Alþýðublaðið - 21.03.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1921, Blaðsíða 2
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ Munið eftir hljómleikunum á Fjallkomirmi. Aígreidsia blaðsinr er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverhsgötu. gímí 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða f Gutenberg f síðasta lagi kt IO árdegis, þann dag, sctn þær eiga að koma f blaðið Askriftargjald e i n Þc i*. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. 2. gr. Þá er skip er ekki í höfn og þó ekki að veiðum, fer um vinnu tíma og hvíldir eftir því, sem venja hefir verið til og þörf ger- ist. Þegar svo stendur á, má þó vinnutími aidrei vera iengri en svo, að hver haseti fái að minsta kosti 8 klst. hvíld í sólarhring. 3- gr. Þá er skip er að veiðum með botnvörpu, skal jafnan skifta sól- arhringnum í 4 vökur. Skulu 3/4 hlutar hásets skyldir að vinna í einu, en J/4 hluti þeirra eiga hvíld, og skal svo skifta vökunum, að hver háseti hafi að minsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum. 4- gr- Engin af fyrirmælum 1.—3. gr. gilda þá skip er í sjávarháska eða líf skipshafnar í hættu. 5- gr- Skipstjóri og eigendur eða út- gerðarmenn skips bera ábyrgð á þvi, að fyrirmælum þessara laga sé fylgt. 6. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum, frá 2000—20GQ0 kr. Mál út af slíkum brotum skulu rekin sem almenn lögreglumáL 7- gr. Lög þessi öðlast giídi 1. janúar J1922. Á s t æ ð u r : Fyrir Alþingi 1919 kom Isga- frumvarp um sama efni og þetta, en náði þá ekki fram að ganga. Bak við það frv. stóðu óskir fjölda margra háseta á botnvörpu- skipum, studdar við langa reynslu og sannfæringu um það, að ó- regla sú, sem verið hefir á um hvíldartíma háseta á botnvörpu skipunum, væri stórskaðleg heilsu og starfsþreki sjómanna, og mætti með engu móti eiga sér stað lengur. Sjómenn lfta svo á, að starfsþrek þeirra sé dýrmætur höfuðstóil, sem ekki megi eyða að þarflausu; misbrúkun á honum sé ekki að eins tjón fyrir þá sjálfa, héldur líka fyrir útgerðar- menn og alian landslýð. Og malið er nú borið fram, fyrir endurnýjaðar óskir alls þorra háseta, sem veiðar stunda eða hafa stundað á botnvörpuskipum. Munu um það vera korrmar áskoranir til þingsins frá mörg hundruð sjómönnum úr Reykjavík og víða annarsstaðar að. Var til- ætlunia að láta þessar áskoranir koma fyrir aukaþingið f fyrra, en af þvx sýnilegt þótti, að þingið mundi þá standa skamma stund, og tæplega vinnast tími tii þess að afgreiða málið, þótti rétt að fresta því, að láta áskoranirnar koma frsm fyr en nú, að málið er borið fram á þingi. Geta má þess, að stjórn Sjómannaféíags Reykjavíkur hefir nýlega borið frv. undir fjöltnennan fund í Sjó- msnnafélaginu, og var það samþ. þar einróma. Frv. þetta er að nokkru frá- brugðið frumvarpinu frá 1919. Þar var gert ráð fyrir 8 klst. hvíld á sólarhring. Ett nú er, eftir frv., stysta hvíld ákveðin 6 stund- ir. Telja sjómenn það að vísu ekki nægilegan hvíldartíma. held- ur að eins nokkra bót á þeim vinnubrögðum, sem nú eiga sér stað á skipunum. Aftur á móti líta þeir svo á, að þetta laga- ákvæði geti ekki á nokkura hátt komið í bága við hagsmuni út- gerðarmanna, eða fullkomin af- not skipanná, eítir því sem vinnu- skifting er hugsuð í frv. þessu. Frumvarpið getur ekki heldur komið f baga við afgreiðslu skipa á höfnum, né athafnir skipa í ferðurn eða öryggi í hættum. Einstakar greinar frv. þykir ekki þorf að skýra. Alþingi. (í fyrradag.) Neðri deild. Hneyksli. — Jón Þorl. Mðnr fýrirgefningar. í fundarbyrjun kom það í ljós að fimm þingmenn höfðu stolist í fundarbók neðri deildar og skrif- að þar athugasemd, út af úrskurði iorseta, og bókun um vantrausts- umræðurnar á dögunum. Þessir fimm þicgmenn voru: Jón Þorláks* son, Sig. Stefánsson frá Vigur, (varaforseti í neðri deild og mað- urinn sem mesta »þing,,reynslu hefir að baki sér.) Magnús Krist- jánsson, Jón Auðunn Jónsson og Þórarinn Jónsson. Urðu snarpar umræður út af gjörræði þessu, og lýsti forseti því yfir &ð þessi athugasemd væri algerlega heimildarlaus og óþing- leg í íylsta máta. Undir umræðunum gekk Jakob Möller að forsetastóli, og strykaði athugasemdina út úr bókinni. Mun þetta alment talið strákskap- ur svo mikill, að fyllilega jafnist á við íramkomu hinna fimm áður- taldra þingmanna, enda lýsti for- seti því yfir, að þeir allir sex hefðu fallið í þingvíti (þ, e. yrðu fyrir sektum). Þá bað Jón Þor- láksson fyrirgefningar á frum- hlaupi sínu, en þó mun sekt hans trauðla lokið, fyr en hann biður kjósendur Rvíkur fyrirgefningar á íramkomu sinni allri í þinginu, og á þvf, að hann skyldi fara að troða sér fram til þingmensku. Bar forseti bókunina undir úr- skurð deildarinnar, og var samþ. með 25 atkv., gegn atkv. M. K., að ekkert væri við hana að athuga. Hnfstein, seglskip, kom inn í nótt raeð 6000 fiskjar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.