Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚNI, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LAVARÐ J. J. BlLDFELL, pýddi Maðurinn tók við veskinu og leit einkenni- lega á hana. „Madame má reiða sig á varkárni mína“. Eugénie var aftur ein. í eyrum hennar hljóm- uðu þessi orð, að hún Eugénie de Merville, mælli reiða sig á varkárni þjóns síns! Hún hné niður á stól sinn yfirkomin af hugararngri, fól andlitið í höndum sér og grét. Hún vaknaði upp af því rauna-ástandi við það að hún var ávörpuð lágt og hæversklega; hún leit upp og sá unga manninn krjúpa við fætur sér. „Farðu — Farðu!“ sagði hún: „Ég hefi gert alt fyrir þig, sem að ég get gjört. Þú heyrðir — þú heyrðir — verkahjú mitt í tilbót! Með því að stofna heiðri mínum í hættu, hefi ég frelsað þig. Farðu!“ „Heiðri þinum! Eugénie, hafði ég ekki tekið með í reikninginn, að það var augna- ráð en ekki orð, sem særði dramb henn- ar. — „Heiðri þínum“, endurtók hann og leit í kring í herberginu — á innanstokksmunina, tjaldið, litla herbergið, sem að hann var falinn í — allt þetta bar vott um siðprýði og að þar byggi hin siðprúðasta kona, en fyrir ókunnug- an mann að ganga inn í herbergi slíkrar konu var hin mesta goðgá. Philip skildi og sá það nú. Heiður þinn — vinnuþjónn þinn! Nei, Madame, nei!“ Hann reis á fætur. „Slíka fórn skalt þú ekki færa fyrir mig! Velgjörningur þinn skal ekki verða þér svo kostbær. Heyrið þið þarna! Ég er maðurinn, sem að þið leitið að!“ og hann gekk hratt til dyrnanna. Þetta svar flaug í gegnum huga Eugénie eins og elding. Hún stökk á fætur og náði í hann. „Þey! Þey! — í guðanna bænum! Hvað ætl- arðu að gjöra? Heldurðu að ég geti nokkurn tíma orðið farsæl, ef traust það sem þú sýndir mér væri svikið? Vertu rólegul- — hafðu þig hægan. Ég vissi ekki hvað ég var að segja. Það verður hægðarleikur að skýra þetta fyrir mann- inum — þjóninum, þegar að þú ert úr hætt- unni. Og þú ert saklaus — ertu ekki?“ „Já, Madame“, sagði Philip, „ég segi það af heilum huga, að ég er saklaus — ekki af ör- byrgð — armæðu — yfirsjónum — og vanvirðu, heldur af glæpum. Guð blessi þig!“ Um leið og hann sagði þetta, tók hann hendi hennar, sem að hún hafði lagt á handlegginn á honum, bar hana upp að vörum sér og kyssti á hana; og það var eitthvað í málróm hans svo innilegt og tignarlegt í atburðum hans, að Eugénie gleymdi sjálfri sér í undrun, meðlíðun og einhverju, sem nefna mætti aðdáun. „Þú hefir“, sagði hann í mikilli geðshrær- ingu og horfði á hana með bljúgu og blikandi augnaráði. „Þú hefir aukið verðmæti lífs míns, með því að bjarga því. Þú — þú, sem frá því fyrst að ég sá þig, og sem ég hef svo oft verið að hugsa um, og dreymt um. Héðan í frá, hverju svo sem að ég mæti, þá á ég endurminn- ingu, sem — sem . . . .“ Hann þagnaði skyndi- lega; því að tilfinningarnar yfirbuguðu hann; og þögnin sagði Eugénie meira heldur en þó að mælska Rausesau hefði logað á tungu hans. „Hver eða hvað ertu?“ spurði hún eftir litla þögn. „Útlagi — föðurleysingi — afhrak! Ég á ekkert nafn! Vertu sæl!“ „Nei, farðu ekki strax — þú ert eljþi úr allri hættu enn. Bíddu þangað til þjónn minn er genginn til sængur; ég heyri til hans enn. Sestu niður — sestu niður! Hvert ætlarðu að fara?“ „Ég veit það ekki“. „Áttu enga kunningja?" „Enga'. „Ekkert heimili?1 „Nei“. „Og lögreglan í París svo árvökur!“ sagði Eugénie og néri saman höndunum. „Hvað er hægt að gjöra? Ég hefi bjargað lífi þínu til einskis — þeir finna þig! Hvað gefa þeir þér að sök? Ekki þjófnað — ekki... .“ og hún þagn- aði líka allt í einu, því að hún þorði ekki að nefna orðið hræðilega, „morðingi!“ „Ég veit það ekki“, svarði Philip og strauk hendinni um enni sér, „nema ef það er, að vera vinur eina mannsins', sem að hefir verið mér góður ,og sem að þeir hafa drepið!“ „Þú skalt segja mér allt um það seinna“. „Seinna!“ endurtók hann, ákafur — „á ég þá að sjá þig aftur!“ Eugénie roðnaði undan augnaráði hans og fagnaðarhreimnum, sem var í rödd hans. „Já“, sagði hún; „já. Ég verð að hugsa. — Vertu rólegur — og þegiðu. Ó, — það var ágætt innfall!“ Hún settist niður og skrifaði nokkrar línur á blað, setti í umslag og læsti því, og fékk Philip. „Taktu þetta bréf til Madame Dufour, utaná- skrifin segir þér hvar þú átt að finna hana og það greiðir þér aðgang að óhultum samastað. Ég get reitt mig á hana — hún var í þjónustu hjá mér og hjá móður minni áður, og ég gef henni dálítil eftirlaun. Hún rekur gistihús — og hefir autt herbergi, sem að ég lofaði henni að fá leigjanda í — farðu til hennar og minstu ekkert á það sem skeð hefir. Ég skal finna hana og semja við hana. Bíddu! — hlustaðu — allt er kyrrt. Ég skal fara fyrst og vita hvort nokk- ur er á gægjum. Stansaðu“, (hún opnaði glugga og leit út í garðinn). „Það er gott að dyr dyra- varðarins eru opnar. Flýttu þér og guð veri með þér!“ Eftir fáar mínútur var Philip kominn út á götu. Það var snemma morguns — engin um- ferð, og engar búðir opnar. Húsið, sem bréfið vísaði til, var hinu megin við Seine. Hann fór sömu leiðina og að hann hafði farið kveldið áður — yfir sömu fallegu brúna og að hann hafði staðið á í örvæntingu og farið af, endur- nýjaður maður — hann kom á Rue Fauborg de Honoré-götuna, og þá fór fram hjá honum ung- ur maður í léttivagni, sem var á heimleið frá næturskemtun munaðarlífsins í París, sem skilið hafði eftir merki sitt á útliti hans og andliti, en vasar hans voru fullir af gulli, sem að hann hafði unnið á spilahúsunum. Þegar að Philip fór fram hjá þessum manni, þá beygði maðurinn sig áfram í vagninum, en Philip var í þungum þönkum og veitti því enga eftirtekt. En maðurinn í léttivagninum beygði inn á götu til vinstri handar og stansaði. Hann kallaði í kúskinn, sem sat dottandi í sæti sínu aftan á vagninum, og sagði: „Veittu þessum manni eftirför! varlega — og sjáðu hvar hann á heima og láttu mig vita. Ég fer heim“, og með það keyrði hann á stað. Philip, sem ekkert vissi um þessa eftirför, kom að húsinu, sem að hann var að leita að. Það var lítið hús í heiðarlegu umhverfi; hann hringdi dyrabjöllunni aftur og aftur. Að síð- ustu kom öldruð kona með næturhúfu á höfð- inu til dyranna og lauk upp. Hún horfði lengi og frekar óhýr í bragði á aðkomumanninn. En bréfið frá Eugénie de Merville breytti útliti hennar og efa. Hún fór með hann inn og sýndi honum herbergi á fyrsta gólfi — lítið en hreint og vel búið og í því var setustofa og svefnher- bergi og sagði með hógværð: „Gjörir Monsieur sig ánægðan með þetta?“ Monsieur sýndist þetta vera konungshöli. Philip kinkaði kolli til samþykkis. „Vill ekki Monsieur sofa um stund?“ „Jú“. „Rúmfötin eru vel viðruð. Herbergið hefir aðeins verið autt í þrjá daga. Get ég lánað þér nokkuð þangað til að farangurinn þinn kemur?“ Nei“. Konan fór. Hann háttaði — fleygði sér í rúmið — og vaknaði ekki fyr en á hádegi. Þegar að hann vaknaði og leit í kringum sig í herberginu, sem var hreint og hugþekt, þá leið nokkur tími þangað til hann áttaði sig á hvort að hann væri að dreyma, eða að hann væri vakandi. Hann saknaði hins háværa og sterka málróms Gawterys — reykjarilmsins frá Meerrschaum pípunni hans — draugalega þakherbergisins — óhreinu veggjanna — leyni- lega hljóðskrafsins hans Birnie; og viðburðir síðustu tólf klukkutímanna liðu í gegnum huga hans. Hann stundi við, sneri sér í rúminu, þeg- ar dyrnar á herberginu voru opnaðar lítið og hægt, og hann spratt á fætur. „Hver er þar?“ „Og það er nú bara ég“, svaraði Madame Dufour. „Ég er búin að koma hér inn þrisvar til að vita hvort að þú værir vaknaður. Það er hér bréf, sem að ég held að sé til þín, þó að það sé nafnlaust“, og hún lagði bréf á stól við hlið- ina á honum. Hann tók bréfið. Það var engin áritun á því, það var innsiglað með lakki. Skyldi það vera frá verndarengli hans? Hann opnaði það og fann innan í því fjórar ávísanir upp á 1000 franka hverja — upphæð, sem í enskum peningum nam um 160 pundum. „Hver sendir þetta? Konan sem að ég kom með bréfið frá?“ Nei, það er vissulega ekki frá henni, herra“, svaraði Madame Dufour, sem var að hella vatni í þvottaskálina og hagræða hlutum á þvotta- standinum. Það kom ungur maður hér, hér um bil tveimur klukkutímum eftir að þú varst hátt- % aður, og lýsti þér og spurði hvort að þú ættir nér heima og hvað þú hétir. Ég sagði að þú værir nýkominn og að ég vissi ekki hvað þú hétir. Svo hann fór í burtu og kom hálfum klukkutíma síðar með þetta bréf, sem að hann bað mig að sjá um, að þú fengir með skilum“. „Ungur maður — heldri maður?“ „Nei, herra; hann virtist vera skynugur, en * annars var hann algengur almúga maður“. Því Madame Dufour veitti ekki eftirtekt, að óbrotna svarta yfirhöfnin, sem að maðurinn var í og máðu legghlífarnar voru einkenni hins sér- stæða búnings, er þjónar heldri manna á Eng- landi bera. „Frá hverjum gat þetta komið, ef það kom ekki frá Madame de Merville? Máske frá ein- hverjum kunningja, sem að Gawtrey átti. — Grunur um Arthur Beaufort flaug í gegnum huga hans, en hann hvarf frá þeim grun óðara. Menn leggja sjaldan mikið upp úr því, sem að þeir sjálfir eru tregir á að trúa! Hvaða vin- áttumerki höfðu Beaufortarnir sýnt honum hingað til — látið móður hans deyja í angist og örvæntingu — stolið bróður hans frá honum, sem að var sá eini, er hann átti rétt á að von- ast eftir þakklæti og ástúð frá! Nei, það hlýtur að vera Madame de Merville. Hann bað Ma- dame Defourt um pappír, blek og penna — settist við borðið og reit Eugénie bréf — þakk- lætisbréf, en þó með fullkominni sjálfsvirðingu, lét ávísanirnar innan í það og læsti því, kallaði á Madame Dufourt og bað hana að fara með það til Madame de Merville. „Ó, Madame“, sagði fyrverandi vinnukona Madame de Merville, þegar að hún kom til hennar. „Vesalings drengurinn! Hann er svo myndarlegur, og það er skammarlegt fyrir her- togann að láta hann vera svona illa til fara!“ „Hertogann!“ „Ó, kæra húsmóðir, þú getur ekki borið á móti því. Þú sagðir mér í bréfinu, að ég skyldi ekki spyrja hann neitt um hagi hans, en ég gat mér til um það undir eins. Hertoginn sagði mér sjálfur, að hann ætlaði að senda unga manninn til mín innan fárra daga. Þú þarft svo sem ekki að skammast þín fyrir hann. Þú skalt sjá hvaða mismun að fötin gera á útliti hans, og ég hefi tekið það upp á mig sjálfa að senda skraddara heim til hans. Hertoginn verð- ur að borga mér“. „Segðu ekki orð um þetta við hertogann, fyrst um sinn. Við skulum koma honum á óvart“, sagði Eugenie hlægjandi. Madame de Merville hafði verið allan morg- uninn að reyna að gjöra sér grein fyrir um- hyggju sinni fyrir þessum manni, nú barst lukk- an upp í hendurnar á henni! „En meðal annara orða“, sagði hún, „er þetta bréf til mín?“ „Og ég var nærri búin að gleyma því“, sagði Madame Dufour og rétti henni bréfið. Hvað sem hingað til hafði verið í sambandi við kringumstæður Philips, sem vakti áhuga og skáldlega hrifning í sambandi við hann, hjá Eugénie de Merville, þá varð hún nú enn hrifn- ari, þegarh að hún hafði lesið bréfið frá honum. Því þó að Philip, sem var vanari við að tala, en að skrifa frönsku, skrifaði ekki eins háfleygt mál, eins og rithöfundarnir og skáldin, sem að hún daglega átti bréfaskipti við; en í því var ófáguð en meðfædd göfgi, í hverri línu, sem jók enn meira á undrun hennar og aðdáun. „Allt umhverfi þessa manns, og allt hon- um viðkomandi, er leyndardómur!“ sagði hún við sjálfa sig og settist niður til að svara bréf- inu. Þegar að Madame Dufour fór með bréfið, sat Eugénie þegjandi og hugsi með bréf Philips fyrir framan sig í meira en klukkutíma; og ó- ljósar en geðþekkar hugsanir og endurminning- ar liðu um huga hennar. Bréfið frá Eugénie og endursending ávísan- anna sannfærði Philip um, að peningarnir væru ekki frá henni. Hann reyndi að brjóta heilann um frá hverjum að þeir mundu helzt vera, en árangurslaust, svo að hann komst að þeirri niðurstöðu, að undir kringumstæðunum, þá væri það hlægileg heimska að hafna því, sem forsjónin, sem hann á ný hafði falið sig, hafði sent honum. Og það frelsaði hann líka frá, að þurfa að þiggja nokkurn peningalegan styrk, sérstaklega frá þeim, sem að hann gat ekki hugsað til að þiggja hann frá. Hann gekk því inn á að kaupa allt, sem að skraddarinn taldi honum nauðsynlegt. Það hefði verið erfitt að þekkja flóttamanninn vilta og æðisfulla í hin- um velvaxna, djarflega' og fallega æskumanni, sem sat við hliðina á Eugénie. Þann dag sagði hann henni hina sorglegu sögu sína, og hún grét. Upp frá því kom hann daglega; þannig liðu tvær vikur í sólskins draumsælu fyrir báðum, og þegar síðasti dagur þeirra var að kveldi kominn, opnaði Philip hjarta sitt á knján- um fyrir henni, sem að auður, glæsimenska og gáfur hafði ekki haft nein áhrif á, og tjáði henni elsku sína til hennar. Svo stóð hann upp til að kveðja hana í síðasta sinn — þegar að tillit hennar og andvarp tafði hann. Eugénie de Merville kom ekki dúr á auga nóttina eftir. En um morguninn sendi hún eftir Hertoga de Vandemont. XIV. Kapíluii Kveld eitt, nokkrum vikum eftir atburðinn, sem sagt hefir verið frá, gekk ókunnur maður inn í kirkjugarðinn í H . . . og leiddi barn. Sólin var nýsest og kveldrökkrið var að sveipa loft og láð. Það mátti enn heyra glaðvært fugla- kvak í limi trjánna yfir gröfum hinna fram- liðnu. Hvað kærðu þeir sig, íbúar loftsins, um þá sem sváfu fyrir neðan þá? — Hvað kærðu þeir sig um annað, en græna svörðinn og kyrrð staðarins, — garðurinn og gröfin var þeim eitt og hið sama! Maðurinn og barnið fóru fram hjá einni gröf eftir aðra og rauðbrystingarnir hreyfðu sig varla úr grasinu við fætur þeirra, heldur litu upp og á þau. Kirkjugarðurinn er aðlaðandi staður fyrir rauðbrystinga — heima- fuglinn — „vin mannanna“, eins og hann hefir verið nefndur af skáldinu, því þar gat hann fengið fylli sína! Þegar að ókunni maðurinn var kominn inn í miðjan garðinn stansaði hann og leit í kring- u msig. Svo gekk hann seint og hikandi að steintöflu, sem þessi orð höfðu nýlega verið letruð á: Til minningar um hana, sem var ófrægð og misboðiö; er þessi legsleinn vígður af syni hennar. Þetta, auk fæðingar- og dánardægurs, var það, sem Philip lagði fyrir að skyldi standa á iegsteini móður hans, og umhverfis gröfina var ódýr girðing til varnar því, að á henni væri troðið, sem bæði börn og fullorðnir oit gjöra í hugsunarleysi og virðingarleysi við þá dauðu. „Sonur þinn!“ sagði ókunni maðurinn með barnið við hlið sér, sem var hugíangið ai trján- um, grasinu, og söngfuglunum, en hugsaði hvorki um sorg eða dauða. — „Sonur þinn! — en ekki sá, sem þú hugsaðir mest um — unnir mest — yngri sonur þinn; á hvaða stað á jörð- inni hvilir auga þitt á honum? Vissuiega hefir umönnup þín á hinum vakað yíir honum, sem þú unnir mest hér á jörðu, svo að hann ekki þyrfti að ganga í gegnum erfiðleika og hörm- ungar þær, sem mætt hafa þeim, sem minna var elskaður — útlaganum. „Ó, móðir mín! Það var ekki glæpur hans — hans Philips — að hann gat ekki fullnægt til hlítar síðustu trúnaðarósk þinni! Það er máske betur farið eins og er! Og ef að endurminning- in um þig, er eins djúpt grafin í hjarta bróður míns, eins og í mitt, hversu oft hefir hún þá ekki aðvarað hann og varðveitt! Sú endurminn- ing hefir verið verndarengill míns lífs. Þér — þér, jafnvel í gröfinni, á ég að þakka, ef, þó að misgjörðir mínar, sem eru margar, og ég hafi verið í sambúð við óhreina menn, að ég er enn ósaurgaður!“ orðin þögnuðu á vörum hans, en tilfinningar hjarta hans ekki. Eftir nokkrar mínútur sneri hann sér að barninu og spurði þýðlega og með titrandi rödd: „Fanny, hefir þér verið kent að biðja — þú verður til heimilis nærri þessum stað. — Vilt þú koma hingað stöku sinnum og biðja um, að þú megir vaxa til þess að verða eins góð og saklaus og til eins mikillar blessunar þeim, sem unna þér, eins og sú var, sem hér hvílir“. „Kemur pabbi nokkurn tíma til að hlusta á mig biðja?“ Þessi raunalega og ósjálfráða spurning hafði djúp áhrif á Philip. Barnið gat ekki skilið hvað dauði meinti. Hann hafði reynt að útskýra það, en hún hafði vanist á, að álíta skjólstæðing' sinn dauðann, þegar að hann var í burtu frá henni, og hún var enn sannfærð um að hún mundi sjá hann lifandi. Og þessi ákafa- og glæpamaður, sem stigið hafði óumventur og ósýknaður frá syndinni til dómsins: Það var ægileg spurning „ef hann skyldi heyra bænir hennar“. „Já“, sagði hann, eftir nokkra þögn, „já, Fanny, það er til miskunnsamur faðir, sem heyrir bænir þínar; bið þú hann að vera misk- unnsamur öllum þeim, sem hafa verið góðir við þig. Fanny, við hittumst ef til vill aldrei aftur!“ „Ætlar þú að fara að deyja líka? Það er sorglegt, að allir deyja frá Fanny!“ Og hún hjúfraði sig upp að honum og rétti upp varirn- ar til að kyssa hann. Hann tók hana í faðm sér, og þegar tár féll á andlit henni, sagði hún: „Grát þú ekki bróðir, því ég elska þig“. „Gerir þú það góða Fanny? Gerðu það þá fyrir mig? þegar að þú kemur hingað, ef að ein- hver gefur þér fáein blóm ,að leggja sum þeirra á steininn þarna. Og nú skulum við fara til hans, sem að þú verður að láta þér þykja vænt um líka, og til hans, sem að ég hefi sagt þér að hann sendi þig; hann sem .... Komdu!“ Á meðan að hann sagði þetta setti hann Fanny niður og leit í krihgum sig, og brá í brún við að sjá fyrirburð á nákvæmlega sama stað og að hann sá hann áður — á sama stað þar sem faðirinn hafði formælt syni sínum, sat gamall maður alveg hreyfingarlaus. Philip þekkti frekar af hugboði heldur en af minni manninn, sem að hann var að finna. Hann gekk hægt í áttina til hans; en Fanny fór frá honum að elta fiðrildi, sem flögruðu til og frá yfir gröf- unum. „Þú heitir, held ég, Símon Gawtrey“, sagði Philip. „Ég hefi gjört mér ferð til Englands til að finna þig“. „Finna mig“, endurtók gamli maðurinn og stóð á fætur og leit augum, sem að hann sá ekkert með, í áttina til Philips. — „Finna mig? Til hvers? Hver ertu? Ég kannast ekki við mál- róm þinn!“ „Ég kem frá syni þínum!“ „Syni mínum!“ sagði gamli maðurinn hátt og með allmiklum þjósti. — „Ótugtar kindinni! — Fyrirlitlegu! — Óheiðarlegu! Illræmdu! — og fordæmdu!" — „Þey! Þú vanvirðir hinn dauða!“ „Dauða!“ tautaði vesalings faðirinn og hné niður á sætið, sem að hann hafði staðið upp úr — „dáinn!“ sagði hann með skjálfandi röddu og svo angistarfullri, að hundurinn, sem lá við fætur hans, og sem Philip hafði ekki tekið eftir, tók undir með ámátlegu spangóli, sem að minti Philip á daginn eftirminnanlega, —- þegar faðirinn og sonurinn skildu síðast. Hljóðið dró ^Tanny til þeirra og hún settist niður í grasið og hló, sem að stakk mjög í stúf við tilfinningar hinna, og fór svo að leika sér við hundinn. Svo þarna, í reit hinna dauðu, voru þrír hlekkir í keðju lífsins bræddir sam- an — æskan vonglöð og fögur — aldurinn hrórnandi og einmana — og dýrið mállausa, sem enga tryggingu hefir fyrir lífi, að hérvist sinni lokinni!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.