Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. MAI 1951 lögberg GeflC flt hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjörans: BDITOR LOGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Merkur arhafnamaður sjörugur Títt er það á Islandi, og vitaskuld einnig víðar, að blásið sé í lúðra* er stjórnmálamenn, rithöfundar og skáld, ná einhverjum sérstökum aldursáfanga á lífs- leiðinni; hitt er miklu óalgengara, að minst sé að nokkru verulegu ráði manna á öðrum vettvangi lífs- iðjunnar, svo sem kaupsýslumanna, jafnvel þó þeir hafi orðið brautryðjendur um afkomulega menningu þjóðar sinnar, þó vitað sé, að það sé einmitt slík menn- ing, er skapar kjölfestuna í hvaða þjóðfélagi, sem er. — Síðastliðinn þriðjudag átti einn slíkra manna sjö- tugsafmæli, og er sá, Ólafur Johnson stórkaupmaður, er nú dvelur í New York; hann er borinn og barnfæddur í Reykjavík, sonur hinna þjóðkunnu hjóna Þorláks Ó. Johnson kaupmanns og frú Ingibjargar Bjarnadóttur frá Esjubergi; þau voru brautryðjendur um margt í þróunarsögu höfuðstaðarins, og settu styrkan menn- ingarsvip á samfélag sitt; vafalaust hefir það vakað fyrir foreldrum Ólafs að dubba hann upp í embættis- mann, því ungur var hann settur til menta í Latínu- skólanum; á bekkjum þeirrar mentastofnunar varð Ólafur þó eigi ellidauður, því að liðnum þremur árum hvarf hann þar frá námi, sigldi til Edinborgar á Skot- lándi og gekk þar á verzlunarskóla; mun brátt hafa rætzt á honum hið fornkveðna, að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Tuttugu og fimm ára að aldri stofnaði Ólafur í félagi við L. Kaaber, fyrrum bankastjóra við Lands- bankann, heildsölufirmað Ó. Johnson & Kaaber, sem enn stendur í blóma í Reykjavík; hann var einn af stofnendum hlutafélagsins ísafoldarprentsmiðja 1919 og veiðarfæraverzlunarinnar Geysis; einnig kom hann á fót tóbaksverzluninni London, og var við mörg önnur fyrirtæki riðinn; hann var rússneskur vísi-konsúll frá 1912 til 1916 og spænskur vísi-konsúll síðan 1928. Hann átti sæti í fyrstu framkvæmdarstjórn Eimskipafélags íslands, og sat einnig í hafnarnefnd; hann átti sæti í stjórn Verzlunarráðs íslands, og á tímum heimsstyrj- aldarinnar 1914—1918, var hann trúnaðarmaður ís- lenzku ríkisstjórnarinnar í verzlunarmálum með búsetu í New York. Þar annaðist hann um vöruinnkauþ, leigu á skipum og þar fram eftir götunum. Um langt skeið var Ólafur einnig trúnaðarmaður innflytjendasambands Reykjavfkurkaupmanna, og gegnir að miklu leyti þeim starfa enn í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Af þessu, sem nú hefir sagt verið, þó stiklað sé að- eins á steinum, má ljóslega ráða, að Ólafur Johnson hafi eigi setið auðum höndum um dagana, þó hitt sé mest um vert, hve árvakur og skyldurækinn hann hefir jafnan verið um störf sín. íslenzk verzlunarstétt á Ólafi Johnson margt og mikið gott upp að unna, eins og raunar þjóðin í heild; hann ann þjóð sinni hugástum og vill veg hennar sem mestan í öllu. Svona eiga sýslumenn að vera! Það er ekki einasta, að Ólafur Johnson sé merkur brautryðjandi á sviði athafnalífsins, heldur er hann og slíkur mannkostamaður, að þar komast fáir til jafns við; hann er höfðingi mikill í háttsemi og vinhollustu hans verða ekki auðveldlega takmörg sett. Kona Ólafs er Guðrún, dóttir Árna Þorkelssonar fyrrum bónda á Geitaskarði í Húnavatnssýslu, ein- hver tígulégasta kona sinnar samtíðar; er heimili þeirra hjóna víðfrægt að alúð og risnu, hvort heldur að það stendur í Reykjavík eða New York, því þau búa á báð- um stöðum til skiptis. Vinir Ólafs Johnson, og þeir eru margir, senda honum hugleiðis hlýjar kveðjur í tilefni af afmælinu og biðja honum og f jölskyldu hans guðsblessunar í bráð og lengd. Ný lífeyrislöggjöf Nýlokið er í Ottawa fundi milli sambandsstjórnar annars vegar og stjórna hinna einstöku fylkja hins vegar, varðandi nýja lífeyrislöggjöf á langtum breiðari grundvelli, en fram að þessu hefir gengist við; fullkom- in eining ríkti á fundinum, og öll fylkin sendu þangað fulltrúa; frumvarp til laga í þessa átt, er nú í uppsigl- ingu, og hefir forsætisráðherrann, Mr. St. Laurent, lýst yfir því, að samþykt þess verði knúin fram á yfirstand- andi þingi. Samkvæmt löggjöf þessari verður öllum þegnum þessa lands, er dvalið hafa eigi skemur en tuttugu ár í landinu, greiddur f jörutíu dollara lífeyrir á mánuði, án eignakönnunar, og það ráðgert, að greiðslur hefjist með byrjun næsta árs; sambandsstjórn stendur að öllu straum af þeim kostnaði, er frá slíkum lífeyrisgreiðsl- um stafar. Þá verða og í iöggjöfinni ákvæði um, að greiða megi, ef þörf þykir, fjörutíu dollara á mánuði einstaklingum á milli sextíu og fimm og sjötíu ára, að eignakönnun undangenginni, og er þá svo fyrir mælt, að sambandsstjórn og fylkisstjórnirnar skipti kostnaðin- um til helminga. Talið er víst, að allir þingflokkar veiti áminstri löggjöf brautargengi, enda um réttlætismál að ræða, er varðar alla þjóðina jafnL Kominn í Jóns Bjarnasonar skóla Það var unaðslegt að vera á samkomu, sem haldin var í Fyrstu Lúter3ku kirkju laugar- daginn 5. maí. Djáknar safnað- arins önnuðust þá samkomu, og tilgangurinn var sá að veita ellinni heiður og vinsemd. Djáknarnir og aðstoðarmenn þeirra fluttu boðsgestina, aldr- aða fólkið, að og frá kirkjunni. Ágætis miðdagsverður var til- reiddur. Hundrað manns eða meir settust að borðum. Auk þess var 50 manns sendur mið- degisverður heim til sín. Auk máltíðarinnar var margt til skemtunar: ræður, söngur, ljóð. Prestur safnaðarins, séra Valdi- mar Eylands flutti ágæta ræðu og las kvæði eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Ágætur gestur, frá íslandi, með göfugt ævistarf að baki, Jónas læknir Kristjánsson, var þar og flutti markvert er- indi. Alt var þetta ákjósanlegt, og engu síður það sem ég ætla nú að nefna, og hefði ég átt að minnast á það fyrst, því það til- heyrir upphafi samkomunnar. Þegar ég hlýddi á það, fanst mér ég vera kominn aftur í Jóns Bjarnasonar skóla, þar sem ég var svo lengi. Forseti djákna- nefndarinnar, Mr. Árni G. Egg- ertson, K.C., setti samkomuna með ljúfmannlegum vinsemdar-. orðum, og stýrði henni til enda á þann hátt að menn fundu að þarna var gott að vera. Hann hjálpaði til þess að tengja menn böndum kærleika og vellíðunar. Þá kom fram forseti safnaðar- ins, Mr. Victor Jónasson, og flutti hann ræðu á íslenzku. Sú ræða hefir nú birzt í Lögbergi, hugðnæmt erindi og vel sniðið eftir tækifærinu. Mint var á ástandið fyrir ári síðan, þegar flóðið bjó mörgum tjón. Samt var þá haldin samkoma fyrir eldra fólkið, og menn glöddust. Fyrir „Guðs náð og atorku góðra manna" varð kirkjan varin stór- skemdum. Hann bendir á, hve nauðsynlegt það er að „þakka handleiðslu Guðs eins og vera ber". Hann þakkar djáknunum fyrir að inna af hendi þetta kær- leiksverk gagnvart hinum eldri. Hann þakkar einnig eldra fólk- inu fyrir það að hjálpa til að „leggja hina traustu og varan- legu undirstöðu að kirkjustarfi okkar". Hann minnist þess, að „feðratrú og móðurmálið voru meginstoðir" í starfi þessa safn- aðar. Þess háttar starf stuðli að viðhaldi íslenzks máls og menn- ingar í Vesturheimi. Hann þakk- ar fyrir „trúmensku og ástúð" hinna eldri og ber fram sterkat hvöt til trúmensku við göfugar hugsjónir þeirra, og biður þeim blessunar Guðs. Þá kom fram Miss Ingibjörg Bjarnason og söng með sinni yndislegu rödd nokkur fögur ís- lenzk söngljóð. Þessir fögru tón- ar „ómuðu inst í öndu vorri". Þessi þrjú, Mr. Eggertson, Mr. Jónasson, og Miss Bjarnason eru öll fyrverandi nemendur Jóns Bjarnasonar skóla. Var það furða, að mér fanst ég vera kominn þangað heim, þegar ég hlýddi á mál þeirra? Það var sælurík tilfinning, og ég var þakklátur fyrir þetta ágæta, starfsfólk í svona góðum verka- hring, og þakklátur fyrir að vera enn á ný með þeim. Þetta er eins og texti, sem út af mætti prédika, en það ætla, ég mér ekki að gjöra. Aðeins eitt vil ég segja: Jóns Bjarnasonar skóli kendi miðskóla og menta- skóla (college) íslenzku, íslenzka tungu, íslenzkar bókmentir, með tilliti til sögu íslands. i Næsta Kaust hefst kensla í íslenzkum fræðum við Manitoba háskólann. Því starfi óska ég af öllu hjarta sannrar farsældar og framgangs á allan hátt. Vil ég svo ljúka máli mínu með því, að þakka djáknunum fyrir þá vinsemd að bjóða okk- Gróa Sveinsdóttir Pálmason „Dauðinn er lækur, en lífið er strá: skjálfandi starir það straumfallið á." M. J. Þau eru býsna mörg íslenzku stráin, sem á liðnu og líðandi ári hafa starað veik og skjálf- andi á straumfall dauðans, eins og skáldið kemst svo vel og ein- kennilega að orði. Ein í þeim hópi er sú, sem við minnumst hér með fáum orðum. Gróa Sveinsdóttir Pálmason var fædd að Kletti í Reykholts- dal í Borgarfirði vestra 3. apríl 1882. Foreldrar hennar voru þau Sveinn Árnason bóndi að Kletti og kona hans Þorgerður Jónsdóttir. Sveinn faðir Gróu Hjörtur Thordarson raffræðing- ur í Chicago voru bræðrasynir. Var Sveinn skynsamur maður, lesinn og bókhneigður, eins og þeir frændur hans. Þorgerður móðir Gróu var systir Valgerðar konu Stefáns Sigurðssonar hins mikla at- hafna- og framkvæmdamanns í Nýja-íslandi. Önnur systir Þor- gerðar var Þuríður ljósmóðir Jónsdóttir, kona Björns hrepp- stjóra Ásmundssonar bónda að Svarfhóli í Stafholtstungum. Gróa fluttist vestur um haf árið 1899 og settist að í Winni- peg. Árið 1907 giftist hún Sveini Pálmasyni timburmeistara, bróður Ingvars Pálmasonar, sem Samnorræna sundkeppnin: Menntamálaráð- herra þreyrir sund íslendingar eiga að geta sigrað Samnorræna sundkeppnin hófst hér í gær og var þegar mikil þátttaka víða um land á þessum fyrsta degi henn- ar, á 5. hundrað í Reykjavík. Meðal þeirra, sem voru í fyrsta hópnum, er þreytti sundraunina í sundlaugunum hér í Reykja- vík, var Björn Ólafsson mennta- málaráðherra, en í Sundhöllinni varð Jón Pálsson sundkennari fyrstur manna til að stinga sér í laugina í keppninni. Keppnin stendur yfir til 10. júlí og eru framkvæmdanefndir í hverju héraði á landinu, sem hafa umsjá með henni, en henni er hagað öðruvísi en kappraun- um yfirleitt, því að í þessari keppni er ekki tekið tillit til þess, hversu fljótir þátttakend- urnir eru að synda vegalengd- ina — 200 m. á bringusundi — heldur er allt undir því komið, að sem flestir standist raunina. Hefir framkvæmdarnefndin hér í Reykjavík til dæmis skrifað stærri fyrirtækjum í bænum og óskað þess, að þau skipi trúnað- armenn úr hópi starfsmanna, er hvetji þá til þátttöku, því að leggist allir á eitt eru góðar horfur á því, að íslendingar beri sigur úr býtum. Ætlazt er til þess, að skóla- nemendur þreyti sundraunina þessa dagana — hina fyrstu, sem keppnin stendur — þar sem skólar eru margir að ljúka störf- um eftir veturinn. Er víst að þeir munu leggja mikið af mörk- um til keppninnar, en síðan verður almenningur að ganga fram og taka sinn þátt í keppn- inni. Á Akureyri hófst keppnin til dæmis með því, að nemend- ur Menntaskólans þ r e y 11 u sundið, en síðan nemendur Gagnfræðaskólans. Á ísafirði urðu fyrstir til þátt- töku sjö ára drengur og 73 ára öldungur. VÍSIR, 21. maí ur hjónunum á þessa unaðslegu samkomu, þakka þeim fyrir þaó fagra nytsemdarverk, sem þeir eru að vinna, fyrir allan dugn- að þeirra, kærleika og trú- mensku, og sérstaklega vil ég þakka þeim fyrir að flytja mig aftur í Jóns Bjarnasonar skóla. Rúnólfur Marteinsson Gróa Sveinsdóttir Pálmason lengi var alþingismaður á ís- landi. Séra Jón Bjarnason gifti þau 14. nóvember í Fyrstu Lúthersku kirkjunni að Sher- brook Street í Winnipeg. Gróa var fríð kona sýnum, glæsileg á velli, glaðvær og fé- lagslynd. Hún var björt á hár og hörund; hafði blágrá augu, sem lýstu einlægni, einurð og festu. Þau hjón eignuðust fjögur börn: Pálma hljómfræðing í Winnipeg, Valgerði Ruby, sem er gift Arthur Dawson námu- fræðingi í Calgary, Guðrúnu Pearl hljómfræðing , Toronto og' Stefán Douglas, sem féll í síðara heimsstríðinu. Gróa mátti með sanni kallast gæfukona: Hún giftist góðum og göfugum manni; hún naut þeirrar gleði að sjá börn sín vaxa upp og þroskast til þess að verða nýtir og dugandi borgar- ar mannfélagsins. Að vísu fóru þau hjón ekki varhluta af sorgum og söknuði: Þau mistu elskulegan og mann- vænlegan son í stríðinu, eins og fyr er getið; hann var um tvítugsaldur. Tók móðir hans þann missi svo nærri sér að hún beið hans aldrei bætur — jafn- vel tíminn læknar ekki sum sár. — Heimili þeirra hjóna var ann- álað fyrir glaðværð og gestrisni. Auk þess tóku þau mikinn þátt í félagsmálum og líknarstörfum: Altaf til þess fús og fljót, að rétta hjálparhönd þar sem þess var þörf og greiða leiðir góðum málum. Þau heyrðu tii Lúthersku kirkjunni í Winnipeg, og var Gróa lengi starfandi í hinu eldra kvenfélagi þess safnaðar; vann hún þar af hinu mesta kappi og ósérplægni. Hún andaðist 8. marz síðast- liðinn, af heilablóðfalli, eftir stutta legu í sjúkrahúsinu á Gimli, og var jörðuð 15. marz frá Fyrstu Lúthersku kirkjunni í Winnipeg. Séra V. J. Eylands jarðsöng. Fjöldi fólks fylgdi henni síðasta áfangann, og hafa þá margir hugsað henni þakk- læti fyrir samfylgdina: Á meðal þeirra alt samverkafólkið í söfn- uði og líknarfélögum fyrir dugnaðinn og ósérplægnina; all- ir vinirnir fyrir trygð og trú- festu; börnin fyrir alla móður- legu umhyggjuna og umfram alla aðra eftirlifandi ástríkur eiginmaður fyrir trúa og trausta samfylgd á langri leið. Sig. Júl. Jóhannesson ? ? Gróa Pálmason Hún spurði neinn um starfs né stefnu gildi: Hún stóð á eigin fótum — valdi sjálf, því hér var sál, er vissi hvað hún vildi; hún var í engu reykul eða hálf. Og þurfendum í hags- og hjálpar skyni ei heillastofnun nokkurn betri kaus. — Og hver sem átti hana að trygðavini, 'hann heyrðist aldrei rægður varnarlaus. Og heimilinu henni lét að stjórna, þar hennar minning allra fegurst skín. Og lífi sínu var hún fús að fórna — já, fyrir það og elsku börnin sín. — Og hún var bæði gæða og gæfu kona: Hún góðan valdi lífs síns förunaut. Hún lifði fylling fjölda bjartra vona: — í fullu trausti mætti síðstu þraut. Sig. Júl. Jóhannesson KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Geríð svo veJ að senda mér sen« fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir s-;m eiga ógreidda eldri árganga, em vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU N DSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness TraininglmmeAiatelyl For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 69P SARGENT AV '. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.