Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ, 1951 MINNI LÁNDNÁMSINS Ræða efíir Gufiorm J. Guiiormsson Fluil á Landnámshátíð að Hnausum, 2. júlí, 1951 Þeir af fyrstu innflytjendun- um íslenzku, sem hugðu að Ameríka væri Eden og ekkert þyrfti að aðhafast annað en lesa aldini af trjánum, hafa að sjálf- sögðu orðið fyrir vonbrigðum. Sögn er að einn þeirra var á gangi í skógi og sá hanga á einni greininni stóran gráan band- hnykil. Það þurfti meira að hafa fyrir tóskapnum á Islandi: tægja, kemba, spinna og tvinna, vinda svo bandið upp í hnykil En hér í Ameríku uxu band- hnyklarnir á trjánum. Hann tók bandhnykilinn af trénu og stakk honum í barm» sinn. Nú mundi hann eignast nýja gráa sokka. Verst var að ekkert hvítt var til í fitjarnar, engin sauð- kind til í öllu Nýja-íslandi, og hvergi gat hann séð hvítan hnykil hanga á grein. Meðan hann var að hugsa um þetta var bringan á honum í einum eldi og altaf voru einhver ótæti að slengjast á andlitið á honum. Hann logsveið í bringuna og andlitið; Svo mikill mökkur var kring um hann að hann sá ekki sólina. Hann var bara viss um að væri kviknað í sér; byrjaður að brenna lifandi! Hann hugsaði sér að láta ekki hnykilinn brenna fyrr en seinast og greip hann út úr barmi sínum. Sér hann þá sér til mikillar undrunar að mökkurinn rýkur út um holu á hnyklinum. Þetta var nefnilega eiturflugnabú, þó hann vissi það ekki þá. Hann ætlaði ekki að hirða hnykilinn 1 þetta sinn og henti honum. Hnykillinn hlaut að vera holur innan og var það engin drýgindi upp á bandið. Svona tóskapur þektist ekki á íslandi. Þegar hann kom heim var hann svo brjóstastór og blás- inn í andlitinu að konan hans kannaðist ekki við hann, hélt að þetta væri eitthvert dýr úr skógiuum — líklega froskur. Hann sór og sárt við lagði að hann væri hinn rétti eiginmað- ur, en ekkert dugði. Hún stóð á því fastara en fótunum, að áð- ur en hún fór til Ameríku hefði hún giftst manni. — Af því epli uxu ekki á trjánum né önnur aldini gómsætari en eitur- flugnabú og vonbrigðin ollu ó- ánægju og útflutningi fólks, var Nýja-íslandi í mestu niðurlæg- ingu út á við. í Winnipeg var viðkvæðið: Þag eg ekkegt ann- að en flugug og fog. (Allig sem vogu af höfðingjaættum vogu gog (r) mæltig og gátu ekki sagt eg (r) ). Eftir að stóru plág- umar voru um garð gengnar var altaf alið á Mýflugnaplág- unni, sem þó var minniháttar plága, og talið að hvergi væru flugur nema í Nýja-íslandi. Þær voru líka í Argyle, Dakota og jafnvel í Wirmipeg, en þær voru allar af frábærri nærgætni til- einkaðar Nýja-íslandi. Má vera að Ný-íslendingar hafi haft nóg til útflutnings. Á hverju áttu þær að lifa hér á nóttinni, þegar tjaldað var yfir hvert rúm með flugnaneti? Var ekki eðlilegt og skynsamlegt að þær færu til Winnipeg þar sem að þær höfðu frían aðgang að hverju rúmi, og gátu fengið saðning síoa án þess að skipta sér upp ú milli rúma, því hjón sváfu saman í þá daga og var aldrei minna en ein kona í hverju hjónarúmi. Annars þótti mér hin mesta húsprýði að rúmtjöldunum, þau voru úr alla vega litu flugnaneti eða slöri. Litadýrðin og skrautið á þeim mintu á sængurhimininn henn- ar Elísabetu Englandsdrottning- ar. Ógleymanlegt er mér fyrsta kirkjuþingið sem haldið var við íslendingafljót, hve það prýddi búning kirkjuþingsgesta flugna- netið á höttunum þeirra. Fjöl- breyttara litarskraut hefir ekki sést síðan nema í Paradísar- lundi og á íslenzku bekkja- pilsi. Síra Jón hafði blátt flugna- net, síra Friðrik blátt og margir sem voru háttstandandi í kirkju- félaginu höfðu blátt — nema Wilhelm Paulson, hann hafði lyfrautt og vakti sérstaka at- hygli áhorfenda, fáeinir höfðu hvítt, en mest bar á græna litn- um. Á kvöldin, þegar flugunum fanst mál komið að fara að láta eitthvað ofan fyrir brjóstið á sér, voru öll flugnanetin dregin nið- ur fyrir höku. Þeir sem voru tóbaksmenn reyktu innan undir þessum flugnanetum og rauk út um þau alt í kringum höfuðið og sást ekki hvort munnurinn, sem reykti, var framan eða aftan á höfðinu. Flugurnar léku þá verst sem voru nýkomnir frá íslandi, hafa iSennilega fundið meiri fjöre‘fni eða vitamín í þeim en hinum innfæddu. Jón Ólafsson ritstjóri lýsir því í fyr- irlestri um Vestur-íslendinga, sem hann hélt í Reykjavík, hvernig hann var útleikinn á þessu kirkjuþingi, þá nýkominn að heiman. Svo voru á honum upphlaupin eftir flugurnar að hann þekti ekki handleggina á sér frá lærunum á sér. Út í frá heyrði maður sjaldan annað en last um Nýja-ísland, ef á það var minst, og það frá mönnum sem annað hvort höfðu ekkert að borða eða lifðu í næstu dyrum og borðuðu sig sjálfir. Dæmi voru til að íslenzk- ar stúlkur í Winnipeg, sviku elskhuga sína ef þær komust að því að þeir hefðu haft ofan af fyrir sér með því að vera fjósa- menn niðri í Nýja-íslandi. Þeir sem vorkenna fólki að búa í frumbygð hafa engan skilning á þeirri nautn sem felst í nýju landnámi. Altof mikið var gert úr skortinum. Hann var miklu meiri í öðrum nýbygðum sem eðlilegt var. Hér var Winnipeg- vatn fult af fiski, kjöt var ein- att fáanlegt hjá Indíánum í vöruskiptum. Man ég eftir fjölda fólks sem fékk frían að- gang að ekru af þurkuðu elgs- dýrakjöti sem Indíáninn John Ramsey átti. Margoft miðlaði hann íslendingum af auði síns matar og góðvildar, svo glaður og glæsilegur sem guðinn Mani- tú. Talið er að landnemarnir hafi lært af honum að fiska sér til matar upp um ís. Hitt lærð- ist þeim seinna að skjóta dýr, þó skógurinn væri fullur af veiðidýrum. Einn, sem var há- lærð selaskytta frá íslandi, dugði þar ekki betur en aðrir. Þó var hann fæddur með byss- una í höndunum og selaskytta langt aftur í ættir. Einn ætt- ingi hans hafði skotið á tungl- ið, þegar það var að koma upp úr sjónum, haldið að það væri stór selshaus. Skógarbirnir voru tíðir gestir landnemanna, en engir aufúsu- gestir, sóttu þeir eftir fiskslógi og öðrum kræsingum. Heyrði ég getið um bónda, sem skaut á sama björninn einu sinni á dag í marga daga. Fyrst var björninn dálítið smeikur við hvellinn, en vandist honum fljótt og hirti ekki um hann, hélt áfram að éta slógið, þó á hann væri skotið, og leit ekki upp. Einu sinni vildi það til að stóð í honum heljarstór fisk- haus. Hann gat ekki kingt né komið honum út úr sér og gapti lengi á móti sólinni. Þá hugsaði bóndi sér að skjóta beint upp í hann, þar mundi kúlan 'hafa minsta fyrirstöðu og komast lengst. Hann skaut, en hitti fisk- hausinn og losaði hann úr háls- inum á birninum og bjargaði honum óviljandi. Björninn labb- aði burtu heilbrigðari og á- nægðari eftir skotið. Hvenær sem nýir innflytjend- ur komu frá Islandi á þeim ár- um og námu staðar í Winnipeg til að leita sér upplýsinga og ráðleggingja hjá löndum sem þar voru fyrir, var úrlausnin þetta: Hér í Winnipeg er ekkert fyrir þig. Ef þú hefir peninga, þá farðu vestur til Argyle. Ef þú átt ekkert, þá farðu niður til Nýja-íslands. Þetta var heilræði sem gerði það að verkum að nýir og nýir fátæklingar bætt- ust við hópinn í Nýja-íslandi. í Winnipeg var vonlaust að þeir gætu dregið fram lífið, vegna atvinnuleysis. Bærinn stóð í stað framfaralaus árum saman. Allur fjöldi íslendinga þar barðist í bökkum, bjuggu í lé- legum kumböldum og hefðu sennilega fengið skyrbjúg, ef þeir hefðu ekki haft dropann úr kúnni því margir þeirra áttu kýr. Oft biðu menn í tugatali, með rekurnar í höndunum, á kjallara eða skurðarbarmi að fá að fara ofan í aurinn og moka, en kannske einn af hundraði hrepti hnossið. Hinir fóru bón- leiðir til búða. Þetta var ekki í Nýja-íslandi — það var í Win- nipeg. Aðeins örfáir íslendingar höfðu sæmilega atvinnu, en all- flestir illa launaða. Margir Win- nipeg-Islendingar leituðu at- vinnu niðri í Nýja-íslandi. Nokkrir þeirra, sem nú mundu vera kallaðir upsprúcaðir city guys réðu sig sem fjósamenn og matvinnunga á bændabýlum yfir vetrarmánuðina. Skips- hafnirnar á flota þeirra Frið- jóns og Sigtryggs, sem síðar verður minst, voru Winnipeg- Islendingar að fáum undan- skildum. Dugnaður og áræði var ekki minna meðal íslendinga í Winnipeg en annars staðar. Sá- ust þess merki jafnvel áður en þeir hófu að byggja einn tíunda part af borginni. Enginn efi að þeir hefðu slagað hátt upp í okkur hér ef þeir hefðu ekki haft eins mikla lesningu. En engan gat grunað þá að Winni- peg ætti fyrir sér að verða mið- stöð vestur-íslenzkrar menning- ar. Engan gat grunað að gos- brunnurinn hjá sumarheimilinu á Hnausum færðist langt út í Winnipegvatn og Ný-Islending- ar þokuðu undan öðrum þjóð- flokki í áttina á eftir honum. — Þeir af íslenzkum innflytjend- um sem efni höfðu og settust að í Argyle tóku skessuskrefum í landbúnaði. Hefir sennilega bú- skapur íslenzkra írumbýlinga hvergi komist á hærra stig en þar. Hið merkilegasta var að þeir báru af hérlendum í korn- rækt, heimilisprýði og allri risnu. En Nýja- ísland hafði sér- stöðu í tilverunni, tók á móti ör- eigunum og skaut yfir þá skjóls- húsi. Fólkið sem fyrir var framdi líknarverk á þeim mörgum. Til dæmis gáfu for- eldrar Gísla Einarssonar, frið- dómara, nýkomnum innflytj- endum mjólkurkýr nokkrar, matvæli og hænsni og þótti, sem nærri má geta stórhöfðinglega af sér vikið. Sumir landnáms- manna höfðu í húsnæði tvær og þrjár fjölskyldur í senn og miðl- uðu þeim af því litla sem þeir sjálfir áttu. Því hefir verið haldið fram, að nýtt blóð hafi komið með þessum nýju innflytjendum og það hafi frelsað Nýja-ísland frá að verða landauðn í höndum fyrstu landnemanna og þá hafi nýtt framfaratímabil hafist. Sjálfsagt hafa þeir, þegar frá leið, gert sinn skerf til vaxtar og viðgangs bygðinni. En dauf- um bjarma aftureldingar varp- ar á það tímabil, að einn þeirra, sem komu með seinni skipun- um, varð fyrir því að þáverandi sveitarráð tók af honum skatt- skuld með lögtaki. Ég áfelli ekki manninn; margur hefir skuldað meiri skatt og haft meiru úr að spila. Hann átti eina konu og eina kú. Sveitarráðið tók kúna. Á hverju áttu hjónin að lifa fyrst eina kýrin var tekin. Sveit- arráðið varð fyrir ámæli al- mennings fyrir að taka kúna en ekki kerlinguna. Ef sveitarráðið hefði tekið kerlinguna og skilið eftir kúna, þá hefði karlinn get- að lifað á kúnni, en kerlingin á sveitarráðinu. Er það líklegt, segi ég, að farmfaraskeiðið, óslitið fram á þennan dag, hafi hafist á þess- um raunalega atburði og átak- anlegu yfirsjón þáverandi sveit- arráðs? Stórstígar verklegar fram- kvæmdir 1 Nýja-Iílandi voru nokkru á undan athafnalífinu 1 Argyle en samtímis umkomu- leysinu í Winnipeg. Landnem- arnir reistu þau beztu og vist- legustu íveruhús sem í nokkurri íslenzkri nýbygð hafa verið. Ár frá ári bættu þeir þau og bygðu ný og betri. Vandaðasta og mesta og eitt af þeim vegleg- ustu sem nokkurn tíma hafa reist verið í Nýja-íslandi bygðu þeir Sigtryggur og Friðjón á Möðruvöllum. Höfðu þeir um skeið báðir íbúð í því, með fjöl- skyldur sínar. Voru íbúðir þær svo prýðilegar að þær tóku því langt fram sem ístöðulitlir emigrantar höfðu hugsað sér um himnaríki. Auk hinna höfðu þar og íbúð skáldkonan fræga frú Torfhildur Hólm og miðaldra fröken, sem síðar giftist Taylor og hét fullu nafni meiriháttar Sigga. I þessu sama húsi höfðu þeir Sigtryggur og Friðjón verzl unarbúð og gerðu feykilega verzlun við íslendinga, Indíána og enska ferðamenn. Skamt fyrir norðan þetta hús, sem var úr timbri, stóð stórt bjálkahús, reist af Hudson Bay félaginu Hafði það verið verzlunarhús þess félags og aðalbækistöð við fljótið síðan í fyrndinni. Frið- jón og Sigtryggur höfðu það fyrir vöruhús. Það var kallað Bóla, því meðan bólusýkin gekk vál- það notað sem spítali. Sög- unarmylnu þá stærstu sem nokkurntíma hefir verið á milli vatnanna keyptu þeir Friðjón og Sigtryggur og settu niður á Möðruvöllum og starfræktu í mörg ár. Hafði fjöldi íslendinga atvinnu við mylnuna á sumrin, en við bjálkaúttöku á vetrum. Eftir að þessi mylna var flutt burt, setti Gestur Oddleifsson upp mylnu á sömu stöðvum og sagaði af miklum dugnaði. — Mylna sú varð síðar eign Krist- jóns Finnssonar. Tók hann upp það nýmæli að láta hana vinna nótt og dag — saga sem fiðlara fyrir dansi duglegra verka- manna. Auk þessara ofan- greindu sögunartækja voru ýms smærri í notkun um alla nýlenduna. Bátasmíði hófst þegar á fyrsta frumbýlingsárinu í Fljótsbygð, á Mikley og víðar í Nýja-íslandi. Byrjað var á allstórum bát, kjölurinn lagður og nokkur bönd fullgerð, síðan hætt við alí saman. En búið var að gefa bátnum nafnið Vindigo eða Vittigo. Ég man að móðir okkar Vigfúsar hastaði á okkur ef okk- ur varð á að láta okkur báts- nafnið um munn fara því það þýddi á Cree Indíánisku_Pjöf- ullinn. Man ég eftir að tvö rif úr Vittigo lágu lengi ofan jarð- ar fyrir norðan prentsmiðju Framfara. Hverjir það voru sem stóðu að þessu bátsmíði og hvers vegna var við það hætt er nú gleymt. Fyrsta tvímastr- aða skipið, sem ég man eftir hét Bláus og var eign nokkurra bænda í Fljótsbygð. Var það í förum um skeið milli Lundi- þorps og Crossing (Selkirk). Fyrsti bátur sem Mikleyingar áttu tvímastraðan, hét Borðeyr- ingur, allstór og mjög vel smíð- aður af Stefáni Jónssyni, sem þá bjó á Borðeyri' á Mikley, föður Kjartans skipstjóra. Var Borðeyringur lengi í förum milli Mikleyjar og ‘Crossing. Hann þótti með afbrigðum stöð- ugur lenti eitt sinn í ofviðri svo miklu að fremra seglið rak þóftuna, sem mastrið var fest við, í gegnum súðina „og datt í sjóinn“. Eftir Victoriu tíma- bilið, sem síðar verður frá sagt (því Fljótsbúar áttu sitt Victoriu tímabil, kent við Victoriu gufu- skip þeirra Friðjóns og Sig- tryggs) rak Friðsteinn Sigurðs- son verzlun um nokkur ár. Hann átti stóran og fornlegan York tfát, tvímastraðan og hafði í siglingum milli Möðruvalla og Crossing. Formaður á þeim kugg var Eiríkur Eymundsson, ef til vill sá bezti sjómaður sem á Winnipegvatn hefir komið. Sig- valdi Þorvaldsson var annar sjó- garpur samtíða Eiríki. Hann átti stóran bát tvímasfraðan smíðað- an af Kristjáni írá Geytáreyj- um. Hann hét Kristján, en síðar vatni ausinn og nefndur Lára frá Lundi. Hún var lengi í för- um og flutti meðal annars póst milli Selkirk og Lundiþorps. Fram undan Breiðuvík kom stóralda inn fyrir borðstokkinn svo alt varð vatnssósa þ. á m. pósturinn. Tók þá stjórnin þvert fyrir að póstur yrði fluttur vatnsveg. Rann þá upp það tíma bil er Gestur Oddleifsson bar póstinn á bakinu — 10 fjórð- unga milli Selkirks og íslend- ingafljóts á ó f æ r um vegi. Strandarbræður, svonefndir, áttu stóran bát tvímastraðan og héldu lengi uppi siglingum milli Selkirk og Árnes. Jón Kafteinn, faðir Snæbjörns John- sons, dómsmálaráðherra átti stóran seglbát og sigldi hrafn- istubyr fram og aftur milli Gimli og Selkirk (áður Cross- ing). Þeir Bergþór og Einar Þor- kelsson áttu stóran bát tví- mastraðan og héldu uppi sigl- ingum milli Mikleyjar og Sel- kirk. Annars áttu eyjarskeggjar báta stærri og smærri í tuga- tali. Hinir miklu athafnamenn, bræðurnir Stefán og Jóhannes Sigurðssynir ráku verzlun að Bræðahöfn í Breiðuvík (nú Hnausar). Voru þeir hinir fyrstu er bygðu frystihús í Breiðuvík og víða á fiskistöðv- um norður með Winnipegvatni og hófu þeir rekstur fiskiveiða í stórum stíl sem enginn endi hefir á orðið. Er talið að Stefán hafi komið því til leiðar að bryggja var bygð að Hnausum, enda efndi hann til hinnar mestu veizlu sem haldin hefir verið meðal Vestur-íslendinga fyrr og síðar, er bryggjan var vígð og lét reka sjö þumlunga langan gullnagla í bryggju- sporðinn. Tjölduðu þau Stefán og frú hans Valgerður um þjóð- braut þvera og máttu allir, um 700 manns, hafa það af vistum er þeir vildu. Þeir bræður áttu stóran seglbát og voru sífelt í siglingum um alt Winnipegvatn. En stærsta seglskipið á Winnipeg vatni og hið lang rammbyggi- legasta, hafði hinn ötuli at- hafnamaður Kristjón Finnsson, sem rak þá verzlun og viðar- sögun í Lundiþorpi, látið smíða sér og hafði til timburflutninga frá Lundi til Serkirk. Hét það Sigurrós. Sigurrós flutti líka fólk og kvikfénað, sögunar- mylnur og saumnálar. I lestinni hafði hún margan ullarpokann fyrir þá að snúast á til réttrar trúar sem steyptust ofan um lúkugatið. Fargjaldið frá Lundi til Selkirk fyrir hvern fullorð- inn farþega var 50c., og ef nesti hans þraut vegna byrleysis, fékst nógur matur ókeypis hjá skipshöfninni. Hvergi fékst meira né betra fyrir 50c. en á Sigurrósu. Vildi ég að öíl ver- öldin, sem nú þjáist af verð- bólgu, tæki sér hana til fyrir- myndar. Fyrsti skipsstjórinn hét Oddur og var Eiríksson, hinn mesti efnismaður, en dó ungur. Sá er lengst var skipstjóri á Sigurrósu var hinn víðkunni sægarpur Júlíus Sigurðsson. Fyrstu Galla, sem til Nýja-ís- lands komu, flutti Sigurrós til Gimli, mestmegnis kerlingar og krakka, því karlarnir urðu eftir í Winnipeg að vinna þau verk, sem landar töldu sér ekki leng- ur samboðin. Á leiðinni til Gimli skeði það að skipsherranum varð litið ofan í káetuna til kerl- inganna og sér að gólfið er yfir flotið, hyggur skipið sé tekið mjög að leka. Var að því komið að hann skipaði öllum (nema kerlingunum, sem hann hugði þegar á floti) að segja á sig sundbeltin ef mætti þannig lengja lífið um nokkur augnablik til bænahalds. Hann vaknaði þá til skyldunnar, þaut að dælunni og pumpar og pumpar, en ekkert vatn kemur. Gat það verið að dælan væri biluð? Það var al- veg óhugsanlegt. Hún hlaut að vera óforgengileg eins og skipið sjálft. Hann lét dæluna ganga einu sinni enn til reynslu. Ekk- ert vatn. Hann þaut ofan í káet- una til kerlinganna, kom aftur og lýsti því yfir í heyranda hljóði að hættan væri afstaðin; það sem væri á káetugólfinu væri — guði sé lof — ekki Win- nipegvatn. Sama árið og þeir Friðjón og Sigtryggur hófu viðarsögun við fljótið keyptu þeir allstóran og glæsilegan gufubát sem Victoria hét, hún hafði alla kosti sem einn bát má prýða og var elskuð og virt af öllum fljótsbúum og talað um hana sem lifandi veru. Þá létu þeir félagar Friðjón og Sigtryggur smíða á Möðruvöll- um tvö stór flutningaskip eða barða og létu heita í höfuð tveim systrum Hannesar Haf- stein Soffíu og Láru. Barðar þessir voru til vöru og timbur- flutninga og var Victoria með þá í eftirdragi í vikulegum ferðum milli Möðruvalla og Crossing. Nokkru síðar bygðu þeir á sama stað stórskipið Aurora. Var hún fyrst höfð fyr- ir barða. Dró þá Victoría 3 barð- ana. Síðan gerðu þeir félagar úr henni hjólskip og eitt af stærstu og hraðskreiðustu gufuskipum á Winnipegvatni. „Hannesson- bræður“ á Gimli keyptu stóra skonnortu sem hét Gold Seal og breyttu í gufubát og nefndu Gimli. Hún var í laginu eins og íslenzkur sauðskinnsskór og leit út sem hún gæti gengið betur á landi en vatni. Að henni út- gerðri smíðuðu þeir bræður Framhald á bls 7 MANY OF OIR SHAREHOLDERS ARE MEN BUT... women outnumber men among regis- tered individual shareholders of Dominion Textile's common stock. There are 3,110 women and 2,225 men, and the women own more shares than the men do. Over 95 percent of these shareholders live in Canada. They live in all provinces, with Quebec, Ontario, British Columbia, Manitoba and Nova Scotia leading, in that order. None of these shareholders owns as much as one per cent of the stock. Dominion Textile Company Limited MANUFACTURERS OF PRODUCTS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.