Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ, 1951 5 tJ AHUGA/HAL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HLÝTUR VERÐLAUN HELGA MILLER Nýlega hlaut listmálarinn, Helga Miller námsverðlaun í málaralist frá Alberta-háskólan- um fyrir málverk, sem hún gerði af Holy Trinity kirkjunni að innan; þessi verðlaun er styrkur til náms við Banff School of Arts. Málverk þessarar listakonu vekja nú sívaxandi athygli. Helga Miller er dóttir séra Guðmundar heitins Árnasonar og konu hans Sigríðar Sæmund- sen. Frú Sigríður er einnig frá- bærlega listræn og hefir málað niargar myndir, sérstaklega á yngri árum. Helga Miller er út- skrifuð úr Manitoba-háskóla og Winnipeg School of Arts. Hún or gift Thomas MacLean Miller og þau eiga fjóra syni. ----☆---- HALLVEIGARSTAÐIR Fyrir ári síðan var minst lítil- le§a, í þessum dálkum, á áhuga- ttiál, sem konur á íslandi hafa yerið að berjast fyrir í allmörg ar> en það er, að reisa kvenna- heimili í Reykjavík, er bera skuli nafn fyrstu húsfreyju tandsins, Hallveigar Fróðadótt- Ur, konu Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. í síðasta hefti af „HLÍN“ hefir frú Laufey Vilhjálmsdóttir, ekkja Dr. Guðmundar Finn- bogasonar, ritað grein um þetta fyrirhugaða kvennaheimili, en kún mun vera formaður fram- kvæmdarnefndarinnar, sem hef- lr þetta mál með höndum. Hún skýrir þannig hlutverk þessarar stofnunar: ,,Ef mig minnir rétt var J: Htstjóri „HLÍNAR“, Halldí Ejarnadóttir, er var ein af þe fyrstu, sem fæðri forgönguk< um þessa byggingarmáls dáli fjarupphæð í byggingarsjóð. Letta var nokkru fyrir árið 19 en það ár, í júlímánuði, sen konur út um sveitir lands áv£ ttna hlutafjársöfnun til byggii ar kvennaheimilis, er síðar hh ttafnið Hallveigarstaðir. í umburðarbréfi þessu ^ fekið fram, að stofnun þessi e að verða „miðstöð, þar sem al isndsins konur, er til Reyk víkur koma, gætu átt aðgang að rneira eða minna leyti“. Þar g*tu þær dvalið um skemri e engri tíma, fengið upplýsinj; Urn nám, atvinnu o. s. frv. ’Æ’ar mundi verða Lestrarfé] venna Reykjavíjtur og létl a gangur að góðum bókum óðum í hlýjum og vistlegi estrarsal, þar sem þær einj gætu skrifað bréf sín í næði. arna verða og góð og visti gistiherbergi allan ársins hri og námsmeyjar geta vetrarlangt fengið herbergi gegn sanngjörnu verði. — Samfara rekstri þessa heimilis verður hússtjórnar- kensla og þá jafnframt mat- og kaffisala“. — í ávörpum, er síð- ar voru send út meðal þjóðar- innar, var og tekið fram, að Hall- veigarstaðir yrði miðdepill félags starfsemi íslenzkra kvenna, sam- bandsfundir og þing yrðu hald- in þar og ýmiskonar fyrirlestra- og fræðslustarfsemi yrði rekin þarna. Þá fengi og heimilisiðn- aður landsins þar athvarf með leiðbeiningarstöð og verzlun með allskonar heimilisiðju, samhliða útvegun á efni og áhöldum til þessa þarfa iðnaðar“. Konur væntu þess að geta komið upp húsinu 1930 og hitt- ast þar á þúsund ára hátíð Al- þingis, en það gat ekki orðið. Svo kom kreppan og byggingar- efni fékkst ekki, og ekki lán, en byggingarsjóður enn ekki nógu stór. Loks var málið tekið upp að nýju 1945 og fjársöfnun hald- ið áfram og nú er sjóðurinn orð- in rúm hálf önnur miljón kr. Þá hefir byggingarnefnd átt í baráttu við að útvegá heppi- legt hússtæði, en nú hefir bæjar- stjórn Reykjavíkur veitt leyfi til þess að Hallveigarstaðir verði reistir við suðurenda Tjarnar- innar, þar sem frystihúsið „ís- land“ stóð og er það hússtæði hið fegursta. — „Tjarnirnar tvær, sú nyrðri og syðri, blasa við á þrjá vegu og á tanganum austanvert er brú, er tengir sam- an austur- og vesturbæ. — Há- skólahverfið er þarna á næstu grösum, sömuleiðis Þjóðmenja- safnsbyggingin o. fl. stórhýsi“. Nú eru það aðallega fjárhags- vandræði landsins og skortur á útlendum gjaldeyri, er dregur úr framkvæmdum, en sennilega fer bráðlega að rætast úr því. Ekki finst mér það ólíklegt, að þjóðsystrum okkar á Islahdi þætti það vottur um ræktarsemi og hlýhug af okkar hálfu, ef ís- lenzkar kopur hér vestra veittu þeim nokkurn styrk til þess að reisa þetta kvennaheimili, sem á að bera nafn sameiginlegrar formóður okkar allra, Hallveig- ar Fróðadóttur. Þeim myndi þykja sér sæmd gerð, ef við tækjum einhvern þátt í þessu áhugamáli þeirra. Þegar frú Marja Björnson dvaldi á íslandi á síðastliðnu sumri, kyntist hún mörgum þeirra kvenna, er fyrir þessu máli hafa barist, og hún fékk sjálf áhuga fyrir því. Nú hefir hún ákveðið að ferðast um Sunrise Lutheran Camp Sumarbúðir æskulýðsins Eftir S. O. BJERRING Stofnun þessi, sem er áhugamál og óskabarn Banda- lags Lúterskra Kvenna, hefir samið skrá sína yfir komandi sumarstarf, sem hefst 19. júní og heldur áfram til 26. ágúst. Þetta verður sjötta starfræksluárið í sumarbúðunum, sem eru eign Bandalagsins. Byggingar allar eru í bezta ástandi og einn nýr íbúðar- skáli er í smíðum til að mæta auknum þörfum og aðsókn að þessum stað, sem nýtur vaxandi vinsælda með ári hverju. Landrýmið er þar nægilegt, ströndin með trjám og ágætri sandfjöru, vatnsbotninn góður og hættulaus til sunds, og víðátta Winnipegvatns kallar ætíð að með sínum aðlaðandi áhrifum. Raddir náttúrunnar líða ljúft um frjálsan geim og bíður þess að samstemma sig gleðiröddum æskunnar. Þá er ekki síður að minnast viðtökum í borðstofunni, sem bíða þeirra, sem lán og gæfa leiðir að þessum stöðvum, því þar ræður ríkjum greiðvikni, meðfædd nákvæmni og skilningur á því sem æskunni er bezt til þrifa og þroska, og þessu til sönnunar skal nefna það að skrá var haldin yfir eitt tímabilið í fyrra sumar, þar sem drengir 11—14 ára voru innritaðir. Kom þar í ljós, að þeir höfðu þyngst, að meðaltali, um 3 pund eða frá 2 til 8 punda á þeim 16 dög- um, sem þeir höfðu dvalið þar. Munu þetta vera hin ábyggi- legustu meðmæli til handa þeim, sem hafa það með hönd- um að líta eftir líkamlegri vélferð og aðhlynningu gisti- barna Bandalagsins. Mun foreldrum óhætt að fela umsjón þess vellíðan barna sinna. Eins hressandi og hin áþreifanlegu gæði eiga að sér að vera, eru þau ekki í sjálfu sér alls fullnægjandi og mun meginþáttur stofnskrár þessara búða vera sá að hlúa að áframhaldandi þroska hins kristilega og mannúðarlega, sem kann að hafa eignast ofur litlar rætur í meðvitund æskunnar, en sem á eftir að vaxa og þroskast. Að þessu markmiði er aðallega stefnt, og til leiðsagnar 1 þessum efn- um heíir forstöðunefnd Bandalagsins beitt sínum beztu kröftum. Við það verk hafa góðfúslega gefið sig fram kenni- menn úr hópi presta hins Ev. Lúterska Kirkjufélags, sem hafa skift með sér verkum samkvæmt niður-röðun aldurs- flokka. Auk þes^ hefir Bándalagið fengið að njóta starfs- krafta hins ágæta félagsskapar meðbræðra okkar, The Unitéd Lutheran Chuch in America. Hefir úr þeirri átt veizt hin ágætasta hjálp mikilsmetinna leiðtoga æsku- lýðsins. Margir, sem heimsótt hafa stöðvarnar, hafa haft orð á því, hvað umhverfið alt væri þrifalegt og huggulegt á að líta — og svo er það. Flöturinn er um 400 fet á breidd, frá norðri til suðurs og liggur austur frá þjóðveginum rúm 1200 fet ofan að vatni. Byggingarnar, sem nú eru 8 að tölu, eru allar hvít- málaðar með rauðu þaki og eru niður settar um miðja vegu. frá farveginum að vatninu, svo ekkert ónæði, frá umferð, sem oft er mikil, á brautinni, geti orðið til truflunar í búð- unum, hvort sem um leik eða samkomuhald væri að ræða. Að kvöldi er flöturinn ásamt byggingunum upplýstur rafmagni og öllu hefir verið hagað til í augnamiði þæginda og hentugleika. Flæðisbrunnur með svalandi drykkjar- vatni er innan húss, út af eldhúsinu og pípur frá honum liggja utan veggjar. Að vottur sé um smekkvísi og nákvæmt eftirlit í búð- unum var látið í ljós af sendimönnum stofnunarinnar í Winnipeg fyrir hina blindu, sem voru að leita fyrir sér eftir gisti-plássi fyrir fólk þeirrar stofnunar. Urðu þessir sendiboðar svo hrifnir af staðnum, að þeir lýstu því yfir, að hann væri í alla staði hinn ákjósanlegasti, og hafa þeir leigt hann fyrir 60 gesti í 10 daga, frá 26. júní til 5. júlí. Með sanni má segja, að frískt og holt andrúmsloft hylli þetta umhverfi, sem hrífur og hressir einnig þá sem alvarleg ábyrgð hvílir á, því hjá ábyrgð verður ekki komist. Athafnaskráin verður að vera reglubundin og breytileg. Innifelur hún þrifnaðarreglur og hússkyldur með afmerktum tíma til leikja. Þar verða að vera kenslustundir biblíu-efnis; sundtími með tilsögn; hvíldarstund; æfingar (rehearsals) í söng, framsögn, hljóðfæraspili og ýmislegu til undirbúnings lokasamkomu hvers tímabils áður en lagt er á stað til heimferðar. Hafa þessar skemtistundir reynst ánægjulegar og enda vel sóttar af foreldrum og aðstand- endum ásamt öðrum vinum barnanna, sem í hlut eiga, og eru allir boðnir og velkomnir á þessar gleðistundir. Næmleiki fyrir hinu lotningarfulla í stefnu Bandalags- ins, sem búðunum stjórnar, kemur í ljós í starfsskrá þeirra og ekki síður í áhugasömum og ljúfum athöfnum þeirra á staðnum. Hugsjónir þessara kvenna spegla sig fagurlega í eftirminnilegri athöfn, sem fer fram að afstaðinni fyr- nefndri samkomu. Gistihópur unglinganna gengur þá út að varða landnemanna (The Cairn) og myndar hring um- hverfis hann. Hver unglingur hefir stein í hendi, sem hann hefir áður valið sér niður við vatnið, áletraðan með nafni sínu og ártali. Um leið og unglingurinn leggur stein sinn í vörðuna gjörir hann heit um það, að verja lífi sínu í þjónustu hins helga og háa. Það traust hlýtur að ríkja, að þessi minnisvarða heit geymi í sér lán og gæfu allra þeirra sem heitið hafa unnið, og að frá því komi leiðtogar æskulýðsins. Þessum orðum og sundurlausum þönkum er ætlað að lýsa sumarbúðum æskulýðsins, umhverfi, andrúmslofti, við- tökum, stefnu og starfrækslu þeirra. Ekki virðist nauðsyn- legt að orðlengja efnið frekar, en sá sem þetta ritar veit til þess, að þeir sem að einhverju leyti eru sinnandi þessu starfi eru þess meðvitandi að um ýmislegt er ábótavant, sem tíminn einn nægir að færa í betra horf. Þeim fer fjölgandi sem kynna sér þennan stað, sem er svo þægilega í sveit settur við þjóðveginn að Husavick, skamt fyrir sunnan Gimli, og er eitt augnamið þessarar nokkrar byggðir íslendinga og segja frá ferðum sínum á Is- landi og sýna þaðan myndir og ýmsa listmuni. I lið með sér hefir hún fengið mann sinn, Dr. S. E. Björnsson og Ólaf Hallson, kaupmann frá Eriksdale. Þessir þrír ferðafélagar dvöldu svo mánuðum skipti á íslandi og hafa frá. mörgu fróðlegu að segja og kunna að gera það á skemtilegan hátt. Allur arður af samkomum þeirra mun renna í byggingarsjóð Hallveigarstaða. Væntanlega fjölmennir fólk á samkomurnar, því hér er ekki einungis um ágæta skemtun að ræða heldur og tækifæri til að sýna frændum okkar á íslandi hlýhug og vináttubragð. Sam- komurnar eru auglýstar á öðrum stað í blaðinu. greinar að skora á fleiri, sem ekki hafa enn kynst þessari stofnun eða fært sér í nyt þau hlunnindi og tækifæri, sem þar standa til boða, að líta inn fyrir girðingarnar, stanza um stund og kynnast . Þar gæti orðið um hjálpsemi og gróða á báðar síður að ræðg. Mikið hefir áunnist á tiltölulega stuttum tíma, en þrátt fyrir það, liggur meira verkefni framundan, t. d. 1 fyrsta lagi á sviði kunnáttunnar á stjórn þesskonar fyrirtækja, sem í fullkomnum stíl er sérfræðings grein, bezt komin, eigi síður, í skjóli kirkju og kristni. Tíminn einn leiðir fram á sviðið það starfsfólk, sem valið hefir sér þá köllun að líta til með æskunni og sem auk hæfileika til þess starfs hefir aflað sér nauðsynlegrar fræðslu. I öðru lagi liggur mikið verkefni fyrir hendi að endur- bæta eignarsvæðið, sem aðeins vinst með margendurnýjuð- um tilraunum og atorku ásamt stuðningi og gjöfum vel- unnenda fyrirtækisins. En vel mætti Bandalag Lúterskra Kvenna, þrátt fyrir það, hve margt mætti tilgreina af fyrirliggjandi starfi eða óuppfyltum vonum, taka undir með fornri yfirlýsing og mæla: „Hingað til hefir Drottinn leitt oss“, og í þeirri trú fela blessunarríkan árangur starfsins forsjón og framtíð á hendur. Þess skal geta, að Bandalagið velur sér til aðstoðar (frá skilið fnamkvæmdarnefnd þess) Sulltrúanefnd (Camp Trustee Board) og eru í þessari nefnd 10 konur og 6 karl- menn. Er nefndinni svo skift í þrjár deildir — „Educational“, „Recreational“ og „Financial“ og annast hver deild sitt sérstaka hlutverk. Aðal ábyrgðin, að skipulag haldist á öllu umsvifi búð- anna hvílir í höndum þess, sem umsjónarstöðu skipar, og veitist stofnuninni það lán að eiga þar valinkunnan og hæfan leiðtoga, Mrs. S. (Ingibjörgu) Ólafsson, sem hefir tekið forstöðuskyldu að sér aftur í ár og er það sönnun þess, eins og áður, að ált sem búðunum er varðandi, er í góðum höndum. Þess mætti minnast, að stofnun þessi er sýnilegur trúar- vottur íslenzks kirkjulýðs, hvarvetna hér um bygðir, og hver bygging, hver einasti hlutur, nothæfur eða til prýðis, utan húss eða innan, er verklegt trúartákn þeirrar sann- færingar, að það, sem gjört er fyrir æskuna, í nafni Drott- ins muni á sínum tíma bera margfaldan ávöxt. Eins og ég hefi þegar getið, er prentuð starfsskrá nú til reiðu og mun sendast hverjum, sem æskir eintaks sér til leiðbeiningar. Umsóknir sendist til Mrs. S. Ólafsson, Box 701, Selkirk, Man. SAMEININGIN CHARLES CCF BIESICK candidate for Winnipeg S. Centre. Charles Biesick has lived and worked in both country and city. He was born on a farm in 1903 and had both academic and business training. He is a skilled tradesman, but is also familiar with clerical work. He is employed in the motive power de- partment of the C.N.R. Transcona Shops, and for the last five years has been editor of the Manitoba Commonwealth. He served overseas in the war, and was CCF candidate in the armed services elec- tion of 1945. He was stationed in England when the election was held. He is fighting the election n Winnipeg South Centre as the choice of the CCF Party. He contends that there was no needs to allow prices to climb so high. Prices were controlled during the war, they went up only five points in five years. But when the Liberals removed price controls, to satisfy the demands of Big Business, prices went up ten times as high. Charles Biesick d e m a n d s that this LIBERAL - MADE inflation should be stopped. That prices should be rolled back. The election of one CCF candidate will do more to make the Liberals “sit up and take notice’’ of the people’s welfare, than would the election of half a dozen new Liberals. On the 25th of June vote for and ELECT CHARLES BIESICK PRRn IINE SERVICC! rið fóyrt. • • . • +>U bæði þér og töl veita íleirl furáðinn. Stutt tbl nota sg*■ scro t>vi £&«>•«'*** ,AÐ ER MUOLVÆCT ■ ■ ■ , x : símaskranm- 5fiimaréttanume gagna o« ^ tl"! forðatt M

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.