Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 ÁO* á j^- ted Cleaning Inslituiion PHONE 21 374 k*Ot & u^e d clean VaV^tffr ST" A Complete Cleaning Insíitution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 24. MAÍ, 1951 NÚMER 21 INGIRÍÐUR JÓNSSON Hún lézt, eins og áður hefir verið getið um í blaði þessu, að heimili sínu, 774 Victor Street, í Winnipeg, síðdegis á fimtudag- inn 26. apríl s.l. Dánarorsökin var heilablóðfall. Þremur árum áður hafði hún fengið slag, og verið líkamlega lömuð síðan. Dauðinn kom í þetta sinn sem oftar skyndilega en þó, eins og* á stóð, ekki með öllu óvænt. Hún var fædd að Svarfhóli í Hraunhreppi í Mýrasýslu, 20. október 1878. Foreldrar hennar voru þau Guðmundur Jónsson bóndi þar, og Guðný Símonar- dóttir kona hans. Munu þau hafa flutzt til Kanada þegar Ingiríður var á 9. ári. Er það haft eftir Guðmundi bónda að hann færi vestur „vegna barnai sinna". Mun honum eins og fleir- um í þá daga, hafa litist svo sem æskunni mundi verða þröngur stakkur skorinn í heimalandinu, eins og ástæður voru þar þá, en trúað því hins vegar að þau myndu njóta betri tækifæra hér vestra. Fyrir frábæra elju og samheldni fjölskyldunnar kom- ust börnin öll vel til manns. Synirnir tveir, Símon og Jón, sem nú eru báðir nýlega látnir, komust í ábyrgðarmiklar og góðar stöður. Guðrún, sem nú á heima á Betel, ruddi sér braut Þjóðkunnur gáfumaður lárinn Ingólíur Gíslason læknir í dagblaðinu Tímanum, sem Lögbergi barst í flugpósti frá Reykjavík á mánudaginn, er frá því skýrt, að þann 14. þ. m. hafi látist þar í borginni, Ingólfur Gíslason læknir, 76 ára að aldri; hann var gáfumaður mikill, þjóðkunnur læknir, snjall rithöf- undur og skáldmæltur vel. Frá isíðustu aldamótum gegndi Ing- ólfur héraðslæknisembættum í Reykdælahéraði, Vopnafjarðar- héraði og Borgarfjarðarhéraði, fram til ársins 1941. Bækur hans, Læknisævi og Vörður við veg- inn, hafa orðið aðnjótandi mik- illa vinsælda. Ingólfur læknir lætur eftir sig ekkju, frú Oddnýju Vigfúsdótt- Ur> ættaða af Vopnafirði, og ^annvænleg börn; meðal þeirra er frú Ágústa, kona Thor Thors, sendiherra íslands í Bandaríkj- J^um og Canada; bróðir hans, ^arðar Gíslason stórkaupmaður, er búsettur í New York. Þau Ingólfur læknir og frú ^dný heimsóttu jslendinga í winnipeg veturinn 1946, og eignuðust hér fjölda vina, auk Peirra, sem þau hittu á ný, en hofðu þekt frá fornu fari. Ingiríður Jónsson ein síns liðs á sviði athafnalífs- ins, en Ingiríður yngri systirin, brauzt til mennta. Sextán ára gömul er hún orðin kennari, með sérstöku leyfi, við sveita- skóla í Shoal Lake, og hélt þeim starfa áfram í þrjú ár. Jafnframt hóf hún nám við lýðháskólann (Collegiate Instute). I janúar- blaði Breiðablika, 1907, birtist grein með fyrirsögninni: „Tvær íslenzkar kennslukonur". Eru það þær Kirstín Hermann (Mrs. J. K. Ólafsson, Gardar, N. D.), og Ingiríður Jónsson. Segir greinarhöfundur svo, um þess- ar fyrstu kennslukonur af þjóð- flokki vorum í Winnipeg: „Er nú svo komið að hér eru tvær kennslukonur íslenzkar, og þyk- ir Breiðablikum vænt um og vel við eiga að geta flutt mynd- ir þeirra, og látið þeirra að nokkuru getið. Því sannfærðir þykjumst vér um að þær séu, hvor í sínu lagi, stöðu sinni til prýði, og þjóðflokki vorum til sóma. í kennarahópi Winnipeg- bæjar standa þær fyrir allra hluta sakir framarlega að líkam- legu og andlegu atgervi, að kennarahæfileikum og mann- kostum .... Almennu lofsorði er lokið á kennslu þeirra beggja, enda leystu báðar próf sín fyrir- taks vel af hendi". Er hér átt við kennarapróf þeirra stallsystra, en því luku þær um árið 1902. Á milli þátta í námi sínu kendi Ingiríður við sveitaskóla í Argyle héraði, en vorið 1904 var henni veitt kenn- arastaða við Aberdeen-skólann í Winnipeg, og stundaði hún það embætti næstu fjö'gur árin. Á þessum dvalarárum sínum tók hún mjög ákveðinn þátt í kristilegum starfsmálum, eink- um í sambandi við ungmenna- félag og sunnudagaskóla Fyrsta lúterska safnaðar. Er þessa get- ið í Lögbergi, í júní-mánuði 1908, þar sem segir: „Á sunnu- daginn var, eftir messu, söfnuð- ust sunnudagaskóla-kennarar saman í húsi séra Jóns Bjarna- sonar til að kveðja ungfrú Ingi- ríði Jónsson, sem um mörg ár hefir vel og trúlega unnið að sunnudagaskólamálum þeirrar kirkju, en er nú að flytja' alfar- in burt úr bænum. í viðurkenn- ingar og þakklætisskyni gáfu kennararnir henni brjóstnál. Séra Jón Bjarnason afhenti henni gjöfina með vel völdum og hlýlegum þakkarorðum fyrir vel unnið starf hennar í þarfir kristindómsins". Auðvitað gat sá spaki maður, séra Jón ekki vitað það þá að starf þessarar konu í þarfir kristindómsins í Fyrsta lúterska söfnuði var ekki enn hafið er kennararnir héldu henni þetta samsæti, eða að hún ætti eftir að verja mestum hluta ævi sinn- ar til blessunnar þessum mál- stað. Ryndar var Ingiríður um þetta leyti í þann veginn að gift- rpw* Mr. og Mrs. Kenneth Macdonald ast séra Bimi b jónssyni, sem Virðuleg og fjölmenn hjónavígsíuathófn þa var prestur í Minneota, og þá nýlega orðinn forseti kirkju- félagsins. Framkvæmdi séra Jón vígslu þeirra í kirkju sinni 22. júní 1908, og hurfu þau jafn- skjótt suður til safnaða sinna. Nokkrum árum seinna, eða 1914 var séra Björn kjörinn eftirmaður séra Jóns, sem þá var farinn að heilsu og dó á því ári, sem prestur Fyrsta lúterska safnaðar. Þótti það virðuleg- asta kirkjulegt embætti með Vestur-lslendingum, og munu augu ýmissra geistlegra manna hafa beinst þangað. Svo sem þjóðkunnugt var, var séra Bjorn um margt glæsimenni mikið, áhrifamikill og skörulegur kennimaður. Mun það þó síður en svo hafa spillt fyrir honum við prestskosninguna í Winni- peg, að konan hans, Ingiríður, var svo vinsæl og vel kunnug í söfnuðinum. Nú kom hún þang- að aftur en í þetta sinn sem prestskona og forsetafrú kirkju- félagsins. Voru þau hjón mjög samvalin að manndómi og myndarskap öllum. Mun Ingi- ríði þó hafa reynzt heimilið næsta erfitt fyrstu árin, eins og við var að búast, þar sem hún tók við uppeldi fjögurra fyrri konu barna séra Björns, sem þá voru öll um eða innan við ferm- ingaraldur. Við þetta bættust svo erilsöm húsmóðurstörf, mik- ill gestagangur, og annir og á- hyggjur embættismanns hennar, sem ávalt koma niður á konu prestsins ekki síður en honum sjálfum; og svo uppeldi hennar eigin barna, þriggja, sem fædd- ust með stuttu millibili. Þrátt fyrir allar annir tók frú Ingi- ríður að sér forsetaembætti í kvenfélagi safnaðarins, og stund- aði það með sinni venjulegu kostgæfni í nær aldarfjórðung. Enda þótt hún væri þannig störfum hlaðin í og utan heimil- isins, var ekki svo að sjá að hún væri nokkurn tíma þreytt, eða að flýta sér. Hún kom jafnan fyrir sjónir sem hin þrekmikla, örugga og bjartsýna kona sem sér út fyrir erfiðleikana, og get- ur breitt sig með áhrifavaldi sínu út yfir samferðamenn sína, og vandamál þeirra með samúð. næmum skilningi og hollum ráðum. • Fráfall eiginmannsins breytti engu um afstöðu hennar til vel- ferðamála safnaðarins. Hún studdi hann með ráðum og dáð, eignum og eftirdæmi eins og fyrr. Er hún varð fyrir heilsu- bresti þeim er fyrr greinir var hún forseti kvenfélagsins, og; heiðursforseti yngra kveniélags- ins var hún til æviloka. Þannig naut hún óskertrar virðingar og vinsælda alt til hinztu stundar, eins og hin afarfjölmenna út- för hennar 30. apríl bar gleggst- an vott um. Frú Ingiríður lætur eftir sig þrjú fósturbörn, þær Önnu, Mrs. Grant Beaton, í Winnipeg; Agnesi, Mrs. Stewart, ekkju bú- setta í California; og Esther, Mrs. Pitblado, í Winnipeg. Börn hennar, öll búsett hér í borginni eru: Ralph, María, Mrs. Fare- well; og Lillian, Mrs. Harold Johnson. Ritstjóri Breiðablika virðist hafa verið mikill mannþekkjari, eða ef til vill gæddur spámanns- gáfu, er hann mælti um hinar ungu kennslukonur fyrir nærri hálfri öld: — „Sannfærðir þykj- umst vér um, að þær sé, hvor í sínu lagi, stöðu sinni til prýði og þjóðflokki vorum til sóma". Það hefir reynzt svo. Guði séu þakkir. Gef oss góðan ávöxt Drottinn, af dáðum og dæmi trúrra þjóna. V. J. E. íslendingur hverfur í Casablanca Á föstudaginn, þegar Gullfoss var að fara frá Casablanca úr síðustu ferð sinni þangað, kom einn skipverjanna, Baldvin Ás- geirsson úr Reykjavík, ekki til skips. Lögreglunni í Casablanca var tilkynnt hvarf mannsins og beðin að grennslast eftir honum. Hafa enn engar fregnir borizt um það, að leit lögreglunnar hafi nokkurn árangur borið. —TÍMINN, 9. maí Síðastliðinn föstudag lézt í Blaine, Wash., Jakob Wopnfjörð 76 ára að aldri, hinn mesti dugn- aðarmaður og greidur vel; hann starfrækti um langt skeið mjólk- urframleiðslubú í grend við Winnipeg. Jakob lætur eftir sig ekkju og einkar mannvænleg börn; mun hans frekar verða minst áður en langt um líður. Endurkosinn Klukkan sjö að kvöldi hins 16 yfirstandandi mánaðar, voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju þau Miss Ólöf Thelma Eggertson og Mr. Kenneth Alexander Macdonald. Séra Valdimar J. Eylands fram- kvæmdi hjónavígsluathöfnina, en Mrs. Pearl Johnson jók á há- tíðleik hennar með fögrum ein- isöng. Mrs. Björg Isfeld var við hljóðfærið. Brúðurin er einka- dóttir hinna vinsælu og valin- kunnu hjóna Arna G. Eggert- sonar, K.C., og Maju frúar hans. Foreldrar brúðgumans eru þau Mr. og Mrs. Vincent Macdonald, sem búsett eru hér í borg. Fjöl- menni mikið var viðstatt hina virðulegu vígsluathöfn, þar á meðal mikil fylking boðsgesta. Svaramenn voru Mrs. Roy Williams og Mr. W. Reid. Brúð- meyjar voru þær ungfrúrnar María Anna Lund frá Raufar- höfn, systurdóttir móður brúð- Á leið til Evrópu arinnar og Marion Macdonald, systir brúðgumans. Að lokinni hinni glæsilegu kirkjuathöfn, var setin fjölmenn og einkar ánægjuleg veizla í Royal Alexandra hótelinu, þar sem allir voru eins og heima hjá sér; þar mintist Dr. Kristján J. Austman brúðarinnar í ljóði, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Heillaóskaskeyti bárust brúð- hjónunum frá eftirgreidu fólki: Jean — Bill Hames, San Fran- cisco, Cal.; Bubs og Krist Aust- mann, Los Angeles, Cal.; Pearl og Árni, Regina, Sask ; Páll al- þingismaður Zophoníasson, Guð- rún, Dísa, Ingigerður, Hjalti, Reykjavík; Guðmundur Vil- hjálmsson, og Kristín, Reykja- vík; Thelma og Gretta, Edmon- ton, Alta; Guðrún og Ólafur Johnson, New York; Selma, Reykjavík; Thorlacius fjöl- skylda, Kuroki, Sask.; Jo og Dodd, Arcola, Sask.; Thora og Ted, Los Angeles, Cal.; Lenora, Santa Monica, Cal.; Joan og Linda, West Chiltington; Einar Pétursson og fjölskylda, Reykja- vík; Vince, London; Margrét og Árni Eylands, Reykjavík; Krist- ín Tait, Miami, Florida, og Jón Guðbrandsson, Kaupmannahöfn. Ungu hjónin eyddu hveiti- brauðsdögunum suður í Banda- ríkjum, en heimili þeirra verð- ur að 32 Eggertsón Apts., hér í borginni. Lögberg flytur þeim Mr. og Mrs. Macdonald innilegar árnað- aróskir. Victor B. Anderson Nýlega hefir Victor B. Ander- son bæjarfulltrúi, verið endur- kosinn forseti prentarafélagsins í Winnipeg. Vinnur sér mikinn frama Stefán Hansen í dag sigldi Stefán Hansen, sem skipar háa ábyrgðarstöðu hjá Great West lífsábyrgðarfé- laginu hér í borginni frá Quebeo áleiðis til Evrópu ásamt frú sinni; hefir hann verið kjörinn til að sitja alþjóðaþing Associa- tion of Actuaries, sem haldið verður í Hollandi í næsta mán- uði. Mr. Hansen er útskrifaður af háskóla Manitobafylkis; hann er mikill gáfumaður og kunnur að mælsku; ráðgerðu þau hjón að heimsækja margar þjóðir á meginlandi Evrópu. Miss Thora Asgeirsson Við nýafstaðin háskólapróf í Manitoba, hlaut Miss Thora Asgeirsson heiðurspening úr gulli vegna frábærrar þróunar á vettvangi hljómlistarinnar. Thorlakson-Howe Bridal at Holy Trinity AT A CANDLELIGHT setting ¦** at Holy Trinity Anglican church, May 19, at 2:30 p.m., Frances Corinne, only daughter of Mr. and Mrs. Lewis J. Howe, and Dr. Robert Henry Thorlak- son, son of Dr. and Mrs. P. H. T. Thorlakson made their nuptial vows. Rev. J. I. McKinney officiated, Miss Violet Warren was organ- ist, and Dr. Charles Campbell, soloist. The bride wore blush satin veiled with white lace. The ankle length skirt was wide. A slimly moulded bodice was top- ped by a waist length jacket with a low V neckline, roll collar and long sleeves. The bride wore a tiny lace hat with brief veil held with lilies of the valley. She carried lilies of the valley. Miss Noelle Whyte was the bride's only attendant, Dr. Ken- neth Thorlakson was grooms- man for his brother, and guests were ushered by George Rich- ardson, Dr. Gordon Fahrni, Jr., Dr. Donald Magee, and Rev. Eric Sigmar. A reception was held in the Fort Garry hotel. Dr. and Mrs. R o b e r t Thorlakson left for Southern California and Ensena- da, Mexico. They will reside for a short time in Winnipeg prior to proceeding to England. Winnipeg Free Press May 21st, 1951

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.