Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 • *_ —A Cleaning Inslitution PHONE 21 374 JotA tf**?* Cle^ Laun ^tfB. S A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 31. MAÍ 1951 NÚMER 22 Allsherjar manntalið í Canada byrjar á föstudaginn, 1. júní Á föstudaginn, 1. júní, leggja þúsundir karla og kvenna af stað um alt landið til að heim- sækja hvert einasta heimili í þeim tilgangi að útvega stjórn landsins ýmsar mikilvægar upp- lýsingar um þjóðina og þjóðar- búskapinn. Nauðsynlegt er fyrir öll fyrir- taeki, hvort sem þau eru rekin í smáum eða stórum stíl, að gera upp reikninga á ákveðnum tíma- bilum til þess að fá vitneskju um afkomu fyrirtækisins. Þá er ekki síður nauðsynlegt að vita um afkomu þjóðarbúskapsins í heild og þess vegna er safnað saman manntals- og eigna- skýrslum um alt landið á hverj- um tíu árum, og er mikilvægt að þær séu bæði greinilegar og áreiðanlegar, en til þess að það geti orðið verður allur almenn- ingur að láta í té fullkomna sam- vinnu og gefa réttar upplýsing- ar. Stefán Einarsson Ritstjóri Heimskringlu sjötugur Á föstudaginn þann 25. þ. m., átti Stefán Einarsson ritstjóri Heimskringlu sjötugsafmæli; hann er fæddur að Árnanesi í Nesjasveit í Austur-Skaftafells- sýslu hinn 25. dag maímánaðar árið 1881, sonur þeirra Einars Stefánssonar og Lovísu Bene- diktsdóttur, er þar bjuggu rausn- arbúi. Stefán lauk prófi við Flensborgarskóla 1901, en fluttist vestur um haf 1904, starfaði um hríð á skrifstofu Canadian National Railways í Winnipeg, e*i var síðan í allmörg ár í þjón- ustu Sigurðsson-Thorvaldsson verzslunarinnar í Riverton og ¦^rborg. £>ann 31. desember 1914 kvænt lst Stefán og gekk að eiga ung- rú Kristínu Guðmundsdóttur Ira Esjubergi á Kjalarnesi, hina mestu myndarkonu; þau eiga PrJú börn, Hörð, Eleanor og Ernest Baldur. Stefán var, ásamt ritstjóra Pessa blaðs og mörgum fleirum, nn af stofnendum Þjóðræknis- elagsins, og átti sæti í hinni yrstu framkvæmdarnefnd þess; hann hefir starfað mikið að ah-im bindindismanna, og eynst þar ems 0g svo víQa annars staðar, hinn liðtækasti niaður; í aidarfjórðung hefir hann haft með höndum ritstjórn Heimskringlu, og er slíkt hreint ekkert smáræðisafrek. Logberg árnar Stefáni rit- stJora allra heilla í tilefni af s]otugsafmælinu. Þess hefir orðið vart, að sumt fólk amast við -að leitað sé til þess eftir þessum upplýsingum og finst að með því sé verið að hnýsast inn í þeirra einkamál. Þetta er alger misskilningur; stjórnin lætur sig ekki varða, um einstaklinga, og þessi eigna- könnun er ekki gerð í þeim til- gangi að leggja á skatta, enda væri það á móti lögum; það er heildaryfirlit, sem hún þarf að fá. Til dæmis, lætur hún sig ekkert varða um eignir ein- stakra bænda í ákveðnu town- ship, en hún þarf að fá heildar- yfirlit yfir afkomu hvers town- ships, og til þess að það fáist verður hver bóndi að gefa sem íullkomnastar upplýsingar um sína bújörð. Afkösí íslenzkra bænda. Þau afrek, sem íslenzkir bænd ur hafa int af hendi í þessu landi, eru ekki lítil og þeim er ekki haldið mikið á lofti. Þeir hafa tekið við löndum þöktum kargaskógi, mýrum og fenjum og unnið úr þeim blómlegar byggðir. Og hin canadíska jörð hefir verið þeim örlát. „I heilögu samstarfi moldar og manns býr máttur hins rísandi dags". Islenzkir bændur hafa ekki verið eftirbátar annara í því að margfalda verðgildi þeirra jarða, sem þeir hafa tekið að sér. Heimilisréttarlönd, s e m þeir tóku við í yngri byggðun- um fyrir 30 til 40 árum og guldu $10 fyrir eru nú mörg orðin 15.000 til 25.000 dollara virði með öllu sem þeim áhrærir. Sum townships í þessum byggðum hafa verið byggð og ræktuð al- gerlega af Islendingum og eru surh þeirra sennilega meir en tveggja milljóna dollara virði. Þetta er ekki lítið þrekvirki og ættu að vera íslendingum metn- aðarmál að halda því á lofti, en eins og fyrr er sagt, er það heildaryfirlit yfir afkomu hvers townships, sem leitað er eftir með þeirri eignakönnun og manntali, sem hefst næstkom- andi föstudag. Fiskiveiðar hefjast Nú er hinn mikli floti, er stunda skal hvítfiskveiðar á Winnipegvatni í sumar, kominn norður til verstöðva, og koma íslendingar þar, venju sam- kvæmt, mjög við sögu. Winni- pegvatn leysti að þessu sinni nokkru fyr en algengt er; heim- ilað er að veiða megi þrjár mil- jónir punda hvítfiskjar á yfir- standandi vertíð, er hefst þann 4. júní. Afmæli ekkjudrot-tningar Síðastliðinn laugardag átti María ekkjudrottning Breta 84 ára afmæli; er hún að öllu enn hin ernasta, situr veizlur og heimsækir reglubundið ætt- menni sín og vini; á afmælisdag- inn var hún í boði konungshjón- anna í Buchinghamhöll. Dr. P. H. T. Thorlakson Kosinn í mikilvæga trúnaðarstöðu Síðastliðinn mánudag var hinn þjóðkunni forustumaður á vett- vangi læknavísindanna, Dr. P. H. T. Thorlakson, kosinn á fundi í Ottawa, formaður alþjóðar krabbameinsfélagsins í þessu landi, The National Cancer Institute of Canada. Blóðskiptabarnið heim nú um hvítasunnuna Heimkomu þess beðið með mikilli eflirvæntingu á heimili foreldra þess. Litla barnið, sem skipt var um blóð í, í fæðingardeild Landspítalans í vor, mun geta farið heim til móður sinnar um hvítasunnuna. Hefði það fengið að fara nú fyrir helgina, ef það hefði ekkj kvefazt. Fjögurra vikna. Barnið er nú orðið rösklega fjögurra vikna gamalt, og virð- ist hin nýstárlega aðgerð, sem Elías Eyvindsson,, sem nú er orðinn svæfingarlæknir í Land- spítalanum, framkvæmdi, ný- kominn heim frá útlöndum að loknu framhaldsnámi þar, hafa heppnazt prýðilega. Beðið með eftirvæntingu. Foreldrar barnsins bíða heim- komu þess með hinni mestu eftirvæntingu, og það því frem- ur sem svo tvísýnt var um af- drif þess. Verður því fagnað af þeirri djúpu gleði hjartans, sem ekki verður minni en þegar týndi sonurinn kom heim, að sögn hinnar helgu bókar. —TÍMINN, 14. maí Alverlegir skógareldar Á hvorki meira né minna en fimtíu stöðum, geysa skógar- eldar í Ontario um þessar mund- ir, er valdið hafa allmiklu tjóni; mest kveður að þessum óvina- fagnaði á svæðunum umhverfis námabæinn Timmings, en þar hefir naumast komið deigur dropi úr lofti í háa herrans tíð. Kommúnistar sæta hrakförum Við sveita- og bæiastjórna- kosningar á ítalíu, sem fram fóru á sunnudaginn var, sættu kommúnistar hinum eftirminni- legustu hrakförum; fengu ekki þriðjung greiddra atkvæða til móts við atkvæðamagn hins kristna Demokrataflokks. Frá íran Þar í landi er alt í uppnámi vegna þess ásetnings stjórnar- innar, að þjóðnýta hinar miklu olíulindir, er brezkt félag hefir fram að þessu mestmegnis starf- rækt. Brezk stjórnarvöld hafa leitað til alþjóðadómstólsins í Hague með málamiðlun fyrir augum, en stjórn írans vill ekk- ert slíkt heyra nefnt á nafn. Mestu verkföll í sögu íslands eru nýskollin yfir í alvöru Tuttugu verkalýðsfélög boðuðu verkföll. — Engar samninga- umleilanir fóru fram í gær og óvíst, hvenær þær verða reyndar. Samningaumleitanir fulltrúa verkamanna og atvinnu- rekenda stóðu undir forustu sáttasemjara ríkisins í vinnu- deilum í alla fyrrinótt til klukkan sjö í gærmorgun, en báru ekki árangur. — Varð því verkfall hjá félögum þeim, sem verkfall höfðu boðað. Miss Jóhanna V. Beck Lýkur prófi í hjúkrunarfræði Þann 21. þ. m., lauk Miss Jó- hanna V. Beck fullnaðarprófi í hjúkrunarfræði við General Hospital hér í borginni með ágætiseinkunn, og hlaut $50.00 verðlaun fyrir frábæra hæfni og þekkingu varðandi fæðingar- hjúkrun. Miss Beck er fædd í Winnipeg 29. nóvember 1928. Foreldrar hennar eru þau J. Th. Beck for- stjóri og frú Svanhvít Beck. Langl verkfall? í gær fóru ekki fram neinar samningaumleitanir um lausn verkfallsdeilunnar og ekkert. vitað, hvenær þær kunna að hefjast. Virðist það vera ríkj- andi skoðun, að nú sé fyrir höndum langt og strangt verk- fall, fyrst ekki tókst að leysa vandann í fyrri nótt, áður en til þess kæmi, að vinna yrði lögð niður. Sú mun þó vera skoðun ýmsra forustumanna verkalýðssamtaka, að þótt verka menn létu sig einu gilda, að vinna félli niður í tvo eða þrjá daga, muni margir í þeirra hópi taka að hugsa alvarlega um mál- in, er kemur fram yfir helgina. Samningar upp á vísitölu eða væntanlega samninga. Til vinnustöðvunar kom þó ekki hjá Hafnarfjarðarbæ, bæj- arútgerðinni þar eða hlutafélag- inu Fiski í Hafnarfirði né hjá Samvinnufélagi ísfirðinga, Kaup félagi Isfirðinga, byggingarfé- lagi verkamanna og nokkrum fleiri samtökum á ísafirði. Þess- ir aðilar hafa fallizt á að greiða vísitölu-uppbót á kaup, eða kaup samkvæmt því, sem síðar kunna að vera gerið við aðra aðila. ísafjarðarbær hefir lýst sig muni fara að dæmi nefndra að- ila og sömuleiðis olíusamlag út- vegsmanna á ísafirði. Neitað að leyfa mjólkursölu. Stjórn Mjólkursamsölunnar hafði skrifað Alþýðusambandinu bréf, þar sem þess er farið á leit, að vinna væri ekki stöðvuð við mjólkurmeðferð og mjólkur- sölu, heldur yrði mjólkurstöðin rekin áfram eins og áður og tæki hlutaðeigandi starfsfólk kaup samkvæmt samningum, sem gerðir yrðu, þegar verkföll- in leystust almennt. Félög þau, sem stöðva rekstur mjólkurstöðvarinnar, eru félag mjólkurfræðinga, Dagsbrún, verkakvennafélagið Framtíðin og A.S.B. B r é f Mjólkursamsölunnar lagði Alþýðusambandið fyrir hina sameiginlegu verkfalls- stjórn verkalýðsfélaganna í Reykjavík og neituðu þau al- gerlega að verða við þessu. Mjólk handa ungbörnum og gegn lyfseðli. Dr. Jón Sigurðsson borgar- læknir, komst hins vegar að því samkomulagi við Alþýðusam- bandið í gær, að það leyfði fyrir sitt leyti, að börn þriggja ára og yngri, mættu fá einn lítra mjólk- ur á dag, og einnig gamalmenni og vanheilt fólk samkvæmt lyf- seðli. Þá fái og sjúkrahús mjólk eftir þörfum. —TÍMINN, 20. maí MINNINGARORÐ Afurðir búanna hrökkva ekki fyrir aukakostnaði Frá fréttaritara Tímans á Eiðum. Síðastliðnar tvær vikur hefir verið sæmileg tíð á Héraði, snjór sigið mikið og jörð komið upp, svo telja má að komnir séu sæmilegir hagar, nema út á flatlendinu. Þar er haglaust enn- þá, og er snjór þar víða um einn metri á þykkt á sléttlendi. Enn er illfært um sveitir þar eystra. Almennt gera bændur þar ráð fyrir, að afurðir búa þeirra hrökkvi ekki nema fyrir auka- kostnaði, sem orðið hefir sökum hinna miklu og langvinnu harð- inda. Þrátt fyrir þetta horfa bændur þar björtum augum til framtíðarinnar. —TÍMINN, 10. maí Þann 26. ágúst 1950 lézt af slysförum að Flin Flon hér í fylkinu, John Friðfinnur Finns- son, fæddur í Isafoldarbygð hinn 10. dag ágústmánaðar árið 1916, og var því aðeins 34 ára að aldri, er dauða hans bar að; hann var sonur þeirra Guðjóns og Guð- rúnar Finnsson, sem um langt skeið áttu heima í Selkirk, en nú eru búsett á Gimli, hnigin á efri ár; þau eru ættuð af Jökul- dal. Hinn látni, efnilegi maður, naut alþýðuskólamentunar í Selkirk og fékk brátt á sig al- menningsorð sakir dugnaðar og reglusemi; hann tók þátt í síð- ustu heimsstyrjöld, og reyndist hinn nýtasti liðsmaður; hann var kvæntur Florence Ednu Mae Green af enskum ættum, er lifir mann sinn ásamt fjögra ára gömlum syni, sem heitir John Gerry Reginald, og eiga þau mæðginin heima í grend við Minneapolis á vegum Dr. Hovde og Friðriku frúar hans, sem er systir Johns heitins; hinn látni tók mikinn þátt í íþróttum, og gekk á þeim vettvangi eins og annars staðar, heill og óskiptur til verks; hann vann að málm- borun við hina frægu Flin Flon námu; var því jafnan viðbrugð- ið, hve nærgætinn og ástríkur heimilisfaðir hann var. Auk foreldra sinna og áminstr- ar kohu og sonar, lætur John eftir sig stóran hóp mannvæn- Brezka sýningin: Sjö þús. dúfur í verkfalli við opnunina Brezka sýningin var opnuð með mikilli viðhöfn þann 6. maí, en sjö þúsund bréfdúf- ur, sem flytja áttu boðskap- inn um opnun sýningarinn ar um gervallt brezka heimsveldið. gerðu verkfall, og fengust ekki til þess að hefja sig til flugs. John Finnsson legra systkina, en þau eru þessi: Grímur, búsettur í Wynyard, Sask., Einar og Óli, til heimilis í British Columbia, Finnur, bú- settur í Selkirk, Oscar, stundar atvinnu á Winnipegvatni og er búsettur norður þar, Friðrika, sem áður var minst, en Kristján druknaði í Winnipegvatni; þrír þeirra Finnssons-bræðra, auk Johns, þeir Óli, Finnur og Oscar, tóku þátt í áminstri heims- styrjöld. Allir, sem þektu John Finns- son harma sviplegt fráfall hans, þótt þyngstur sé harmur vita- skuld kveðinn að ekkju hans, syninum unga, hinum öldruðu foreldrum og systkynahópnum stóra. E. P. J. Leizt ekki á veðrið. Dúfunum leizt hins vegar ekki á ferðaveðrið, og hundruð lítilla skátadrengja urðu að safna þeim saman í rigningunni og láta þær aftur í búr sín. Var ekki laust við að tár blikuðu í aug- um minnstu drengjanna við þetta starf, og jafnvel læddust niður vagnana. Mennirnir með pípuhaítana. Annar atburður, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir, gerð- ist einnig. Hópur manna með pípuhatta runddist undir snúr- ur, sem strengdar höfðu verið umhverfis svæði, sem ekki átti að fara inn á. En nauðsyn brýtur lög, og á hinu friðlýsta svæði var skjól fyrir rigningunni. En lítíll hátíðasvipur var á mönn- unúm með pípuhattana, er þeir leituðu þangað. —TÍMINN, 10. maí Fró Kóreustríðinu Átökin í Kóreu af hálfu herja sameinuðu þjóðanna hafa harn- að svo upp á síðkastið, að í ýmsum tilfellum eru fylkingar þeirra komnar um 15 mílur norður fyrir 38. breiddarbaug; svo að segja í einum hnapp voru 5.000 kommúnistar teknir til fanga, en mannfall í liði þeirra svo mikið, að naumast verður tölum talið; en nú herma síðustu fregnir, að viðnám kommúnista hafi færst í aukana á ný.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.