Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 Á ^SSstf^ Clctt' LTVCTS A Complete Cleaning Instiluiion PHONE 21 374 d tf*?* ^Ul**" A W. Cletttv kau^^j-p. S* A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNl, 1951 NÚMER 24 Hermennirnir fó leyfi til Reykjavíkurferða á hverju kvöldi Að undanförnu hefir herliðs þess, sem komið er til landsins, lítið gætt utan Keflavíkurflug- vallar. Nú virðist eiga að gera á þessu breytingu, því að í gær var send út frá stjórnendum liðssveit- anna tilkynning, þar sem meðal annars segir svo, að hermönnum á Keflavíkurflugveili verði i'rá 4. júní leyft að fara til Reykja- víkur og annarra staða í ná- grenninu og gildi það fyrir menn úr landher, sjóher og flugliði. Megi þeir fara af flugvellinum eftir kl. fimm á virkum dögum og eftir hádegi á laugardögum, sunnudögum og leyfisdögum, en verði að koma heim aftur að kvöldi. Verði sérstakir bílar í förum til Reykjavíkur, og fari þeir frá Reykjavík kl. tíu að kvöldi og megi búast við, að eitt hundrað hermenn komi til Reykjavíkur á hverju kvöldi og um helgar. Þessi breytta skipan hlýtur að hafa í för með sér, að veruleg hætta er á, að svipað ástand skapist í samskiptum hermanna og íslendinga og var á hernáms- árunum. — TIMINN, 2. júní Árni G. Eggertson. K.C. Endurkosinn í f ram kvæmdarsrjórn Á nýlega afstöðnum ársfundi Eimskipafélags íslands í Reykja- vík, var Arni G. Eggertson, K.C., endurkosinn í framkvæmdar- stjórnina með miklu afli at- kvæða. Ásmundur P. Jóhanns- son á eftir annað ár í stjórninni. I símskeyti til Mr. Eggertson, er þess ennfremur getið, að á- kveðið haí'i verið að greiða hlut- höfum 4% í arð fyrir síðastliðið starfsár. Mikil og góð tíðindi af kenslustólsmálinu Ungur maður klífur upp Þórðarhöfða í Skagafirði Frá fréltaritara Mbl. á Hofsós Fyrir nokkrum dögum vann tvítugur maður, Valgarð Björnsson, frá Bæ það afrek, sem sennilega er einstætt, að hann kleif Þórðarhöfða í Skagafirði. Kleif hann bjargið, sem er 30—40 metra hátt og næstum lóðrétt á þeim stað í því, sem kallaðar eru Mávatorfur. Er þar mikið fugls- setur, fíll, en egg hafa ekki verið tekin þar sökum torfærar, þótt oft hafi verið rætt um þá búbót, sem af eggjatekju mætti hafa þarna. Ónumið land og gæfur fugl. Valgarð lagði í bjargið og hafði meðferðis mjóan kaðal. — Gekk hægt að komast upp bjargið og oft virtist, sem það væri ófært með öilu, en upp undir bjarg- brún komst hann og varð þá fastur um tíma, en komst að lok- um upp á bjargið sjálft. Þarna uppi var ónumið land með öllu og mátti stjaka við fílnum, svo gæfur var hann, en lýsispýjurnar er hann spjó, voru allt annað en geðslegar. Sinu- flóki er þarna uppi svo mikill, að hann nær manni í mitt læri. Greið leið var niður að fara, þar sem nú var kaðall festur á bjargbrún. Um Þórðarhöfða. Þórðarhöfði á Skagafirði er á- reiðanlega ein mesta prýði hér- aðsins. Hann er 202 m. að hæð, standberg í sjó fram og líkist til að sjá, að þar sé myndarlegt skip á ferðinni. Við höfðann eru bundnar margar þjóðsögur og eiga þar að vera kirkja, sölubúð o. fl. s.b.r. gamlar huldufólkssagnir. Hæsti tindur Þórðarhöfða heitir Her- konnklettur. — Þar eru einnig Skessuspor eftir tröllkonu þá, er gekk af Skaga á Drangey, en náði aðeins með tærnar í Þórð- arhöfða, því þar reyndist hún full klofstutt. Bergmyndin er ttijög einkennileg í höfðanum, enda er hann talinn gamalt eld- fjall. — í Búðarbrekkum, sem eru sunnan í höfðanum er fjöl- breyttur jurtagróður. Þar vaxa vilt jarðarber og hrútaber — og Þar angar af blómailm þegar heitt er í veðri. —Mbl. 3. júní Ljóðlínur Ef ég get unað við ljóð og lag þó lífið sé rakt af tárum. Ég skipti fús fyrir daginn í dag við dauðann á þúsund árum. P. G. Algervi sér enginn gaf. — Erfð og venju háður breiðum toga ættar af ertu grannar þráður. P. G. Að því er forstjórum járn- brautarfélaganna í Canada seg- ist, eru uppskeruhorfur yfir höfuð hinar ákjósanlegustu, því nú er nægur raki í jörð. Eins og nú hefir fyrir alllöngu verið upplýst, tekur hinn vænt- anlegi kenslustóll í íslenzkri tungu og bókmentum við Mani- tobaháskólann til starfa í haust, og rætist þá með því hinn mikli menningardraumur íslendinga vestan hafs, sem þeir áratugum saman hafa alið í «brjósti; með stofnun kenslustólsins skal ís- lenzkri menningu reist það varn- arvirki í vestri, er standa megi af sér hafrót allra alda; mun þá list þeirra Egils og Snorra, eigi aðeins ná til þeirra einna, sem rót sína eiga að rekja til ís- lenzkra ætta, heldur til fjölda manna og kvenna af öðrum þjóð- ernislegum uppruna, er gerast munu boðberar íslenzkrar menn- ingar vítt um jarðir og stækka með því landnám hins íslenzka kynstofns, og verður þá glæsi- legum áfanga náð. Frá því hefir oftar en einu sinni verið skýrt, að til þess að tryggja framtíð kenslustólsins fjárhagslega, nægi eigi minni fjárhæð en $200.000. Mikið fé í þessu augnamiði er þegar komið í vörzlu háskólans, þó enn sé samstiltra átaka þörf unz því marki verði náð, sem eigi. þarf að efa að lánist, því svo er nú orðið bjart umhorfs á þessum vettvangi vegna síaukins áhuga af hálfu almennings; þessu til sönnunar nægir að vitna í það, að nú hefir fólk vort í ýmsum, íslenzkum bygðarlögum, tekið sér fyir hendur að safna heima 1000 lesrir á viku úr fjórum rogurum Togarar Reykjavíkurbæjar hafa aflað sæmilega að undan- förnu, og lögðu fjórir þeirra upp þúsund lestir af fiski og fiskaf- urðum í síðustu viku. Skúli Magnússon kom með 121 lest í bræðslu og 78 lestir af saltfiski, Hallveig Fróðadóttir 65 lestir í bræðslu og 172 lestir í íshús og herzlu, Jón Þorláksson með 209 lestir í bræðslu og 171 lest í íshús og herzlu og Þor- steinn Ingólfsson með 52 lestir í bræðslu, 17 lestir í íshús og 121 lest saltfisk, og auk þess tíu lest- ir af fiskimjöli. Ingólfur Arnarson er að veið- um við Bjarnarey. Fór hann þangað 17. maí og hefir aflað sæmilega, eins og Tíminn hefir áður skýrt frá. —TÍMINN, 2. júní fyrir $1000,00 fjárhæð í nafni hvers bygðarlags um sig, og verður þess eigi langt að bíða, að hvert einasta og eitt bygðar- lag íslendinga á þessu megin- landi, hefjist handa í sömu átt; ¦er þetta þegar orðið fram- kvæmdarnefnd og öðrum unn- endum kenslustólshugsjónarinn- ar, óumræðilegt fagnaðarefni. Þegar íslendingar í heild taka höndum saman um fjársöfnun- ina, er óþarft að efast um ár- angur. Framkvæmdarnefndinni e r ant um að það skiljist, að hún er ávalt reiðubúin, að láta bygðar- lögunum í té alla þá aðstoð, er hún ræður yfir, svo sem með heimsóknum til þeirra og upp- lýsingum í vikublöðunum. Mál þetta verður frekar rætt í næstu viku. Séra Egill H. Fáfnis Forseti lúrerska kirkjufélagsins Hið næsta ársþing lúterska kirkjufélagsins verður sett að Lundar þann 21. þ. m., og stýrir því forsetinn, séra Egill H. Fáfnis frá Mountain, N. Dak. Prédikar í Winnipeg Dr. Franklin Clark Fry Dr. Franklin Clark Fry, hinn mikilhæfi og víðkunni forseti Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Norður Ameríku (ULCA) pré- dikar við árdegis guðs- þjónustu í Fyrstu lút- ersku kirkju á sunnu- daginn 24. júní. Hann heimsækir kirkjuþing- ið að Lundar, og flyt- ur einnig erindi þar að kvöldi sama dags. Dr. Fry er einn af glæsilegustu kirkju- höfðingjum samtíðar- innar, hæfileikamaður mikill, og f r á b æ í mælskugarpur. Hann ber fleiri t i 11 a og doktorsgráður en hægt er að telja í stuttu máli, enda er hann viðurkendur m e ð a 1 Fulltrúi frá íslandi við hátíða- höld Templara í Chicago fremstu leiðtoga í heimi mótmælenda. S.'l. janúar fór hann flug- leiðis umhverfis jörðina til að kynna sér ástæður flóttafólks í ýmsum löndum, og flutti Truman forseta persónulega frásögn um þá ferð. Hann er ákveðinn samvinnumaður á sviði kirkju- mála. Það er hressandi að hlusta á slíkan mann. Nýkomið bréf frá séra Kristni Stefánssyni, Stórtemplar Good Templara Reglunnar á Islandi, færði mér þá góðu frétt, að full- trúi heiman af Islandi mæti, á- samt mér, fyrir hönd Stórstúk- unnar á Hástúkuþinginu og ald- arafmæli Reglunnar í Chicago 13.—15. júní. Má þetta vera fagnaðarefni íslenzkum Templ- urum og öðrum bindindisvinum beggja megin hafsins. Fulltrúinn heiman um haf verður Indriði Indriðason rit- höfundur (sonur Indriða skálds Þorkelssonar frá Fjalli), greind- ur og gegn maður, eins og hann á kyn til, sem látið hefir sig mik- ið skipta bindindismál, og gegnir nú embætti stórfræðslustjóra í Stórstúkunni. Er það sérstak- lega ánægjulegt, að embættis- maður Stórstúku íslands tekur þátt í þessu Hástúkuþingi og hinum söguríku hátíðahöldum í tilefni af aldarafmæli Reglunn- ar. Eigi er greinarhöfundi kunn- ugt hversu lengi Indriði dvelur vestan hafs né heldur hvernig hann hagar ferðum sínum, en vonandi gefst honum þó tæki- færi til að heimsækja eitthvað af byggðum landa sinna hérna megin hafsins. í þessu sambandi fer vel á því að víkja að nokkrum meginat- riðum í sögu Good Templara Reglunnar á Islandi. Hún er nú 67 ára gömul. Undirstúkur eru nú 45 með 5055 félögum, barna- stúkur 61 með 6199 félögum; samtals eru því Templarar á ís- landi 11,254, og er Stórstúka Is- lands langsamlega fjölmennasta stórstúka í heimi — hlutfalls- lega — og hefir svo verið lengi. Good Templara Reglan á Islandi hefir unnið margþætt menning- arstarf og mannúðar frá upphafi, og ávalt staðið í nánu sambandi við lífsstraum þjóðarinnar. Hún er aðal-bindindisfélagsskapurinn í landinu, og má óhætt telja, að hún njóti trausts og álits þings og þjóðar, enda hafa margir af ágætustu mönnum og konum þjóðarinnar skipað sér í sveit með Templurum. Reglan hefir verið áhrifamikill skóli í félags- legu uppeldi og hefir með mörg- um hætti komið við menningar- og framfarasögu þjóðarinnar. RICHARD BECK Víða mikið kal í rúnum á Suðurlandi Tún í Árnessýslu eru víða skammkalin eftir næturfrostin, sem komu ofan á sólbráðina á daginn, fyrst í vor. Eru í túnun- um víða stórar, hvítar skellur, sem ekki kemur strá upp úr, og munu ekki gróa að neinu gagni í sumar. Yfirleitt lítur illa út með sprettu á túnunum. Þau eru ekki nema aðeins vel græn, þar sem þau eru þó ókalin, og miðar gras vexti ákaflega seint. Er hvort tveggja, að sólarlaust hefir ver- ið í vor, og úrkoma mjög lítil, enda þótt suðlæg átt hafi verið um langt skeið. Jörðin er einnig mjög köld enn, því að klaki er ekki farinn úr. Fyrir einni viku var sums staðar ekki nema skóflustunga niður á klakann, og síðan önnur skóflustunga niður í þíða jörð. Klakalagið er auðvitað mismun- andi eftir aðstæðum, en yfirleitt verður enn nokkuð, þar til klak- inn er horfinn, svo að jarðveg- urinn mun seint hlýna í sumar og spretta sennilega verða treg fram eftir. Útjörð lítur til muna betur út en túnin, og er þar kominn nokk- ur gróður. Byrjað er að láta út kýr, og mun það að vísu vera í seinna lagi. —TÍMINN, 3. júní Gullfossi hefir gengið alt að óskum í Afríkuferðum — segir Pétur Björnsson, skipstjóri. „Gullfossi hefir gengið allt að óskum og jafnvel betur en búist var við í upphafi", sagði Pétur Björnsson, skip- stjóri, í símtali við Morgun- blaðið í gærdag, en þá var skipið statt um 90 sjömílur suðaustur af Dyrhólaey á leið til landsins í sinni fyrstu fyrstu ferð frá Kaupmanna- höfn á þessu sumri. — Gert er ráð fyrir að Gullfoss legg- ist að hafnargarðinum hér í Reykjavík kl. 9. f. h. í dag. Gotl heilsufar áhafnar og veðursæld. Gullfoss fór héðan í fyrra- haust í byrjun októbermánaðar og hefir því haft um 8 mánaða útivist frá landinu. Tók franskt skipafélag skipið á leigu til að hafa það í förum milli Bordeaux í Frakklandi og Casablanca í Afríku. Tókust þær ferðir ágæt- lega. Voru leigjendur og farþeg- „Ættland og erfðir" Fornöld lýsir list sem skín ljóð að fýsa' og yngja: Beck ný rís með boðorð sín, Brandes íslendinga. Ljóða hálust leyni rök, lýsir báli hlýju: Skálda' í mál, með skilnings tök, skapar sál, að nýju! Pálmi Þátíð, samtíð og framtíð (Þýtt úr ensku). „Hið eina líf, sem lifum við, er samtíð: Við lifum hvorki þátíð eða framtíð" Svo spekingslega mælti fíflið forðum. Við finnum enga speki í slíkum orðum. Það augnablik, sem er að hverfa, líða, fær ekki nokkra stund að dvelja, bíða, er búið við sinn dauðadóm að glíma, er dáið — breytt í okkar liðna tíma. ar hinir ánægðustu með skipið og þótt þeir hefðu áður haft stærra skip á þessari leið, töldu þeir Gullfoss hið bezta búinn og þægilegasta farþegaskip. Sagði Pétur skipstjóri að sam- vinna hefði verið hin bezta milli Frakka og áhafnar Gullfoss. — Frakkar hefðu verið kurteisir í bezta lagi og auðvelt að gera þeim til hæfis. Þá sagði skipstjóri, að Gull- foss hefði jafnan verið heppinn með veður og heilsufar skips- hafnarinnar hið bezta. —Mbl. 3. júní Úrskrifast með heiðri Þann 5. júní lauk Margaret Beck Hvidston, dóttir þeirra Dr. Richards og Berthu Beck í Grand Forks, N. Dakota, „Bachelor of Arts" prófi á ríkisháskólanum í Norður Dakota (University of North Dakota) með háum heiðri (magna cum laude). Nokkru áður hafði hún verið kosin fé- lagi í „Phi Beta Kappa", en sá heiður hlotnast þeim háskóla- stúdentum einum, sem fram úr skara í námi. Aðalnámsgrein hennar voru enskar bókmenntir, en jafnframt lagði hún stund á Norðurlandamál og bókmenntir og listfræði. Samtímis lauk maður hennar, Paul Hvidston, fullnaðarprófi í altnennri verkfræði („Bachelor of Science in Civil Engineering") með góðri einkunn; hefir hann þegar fengið ágæta stöðu hjá vegamáladeild Californíuríkis. Ungu hjónin lögðu af stað til Vesturstrandarinnar þ. 10. júní, og verður heimili þeirra í Los Angeles. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi kvæða. Kommúnislar sættu hinum verstu hrakförum við nýafstaðn- ar bæjarstjórnarkosningar í Florence á ítalíu, fengu aðeins einn sjötta hluta greiddra at-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.