhverja fjallasýn af íslandi, Þó að sléttan verði byggð hans og gröf. Þetta hefir dr. Beck al- drei þreytzt á að brýna fyrir V e s t u r - íslendingum: „Van- ræksla við ætt og erfðir hefir aldrei til langframa reynzt ein- staklingum eða þjóðum ham- mgjuspor. Það hefir alltaf hefnt sín grimmilega að afneita hinu bezta í sjálfum sér, í ætt sinni °g arfleifð og gerast hermi- kráka annarra. Slíkt er einhver greiðasta leiðin niður á jafn- sléttu meðalmennskunnar og allar götur niður í djúp gleymsk- unnar“. Hugsun allra hinna beztu P j óðræknismanna vestan hafs efir verið sú, að sá maður verði einnig betri þegn í annarri álfu, sem fleygir ekki fyrir glingur yuossum þeim, sem hann hlaut i vöggugjöf, heldur eykur með Peim dáð sína og manngildi: Það er sál þjóðarinnar, reynsla hennar og lífsvizka, sem bók- menntir vorar geyma, fornar og nýjar. Þegar þessi heimur lokast og þjóðarbrotið gleymir uppruna sínum, er hætt við að þdð týni sjálfu sér og hverfi eins og dropi í sjóinn. í þessari bók: Ættland og erfðir. er fyrri hlutinn úrval úr erindum um þjóðræknismál Vestur-lslendinga og menning- artengsl við heimaþjóðina, sem höfundurinn hefir haldið á þing- um Þjóðræknisfélagsins í Win- nipeg, þar sem hann var um langt skeið forseti, og ræðum, er hann hefir flutt víðs vegar á samkomum íslendinga í Vestur- heimi. í öllum þessum ræðum logar hin fölskvalausa ættjarð- arást og eldlegur áhugi fyrir við haldi íslenzks þjóðernis eins lengi og auðið verður. Og þetta eru ekki orð innantóm, svo hand genginn sem höfundurinn er því efni, sem hann talax um. í því andar hann, hrærist og lifir. Hjartað er með, sem undir slær. Hvergi unna menn ættjörð sinni meir en í útlengðinni, og hvergi verður þeim ljósara tjónið af því, sem forgörðum fer, en á hættusvæðinu, þar sem sérmót- aðar kynslóðir sökkva í deiglu þjóðablendingsins mikla, sem enn er í sköpun og á sér svo litla fortíð. En jafn hollur lestur er þetta líka fyrir þá, sem heima ■sitja, og áminnig um að geyma betur og meta meir sín barna- gull. Seinni hluti bókarinnar eru veigamiklar ritgerðir um ýmis höfuðskáld vor, eins og t. d. Jón Þorláksson, Matthías Jochums- son, Grím Thomsen, örn Arnar- son, Huldu, Davíð Stefánsson, Þorstein Gíslason o. fl. Hefir sumum þessara skálda ekki ver- ið gerð ýtarlegri skil annars staðar, enda hefir próefssor Richard Beck mörg hin síðustu ár kannað manna mest stefnur og strauma í kveðskap íslend- inga á síðari öldum eins og sjá má af ljóðasögu þeirri hinni miklu, sem hann reit fyrir skömmu á enska tungu, og ég hef nýlega getið um hér í blað- inu. Sjálfur er hann prýðilega skáldmæltur og ritar því um þessa hluti af næmum skilningi og þekkingu. Er því öllum þeim, sem lesa vilja bókmenntir sér til gagns, gott að njóta leiðsagnar hans. Slíkar ritgerðir gefa meiri yfir- sýn og draga athygli að mörgu, sem annars kynni að fara fram hjá. Bókmenntaþjóð þarf að hað leiðir af annarra loftunga að vera, en lítið °S ekkert úr sínum hlut gera. Það lækkar. Menn hefjast við hitt að horfast í augu við hátignir allar °g hagræða um sitt. (St. G. St.) eignast góða bókmenntagagi rýni. Of fátt af slíkum ritui hefir verið gefið út og hér erui vér að auðugri. Hafi dr. Richar Beck þökk fyrir drengilef handtak í þessa átt. Benjamín Kristjánsso —DAGUR, 7. mai Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to’year. Cotnmence Your Business Training ImmediatelyÍ For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 69f> SARGENT AV *. WINNIPEG BRITISH JET BOMBER SUCCESS The ‘Canberra’ flies the Atlantic. Three British Air- men recently flew the world’s first jet bomber — the Can- berra B.2. — from Northern Ireland to Gander, Newfound- land, without re- fueling, breaking all Atlantic r e c o r d s with a 2,100 mile flight in four hours forty minutes at an average speed of 450 miles per hour. l ■ 1 r v vH gKU --v.. Iffl m m r M J s SM j j S. Þ. eiga að varðveita friðinn Ræða Thor Thors sendiherra í sljórnmálanefnd um Kóreu. FYRRI HLUTI Á 92. fundi stjórnmála- og öryggisnefndar Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, hinn 29. janúar 1951, flutti Thor Thors sendiherra eftir- farandi ræðu: Herra formaður: Sameinuðu þjóðirnar geta ætíð, í hverju máli, sem þær eiga að leysa, og hvenær sem úr vöndu er að ráða, leitað stað- góðra, öruggra og óskeikulla leiðbeininga í einum stað, það er í stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða, sem var rituð í anda. þeirra hugsjóna, er ríktu í San Francisco. Stofnskráin felur í sér vonirnar, sem réðu þvi, að Bandalag Sameinuðu þjóðanna varð til og þær reglur, sem gilda eiga um störf þess. I fyrstu grein er að finna mark mið Sameinuðu þjóðanna, og í fyrstu málsgrein eru þau talin sem hér fer á eftir: „Að varðveita heimsfrið og öryggi og gera í því skyni virk- ar, sameiginlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og eyða hættu á friðrofi og til að bæla niður árásaraðgerðir eða friðrof og til á friðsaman hátt og í sam- ræmi við grundvallarreglur rétt vísi og þjóðréttar koma á sætt- um eða lausn milliríkjadeilu- mála eða ástands, sem leiða kann til friðrofs“. Aðeins eitt markmið. Allt frá þeim degi að flemtri sló á heiminn yfir hinni hrotta- legu og illilegu árás Norður- Kóreuhersins inn á landsvæði Kóreulýðveldisins, þar til nú, hafa Sameinuðu þjóðirnar í ein- lægni gert virkar sameiginlegar ráðstafanir í því skyni að koma í veg fyrir og eyða þessari hættu, á friðrofi og til að bæla niður þessar árásaraðgerðir. Banda- lagið hefir af þolgæði leitaát við að leysa þetta hættulega milli- ríkjaástand með friðsömum hætti. Hinn ábyrgi meiri hluti Sam- einuðu þjóðanna á ekki sök á þeim mótgangi, sem bandalagið hefir orðið fyrir í viðleitni sinni. Fyrir þessum meiri hluta vakir aðeins eitt — að ná friði á heið- arlegan hátt. Stjórnmála- og öryggisnefnd- in hefir nú haft þetta mál til alvarlegustu íhugunar í nær tvo mánuði og enda þótt umræð- urnar hafi verið mjög ýtarlegar, vil ég leyfa mér, herra formað- ur, að gera stuttlega grein fyrir því, í hverju viðleitni Samein- uðu þjóðanna hefir verið fólgin, og hvað hefir verið aðhafst í málinu. Þetta gæti e. t. v. orðið okkur til leiðbeiningar fram- vegis. Við skulum þá fyrst og fremst hafa það hugfast, að málið varð- andi sjálfstæði Kóreu lá fyrir Allsherjarþinginu 1947, 1948 og á ný 1949 og er nú enn á ný fyrir þessu þingi. Öll árin hefir Alls- herjarþingið gert ályktanir um málið og 1 hvert sinn hefir höfuð tilgangur þeirra verið myndun sameiginlegrar, fullvalda og lýð- ræðislegrar stjórnar í Kóreu. í samræmi við þessar ályktan- ir og á vegum Sameinuðu þjóð- anna og með vernd þeirra, var mynduð lögmæt ríkisstjórn í lýðveldinu Kóreu, sem hafði fullkomna lögsögn og yfirráð yfir suðurhluta Kóreu allt norð- ur að 38. breiddarbaugnum. Innrás Norðanmanna. Þann 25. júní 1950 lýsti Ör- yggisráðið yfir því að hermenn frá Norður Kóreu hefðu ráðist með vopnum inn í Kóreulýð- veldið. Öryggisráðið krafðist jafnframt , að bardögunum yrði þegar hætt, og herir Norður- Kóreumanna áttu tafarlaust að hafa sig á brott af umráðasvæði Kóreulýðveldisins. Þegar þessu var ekki skeytt, tók Öryggisráðið hiklaust þá ákvörðun tveim dögum seinna með yfirgnæfandi meiri hluta að fordæma árásaraðgerðir Norður Kóreumanna og bað alla með- limi Sameinuðu þjóðanna að veita Kóreulýðveldinu aðstoð við að hrinda árásinni og koma aftur á friði og öryggi á svæðinu. Þessi ákvörðun Öryggisráðsins var síðan staðfest af 53 ríkjum, og flest þeirra veittu Kóreulýð- veldinu aðstoð á einn eða annan hátt. Hin viturlegu ráð Indlands eru mikils metin innan Samein- uðu þjóðanna. Þess vegna er vert að veita því athygli, að Ind- land studdi þessa ákvörðun ein- dregið og af heilum hug. For- sætisráðherra Indlands, Pandit Nehru, ræddi við blaðamenn skömmu eftir þetta og sagði: „Væru árásaraðgerðir látnar af- skiptalausar, myndu Sameinuðu þjóðirnar áhjákvæmilega hrynja saman með þeim afleiðingum að allsherjarstyrjöld brytist út. Ör- yggisráðið átti ekki annars kost en að lýsa Norður-Kóreumenn árásaraðila og biðja því næst meðlimi bandalagsins að snúast gegn þessari vígbúnu árás og, koma á alþjóðafriði á ný“. Þegar hér var komið fann all- ur hinn frjálsi heimur stoð og styrk í mætti hinna Sameinuðu þjóða. Alþjóðastofnun hafði í fyrsta sinni gripið til lögmætra og sameiginlegra aðgerða í því skyni að bæla niður árásarað- gerðir og varðveita friðinn. Svo öflug og vandlega undir- búin var árás Norður-Kóreu- manna, að um skeið vofði yfir sú hætta, að þeir næðu öllu yfir- ráðasvæði Kóreulýðveldisins á sitt vald. En lið Sameinuðu þjóð anna kom Suður-Kóreuhernum smátt og smátt til hjálpar og óðara og safnað var saman vopn- um og mannafla tókst að reka árásarliðið til baka inn á eigið landsvæði. Ráðstafanir til að tryggia friðinn. Gæfan hafði snúist í lið með Sameinuðu þjóðunum í styrjöld- inni í októberbyrjun, þegar Alls herjarþingið staðfesti ályktanir Öryggisráðsins og ákvað eins og áður með yfirgnæfandi meiri- hluta og Rússaveldi eitt á móti, að allar viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar til að tryggja frið og jafnvægi um allan Kóreu- skaga og skyldu allar nauðsyn- legar framkvæmdir gerðar í þvi skyni, meðal annars látnar fara fram kosningar á vegum Sam- einuðu þjóðanna í þeim tilgangi að stofnsetja sameiginlega, sjálf stæða og lýðræðislega ríkisstjórn fullvalda ríkis i Kóreu. Allsherj- arþingið ákvað ennfremur, að h e r i r Sameinuðu þjóðanna skyldu einungis dvelja í Kóreu með það fyrir augum að ná því marki, er að framan greinir. Þar að auki skyldi gera allar nauð- synlegar ráðstafanir til að koma á efnahagslegri viðreisn um alla Kóreu. Kínverjar koma iil sögunnar. Það var eftir að Allsherjar- þingið hafði staðfest einhug hins frjálsa heims í Kóreumálinu, að ný viðhorf komu til sögunnar þar eystra, er hundruð þúsunda kínverskra hermanna réðust inn í Kóreu í byrjun nóvembermán- aðar síðastliðins og hófu þátt- töku í styrjöldinni þar. Svo vel var árásin undirbúin og fjöldi herjanna frá kínversku stjórn- inni mikill, að lið Sameinuðu þjóðanna mátti hörfa inn á um- ráðasvæði Kóreulýðveldisins alt til þeirra stöðva, er þeir höfðu hafið sókn sína frá mörgum mánuðum áður. Það var almennt talið, að frá því augnabliki, er Kínverjar gerðu árásina, hafi ný styrjöld hafizt í Kóreu og Sameinuðu þjóðirnar átt í höggi við nýjan óvin. Þrátt fyrir þessa staðreynd og augliti til auglitis við þessa hróplegu árás á íbúa Kóreulýð- veldisins og Sameinuðu þjóð- irnar sjálfar, hefir bandalagið tekið sáttfúsa afstöðu gegn þess um öfluga og hættulega árásar- aðila og sýnt honum þolinmæði. Það má ef til vill segja, að með þessu hafi Sameinuðu þjóðimar haldið heit sitt um að reyna að koma á friðsamlegri lausn í milliríkjadeilum. Aftur á móti er það vafa bundið, hvort Sam- einuðu þjóðirnar hafa gert allt, sem í valdi þeirra stóð til að bæla niður þessar árásaraðgerð- ir, eins og mælt er fyrir í fyrstu málsgrein fyrsta kaflans í stofn- skrá vorri. Þess vegna heyra menn nú há- værar raddir, sem spyrja hvort ein regla gildi um litla árásar- seggi og önnur um þá stóru. Svara illu einu iiL Allt frá þvi, er Allsherjar- þingið 14. desember gerði álykt- un um að skipa vopnahlésnefnd í málinu, er í sátu þrír af virð- ingamestu a f b u r ð a-mönnum þingsins, Entezam, sendiherra Iran, forseti Allsherjarþingsins; Herra L. B. Pearson, utanríkis- ráðherra Canada og Sir Bengal Rau, aðalíulltrúi Indlands; hafa Sameinuðu þjóðirnar þrisvar snúið sér til kínversku komm- únistastjórnarinnar og verið hundsaðar í öll skiptin. Svör Pekingstjórnarinnar hafa verið hrokafull og ögrandi. Fulltrúi kommúnistastjórnarinnar, sem vopnahlésnefndin hafði sam- band við strax og hún tók til starfa, fékk ekki að eiga til við nefndina og var kvaddur heim til Peking i skyndi. Kínverska kommúnistastjórn- in lýsti vopnahlésnefndina ólög- lega og kallaði sáttaviðleitni hennar og tillögur, gildrur og gömul klókindabrögð. Þriðju sáttaumleitan nefndar- innar, sem hér var samþykkt með fimmtíu atkvæðum gegn Sovétatkvæðunum fimm, var synjað. Þessi málaleitan fól í sér fimm meginreglur um að fram- kvæma smátt og smátt áætlun um vopnahlé í Kóreu, myndun frjáls og sameinaðs ríkis í land- inu og um friðsamlega lausn ann arra ágreiningsmála í Austur- Asíu. Það var farið fram á það við Pekingstjórnina, að hún léti hætta skothríðinni og hefja samn ingaviðræður. Þessu neitaði hún en bauðst til að semja, ef hún fengi að ráða hvaða ríki tækju þátt í viðræðunum og skyldu þær fara farm í Kína, en á með- an skyldi skothríðinni ekki linna. Sumar sendinefndir hafa samt sem áður haldið því fram, að svar kínversku stjórnarinnar þurfi nánari athugunar og frek- ari skilgreiningar við, og þess vegna eigi að ræða við hana. Vér teljum það geysilega þýð- ingarmikið, að frekari viðræður geti farið fram, en einungis með þeim hætti, sem samboðinn er virðingu og áliti bandalangsins. Umræður um þetta mál hafa nú staðið í rúmar sex vikur hér í nefndinni, og kominn sá tími, að hver sendinefnd verður að taka afstöðu í málinu. Okkur er öllum ljóst, að ákvörðun okkar í þessu máli varðar miklu um framtíð Sameinuðu þjóðanna og getur haft hinar örlagaþrungn- ustu afleiðingar, eins og nú er ástatt í heiminum. —Mbl. 14. marz Get an Early Start this year— and you get the Best Start w,m VR$/ MARINB iiOTORS CASaUMB O/OSOM. The utmost in dependable, trouble- free, economical power for your boat—in just the size to best serve your purpose. Get all details on the Graymarine before you select your engine—then you'll know that in Graymarine you get the best. Call /WUMFORP, Medlanp, Phone 37 187 576 Wall St. IlMlTEP, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.