Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ, 1951 5 AHUGAMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÍSLENZK MENNINGARMIÐSTÖÐ Bókagjöí frá Noregi. Tilgangur íslenzku deildarinn- ar við Manitoba-háskólann er tvíþættur; fyrst og fremst kensla íslenzkrar tungu, sögu og bókmenta íslands, og í öðru lagi að við Manitobaháskóla myndist miðstöð norrænna fræða, sem fræðimenn geti sótt til að leita sér upplýsinga og hafa um hönd rannsóknir í þess- um greinum; en til þess að síð- arnefndum tilgangi sé náð, verð- ur bókasafn deildarinnar að verða sem fullkomnast. Við Manitobaháskóla hefir þegar myndast álitlegur vísir að bóka- safni með bókagjöf Arnljóts Ólssonar, bókasafni Jóns Bjarna- sonar-skóla, hinum árlegu send- ingum nýrra bóka frá íslandi, hinu væntanlega tímarita- og blaðasafni frá séra Einari Stur- laugssyni og nokkrum smærri bókagjöfum. Nú síðast hefir há- skólinn í Osló sýnt vináttu og ísamúðarhug sinn í garð hinnar nýju íslenzku deildar með því að senda henni að gjöf nokkrar ágætar bækur, sem ekki munu hafa áður verið til í safninu, en þær eru þessar: Morkinskinna, 1867; Heilagra manna sögur, 1877, I. og II. hefti; Postula sögur, 1874; Thomas saga Erkibiskups, 1869. Allar prentaðar áminst ár eftir fornum íslenzkum handritum og gefnar út á vegum Kristiania (Osló) háskólans, en fræðimað- urinn Carl Richard Unger sá um útgáfu þessara íslenzku bóka og margra fleiri. Eftir því sem ég bezt veit eru þetta fyrstu prentuðu útgáfurnar af þessum ritum. Laerde brev fraa og til P. A. Munch. Þetta er fyrsta bindi bréfa þessa fræga norska sagn- ritara og norrænufræðings. Safnað af Gustaf Indrebo og Oluf Kotsrud, gefin út 1924. Torvisen isin Norske form, 1897 eftir Sophus Bugge og Molkte Moe. Gamle Personnavne og Norske sledsnavne, 1901. Upp- runi mannanefna og norskra staðanafna eftir O. Rugh. — Joannis Agricolae Islebiensis Apophthegmata, eftir Dr. Luda- vic Daae. Rerum Normannicar- um, fonles Aribici, 1928 eftir Alekander Seippel. Tvær bækur á latínu um norræn fræði. Þá eru tvær bækur eftir Lorentsi Rynning, hæstaréttarmálaflutn- ings-mann í Osló: Allemandsret og Saerret, 1928 og Bidgrag til Norsk Almenn- ingsrett. 1935. Eru þær áritaðar heillaóskum höfundar til Mani- tobaháskóla og íslenzku deildar- innar, en það mun vera fyrir at- beina Dr. Rynning að Osló-há- skóli fékk vitneskju um þessa viðleitni íslendinga hér, að fá stofnaða íslenzku deild við Manitobaháskóla, og sendi hon- Um þessa góðu gjöf. Dr. Rynning er móðurbróðir Dr. P. H. T. Thorlakson. Bjargið íslenzku bókunum. í^egar frændur okkar, bæði á íslandi og í Noregi sýna svona lofsverðan áhuga fyrir því, að auka og fullkomna bókasafnið íslenzka við Manitobaháskólann, ^ettum við Vestur-íslendingar sízt að verða eftirbátar í því. Safnið vantar fjölda hinna eldri íslenzku bóka og munu margar þeirra finnast í fórum íslend- juga víðsvegar um þessa álfu. Sem kunnugt er fluttu hinir ís- enzku landnámsmenn með sér til þessa lands mikið af ágætum ókum og talið er að Vestur- slendingar hafi um skeið varið arlega 40 þúsund dollurum fyr- lr hækur frá íslandi. — Þar að auki hefir útgáfa bóka, blaða og tímarita Vestur-íslendinga sjálfra verið feikna mikil miðað við fólksfjölda. Því miður hafa nú margar þessara bóka glatast. Afkom- endur íslendinga, sem ekki lesa íslenzku, gera sér ekki grein fyrir gildi þessara bóka og þær hafa oft verið bornar á eldinn eins og hvert annað rusl. Það verður fyrir alla muni að koma í veg fyrir það, að slíkt eigi sér stað í framtíðinni. Þessar bækur veittu feðrum okkar og mæðr- um gleði, fræðslu og andlegan styrk 1 framsókn þeirra hér í álfu. Þær eru helgir dómar. Það verður að koma þeim á óhultan stað; það verður að koma þeim þangað sem þær verða til gagns og blessunar. Hvergi væru þær betur niðurkomnar en við ís- lenzku deildina við Manitoba- háskólann. Það væri vel ef að Þjóðræknis- félagsdeildirnar tækju það á stefnuskrá sína að bjarga frá glötiln sem flestum bókum. Það væri vel ef þeir eldri íslenzkir menn hér í álfu, sem eiga góð bókasöfn, arfleiddu Manitoba- háskólann að þeim, og kæmu þeim þannig heilum í höfn. Þótt háskólanum bærist fleira en eitt eintak af sömu bókinni kæmi það ekki að sök því gott er að hafa auka-eintök til skipta við önnur söfn. — Eins og þegar hefir verið skýrt frá verður nú senn reist mikil bygging yfir alt bókasafn Mani- tobaháskóla og er í ráði að ís- lenzka deildin fái til umráða hin veglegustu húsakynni þar, enda munu margar íslenzku bækurn- ar vera þær langmerkustu og fágætustu, sem háskólinn á, og ekkert hinna erlendu bókasafna þar kemst í hálfkvisti við ís- lenzka bókasafnið, þótt það sé ♦ -f Síðastliðinn fimtudag, 17. maí um nón-leytið, mætti hópur kvenna fyrir framan Fyrstu lútersku kirkju á Victor St. Voru þarna samankomnar alls 38 kon- ur, meðlimir Women’s Associa- tion, Yngra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, sem höfðu prælt sér þama mót og pantað “Chartered Bus”, til að fara til Gimli þennan dag til að heim- sækja vistfólkið á Betel. Stundvíslega kl. 12.30 kom bíllinn, og fóru konur strax í sæti sín.Ungur Islendingur, Roy Halldórsson, átti bílinn og sat við stýrið. En í sætinu á móti honum sat séra Valdimar J. Ey- lands, sem góðfúslega var þarna kominn fyrir beiðni okkar, og þótti okkur vænt um að hafa hann svona í fararbroddi, og lögðum af stað öruggar og kvíða- laust. Enda gekk ferðin ágæt- lega. Það var makið masað og hlegið og gjört að gamni sínu, og sungið „Hvað er svo glatt“ og fleira, og allir í góðu skapi. Kl. 2.30 vorum við komin til Gimli, og var okkur vel fagnað á Betel af forstöðukonu heim- ilisins, Mrs. Tallman; bauð hún okkur velkomin, og gjörðum við okkur heimankomnar, og fórum strax fram í eldhús. Við höfð- um með okkur kaffi og brauð og góðgæti handa heimilisfólk- inu, og var nú lagt á borð og svo kallað á fólkið til kaffi- drykkju. Þarna mættum við líka, séra Haraldi S. Sigmar og konu hans, en þau eru nýkomin til Gimli og þjónar séra Harald því prestakalli. Þegar búið var að drekka kaffið, settust allir inn í stofu, og sté þá séra Harald í stólinn og lét syngja sálminn langt frá því að vera enn kom- ið 1 það horf, sem viðunanlegt er. En með góðum vilja, sam- hug og samvinnu geta íslend- ingar komið þarna upp einu því merkasta íslenzka bókasafni í þessari álfu — safn er fræði- menn myndu sækja til víðsveg- ar að, til rannsókna og starfa að íslenzkum fræðum. íslenzkl forngripa- og minjasafn. í ræðu sinni, hinni ágætu, er Dr. Gillson flutti 30. mars. síð- astliðinn, er hann tilkynti stofn- un kenslustólsins í íslenzku og íslenzkum fræðum, lét hann þess getið að í ráði væri að hafa í hinni fyrirhuguðu bókasafns- byggingu háskólans, safn muna, fornra og nýrra, í þeim tilgangi að varðveita fyrir allan Cana- dískan almenning, fagra muni og ýmsa hluti, er íslendingar hafa notað fyrr og síðar. Senni- lega yrði þessu íslenzka forn- gripa- og minjasafni komið fyr- ir nálægt íslenzka bókasafninu, ef til vill í sömu herbergjum; það myndi gera andrúmsloftið þar hlýlegra og meira aðlaðandi. Þjóðræknisfélagið hefir í mörg ár haft með höndum söfnun slíkra gripa, en hefir ekki átt sýningarsal fyrir þá. Með þess- ari ráðstöfun háskólans verður nú bætt úr vöntun sýningarsals, og ætti það að verða öllum ls- lendingum fagnaðarefni og hvöt til þess að gefa eða arfleiða ís- lenzku deildina við háskólann að íslenzkum minjagripum — ís- lenzkum búningum, hannyrðum, silfurmunum, útskornum mun- um, ýmsum áhöldum o. s. frv. — Þar munu þeir varðveitast um alla framtíð og kynna menningu Islendinga á fleiri sviðum en bókmentasviðinu. Og ánægju- legt væri ef íslenzkir listamenn findu hjá sér hvöt .til að fegra, þetta íslenzka mentasetur með málaralist höggmyndalist eða. annari handlist sinni; íslending- ar hafa þarna einstætt tækifæri til þess að koma á stofn við Manitobaháskóla fjölhliða ís- lenzkri menningarmiðstöð, er getur orðið þeim til mikils sóma og samborgurum þeirra til á- nægju og uppbyggingar. ♦ -f nr. 119, las biblíu-kafla og flutti bæn. En þá tók Mrs. V. Jónasson við samkomustjórn, en hún er forseti Women’s Association. — Hún flutti fagurt ávarp til hins; aldraða lýðs, og þakkaði fyrir vel unnið dagsverk, og alla tryggð og manndáð. Mrs. Unnur Simmons söng nokkra íslenzka söngva. Mrs. G. Jóhannesson las göguna, „Sólargeislinn“, eftir Friðrik sál. Hallgrímsson. Því næst talaði séra Valdimar J. Eylands, og skýrði hann frá til- gangi þessarar heimsóknar, sem var fyrsta ferð þessa félags til Betels, og ætti hún að tákna „sólargeislann“, sem vildi færa ljós og yl inn í hjörtu mannanna. En hann sagðist líka hafa komið með góðan gest, konu, nýkomna frá íslandi, sem var þarna stödd í íslenzkum búningi, og kynnti hann frú Guðbjörgu Kristjáns- dóttur frá Hafnarfirði. Frú Guð- björg kom fram og lét í ljósi á- nægju sína yfir að vera þarna stödd, og sagði svo fréttir að heiman, um tíðarfar o. fl. Mrs. Simmons söng aftur tvö íslenzk lög, „Sólskríkjuna“ og „Tárið“. Síðast kom Mrs. Tallman fram og þakkaði gestunum fyrir kom una, kaffið og skemmtunina. — Minntist hún á þá miklu gæfu, isem heimilið hefði hlotið með því að fá séra H. S. Sigmar fyrir prest, og Dr. George Johnson fyrir heimilislækni, því þessir ungu menn ásamt konum sín- um, væru boðnir og búnir til að hjálpa þegar þörf krefðist. Kl. 5 stigum við svo aftur upp í bíjinn — og skilaði bílstjórinn okkur heim til Winnipeg í tíma til að þvo upp kvöldmatardisk- aha. G. J. Women's Association heimsækir Betel HARVEY DAY: Þekking eða blekking? HÓPUR YOGA, sem hélt nú fyrir skömmu sýningar á afrek- um sínum í Stokkhólmi, lagði krók á leið sína, er hann hélt heimleiðis, og sýndi listir sínar nokkrum vísindamönnum og læknum í London. Enda þótt þvílíkar sýningar hafi farið fram öðru hvoru, eru menn enn á báðum áttum um, hvort menn þessir séu í raun og veru óvenjulegum hæfileikum búnir eða ekki. Geta þeir í raun og veru lagt þær prófraunir á líkama sinn og sál, sem þeir halda fram að þeir geti? Stinga þeir í raun og veru hnífum í hold sitt og láta grafa sig lif- andi, án þess að það hafi nokk- ur sjáanleg áhrif á þá til hins verra? Er þetta kannske ein austurlenzka hjátrúin? Er þetta „allt saman gert með dáleiðslu?“ Ég er einn þeirra, sem óþarft er að sannfæra. Ég hef með eig- in augum séð yogana leysa of ótrúleg afrek af höndum til þess, að ég sé legur í nokkrum vafa. Og það sem meira er, ég hef kynnt mér heimspekikerfi þeirra, og meira að segja lagt lítið eitt út á hina erfiðu braut, sem þeir hafa valið sér. Ég get ekki sagt annað en það, sem ég veit að er satt. Yoga er fullkomið kerfi lifn- aðarhátta, og Hatha Yoga, sem lýtur að líkamanum, er aðeins eitt atriði heimspekikerfis yog- anna. ~ Ég hef séð fakír liggja í vatni í meira en sjö mínútur. Þegar hann kom upp úr, var andar- dráttur hans að öllu eðlilegur. Ef óvanur maður væri lengur en tvær mínútur í kafi, mundi blóð- æð springa í líkama hans. Á markaði sá ég einu sinni fakír, sem hékk á fótunum neðan í gríðarstórum þrífæti úr tré. Undir þrífætinum var kyntur eldur, og lafði sítt og flókið hár kakírsins niður í hann. Þrátt fyrir það sviðnaði ekki eitt ein- asta hár á höfði hans. Sannanir þær, sem fyrir liggja um hina dularfullu hæfileika yoganna, hafa haft þau áhrif á opinbera aðila í Indlandi, að síðastliðið sumar stofnsetti stjórnin þar sérstaka yogadeild við háskólann í Bombay. Þegar yoganeminn hefir iðk- að hugleiðingar, einbeitingu hugans, yogastellingar og andar- dráttaræfingar árum saman, er að því komið, að hann geti geng- ið undir hina síðustu þungu prófraun. Einhverja vetrarnótt, þegar kalt er í veðri og vindur- inn þýtur í skörðum Himalaya- fjallanna, er farið með hann út að vatni, til þess að hann geti gengið undir tummo-prófraun- ina. Hola er höggvin í ísinn, og Hyggjo á vesturför Reykjavík, 24. apríl 1951. Herra ritstjóri! Við erum þrír ungir menn, sem höfum frétt að þú værir með afbrigðum bóngóður mað- ur og hjálpfús og því leitum við til þín með mál okkar. Er það von okkar og trú, að þú viljir góðfúslega koma því á framfæri þarna vestra. Eins og áður er sagt, erum við þrír ungir menn, sem höfum hug á að komast vestur á eitthvert sveitabýli, til að vinna við bústörf, og þá helzt hjá íslenzkum bændum. Við munum greiða allan kostnað fram og til baka. Ráðningartími gæti orðið eitt ár, til að byrja með. Nöfn okkar eru þessi: — Martin Andersen, 23 ára, Efsta- sund 25, Reykjavík, Gísli Guð- mundsson, 24 ára, Efstasund 16, Reykjavík og Sigurjón Sigurðs- son, 27 ára, Granaskjól 9, Reykja vík. Við erum allir þaulvanir bílstjórir og kunnum ýmislegt til vélá. Ef einhver hefði áhuga á þessu, þá eru hlutaðeigandi aðilar beðnir að skrifa til okkar. Með fyrirfram þökk, Mariin, Sigurjón og Gísli þar sezt neminn nakinn, til að ganga undir prófið. Þá er dúkpjötlu, á stærð við sjal, difið niður í ískalt vatn og vafið utan um hann. Ef hann hefir getað þurrkað þrjá slíka, dúka í dögun með hita, þeim, er hann sjálfur gefur frá sér, fær hann titilinn Repa, sem þýð- ir „hinn bómullarklæddi“, og eftir það klæðist hann aldrei þykkri flík en bómullarskyrtu. Dr. Dyherenfurth hélt því fram fyrir nokkrum árum, að þeir, sem mikilli hæfni hefðu náð í lummo, gætu þurrkað 20 dúka á líkama sínum á einni einustu nóttu. Prófraun þessari má snúa við, og halda líkamanum köldum með sefjun. Þá sezt nemandinn nakinn um hádegisbilið einhvern (Frh. á bls. 8) on your old Chesterfield Set regardless of condition. on your old Bedroom Suite regardless of condition. on your old Davenport Set regardless of condition. On the Purchase of Any Davenport Suite VERY LONG EASY TERMS miD-UIEST 413 P0RTACE AVE. Ph. 924-828 Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainingImmediately For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AV 1. WINNIPEG PAINT DEMONSTRATION Learn how YOU can match cofors perfectlyjwith MARSHALL-WELLS PAINTS Be sure *o ottendl You’ll be shown how easy ít is to give your rooms o pro- fessional touch . . . with o glorious variety of hues selected from MoTsholf* Wells Paínts. And be prepared to osk questions. You’ll get the correct onswers ot our *’color clinic.“ THE MARSHALL-WELLS FACTORY PAINT STYLING EXPERT WILL BE AT OUR STORE ALL DAY Monday, June 4th, 1951 SIGURDSSON'S LTD. - Arborg, Man. SEE THE DEMONSTRATION — REGISTER FOR DOOR PRIZE! TRADE-IN ALLOWANCE On the Purchose of Any Chesterfield Suite On the Purchase of Any Bedroom Suite

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.