Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31, MAÍ 1951 NOTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARD J. J. BtLDFELL,. þýdM í afskekktu her'oergi í matsöluhúsinu, við hliðina á því, sem að Gawtrey var að snæða í, sátu Lilburne, Arthur og hinir glaðværu vinir þeirra, og gleymdu fljótt öllu nema stundar- ánægjunni, lauguðu anda sinn í gleði vínsins. Ó, þú öfgafulla líf! Ó, nótt! Ó, morgun! [X. Kapííuli Það var komið fram að miðnætti. Við byrj- un götunnar, sem aúsið er Gawtrey átti heima í, stóðu fjórir menn, skammt þar frá, á breiðri götu sem hornaði við þá, sem hús það er Gaw- trey átti heima í, heyrðist gnýr í vagnhjólum og hornleikarahljomur. Mikilsháttar kona, fögur ásýndum, viðkvæm í lund og með ó- flekkað mannsorð, hafði boðið vinum sínum til veizlu! „Monsieur Favart", sagði einn af mönnun- um, við minsta manninn á meðal þeirra fjögra; „skilyrðin 'eru þér kunn — 20.000 frankar og sakaruppgjöf". „Ekkert er sanngjarnara — það er ljóst. Kg skal samt játa, að mér þætti betra að hafa menn mína handhæga. Ég er ekki hræðslugjarn maður; en þetta er hin mesta hættuför". „Þú vissir fyrirfram um hættuna, og gekkst inn á að mæta henni: Þú verður að koma einn með mér, eða þá ekki. Mundu eftir, að menn- irnir eru eiðsvarnir til að drepa hvern þann, sem að svíkur þá. Ég vildi ekki fyrir tuttugu sinnum 20.000 franka láta þá vita að ég væri sá, sem að sagt hefði til þeirra. Líf mitt væri þá ekki fimm aura virði. Ef að þú heldur að dulargerfi þitt sé öruggt, þá er ekkert að ótt- ast. Þú sérð mennina við vinnu sína — þu þekkir þá og getur borið vitni á móti þeim í réttinum — og ég fæ tíma til að komast í burtu úr Frakklandi". „Jæja, hafðu það eins og þér sýnist bezt". „Mundu eftir, að þú verður að bíða með þeim inni í herberginu eða hvelfingunni, þang- að til þeir fara. Við höfum þannig skipað mönn- um okkar, að það stendur á sama út á hvaða götu þeir koma, að þá er hægt að taka þá íasta, svo litið beri á og tafarlaust. Sá hugrakkasti og úrræðabezti þeirra, sem þó að hann sé ný- kominn í hópinn, er nú þegar orðinn foringi þeirra; það er maðurinn sem að ég sagði þér frá að byggi í húsinu sem að ég mintist á við þig, á sjötta lofti til hægri, hérna er lykillinn að herbergi hans. Þann mann verðorðu að taka eftir að hann er kominn heim til sín og hátt- aður. Hann er risi að burðum, og þið náið hon- um aldrei lifandi ef hann er á fótum og vopnaður". „Já, ég skil! — Gilbert", (og Favart sneri sér að einum af félögum sínum, sem ekki hafði sagt orð og sagði:) „Taktu þrjá menn með þér og farðu nákvæmlega eftir fyrirskipun minni — þegar þú kemur þangað sem ég segi þér, þá hefi ég« lagt svo fyrir að dyravörðurinn hleypi þér inn. Mundu eftir að fara hljóðlega. Ef að ég verð ekki kominn klukkan fjögur, þá skuluð þið ekki bíða lengur, en hefjast handa tafarlaust. Gáið þið vel að því að byssur ykkar séu í lagi. Takið þið hann lifandi, ef þið getið — dauðan, ef annars er ekki kostur. Og nú, vinur minn — vísaðu mér veginn!" Svikarinn kinkaði koll? og gekk hægt á stað. Favart stansaði við og hvíslaði í snatri að manninum, sem að hann kallaði Gilbert: „Fylgdu mér á eftir — komstu að kjallara- dyrunum — skyldu þar eftir átta menn, svo nærri, að þeir heyri ef að ég blístra. Mundu eftir lásaopnaranum og óxunum. Ef að þið heyrið mig blása í blísturpípuna. Þá skuluð þið brjótast inn, ef ekki, þá er öllu óhætt, og mundu eftir að skipunin um að handtaka kaf- teininn stendur óhögguð". Eftir að Favart hafði sagt þetta fór hann á eftir leiðsögumanni sínum. Þeir komu að dimmu og óvistlegu húsi, sem að dyrnar stóðu opnar á. Þeir fóru þar inn og gengu eftir all- löngum göngum, fóru ofan stiga. Vegvísarinn lauk upp hurð í kjallara hússins og tók vasa- ljós undan kápu sinni. Eftir að Ijóslokan á luktinni var dreginn frá sá Favart að víntunn- um og vínkútum var raðað um allt kjallara- gólfið Leiðsögumaðurinn rólaði einni víntunn- unni til hliðar og kom þá í ljós hleragat í gólf- inu. Leiðsögumaðurinn lét ljósið síga ofan í opið og sagði: „Komdu hér ofan", og þeir hurfu báðir ofan um opið í kjallaragólfinu. ? ? ? Peningasláttumennirnir voru við vinnu sína. Gawtrey sat á stól við borð og var að færa inn í stóra bók. Vélarnar hver á sínum stað unnu að hinni vafasömu vinnu með reglubundnum fallhraða. Við annan endan á borðinu, sem var langt, sat Philip Morton. Sannleikurinn hafði tekið hinum óljósa ótta hans langt fram. Hann hafði lagt eið út á að segja ekki frá neinu sem fyrir augu hans bæri á þessum stað og þegar að hann varleiddur inn í hvelfinguna, sem þessi iðnaður fór fram í og blindingurinn tek- inn frá augunum á honum, þá' var það nokkurn tími áður en hann gat fyllilega áttað sig á hin- um ægilega glæp, sem að velgjörðarmaður hans var þáttakandi í. Eftir því sem þetta var ljósara fyrir honum, því ákveðnari var með- liðunarkend hans með þessari ógæfu Gawtrey, og dróg úr þunga glæpsins í huga hans, en hann fann til þess, að sambandið, sem verið hafði þeirra á milli, gæti ekki haldist, að það yrði að slitna; og að hann yrði enn á ný, einn síns iiðs og einmana, að heyja stríð við heim- inn. Þegar að hann heyrði mennina, sem þarna voru inni, annaðhvort bölva, eða flimta með ógeðslegri glettni, leit hann til þeirra með svo mikilli fyrirlitningu að Gawtrey, sem hafði augun á honum, óttaðist að í illt mundi lenda, en hann stilti sig, hvort sem það var af því að hann fann vanmátt sinn til að mæta því oíur- eíli sem þar var um að ræða, eða viðbjóður á að falla fyrir ribbaldahætti slíkra manna og orðin heit og ásakandi sprottin frá hugsun sem enn var heiðarlega og metnaðartilfinningu, sem var vakandi, dou á vörum hans. Allir sem þarna voru inni báru vopn, byssur og söx, nema Philip, sem lét vopnin sem honum voru fengin liggja afskiptalaus á borðinu. „Verið hugrakkir, vinir!" sagði Gawtrey og lét aftur bókina. „Fáeinir mánuðir enn og þá verðum við búnir að græða nógu mikið til þess að hætta og eiga góða daga það sem eftir er ævinnar. Hvar er Birnie?" „Sagði hann þér ekki", sagði einn af mönn- unum og leit upp, „að hann hefir fundið mesta sniilinginn á Frakklandi — mann, sem var að- stoðarmaður Bauchards við að búa til íimm franka-peningana. Hann lofaði að koma með hann hingað í kveld". „Ó, já, ég man það núna", svaraði Gawtrey, „hann minntist á það við mig í morgun — hann er orðlagður ginningargarpur!" „Ég heid að það sé satt!" sagði peningasláttu maðurinn, „því að hann veiddi þig, sem tekur öllum fram, sem þennan iðnað hafa blessað með nærveru sinni!" „Skrumari!" sagði Gawtrey og gekk frá skrifborðinu sem að hann sat við að langa borð- inu, tók vínflösku, sem á því stóð, helti úr henni í glas, lyfti því upp og sagði: „Þín skál!" Rétt í því að Gawtrey sagði þetta opnuðust dyrnar og Birnie kom inn. „Hvar er herfang þitt, minn hugprúði?" spurði Gawtrey. „Við mótum peninga; þú mótar menn og setur þitt eigið innsigli á þá og sendir þá vana- lega til fjandans!" Peningasláttumennirnir, sem báru virðingu fyrir teikninga- og graflist hans, en hötuðu kaldranaskap hans, hlógu að þessu skensi, en sem Birnie sjálfur virtist ekki veita neina eftir- tekt nema að hann gaut augunum illilega til Gawtrey. „Ef að þú meinar nafnkunna þeningasláttu- manninn Jacques Giraumont, þá bíður hann við dyrnar. Þú þekkir reglurnar. Ég get ekki komið með hann inn, nema með leyfi ykkar". „Ágætt! Við gefum leyfið — er ekki svo, Messieurs?" sagði Gawtrey. „Jú, jú", kvað við hjá nokkrum mönnum. „Hann þekkir eiðinn, og við segjum honum frá hegningunni". „Já, hann þekkir eiðinn", sagði Birnie og i'ór. Eftir örstutta stund kom hann aftur og með honum maður lítill vexti, klæddur í iðn- aðarmanna-milliskyrtu. Hann var alskeggjað- ur og með gráleitt yfirvararskegg, og eins litt hár. Hann hafði svarta skýlu fyrir öðru aug- anu, sem að gerði yfirbragð hans enn ógeðs- legra. „Ja, hver fjandinn! Monsieur Giraumant!- Þú ert líkari Vulcan heldur en Adonis!" sagði Gawtrey. „Ég veit ekkert um Vulcan, en ég veit hvern- ig íarið er að búa til fimm franka peninga", sagði Giraumont þumbaralega. „Ert þú fátækur?" „Éins og kirkjurotta! Hún er það eina sem tilheyrir kirkjunni nú, síðan að Bourbonarnir komu til baka. Það er að vera fátækur!" Að þessu svari hlögu peningasláttumenn- irnir, sem komið höfðu að borðinu, eins og Frakkar gjöra ávalt, þegar vel er svarað. „Það er svo!" sagði Gawtrey önugur. „Hver leggur líf sitt i veð fyrir trúmensku þessa manns?" „Það gjöri ég", sagði Birnie, „Látið hann þá leggja af eiðinn". Fjórir menn fóru með gestinn inn í her- bergi, eða hvelfingu, sem var inn af þeirri, sem þeir voru í. Þeir komu aftur eftir fáar mínútur. „Hann hefir lagt af eiðinn og heyrt skil- yrðin". „Dauðdagi fyrir sjálfan þig, konu þína, son þinn og sonarson, ef þú svíkur okkur". „Ég á hvorki son, né sonarson; en að því er konu mína snertir, Monsieur kafteinn, þá er mér það gleðiefni, en ekki sorgar, þegar að þú minnist á dauða hennar". „Svei mér! ef að þú verður ekki liðtækur maður í félagi okkar", sagði Gawtrey og hló. en hinir tóku undir með i'agnaðarlátum. „En ég geng út frá því, að þér sé ekki sama, um þitt eigið líf", sagði Gawtrey. „Ef að mér hefði verið það, þá hefði ég heldur soltið í hel, heldur en að koma hingað", svaraði nýi félaginn. „Ég hefi lokið mér af við þig — Skál!" Mennirnir þyrptust í kringum Monsieur Giraumont, tóku í hendina á honum og fóru að spyrja hann spjörunum úr um list hans. „Sýnið mér peningana, sem að þið búið til fyrst. Ég sé að þið notið bæði, mótið og bræðslu- koluna. ó) þessi peningur er ekki illa gerður, þið hafið búið hann til í stálmóti — ágætt — það gjörir áletrunina skarparir, heldur en ef þið hefðuð notað kalkblöndu. En þið veljið ykkur lélegasta og hættulegasta markaðinn þegar þið eruð að selja þessa peninga hér heima. Ég get sýnt ykkur veg til þess að græða tíu sinnum meira en þið gerið nú, og það alveg hættulaust. Sjáið þið þenna!" — og Monsieur Giraumont tók spánskan faisaðan dollar upp úr vasa sínum svo snildarlega gjörðan, að félagar hans urðu alveg hissa. „Það er hægt að selja þúsundir af þessum alls staðar í Evrópu, nema hér á Frakklandi, og hverjir ættu að koma auga á mismuninn á milli þessara og hinna logiega slegnu peninga? En þið þurfið betri vélar, en þessar sem að þið hafið". Á meðan að Monsieur Giraumont var að tala, veitti hann því ekki eftirtekt, að Gawtery hai'ði ekki tekið augun af honum. En Birnie hafði tekið eftir því og reyndi að færa sig nær þessum nýja félaga sínum, en Gawtrey lagði hendina á öxlina á honum og varnaði honum frá því. ,Jpú skalt ekki tala við vin þinn, fyrri en að ég leyfi þér, eða ég . . . ." hann snerti skammbyssuna, sem að hann bar á belti sér. Birnie fölnaði í framan, en svaraði með sínum vanalega þurr-rembingi: „Tortrygginn! — Jæja, þeim mun betra!" og hann settist niður . við borðið og kveikti í pípu sinni. „Jæja, Monsieur Giraumont", sagði Gaw- trey, um leið og hann settist niður við endann á borðinu. „Komdu og sestu hérna hjá mér. Við tökum okkur hálfsdags hvíld frá vinnu, þér til heiðurs. Takið þið þessi endemis verk- íæri af borðinu og komið með meira vín, vinir!" Mennirnir gerðu eins og þeim var sagt, og settust svo við borðið. Ódáða-menn eru nálega undantekningarlaust hneigðir til gleði. Einn þeirra, þegar hann er út af fyrir sig, er það ekki, heldur það gagnstæða; en þegar þeir eru margir saman þá eru þeir það. Peningasláttu- mennirnir töluðu og hlógu. Birnie, sem að steinþagði, sýndist vera langt í burtu, þó að hann væri mitt á meðal þeirra. Því í hávaðan- um byggir þögnin múrvegg um sig. En sá virðu- legi herra tók ekki augun af Giraumont og Gawtrey, sem virtust vera að ræða saman í bróðerni. Ungi maðurinn, sem þarna var staddur um kveldið og sat við endann á borð- inu, sem fjær var þeim Gawtrey og Giraumont, var ekki síður á verði, heldur en Birnie. Það hafði komið einhver forboði í huga hans, sem að hann gat ekki gert sér grein fyrir undir eins og Giraumont kom inn í hvelfinguna til þeirra, og hann hafði aukist við framkomu Gawtrey. Philip var gæddur næmri athyglisgáfu og hann var sannfærður um með sjálfum sér, að það væri eitthvað óheilt í viðmóti hans við gest- inn — eitthvað hættulegt í augnaráði hans, sem altaf' á meðan að þeir töluðu saman, hvíldi á vörum Giraumonts, því þegar William Gaw- trey grunaði einhvern, þá voru það varirnar en ekki augun, sem að hann veitti eftirtekt. Philip, sem nú hafði allan hugan á því, sem þessir tveir menn voru að segja, lagði eyrað við því. „Það er dálítið einkennilegt", sagði Gaw- trey upphátt, svo allir sem við borðið voru heyrðu, „að enginn okkar nema Birnie, skuli þekkja eins flínkan peningasláttumann og Monsieur Giraumont er". „Aldeilis ekki", svaraði Giraumont; „ég vann aðeins með Bouchard og tveimur öðrum, sem síðan hafa verið sendir í galeiðuþrælkun. Við vorum fáir í félaginu — allt á sín upptök". „C' est: burvez, donc, cher ami!" (Það er rétt, skál, vinur). Menn drukku skálina. Gawtrey tók aftur til máls: „Þú hefir orðið fyrir slæmu slysi auðsjáan- lega Monsieur Giraumont. Hvernig misturðu augað?" „í viðureign við lögregluna, kveldið sem að hún tók Bouchard fastan, og að ég slapp úr höndum hennar. Slík slys koma tíðum fyrir". ,Jpað er satt, Monsieur Giraumont!" Það varð ofurlítil þögn, svo tók Gawtrey aftur til máls: „Þú ert grímuklæddur, Monsieur Girau- mont. Eftir augnahárum þínum að dæma, þá hefir þú haft fallegt hár". „Það er rétt: Skál, gamli refur! Hvar var það sem að við hittumst síðast?" „Hvergi eftir því sem að ég bezt veit". „Ce n'est pas vrai! burvez, donc, Monsieur Favarl". (Það er ekki satt: Skál, Monsieur Favart). Félögum Gawtrey brá heldur en ekki í brún þegar þeir heyrðu þetta nafn, og embættisþjónn laganna gætti ekki að sér í svipinn, því hann stökk á fætur og greip hendinni undir stakk sinn. „Ég átti von á þessu! — Svik!" hrópaði Gaw- trey með drynjandi rödd og greip um hálsinn á manninum. Það skipti engum togum. Philip sa aðíarirnar frá sæti sínu — hann heyrði dauðahrygluna. Hann sá hinn risavaxna for- mann peningasláttumannanna rísa upp eins og risa yfir alla hina, á meðan að söxin blikuðu allt í kring. Hann sá Gawtrey reisa gestinn upp titrandi og hjálparlausan og henda honum eftir borðinu eftir fá augnablik með því afli, að hann ruddi um því, sem á borðinu var og stansaði framundan þar sem Phiiip sat, dauður og afskræmdur. A augabragði stókk Gawtrey upp á borðið og kom auga á Birnie. Svikarinn haiði stokkið úr sæti sínu og var kominn hálfa leið til dyranna. Hann leit um öxl og mætti augnaráði Gawtreys. „Djöfull!" hrópaði Gawtrey í ægilegum rómi svo að undirtók í allri hvelfingunni. „Gaf ég þér ekki sálu mína til þess að þú bruggaðir mér ekki banaráð? Taktu eftir! Þannig deyr mín áþján og allir okkar leyndardómar!" Um leið og hann sagði síðustu orðin reið af skot og svikarinn féll á gólfið með byssukúlu í heil- anum — svo varð þögn, þung og grimm, og púðurreikurinn læddist eftir lofti grafhvelfing- arinnar. Philip, sem staðið hafði upp, hné aftur ofan á stólinn og faldi andlitið í höndum sér. Síð- asta innsiglið á örlög glæpamannsins var nú sett; síðasta báran á hinni stormaþungu og forlagabundnu ævi fallin á sálu hans, og hrifið hana með sér þangað, sem enginn á aftur- kvæmt. Hvers virði var nú skapfyndnin, við- kvæmnin, viryíttumerkin, iélagshneigðin, sem klætt haf ði þennan mann nálega ómótstæðilegu áhrifavaldi, sem fól í sér möguleika til aftur- hvarfs og andlegrar betrunar, jafnvel hér í heimi. Tíminn og kringumstæðurnar höfðu kló- fest herfang sitt; og sjálfsvörnin, sem ólögleg framkoma gerði óumflýjanlega, setti innsigli blóðs og dauða á enni hans. „Vinir, ég hefi bjargað ykkur", sagði Gaw- trey og horíði á lík Birnie á meðan að hann stakk skammbyssunni í belti sér. „Ég hefi ekki gugnað fyrir augnaráði þessa manns", og hann ýtti með fætinum við líkama lögregluþjónsins. „Kg þekkti hann þegar að hann kom inn ¦— þekkti hann þrátt fyrir dulargerfið — þó að það væri gott! Snúið þið honum við og at- hugið hann; við þurfum aldrei framar að ótt- ast hann, nema ef afturgöngutrú manna skyldi vera sönn!" Mennirnir röðuðu sér hálfhræddir í kring um lík Favart á borðinu og töluðu í halfum hljóðum. En Gawtrey vakti þá fljótt af þeirri dáleiðslu, því að hann hafði komið auga á ein- kennilega hljóðpípu, sem lögreglumaðurinn bar undir stakk sinum, og hann var ekki lengi að átta sig á, að hættan væri ekki fjærri. „Ég hefi bjargað ykkur, segi ég, en aðeins um stund. Þessi verknaður þolir ekki bið. Sjáið þið, hann hafði hjálp, sem að hann gat kallað á! Lögreglan veit hvar hún á að leita að hon- um. — Við skiljum. Hver bjargar sér sem bezt hann getur. Verið fljótir! Skiptið fénu! Verið öruggir!" Philip, sem setið hafði við borðið með hend- urnar fyrir andlitinu, heyrði óreglulegt samtal mannanna, hringlið.í peningunum, fótatökin, marrið í hurðunum, og svo varð steinhljóð! Svo var tekið um hendurnar á honum með sterkri hendi og þær dregnar frá augunum. „Þetta er í fyrsta sinn, sem þú sérð líf á móti lífi", sagði Gawtrey í rómi, sem virtist vera ægilega breyttur. „Sussu! Hvað mundir þú halda um stríð? Komdu heim skrokkarnir eru farnir". Philip leit óttasleginn í kring í hvelfingunni. Hann og Gawtrey voru þar einir. Hann leit á staðina, þar sem líkin höfðu legið — þau voru horfin — engin verksummerki um verkið, sem unnið hafði verið, sáust — ekki einn blóðdropi- „Komdu og taktu saxið, komdu", endurtók Gawtrey og hélt á dimm-lugt í hendinni, sem var eina Ijósið, sem að var þar inni — og stóð með hana í skugga við dyrnar. Philip stóð upp, tók saxið ósjálfrátt og fylgdi leiðsögumanninum eftir eins og í draumi- X. Kapítuli Eftir að ganga eftir dimmum og krókóttum göngum, sem lágu í gegnum ótal kjallara í gagnstæða átt við þá, sem að Favart kom úr og komu að síðustu að stiga gömlum og brotn- um, sem að líkindum hefir verið tileinkaður vinnufólki húss þessa, á meðan að það stóð í blóma. Þeir fóru upp þennan stiga og komust á þann hátt til herbergja sinna. Gawtrey setti luktina á borðið í herberginu og settist sjálfur é stól þegjandi. Philip, sem nú hafði náð sér og ákveðið hvað hann skyldi gera, horfði á hann um stund jafn þegjandalegur. Eftir nokk- urn tíma sagði hann: „Gawtrey! „Ég bað þig um að nefna mig ekki Þv* nafni", sagði foringi peningasláttumannanna, því það er naumast þörf á að taka það fram, að sú staða hans krafðist nýs nafns.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.