Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. MAl 1951 Tomas Johansson fil. mag., Lundi Föroya Landsbókasavn Á hæð yzt í Þórshafnarbæ, höfuðstað hinnar yngstu þjóðar Norðurlanda, er færeyska lands- bókasafnið, sem auk bókasafns- ins hefir skjalasafns- og þjóð- minjasafnsdeild. Við veginn upp að bókasafninu stendur minnis- merki eftir myndhöggvarann Janus Kamban til minningar um grundvöll þann sem færeyski prófasturinn V. U. Hammers- haimb lagði að færeysku bók- mentamáli. Minnismerkið átti að reisa á hundrað ára afmæli þessarar stofnunar 1946, en því er fyrst lokið ári síðar. Það hef- ir fjórar hliðar, tvær með út- höggnum myndum og tvær með áletrunum. Af hinum tveim fyrstu er önnur söguleg: gamall Færeyingur segir ungum Fær- eyingum sögu. Hin minnir á kvæði og færeyskan dans: gam- all maður stjórnar dansinum sem forsöngvari. Áletranirnar hljóða þannig: 1846 LEGÐI V. U. HAMMERSHAIMB LUNNAR UNDIR MÓÐURMAL OKKARA MILDAR VEITTRAR TENDRAÐU EIN VITA FÖROYUM STJORNULEIÐ FRÁ ÖLD TIL ÖLD. Nafn V. U. Hammershaimbs er nátengt færeyskum bók- mentum og tungu. Færeyingar nefna það með virðingu og stolti. Það var hann sem á síð- oistu öld ásamt J. H. Schröter, Jóhannesi Klæmintssyni og öðr- um safnaði heilmiklu af fær- eyskum kvæðum, sem höfðu lif- að á vörum fólksins í aldaraðir, flest sennilega frá miðöldum, og verið sungin við keðjudansinn, sem ennþá er iðkaður. Færey- ingar hafa nefnilega, gagnstætt Islendingum, ekki varðveitt handrit frá miðöldum. Það er fyrst og fremst afleiðing ytri stjórnmálaástæðna: f æ r e y s ka þjóðin hefir í samanburði við hina íslenzku verið alt of fá- menn til að halda af krafti fram eigin tungu gegn máli hinna er- lendu valdsmanna, en það var hið opinbera mál, tunga embætt- ismannanna og kirkjunnar. Við þetta bættist að andleg menn- ing Færeyinga á fyrri öldum hlaut aldrei þann stuðning eða uppörvun frá klerkastéttinni, sem innan íslenzkrar menning- ar var meðal annars þýðingar- mikil fyrir tilkomu hinna gömlu handrita og varðveizlu óslitinn- ar bókmentalegrar erfðar í alda- raðir. Um hina eldri færeysku tungu, bókmentir og sögu er þess vegna fremur lítið vitað. Eftir siðaskiftin varð ástandið í Færeyjum hið sama og í Noregi: danskar trúarbókmentir urðu það sem alþýða manna las — ef hún á annað borð kunni að lesa. Ásamt hinum dönsku upplýs- ingarbókmentum lifði samt sem áður, mann fram af manni, hinn gamli alþýðuskáldskapur, en samanborið við trúarbókment- irnar var hann álitinn verald- legur. Einkennandi er það sem Jóhannes Klæmintsson skrifar 1831 í formálanum að hinu mikla safni sínu að færeyskum kvæð- um, Sandoyarbók (nú á Det Store Kongl. Bibliothek í Kaup- mannahöfn): ,,Þó að í bókinni sé ekki Guðs orð, vona ég samt að hún hneyksli engan, og ef hún hneykslar einhvern, þá get ég í einfeldni minni ekki skilið það, þar sem ég held, að þessi bók' sé eins og hver önnur bók í sögu, sem lesin er. Ég bið þá Guð, að hann færi mér þetta verk ekki til syndar, því að í því sem ég hef unnið og vinn ennþá, er Guð sá sem veitir vit, kunnáttu og orku til þess að framkvæma það sem einhver tekur sér fyrir hendur, honum sé heiður og þökk". (Þýtt úr dönsku). Eins og áður var ságt, var það tiltölulega seint sem færeysku kvæðin voru skrifuð. Vissulega eru til fáeinar vísur, sem hafa varðveizt í uppskrifum frá 17, öld, og sömuleiðis er til kvæða- safn J. C. Svabos frá 1781—82, en það var fyrst á tíma róman- tísku stefnunnar í byrjun 19. aldar sem hafin var kerfisbund- in söfnun í stærri stíl. í Færeyj- um eins og í svo mörgum öðrum íöndum vaknaði þá mikill áhugi fyrir innlendum, þjóðlegum, skáldskap. Mentaðir Færeying- ar komu auga á þann fjársjóð sem þeir áttu í hinum ennþá lif- andi bókmentaerfðum og byrj- uðu að skrifa niður kvæði og sögur. Út í frá voru þeir hvattir til þessa verks sérstaklega af tveimur dönskum lærdóms- m ö n n u m , Rasmus Christian Rask og Carl Christian Rafn. Með hjálp hins síðarnefnda heppnaðist líka hinum litla hópi Færeyinga, sem áhuga höfðu á bókmentum, að setja á stofn bókasafn í Þórshöfn, Færö Amts Bibliotek. Þetta gerðist árið 1828. Svo lengi sem Rafn lifði, kom hann því til leiðar, að safn- inu voru gefnar bækur, og veitti því einnig sjálfur fjárhagslega aðstoð. En að honum og hinum færeysku stofnendum þess látn- um, hrakaði því lengi vel og það stóð mjög höllum fæti undir lok 19. aldar. Til að standast stöð- ugan kostnað varð um tíma að leigja út hluta af bókasafnsbygg ingunni, og handritasafnið — þar sem meðal annars voru handrit, kvæðauppskriftir og bréf Færeyingsins Jens David- sens — var flutt upp á loftið, þar sem það skemdist af raka og leka og þar sem hluti af þessum verðmætum eyðilagðist. En betri tímar komu í byrjun þessarar aldar. Fleiri og fleiri gerðu sér grein fyrir, að bókasafnið hlyti að verða miðstöð andlegrar menningar og alþýðufræðslu í Færeyjum. Þessum mönnum, sem í mörgu voru líkir stofn- endunum frá 1828, tókst að út- vega bókasafninu fast árlegt framlag frá danska ríkinu og færeyska Lögþinginu. Árið 1921 var komið á nýju skipulagi, þar sem Föroya Amts Bókasavn varð aðalbókasafn fyrir Fær- eyjar. Tíu árum síðar var hin núverandi bókasafnsbygging tek in í notkun. Saga bókasafnsing fyrstu hundrað árin af starfsemi þess er rituð í minningabók, sem var gefin út 1929: Föroya Amts Bókasavn 1828—1928. Minning- arrit. -•&- „Föroya Landsbókasavn" — svo er bókasafnið nú nefnt — á sem stendur um það bil 22000 bækur og að minsta kosti 1000 færeysk handrit frá fyrra hluta 19. aldar og síðar. Bókafjöldan- um er aðallega skipt í þrjár deildir: færeyska deild, íslenzka deild og eina deild fyrir dansk- ar, norskar og sænskar bók- mentir, og þar að auki eina deild með énskum bókmentum, sem British Council gaf á stríðsárun- um. Vöxtur íslenzku deildarinn- ar er að miklu leyti því að þakka, að íslenzku prentsmiðj- urnar voru á árunum 1928—49 skyldar að senda bókasafninu eitt eintak af öllu því sem þá kom út á íslenzku. Yfir erlend- an bókafjölda safnsins fram til 1909 er til prentuð skrá frá því ári, gerð af R. C. Effersö og J. Lauritsen. Engin bókaskrá er enn til yfir hin færeysku rit safnsins. Það er verið að skrá handrita- deildina, og þess vegna er erfitt þar til síðar að fá gott yfirlit yfir innihald hennar. Merkasta frumhandrit hennar er sennilega Sunnbiarbókin. Hún hefir að geyma færeysk og dönsk kvæði og er frá fyrra hluta 19. aldar, eins og Fugloyarbókin, Sandoy- arbókin og Koltursbókin, sem eru geymdar í Det Store Kongl. Bibliothek í Kaupmannahöfn. Þessi handrit draga nöfn sín af þeim stöðum í Færeyjum, sem þau eru frá komin. Auk þess hefir Föroya Landsbókasavn af- rit af þeim handritum í Kaup- mannahaf narbókasaf ninu, s e m eru mikilvæg fyrir færeyska tungu, t. d. Corpus Carminum Færoensium, sem inniheldur þjóðkvæðauppskriftir S v e n d Grundvigs og Jörgen Blochs frá árunum 1872—76. Ný, sérstæð gjöf er fyrir þá bókagjöf — um það bil 2500 bindi — sem sænska Ríkisþing- ið gaf Lögþingi Færeyja á þjóð- hátíð Færeyinga hinn 29. júlí 1950. Með hinni sænsku gjöf voru einnig ljósprentanir af tveimur miðaldahandritum, sem geymd eru í sænskum bókasöfn- um, — af réttarbók hertogans Hákonar Magnússonar fyrir Færeyjar, skrifuð í Osló 1298. Hún er venjulega kölluð „Seyðabrævið", þ. e. a. s. sauða- bréfið, og gilti í margar aldir sem lög og hefir verið lagt til grundvallar fyrir löggjöf síðari tíma um færeyska sauðfjárrækt. Seyðabrævið, sem er hið stærsta og mikilvægasta af hinum fáu færeysku miðaldaskjölum, sem varðveizt hafa fram á þennan dag, gefur okkar merkar upp- lýsingar ekki aðeins um réttar- farslegar heldur einnig um menningarlegar aðstæður yfir- leitt í hinu færeyska þjóðfélagi fyrrum . . . ." (Gustaf Lindblad, Færeysk miðaldahandrit í Sví- þjóð. — Bókagjöf til Lögþings Færeyja frá sænska Ríkisþing- inu 1950). (Þýtt úr sænsku). í hinni færeysku bókasafns- byggingu, sem er tveggja hæða steinhús með fögru útsýni yfir höfnina og innsiglinguna til Þórshafnar, er einnig skjalasafn með bréfum viðvíkjandi umboðs stjórn Færeyja og færeyskt þjóðminjasafn, „Föroya Forn- gripageymsla". Hinn núverandi forstöðumaður Forngripageymsl unnar er fornfræðingurinn Sverri Dahl, sonur færeyska prófastsins Jákups Dahl, hins þekkta biblíuþýðanda og mál- fræðirithöfundar. Þjóðminja- safnið er menningarsöguleg stofnun með það sérstaka hlut- verk að safna sýnishornum af öllu sem hefir heyrt og heyrir til hinu daglega lífi á eyjunum: verkfærum, húsgögnum, fötum o. s. frv. I því eru líka tvö sér- stök minni söfn, dýrasafn H. A. Djurhus og grasasafn R. Ras- mussens. ------*------ ' Þegar greinarhöfundur heim- sótti Föroya Landsbókasavn hinn 7. febrúar síðastliðinn, sagði núverandi forstöðumaður þess, Sverri Fon bókavörður, frá því, að fyrir dyrum stæði mikil end- urskipulagning á bókasafninu. Þar hefir með árunum smátt og smátt orðið þrengra, og menn vona nú. að fá nýja byggingu .fyrir bókasafnið inni í bænum eins fljótt og hægt er. Lestrar- fýsn Færeyinga er mikil. í lestr- arsalnum sátu um kvöldið ekki aðeins íbúar Þórshafnar heldur og fólk frá öðrum eyjum, sem var þar í skyndiheimsókn. Nokkra menn sá ég vera að lesa í færeyskum kvæðabókum. Til er gamall málsháttur „Blindur er bókleysur maður", sem gengið hefir að erfðum í Færeyjum fram á vora daga. Ef til vill er það tákn um gamla,, horfna bókamenningu. Hvað sem um þetta er að segja, er þó það víst, að Færeyingar vorra tíma hafa áhuga á að lesa, og þeir þurfa ekki að vera bóklaus- ir. Um það sér Föroya Lands- bókasavn. —Lesb. Mbl. Grcðurhúsin — nýlendur íslands í suðri: Ræktun banana og annara hitabeltisávaxta í Hveragerði Lokið við að byggja 1000 fermeira gróðurhús fyrir bananarækt hjá Garðyrkjuskólanum. Bananar, sem ræktaðir" eru í vetrarríkinu hér norður á íslandi, eiga að verða miklu betri en þeir, sem fluttir eru frá hinum suðlægu ræktunarstöðvum banananna í Afríku og Suður-Ameríku, sagði Urmsteinn Ólafsson skólastjóri í Hveragerði á dögunum, er blaðamaður frá Tímanum heimsótti hann í hið suðræna umhverfi, sem hann hefir myndað þar eystra. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa meS þeim full- komnasta útbúna8i, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur lfkkistur, minnisvarCa og legsteina. Alan Couch, Funeral DLrecíor Phone—Business 32 Residence 59 Sá, sem ekki trúir á mátt ís- lenzkrar moldar og auðlegð íslenzkra náttúrugæða, á ekkis framtíð fyrir sér í landinu. Is- land er ströng, en gjafmild móð- ir barna sinna, og þeir, sem vinna vel að öflun verðmæta úr skauti íslenzkrar náttúru, hvort heldur er með dugmikilli sjó- sókn við brimstrendur landsins, eða daglegu striti við ræktun jarðar, eiga í vonum mikla umb- un og ríkulega uppskeru, þótt stundum komi óhöpp fyrir, sem skapi vonbrigði, er ekki mega þó rýra trú fólksins á framtíð landsins og þjóðarinnar, sem það byggir. Sólarljós barna og fullorðinna. Hitt verður engum lagt til lasts, þótt ókunnuglega komi það einkennilega fyrir að vera staddur í blaðmiklum skógi hita- beltisjurta, mitt í vorkuldunum á íslandi, þar sem bananar og önnur góðaldin sveigja grein- arnar. En þannig er umhorfs hjá Unnsteini í Hveragerði. Bananaræktin í Hveragerði er merkilegur þáttur í atvinnulíf- inu, sem síðar meir getur vel skapað arðvænlegan útflutning og orðið sólarljós barna og full- orðinna á dimmum skammdegis- kvöldum. Gróðurhúsaplöntur í 400 ár. Unnsteinn Ólafsson, skóla- stjóri Garðyrkjuskólans í Hvera gerði, byrjaði á bananarækt ár- ið 1944. Plönturnar voru ættað- ar frá grasasafninu í London og höfðu verið aldar upp við gróð- urhúsaskilyrði langt aftur í ætt- ir, samtals um 400 ár. Eru plönturnar því virðulegr- ar ættar og stofninn vænlegur til góðs árangurs, eins og reynd- ar hefir þegar vel komið í ljós. Ef flytja ætti plönturnar hingað, beina leið sunnan frá vaxtarstöðvurtum í hinum sól- ríku hitabeltislöndum, er hætt ,yið, að umskiptin yrðu nokkuð snögg, því að í Afríku og Suður- Ameríku, þar sem mest er um bananarækt, vaxa þær undir berum himni í 30 stiga hita minnstum að sumarlagi, og al- drei verður þar kaldara en 15 stiga hiti. Lifa sluíl, en vel. Jurtirnar eru blaðmiklar og hávaxnar, um fimm metrar á hæð, og g^fa aðeins einu sinni ávexti, lifa stutt en vel og visna skjótt eftir að bananaklasinn er orðinn fullþroska. Gott bananatré gefur um 300 banana í uppskeru, en meðal- uppskeran mun vera nálægt 200 eða sem svarar 20—25 kg. af plöntu. En hvað svo um hina fjár- hagslegu hlið? Borgar sig að rækta banana á Islandi? — Ég held það sé álitlegra að rækta banana en tómata í gróð- urhúsum, þar sem nægur hiti er og húsin byggð fyrir þá rækt- un, sagði skólastjórinn. Stórt bananahús í smíðum. I Hveragerði er nú í smíðum hjá garðyrkjuskólanum stórt og fullkomið bananahús. Hingað til hefir banaræktin þar verið svo til eingöngu tilraunastarf- semi, en nú er komið að alvör- unni, og íyrir jólin 1952 ættu landsmenn að eiga von á 100 þús. banönum frá þessu stóra bananahúsi í Hveragerði. Húsið er 1000 fermetrar og er að rúmmáli stærsta gróðurhús, sem byggt hefir verið á Islandi. Bananarækt og logaraútgerð. Ef hægt væri að fá jafnmikið fé til að byggja bananahús við góða hveri á Islandi og þarf til kaupa á einum togara, fengjust úr þeim hálf þriðja milljón ban- ana á ári, um 200 smálestir, og afkoma þessa fyrirtækis þyrfti ekki að verða lakari en togarans í meðalveiðiári, jafnvel þó að einhverju eða verulegu leyti væri miðað við útflutning banananna. Ananas og fíkjur. En garðyrkjumennirnir í Hveragerði eru ekki ánægðir fyrr en þeir eru búnir að flytja ísland lengra suður. — Það er að segja, koma upp gróðurhús- um með árvissum ávöxtum fleiri jurta langt úr suðri — úr heimkynnum blámanna og villtra dýra. Næst er ananas og fíkjur á dagskrá. Báðar þessar jurtir eru mjög álitlegar til gróðurhúsa- ræktunar. Fíkjurnar hafa þegar þroskast vel í Hveragerði og ananas þaðan kemur ef til vill á markaðinn áður en mörg ái líða. Hitabeltisnýlendan okkar. Það hefir komið greinilega í ljós, víðar en hér á landi, að suðræn blóm og aldin verða betri þeim mun norðar sem ræktað er undir gleri og við nægan hita. Þannig eru bananar frá Hveragerði ljúffengari en frá Venezúela og öðrum suðlæg- um hitabeltislöndum og blómin litskærari. Það virðist því full ástæða til að vera biartsýnn um framtíð banana,- fíkju- og ananasræktar á Islandi. Það er staðreynd, að með tilkomu þessara suðrænu aldina í íslenzk gróðurríki, hefir Island í runinni verið flutt langt suður og á löngum, dimmum og köldum skámmdegismánuðum getum við gert bjartara í kring- um okkur við vonina í suðræn- um ávöxtum úr Hveragerði — hitabeltisnýlendunni okkar. — —TÍMINN, 20. maí Ströng býlis- og verksmiðjuprófun gerir MASSEY-HARRIS BEZTU FÁÁNLEGU DRÁTTARVÉLINA órið 1951 Þessar myndir sýna yður nokkur þau skref, sem við höfum til að full- komna Massey-Harris dráttarvélar svo sem nú er raun á. Svona ströng prófun tekur af öll tvímæli um það, að þér getið reitt yður á slíka dráttarvél. Hér er skýrsla um hina prófuðu dráttarvél 1. Millileiðsla og fullnaðarakstur starfrækt 13,042 klukkustundir. 2. Lágir og gangskiftilegir gírar voru endurnýjaðir eftir 12,134 klukku- stundir. 3. Breytileg úrvals dælubulla til til- raunahluta, var endurnýjuð með- an á prófuninni stóð. 4. Gagnvæg vagnstöng og þar að lútandi völtur, voru endurnýjaðir eftir 10,218 klukkustunda vinnu. 5. Önnur samstæða Cylinderarma var nothæf í 5,662 klukkustundir. 6. Síðasta samstæða dælubullunnar var notuð í 3,332 klukkustundir og stóðst öll próf. 7. Stangarsveif og völtur voru not- hæf í 4,417 klukkustundir. Dags og nætur prófun undir erfiðum aðetæðum á bújörðum I Arizona — þar, sem ryk er mikið og þreytir vélar. FullhlaCnar dráttar vélar voru útbúnar bæði me8 venjulegum pörtum n-j, til- raunapörtum. Hver partur var prófaður undir hinum örðuguatu ræktunarástæðum. Strangaata profunin er — í rykklefanum. Slík dráttarvél á búgarðl, er einkum háð ryki og óhreinindum. ViS þessa profun kemur i ljós ef fifuilkomleikl á sér stað I gerð vélarinnar. Þessi dráttar vél var notuð við landbrot í grenjandi rykfalli. MASSEY-HARRIS TRACTORS MASSEY-HARRIS OFFERS THE MOST IN POWER - 6 TRACTOR SIZES - 28 MODELS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.