Lögberg - 21.06.1951, Side 1

Lögberg - 21.06.1951, Side 1
PHONE 21 374 ciea1xeTS pn) A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 _(o.4 Cleaning Inslilulion 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1951 NÚMER 25 Fyrrum forsætis- ráðherra látinn Hon. Joseph B. Chifley, fyrr- um forsætisráðherra í Ástralíu, varð bráðkvaddur í hóteli í Can- berra þann 13. þ. m., 66 ára að aldri; var hann þar staddur, einn af mörgum, vegna hinna miklu og alþjóðlegu hátíðahalda í tilefhi af hálfrar aldar sjálf- stjórnarafmæli Ástralíu. Mr. Chifley var um langt skeið einn af mestu áhrifamönnum ástralska verkamannaflokksins, og er flokkurinn sigraði í kosn- ingunum 1945, gerðist hann for- sætisráðherra og gegndi því em- bætti fram í desember 1949, er flokkur hans beið lægra hlut í kosningum. Mr. Chifley þótti frábærlega yfirlætislaus maður, en þéttur fyrir, er á reyndi; faðir hans var fátækur járnsmiður; hinn látni stjórnmálamaður vann að járn- brautarstörfum megin hluta ævi sinnar; hann tók snemma þátt í samtökum verkamanna, og kom miklu góðu til vegar á þeim vettvangi; jafnskjótt og fregnin um sviplegt fráfall hans varð heyrinkunn, var áminstum há- tíðahöldum frestað um stundar- sakir um landið þvert og endi- langt. Endurkosin Fjóla Gray Á nýlega afstöðnu ársþingi Bandalags lúterskra kvenna, var frú Fjóla Gray endurkosin for- seti félagsskaparins; hún er mikilhæf kona og gædd góðum forustuhæfileikum. Kjörinn til forustu Við nýlega afstaðnar þing- kosningar í írska fríríkinu, urðu úrslit þau, eins og vitað er, að enginn þingflokkanna f é k k hreinan meirihluta til stjórnar- myndunar; flokkur sá, er Eamon de Valera fyrrum forsætisráð- herra studdist við, hlaut mestan þingstyrk og skorti aðeins örfá þingsæti til þess að geta af sjálfsdáð myndað ráðuneyti; undanfarin þrjú ár hafði farið með völd í landinu samsteypu- stjórn undir forsæti Mr. Costel- los, er þrír flokkar stóðu að. Nokkrir óháðir frambjóðend- ur náðu kosningu, og er þing kom saman á miðvikudaginn í fyrri viku, gengu það margir þeirra í lið með de Valera, að honum tókst að mynda stjórn; hinn nýi forsætisráðherra er enginn nýgræðingur í stjórn- málasögu hins írska fríríkis, því hann hafði, áður en samsteypu- stjórn Mr. Costellos tók við, set- ið að völdum í samfleytt sextán ár; hann barðist um langt skeið fyrir fullum aðskilnaði við Breta. Sigurður Albert Helgason, B. Sc. Lýkur prófi Eftir fjögra ára herþjónustu ára herþjónustu sem Wireless Mechanic hjá canadíska flug- hernum, hóf þessi efnilegi náms- maður nám við Manitobaháskól- ann 1946. í vor lauk hann prófi sem Bachelor of Commerce, Honurs degree, með ágætis- einkunn, og skipar nú stöðu í Actuarial deildinni hjá Great West Life Assurance félaginu hér í borg. Sigúrður er sonur Mr. og Mrs. Jónatan Helgason, Prince Rupert, B.C. Hann er kvæntur Jóleenu, dóttur Mr. og Mrs. Gunnar H. Tómasson, Hecla, Man. Þau Joleen og Sig- urður eiga tvo sonu, Albert sjö ára, og Gunnar fimm ára. Kunnur lögfræð- ingur látinn Á þriðjudagirtn þann 12. þ. m., lézt á Princess Elizabeth sjúkra- húsinu hér í borginni, R. B. Graham, K.C., fyrrum lögreglu- dómari í Winnipeg, áttræður að aldri; hann var ættaður frá Nova Scotia, og öðlaði§t í því fylki málafærsluréttindi 23. ára gam- all, en upp úr því fluttist hann til Manitoba, og þar lá mest hans ævistarf; hann gegndi lög- sóknarastarfi af hálfu þess opin- bera í sextíu ár, og gegndi síðar í mörg ár lögregludómaraem- bætti; þótti hann jafnan hinn skylduræknasti embættismaður um störf sín. Vel að verki verið Nýlega áttu þau Mr. og Mrs. O. N. Hefte, sem búsett eru að Caledonia í Minnesotaríkinu, sjötíu ára hjónabandsafmæli, og sama daginn sátu þau gullbrúð- kaup dóttur sinnar og tengda- sonar; ekki er þess getið, að sögupersónur þessar beri nokkur ellimörk. • Virðuleg giftingarathöfn Á fimmtudaginn 14. júní fór fram vegleg og fögur hjóna- vígsluathöfn í lútersku kirkj- unni í Selkirk. Voru þá gefin saman í hjónaband þau séra Eric H. Sigmar, sóknarprestur í Argyle, og Svafa Pálson, skóia- kennari frá Geysir, Man. Sóknar- presturinn séra Sigurður Ólafs- son, og séra Haraldur Sigmar, D.D , frá Blaine, Washington, faðir brúðgumans, framkvæmdu hjónavígsluna, en þær frú Sig- mar, móðir brúðgumans, og frú Alma Gíslason, sungu einsöngva. Að afstaðinni kirkjuathöfn- inni settust um 150 manns að veizluborðum í samkomusal safnaðarins. Séra Harald S. Sig- mar, hinn nýji prestur Gimli- prestakalls og bróðir brúðgum- ans, hafði veizlustjórn með höndum. Þá töluðu þar einnig séra Sigurður, séra Egill H. Fáfnis, forseti kirkjufélagsins, og svo auðvitað brúðguminn sjálfur, sem einnig söng einsöng. Öll var athöfn þessi hin virðu- legasta, og bar vott um miklar vinsældir hinna ungu hjóna, og fjölskyldna þeirra. Ungu hjónin fara bráðlega til Seattle, þar sem séra Eric tekst á hendur prestsstarf við Hallgrímssöfnuð þar í borg. Lögberg óskar til hamingju. Drengur hverfur Fyrir hálfum mánuði hvarf fjögra ára gamall drengur, son- ur þeirra Mr. og Mrs. William Bullock í Narcissebygðinni hér í fylkinu frá heimili sínu, og hefir eigi til hans spurst síðan; hann var krypplingur frá fæðingu; mikill fjöldi manna, undir for- ustu þjóðlögreglunnar cana- dísku, hefir tekið þátt í leit að drengnum nótt sem nýtan dag, en nú þykir sýnt, að hann hafi vilst inn í skógarþykni og látið þar líf sitt. Ferðalög MacArfhurs General Mac Arthur, hinn frá- vikni yfirhershöfðingi Banda- ríkjastjórnar í Asíu, er nú á fyrirlestrarferðum um Banda- ríkin þvert og endilangt í því augnamiði, að reyna að sann- færa þjóð sína um ístöðuleysi Trumans forseta og annara for- kólfa Demokrataflokksins; tjáist Mac Arthur þeirrar skoðunar, enn sem fyr, að lausn Kóreu- deilunnar náist því aðeins, að heimilaðar verði sprengjuárásir á meginland Kína og hernaðar- legar bækistöðvar í Manchuríu. Fljúga til Minneapolis á Góðfemplarahátíð Mr. Slefán Einarsson í dag fljúga þeir Mr. A. S. Bardal útfararstjóri og Stéfán Einars- son ritstjóri suður til Minneapolis, Minn., til að taka þar þátt í hátíðahöídum í tilefni af aldarafmæli Góðtemplarareglunnar; þeir takast þessa ferð á hendur sem erindrekar Stúkunnar Heklu í Winnipeg. Frú Þuríður Ólafsson Fjallkona Landnámshátíðarinnar á Hnausum Settur inn í embætti Séra Harald S. Sigmar Samkomulag Að því er fregnir frá London herma, hefir náðst fullkomið samkomulag milli brezkra og amerískra stjórnarvalda um uppkast að friðarsáttmála við Japan. Þeir Kenneth Younger ráðherra, fyrir hönd Breta, og John Foster Dulles, sérstakur ráðunautur Trumans forseta, unnu að sáttmálagerðinni í London. Rússar höfðu krafist þess, að utanríkisráðherrar stórveldanna fjögurra undirbyggju friðar- samninginn, er á sínum tíma skyldi einnig verða undirskrif- aður af kommúnistastjórninni í Kína, en að því vildu hvorki B r e t a r né Bandaríkjamenn ganga, eins og málum væri háttað. Vinnur sér námsframa Nýverið lauk ungfrú Lilja María Eylands gagnfræðaprófi hér í borginni, og hlaut verðlaun vegna frábærrar tungumála- þekkingar. Þessi gáfaða stúlka er dóttir hinna mikilhæfu hjóna, séra Valdimars J. Eylands og frú Lilju Eylands. Hörmulegur afburður Síðastliðinn föstudag kom upp eldur í elli- og munaðarleysingja heimilinu á Atwater Street í Montreal, og létu þar þrjátíu og átta manns lífið; mælt er að kviknað hafi í út frá lyftu í byggingunni. Þetta er sagður vera mannskæðasti eldsvoði í sögu Montrealborgar á síðast- liðnum tuttugu og fjórum árum. Á miðvikudagskvöldið, 13. júní kl. 8, var lúterska kirkjan á Gimli þéttskipuð. Tilefnið var innsetning séra Harald S. Sig- mar í prestsembætti sóknarinn- ar. Framkvæmdi forseti kirkju- félagsins séra Egill H. Fáfnis þá athöfn með aðstoð þeirra prest- anna, séra Valdimars J. Eylands, séra Eric H. Sigmars, Dr. Rún- ólfs Marteinssonar og Dr. Har- aldar Sigmar, sem flutti syni sínum föðurleg áminningarorð í tvöföldum skilningi: sem reynd- ur prestur og sem nánasti ætt- ingi. Kór ungra stúlkna aðstoð- aði við guðsþjónustuna, sem var mjög hátíðleg. Var einkar eftirtektarvert hve innilega og af mikilli einlægni söfnuðurinn gekst undir það heit að taka presti sínum með kær- leika, og styðja hann í starfi. Mun söfnuðinum og prestakall- inu það líka hið mesta fagnaðar- efni að hafa nú fengið séra Harald fyrir prest. Að afstaðinni athöfn þessari fór fram kaffidrykkja á hinu nýja og yndisfagra heimili prestshjónanna, en það hafði prestakallið keypt skömmu áð- ur en þau hjón komu þangað frá Seattle. Dr. Thorbergur Thorvaldson Flaug til Japan og Kóreu Hervarnaráðherra Bandaríkj- anna, George Marshall, er ný- verið kominn heim til Washing- ton úr skyndiflugferð til höfuð- borgarinnar í Japan og megin vígstöðvanna í Kóreu; var ferð hans undirbúin með svo snögg- um hætti, að utanríkisráðherr- ann kvað hana hafa komið sér alveg að óvörum; jafnskjótt og hljóðbært varð um komu her- varnaráðherrans til T o k y o, komst allskonar orðasveimur á flug eins og gengur og gerist, en þó mest um það rætt, hvort för hans stæði að einhverju leyti í sambandi við hugsanlegt vopna- hlé í Kóreu; en eigi leið á löngu unz Mr. Marshall tók alveg af skarið, og lýsti afdráttarlaust yfir því, að koma sín til Tokyo og Kóreu styddist ekki við neitt diplómatískt umboð, heldur væri hún einyörðungu hernaðar- legs eðlis. Kafbátur fundinn Brezki kafbáturinn Affray, sem týndist í Ermarsundi þann 16. apríl síðastliðinn, hefir nú fundist á 200 faðma dýpi um 40 mílur suður af þeim stað, er hann steypti sér í kaf. Sjötíu og fimm manna áhöfn, sem á kaf- bátnum var, lét líf sitt; er þetta talið með sérstæðustu slysum í siglingarsögu Breta. Ungfrú Margrét Sigvaldason Miss Canada á Landnámshátíð inni á Hnausum Elztu bergtegundir í heimi Jarðfræðingar vítt um heim eru önnum kafnir við rannsókn vissra bergtegunda, er likjast kristöllum, og fundist hafa við Winnipegána um 110 mílur norð austur af Winnipeg; er þess get- ið til, að bergmyndanir þessar séu hinar elztu í heimi og muni vera að minsta kosti 2,400,000,000 ára gamlar. Hveiti hækkar i veroi Hlýtur maklega sæmd Hinn víðkunni vísindamaður, Dr. Thorbergur Thorvaldson, fyrrum prófessor við háskóla Saskatchewanfylkis, hefir verið sæmdur medalíu The Chemical Institute of Canada vegna uþp- götvana og frábærrar forustu á .sviði efnavísindanna. Viðskiptamálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar, C. D. Howe; hefir lýst yfir því, að hveitiverð hækki á næstunni um sex cents á mæli; nú þykir sýnt„ að brauð- hleifurinn stigi þegar í verði um eitt cent, og bætir það vissulega ekki mikið úr dýrtíðinni, sem láglaunastéttirnar í borgum og bæjum eiga við að búa, og sárt hafa verið leiknar af völdum slíks óvinafagnaðar.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.