Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 |lo*<*!r."-iS3» A Compleie Cleaning Instituiion PHONE 21 374 ^ La*>*2& ^ A Complete Cleaning Institution »*o*' 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 19. JÚLI, 1951 NÚMER 29 Risatjónaf völdum vatnavaxta í Bandaríkjunum Kansas og Missouriríkin harðast leikin; milli þrjátíu og fjörutíu manns týna lííi; nálega hundrað þúsundir karla, kvenna og barna án skýlis yfir höfuðið; eigna- tjón metið á 750 miljónir dollara. eða jafnvel þar yfir. Tvær samnefndar b o r g i r, Kansas City í Kansas og Kansas City í Missouri, hafa sætt þyngst- um búsifjum af völdum Kansas- og Missouriánna, sem slíkur hamagangur hefir komist í, að til einsdæma má telja í sögu hinnar amerísku þjóðar, og minnir þetta mjög á flóðin miklu í Winnipeg í fyrra vor; styrkir flóðgarðar, er nálega voru taldir með öllu óbilandi, rofnuðu svo að segja á svip- stundu, og hótel, íbúðarhús, verzlanir og vörugeymslur fóru á bólakaf; auk lögreglunnar var herlið þegar kvatt á vettvang, og hver sem vettlingi gat valdið, vann að björgunartilraunum jafnt nótt sem nýtan dag. Þjóðþing Bandaríkjanna, sem Ófremdarást-and í lok fyrri viku lenti alt í upp- nám í bænum Cicero í Illinis- ríkinu; kvað svo ramt að óspekt- unum, að lögreglan stóð uppi ráðþrota, og ríkisstjórnin sá þann kost vænstan, að kveðja herlið á vettvang til þess að skakka leikinn. Óspektir þessar' stöfuðu auð- sjáanlega af kynþáttahatri, sem ætla mætti að væri fyrir löngu úr sögunni. En svo hagaði til, að Negrafjölskylda hafði komist yfir húseign í bænum og var í þann veginn að flytja inn í hana; urðu þá hinir hvítu, eða ljósleitu „yfirburðamenn" óðir og upp- vægir, og kváðust ekki mega við því, að láta skugga falla á bæjar- félagið. Negrafjölskyldan, að sögn, hætti við að setjast að í bænum; nokkrir lögregluþjónar borgarinnar sættu all-alvarleg- meiðslum, en fjöldi manna gekk með glóðaraugu dagana á eftir sat á rökstólum í Washington, veitti þegar til bráðabirgða 25 milljónir dollara til að ráða bót á mest aðkallandi fjárhagsieg- um vandamálum, en Rauði Krossinn annaðist um útbýtingu rúmfatnaðar og vista þar, sem þörfin var mest. Truman forseti flaug yfir flóð- svæðin á þriðjudaginn var til þess að kynnast með eigin aug- um ástandinu, eins og því raun- verulega væri háttað, og heim- sótti um leið fæðingarbæ sinn, Independence í Missouriríkinu. Rauði Krossinn í Canada hef- ir boðið flóðríkjunum syðra alla hugsanlega aðstoð, og Winnipeg borg hefir sent suður fjóra flóð- sérfræðinga undir forustu W. D. Hurst, yfirverkfræðings borgar- innar, sem gat sér í fyrra víð- tækt frægðarorð vegna árvekni sinnar og sérkunnáttu. Þegar síðast fréttist, var nokk- uð farið að lækka í ánum syðra, og nokkuð af fólki tekið að flytja til sinna fyrri bústaða. Katalínabátur bætist í íslenzka flugflotann Ný farþegaflugvél bættist í gær í íslenzka flugflotann. er það hin nýja Katalína- flugvél Loftleiða, sem nefnd hefir verið „Dynjandi", og fór í gær í fyrstu för sína til Grænlands með leiðangurs- menn dr. Lauge Koch. Sláttur ekki hafinn að marki í Flóa Frá fréttaritara Tímans á Eyrarbakka. Sláttur er ekki hafinn að kalla hér um slóðir, aðeins tveir eða þrír menn byrjaðir að marki, en sláttur mun hefjast almennt næstu daga, þótt spretta sé enn mjög léleg og tún skemmd af kali. Er útlit fyrir, að þetta sum- ar verði langt fyrir neðan meðal- lag hvað sprettu snertir. Garðar eru enn lítið sprottnir og framfarir í þeim litlar enn. Stafar þetta af klaka í jörðu lengi fram eftir sumri og of miklum þurrkum síðustu vik- urnar. —TÍMINN, 12. júlí „Dynjanda" var upphaflega ætlað að annast björgunar- og gæzlustörf á vegum bandaríska flotans og þess vegna var vélin sérstaklega styrkt til þess að geta lent í úfnari sjó en eldri gerðir flugvéla af þessari teg- und, en þegar Loftleiðir keyptu vélina var ekki búið að fljúga henni nema 650 klst. Vélin var í eigu Aero Corporation í At- lanta í Bandaríkjunum þegar Loftleiðir keyptu hana 17. marz s.l. og var hún keypt í skiptum fyrir Grummanflugvél. Skömmu síðar fór Jóhannes Markússon flugstjóri til Bandaríkjanna til þess að sækja flugvélina og voru með honum til aðstoðar þeir Smári Karlsson flugstjóri, Hall- Skógareldar í British Columbia Undanfarnar þrjár vikur hafa skógareldar í British Columbia veitt fylkinu þungar búsifjar og valdið geisilegu tjóni; svo má segja að vestur þar hafi naumast komið deigur dropi úr lofti í háa herrans tíð, en nú hefir að sögn, kólnað snögglega í veðri, og við það hafa eldarnir orðið viðráðanlegri. í fyrri viku hlektist olíu- hleðsluskipi á í höfninni í Van- couver, og við það lentu í sjó- inn 140 gallónur af olíu; stafaði af þessu hin mesta hætta, og stóð lögreglan vörð um höfnina, unz sýrit þótti, að háskanum væri afstýrt. dór Guðmundsson vélamaður og Ólafur Jónsson loftskeytamað- ur.. Heim til íslands komu þeir 16. maí og höfðu þá flogið síð- asta spölinn frá Goose Bay til Reykjavíkur í einum áfanga á 10 klst. Vélinni breyit. Strax eftir að vélin kom hing- að var hafizt handa um að gera hana að farþegaflugvél, en byssu stæði, skotturna og annað þurfti að fjarlægja en breyta öðru og bæta margt. Unnið var af kappi við vélina og var keppt að því marki að verkinu yrði lokið áður en á vélinni þyrfti að halda vegna Grænlandsflugsins. Fram kvæmd breytinga á rafmagns- kerfi annaðist Jón Guðjónsson rafvirkjameistari, loftskeyta- kerfið endurbætti Ólafur Jóns- son, yfirloftskeytamaður Loft- leiða, stólar voru fengnir frá Stálhúsgögnum, en aðrar breyt- ingar voru framkvæmdar í við- gerðarverkstæði Loftleiða, und- ir stjórn Halldórs Sigurjónsson- ar, sem veitir viðgerðarverk- stæðinu forstöðu. Tekur 20 farþega. Vélin getur nú flutt 20 far- þega. Einkennisstafir hennar eru TF—RVR. Flugvélinni var gefið nafnið „Dynjandi". —TÍMINN, 12. júlí Frá Kóreu Tilraunir um undirbúning að vopnahlé í Kóreu standa enn yfir, en hvernig þeim miðar á- fram, er lítt kunnugt, því eng- ar opinberar yfirlýsingar hafa verið birtar af hálfu samnings- aðilja; er þess getið til, að það geti enn tekið langan tíma, að semja um dagskráratriði, ef það Þá á annað borð lánast. Þingrof og nýjar kosningar Forsætisráðherra New Zea- lands, Mr. Sidney Holland, hefir lýst yfir því, að hann hafi á- kveðið að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga eins fljótt og framast verði við komið; að svo stöddu kvaðst hanrf ekkert geta látið uppi um kosningadaginn, en líklegt þætti, að atkvæða- greiðslan færi fram í öndverð- um ágústmánuði næstkomandi. Það var síður en svo, aö kjör- tímabil stjórnarinnar væri runn- ið út, því síðustu kosningar á New Zealand fóru fram 1949. En tvö síðustu árin má svo segja, að alt landið hafi logað í verk- fóllum, einkum uppskipunar- og hafnarverkfóllum, er mjög hafa þröngvað að atvinnulífi þjóðar- innar; og með það fyrir augum, að herða á verkamálalöggjöf- inni, tók Mr. Holland þann kost, að rjúfa þing og spyrjast með því fyrir um vilja kjósenda varð- andi lausn þessa mikla vanda- máls. Stórfenglegt áveitufyrirtæki Nýlega var tekið til afnota í suðurhluta Albertafylkis eitt hið stórfenglegasta áveitufyrirtæki í Vestur-Canada og jafnvel í öllu landinu; hátíðahöld mikil fóru fram í þessu sambandi, og flutti landbúnaðarráðherra sambands- stjórnarinnar aðalræðuna; áætl- að er að þessi nýja áveita breyti um fjögur hundruð þúsundum ekra af eyðimörkum og sand- auðnum í frjósama akra og arð- vænleg beiti- og heyskaparlönd. Konungaskipti Leopold III. Belgíukonungur lét formlega af völdum síðast- liðinn mánudag og afsalaði kon- ungdómi í hendur Boudouin syni sínum; hafði Leopold þá ríkt yfir Belgíu í seytján ár; andstæðingar hans fundu hon- um það til foráttu, að hann hefði verið um of stimamjúkur við Hitler og fylgifiska hans meðan á stríðinu stóð, og í raun og veru selt Nazistum land sitt í hendur, hver svo sem dómur sögunnar kann að verða um það, er öll kurl koma til grafar. Rt. Hon. Louis St. Laurent forsætisráðherra Canada Heimsækir Gimli þann 3. ágúst Eins og þegar er vitað, eru nú liðin sextíu ár síðan fólk frá Úkraníu tók sér bólfestu í þessu landi, og verður afmælisins minst með viðtækum hátíðahöldum; í þessu tilefni heimsækir forsætis- ráðherra canadísku þjóðarinnar, Rt. Hon. Louis St. Laurent, Gimli þann 3. ágúst næstkomandi, en þar býr margt fólk af áminstum kynstofni, sem vel hefir komið ár sinni fyrir borð. Nýtízku kosningaáróður tneðaí Grænlendinga Almcnnar kosningar siðastliðinn laugardag Kosningar til sveitarstjórna og í landsráð fóru fram í Grænlancp á laugardaginn, og er þetta í fyrsta skipti, að kosið er í landsráð við beinar kosningar. Api fremur sjálfsmmorð Dönsku blöðin segja um þess- ar mundir mjög frá sjálfsmorði, sem framið var í skemmtistað í Velje í Danmórku. Aðal- skemmtikrafturinn var karlapi, er nefndur var Gústaf, og hann hengdi sig. Apinn kom ekki alls fyrir löngu beina leið frá Afríku, á- samt kvendýri, sem nefnt var Lísa. Fyrst í stað gekk allt vel. Aparnir drógu að sér athygli fólksins, sem þótti gaman að hátterni þeirra. En smátt og smátt fór samkomulag apanna versnandi, unz um þverbak keyrði. Um svipað leyti hætti apinn að vilja nærast. Nú einn morguninn fannst hann hengd- ur í kaðli í apabúrinu. Það er talið mjög ósennilegt, að um slys hafi verið að ræða, heldur hafi apinn hengt sig viljandi, leiður á lífinu, umhverfinu og sjálfri Lísu sinni. —TÍMINN, 7. júlí Iran og olían Mr. Averell Harriman, sér- stakur sendiherra Trumans for- seta, er staddur í höfuðborg íran þessa dagana með það fyrir augum, að miðla málum, ef auð- ið yrði, milli Breta og Iran- stjórnar út af hinum auðugu olíulindum þar eystra; fram að þessu hefir Mr. Harriman, að því er síðast fréttist, lítið orðið ágengt. Kosningaspjöll og áróður. Á kosningadaginn var víða sólskin og gott veður í Græn- landi og voru fánar dregnir á stöng í kaupstöðunum. I fyrsta skipti í sögu Grænlands sáust vörubifreiðir með kosninga- spjöld, og á götunum í Góðvon spígsporuðu menn, sem báru á- letruð spjöld, þar sem skorað var á fólk að kjósa vissa frambjóð- endur. Var hvarvetna uppi fót- ur og fit og hinn mesti hátíðis- dagur hjá Grænlendingum. 50—100% þáitiaka. Kosningaþátttakan var 50— 100%, og að meðal tali mun hún hafa orðið á milli 60—70%. Voru bátar sendir til staða, þar sem talstöðvar eru, til þess að koma á framfæri kosningatölum og úrslitum. Göml ulandsráðsmennirnir féllu. Fæstir þeirra, sem í landsráð- ið voru kosnir, áttu þar sæti áður. Munu aðeins þrír eða fjór- ir hafa náð endurkosningu. Lík- legt er talið, að tveir Danir hafi náð kosningu, og er annar þeirra yfirmaður krýólítnámanna í Ivigtút. Kona í sveitarstjórn. Ein kona náði kosningu í sveitarstjórn, og þykir það ekki lítið nýmæli í Grænlandi, að konu skuli þannig falin forsjá mála við almennar kosningar. —TIMINN, 7. júlí Fjölmenn minning- arathöf n á Akureyri Lík mannanna tveggja, sem fórust í Óshlíðinni um helgina,. komu með skipi til Akureyrar í gær. Ferðafélagar þeirra komu einnig með skipinu. Skipið lagð- ist að bryggju kl. 2 í gær. Var þá mikill mannfjóldi þar saman kominn og fánar blöktu hvar- vetna í hálfa stöng í bænum. Karlakór söng sálm á bryggj- unni og síðan voru kisturnar bornar upp í Akureyrarkirkju, en íþróttafólk gekk í fylkingu á eftir. Síðan hófst minningarathöfn í kirkjunni. Séra Friðrik J. Rafnar flutti ræðu en karlakór- inn söng sálm á undan og eftir. Mjög fjölmennt var í kirkjunni og djúpur sorgarblær yfir at- höfninni. Mönnunum tveim, sem slösuð- ust illa í slysinu og liggja nú á ísafirði leið betur í gær og von um bata talin meiri. —TÍMINN, 11. júlí C.C.F.-sinnar yinna kosningu Við nýlega afstaðna aukakosn- ingu til fylkisþingsins í Saskat- chewan, sem fram fór í Gravel- borgkjördæminu, fóru leikar þannig, að frambjóðandi C. C. F.-flokksins, Edward Walker, gekk sigrandi af hólmi; hlaut hann 2,591 atkvæði til móts við þingmannsefni Liberala, Ron MacLean, er fékk 2,510 atkvæði. Þingsæti þjetta var áður í hönd- um Liberala, en losnaði við það, er þingmaður þess, H. M. Culliton, fyrrum ráðherra, var hafinn til dómaratignar í yfir- rétti fylkisins. Líklegt þykir að Mr. MacLean krefjist endur- talningar vegna þess hve at- kvæðamunurinn var í rauninni smávægilegur. Fyrir síðustu almennar kosn- ingar í Saskatchewan 1948, átti C.C.F.-flokkurinn fulltrúa á þingi fyrir áminst kjördæmi. Um innanfylkismál var lítið rætt af hálfu C. C. F.-sinna í undirbúningi áminstrar auka- kosningar, heldur var aðaláherzl- an á það lögð, að úthúða sam- bandsstjórn vegna hveitisamn- inganna við Bretland. Sláttur hafinn um allt Hérað Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum á Völlum Sláttur hér á Fljótsdalshéraði hófst almennt kringum síðustu helgi. Gróðri hefir mikið farið fram síðastliðinn hálfan mánuð, en þó hefir verið heldur þurrt og kalt. Spretta á túnum er enn léleg, en útjörð tiltölulega betur sprottin. Á Úthéraði byrja sumir hey- skap á útjörð, þar sem vatn ligg- ur á blám á vorin. —TÍMINN, 11. júlí Aukinn ferða- mannastraumur Að því er náttúrufríðinda- ráðherranum J. S. McDiarmid segist frá, er ferðamannastraum- urinn til Manitobafylkis í ár meiri, en dæmi voru áður til; mikill meirihluti aðkomumanna er úr Bandaríkjunum; áætlað er, að viðskipti ferðamanna við fylkisbúa á yfirstandandi árstíð, nemi að minsta kosti 25 miljón- um dollara. Vafalaust má mikið meira gera, en fram að þessu hefir gengist við til að auka ferða- mannastrauminn inn í fylkið; vegir þurfa í mörgum tilfellum endurbóta við, og kæmi það vita- skuld eigi að sök, þó komið væri upp nýjum hótelum, er þyldu að öllu samanburð við hótelkost Bandaríkjanna; skemtistaðir mættu einnig vera fleiri og full- komnari, og viðmót almennings léttilegra og hlýrra. Við þurfum að fá margfalt fleira góðra gesta, og við þurfum líka að kunna að taka á móti þeim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.