Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 31. MAÍ 1951 Þeim heiður sem heiður ber Eftir GÍSLA EINARSSON Það hefir valdið allmiklu um- tali og gremju fálæti það og ó- virðing, sem Fljótsbygð og manni þeim, sem fyrstur nam land í þeirri bygð, var sýnd á hinni svokölluðu sjötíu og fimm ára afmælishátíð Nýja-íslands. Allir sanngjarnir menn, sem nokkuð vita um tilveru þessarar nýlendu, hljóta að viðurkenna að Fljótsbygð er vagga hins nýja islenzka landnáms, og þegar aðr- ir flúðu, þá sátu fjörutíu land- nemar kyrrir í Fljótsbygð, og leiðtogi þeirra var hinn vaski Sigtryggur Jónasson, sem var fyrsti íslenzki landnámsmaður- inn í Nýja-íslandi, og sem lét engum steini óvelt til þess að landnám þetta mætti verða blessunarríkur framtíðarbústað- ur íslendinga. Ef Fljótsbúar hefðu farið að dæmi þeirra, sem burtu fóru, þá hefði enginn íslendingur þurft að kemba hærur sínar í þessari bygð eða neinum öðrum bygðum Nýja-íslands. Ekki á- mæli ég þeim mönnum, sem burtu fluttu, en vaskari er sá hermaður talinn, sem heldur velli, en sá, sem lætur undan síga, og það voru hinir þraut- seigu landnámsmenn Fljóts- bygðar, sem héldu velli. Og er sá ódugnaður nefndar þeirrar, sem átti að halda uppi heiðri Norður-Nýja-íslands, með þeim fádæmum að sú nefnd á víst faa sína líka. — Samkomustjóri þessa hátíða- halds gat þess í ávarpi sínu, að Lýðveldishátíðanefndin og Is- lendingadagsnefndin í Winnipeg hefðu komið sér saman um að lata hinar vanalegu hátíðir falla niður að þessu sinni, en halda veglega hátíð í félagi til minn- ingar um þann merkilega at- burð, að íslendingar stigu hér faeti á frostna jörð fyrir sjötíu °g fimm árum síðan. Þetta var alt saman gott og blessað ef þetta hefði verið nieira en orðin ein; Winnipeg- búar sýnast ekki hafa fengið snert af þessari niðurfallssýki, því þeir héldu sína vanalegu há- tið á sama stað og tíma og þeir voru vanir, en höfðu þó komið sér saman um að láta hátíðirnar falla niður bæði á Gimli og á Hnausum, en af Lýðveldishátíð- arnefndinni fara engar sögur framar meir, fremur en hún hefði orðið uppnumin. En engum dettur í hug að neita því, að upphaflega var á- form þeirra gott, en sjálfsagt hefir þeim góðu mönnum ógnað það verk, sem í því var fólgið, að gera því máli þau skil, sem Verðug voru hinum merku land- nemum Nýja-íslands, svo þeir iétu bara kylfu ráða kasti og héldu bara algenga Winnipeg- íslendinga-hátíð 7. ágúst og köll- uðu það svo Demantshátíð Nýja- Islands. Ef þeir rengja þessa staðhæfingu mína, þá beri þeir þessa hátíð saman við fimtíu ára hátíð Nýja-íslands, sem haldin Var fyrir 25 árum síðan, sem var í alla staði hin veglegasta, eða landnámshátíð Lundarbúa sem verður þeim til ævarandi sæmd- ar. Yfirleitt hefði verið mikið betra heima setið fyrir þá, sem voru að fást við þessi mál. Nú leyfi ég mér að minna menn á að fyrstu landnáms- menn Nýja-íslands stigu ekki á frosna grund. Það var um mitt sumar, sem Sigtryggur Jónasson og félagar hans stigu á land í Fljótsbygð og eftir að hafa skoð- að landið allnákvæmlega, nam Sigtryggur landið Möðruvelli við íslendingafljót, og er því tví- mælalaust fyrsti landnámsmað- ur Nýja-íslands, og ef nokkur hugur hefði fylgt máli í þessu hátíðagaspri, þá hefði fyrsta at- höfn, sem fór fram þennan há- tíðardag átt að vera að afhjúpa virðulegan minnisvarða í minn- ingu um Sigtrygg Jónasson, sem því miður er enginn til. Þó hann fengi þá ósk sína upp- fylta að mega bera beinin hjá samherjum sínum, landnáms- mönnunum í Fljótsbygð, þá ætla víst hin hogværu orð séra Sig- urðar Ólafesonar að rætast, sem hann mælti við jarðarför Sig- tryggs, að fljótt fenni í spor landnemans. Ég efast um að hjá nokkrum öðrum þjóðflokki en íslending- um hefði vanþakklæti og gleymska verið svo römm, að þeir hefðu forsómað að heiðra minningu slíks afreksmanns sem Sigtryggur Jónasson var, og fáir munu þeir Vestur-lslend- ingar vera, sem ævistarf hans hefir ekki haft beinlínis eða óbeinlínis einhver áhrif á. Hann lagði grundvöllinn að mörgum þeim fyrirtækjum, sem Vestur- Islendingar hafa starfrækt síð- an; þó sum af þeim væru í smá- um stíl, þá samt braut hann ís- inn. Hann setti á stofn fyrsta íslenzka fréttablaðið í Vestur- heimi; hann byggði stærstu og fullkomnustu sögunarmyllu, sem nokkurn tíma hefir verið starf- rækt meðal Vestur-íslendinga; hann keypti fyrsta gufuskip, sem íslendingar hér hafa átt og byggði annað. Hann mun hafa verið fyrsti íslendingur, sem fékk skipstjóra-skírteini, ásamt fjórum öðrum, sem hann hafði í þjónustu sinni. Hann var einn af þeim, sem mynduðu Bræðra- söfnuð í félagi við tengdabróð- ur sinn, Jóhann Briem og bræð- ur sína, og auðvitað studdi land- námsfólkið það fyrirtæki með ráð og dáð, en það er elzti ís- lenzki söfnuðurinn í þessu landi vísirinn að hinu Lúterska kirkju félagi íslendinga í Vesturheimi. Hann var fyrsti íslenzki þing- maðurinn í Manitoba. Hann var fyrsti landnámsmaður Fljóts- bygðar og einn hinn síðasti land- námsmaður í Árdalsbygð, svo naumast verður sagt að landnám hans yrði endaslept. Og lengst- an hluta ævi sinnar var hann umboðsmaður Canada-stjórnar og þess vegna vel settur til að REYNIÐ ÞÁÐ- yður mun geðjast það! ii Heimsins bezta tyggitóbak/y greiða fyrir íslenzkum inn- flytjendum, þó oftast fengi hann hnútuköst og vanþakklæti fyrir sína fyrirhöfn. Svo ætla.ég að minnast svolít- ið meira á hátíð þá, sem kölluð var afmælishátíð Nýja-íslands Sú hátíð atti auðvitað að fara fram í landnámi Sigtryggs, því engum blöðum þarf um það að fletta, að það er fyrsta landnám í Nýja-íslandi. Landblettur sá á suðurbakka íslendingafljóts beint á móti landnámi Sigtryggs var skírður Gimli, og hafði ver- ið ákveðið að þar skildu íslend- ingar slá tjöldum þegar þeir hefðu náð sínum áfangastað, og var staðnum nafn gefið af hin- um frækna landnámsmanni, Ólafi frá Espihóli, á leiðinni frá Moorehead til Winnipeg. En í stað þess að halda áfram ferð sinni, þá tók það innflytjend- urna fjórar vikur að rífast út af heyleysi, sem aldrei hefði þurft að vera. .Hefðu þeir haldið ferð sinni áfram í staðinn fyrir að slæpast þennan tíma í Winni- peg, hefðu þeir getað verið komnir til Fljótsbygðar í sept- embermánaðarlok; hún beið þeirra með hin fögru og grösugu engi, sem stóðu græn fram í snjóa og íslendingafljót fult af fiski. í staðinn fyrir það urðu þeir að nauðlenda við hina hrjóstrugu strönd Víðinesbygð- ar, — enda engin furða þegar það er athugað, að þeir leggja af stað frá Winnipeg foringja- lausir og ósammála og alt lend- ir í rifrildi og handaskolum, því þó John Taylor væri valmenni, þá skorti hann þá forustuhæfi- leika, sem þurfti til að stjórna þessum rifrildisgjarna öreiga- lýð.Um það farast hinum ágæta og frækna landnámsmanni, Ste- fáni Eyjólfssyni, orð á þessa leið: „Nú var ekki Sigtryggur til að drífa alt áfram; hann var úti á Islandi". Illu heilli hafði Can- adastjórn ráðið hann til að sækja fleiri innflytjendur til ís- lands. Ef hann hefði verið með þessum hóp, hefði engin hung- ursneyð eða skyrbjúgur orðið fólki að bana. Sigtryggi var ekki tamt að raupa af sjálfum sér, en það sagði hann mér sjálfur, að það hefði verið sín mesta yfirsjón að fara þá til ís- lands, því með stjórnarlánsfénu og landskostum Fljótsbygðar, hefði þeim getað liðið vel ef þeir hefðu drifið sig þangað í tæka tíð, og sagðist hann hefði drifið hópinn áfram, svo þeir hefðu getað aflað heyja, svo að ekki hefði þurft að rifta kúa- kaupum þeim, sem hann gerði í landkönnunarferð sinni. — Vissulega hefðu guðsþjónust- ur þær, sem fram fóru í sam- bandi við þessa svokölluðu land- námshátíð, átt að fara fram * kirkjum þeim, sem standa á landnámi Sigtryggs, og auðvit- að hefðu sóknarprestar Nýja- íslands átt að stjórna þeim í sínu prestakalli. Ef fram hjá þeim hefir verið gengið við þetta tækifæri, þá hefir nefnd- in sýnt þeim fáheyrðan dóna- skap. Annars var það aðdáanlegt hvað ræðumenn dagsins forðuð- ust að minnast á Fljótsbygð og Sigtrygg. Séra Philip Pétursson minntist ollra staðanna nema Lundar-þorps, sem var höfuð- ból Fijótsbygðar. Thorbergur Thorvaldson segir í sinni ræðu, að 50 búendur hafi verið eftir í Nýja-lslandi og 17 af þeim hafi búið á 30 mílna strandlengju, en hvar voru hinir 33? Hann segir að hugsjónin að mynda nýtt Is- land sé þá dauð; hann segir að nýgræðingsskógur vaxi í flest- um rjóðrum, og Nýja-lsland móki í frumskógunum þar til nýjar innflutningsöldur komi frá íslandi. Þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Aldrei var hugsjón þeirra, sem kyrrir sátu, ákveðnari en þá, að mynda nýtt ísland. I Fljótsbygð einni bjuggu 40 bændur hlið við hlið, ákveðnir í að mynda nýtt Island, og hopa aldrei af hólmi, þó að þá angraði flugur og for. Þegar þeir, sem I\ORTiiERJ\ CALIFORWIA Newsletter June 16 here is June 17 in Ice- land! Please underscore and reserve the former date on your calendar, for it is at 7 o'clock in the evening of this date that we of Northern California wish to commemorate the meaning of June 17. Since our last Picnic, a Com- mittee on Preparations and Arrangements has been busy planning for a Dinner-Dance evening. They now report that the place of meeting has been decided upon. As they must give a minimum guarantee of 150 persons to the proprietor of the Kitchen and the Hall, the Com- mittee is urging each one of you to send in the number of your reservations at once. We expect an attendance of over 200! Tickets will be sent to you as soon as your orders come in. Mail your check to 1152 Laurel St., Berkeley 8, NOW, along with your request for HOW MANY. The Chairman of your JUNE 17 Committee for this year is Mr. Ingvar M. Thordarson of Oakland. He is being ably assist- ed by Mrs. Walter Downie, Mrs. Edgar Knight and Thor Blondal for the S.F. side of the Bay, and Mrs. Sigga Bononys and Mrs. William Herman for the East Bay. After much inquiry on both burtu fóru, kepptust við að taka pjönkur sínar, þá kepptust Fljóts búar við að ryðja skóg, hreinsa brautir og byggja sér hús, sem talin voru hæfilegir mannabú- staðir, og stóðu í þeim stórræð- um að byggja sögunarmyllu og gufuskip; túnblettir þeirra fóru stækkandi og gripasafn þeirra vaxandi. Og á þeim árum urðu þeir sæmilega sjálfbjarga. Þeir létu ekki ágirndina hlaupa með sig í gönur. Þeir voru ánægðir með þann nlut, sem Drottinn hafði úthlutað þeim, og þeir undu glaðir við sitt. Að innflutningur sá, sem hófst síðar meir, hafi átt nokk- urn þátt í aukinni velmegun, er alls ekki rétt. Þeir, sem síðar komu, voru jafnvanmáttugir að berjast við þau öfl, sem hindr- uðu hraðar framfarir, eins og hinir, sem fyrir voru, urðu þeir því að sætta sig við sömu kjör, þar til járnbrautin kom inn í bygðina. En tvímælalaust ber Fljótsbúum og Strandlengjubú- um heiðuiinn af tilveru Nýja- Islands, því ef þeir hefðu ekki haft meira þrek og staðfestu en hinir, sem burtu fóru, þá hefði ekki neitt Nýja-lsland verið til, og tvímælalaust má þakka Sig- tryggi Jónassyni að Nýja-lsland lagðist ekki í eyði, því þegar mest reið á, neytti hann allrar sinnar orku til að gera bygð þessa að hæfilegum mannabú- stað. Sömu þakkir eiga þeir skilið, sem kyrrir sátu á Strand- lengjunni. En einkennilegt fanst mér það, að ég sá ekki mynd af Jónasi Stefánssyni samhliða Einari Jónassyni og Guðna Thorsteinssyni, þó var Jónas sá maður, sem lengst allra land- námsmanna bjó á Gimli, og bar þar beinin og var tvímælalaust einn hinn vaskasti maður í hópi landnámsmanna, búinn bæði andlegri og líkamlegri atgerfi svo af bar. En þó hinir væru hinir mestu ágætismenn, þá var sá ljóður á ráði Einars, sem landnámsmanns, að hann flaut burt með útflutningsstraumn- um, og kom ekki til baka fyr en laust fyrir síðustu aldamót, en Guðni tilheyrir hinu síðara landnámi. Og sjálfsagt hefði það ekki verið nein goðgá, að hafa myndir af John Taylor og Frið- jóni Friðrikssyni, en ekki kom eg auga á mynd af þeim; ef svo hefir verið, að mér hafi yfir- sést, bið eg afsökunar á því eftirtektarleysi mínu. — —Framhald sides of the Bay, they have de- cided that the best place for us this year is to be found at ANGELO'S, 4307 San Pablo Ave. Emeryville. ANGELO'S is lo- cated 2 blocks north of the 40th Ave. Key System station and in the same block as the Oaks Baseball Stadium. If you come by car it is 3 blocks from Mac- Arthur Blvd. north on San Pablo Avenue. The menu is choice, the Pro- gram brief, and the after-Dinner music which will be provided by an Orchestra will be positive- ly swooning!!! All this enter- tainment will cost only $3.50 perx person. Come at 7 p.m. and stay till 1 a.m. WELCOME, young and old. This means YOU. Our Community Cradle Roll kéeps on growing. The last one on the Roll in March was not named, so with him we start! To Fred and Anna Koeberle on March 15, a son, George Ing- var. To George and Helen Good- man on March 20 a daughter, Marian Elizabeth to be baptized on Sunday, May 13. To Dr. Larry and Gwen Arn- stein on April 6 a son, Lawrence Douglas. To Bud and Lilja Costello on April 25 a son, Bruce Anthony. To Mr. and Mrs. John A. Free- man on January 19, a son, Lynn Roger. To Francis and Evelyn Young on January 26, a daughter, Ju- dith Ann, baptized on Sunday, May 6. We heartily congratulate the parents of these precious bundles which have come to enrich their home-lives. Best wishes and prayers. On May 5, Mrs. Inger Ostlund and her daughter, Mrs. Liv Odd- son flew east bound. Liv is taking her vacation of three weeks and "Besta" expects to make the rounds of relatives in and around Chicago, Milwaukee and New York, returning in Au- gust. We hope she will make the August Picnic on the 26! * * * On May 5, a No Hostess Party was enjoyed by all at the home of Mr. and Mrs. Sid Edwards. We really don't know the origin or meaning of such a Party, but everybody who attends is NOT supposed to be a Guest. No Hos- tess and No Guests, just every- body makes the best of it and has a good time in spite of him- self and everybody else! Whether this interpretation be right or wrong really doesn't matter, the IDEA is good! * * * On May 7, Mr. and Mrs. An- drew Danielson of Blaine, Wash., surprised us with a Breakfast Visit. They were on their way to Los Angeles on a holiday trip combined with promoting inter- est in the support of our Old Folks Home, SKALHOLT at Blaine, Wash. * * * On May 11, Steinun Asdis Eyjolfsdottir arrived from Rvik. She is a sister of Mrs. I. M. Thordarson (Kristin) and Lolo Eyjolfs of Oakland . . . Welcome to California, Dia! * * * On April 2, Kristinn G. Brand- son (Chris) died at the Univer- sity Hospital in San Francisco. He was laid to rest at the Bel- mont Memorial Park, Fresno, on April 4. Blessed be his memory. —We had come to know Chris quite well and valued his friend- ship very highly. He had re- cently become chief engineer and manager of the Kerchoff Electric Power Station at Au- berry. Mrs. Brandson (Olof) to- | gether with their youngest daughter, Joan Ingrid has come to live with their eldest daughter and son-in-law, Maria and John Sause in San Francisco. Their second daughter, Ada Isabel is married to David Eskridge at Seattle, Wash. * * * Steinthor Jon Gudmunds graduates from Berkeley Hi on June 13. Congratulations! He is outstanding as a Sports Announ- cer and we expect to hear more about him as he goes on through University. * * * Please note that the June Picnic is herewith called off be- cause of our June 17 Affair on the 16th. July being our off- month, we hope to have our Summer Picnic in the garden on August 26. Don't forget!!!! * * * Wreckers or Builders I watched them tearing a build- ing down, A gang o/ men in a busy town. With a ho-heave-ho and a lusty yell > They swung a beam and a side wall fell. I asked the forman, "Are these men skilled, As the men you'd hire ij you had to build?" He gave me a laugh and said, "No, indeed! Just common labor is all I need. I can easily wreck in a day or two What builders httve táken a year to do." And I thought to myself as I went my way, Which of these two roles have I tried to play? Am I a builder who works with care, Measuring life by the rule and square? Am I shaping my deeds with a well made plan, Patiently doing the best I can? Or am I a wrecker who walks the town Content with the labor of tearing down? May we all be Builders to- gether on God's Earth. Very sincerely, Rev. and Mrs. S. O. Thorlaksson. Ókunnur maður kom inn í kirkju undir miðri messu, og settist á aftasta bekk. Eftir dá- litla stund fór hann að vera ó- rólegur. Hann hallaði sér að grá hærðum manni, sem sat við hlið hans og spurði: „Hvað er hann búinn að préd- ika lengi?" „Svona þrjátíu til fjörutíu ár," var svarið. „Þá ætla ég að bíða," ákvað hinn ókunni. „Hann hlýtur að vera bráðum búinn. Dagserur 1 guðsfriði, dagur gullfagur, með geislandi brá! kveðjandi land og lá! náttarmi bundin er bjarta mundin við breiðan sjá. Breiddir þú arma um blómstrandi grund, fjörgandi lýða lund; sendir hljómkliðinn himinliðinn á hýrri stund. Líð þú að hafi, ljósgjafi, um loftdjúpið blá! Þú ert mér floginn frá. Svefnarmi bundin blíðvarma með siimarsins brá! Ég mun þig aftur sjá með æskuroðann, ylgeislaboðann við austur blá er blómagrundin og björkin há. Vertu sæll, dagur sólfagur. L. Th.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.