Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1951 Úr borg og bygð Viðbót við æviminning Björns Þórðarsonar — Sjá Lögberg 19. marz s.l. Björn er fæddur að Mástöð- um á Reykjanesi 6. maí 1864 og pkírður sama mánaðar að Görð- um á Akranesi. Foreldrar hans voru Þórður Björnsson og Guð- rún Jónsdóttir. Hann var yngst- ur af sjö systkinum sínum. -— Bræður hans voru: Þórður, fiskimaður og bóndi á íslandi; tveir aðrir bræður hans stund- uðu sömu atvinnu á Akranesi, látnir fyrir nokkru; tveir bræð- ur hans komu til þessa lands, Bjarni dáinn við Foam Lake, Sask. og Jón til heimilis við Langruth, Man., einnig látinn. Systir var ein, Þórunn að nafni. Maður hennar var Ólafur, til heimilis í Reykjavík. Synir þeirra tveir, Tryggvi og Þórður, reka verkstæði til að hreinsa lýsi; Björn verzlar með kol. Egg- ert er fiskimatsmaður fyrir (stjórn íslands. Indriði er eld- liðsmaður í Reykjavík; systir þeirra bræðra er og gift, og er til heimilis í Reykjavík. Ekkja Björns Þórðarsonar er Sigurborg Gísladóttir fædd að Karlsfjalli í Lóni á Austurlandi. Faðir Sigurborgar var Gísli Gíslason prests, um langt skeið þjónandi prestur að Stafafelli í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu á íslandi. Móðir Sigurborgar var Ástríður Jónsdóttir kona Gísla. s. s. c. ☆ Mr. Thorleifur Anderson frá Churchbridge, Sask., hefir dval- ið í borginni undanfarinn viku- tíma, en hélt heimleiðis á mánu- daginn. The Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will hold a regular meeting on Friday Eve., May 4th at 8 Oclock at Headquarters in the Winnipeg Auditorium. ☆ Mr. J. B. Johnson frá Gimli var staddur í borginni síðastlið- inn mánudag. ☆ Frú Ingiríður Jónsson, 774 Victor St. ekkja Dr. B. B. Jóns- sonar, fyrrum prests Fyrsta lút- erska safnaðar, lézt að heimili isínu á fimtudaginn var 26. apríl. Dauðameinið var heilablóðfall. Frú Ingiríður var ættuð úr Hraunhrepp í Mýrasýslu og fædd þar 20. okt. 1878. Hún flutt- ist vestur um haf 10 ára gömul. Snemma á árum gerðist hún kennslukona og stundaði það starf unz hún giftist séra Birni. Jarðarförin, sem var afar fjöl- 'menn, fór fram frá Fyrstu lút. kirkju á mánudaginn. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. Þessarar mætu konu verður vafalaust minnst nánar. ☆ Á þriðjudaginn þann 24. apríl síðastliðinn, lézt að heimili sínui í grend við Leslie, Sask., frú Anna Sigríður Guðmundsdóttir frá Rjúpnafelli í Vopnafirði, kona Sigurbjörns Sigurbjörns- sonar, eins af írumherjum Lesliebygðar; hún var mikilhæf gáfukona og skáldmælt vel; út- förin fór fram á laugardaginn þann 28. apríl. Þessarar mætu konu verður vafalaust nánar minst áður en langt um líður. < ☆ Þar sem erfitt er að ná til allra þeirra vina og vandamanna sem sýndu okkur ástúð og vin- áttu þegar við áttum á bak að sjá ástríkum eiginmanni og föð- ur, Stefáni Anderson, biðjum við íslenzku vikublÖðin okkar að flytja þeim okkar innilegustu þakkir fyrir öll þeirra vinahót,' aðstoð, uppörfun, blómagjafir og margt fleira þegar mest treysti á vináttuböndin og sökn- uður og sorg voru okkar hlut- skipti. Einnig viljum við minnast ijneð innilegu þakklæti, söng- flokks, organista og prests, sem þátt tóku í útfararathöfninni og gerðu hana jafn virðulega og eftirminnilega eins og raun varð á. Sömuleiðis viljum við þakka af alhug hinum vinsæla lækni, dr. G. Johnson, alla hans ná- kvæmni og umhyggju, einnig hjúkrunarkonum sjúkrahússins a Gimli. vaidimar Anderson. Mrs. Stefán Anderson, ☆ Afmælishátíð Goodtemplara, sem haldin var í Goodtemplara- húsinu síðastliðið mánudags- kvöld, var vel sótt, og fór að allra viðstaddra dómi, hið bezta fram; hinn kunni bindindis- frömuður, Mr. A. S. Bardal, hafði samkomustjórn með hönd- um, og verða ávarpsorð hans birt hér í blaðinu. Aðalræðumaður var Dr. Ric- hard Beck. ☆ Frú Sigríður Jacklin frá Chi- cago, 111., dvelur í borginni um þessar mundir í gistivináttu systur sinnar og tengdabróður, þeirra Mr. og Mrs. Halldór Johnson 1034 Dominion Street. Draumurinn um för til mónans getur fyrr en varir orðið veruleiki Vaeri ekki gaman að heimsækja skyldfólkið í ór? IÆGGIÐ DRÖGIX AÐ ÞVf \Ú ÞEGAR \Ð ÞESSI ÓSK GETI RÆZT GeriK nú þegar rágstafanir til þess að veita bæði ySur sjálfum og skyldfólki yðar erlendis ógleymanlega Anægju í ár. HeímsækiB vini yðar, sem mun þykja vænt um aS heyra hvaS þér hafið haft fyrir stafni þessi mörgu ár I hinu nýja landj. IdtiS inn hjá ferðaskrifstofu yðar þegar I stað. Hún mun aðstoða yður við að skipu- leggja ferðalagið — ef þér óskið, getið þér einnig skroppið í sömu ferð til fleiri en eins lands, með þvf að notfæra yður hin lágu “Thrift Season“ fargjöld. Þetta er lang hagkvæmasti tíminn til að bregða sér heim til gamla landsins. Á tímabilinu frá september til apríl eru • Ferðalög yfir Atlantshaf ódvrari • Farrými er nóg og þjónusta öll auðveldari • Og þ«*r losnifi við þrengsli sumar-ferðalaganna. European Travel Commission Til frekari upplýsinga, skrifib Aðalræðismannsskrifstofu fslands í New York CONSULATE GENERAL OF ICELAND 50 Broad Street, New York 4, New York AUSTRIA • 8ELGIUM • DENMARK • FRANCE • GERMANY • GREAT BRITAIN GREECE • ICELAND • IRELAND • ITALY • LUXEMBOURG • MONACO NETHERLANDS • NORWAY• PORTUGAl • SWEDEN • SWITZERLAND ■ TURKEY (Frh. af bls. 7) þess að ná til tunglsins verði að nota kjarnorku sem hreyfiafl, svo að þrátt fyrir geypi fjár- magn, sem boðið hefir verið til framleiðslu þessa skeytis, hefir takmörkunin á hagnýtingu kjarnorkunnar ekki leyft smíði skeytisins. Ef Bandaríkjamönn- um tekst að beizla kjarnorkuna til hreyfiafls er gátan ráðin og för til tunglsins verður ekki lengur draumur, heldur veru- leiki. Þegar kemur til byggingar tunglsskeytisins verður að taka tillit til annars en tæknilegra hluta. í skáldsögu Jules Verne reyndust leiðangursmennirnir starfinu og ferðalaginu fullkom- lega vaxnir, en menn gera ráð fyrir meiri erfiðleikum en Jules Verne gat látið sig dreyma um. Sú spurning hvernig mannlegur líkami fær staðist hinn mikla kulda og þau viðbrigði er hann verður fyrir í hinu óendanlega rúmi, er alltaf efst í huga vís- indamannanna, er þeir ráðgera för til tunglsins. Að vísu eru þessi viðfangs- Gefið til Sunrise Lutheran Camp. In loving memory of Skafti Arason, Húsavík, Man. $100.00. Given by his wife Guðlaug and their three children. — This imoney to be used for beauti- fying the camp grounds. A friend, Selkirk, Man. $10.00. Meðtekið með innilegu þakklæti Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. ☆ Mr. og Mrs. Valdimar Ander- son frá Chicago, litu inn á skrif- stofu Lögbergs á mánudaginn. ☆ Mr. P. N. Johnson, fyrrum timburkaupmaður að Mozart, Sask., sem dvalið hefir hér í borginni í vetur, fór vestur til Wynyard á þriðjudaginn. ☆ Ung stúlka óskast nú xegar til veitinga hjá Sargent Pharmacy, Toronto og Sargent, Winnipeg. Gott kaup og ágæt vinnuskilyrði. ☆ — ÞAKKARORÐ — Við þökkum hjartanlega þeim öllum, er auðsýndu okkur hlut- tekningu við fráfall elskaðs eiginmanns og föður, Tómasar Benjamínssonar. Séra Eyjólfi J. Melan flytjum við hugheilar þakkir, sem og söngstjóra og söngflokki; enn- fremur líkmönnum og þeim, er sendu blóm, og öllum, sem við- staddir voru kveðjuathöfnina. Með endurteknu þakklæti Soffía Benjamínsdóllir og börn ☆ Mr. Guðmundur Sólmundsson frá Gimli var staddur í borginni á þriðjudaginn. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold their next meeting on Tuesday May 8, at 2.30 p.m. in the lower auditorium of the church. This will be the last jneeting of the season, and á dessert luncheon has been arranged. ☆ Mr. G. L. Jóhannsson ræðis- maður íslands og Danmerkur, kom heim á sunnudaginn ásamt frú sinni eftir nálega hálfsmán- aðardvöl suður í Bandaríkjum, ☆ Eiginkonan: „Góði minn, við Eldri systir Hildar: „Allar istjörnurnar eru jarðir eins og okkar“. Hildur: „Úff, ekki vildi ég búa á þeim, það hlýtur að vera voða- legt þegar þær eru að blika“. ☆ verðum að fá okkur annan heim- ilislækni. Hann er svo utan við ,sig. Hugsaðu þér, í dag var hann að hlusta á mig, og á meðan hann var að því, kallar hann upp: „Halló, hver talar?“.“ efni læknanna ekki alveg ný, því að sum þeirra hafa skapast af hinum aukna hraða sem náðst hefir með hinni nýjustu gerð flugvéla. En tunglskeytið verður að ná svo miklum hraða, að flug- tæki þau, sem við þekkjum nú virðast standa kyrr í saman- burði við það, sem sagt 11.2 km. á sekúndu, ef það á að komast út úr því svæði þar sem aðdrátt- arafls jarðarinnar gætir. Áhrif hraðans á líffæri mannsins er hægt að rannsaka í tilrauna- stöðvum, en hvað áhrif þyngdar- lögmálsins snertir er þetta ekki hægt þar sem enn hefir ekki tekist að losna við áhrif þess hér á jörðu. Skynjunin fylgir ekki hraðanum. Ef hraðinn er jafn og skeytið fer beint þolir mannslíkaminn næstum ótakmarkaðan hraða. Menn verða hraðans aðeins varir ef dregur úr honum eða hann eykst, ellegar skeytið breytir um stefnu. En ef stefnubreytingin er mikil eða hraðinn stóraukinn eða minnkaður veldur það bráð- um bana á áhöfn skeytisins. Hér kemur til greina það sem kallað er aukning þungans og er táknað með bókstafnum G í útreikningi fræðimannanna á þessu sviði. Til dæmis þolir flugmaður sem situr uppréttur í vél sinni í mesta lagi breytingu á hraða eða stefnu sem nemur 5 G, en ef hann liggur getur hann þolað breytingu sem nemur allt að 12 til 13G. Svo að leiðangursmenn til tunglsins verða að liggja á maganum alla þessa löngu leið. Líkaminn þolir að vísu all- mikinn hraða, segja læknarnir, en skynjunin fylgir ekki hrað- anum eftir. Til dæmis, ef tveir flugmenn koma sinn úr hvorri átt á 1000 km. hraða og stefna hvor á annan, þegar einn kíló- metri er á milli þeirra, eru lítil líkindi til þess, að þeir geti forð- ast árekstur. Samanlagður hraði þeirra er meira en helmingi meiri en hraði hljóðsins, og brátt fyrir það, að hvor þeirra hefir 500 metra leið til þess að átta sig á, hafa sjóntaugar þeirra ekki nægan tíma til að skynja mynd- ina og enn síður getur heili þeirra flutt skilaboð til hand- anna um stjórnvölinn. Ef stjórn- andi flugskeytis mætir öðru skeyti á leiðinni, fer skeytið einn km. meðan myndin á sjón himn- unni flyzt upp til heilans. Farþegana verður að vernda gegn geilsaverkunum frá kjarn- orkunni og utanað komandi geislum og þar að auki verður að vera nægilegt súrefni með í förinni. Þetta álíta vísindamenn irnir ekki erfitt viðfangsefni. Erfiðara verður að ráða við hit- ann sem stafar af loftnúningn- um og af kjarnorkuvélunum í afturhluta skeytisins. Með loft- ræstingu er samt hægt að ráða bót á þessu, því svipað á sér stað í tilraunaflugvélum, þar sem hit- inn í stjórnklefanum verður 30 stig á Celcíus vegna loftmót- stöðunnar. Ferðaskrifstofa í Bandaríkj- um auglýsti fyrir nokkru eftir, farþegum í fyrstu förina til tunglsins, og gáfu sig þegar nokkrir fram. Förin var að vísu auglýst nokkuð snemma, en ef til vill verður förin til mánans farin fyrr en margur hyggur. —Alþbl. 30. marz Endurbygging við Sauðanes Framhald af bls. 4 var fyrir fjórum árum. Rafstöð- in var reist og rekin á vegum sýslusjóðs Húnavatnssýslu, Blönduósshrepps og samvinnu- félaganna á Blönduósi. Eigendur stöðvarinnar hafa mörg undan- farin ár leitað hófanna við hlut- aðeigandi stjórnarvöld, um að fá gjaldeyri fyrir nýjum vélum í stöðina, en alltaf verið synjað þar til nú. Er nú komið svo þró- un málsins, að ákveðið er að endurbyggja stöðina þannig, að næsta sumar verður byggt við gamla vélahúsið, og settar upp nýjar vélar — túrbína og rafall — sem framleiða sjö hundruð hestöfl, og er það rúmlega tvö- falt afl gömlu stöðvarinnar. Á næsta sumri verða og reistar nýjar spennustöðvar og há- spennukerfið endurbætt. Þessar vélar fullnægja raforkuþörf Blönduósskauptúns, eins og hún er nú og verður fyrst um sinn. En þar sem skilyrði eru til fyrir allt að tvö þúsund hestafla raf- orku framleiðslu í þessari stöð, er ætlunin að næsta ár verði haldið áfram byggingu stöðvar- innar þannig: 1952 verður byggð ný þrýstivatnspípa, endurbyggð- ar stíflurnar við Svínavatn og Laxárvatn og sett upp nýtt véla- sett, er framleiðir um fjórtán hundruð hestöfl. Er þá og ætlað að leggja leiðslu til Höfðakaup- staðar, og taka þá sveitabæirnir milli kauptúnanna að sjálfsögðu orku frá stöðinni. Sennilega taka þessar framkvæmdir tvö til þrjú ár. Þó ekki fullkomin lausn. Með byggingu þessarar stöðv- ar er ekki nema að mjög litlu leyti séð fyrir raforkuþörf sveit- anna. Eru uppi ýmsar tillögur um hvernig það verði bezt gert. Ein er sú að endurvirkja Laxá og eru til þess ágæt skilyrði. Ennfremur hefir farið fram at- hugun á virkjunarskilyrðum Vatnsdalsár, og fleiri fallvatna í héraðinu. Er hér engin vöntun á hentugum fallvötnum. En það rafstöðvarinnar hefst í sumar sem meira tefur þetta auðsynja- mál, er gjaldeyrisvöntun fyrir vélar og leiðsluefni og það, hve gífurlega er dýrt að leggja raf- leiðslur með nauðsynlegum spennustöðvum um strjálbýlar sveitir. En þetta mál þarf að leysa á næstu árum, og ekkert til spara að úrlausnin verði sú bezta. Á vorinngöngudaginn. Stgr. Davíðsson —VÍSIR, 31. marz Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h. Allir ævinlega velkomnir. ☆ — Gimli Presiakall — Sunndaginn 6. maí Betel kl. 9.30 f. h. Daylight Saving Time. Húsavík kl. 2 e. h. Daylight Saving Time. Gimli kl. 7 e. h. Daylight Saving Time. Árnes kl. 3 e. h. Central Standard Time. Harald S. Sigmar ☆ — Argyle Prestakall — Sunnudaginn, 6. maí Guðsþjónustur: Grund kl. 2 e. h. (Ársfundur á eftir messu). Baldur kl. 7 e. h. Eric H. Sigmar ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 6. maí Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson Iflodern J ctvcllers 678 Sargent Avenue Repairs to al.l makes of WATCHES, CLOCKS, JEWELLERY AND RONSON LIGHTERS Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 38 151 Our Speelalties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNEHAL DESlGNS Mlu L. Chrlstte, Proprietreu Formerly with Robinson & Co. Seed in Relation to Yield and Quality If “the sire is half the herd in livestock production” then seed is half the crop in grain production. This is particuíarly true with malting barley where the variety must be pure; the gratn uniformly plump, free from impurities, and of high uniform germination. The barley grower has two sources of seed, i.e., clean up his own grain or buy from an outside source. In purchasing seed he may buy from a neighbor either uncleaned grain and clean it, or buy cleaned seed. By this method the seed does not have to be inspected and graded by the Plant Products Division of the Dominion Department of Agriculture. It is advisable, therefore, if the farmer is using his own seed or purchasing from a neighbor, to submit a sample to yo'ur Elevator Operator, Agricultural Representative, or the Ex- tension Service and have them send it forward to a laboratory for both purity and germination tests. If the grower is purchasing seed from an outside source, it must be classified and graded by the Plant Products Divi- sion. In each case, the purity is indicated and the germination stated. This organization recognizes three classes of seed, i.e., commercial, certified, and registered. Generally speaking, these classes indicate a progressive increase in hte purity of the variety. The purity of commercial seed is determined bý an inspec- tion of the threshed grain. The tolerance of other varities is quite large; or it may be a mixture of varities. The purity of certified seed is determined by an inspec- tion of the seed crop in the field and is tolerably pure as to variety. It usually has to be grown from registered seed and must be at least 95 per cent pure. Registered seed is the progeny of a field inspected crop with a pedigree tracing back to the foundation seed. It must be 99.9 per cent pure. Therefore, if the grower wants the best, buy registered seed. It is a good practice to buy some registered seed each year and operate a seed plot of from five to twenty acres in size, using the seed from this for the general crop the following year. For further information, write Barley Improvement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg, for a circular on “Purchasing Seed Barley.” Fourth of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-283

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.