Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 4
4 Eögterg OeflB út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utan&slirift ritstjórans: HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Sigurður Júlíus Jóhannesson: LJÓÐ. Reykjavík, 1950. tTtgefandi: Barnablaðið Æskan. Steingrímur Arason annaðist um val kvæðanna. Það hefir drengist úr hömlu, að ég mintist þessar- ar fallegu, nýju ljóðabókar Dr. Sigurðar Júlíusar Jó- hannessonar, er hann persónulega sendi mér að gjöf, og skal nú lítillega úr drættinum bætt. Sigurður Júlíus Jóhannesson er löngu kunnur með- al íslendinga austan hafs og vestan, eigi aðeins vegna strengmjúkra ljóða sinna, heldur og sakir snildarlegrar meðferðar sinnar á óbundnu máli, er tiltölulega fáir komast til jafns við. Steingrímur Arason rithöfundur fylgir áminstri ljóðabók úr hlaði með greinargóðum formálsorðum, þar sem lýst er í stórum dráttum litbrigðaríkum ævi- ferli þessa sérstæða mannvinar og umbótamanns, er jafnan vakti á verði þeim til fulltingis, er höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni; hin eldri kvæða hans, svo sem ljóðabók hans „Kvistir“, ber svo glögg merki um, eru að meira og minna leyti pólitísks eðlis og mun slíkt lítt hafa aukið á skáldskaparlegt gildi þeirra, þó mörg þeirra séu að vísu hið bezta kveðin; en er lengra líður á ævina, verður höfundurinn víðfeðmari og yrkisefnin fjölbreyttari; um það blandast engum þeim hugur, er fylgst hefir með þróun ljóðagerðar hans síðasta aldar- fjórðunginn, eða freklega það. Dr. Sigurður er manna bezt heima í braglist, og hefir lagt óvenjulega rækt við fágað ljóðform, er ýmsir „modernistar“ nú sýnast ná- lega skella skollaeyrum við, og braglýti í Ijóðum hans mun engan veginn auðvelt að finna; stingur þetta mjög í stúf við hina, er vaða á rosabullum inn í helgidóma hins íslenzka ljóðforms og afbaka það að vild. Kvæði Dr. Sigurðar mótast svo af fölskvalausri mannást og hjartahita, að eigi verður um vilst, að þau séu ort af innri þörf; hann ann hugástum ættjörð sinni og helgar henni mörg sinna fegurstu ljóða; það er eftir- minnilega fallegt og ræktarlegt kvæðið „Kveðja til ís- lands“, bls. 19: Þó ytri farsæld forlög mín í faðmi sínum geymdi ' og upp í hæztu sæti sín mig setti — ef þér gleymdi, þá ríkti eilíft eyðihjarn í instu veru minni, því drottinn gæti ei blessað barn, sem brygðist móður sinni. w\ * Ég bið þess Guð, er gaf mér þig, að geyma í skauti sínu; ég bið að gæfan geri mig að góðu barni þínu. Ég bið að læri þjóðin þín að þekkja köllun sína; þig drottinn blessi, móðir mín, og mikli framtíð þína. Nokkur vafi leikur á því, hvort ljóð Dr. Sigurðar hafi fram að þessu orðið aðnjótandi þeirrar viðurkenn- ingar, er þeim í raun og veru ber, enda mörg skáld beðið slíks, uns þau fyrir löngu höfðu safnast til feðra sinna. í kvæðinu „Landneminn“, sem endurspeglar af- stöðu skáldeins til samferðasveitar sinnar, standa þessi táknrænu erindi: Hvað landneminn átti hér örþrönga skó, það einungis skaparinn veit; en ánægður var hann og þakklátur þó að þurfa ekki að dæmast á sveit. Ef bróðir hans átti ekki björg eða hús og brauðvana systur hans kól, þá bauð hann þeim seinasta bitann sinn fús og bygði þeim sæmilegt skjól. Og er það ekki einmitt þetta, sem Dr. Sigurður hefir um langan mannsaldur daglega verið að gera, að bjóða fúslega síðasta bitann sinn, skjóta skjólshúsi yfir olnbogabörnin, er urðu honum samferða á lífs- leiðinni? Vísurnar, „Saga stjórnmálamannsins“, bls. 73, sverja sig mjög í ætt við fyrri kvæði höfundar, er hann var blóðheitastur, og rann sárast til rifja undirferlið á vettvangi stjórnmálanna, eða svikin við fólkið og Íífið: Einn á verði ungur stóð hann yfir heillum fósturlands, þjóðina varði þrælatökum — þó voru allir fjendur hans. Seinna virðing, fé og frægðir fann — í sporum svikarans; þjóðina beitti þrælatökum — þá voru allir vinir hans. 0 Sem skáldi æskunnar má skipa Dr. Sigurði í röð brautryðjenda, og þar á hann, ekki ósennilega, lengst LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚLÍ, 1951 Uppeldismálaþingið vill íá: Kennslustofun í uppeldisvísindum við hóskólann sem allra fyrst Telur framkvæmd ákvæða fræðslulaganna um það hafa dregizl um of. Uppeldismálaþingið, sem haldið var hér í Reykjavík fyrir helgina, samþykkti áskorun á fræðslumálastjórnina og rektor háskólans um það, að komið verði upp hið bráðasta kennslustofun í uppeldisvísindum við Háskóla íslands, svo sem ákveðið er í lögum frá 5. marz 1947. Taldi þingið, að framkvæmd þessara ákvæða fræðslulaganna hefði dregizt um of og ótækt sé að fresta henni lengur. Ályktun þingsins um mennt- un kennara fer hér á eftir orð- rétt: „Sjöunda uppeldismálaþing, háð í Reykjavík 13.—16. júní 1951, lítur svo á, að fullkominn árangur af starfi skólanna sé að miklu leyti háður góðri og vax- andi menntun kennara. Telur þingið, að stóraukna áherzlu beri að leggja á það, að kenn- araefni fái sem bezta menntun, hagnýta og fræðilega. I þessu sambandi leyfir þingið sér að benda á það, að Kennaraskóli Is- lands, sem veitir kennaraefnum skyldunámsstigsins lögboðna menntun, býr við húsnæði, sem háir starfi hans mjög og gerir suma þáttu þess óframkvæman- lega. Þingið telur þó, að enn verr sé ástatt um menntun kenn- araefna gagnfræðastigsins. Eng- ir kennarar framhaldsskólanna, að norrænunemendum undan- skildum, eiga hér á landi kost hæfilegs náms í undirbúnings- starfi sínu. Ýmsir hafa þó með ærnum kostnaði aflað sér við- hlítandi þekkingar í kennslu- greinum sínum, en flesta skort- ir uppeldisfræðilega og kennslu- fræðilega undirstöðumenntun. Þetta ástand lamar mjög starf framhaldsskólanna og dregur úr árangri þess. Af þessum sökum leyfir upp- eldismálaþingið sér að beina eftirfarandi áskorun til mennta- málaráðherra, fræðslumála- stjóra og rektors Háskóla ís- lands: I. Kennaraskólinn. 1. Hraðað verði byggingu kennaraskólans, svo sem frekast er unnt. Við teikningu skólans sé vel séð fyrir þeim stórfelldu breytingum 1 kennslutækni og kennsluaðferðum, sem nú ger- ast óðum og sýnilega munu fara í vöxt á þessum síðari helmingi aldarinnar. 2. Jafnframt kennaraskólan- um verði reistur fullkominn æf- ingaskóli, sem lúti stjórn kenn- araskólans og starfræktur verði til hagnýtrar fræðslu og æfinga kennaraefna skyldunámsstigs- ins. Þingið telur æfingakennsl- una einn meginþátt kennara- menntunarinnar og vill hvetja til þess, að hún verði stóraukin, jafnskjótt og bætt húsakynni kennaraskólans leyfa. Núver- andi skilyrði til æfingakennslu telur þingið óviðunandi með öllu. II. Mennlun unglingaskóla- kennara og gagnfraeðaskóla- kennara. 1. Uppeldismálaþingið fagnar því skrefi, sem stigið hefir verið með breytingu á reglugerð fyrir Háskóla íslands, nr. 47 1942, þar sem ákevðið er, að Háskólinn veiti kennaraefnum gagnfræða- stigsins og menntaskólanna eins misseris kennslu í uppeldis- og kennslufræði. Skoðar þingið þessi ákvæði sem viðurkenningu á því, að uppeldisleg og kennslu- fræðileg menntun sé hverjum kennara nauðsynleg. Hins vegar telur þingið, að þessi ráðstöfun muni þá fyrst ná tilgangi sínum að fullu, er allur þorri þeirra manna, sem gerast vilja kennar- ar við unglingaskóla og gagn- fræðaskóla, á þess kost að fá menntun sína við Háskóla Is- lands. Samhliða námi kennslu- greinanna mundi slíkt nám, sem reglugerð háskólans gerir ráð fyrir, koma að verulegu gagni. 2. Því leyfir þingið sér að skora á fræðslumálastjórnina og rektor háskólans, að komið verði upp hið bráðasta kennslustofun í uppeldisvísindum við Háskóla íslands, svo sem ákveðið er í lögum frá 5. maz 1947. Telur in þingið, að framkvæmd þessara ákvæða fræðslulaganna hafi dregizt um of og ótækt sé að fresta henni lengur. sérfræðingar þjóðarinnar í nátt- úrufræðilegum greinum. Hér eru því nærtækir hinir ákjósan- legustu kennarar, en þess eru mörg dæmi erlendis, að rann- sóknar- og kennslustörf eru þannig sameinuð. Þingið lítur svo á, að með samvinnu og góðu skipulagi mætti hrinda hér í framkvæmd, án mikils kostnað- ar, einu brýnasta nauðsynja- máli kennslustéttarinnar. 4. Uppeldismálaþingið v i 11 benda á það, að þessi stofnun mundi greiða stúdentum leið að stuttu, hagnýtu námi, en fjöldi stúdenta vex með ári hverju. Starfssvið hennar yrði æskileg rýmkun á starfssviði B.A.-deild- ar háskólans, svo að starfskraft- ar þeirrar deildar nýttust í þágu kennaramenntunaririnar. 5. Réttindi til náms í um- ræddri kennaradeild eru ákveð- í 14. gr. laga um kennara- rríenntun. Uppeldismálaþingið vill þó leggja áherzlu á, að kennarar, sem þegar eru í starfi, eigi kost á að ljúka námi í deild- 3. Kennslustofnun þessi veiti inni> enda Þótt Þeir hafi ekki fræðslu í sem flestum þeim greinum, sem kenndar eru á gagnfræðastiginu, svo sem ís- lenzku og sögu, ensku og dönsku og ýmsum greinum náttúru- fræði. Leyfir þingið sér að benda á það, að við háskólann starfa nú þegar einn eða fleíri kennar- ar í mörgum veigamestu grein- unum, svo sem íslenzku, sögu og ensku, en við Atvinnudeild Háskólans starfa ýmsir færustu þreytt tilskilin próf. 6. Þingið vill ennfremur leggja áherzlu á nauðsyn þess, að þeir kennarar gagnfræðastigsins, sem numið hafa erlend mál hér á landi, stundi framhaldsnám í sömu grein á heimalandi máls- ins, hið minnsta sex mánuði, svo að þeir nái leikni í að tala málið. Telur þingið, að þetta mundi leiða til hagnýtari tungumála- kennslu“. —Alþbl. 20. júní Aðalheiður Einarsson 1873—1951 Sú frétt barst hingað fyrir nokkru, að dáið hefði að Sex- smith, P.O. í Peace River hér- aðinu í Alberta konan Aðal- heiður Eyjólfsdóttir Einarsson í hárri elli. Hún lézt 28. apríl s.l. Hún var fædd í Skorradal í Borgarfirði syðra 3. febrúar 1873. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Guðmundsson prests á Hólmum í Reyðarfirði og máske v í ð a r, Bjarnasonar umboðs- manns í Sviðholti og fyrri kona hans Ingveldur Sveinbjarnar- dóttir hreppstjóra á Oddsstöð- um í Suður-Reykjadal. Aðal- heiður kom til Canada 1902 og settist að í Argyle, faðir hennar kom einnig vestur, var hann greindur maður og skáldmæltur; skrifaði hann ævisögu sína og kennir þar margra grasa. Aðalheiður giftist eftirlifandi manni sínum (í Argyle 12. ágúst 1905) Jóni Einarssyni frá Hvappi í Þistilfirði. Voru for- eldrar hans Einar Benjamíns- son Kjartanssonar og kona hans Ása Benjamínsdóttir Ágústín- usarsonar; er Jón bróðir Ágústs Einarssonar skálds í Árborg, Man. Jón og Aðalheiður bjuggu í Argyle í 10 ár eða til 1915. Þá tóku þau sig upp allnokkuð hnigin að aldri og gerðust frum- herjar í óbyggðum Norður- Alberta. Námu þar land í Peace River héraðinu, nálægt Sex- smith P.O. og hafa búið þar síð- an og farnast mætavel. Er sagt að hjónaband þeirra og heimilis- líf hafi verið hið farsælasta, enda voru þau bæði vel gefin, iðjusöm, bjartsýn og lífsglöð. Sex börn eignuðust þau, eru 3 á lífi: Ástríður, Ingólfur og Aðaljón; dáin eru: Ingólfur og tvær Liljur. Aðalheiður var greind kona og skyldurækin, og barst lítt á, var hún af góðum ættum kom- in og tók hún í arf margt það bezta sem ættirnar lögðu til lífs- ins. Situr nú Eklamakinn mjög hniginn að aldri og allbilaður á sjón og harmar liðinn ástvin og tryggan ferðafélaga. Guð gefi honum ævikvöldið rólegt og fagurt. G> oleson Um daginn voru Fred og Mary gefin saman í hjónaband í Skot- landi. Eftir hjónavígsluna spurði brúðguminn prestinn, hve mik- ið hann ætti að borga. — Hvað finnst yður þetta mikils virði? spurði presturinn Brúðguminn hugsaði sig lengi um og rétti prestinum síðan shilling. Presturinn horfði fyrst á shillinginn, því næst á brúðurina og rétti svo brúðgumanum átta pence aftur. ☆ — Hefurðu nokkurn tíma hugs að um, hvað þú myndir gera ef þú hefðir jafn háar tekjur og Rockefeller? — Nei, en ég hefi oft velt því fyrir mér, hvað Rockefeller mundi gera ef hann hefði tekjur á við mig. líf fyrir höndum í íslenzkum bókmentum, og hafa ljóð hans, slíkrar tegundar, fyrir nokkru verið gefin út í bókarformi. Þessi nýjasta útgáfa af ljóðum Dr. Sigurðar, er um alt hin vandaðasta, en því miður, er hún enn ókom- in á bókamarkað vestan hafs. — LEIÐRÉTTING — 1 fréttabréfi mínu, er birtist í Lögbergi vikuna sem leið, urðu nokkrar villur og langar mig að leiðrétta þær helztu: 1 dánarminningu Ingibjargar Sveinson er maður hennar nefndur Halldór Hjartarson, en á að vera Hjaltason. I minning- arorðum Einars Sigvaldasonar er sagt að kona hans hafi verið fædd í Múlakoti en á að vera Márskoti í Reykjadal. Þar sem minst er á hornleikaraflokkinn frá Minnesota er Hr. John A. Olsen nefndur fararstjóri, en á að vera forstjóri eða formaður (Band master). Og loks í frá- sögninni um silfurbrúðkaup þeirra Mr. og Mrs. B. K. Johnson er faðir Mrs. Johnson nefndur Höskuldur en á að vera Hólm- kell. Þetta eru hlutaðeigendur beðnir að virða á betri veg. G. J. Oleson Fréttir frá Gimli Eftir S. BALDWINSON „Eftir gömlum aldasið, ýmis- legt nú ber þar við“. Fyrst er að nefna tíðina, hún hefir verið köld og votviðrasöm, þó er gras- spretta ágæt, og akrar blómleg- ir, svo bændur eru vongóðir og bjartsýnir; aftur á móti eru fiskimenn ekki eins stoltir, því aflinn er óvenjulega rýr, svo naumast mun hann svara kostn- aði, nema eitthvað lifni yfir veiðinni. Vinna er hér töluverð við bryggjuna stóru og flóðgarðinn til varnar landbroti af vatninu. Stjórn vor veitti til þess góðan fjárstyrk. Allar lífsnauðsynjar hækka í verði daglega, án þess að stjórn vor skipti sér neitt af því enn, samt verður hún að taka í taum- ana, enginn annar hefir vald til þess, t. a. m. brauð er nú orðið 13 cent, sem allir vita að ekki kostar nema 8 cent, 3 cent efnið og 5 cent verkið með háu kaupi; en nú fara konur líklega að baka öll sín brauð sjálfar, og bæjar- menn setja upp bakarí. Þá er mjólkin, hún hefir allatíð verið að hækka í verði, en þegar hún fór upp í 20 cent potturinn, „þá gall í skrýtnum Skjá“. Gyðings- tetur neitaði að ganga í sam- bandið, að hækka mjólkina meira en í 19 cent, og þá komu allir kaupmenn niður líka, en bændur fá víst ekki meira en helming af því verði, enda má kaupa af þeim mjólk með sann- gjörnu verði, ef maður hefir tíma til að sækja hana til þeirra. Hvítfiskurinn hækkar um 15— 16 cent pundið frá bátnum og upp á markaðinn, það eru rúmir 50 faðmar. Allir kaupmenn eru farnir að selja kjöt í búðum, rétt eins og tóbak, en það er svo dýrt, að flestir eru hættir að neyta þess, svo líklega verður fólk að fara að éta hesta, og væri það viturlegt. Hingað komu þrír íslendingar 25. júní í ævintýraleit, þeir eru efnilegir ungir menn, og fóru strax að vinna sér inn peninga; þeir eru handlægnir hér sem annars staðar, það er aðallega mér að kenna, að þeir lentu á Gimli. Ég held að þeir verði hamingjusamir í þessu landi, eins og flestir sem hingað hafa flutt. Af heldri mönnum hefir dval- ið hér nærri 2 mánuði, Þórður Ellisson, ásamt sinni ágætu konu, sem þráði mjög að sjá börnin sín þrjú, sem öll eru nú til heimilis á Gimli, þau fóru heim í gær til Vancouver, B.C., þar sem þau eru búsett. Fátt af sumargestum er kom- ið hingað ennþá, of kalt til þess, og vatnið ekki orðið nógu vel volgt til að baða sig í því. Eitt slys varð her við fiski- veiðar á vatninu, er kviknaði í bát á veiðum, svo snögglega að mennirnir urðu að stipga sér á kaf í vatnið, og formaðurinn var druknaður áður en bátur kom á vettvang til bjargar mönnun- um. Samkvæmislíf er hér fjörugt á kvöldin því flugmenn kunna flestir að dansa, og dömurnar fullar af fjöri og lífi, eins og annars staðar í heiminum. 14. júlí 1951. S. Baldwinson KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sen. fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir tam eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BARUGATA 22 REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.