Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 6
I 6 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL,. þýddA „Ég skal segja þér það“, sagði Eugénie og brosti, „hann þurfti að fá peningalán, vesalings maðurinn, og ég gat því sett honum skilyrði, sem komu í stað vaxta. En mér tókst líka að sannfæra hann um, að það væri í hans eigin hag, með því að sýna honum fram á, að ef sonur hans væri laglegur, þá gæti hann sjálfur með okkar aðstoð náð sér í hagkvæmt gjaforð, og ef það tækist, og ef faðir hans breytti vel við hann nú, að þá mundi hann láta föður sinn njóta góðs af hlunnindum þeim, sem að gjaf- orðið veitti“. „Ó! þú ert ágætur diplomat, Eugénie, og þú hefir fólk í handi þér með einlægni þinni og góðvild. Þey, hér kemur greifinn!" „Skemtilegur dansleikur“, sagði Monsieur de Vandemont og gekk til húsráðandans. „Heyrðu, er unga stúlkan í rauða kjólnum auðug? Hún er lagleg — er hún ekki? Þú tekur eftir að hún horfir á mig — ég meina á okkur!“ „Góði frændi, hvaða vegsemd þú vottar hjónabandinu! Þú hefir átt tvær konur, og þú ert alltaf á hnotskóg eftir þeirri þriðju!“ „Hvað viltu að ég gjöri? Við getum ekki spyrnt á móti hinu töfrandi augnaráði kven- fólksins. Á meðal annara orða — hvaða eignir á hún?“ „Ekki einn eyri, og þar ofan á er hún trú- lofuð“. „Ójá, þegar að ég athuga hana betur, þá er hún ekkert lagleg — aldeilis ekki. Mér hefir missést, ég meinti ekki hana, ég meinti stúlk- una í bláa kjólnum“. „Verra og verra — hún er gift. Á ég að gjöra ykkur kunnug?“ „Ó, Morsieur de Vandemont“, sagði Madame d’ Anville; „hefurðu fundið aðra giftinga- skrifstofu?“ Hertoginn lét sem hann heyrði ekki þetta. En sneri sér að Eugénie, tók hana til hliðar og sagði í málróm, sem hann reyndi að gjöra eins raunalegan og hann gat: >rÞú veist, góða frænka, að ég þér til þægðar lofaðist til að senda eftir syni mínum, þó að eins og að ég hefi alltaf sagt, að það væri meira en lítið óskemtilegt fyrir mann eins og mig á bezta aldri að hala á eftir mér stærðar dreng, nítján eða tuttugu ára gamlan. Það yrði ekki langt þangað til að fólkið færi að segja, gamli Vandemont og ungi Vandemont. En þrátt fyrir það, þá er föður- tryggðin aldrei eggjuð til ónýtis (hann bar vasaklút sinn upp að augum sér og þagði svo litla stund). Ég sendi eftir honum — ég jafnvel fór til gömlu vinkonu þinnar, Madame Dufour, til þess að tryggja honum húsnæði, og nú í dag — hugsaðu þér sorg mína — fékk ég bréf með svörtu innsigli. Sonur minn er dáinn! Úr ákafri hitaveiki. — Það er hörmulegt!“ „Hörmulegt! Dáinn! Hann sonur þinn, sem að þú hefir naumast séð síðan að hann var barn!“ „Já, það dregur mikið úr sorginni. Og nú sérð þú, að ég verð að gifta mig. Ef að drengur- inn hefði verið laglegur, eins og ég, þá hefði hann, eins og að þú bentir á, máske getað náð í gott kvonfang, og getað miðlað mér vissri upphæð, eða þá að við hefðum öll getað búið saman“. „Sonur þinn er nýlátinn, og þú kemur á dansleik!“ „Ég er heimspekingur“, sagði hertoginn og yppti öxlum. „Og eins og þú segir þá sá ég hann ekki. Það sparar mér sjö hundruð franka á ári. Segðu ekkert um þetta. Ég held dauðs- falli hans leyndu — vesalings drengurinn! Ég bið þig um að vera varkára. Það er sumt fólk svo illa innrætt, að halda, að það sé undarlegt að ég skuli ekki loka mig inni. Ég get beðið þangað til fólkinu fækkar í París. Það væri bágt að tapa nokkru tækifæri, því nú, eins og að þú sérð. verð ég að gifía mig!" Og heim- spekingurinn labbaði hægt í burtu. XII. Kapíluli Það var komið fram að dagrenning. Veizlu- fólkið var nýfarið, hjólagnýr síðustu vagnanna var að deyja út í fjarska. Madame de Merville hafði sent þjónustu- stúlku sína frá sér og sat með hönd undir kinn í herberngi sínu hugsandi. Við hliðina á henni stóð borð með handritum hennar á, nokkrum bókum og blómakerum.' Á lágu borði undir glugganum stóð lítil standmynd af Dante. í gegnum dyrnar á herberginu, sem voru opnar, sást inn í herbergin, sem gestirnir höfðu verið í; ljósin brunnu þar enn inni á Ijósahjálmun- um og kepptu við birtu dagsins, sem var að LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ, 1951 koma inn um gluggana, sem gluggatjöldin höfðu verið dregin frá. Persónan, sem inni var, var í fullu samræmi við herþergin — samræmi sem að setti svip fegurðar, er skáldin nefna gullaldarfegurð, eða fornfegurðar svip, af því að þau þekkja ekki betra nafn. Hún sýndist vera föl í andliti — fölari en vanalega í ljós- birtunni, en andlitsblær hennar var mjúkur og viðkvæmur — andlitsfallið hreint og kvenlegt. í andliti hennar sameinuðust tvær hinar feg- urstu töframyndir — vistmunir og blíða; aug- un voru dökkblá og augnaráðið bar vott um þunga hugsun, jafnvel þunglyndi, en augnahár- in og lögun augnanna, sem var dálítið lengri, en hvað þau voru umferðarmikil, gaf þeim mýkt — draumkenda mýkt, sem máske var aukin með dálitlum skugga undir augnabrún- unum, eins og oft á sér stað með þá, sem helzt til of mikið hafa reynt á huga eða hjarta. And- litslagið, án þess að vera beinabert, hafði tapað æskufylling sinni; og höndin sem hún studdi kinninni á, var ef til vill of hvít og of fíngerð til að vera í fullu samræmi við hreysti æsk- unnar; en hálsinn og brjósin voru í dásamlegu . samræmi. „Ég er ekki ánægð“, sagði hún við sjálfa sig; „en ég veit varla hvers vegna. Er það virki- lega satt, að það sem við rómantísku konurnar höfum sagt aftur og aftur, að forlög kvenfólks- ins sé ekki frægð, heldur að elska. Það er ein- kennilegt, að eins oft og að ég hefi lýst því hvernig að ástin ætti að vera, að þá hefi ég aldrei fundið til hennar sjálf. Og nú — og nú“, hún stóð á fætur dálítið óróleg — „og nú er ég komin af æskuárunum. Ef að ég elskaði, mundi þá sú elska verða endurgoldin? Hve lukkuleg voru ekki ungu hjónin í kveld — þau eru ein!“ Rétt í þessu heyrðust tvö byssuskot, hvert á eftir öðru! Eugénie hrökk við, og kallaði á þjón sinn, sem var ásamt einum frammistöðu- manninum, sem ráðinn var til aðstoðar um kveldið, og sem voru að bera borðbúnað og matarleyfar af borðum. „Hvað var þetta, núna um þetta leytið? Opnið þið glugga og vitið hvað þið sjáið!“ „Við sjáum ekkert, Madame“. „Og aftur, þetta er þriðja skotið. Farið út á götuna og vitið hvað þið sjáið — það hlýtur einhver að vera í hættu“. Þjónarnir og frammistöðumaðurinn, sem gjarnan vildu losna við húsverkin, flýttu sér ofan stigann og út á götuna. Nú víkur sögunni aftur til Philips, eftir að hann hafði árangurslaust reynt að komast inn um gluggann á herbergi Birnie, því Birnie hafði lokað honum, svo að hið væntanlega her- fang hans kæmist ekki þar út, hélt hann á- fram með þakvarnargarðinum, sem verndaði hann ekki aðeins frá skotum, heldur líka frá því, að óvinir hans sæju hann. En þegar að hann kom að þeim parti byggingarinnar, sem vissi bæði að bakgötunni og að aðalgötunni, rétti hann sig upp og leit út yfir varnargarðinn og sá að einn af lögreglumönnunum var kom- inn út á kaðalinn og var að fikra sig eftir hon- um. — Þeir höfðu þá komið auga á hann og það var aðeins tímaspursmál þangað til að þeir næðu honum. Hann hikaði og varp öndinni. Svona var þá komið fyrir honum — honum, sem einu sinni var erfingi að stóreignum, elskaður og virtur; var nú eltur fyrir þátttöku í glæpamannafélagi! Þetta voru hugsanirnar, sem að lömuðu — svívirðingin, en ekki hættan. En þeir höfðu ekki náð honum enn — hann hélt áfram og fyrir hornið á byggingunni — hann heyrði köll frá bakgötunni — lögreglu- þjónmnn hafði komist yfir á kaðlinum: „Hann er aðeins einn ennþá“, hugsaði Philip, blés þungan, en hélt áfram og aðgætti alla glugga. Á meðan að æskan og hreystin háði kapp við lögin; háðiveikur verkamaður á næstu grös- um stríð við dauðann. í fátæklegri þakherberg- iskytru lá ungur verkamaður í veiki, sem að hann hafði fengið við vinnu sína, og var að því kominn að kveðja heim, sem hafði verið honum andvígur frá vöggunni og sem heldur gaf honum ekki nein grið á sóttarsænginni. Haxm var kvæntur og hafði unnað af ein- lægni, konan hafði endurgoldið ást hans, og það var endurminningin um þá æskuást, sem nú stríddi hvað mest á huga hans. Því að sár skortur, ef hann er langvarandi, eyðir kærleik- anum, ef að hann hefir ekkert annað til að nærast á. Og þegar að fólk stríðir lengi við dauðann, þá fer fólkið sem sjúklingurinn gerir mest ónæði og óþægindi, að hugsa um hina hugþekku en hræsnisfullu setningu „ljúfa lausn hans“. Svo að konan ,sem var þreytt og hálf hungruð, var hætt að láta sig varða hið minsta um hinn deyjandi mann sinn, sem að hún fyrir nokkrum árum hafði lagt eið út á að annast og elska, í mótlæti og í meðlæti, en samt sýndist hún ekki tilfinningalaus, því hún kvartaði, tærðist og grét, þegar lífsþróttur manns hennar þverraði dag frá degi. „Ó, Jean“, sagði hún kjökrandi, „hvað verð- ur um mig vesalings einmana ekkju, þegar eng- inn vinnur fyrir mér?“ Og með þá hugsun í huga, bar hún sig ver en nokkru sinni áður. „Ég er að kafna“, sagði dauðsjúki maðurinn. „Það er svo heitt! Opnaðu gluggann; mig lang- ar til að sjá dagsljósið einu sinni enn“. „Guð minn! Keiparnir sem eru í þessum vesalings manni!“ tautaði konan og hreyfði sig ekki. Veslings maðurinn rétti út hendina, sem ekki var nema skinin bein og snerti handlegg- inn á konu sinni. „Ég ónáða þig ekki lengi hér eftir, María! Loft — loft!“ „Jen, þér versnar við þetta — og ég fæ kvef, því að ég hefi varla nokkra tusku utan á mér, en ég skal opna dyrnar". „Fyrirgefðu mér“, stundi veiki maðurinn upp; „farðu frá mér“. Vesalings maðurinn! honum fanst máske á augnablikinu að andúðin væri sáirari en kval- irnar, sem hóstakviðurnar vöktu. Hann vildi ekki að hún væri nærri sér, en hann ásakaði hana ekki. Og aftur segi ég — vesalings mað- urinn! Konan opnaði dyrnar og fór í þann enda herbergisins, sem fjærst þerni var, settist þar á gamla kistu og fór að staga í gamlan háls- klút. Þögnin sem varð, var fljótt rofin með stunum frá brjósti veika maxmsins, og aftur stundi hann upp um leið og hann velti sér til í rúminu: „Meira — loft!“ Við þessari ósk gat konan ekki þverskallast. Svo hún lagði frá sér nálina, setti klútinn um hálsinn á sér og opnaði gluggann. „Líður þér betur nú?“ „Þakka þér fyrir, María — já, þetta er á- gætt — ágætt. Þessi loftsvali minnir mig á gamla daga — á landloftið áður en við komum til Parísar. Ég vildi að ég gæti unnið fyrir þér nú, María“. „Jean! Vesalings Jean minn!“ sagði konan og hugur hennar hvarflaði til baka, til ný- sprottinna akra og hlýrri hugsana liðinna tíma, og hún gekk að rúminu, laut að honum og hann hvíldi fölt og svitaþvalt höfuðið upp við brjóstið á henni. „Ég hefi verið sorgleg byrði fyrir þig, María. Við hefðu ekki átt að gifta okkur eins íljótt og við gerðum, en ég hélt að ég væri hraustur, Gráttu ekki. Við eigum engin börn, sem betur fer. Það verður mikið betra fyrir þig, þegar að ég verð farinn“. Hann hélt þannig áfram að telja um fyrir henni dálitla stund — svo þagnaði hann allt í einu og virtist sofna. Konan reyndi að hag- ræða höfðinu á honum á koddanum, en það féll máttlaust ofan á hann — kjálkarnir sigu — augun voru opin, en köld — hún sá, hvað kom- ið hafði fyrir: „Jean — Jean! Guð minn, hann er dáinn! Og ég var vond við hann síðustu stundirnar!" Með þessi orð á vörum hné hún meðvitundar- laus, sem betur fór, yfir líkið. Rétt í því að þetta skéði, kom maður að herbergisglugganum að utan, og eftir örstutta stund snaraðist ungur maður inn í herbergið. Hann leit hvatskeytslega í kringum sig, en tók varla eftir þeim, sem í rúminu voru; þau sýnd- ust sofa og ekki veita honum neina eftirtekt. Hann gekk hvatlega yfir gólfið í herberginu og að dyrunum, sem að María hafði skilið eftir opnar, og ofan stigann. Hann var nærri kominn ofan úr stiganum, þegar að hann heyrði manna mál úti fyrir á götunni. „Lögreglan hefir fundið nóp af peninga- sláttumönnum!“ „Peningasláttumönnum! “ „Já, og einn þeirra var skotinn dauður! Ég sá hann liggja ágötunni; annar flúði út á húsa- þökin hérna í nágrenninu — ægilegur maður! Við áttum að líta eftir honum. Við skulum fara upp á loft og upp á þak og vita hvort að við sjáum hann ekki. Við áttum að líta eftir honum“. Af undirtektunum, sem að þessi uppástunga fékk, þá skildist Philip og það réttilega, að hópur marrna, sem að forvitnin og byssuskotin höfðu dregið fram úr rúmum sínum, væri þarna saman kominn. Hvað átti hann að gjöra? Það var óhugsandi fyrir hann að halda áfram; en var þá tími til þess, að snúa til baka? Það var það eina, sem að hann gat gjört; hann stökk upp stigann aftur og hann var kominn upp á fyrsta loft þegar að hann heyrði ein- hvern koma ofan stigann; þá mundi hann eftir því, að hann hafði skilið gluggann, sem að hann fór inn uha eftir opinn, og hann hélt að hann mundi hafa vísað lögreglunni leið. Hvað átti hann að gjöra? Deyja eins og Gawtrey hafði dáið! —Það var betra að deyja, en að vera dæmdur til galeiðu-vistar. Á meðan að þessar hugsanir flugu í gegnum huga hans, leit hann í kringum sig og sá til vinstri handar opnar herbergisdyr þar sem ljós loguðu inni. Það sýndist enginn vera þar inni — svo að hann fór inn og lét dyrnar aftur á eftir sér. í her- berginu var borð og vín og alls konar veizlu- búnaður á þeim; og gylltir speglar voru á veggj- unum og sá Philip sjálfan sig í þeim, hér og þar í herberginu voru tilbúin blóm, pappírs borðaflækjur voru á gólfinu, sem allt benti á gleði, smekkvísi og munað — dans, gleðihóf og átveizlur — allt það í sama húsinu og rúm- fletið — líkið — ekkjan — hungrið og sorgin var í! Slíkt á sér stað í stórborgum, sérstaklega París! Þar sem svo marg-mismunandi stétta- andstæður eiga heimili undir sama þaki! Það er ekkert einkennilegt við það; en það er ein- kennilegt og sorglegt að nágrannar, sem eru svo nálægt hver öðrum, en svo ókunnugir, að konan sem bjó í herbergjunum, sem hér um ræðir og sem ekki mátti neitt aumt sjá, án þess að reyna að bæta úr því, vissi ekkert um vandræðin, sem þó voru svo nærri henni. Mús- ikin sem hafði skemt gestum hennar sveif létti- lega upp til angurs þeim, sem við hungur og veikindi stríddu. Philip gekk í gegnum þetta herbergi og inn í annað — í gegnum það og inn í hið þriðja, þar sem Eugénie de Merville var. Hún leit upp og sá fyrir sér fyrirburð, sem vel hefði getað skotið hinu hraustasta hjarta skelk í bringu. Hann var berhöfðaður — hárið á honum stóð út í allar áttir — andlitið fölt, en fallega tilkomumikið, en svipinn, ef að list- málarar hefðu myndað hann, þá hefðu þeir sýnt víking íklæddan brynju fyrirlitningarinn- ar, ógnandi mitt í vonleysinu. Tötrarnir, sem að hann var klæddur í, villimannlega útlitið og augun dökk, sem blátt áfram glóðu í húmi herbergisins, hjálpaðist að, til að gjöra þessa skyndilegu heimsókn enn hræðilegri. „Hver ert þú? Og að hverju leitar þú hér?“ sagði Eugénie hikandi og rétti upp hendina til að hringja á hjálp. Philip tók um hendina á henni. „Ég er að leita mér lífs! Ég er eltur. Ég er nú á þínu valdi! Ég er ekki sekur! Geturðu bjargað mér?“ Á meðan að hann sagði þetta, heyrðist hurð- inni að íbúðinni lokið upp, og fótatak og manna- mál. „Ó, það ert þú, sem að ég hefi flúið til“, sagði hann eftir að hafa virt hana fyrir sér og hopaði á hæl. Eugénie kannaðist nú líka við hann, og það var eitthvað í aðstöðu þeirra — biðjandans og verndarans, sem að örvaði bæði ímyndun hennar og vorkunsemi. Hún roðnaði lítið eitt og svipur hennar var góðlátlegur og meðlíðun- arsamur. „Vesalings drengur! Svo ungur!“ sagði hún. „Þey!“ Hún sleppti hendinni á honum, gekk til hliðar fáein skref og lyfti tjaldi, sem var fyrir dálitlum afkima og benti inn í kimann, sem að svefnbekkur var í, eins og algengt er í hús- um á Frakklandi, og sagði lágt: „Farðu þarna inn — þér er borgið“. Philip gjörði eins og honum var sagt, og Eugénie lét tjöldin falla saman aftur. XIII. Kapítuli Eugénie lét tjöldin falla saman, og naumast hafði hún gert það þegar tveir lögregluþjónar og þénari komu inn í herbergið hennar. „Fyrirgefðu frú“, sagði annar lögreglu- þjónninn. „Við erum að elta glæpamann. Við höldum að hann hafi farið inn um glugga á þessu húsi uppi, á meðan að þjónar þínir voru úti á götunni. Leyfðu okkur að leita“. „Sjálfsagt", svaraði Eugénie og settist nið- ur. „Ef að hann hefir komið hér inn, þá er hann í einhverju af hinum herbergjunum, leit- ið þið þar. Út úr þessu herbergi hefi ég ekki farið“. „Rétt er það. Fyrirgefðu ónæðið“. Og lögreglumennirnir sneru til baka og leit- uðu í hverjum krók og kima, þar sem að flótta- maðurinn var ekki. Því að í því líktust varð- menn réttvísinnar húsmóðurinni: hvenær leitar réttvísi mannanna í réttu plássi? Þjónn varð eftir í herberginu til þess að segja sögurnar, sem að hann hafði heyrt, og frá því, sem að hann hafði séð, þegar að lög- reglumennirnir fóru. Á meðan að haxm var að því, sá hann tjöldin hreyfast. Hann hrópaði upp — stökk á fætur og var kominn að tjöld- unum þegar að Eugénie greip í handlegginn á honum. Hún sagði ekki orð, en þegar að hann leit undrandi til hennar, þá sá hann að hún skalf eins og hrísla, og að hún var náföl í framan. Madame“, sagði hann hikandi. „Það er ein- hver á bak við tjöldin“. „Já! Hafðu ekki orð á því“. Það vaknaði grunur í huga þjónsins. Svo þetta var þá hin hreina, drambsama, flekklausa Eugénie! „Það er maður þarna! — Inni í herbergi frúarinnar sjálfrar“, sagði þjónninn eins og hálfgert utan við sig. Eugénie áttaði sig undir eins á hinni ógeðs- legu aðdróttun þjónsins. Það var eins og neistar hrykkju af augum henni — og hún stokkroðn aði í framan. En hið göfuga eðli hennar sigraði fyrirlitninguna og bituryrðin, sem voru komin fram á varir hennar. Segja sannleikann! — Gat hún treyst þessum manni? Vafasamt og þá yrði maðurinn, sem hexmi var trúað fyrir, svikinn. Hún náfölnaði og fór að gráta. „Ég hefi verið þér góð, Franqois. Segðu ekki orð“. ,Það er nóg, að þú treystir mér Madáme“, sagði Frakkinn, brosti og dróg sig til hliðar kurteislega. Annar af lögregluþjónunum kom nú inn til þeirra aftur. „Við höfum lokið leitinni Madame og hann er ekki hér. — Ó! tjaldið þarna!“ „Það er svefnherbergi frúarixmar“, sagði Franqois. „Ég hefi gáð þar“. „Mér þykir fyrir að hafa gert þér þetta ónæði, Madame", sagði lögregluþjónninn og gerði sig ánægðan með svar Franqois; „en við náum honum seinna“, bætti hann við og fór. Fótatak lögregluþjónsins heyrðist ekki leng- ur, og öllum hurðum í íbúðinni var lokað að baki hans og Eugénie og þjónn hennar voru ein, og horfðust í augu. „Þú mátt fara að hátta“, sagði Eugénie og tók peningaveski, sem lá á borðinu hjá henni, og fékk honum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.