Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.07.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. JÚLÍ, 1951 7 Bjarg hrapar á stóran bíl á Óshlíðarvegi, tveir bíða bana, tveir stórmeiddir í bílnum voru 30 menn, ílest Akureyringar í íþrótla og skemmtiför Um þrjúleytið á sunnudaginn var stór bifreið, sem í voru þrjátíu menn, að koma utan Óshlíð frá Bolungarvík á leið til Isafjarðar. í>oka var hið efra í fjallinu, en veður annars gott, söngur og kátína meðal fólksins í bílnum og bros á hvers manns vör. Skyndilega hrópar ein stúlkan í bílnum, að bjarg komi fljúgandi niður snarbratta hlíðina, og í næstu andrá skall það aftast á bílnum og tætti hann sundur, en tveir menn, sem í aftasta sætinu sátu, biðu bana, og aðrir tveir hlutu slíka áverka, að tvísýnt er um líf þeirra. Atburður þessi gerðist rétt innan við svonefndan Sporham- ar, og all-langt utan við þann stað, þar sem krossmarkið var reist í fyrra, er vígsla vegarins fór fram með hátíðlegri athöfn og fyrirbænum. Menn þeir, sem bana biðu, voru K r i s t j á n Kristjánsson verzlunarmaður, ættaður úr Glerárþorpi, og Þórarinn Jóns- son s^ómaður, báðir frá Akur- eyri. Þeir, sem mest særðust, voru Þorsteinn Svanlaugsson bifreiðarstjóri og Halldór Árna- son skósmiður, einnig báðir frá Akureyri. Fréttaritari Tímans á Isafirði, sem sjálfur fór á slysstaðinn, lýsir þessum atburði svo: íþróttabandalag ísafjarðar hafði boðið flokki manna úr íþróttafélaginu Þór á Akureyri í íþrótta- og skemmtiför til ísa- fjarðar. Voru það flest íþrótta- og knattspyrnumenn, sem för- ina fóru, en þrír íþróttamann- anna höfðu konur sínar með, og þrjár ungar stúlkur voru í för- inni. Komu Akureyringarnir í bifreið til Arngerðareyrar undir fararstjórn Þorsteins Svanlaugs- sonar, sem jafnframt var bíl- stjóri, en fóru þaðan á báti til ísafjarðar. Á laugardaginn kepptu Akureyringar í knatt- spyrnu og frjálsum íþróttum við Isfirðinga. Á sunnudaginn bauð íþrótta- bandalag ísafjarðar gestunum í skemmtiför til Bolungarvíkur. Var farið í stórum bíl, alls þrjá- tíu manns, þar á meðal þrír Is- firðingar. Ók Marteinn Einars- son bifreiðinni, en aðrir ísfirð- ingar í förinni voru Haraldur Steinþórsson, formaður íþrótta- bandalags ísafjarðar, og Sverrir Guðmundsson, formaður mót- tökunefndarinnar. Er dvalið hafði verið um stund í Bolungarvík, var haldið af stað aftur inn til ísafjarðar. Rétt inn- an við Sporhamar varð svo slys- ið- Stór steinn kom í loftköstum niður hlíðina og stefndi á bílinn, °g ein stúlknanna í bílnum, Dóra Bernharðsdóttir, hrópaði upp yfir sig. I sömu andrá sáu bíl- stjórinn og fleiri, sem í bílnum voru, hvað var að gerast. Bíl- stjórinn jók hraðann eins snöggt og hann gat, en veittist ekki ráð- rúm til þess að forða bílnum undan bjarginu. Það munaði svo sem einum metra, að bíll- inn slyppi. Steinninn skall aftast á bílinn og mölbraut yfirbygg- inguna að aftan með þeim af- leiðingum, sem kunnar eru. Lausagrjót, sem fylgdi steinin- um á hrapinu, hraut allt í kring- um bílinn, en lenti mest aftan við hann. Hefði steinninn lent á bílnum miðjum, hefði vart hjá því farið, að hann hefði kastast út af veginum, en fyrir neðan var hengiflug. í aftasta sætinu voru sex menn. Tveir þeirra, Kristján Kristjánsson, einn fremsti í- þróttamaður Akureyrar og mjög efnilegur spjótkastari, og Þór- arinn Jónsson, knattspyrnumað- ur, biðu báðir bana samstundis. Þeir voru báðir ókvæntir. Þor- steinn Svanlaugsson, fararstjóri Akureyringanna, og Halldór Árnason hlutu báðir mjög mikil meiðsli. Tryggvi Gestsson, sem einnig sat í aftasta sætinu, hlaut, skrámur á andliti og áverka á handlegg, en Arngrímur Krist- jánsson, tvíburabróðir Kristjáns heitins, slapp ómeiddur. Skemmra var til Bolungar- víkur en Hnífsdals af slysstaðn- um, og var þegar hlaupið af stað út eftir til þess að sækja hjálp. Áður en til Bolungarvíkur kæmi, mættu mennirnir bifreið, sem var á leið inn eftir, og sneri hún þegar við til Bolungarvíkur. Var læknir, Hinrik Linnet, sótt- ur í henni til Bolungarvíkur, og kom hann þegar á vettvang. Nokkru síðar komu svo læknir og skátar frá ísafirði. Þeir Þorsteinn Svanlaugsson og Halldór Árnason voru tafar- laust fluttir í sjúkrahús á ísa- firði, þar sem gert var að sárum þeirra. Voru þeir meðvitundar- lausir báðir, en eru nú komnir til sjálfs sín. Báðir hafa hlotið mjög mikla áverka. Þorsteinn er mikið skorinn á annarri kinn og kinnbeinið brotið, auk þess sem hann hefir fengið heilahristing, og Halldór er einnig mikið skor inn í andliti, en óbrotinn, að tal- ið er. Læknar í ísafirði eru fá- orðir um líðan þeirra, og munu þeir ekki úr hættu. Varðskipið Ægir var í fyrri- nótt sent til ísafjarðar til þess að sækja lík þeirra, sem fórust, og flytur það þau og flest af ferðafólkinu til Akureyrar í nótt. Mun skipið koma þangað klukkan níu til tíu árdegis í dag Tíðindamaður frá Tímanum átti í gærkvöldi tal við Sigurð Bárðarson, formann íþrótta- félagsins Þórs á Akureyri, en hann var þá staddur á Isafirði. Ætlaði hann að verða eftir á Isafirði, ásamt Einar Gunnlaugs- syni frá Akureyri, unz séð yrði, hvernig þeim Þorsteini og Hall- dóri reiddi af. Minningarathöfn um hina látnu Akureyringa fór fram í ísafjarðarkirkju síðdegis í gær. Flutti séra Sigurður Kristjáns- son þar stutta minningarræðu. Að henni lokinni voru kisturn- ar bornar til skips, og gengu íþróttamenn og skátar á ísafirði á undan þeim. ísfirzkir íþrótta menn báru kisturnar úr kirkju á bíl, en félagar frá Akureyri af bílnum á skipsfjöl. Fánar voru hvarvetna í hálfa stöng á ísafirði í gær og sorgar- svipur yfir öllu. Þykir Isfirðing- um dapurlega hafa aðborið, er þeir buðu Akureyringum í heimsókn til kappleikja og skemmtana. —TIMINN, 10. júlí Ágæt síldveiði var í fyrrinótt og gær víða á svæðinu milli Horns og Skaga Allmörg skip komu að landi í gær með góða eða ágæta veiði. Síldarverksmiðjan á S k a g a - strönd byrjuð móttöku. Söltun leyfð þegar og síldin er orðin söllunarhæf. Lausafregnir þær, sem Tím- inn flutti í gær, um síld á Húnaflóa, hafa nú verið staðfestar, og hafa mörg síldarskip fengið góðan afla á Húnaflóa og við Horn. Var bezta veður á þessum slóðum í gær, skafheiðríkt og víða hvítalogn. Mjög veiðilegt. Sjómenn telja mjög veiðilegt á þessum slóðum nú, og er þang- að kominn fjöldi skipa. Torfu- lagið er miklu betra en verið hefir undanfarin sumur, og minna um stökksíld, og síldin stór og ákaflega falleg. Mikill veiðihugur er í sjómönnum, og vænta menn þess, að nú þegar fáist góð veiðihrota, ef veður- lag helzt svipað. Fyrslu skipin í höfn. Allmörg skip eru nú þegar komin til hafnar með góðan afla, og í gær mátti víða sjá menn í nótabátunum og virtust sumir hafa fengið ágæt köst. Talstöðv- arnar voru lítið notaðar í gær og þykir kunnugum það benda til þess, að margir hafi verið í síld. Var búizt við fleiri skipum með afla til verksmiðjanna í nótt. Síld til Siglufjarðar. Fréttaritari Tímans á Siglu- firði sagði í gær, að fyrsti bát- urinn, sem þangað kom í gær með síld, hafi verið Garðar frá Rauðuvík. Kom hann kl. sex í gærkvöldi með 500 mál. Þessa Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 895 SARGENT AV WINNIPEG síld fékk Garðar í fimm köstum í fyrrakvöld og fyrrinótt. Mest fékk hann 200 mál í kasti. Var það á Húnaflóa, skammt frá Kolkugrunni. Þar voru allmörg skip og bátar á veiðum og marg- ir í síld. Fengu flestir eitthvað og sumir allgóða veiði. Beiri síldveiði norðar. Skipverjar á Garðari sögðu þó, er fréttaritari Tímans átti tal við þá í gær, að betri síldartorfur hefðu verið norðar í fyrrakvöld og hefðu fleiri skip verið þar og fengu margir góð köst. Síldin var yfirleitt góð viður- eignar, var vel uppi í fyrrinótt en fór niður skömmu fyrir há- degi í gær. Bjuggust sjómenn hins vegar við, að hún myndi koma upp aftur þegar liði að kveldi í gær, enda voru farnar að berast fréttir um það í gær- kveldi. Sigurður með fullfermi. Á leiðinni til Siglufjarðar í gær voru nokkrir bátar með síld, þar á meðal ólafur Bjarnason með 500 mál. Þá bárust og fregnir um það um kl. 8 í gær- kveldi, að Sigurður frá Siglu- firði hefði fengið fullfermi eða um 1000 mál og væri á leiðinni til Siglufjarðar með það. Austasta síldin við Skagagrunn. Hjá Garðari frá Rauðuvík í fyrrinótt voru ýmis skip sem fengu veiði sem fyrr segir. Þar fékk t. d. Vonin frá Grenivík 400 mál og einn bátur fékk 50 mál í kasti austur á Skaga- grunni. Var það austasta síldin, sem veiddist. I nánd við Garðar voru einnig tvö útlend skip og var annað þeirra norskt. Fann rekneta „trossu" með 40 netum. Vélskipið Stígandi fann á Húnaflóa í fyrrinótt rekneta trossu með 40 netum. Virtust þau vera frá erlendu skipi og af líkri gerð og þau, sem Rússar nota. Ekki var vitað um eiganda í gærkveldi. Löndun hafin á Skagaslrönd. I fyrstu hafði ekki verið ætl- unin að opna verksmiðjuna á Skagaströnd strax, en þegar séð var að veiðin er svona vestar- lega, tók síldarverksmiðju- stjórnin þá ákvörðun kl. 3 í gær að leyfa þar löndun með öðrum krananum fyrst í stað en báðum eða fulla löndun síðdegis í dag, ef veiði verður mikil í nótt. Einn bátur, Mummi, var kom- inn þangað með síld í gærkveldi og nokkrir fleiri voru á leiðinni. Djúpavík. Verksmiðjustjórinn í Djúpu- vík, Sigurður Guðjónsson, skýrði Tímanum svo frá í gær, að þangað hefðu komið Illugi með 1100 mál, sem hann fékk í tveim- ur köstum út af Rit í fyrrakvöld, og gat þó ekki hirt allt úr seinna kastinu, Sæfinnur með 200 mál og Páll Pálsson frá Hnífsdal með 400. Höfðu þessar bátar báðir fengið afla austur af Horni í gærmorgun. Var Páll Pálsson með sumt af aflanum í nótabát- unum, því að sjálfur bar hann ekki allt. — Pólstjarnan kom með síld til Djúpuvíkur á þriðju dag, 206 mál, og var fita þeirrar síldar 20,5%. Hásetahlutur á Illuga í þess- ari veiðiferð mun hafa verið rúmar 2000 krónur. Ingólfsf jörður. Verksmiðjustjórinn á Ingólfs- firði skýrði svo frá, að þangað væru komin þrjú skip — Frygg, sem fékk afla sinn á Húnaflóa- djúpi, 177 mál, og Smári frá Hnífsdal með 500 mál og Flosi frá Bolungarvík með 450 mál. Tveir hinir síðartöldu voru báð- ir drekkhlaðnir og höfðu þeir fengið aflann við Horn. Söllun leyfð strax. Þá tók síldarsöltunarnefnd þá ákvörðun í gær að leyfa söltun þegar er síld væri söltunarhæf. Samkvæmt frásögn fréttaritara Tímans á Siglufirði í gærkveldi, er síldin sem þangað hefir bor- izt mjög stór og feit og fullkom- lega söltunarhæf. Má því búast við, að síldarsöltun hefjist þá og þegar. Á Norðurlandi verða um 50 söltunarstöðvar í sumar og eru þar af sex nýjar. Nægar tunnur eru í landinu og einnig salt. Búið er að selja Frá Aðalfundi Sölumiðslöðvarinnar: Framleiðsla þessa órs orðin nærri eins og allt síðastliðið ór Aðalfundur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna (S. H.) var haldinn í Breiðfirðingabúð hér í bæ dagana 20. og 21. júní og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla félagsstjórnar var lesin, stjórnarkjör fór fram. Þá voru og haldin erindi um framleiðslu- og markaðsmál. Á fundin- um voru mættir fulltrúar nær 50 hraðfrystihúsa, en alls eru í samtökunum 57 hraðfrystihús víðsvegar á landinu. Framleiðslan líiil síðasia ár en fer nú vaxandi. Fyrsti fundurinn hófst á mið- vikudag kl. 2 síðdegis með því að stjórnarformaður Elías Þor- steinsson, las upp skýrslu fyrir starfsárið 1950—1951. I skýrslu sinni gat Elías þess m. a. að heildarframleiðsla hrað frystihúsanna innan samtaka S.H. - hefði s.l. ár orðið 16,800 smál., en það er um þriðjungi minna en 1949. Stafaði sú minnk un á framleiðslunni einkum af því að markaðir voru ótryggir fyrri hluta árs 1950, og starfs- grundvöllur varla fyrir hendi til reksturs hraðfrystihúsanna vegna ósamræmis á kostnaði innanlands og .verðlagi á fiski erlendis. Elías taldi horfur miklu væn- legri á þessu ári. Það sem af er árinu er framleiðsla hraðfrysti- húsanna orðin nær því eins mik- il og á öllu árinu 1950. Þá er og búið að selja og senda úr landi alla framleiðslu síðasta árs af hraðfrystum fiski, og 7000 smál. af þessa árs framleiðslu. Markaðshorfur góðar í Bandaríkjunum. Jón Gunnarsson og Magnús Z. Sigurðsson erindreki S.H. í Ame- ríku og Evrópu fluttu skýrslur um markaðshorfur. Á þessu ári hefir opnast nýr geysimikill markaður fyrir hrað fryst karfaflök í Bandaríkjun- um. Á síðasta ári voru seld 1600 tonn af karfa þangað, en allar fyrir fram rúmlega 300 þús tunn- ur Norðurlandssíldar. Einar Hálfdáns fullfermdur til Bolungarvíkur. Um miðjan dag í gær kom Einar Hálfdáns með fullfermi eða um 600 tunnur síldar til Bol- ungarvíkur, að því er fréttarit- ari Tímans skýrði blaðinu frá í gærkveldi. Síld þessi veiddist í gærmorg- un um 10 mílur austur af Horni. Á þessu svæði var mikil síld en fremur fáir bátar, en þeir, sem þarna voru, fengu flestir full- fermi. Þar á meðal voru Flosi, Smári og Páll Pálsson, sem fyrr er sagt frá. Sjómenn mjög vongóðir. Fráttaritari Tímans á Siglu- firði sagði, að sjómenn væru tiú mjög vongóðir um 'veiði. Veður var hið bezta í gærkveldi og út- lit fyrir gott veiðiveður í nótt. Síldarleil úr flugvél hafin. Reglulegt síldarleitarflug mun nú hefjast eins og að undan- förnu. Munu þeir skipstjórarnir Guðmundur Guðjónsson og Árni Stefánsson stjórna því Fiskirannsóknaskip verða einn- ig á miðunum úti fyrir Norður- landi og leita þau síldar. —TÍMINN, 6. júlí líkur eru til að miklu meira magn verði selt þangað í ár. Ef framleiðslan er vönduð, eru lík- ur til að íslendingum skapist ör- uggur karfamarkaður í Banda- ríkjunum. Fiskverð hefir verið hagstætt vestan hafs. Þá kaupa Bretar talsvert magn af hraðfrystum fiski, eink- um skarkola og lúðu og allmik- ið af hraðfrystum þorski. I ísrael hefir einnig skapast góður mark- aður og eru líkur til, að þangað megi selja verulegt magn af hraðfrystum fiski 1 haust. Viðskipti við Tékkóslóvakíu, Pólland, Ungverjaland og Aust- urríki hafa hins vegar minnkað á árinu. Þessi lönd vilja að vísu kaupa fisk frá íslandi en örðug- leikar um kaup á vörum í stað- inn. M .a. á Landsbankinn all- stórar inneignir hjá Tékkum, sem gengur erfiðlega að nota. Stafar það af því, að áhugi ís- lenzkra innflytjenda fyrir tékk- neskum vörum hefir dvínað og afgreiðsla á vörum þaðan hefir verið mjög sein og í sumum til- fellum engin. Seint 1 gærkvöldi fór fram stjórnarkjör og var fráfarandi stjórn endurkjörin. Hana skipa: Elías Þorsteinsson, formaður, Ólafur Jónsson, Ólafur Þórðar- son Óskar Jónsson og Sigurður Jónsson. Varamenn: Huxley Ólafsson, Ingvar Vilhjálmsson, Þórður Ólafsson, Jón Gíslason og Björn G. Björnsson. —Mbl. 22. júní 60-70 stúlkur koma, er bóndinn auglýsti eftir róðskonu I vor var mikið framboð á fólki til sveitastarfa, einkum kvenfólki og unglingum. Bóndi af Snæfellsnesi fór í vor til Reykjavíkur og auglýsti eftir ráðskonu sumarlangt. Ákvað hann að sjálfsögðu stað og stund, þar sem samningar skyldu fara fram. Nú rann hin þráða stund upp, og brá bónda heldur en ekki í brún, er hann leit yfir söfnuð- inn, því að komin var löng bið- röð. Það voru á milli sextíu og sjötíu konur, sem vildu fá ráðs- konustöðuna hjá honum. Flestar voru á aldrinum sextán til tuttugu og fimm ára, en þó ein og ein nokkuð farin að reskjast, og sú elzta sextug. Eftir nokkurt þóf valdi bónd- inn eina úr hópnum. En Tíminn hefir ekki haft spurnir af því, hvort heppnin hafi verið með í spilinu, en vonandi sómir sigur- vegarinn í þessum stóra hópi, sem keppti um ráðskonustöðuna, sér vel á heimili hins snæfellska bónda. —TÍMINN, 10. júlí HOWARD T. SPOHN , C. S. CARLSEN FRED W. CAIL Howard T. Spohn, aðalframkvæmdarstjóri Drewrys Manitobadeildar, Western Breweries Limited, kunngerir, að Fred W. Cail, sölustjóri hjá Drewry’s, sé í þann veginn að láta af þeirri stöðu. Eftirmaður hans verður C. S. Carlsen. Mr. Cail hefir starfað í tuttugu og sex ár í þjónustu Drewry’s sem sölustjóri í Manitoba. Mr. Carlsen kom nýlega til Winnipeg frá Toronto, en þar, og í Evrópu, gaf hann sig að bílaiðnaði. Meðan á síðustu styrjöld stóð, var hann í röð andspyrnu- manna í Danmörku og Noregi gegn innrásaröflunum. * * * * * *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.