Lögberg - 07.06.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.06.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 teA Cleaning Inslitution PHONE 21 374 u«^e ^doS A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 7. JÚNÍ, 1951 NÚMER 23 Tólf manna nefnd skipuð Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, D. L. Campbell, hefir skipað tólf manna nefnd, er það hlutverk hafi með höndum, að gerkynna sér hina fjárhagslegu hlið bæja- og sveitahéraða gagn- vart fylkisstjórninni, og bera fram á sínum tíma tillögur í úr- bótaátt; mun það einkum verða kostnaðurinn við skólahald, er tekinn skuli til yfirvegunar. Á nýlega afstöðnu fylkisþingi var fjárveiting til mentamála aukin um $400,000, en þetta þyk- ir mörgum, sem við skólahald eru riðnir, engan veginn full- nægjandi. Leit-a sér eiginmanna Þrjár þýzkar stúlkur, sem all- ar eiga heima í Hamborg, hafa skrifað borgarstjóranum í Win- nipeg þeirra erinda, að hann verði þeim hjálplegur við útveg- un canadískra eiginmanna; um afstöðu borgarstjóra til áminstra málaleitana, er ekki vitað að öðru leyti en því, sem haft er eftir honum, að ráðhús borgar- innar gefi sig lítt að hjúskapar- miðlun. Póststofnun á íslandi 175 éra 1 ára afmæli póststofnunar á ís- landi, eftir póst- og símamála- stjóra, hr. Guðmund Hlíðdal, sem óhikað má telja í brjóst- fylkingu hinna framtakssömustu athafnamanna íslenzku þjóðar- innar um þessar mundir; þá sendi Sigurður póstmeistari og blaðinu myndamót af Guð- mundi, og útvarpserindi, er skýrir sig sjálft, um þróunar- feril póstmálanna á íslandi á minstu tímabili, og birt er á öðr- um stað hér í blaðinu; skal þetta hvorttveggja að makleikum þakkað. Hawaiíbúar og íslendingar mál- gefnir í síma Við Islendingar erum á einu sviði að minsta kosti í fremstu röð meðal þjóðanna. Við erum meðal hinna símaglöðustu þjóða heimsins. Engin Norðurálfu- þjóð notar símann hlutfallslega eins mikið og við, en Hawaii- búar, sem eiga heimsmetið, eru okkur fjórðungi fremri í þessu efni. Hawaii og ísland. Það er bandaríska símafélagið, sem látið hefir gera skýrslur um þetta. Samkvæmt skýrslum þess koma flest símtöl á íbúa Hawaii — 437 á ári. Á hvern ís- lending koma að meðaltali 316 símtöl. Fimmta landið er Sví- þjóð með 296 símtöl og Danmörk sjötta með 245. í öðru og þriðja sæti eru Bandaríkjamenn og Kanadamenn með 355 og 337 sím töl á mann. Símatækjafjöldi. Alls eru 70,3 miljónir sítækja í heiminum, og langflest í Vest- urheimi og Norðurálfu. Aðeins 1,1% af þessum fjölda er í Astralíu. Við höfum ekki hlutfallslega jafnmörg símtæki og símtöl, svo að annaðhvort nota þeir, sem símann hafa, þetta tæki mjög svo rækilega eða við erum öðr- um þjóðum greiðviknari um símlán við nágrannann. —TIMINN, 26. maí GUÐMUNDUR HLÍDDAL póst- og símamálasijóri Hr. Sigurður Baldvinsson póst meistari í Reykjavík, sem er samsýslungur og fornvinur rit- stjóra Lögbergs, sendi honum ný verið einkar snyrtilegan og vel saminn bækling, helgaðan 175 Tún í Borgarfirði eystra enn undir snjó Geldíé írá Bakkagerði rekið út í víkur. Brcóabirgoalög um áfengt öl, loftvarnamál og auknar lántökur Ríkisstjórnin hefir gefið út ný braðabirgðalög, sem staðfest hafa verið á ríkisráðsfundi. Voru bráðabirgðalög þessi meðal ann- ars um heimild á framleiðslu á sterku öli handa hinum erlendu liðssveitum, sem hingað koma, um breytta skipan loftvarna- mála og heimild fyrir ríkisstjórn ina að auka lántöku í alþjóða- bankanum í Washington vegna Sogs- og Laxárvirkjana úr 26 miljónum í 40 miljónir króna. —TÍMINN, 30. maí Frá fréttaritara Tímans í Borgarfirði eystra. Það er víðar en í Fljótum, að ekki er vorlegra en svo, að hvergi sést bóla á hólkolli í tún- inu. Fréttaritari Tímans í Borg- arfirði eystra skýrði blaðinu frá því í gær, að enn sæist ekki á blett í túninu að Hólalandi í Borgarfirði, og túngirðingin væri meira að segja enn víðast á kafi. Lítill sem enginn gróður. Niðri við ströndina er að vísu orðið autt að mestu, en inni í sveitinni er enn geysimikill snjór, þó senn líði að maílokum. Snjóinn leysir hægt, og gróður er lítill sem enginn, því að kalt hefir verið, svo að gróðurnálin hefir visnað jafnóðum og hún kom upp úr jörðinni. Vorverk eru enn ekki hafin þótt autt sé orðið, því að allt er svo forblautt, að því verður ekki viðkomið enn. Féð rekið út í víkur. Frá Bakkagerði er nú búið að reka geldfé og síðbærar ær út í víkur. Þar er nú byggð fallin niður, en landið nytjað sem af- rétt. Er gróður þar fljótari til. —TÍMINN, 26. maí Fær skemtiferð fii Toronto Miss Luida Hallson, dóttir Mr. og Mrs. Paul Hallson, 714 Ellice Ave. bar sigur úr býtum í samkepni sem fór fram í Can- ada í uppdrætti "display booths" fyrir sýninguna í To- ronto Canadian Internatíonal Trade Fair. Hún fékk að laun- um flugferð á sýninguna auk $50 í verðlaun. Miss Hallson hefir stundað nám í þrjú ár við Manitoba- háskólann, og sérgrein hennar er "Interior design". Séra Óskar Þorláksson hlaut lögmæta kosningu Prestskosningunum í (Jóm- kirkjusöfnuðinum lauk svo, að séra Óskar J. Þorláksson frá Siglufirði hlaut lögmæta kosn- ingu með 2519 atkvæðum, en séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðarstað hlaut 1844 atkvæði. 46 atkvæðaseðlar voru auðir, en sjö ógildir. Alls voru 7441 á kjör- skrá. Tíminn býður séra Óskar vel- kominn í kennimannssess við dómkirkjuna í höfuðstað lands- ins. —TIMINN, 25. maí Erindreki stórstúku íslands Stórstúka íslands hefir valið dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks, N. Dak., til þess að mæta sem fulltrúa sinn á Hástúkuþinginu og hátíðinni í tilefni af aldarafmæli Good Templara Reglunnar, sem hald- in verða í Chicago þ. 13.—15. júní. Verður hann jafnframt einn ræðumanna. Stórstúka Bandaríkjanna stendur að þinghaldirtu og há- tíðahöldunum, en þátt í þeim taka forustu menn og fulltrúar Templara frá mörgum löndum; meðal þeirra æðsti yfirmaður Reglunnar, Ruben Wagnsson hátemplar, landshöfðingi frá Svíþjóð, og alþjóðaritarinn Lar- sen-Ledet ritstjóri, frá Dan- mörku, auk fjölda annarra. Dr. Beck gekk í stúkuna „Framtíðina" í Reykjavík á menntaskólaárum sínum og tók þá þegar mikinn þátt í bindindis starfinu. Síðan hann kom vestur um haf (haustið 1921) hefir hann verið félagi í stúkunni „Heklu" í Winnipeg og er fyrrverandi æðsti templar hennar. Hann hefir flutt fjölda af ræðum um bindindismál, nú síðast aðal- ræðuna á aldarafmælishátíð- inni, sem íslenzku stúkurnar í Winnipeg efndu til fyrir stuttu síðan. Hann tók stórstúkustigið í Reykjavík 1930 og var fulltrúi vestur-íslenzku stúknanna á stórstúkuþinginu á Akureyri 1944. Aukakosningar til sambandsþings Engin smáræðis umsetning Að því, er ráða má af nýjustu skýrslum, nam smásölu-umsetn- ing í Canada á árinu, sem leið nálega 9 biljónum dollara, og varð svo að segja 6 af hundraði hærri en á árinu 1949. Þess er vænst, að í ár verði aukningin enn meiri eins og ráða má af því, að í janúarmánuði hljóp smá- sölu-umsetningin upp á $675,000, 000. Ber þetta órækan vott um hagstætt árferði í landinu. Bjarni Ásgeirsson segir af sér mensku þingi Fer til Oslóar, þar sem hann tekur við sendiherraembætii, seint í júnímánuði Bjarni Ásgeirsson, þing- maður Mýramanna, mun í dag segja af sér þing- mennsku, svo sem ákveðið hafði verið, þar sem hann tekur nú senn við sendi- herraembætti í Osló. Auka- kosningar í Mýrasýslu munu væntanlega fara fram um miðjan júnímánuð. Nú í þessari viku mun Bjarni Ásgeirsson fara upp í Mýrasýslu til þess að kveðja hina mörgu vini sína, samherja og fylgis- menn þar um langt skeið. En eftir tæpan mánuð mun hann fara -tíl Oslóar og taka þar við embætti. Með þessum kaflaskiptum í starfssögu Bjarna Ásgeirssonar á Framsóknarflokkurinn á bak að sjá éinum ástsælasta þing- manni sínum og bændastétt landsins einum þeim manni, sem hefir flestum öðrum frem- ur helgað henni krafta sína við margvísleg trúnaðarstörf. Gísli Sveinsson, sem gegnt hefir sendiherraembætti í Osló síðustu ár, mun taka sér fyrir hendur ferð suður til Rómar, er hann lætur af embætti sínu. —TÍMINN, 29. maí Air í grænum sjó Að því er ráða má af fregnum nú um mánaðamótin, er svo að segja alt í grænum sjó í Indo- China; nálega fimtíu þúsundir kommúnista hófu grimmilega sókn gegn hersveitum Frakka suður af Honoi og veittu þeim þungar búsifjar, sem heldur var ekki mót von, þar sem að lið- styrkur þeirra nam ekki nema liðugum fjórum þúsundum; er mælt að yfirforingi Frakka á þessum vígstöóvum, hafi skorað á frönsku stjórnina að bregðast skjótt við, og senda sér marg- aukinn herafla. Hórmulegt námuslys í kolanámu, sem starfrækt er skamt frá bænum Easington á Englandi, vildi það hörmulega slys til um miðja fyrri viku, að sprenging í kolanámu varð þess valdandi, að 82 námumenn kró- uðust inni og létu allir líf sitt. Sextán -lík hafa fundist, en að hinum er verið að leita nótt sem nýtan dag; menn þessir voru um 900 fet neðan við yfirborð jarðar, er sprengingin átti sér stað; er þetta eitt hið átakan- legasta slys, er skeð hefir á Eng- landi í háa herrans tíð. Þann 25. yfirstandandi mán- aðar fara fram í fjórum kjör- dærnum aukakosningar til sam- bandsþings, en kjöræmin eru þessi: Queens, í Prince Edward Island, South Waterloo, í On- tario, Brondon og Winnipeg South Centre; líklegt þykir að kosningarnar verði sóttar af all- miklu kappi, einkum þó í hin- um tveimur síðarnefndu kjör- dæmum. í Winnipeg South Centre skal kjósa eftirmann Ralphs May- bank, er sat á þingi fyrir kjör- CBW Broadcasting Weather for Lake Wpg. Fishing Fleets Summer fishing is once more in full swing on Lake Winnipeg and, as always, the fresh water fishermen are hoping for exactly the right breaks from the weather to make their jobs easier. With this in mind, the CBC and the Dominion Meteorologic- al Office at Stevenson Airport in Winnipeg have co-operated to arrange special weather reports for Lake Winnipeg fishermen. The Weather Office is providing special marine forecasts cover- ing the Lake Winnipeg area. They will give wind conditions expected, visibility, tempera- tures and, of course, advance notice of any unusual weather coming up for the Lake region. The special forecasts will be broadcast twice daily over CBC station CBW, Monday through Saturday, in the periods 7:00 to 7:10 a.m. CDT (6:00 to 6:10 a.m. CST), and 12:00 noon to 12:15 p.m. 11:00 to 11:15 a.m. CST). On Sundays, there will be one special marine forecast, between 8:45 and 9:00 a.m. CDT (7:45 and 8:00 a.m. CST). The times vary slightly from day to day, with the duration of the fore- casts and of the message broad- casts which precede the noon marine forecast. Fishermen should tune in early to be sure of catching their forecasts. Officials of the Weather Office in Winnipeg have asked the CBC to advise them of any comments or suggestions that might be received from fishermen served by the new marine forecasts. They point out that such com- ments would be very helpful in shaping the format of the fore- casts, since this is a brand new job for the weathermen of the Manitoba region. —From CBC Times. dæmið í nálega sextán ár, en lét af þingmensku í vor. íhalds- menn, C.C.F.-sinnar og Liberal- ar hafa frambjóðendur í kjöri, og er merkisberi hinna síðast- nefndu Norman Wright, skóla- kennari í Winnipeg. Hann er út- skrifaður af háskóla Manitoba- fylkis, 45 ára að aldri, vinsæll maður og velmetinn, er veitt hefir í mörg ár dyggilega frjáls- lyndu stefnunni að málum; hann er álitlegt þingmannsefni, og er þess að vænta, að íslend- ingar í South Centre vinni ó- sleitilega að kosningu hans. I Brandon leiða hesta sína saman garpar miklir, báðir bornir og barnfæddir í þeim bæ, McEwan, fyrrum prófessor í landbúnaðarvísindum v i ð Manitobaháskóla, er býður sig fram af hálfu Liberala, og Mr. Dinsdale, prófessor við Brandon College. Rússinn samur yio sig Dagskrárfundur aðstoðarutan- ríkisráðherra stórveldanna fjög- urra, sem nú hefir staðið yfir í París á fjórtándu viku, hjakkar svo að segja enn alveg í sama farinu, að öðru leyti en því, að nú tjást Rússar þess albúnir, að sækja aðalráðherrafund í Wash- ington ef þeir geti sjálfir sagt fyrir verkum, og látið ræða þau mál ein, er þeir helzt kjósi. Rúss- ar standa ekki að Atlantshafs- bandalaginu, og eiga því engin sérréttindi til umræðu um það mál. ________________ » Frá yígstöðvum Kóreu Naumast verður annað sagt, en þungt sækist róðurinn af hálfu sameinuðu þjóðanna í Kóreu, þó nokkuð ynnist að vísu á í vikunni, sem leið, með því að fylkingar þeirra komust þá á ýmissum stöðum norður fyrir 38. breiddarbaug; en nú hefir, að því er síðast fréttist, viðnám kommúnista færst allmjög í auka og hnekt framgangi hinna sameinuðu herja, einkum á mið- vestur orustustöðvunum. Sendinefnd til Ottawa Bændasamtökin í Sléttufylkj- unum þremur, eru í þann veg- inn að senda nefnd manna á fund sambandsstjórnar í því augnamiði, að knýja fram, ef unt yrði, hækkað verð fyrir þessa árs uppskeru og ennfrem- ur hærri greiðslur vegna hveiti- samninganna margumræddu við Bretand. Hækkun burðar- gjalds mótmælt Foringi íhaldsf lokksins, George Drew, hefir í sambands- þinginu stranglega mótmælt þeirri hækkun á burðargjaldi blaða og tímarita, sem stjórnin hefir á prjónunum og vill fá hrundið í framkvæmd; telur Mr. Drew, að með þessu verði að ástæðulausu þröngvað að fréttaflutningi, sem þegnar lands ins þurfi að eiga sem greiðastan aðgang að, og geti til þess leitt, að útgáfur ýmsra blaða og tíma- rita leggist niður, og sé þá ver farið en heima setið. FRÁ SAMBANDSÞINGI Nú er upplýst, að sambands- þinginu verði frestað fyrir lok þessa mánaðar, en komi saman á ný snemma í október, til að ganga endanlega frá ellistyrks- löggjöfinni nýju; hvort fleiri mál koma þá til umræðu og úr- slita, er enn eigi vitað, þó vel megi vera að til slíks komi. Kantötukór Akureyrar í söngför til Svíþjóðar lCantötukór Akureyrar legg- ur af stað í söngför til Sví- þjóðar á morgun, og mun hann meðal annars syngja á söngmóti í Stokkhólmi 12.—18. júní og síðar víðar í Svíþjóð og í tveimur borg- um í Noregi, Osló og Staf- angri. Heim er kórinn vænt- anlegur 12. júlí. Það var á vegum Landssam- bands blandaðra kóra, sem kan- tötukórinn fer utan, og verða söngstjórar Björgvin Guðmunds son tónskáld og Áskell Jónsson. En formaður kantötukórsins er Jón J. Þorsteinsson. Meðal þeirra borga, sem kór- inn syngur í í Svíþjóð eru Upp- salir, Sigtún og Gautaborg, auk Stokkhólms. Einnig verður far- ið í Dalina og sungið þar. Þetta er þriðja söngförin, sem farin er út fyrir landsteinana á vegum Landssambands bland- aðra kóra. Þessa daga, sem katötukórinn dvelur í Reykjavík mun söngur þeirra verða tekinn á plötur hjá ríkisútvarpinu. —TÍMINN, 29. maí Miklar byggingor r j* • • i aosigi Sambandsstjórn hefir nýlega kunngert, að í þessum mánuði hefjist byggingar við Stevenson- flugvöllinn hér í borginni, er húsað fái yfir 800 flugmenn, auk íbúða fyrir yfirforingja; stjórnin hefir þegar keypt 180 ekrur lands af St. James í þessu augnamiði og til stækkunar flug vellinum; veita fyrirtæki þessi miklum fjölda manna stöðuga atvinnu um langt skeið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.