Lögberg


Lögberg - 03.05.1951, Qupperneq 1

Lögberg - 03.05.1951, Qupperneq 1
PHONE 21 374 A » u^'te rlea1íieTS * Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 V.\«^e CleaneTS .^0?Soe Lttund^j*. st A Complele Cleaning Insiiiulion 64, ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 3. MAÍ, 1951 NÚMER 18 Gerumst hluthafar í íslenzka kenslustólnum við Manitobaháskólann allir sem einn Verum samtaka um greiðslur til kenslustólsins í íslenzku—Mun þá bjarf- um framtíð íslenzkrar menningar hér í álfu og nöfn þeirra, sem steina lögðu í grunninn Fundarfrétt vegna kenslusfólsins í íslenzku Að dómi allra, sem þekkingu h®fa á þeim hluium, hefir eng- inn þjóðflokkur hér í Canada eða jafnvel í Ameríku. annar en íslendingar, áður tekið að sér Mutfallslega eins siórkosilegi ®ða mikilvægt verkefni með til- ^sflaðri siofnun kenslusióls í ís- lenzkum fræðum við háskóla Maniioba-fylkis. Að sú siofnun er nú vís mælir vel fyrir fram- iakssemi, einurð og áhuga þessa liila þjóðarbrols. Forseii Manitoba háskólans/ Dr. Gillson, tilkynli íslending- Um það á samkomu í Winnipeg 1 Playhouse Theaire, er María Markan hin góðkunna söngkoná °9 Agnes Sigurðson, hinn mikil- haefi píanósnillingur, skemtu !*Ueð söng og píanóspili, 30. marz s.l., að þar sem að búið væri að safna $150.000, þá samkvæmt samningi við háskólann yrði sióllinn stofnaður næsta haust. Hann þakkaði íslendingum með ^iýlegum orðum fyrir ágæta írammistöðu í því máli, og þar sem hið endanlega talcmark ^æri $200.000.00 og mikið verk enn að vinna í sambandi við bað, bauð hann þeim alla þá ^iálp, sem hann hefði vald á til þess að því takmarki yrði náð. Fösiudaginn, 20. apríl var íundur haldinn í sama sambandi * Fyrsiu Sambandskirkju í Win- vvipeg, sem samansettur var af formönnum úr öllum íslenzkum félögum í Winnipeg auk nokk- Urra „síofnenda" (founders) og annara. Félög þessi voru Jóns ^igurðssonar félagið; Icelandic Canadian Club; íslendingadags- nefndin; Góðtemplarafélagið og þjóðræknisfélagið. Forseti hins s>ðasinefnda félags, séra Philip Pétursson, stjórnaði fundin- um 0g Albert Wathne var skrif- ari. Eftir nokkur inngangs- og skýringarorð kallaði fundar- síióri á Dr. P. H. T. Thorlakson. f°rmann fjársöfnunarnefndar, Sem útskýrði tilgang fundarins, Sem var sá að veila viðlöku skýrslu fjársöfnunarnefndarinn- fyrir hönd íslenzku félaganna ®r í bæ og ákveða næsta mark- *ðið, sem, samkvæmt samþyki Uftdarins seinna um kvöldið, yar að halda áfram fjársöfnun- nni Þar til markmiðinu væri nað- Uefnilega. $200,000.00, og að f6 a Uefndinni, sem staðið hafði Yrir fjársöfnuninni upp að j.?Ssu áframhald á verkinu. — ^‘9 var nefndinni þakkað lögrum orðum og lófa- ^ aPpi fyrir framúrskarandi so3n*ð 09 ahu9a- Dr. Thorlak- ■urT viðhorf fjársöfn- 03 minlisí YÍirlýsing- r- Gillson's um að stóllinn ag 1 slofnaður og að byrjað yrði jj slarfrækja hann n.k. haust. minlisl einnig á að nú lsi þ°rf á víðtækari fjárleit- hingað til, og nú yrði , að ieita til hvers einslakl- Of.fS* V°rt 86111 að hann gæti lð Stórl eða lítið, því tilgang- un en bYrjað; urinn væri að fá sem allra flesta á stofnskjal fræðslustólsins auk þess að ná $200.000.00 upphæð- inni. Dr. Thorlakson kallaði svo á W. J. Lindal. dómara, sem út- skýrði málið frekar, og gat þess að fjársöfnun færi nú fram í hverju bygðarlagi íslendinga og að lillög mættu þess vegna send- ast lil formanns söfnunarnefnd- ar, sem fenginn yrði í hverri bygð; eða til Miss Margrétar Pélursson, 45 Home Streel, Winnipeg, sem er skrifari nefnd- arinnar í Winnipeg. eða beint til igjaldkera háskólans, Mr. W. F. Crawford. Fyrsta áfanganum er náð, en nú er eflir að ná næsta áfangan- um, $200.000.00 takmarkinu. Dr. Thorlakson gat þess að á sam- komunní í Playhouse Theatre hefði Dr. Gillson, háskólaforset- inn verið gestur íslendinga. Þar gerði hann yfirlýsingu um stofn- un slólsins í haust. En nú, er kensluembællið verður slofnað og prófessor settur í það, held- ur háskólinn íslendingum sam- sæti lil að gera þá stund eins ## Imbrudagur", ný Ijóðabók effrir Hannes Sigfússon Hannes Sigfússon gefur út innan skamms nýja ljóða- bók, sem heitir „Imbrudag- ar“. Er það ljóðaflokkur í fimm þáttum ásamt for- mála og' eftirmála, og mun bókin koma út í aprílbyrjun. Þessi nýja ljóðabók Hannesar er 4 arkir að stærð, og verður hún einvörðungu seld áskrifend- um og því ekki til sölu í bóka- verzlunum. Prentsmiðjan Hól- ar annast prentun bókarinnar, og verður vel til útgáfunnar vandað. Þetta er önnur ljóðabók Hann esar Sigfússonar. Fyrri bók hans, „Dymbilvika“, kom út vorið 1949, og var það einnig ljóðaflokkur. Sú bók vakti all- mikla athygli og er nú uppseld. Munu margir bíða hinnar nýju bókar Hannesar með óþreyju, því að hann er tvímælalaust í fremstu röð yngstu ljóðskálda okkar. Hannes Sigfússon hefir und- anfarið ^lvalizt IVz mánuð í Stafangri í Noregi, og mun hann hafa unnið að þessari nýju bók sinni þar. —Alþbl. 22. marz hátíðlega og unt er. Og verður það íslendingum mikill fagnað- ardagur. Á fundinum, sem hér er verið að segja frá, bar W. J. Lindal dómari fram skýrslu um þær aðferðir, að aðallega hafi hingað til verið leitað helzt stórupp- hæða. íslendingar eru fáir. þeir eru fámenn þjóð, og nauðsyn gerðist að eins mörg þúsund- dollara tillög eða stærri næðust saman til þess að tilrauninni yrði borgið. Þar að auki átti fyr- irtækið að vera alíslenzkl, og er það tilgangurinn enn. Þess vegna var leitað og verður leit- að aðeins til íslendinga. Þörf er þess vegna á, að þeir verði vel við þeirri íjárleitun og greiði ríf- lega í sjóðinn, hvorl sem er stórt eða smátt, en hver maður eftir getu. Nú er búið að ná sam- an $160.000.00, en lakmarkið er $200,000.00. Kensluslóllinn í íslenzkum fræðum verður innan fárra mán- aða orðinn að veruleika. En hann þarf engu síður nú, en hingað til, stuðning allra góðra íslendinga til þess að hann verði bygður á öruggri undirstöðu. Hann verður það, ef að íslend- ingar laka saman höndum og byggja þá undirslöðu í anda sjálfsafneitunar og áhuga fyrir góðu og göfugu málefni, sem er og verður öllum íslendingum til sóma og heiðurs. Philip M. Pétursson, fundarsijóri Albert Wathne, skrifari. Senn byrjað aö ryðja vegi á Héraði Snjóföl gerði á Héraði í fyrri- nótt, en tók aftur upp í gær, og var fénaður bænda hvarvetna á beit í gær, enda var þá stillt veður, en drungalegt og gerði lítið að. í ráði er nú að byrjað að ryðja snjó af veginum fram Fell og Fljótsdal, svo að unnt verði að nota bifreiðar til flutnings í þær Eveitir. Snjóbíllinn fór enn eina ferð á Efra-Dal, að Eiríksstöð- um, í gær, og mun hann nú bú- inn að flytja 6—7 smálestir af fóðurvörum á Efra-Dal. Áttatíu smálestir af heyi og hundrað smálestir af fóðurkorni komu til Reyðarfjarðar í gær og í dag. —TÍMINN, 25. apríl Vill úfriloka Penner Jacob Penner, bæjarráðsmað- ur í Winnipeg, og þekktur kom- Inúnisti, er um þessar mundir á ferðalagi í Rússlandi ásamt 6 manna sendinefnd frá Canadian- Soviet Friendship Society. Fóru þessir menn þangað í boði félags á Rússlandi, sem nefnt er Voksí og er stofnað í þeim yfirlýsta' tilgangi, að halda við menning- arsamböndum við erlend ríki, en er vitanlega einn þáttur 1 komm- únista áróðursstarfseminni. W. Kosser, formaður þjóð- ræknissamtaka Úkraníumanna í Canada, lét svo ummælt í ræðu nýlega, að ekki væri rétt að hleypa þessum mönnum inn í Canada. „Canada-kommúnistar tilbiðja og dýrka Soviet-Rúss- land, það ætti því að láta þá vera þar, ef þeir fara héðan á annað borð. Á yfirstandandi tímum, er öllum frjálsum lönd- um stafar hætta af kommúnist- um, ætti Canadastjórn að var- ast að leyfa alræmdum komm- únistum að fara til Soviet-ríkj- anna“. Mr. Kosser kvaðst ekki vita um neitt tilfelli, að öðrum en kommúnistum eða vinum þeirra væri leyfð innganga í Soviet-ríkin. Presfrkosning í Argyle Síðastliðinn sunnudag fór fram prestkosning í Argyle- prestakalli, og að því er Lög- berg hefir frétt, varð séra Magnús Már, settur prófessor í guðfræði við Háskóla íslandE efstur á blaði; greidd munu hafa verið atkvæði um þrjá kennimenn. Séra Magnús er 34 ára að aldri, lærdómsmaður mikill og prúðmenni í fram- göngu. Dr. Thorbergur Thorvaldson Hlýfrur maklega sæmd The Royal Society of Canada hefir nýverið heiðrað Dr. Thor- berg Thorvaldson, fyrrum pró- fessor við háskólann í Saskat- chewan, með því að veita hon- um Henry Marshall Tory meda- líuna fyrir margháttuð afrek á sviði efnavísindanna. Vogeler sleppur úr fangabúðum Robert A. Vogeler, amerískur þegn, er kommúnistar í UngJ verjalandi hafa haldið í fang- elsi í 17 mánuði var látinn laus .síðastliðna viku gegn því að Bandaríkin yrðu við eftirfylgj- andi kröfum þeirra: Að ræðismanna-skrifstofum þeirra í New York og Cleveland yrði leyft að taka aftur til starfa, en þeim var lokað í fyrra; að afnumið yrði bannið gegn ferða- lögum Bandaríkja-þegna til Ungverjalands og að ameríska stöðin — Rödd Ameríku — not- aði ekki sömu bylgjulengd og Radio Munich útvarpsstöðin. Vogeler var sakaður um njósnir og var, með hinum al-' ræmdu að ferðum kommúnista, píndur til að játa á sig þessaj isök. Hann ætlaði að tala yfir útvarpið, en var orðinn svo bil- aður á heilsu, að hann varð að hætta í miðju kafi, og er nú undir læknishendi. Liberalflokkurinn sigrar Síðastliðinn fimtudag fóru fram kosningar á fylkisþing Prince Edward Island og bar Liberalflokkurinn enn einu sinni sigur úr býtum, vann 25 sæti af 30, einu fleira^en þeir höfðu síðast. Frambjóðendur C.C.F.-sinna töpuðu allir tryggingafé sínu. Fær verðlaun fyrir bókina um Jón Arason biskup Nefnd sú, sem alþingi hefir kjörið til þess að veita rithöf- undum verðlaun Jóns Sigurðs- sonar, hefir nú orðið sammála um að veita Guðbrandi Jónssyni prófessor verðlaun fyrir rit hans um herra Jón biskup Arason. Ekki nema um 20 rithöfundar munu hafa fengið þessi verð- laun, en svo vill til, að Guð- brandur prófessor hefir einu pinni áður fengið þau, þá fyrir rit sitt um dómkirkjuna á Hól- um í Hjaltadal. —Alþbl. 22. marz Rt. Hon. J. G. Gardiner hefir tilkynnt að lágmarksverð á smjöri verði 58 cent pundið, 5 centum hærra en í fyrra. Ársfundur Amerísko-Norræna Fræðafélagsins í Chicago Fertugasti og fyrsti ársfund- ur Ameríska-Norræna Fræða- félagsins (The Society for the Advancement of Scandinavian Study) verður haldinn í Chicago, föstudaginn og laugardaginn, 4. og 5. maí, og er fundarstaðurinn North Þark College, einn af helztu skólum Svía vestan hafs. Dr. Richard Beck, lorseti fé- Jagsins, hefir fundarstjórn með höndum, og flytur einnig á fundinum erindi um Tómas Guðmundsson og skáldskap hans („Tómas GuðmundsSon — Icelandic Master of the Lyric“). Áður en fundarstörf hefjast á föstudaginn, flytur dr. Beck einnig erindi um íslenzkar nú- tíðarbókmenntir fyrir stúdent- um á North Park College í sam- anburðarbókmenntum, og um kvöldið talar hann í veizlu þeirri, sem skólinn efnir til í sambandi við ársfundinn. Prófessorar frá háskólum í Mið-Vesturlandinu og víðar að úr Bandaríkjunum flytja einnig erindi um norræn fræði á fund- inum. Vara-forseti félagsins er Pró- fessor Sverre Arestad, kennari í norrænum fræðum við ríkis- 150 norrænar konur heimsækja ísland Hinn 25. eða 26. júlí í sumar er væntanlegt hingað til lands norska skipið Brand 5 og eru með því um 150 norrænar kon- ur1, er koma hingað í heimsókn. Er þetta á vegum félagsskapar, sem kallar sig Samvinnu nor- rænna kvenna og hafa konur úr þeirri félagshreyfingu komið saman hvert undanfarinna ára nema stríðsárin. Nú liggur leið- in til íslands og vildu fleiri kon- ur komast með í þessa för en gátu. Konurnar eru frá öllum Norð- urlöndum, einna flestar frá Finn I landi en einnig nokkrar frá Færeyjum og tvær grænlenskar. Er ætlunin að þær dvelji nokkra daga hér á landi, fari í ferðalög og kynnist íslenzkum konum. Af hálfu íslendinga starfar ellu kvenna-nefnd frá frá Bandalagi kvenna, Kven- réttindafélaginu og Norræna fé- laginu að móttökunum. Ætlað er að gefa íslenzkum konum kost á þátttöku í ferðum, samsætum og hátíðahöldum, sem verða í sambandi við komu hinna norrænu kvenna. Vegna rúmleysis í blaðinu í dag er ekki unnt að birta dagskrá þessarar heimsóknar eða nánari frásögn, en það verður gert hér í blaðinu innan skamms. —TÍMINN, 25. apríl Sfrríðið í Kóreu Kommúnistar sækja fast fram og hafa safnað um 20,000 her- manna nálægt Seoul, og var tal- ið að þeir myndu reyna að taka borgina fyrir 1. maí, en sá dag- ur er aðalhátíðadagur kommún- ista; þetta tókst þeim ekki vegna' frækilegrar varnar Banda- ímanna. Hermt er að hin fræga hersveit Breta Royal Gloucestershire, hafi því sem næst þurkast út. Af 1000 mönnum komust að- eins 100 af; liðsmunur þeirra og* kommúnistasveitanna, er þeir börðust við, var einn gegni sextán. háskólann í Washington (Uni- versity of Washington), en ritari og gjaldkeri Dr. Martin Söder- back, kennari í sænsku við North Park College. í stjórnar- nefnd félagsins eiga einnig sæti háskólakennarar í norrænum fræðum víðsvegar um landið. Meðal ritstjóra ársfjórðungsrits félagsins, Scandinavian Sludies, er dr. Stefán Einarsson, kennari í norrænni málfræði við Johns Hopkins háskólann. Sa msfreypusfr jórn Menzies endurkosin Á laugardaginn fóru fram kosningar í Ástralíu og hlaut samsteypustjórn Robert G. Men- zies meirihluta atkvæða. Náðu Liberal - Country f lokkarnir stjórnartaumum úr höndum’ verkalýðsflokksins 1949. Nýjusfru fréfrfrir Mjólk, sem flutt er til heim- ilanna hér í borg, hefir nú hækk- að í verði eitt cent og er nú 20 cent potturinn, en mjólk í verzl- unum er 18 cent eins og áður. ☆ Clement Attlee forsætisráð- íerra Breta, er nú farinn að sinna störfum á þingi eftir 5 vikna fjarveru. Hann varð að fara í sjúkrahús til að fá lækn- ingu við magasári. ☆ Kommúnistar í Kína hafa sleg ið eign sinni á brezka olíufélag- ið þar, og óttast nú margir að þeir muni láta greipar sópa um allar eignir Breta í Kína, eins og þeir gerðu um eignir og fjár- muni Ameríkumanna þar í landi í fyrra. Vinnur sér mikinn frama Raymond Thorsteinsson M. A. prófessor við háskólann í Kan- sas, hefir hlotið Shell Oil styrk- inn til framhaldsnáms í jarð- fræði; hann er útskrifaður af, háskóla Saskatchewanfylkis, en halut meistaragráðu frá Toronto háskóla; styrkur þessi nemur $1,200,00, auk þess sem kenslu- gjald er jafnframt lagt til. Prófessor Raymond, sem er frábær námsmaður og efni í á- gætan vísindamann, er sonur hinna mætu hjóna, Mr. og Mrs. Pétur Thorsteinsson, sem búa í grend við Wynyard. Úr borg og bygð Correspondence Club Islandia. Ef þér viljið komast í bréfa- .samband við íslendinga á öllum aldri, þá sendið okkur 1 dollar og þið fáið send íslenzk nöfn og nafn ykkar sett á lista til út- sendingar, ef óskað er. Bréfaklúbburinn Islandia P. O. Box 1014, Reykjavík, Iceland. ☆ öldruð kona getur fengið á- gætt herbergi með góðum kjör- um í sambýli við aldraða konu, er njóta vill ánægjulegs félags- skapar. Spyrjist fyrir hjá The Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ Dr. Richard Beck prófessor við ríkisháskólann í North Dakota, kom hingað um helg- ina og flutti snjalla ræðu á af- mælishátíð Goodtemplara á mánudagskvöldið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.