Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ, 1951 Bandaríkjaher kominn til Islands Fyrsta sveitin kom flugleiðis til Keflavikur 7. bessa mónaðar Þessar skilinerkileffu fréttir af komu amerísks varnarliðs til fslands og þar að lútandi síimninffi milli rikisstjórnar íslands og Banda- ríkjastjórnar, á Ix^berj?. eins og svo margt annað, að þakka liinum virðulega sendiherra fslands í Canada og Bandaríkjunum, Hon. Thor Thors, er sendi ritstjóra blaðsins með flugpósti eftirgreindar upplýsingar. —Ritstj. Hermennirnir, sem komu til landsins frá Bandaríkjunum snemma í gærmorgun, eru að heita má allir úr land- hernum, og hafa allan nauðsynlegan búnað. Er þessi her- - manna-hópur fyrsta liðið, sem kemur hingað til að annast varnir landsins, samkvæmt sérstökum samningi, sem skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu. Blaðamaður frá Tímanum fór til Keflavíkurflugvallar í gær eftir hádegið, strax og völlurinn var opnaður aftur. Komu í þretián flugvélum. Það mun hafa verið nokkru fyrir klukkan fimm í gærmorg- un, sem fyrstu flutningavélarn- ar lentu með hermenn á Kefla- víkurflugvelli. Síðan lentu vél- arnar hver af annari fram undir klukkan sex, en alls voru þær 13 að tölu. Aðalhlið vallarins var lokað fyrir allri umferð meðan á þess- um liðsfluíningum stóð, og stóð svo fram undir hádegi, þar til flutningavélarnar voru a 11 a r farnar af vellinum. Hermenn- imir eru komnir í herskála og gistihús vallarins, og farangur þeirra kominn í geymslu. Starfsfólk vallarins, sem bú- sett er í Keflavík og þurfti að fara inn um hliðið, varð að gera ýtarlega grein fyrir ferðum sínum, áður en því var hleypt inn. Nokkru eftir hádegið var völl- urinn svo aftur opinn eins og venjulega, og þá gátu þeir, sem komu þangað, varla merkt ann- að en um væri að ræða ósköp venjulegan dag á Keflavíkur- flugvelli. Engin svipbreyting enn. Þegar tíðindamaður Tímans kom þangað um fjögur leytið í. gær, var ekki hægt að sjá að her væri kominn til landsins. Tvær flutningaflugvélar hersins voru að vísu á hlaði flugstöðvar- innar, en farþegar þeirra, her- menn úr öilum deildum Banda- ríkjahers, dreifðir víðs vegar um veitingasali og biðskála flugstöðvarinnar. Þessir menn voru á leið milli hernámssvæðis Bandaríkjanna í Þýzkalandi og heimalandsins, að fara heim í leyfi eða koma þaðan aftur og hverfa til fyrri skyldustarfa í Evrópu. Blaðamenn frá Þjóð- viljanum og Morgunblaðinu, sem voru þama um leið og blaða maður Tímans, gengu um flug- stöðina að vild, töluðu við starfs menn og skoðuðu flugvélarnar á hlaðinu, þar sem verið var að búa þær undir næsta áfangann. Búið að rýma skálahverfi. Hermönnum, sem komu, mun hafa verið komið fyr'ir í gisti- húsum flugstöðvarinnar, en auk þess munu nokkrir hafa setzt að í herskálahverfi, sem búið er algerlega að rýma, og mun her sá, sem búizt er við næstu daga, taka þar bólfestu. Er hér um að ræða stórt skálahverfi, þar sem byggingarverkamenn höfðu aðsetur, er byggingarfram- kvæmdir voru mestar á vellin- um. Fyrr en búizt var við. Yfirleitt kom herinn fólki á Keflavíkurflugvelli á óvart. All- ir höfðu þó á meðvitundinni, að her væri væntanlegur og er nokkuð langt síðan fólk þóttist fyrst sjá merki þess, að hers væri von. Eitt það fyrsta, sem starfslið flugvallarins varð vart við, er benti áþreifanlega til þessa, var að eiginkonur bandarískra starfs manna, er voru í leyfi fyrir vestan, gátu ekki fengið far hingað aftur og mönnum þeirra tilkynnt að breytt viðhorf yllu því. Almennt voru menn síðustu dagana farnir að búast við hern- um um miðjan þennan mánuð eða síðast í mánuðinum. Hafa unnið að fcæflri sambúð. Þegar herinn kom í gærmorg- un gerði flugvallarstjórinn í Keflavík, D. J. Gribbon, grein. fyrir komu hans og skrifaði greinargerð með upplýsingum til starfsfólks vallarins, sem birt var í hinni daglegu frétta- tilkynningu, er liggur frammi í flugstöðinni. Beindi hann máli sínu til allra starfsmanna Lock- heed-félagsins, sem eins og kunn ugt er annast rekstur vallarins fyrir Bandaríkjastjórn sam- kvæmt flugvallarsamningnum. Er það mál allra, sem til þekkja, að þessu félagi hafi tek- izt rekstur vallarins betur en nokkrum öðrum aðila, sem það starf hefir annazt. Undir þess stjórn hefir orðið gerbreyting á sambúð flugvallarliðsins og Is- lendinga, enda hafa þeir D. J. Gribbon flugvallarstjóri og Glenn Werring skrifstofustjóri lagt á það ríka áherzlu og gert mikið til, að svo mætti verða, og verið vel studdir í því af á- gsétum samstarfsmönnum, Bill Short og Jónasi Kristinssyni, starfsmönnum félagsins í deild Werrings. Keflavíkurflugvöllur mun nú vera orðinn vinsælasti áningar- staður farþegaflugvéla á leið þeirra yfir Atlantshafið, sakir öruggrar og liðlegrar afgreiðslu þar. Herinn komur á næstu íjórum mánuðum. í fréttatilkynningu flugvallar stjórans er gerð grein fyrir hin- um breyttu viðhorfum, þar sem starfssemi Lockheed-félagsins lýkur nú fyrr á Keflavíkurflug- velli en gert hafði verið ráð fyrir. Starfsemi félagsins varð- andi rekstur vallarins lýkur nú 31. ág. Hermn kemur svo vænt- anlega á næstu fjórum mánuð- um, og bendir flugvallarstjórinn ♦ -f Þegar íslendingar gerðust að- ilar Norður-Atlantshafssamn- ingsins ákváðu þeir þar með að verða a ð i 1 a r varnarsamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna. Um það segir m. a. í inngangsorðum samningsins, að aðilar hans hafi ákveðið að taka höndum sam- an um sameiginlegar varnir og varðveizlu friðar og öryggis. Ennfremur skuldbundu aðilar sig í 3. gr. samningsins til þess, hver um sig og í sameiningu, með stöðugum og virkum eigin átökum og gagnkvæmri aðstoð, að varðveita og efla möguleika hvers um sig og allra í senn, til þess að standast vopnaða árás. Vegna sérstöðu Islendinga var það hins vegar viðurkennt, að ísland hefði engan her og ætl- aði ekki að stofna her og að ekki kæmi til mála að erlendur her eða herstöðvar yrðu á íslandi á friðartímum. Hins vegar var það fastmælum bundið, að ef til ó- friðar kæmi mundi bandalags- þjóðunum veitt svipuð aðstaða og var í síðasta stríði, og yrði það þó algerlega á valdi Islands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té. íslendingar verða því sjálfir að meta, hvenær ástand í al- þjóðamálum er slíkt, að sérstak- á, að í þessum mánuði bíði auk- ið erfiði alls hins borgaralega starfsliðs vallarins og áríðandi sé, að góð samvinna takist með borgurum hins unga samfélags þorpsins á Keflavíkurflugvelli og aðkomumönnunum, og svo geti farið, að fólk verði að þrengja að sér meira en áður um húsnæði.. —TÍMINN, 8. maí ☆ Tiíkynning hershöfðingjans Yfirforingi hins bandaríska liðs á íslandi sendi í gær út svo- látandi tilkynningu um komu sína: „Ég er E. J. McGaw, herdeild- arforingi í her Bandaríkjanna. Ég stjórna öryggisliðinu á ís- landi.sem kom í dag. Við erum hér samkvæmt gagnkvæmum samningi hinna tveggja ríkis- stjórna okkar til þess að starfa með ykkur að uppfyllingu sam- eiginlegrar skuldbindingar okk- ar í Norður-Atlantshafsbanda- laginu. Her okkar er því alþjóð- legur að tilgangi og ábyrgð. Mér er föst í minni sú stað- reynd, að þið eruð húsráðendur og við erum gestir ykkar. Eins og þið getið séð, er herinn sam- ansettur af þremur einingum úr herliði Bandaríkjanna — landher, sjóher og lofther. Við ætlum að vera sú tegynd gesta, sem þið munuð alltaf taka opn- um örmum. Þetta mun tryggja gagnkvæma vinsemd, sem mun hæglega leysa hvern vanda, sem við stöndum andspænis saman. Við þekRjum allir hina stoltu sögu Islands og erfðir. Við öf- undum ykkur af aldafriði. 1 dag ógnar sameiginlegur árásaraðili frelsinu, sem við allir njótum. Sameiginlegur tilgangur okkar er að vernda frið og öryggi ís- lands og Norður-Atlantshafs- svæðisins gegn þessari hættu. Frelsið verður ekki varðveitt án fórna. Beri vanda að hönd- um, getið þið treyst fullum stuðningi herstjórnar minnar til þess að leysa hann. í staðinn bið ég ykkur um vinsamlega samvinpu. Það gleður mig, að ég er hér. Ég fagna þessu fyrsta tækifæri til að heilsa ykkur. í mínu nafni og manna minna segi ég, að við allir í Keflavík hlökkum til þess að kynnast ykkur nánar per- sónulega. ísland — ég heilsa þér“. —TIMINN, 8. maí ♦ ♦ ar ráðstafanir þurfi að gera til að tryggja öryggi og frelsi landsins. Aðild íslands að Norð- ur-Atlantshafssamningnum legg ur þessa skyldu á ríkisstjórn Is- lands. Nú hefir svo skipazt, að á síð- ustu mánuðum hefir tvísýna í alþjóðamálum og öryggisleysi mjög aukizt. Þó að eigi séu blóð- ugir bardagar í þessum hluta heims, hafa Sameinuðu þjóðirn- ar orðið að grípa til vopna ann- ars staðar til varnar gegn til- efnislausri árás. Islendingar eru ein hinna Sameinuðu þjóða, og þótt við getum ekki styrkt sam- tök þeirra með vopnavaldi, kom- umst við ekki hjá að viður- kenna, að friðleysi og tvísýna ríkir nú í alþjóðamálum. Hinar friðsömu, frjálsu lýðræðisþjóðir reyna mað öllu móti að komast hjá allsherjarófriði, en friðar- tímum er því miður ekki að fagna um sinn. Atburðir síðustu tíma hafa sannað, að varnarleysi lands eykur mjög hættuna á því, að á það verði ráðizt og um það barizt. Hinar frjálsu, friðsömu þjóðir hafa því allar aukið mjög vígbúnað sinn, og telja helztu vonina til þess að hindra nýjar árásir og allsherjarófrið þá, að koma upp sterkum samfelldum vörnum. Hafa flestar þjóðir í þessu skyni tekið á sig mjög þungar byrðar í þeirri von, að þá megi frekar afstýra allsherj- arófriði og koma á fullum friði. En eftir þ\i sem aðrir efla varn- ir sínar, verður meiri hættan á árás á þann eða þá, sem engar varnir haia, því að árásarmenn ráðast yfirleitt ekki á garðinn, þar sem hann er hæstur, heldur þar sem hann er lægstur. Allt hefir þetta orðið til þess að íslenzka ríkisstjórnin hefir komizt á þa skoðun, að varnar- leysi Islands stefni, eins og nú er ástatt í alþjóðamálum, bæði landinu sjálfu og friðsömum nágrönnum þess í óbærilega hættu. Af þessum ástæðum hefir ver- ið fallizt á að taka upp samn- inga við Bandaríkin fyrir hönd Norður-Atlantshafsbanda- lagsins um varnir íslands á grundvelli Norður-Atlantshafs- samningsins. Þeir samningar hafa nú staðið yfir undanfarið. Ríkisstjórnin hefir talið sjálf- sagt að leita samþykkis þing- manna lýðræðis - flokkanna þriggja um samningsgerðina. Hins vegar hefir ríkisstjórnin ekki talið rétt að hafa samráð við þingmenn Sameiningar- flokks alþýðu — sósíalistaflokk- inn, um öryggismál íslands. Samningsgerðinni er nú lokið og höfðu allir þingmenn lýðræð- isflokkanna þriggja, 43 að tölu, áður lýst sig samþykka samn- ingnum svo sem hann nú hefir verið gerður. Utanríkisráðherra íslands hefir þess vegna í um- boði ríkisstjórnarinnar, undirrit- að samninginn af hálfu íslands hinn 5. maí s.l. og var samning- urinn sama dag staðfestur í ríkis ráði af handhöfum valds forseta íslands svo sem lög standa til. Samningur þessi er gerður með það fyrir augum, að á slík- um hættu- og óvissutímum, sem nú eru, sé séð fyrir vörnum ís- lands, þannig að algert varnar- leysi leiði ekki hættur bæði yfir íslenzku þjóðina og friðsama ná- granna hennar. Jafnframt er það tryggt, að íslendingar geta, með hæfilegum fyrirvara sagt samningnum upp, þannig að við getum látið varnarliðið hverfa úr landinu, er við viljum og telj- um það fært af öryggisástæðum. Ef íslendingar sjálfir vilja og treysta sér að einhverju leyti til að taka varnirnar í eigin hend- ur, er það á okkar valdi, en enga skyldu tökum við á okkur til þess. Eftir samningnum er gert ráð fyrir, að Bandaríkin taki að sér að sjá fyrir nauðsynlegum ráð- stöfunum til varnar landinu. Það er komið undir ákvörðun íslenzkra stjórnarvalda, hver aðstaða þeim verður veitt í því skyni. Samkvæmt samningnum er ætlast til, að Keflavíkurflug- völlur verði notaður í þágu varna landsins, en ísland mun taka í sínar hendur stjórn og á- byrgð á almennri flugstarfsemi á flugvellinum, enda fellur samningurmn frá 7. október 1946 úr gildi við gildistöku þessa samnings. . Fjöldi liðsmanna er einnig háður samþykki íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Bandaríkin heita því að fram- kvæma skyldur sínar skv. samn- ingnum þannig, að stuðlað sé svo sem frekast má verða að ör- yggi íslenzku þjóðarinnar og skal ávalt haft í huga, hve fá- mennir íslendingar eru svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanizt vopnaburði. Berum orðum er tekið fram, að ekkert ákvæði samningsins megi skýra þannig, að það raski úrslitayfirraðum Islands yfir ís- lenzkum málum. Um framkvæmdaatriði samn- ingsins náðist í höfuðatriðum samkomulag jafnframt samn- ingsgerðinni, og verða samning- ar um þau efni undirritaðir bráðlega, og eru þar sum atriði þess eðlis að aðgerða Alþingis þarf við, enda mun málið á sín- um tíma verða lagt fyrir Al- þingi. Þar sem ísland var með öllu varnarlaust taldi ríkisstjórnin það sjálfsagða varúðarráðstöfun, að jafnskjott og samningurinn yrði birtur yrði séð fyrir vörn- um í landinu og hefir því 1 dag lið komið til Keflavíkurflug- vallar og setzt þar að. Ráðstafanir þessar eru gerðar af ríkri nauðsyn. Auðvitað hefðu menn kosið að komast hjá þeim, á sama veg og allar aðrar frið- samar þjóðir vilja sleppa við þungann og óþægindin af nauð- synlegum varnaraðgerðum. En þær meta þó á sama hátt og við meira möguleikann til að kom- ast hjá ófnði, eða a. m. k. draga úr árásarhættunni. I sjálfri samningsgerðinni hafa Bandaríkin sýnt góðan skilning á sjónarmiðum íslend- inga og þörfum íslenzku þjóðar- innar. Menn vita, að ýmiskonar vandkvæði eru samfara slíkri dvöl erlends herliðs í landinu. íslendingar þekkja þau af eigin raun, en úr því að slíkar varn- aðarráðstafanir eru nauðsynleg- ar, er það íullvíst, að eigi var á betra kosið en að semja á grund- velli Norður-Atlantshafssamn- ingsins um þau efni við Banda- ríkin, sem íslendingar hafa áður haft slík skipti við og ætíð hafa sýnt íslandi velvilja og stuðlað að sjálfstæði og velfarnaði ís- lenzku þjóðarinnar. Óþarft er að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er, að ráð- stafanir þessar eru eingöngu varnaðarráðstafanir. A ð i 1 a r samningsins eru sammála um, að ætlunin er ekki að koma hér upp mannvirkjum til árása á aðra, heldur eingöngu til varnar. Ráðstafanir þessar mótast af þeirri ósk samningsaðilanna að mega lifa í friði við allar þjóðir og allar ríkisstjórnir og eru því einn liðurinn í þeirri viðleitni Sameinuðu þjóðanna að efla lík- urnar fyrir varanlegum friði og vaxandi farsæld í heiminum. ☆ Varnarsamningurinn Þar sem íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynsl- an hefir sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóðamál, hefir Norður-At- lantshafsbandalagið farið þess á leit við Island og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Islandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamning, urinn tekur til, með sameigin- lega viðleitni aðila Norður- Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum. Samningur sá, sem hér fer á eftir, hefir ver- ið gerður samkvæmt þessum tilmælum. I. GREIN. Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbanda- lagsins og samkvæmt skuld- bindingum þeim, sem þau hafa tekizt á hendur með Norður- Atlantshafssamningnum, g e r a ráðstafanir til varnar Islandi með þeim skilyrðum, sem grein- ir í samningi þessum. I þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamn- ingurinn tekur til, fyrir augum, lætur Island í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg. II. GREIN. ísland mun afla heimildar á landssvæðum og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að í té verði látin aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða Islandi, íslenzkum þegnum eða öðrum mönnum gjald fyrir það. III. GREIN. Það skal vera háð samþykki íslands, hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu svo og með hverjum hætti það tekur við og hagnýtir þá aðstöðu á Islandi, sem veitt er með samningi þessum. IV. GREIN. Það skal háð samþykki ís- 1 e n z k u r íkisst j órnarinnar, hversu margir menn hafa setu á íslandi samkvæmt samningi þessum. V. GREIN. Bandaríkin skulu framkvæma skyldur sínar samkvæmt samn- ingi þessum þannig, að stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi íslenzku þjóðarinnar, og skal ávallt haft í huga, hve fá- mennir íslendingar eru svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanizt vopnaburði. Ekk- ert ákvæði þessa samnings skal skýrt þannig, að það raski úr- slitayfirráðum íslands yfir ís- lenzkum málefnum. — VI. GREIN. Samningur sá, er gerður var hinn 7. október 1946 milli ís- lands og Bandaríkjanna um bráðabyrgða-afnot af Keflavík- urflugvelli, fellur úr gildi við gildistöku samnings þessa, og mun ísland þá taka í sínar hend- ur stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflug- velli. — Island og Bandaríkin ,munu koma sér saman um við- eigandi ráðstafanir varðandi skipulag á rekstri flugvallarins til þess að samræma starfsemi þar því, að hann er jafnfarmt notaður í þagu varna íslands. VII. GREIN. Hvor ríkisstjórnin getur, hve- nær sem er, að undanfarinni til- kynningu til hinnar ríkisstjórn- arinnar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbanda- lagsins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framan- greindri aðstöðu, og geri tillög- ur til beggja ríkisstjórnanna um það, hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um 'endurskoðun leiðir ekki til þess, að ríkisstjórnirnar verði á- sáttar innan sex mánaða frá því að málaleitunin var borin fram, getur hvor ríkisstjórnin, hve- nær sem er eftir það, sagt samn- ingnum upp, og skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síð- ar. Hvenær sem atburðir þeir verða, sem 5. og 6. gr. Norður- Atlantshafssamningsins tekur til, skal aðstaða sú, sem veitt er með samnmgi þessum, látin í té á sama hátt. Meðan aðstaðan er eigi notuö til hernaðarþarfa, mun ísland annað hvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að ann- ast það. VIII. GREIN. Samningur þessi er gerður á íslenzku og ensku, og eru báðir textar jafngildir. Hann gengur í gildi, er hann hefir verið undir- ritaður af réttum yfirvöldum ís- lands og Bandaríkjanna og ríkis stjórn íslands hefir afhent ríkis- stjórn Bandaríkja Ameríku til- kynningu um, að samningurinn hafi verið fullgiltur af íslands hálfu. Gert í Reykjavík, hinn 5. maí 1951. Fyrir hönd Ríkisstjórnar ís- lands: (sign) Bjarni Benedikts- son, Utanríkisráðherra íslands. Fyrir hönd Ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku: (sign) Edward B. Lawson, Sérlegur sendiherra og ráðherra með um- boði fyrir Bandaríki Ameríku á íslandi. —TÍMINN, 8. maí Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bns. Ptaone 27 989—Res. Phone 36 151 Our SpecialUes: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQtTETS FUNERAL DESK5NS Ml*l I. ChrUtie, Proprletreu Formerly with Robinson & Co. Minnist í erfðaskrám yðar. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um samn- inginn milli íslands og Bandaríkjanna

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.