Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.06.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ, 1951 Úr borg og bygð Stúkan SKULD heldur fund í Good Templara húsinu á mánudagskvöldið þann 18. þ. m. kl. 8. Vonast er eftir góðri aðsókn. Svo verður kaffi á eftir. • £r Böðvar H. Jakobsson bóndi í Geysisbygð í Nýja-íslandi, lézt af hjartabilun áð heimili sínu síðastliðinn föstudag 62 ára að aldri, hinn vinsælasti maður og skáld gott; hann var ættaður frá Norðurtungu í Borgarfirði hin- um meiri; hann lætur eftir sig ekkju og tvo syni og tvær dætur. Útförin fór fram í gær. — Séra Eyjólfur J. Melan jarðsöng. ☆ Látinn er nýléga Jóhannes Pét- ursson bóndi í grend við Arborg, ættaður úr Húnavatnssýslu, 74 ára að aldri, vinsæll skýrleiks- maður. ☆ Sorglegt slys. — Þann 27. maí síðastliðinn vildi til það sorglega slys, að Alvin Helgi Helgason, 23 ára gamall. drukknaði skammt frá Meota Beach. Var hann þar á fiskiveið- um ásamt kærustu sinni og fleiri vinum, er bátnum sem þau voru í hvolfdi, og missti hann lífið ásamt ungri konu, Mrs. Bluett. Alvin var sonur Helga J. Helgasonar og konu hans Annie, sem búa skammt frá D’arcy, Sask. Hann var sérlega vel gef- inn piltur, myndarlegur og vin- sæll. Jarðarförin fór fram að Darcy Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bu». Phone 27 989—Bes. Phone 36 151 Our Specialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNEHAL DESIGNS Ulu L ChrlsUe, Proprietrew Formerly with Robinson & Co. 29. maí að viðstöddum fjölda ættingja og vina, auk foreldra hans og unnustu, syrgja hann átta bræður og ein systir, og ald- urhniginn afi, Jónas Helgason, Baldur, Man. Dr. Robert Helga- son, Glenboro, Man., bróðir hins látna, fór vestur til að vera við útförina ásamt konu sinni og tveim föðurbræðrum, þeim Ing- ólfi og Kristjáni Helgason. ☆ Þjóðræknisdeildin „FRÓN" tilkynnir hér með að bókasafn deildarinnar verður lokað frá 27. júní til 5. september. Og mælist deildin til þess að allir þeir, sem að bækur hafa að láni frá bóka- safninu, skili þeim fyrir hinn á- kvenða dag, 27. júní, og þann dag verða engar bækur lánaðar út, því deildiri hefir í ráði, að skrásetja allir bækur bókasafns- ins á þessum tveimur mánuðum, sem lokað verður. — Bregðist því vel við tilmælum þessum, því með því eina mó+i er hægt að taka lista af bókum, að þær séu við hendina í bókasafninu. Fyrir hönd deildarinnar „Frón“ J. Johnson, bókavörður ☆ Mr. G. J. Austfjörð frá Hecla, kom til borgarinnar á mánudag- inn, og lét hann þess getið að hann hefði tekið að sér sölu- umboð fyrir Niels Brothers mat- vörufélagið í Winnipeg og Dexter Shoe Wholesale Comp- any í Montreal, og verður hann að hitta á Lundar Hotel á föstu- daginn kemur; og á Ashern Hotel næstkomandi mánudag; hann hefir haft á hendi umboð fyrir Dexter-félagið í ellefu ár. ☆ Síðustu vikuna í júní hefir verið ákveðið, að frú Marja Björnson frá Miniota, ásamt þeim Ólafi Hallsson frá Eriks- dale og Dr. S. E. Björnson, ferð- ist um byggðir íslendinga, á milli Vatnanna, flytji erindi um Get an Early Start this year— and you get the Best Start with MAMMB ’MS hUMM MOTOi CÁSOU ****** The utmost in depend- able, trouble-free, eco- nomical p o w e r for your boat—in just the sizes to best serve your purpose. Get all de- tails on the Grayma- rine before you select your engine — then you'll know that in Graymarine you get the best. Call ]y(UMFORD ]y|EDLAND JJMITED 576 WaU St. Phone 37 187 WINNIPEG VEITIÐ ATHYGLI! Hluthafar í Eimskipafélagi íslands, eru hér með ámintir um að senda mér nú þegar arðmiða sína fyrir'síðastliðið ár, svo hægt sé að borga ársarðinn; þá er það engu síður nauðsynlegt, 1 því falli að skipt sé um eigendur hlutabréfa vegna dauðsfalla eða annara orsaka, að mér sé gert aðvart um slíkar breytingar. ÁRNI G. EGGERTSON, K.C. 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage and Garry St. Winnipeg, Manitoba KJÓSIÐ NORMAN WRIGHT Liberal frambjóðanda Winnipeg South Centre Veitið stjórninni að mólum 25. JÚNÍ Merkið þannig seðilinn: WRIGHT, Norman Published by authority of the South Centre Liberal Association íslandsferðina og sýni ýmsa merkilega muni og myndir frá íslandi. Áætlun um stundir og staði er sem fylgir: OAK POINT: 24. júní kl. 3 e.h. Samkoma ASHERN: 24. — kl. 8.30 e.h. — LUNDAR: 25. — kl. 4 e.h. Ungm. samk. 25. — kl. 8.30 e.h. Samkoma RIVERTON: 26. — kl. 4 e.h. Ungm. samk. 26. — kl. 8.30 e.h. Samkoma ÁRBORG: 27. — kl. 4 e.h. Ungm. samk. 27. — kl. 8.30 e.h. Samkoma ÁRNES: 28. — kl. 8.30 e.h. Samkoma GIMLI: 29. — kl. 4 e.h. Ungm. samk- Ýmislegt fleira verður til skemtunar á öllum þessum sam- komum og verða þær auglýstar nánar, hver á sínum stað. Sam- skot verða tekin á Oak Point og Lundar, einnig á síðdegis-sam- komunum. Á öllum hinum sam- komunum verða aðgöngumiðar seldir. Ágóðinn rennur í sjóð Kvennaheimilisins Hallveigar- staða, í Reykjavík. Er fólk beðið að styrkja gott málefni með því að fjölmenna á samkomurnar, en þær verða haldnar undir um- sjón Sambands íslenzkra Frjáls- trúar-kvenf élaga. ■Er Matreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h. Allir ævinlega velkomnir. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 17. júní: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson ☆ — Gimli Prestakall — Harald S. Sigmar, prestur Sunnudaginn 17. júní: 9:00 a.m. Betel 1:20 p.m. Arnes, á íslenzku 3:00 p.m. Riverton, á íslenzku 7:00 p.m. Gimli, á ensku. The evening service at Gimli will include baptisms and the dedication of the new baptismal font made by Mr. Johann Norman. ☆ — Lundar prestakall — Guðsþjónustur Sunnudaginn þ. 17. júní: Lundar, á ensku, kl. 7.30 e. h. Sunnudaginn þ. 24. júní: Vogar, á íslenzku, kl. 2 e. h. Silver Bay, á ensku, kl. 2 e. h. Otto, á íslenzku, kl. 2 e. h. Lundar, á ensku, kl. 6 e. h. Rev. J. Fredriksson 1 fimm ár vorum við hamingju söm konan mín og ég, en nú er það liðið. — Nú', eruð þið skilin. — Nei, við fluttum saman aftur. „Gullfoss" hefir flutt um 10 þús. farþega á 1. óri Nýju skip Eimskipafélagsins bera sig fjárhagslega — Þörf fyrir aukinn skipastól M.s. Gullfoss hefir flutt um 10 þúsund farþega á fyrsta ári, sem skipið hefir verið í förum og hefir borið sig vel fjárhagslega. Meðal annars hefir það aflað er- lends gjaldeyris, með því að það var leigt frönsku skipafélagi til ferða milli Bordeaux og Casa- blanca í vetur eins og kunnugt er. En skipið er væntanlegt til Reykjavíkur í dag í fyrstu ferð sinni frá Khöfn og Leith á þessu sumri. Frá þessu er skýrt í skýrslu félagsstjórnar 'Eimskipafélags- ins, sem flutt var á aðalfundi Ánægjulegt söngkvöld Á miðvikudagskvöldið í vik- unni, sem leið, fór fram ágæt- lega sótt og einkar ánægjuleg söngsamkoma í Sambandskirkj- unni hér í borg, undir forustu Gunnars Erlendssonar píanó- kennara; gat þar1 á að hlýða flokk mikinn blandaðra radda, samsettan af fólki frá Gimli og Winnipeg, einsöngvara og hljóð- færaleikendur; hafði að undir- búningi þessarar skemtunar ver- ið unnið af mikilli alúð, eins og raun bar vitni um. Séra Philip M. Pétursson, prestur Sambandssafnaðar, þakk aði hlutaðeigendum með nokkr- um orðum það fagra hlutverk, er þeir hefðu int af hendi með því að hrinda af stokkum þessari fallegu söngsamkomu. félagsins í gær og ítarlegur upp- dráttur er birtur úr á öðrum stað í blaðinu í dag. 10 ferðir milli íslands og úllanda. í skýrslunni segir ennfremur að Gullfoss hafi farið 10 ferðir milli íslands og útlanda og flutt samtals 4546 farþega. Flesta far- þega flutti skipið í fyrri júlíferð- inni í fyrra, eða 541, en að meðal tali voru farþegar 450 í férð. 4.9 millj. kr. tekjur. Tekjur skipsins af farþega- flutningum í fyrrasumar námu um 3.5 milljónum kr. og eru þá fæðispeningar meðtaldir. Af vöruflutningum voru tekjurnar 1.4 milljónir kr. í leigu fyrir skipið, frá 14. nóv. er það hóf ferðir sínar fyrir franska skipafélagið og til árs- loka greiddu Frakkar 1 milljón króna. Og í heild hefir orðið nokkur hagnaður á rekstri skips- ins. Á tímabilinu, sem Gullfoss var í franskri leigu flutti hann 5429 farþega. —Mbl. 3. júní Konan við heimilislækni sinn: — Þér verðið að afsaka, en það er orðið svo langt síðan ég hefi orðið veik. ☆ Kemur oft fyrir að svona gufuskip sökkva. — Nei, aðeins einu sinni. Elzti íslendingurinn 104 ára í dag Hefir daglega fóiavist og þykir mikið koma til hraða nútímans Elzti íslendingurinn, sem nú er lifandi, verður 104 ára í dag. Er það Helga Brynjólfs- dóttir, sem nú er til heimilis að Reykjavíkurvegi 20 í Hafnarfirði. Helga er við þolanlega heilsu, þrátt fyrir hinn háa aldur, hefir dag- lega fótaferð og fer ein og óstudd allra sinna ferða. Tvö ár í hjónabandi. Helga er fædd og uppalin í Rangárvallasýslu. F æ d d a ð Syðsta-Þykkvabæ 1. júní árið 1847. Ólst hún þar upp og dvald- ist síðan á ýmsum stöðum á Rangárvöllum. Helga giftist um þrítugt, en varð fyrir þeirri ó- hamingju að missa mann sinn, eftir tveggja ára hjónaband. Síðan hefir hún aldrei gifzt, en lengst af verið til heimilis hjá skyldfólki sínu, nú síðast í Hafn- arfirði. Um aldamótin fluttist Helga til Reykjavíkur og var þar til ársins 1908, að hún flutti til Hafnarfjarðar. Þar hefir hún bú- ið síðan, hjá 'dóttur sinni og tengdasyni. Dóttir hennar lézt í fyrra og dvelst hún nú hjá tengdasyninum áfram, Ólafi Thordersen og Sigríði Thorder- sen dóttur-dóttur sinni. Þykir mikið koma iil hraða nútímans. Hinn 104 ára gamli Islending- ur í Hafnarfirði er enn vel minn- ugur á það, sem gerðist á fyrri árum, en man hins vegar ver, það sem nær er. Helga er annars fálát og lætur lítið yfir sér, en hún kann frá mörgu að segja, sem fjarlægt er nútíðinni. Hún er hætt að geta lesið blöð- in, en fylgist samt nokkuð með því sem gerizt, og hlustar á út- varp stöku sinnum. Heyrnin er annars farin að bila og sjónin ekki meiri en svo að ekki er hægt að fá handa gömlu kon- unni gleraugu, sem hún getur lesið með. Af nútíðarfyrirbærum, sem hún hefir kynnst, þykir henni einna mest koma til hins mikla hraða og undrar sig á því að sjá í Hafnarfirði fólk, sem búið er að fara austur á Rangárvelli í snarkasti samdægurs fram og til baka, svo að ekki sé talað um, þegar gamla konan hittir fólk, sem kemur eftir stutta dagleið alla leið frá Kaupmannahöfn eða lengra að. Slíkt hefðu verið tald- ir hreinir galdrar í hennar ungdæmi. —TÍMINN, 1. júní Á kreppulímum. Frúin við mann sinn: — Heyrðu, Guðmundur, við verð- um að spara. Þú verður að hætta að fá þér sjúss á hverju kvöldi. — Auvitað vil ég spara, ástin mín, en vertu ekki með neinar öfgar. Ég - skal framvegis hafa helmingi minna sódavatn í sjússnum. ☆ — Ef ég mætti ráða, væru 365 frídagar á ári hverju. — Ertu frá þér, maður, þá væri unnið í einn dag fjórða hvert ár. Business College Edueation In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. • v The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV L WINNIPEG 1------------------------------------------------------- DATE, DEPTH AND RATE OF SEEDING BARLEY Barley is more responsive to variation in the date, depth and rate of seeding than most of the other grain crops. These variations affect both the yield and quality of the crop. Date of Seeding In general, early seeding increases the yield, improves the quality and usually makes possible the early harvesting of the crop. Of course, it must not be planted so early that it emerges before “killing frosts” have passed, as barley is very susceptible to damage from spring frosts. In the control of weeds, late seeding is necessary; when barley is used for this purpose, the yield will be low and the quality poor. * Montcalm and OAC 21 respond to early seeding better than most of the other varieties. In general, early seeding of these varieties produces the best malting barley. Where barley is used for weed control and one or more crops of weeds are to be killed before planting, Gartons would give betters re- sults. When used for this purpose Gartons usually produces barley of only feed quality. Depth of Seeding Barley is frequently planted too deep to give the best yields and produce good quality. This is oftert the case with Montcalm and OAC 21; when sown on summerfallow or after row crops. When planted early with moisture near the surface of the soil, one to one and a half inches deep, give the best results. When planted late and when the surface soil is dry, deeper seeding is necessary. Under these conditions barley should be planted \xk to 2% inches deep. Rate of Seeding The rate of seeding depends upon the available soil moisture throughout the growing season. When sown on summerfallow or row crop land, with a large amount of reserve moisture, the seeding should be at from 1 Vz to 2 bushels per acre. If sown on stubble land with little or no reserve moisture the rate of seeding should be reduced to from about one to one and one half bushels per acre. The rate will also depend upon the viability of the seed. If the seed germinates less than 80 per cent, increased amounts of seed should be sown. The increased amount will depend upon the percentage germination. Thus, of it germinates 60 percent that rate should be increased about V\ toVi bushel more per acre. For further information, write for circular on “Cultural Practices in Barley Production” to the Barley Improvement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg, Manitoba. Seventh of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed. by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-286

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.