Lögberg - 26.07.1951, Page 1

Lögberg - 26.07.1951, Page 1
PHONE 21374 -rs ftndJ«ívG'£ U">«e rlco-11®1"8 pryjr A Complele * Cleaning Inslilulion 64. ÁRGANGUR PHONE 21 374 A U^'e O cictt^eTS Cn'tt'r,cl ® l A Complele Cleaning Insiilulion WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 26. JULl, 1951 NÚMER 30 Giftusamleg björgun níu monna af Keflvíkingi sem brann í rúmsjó Börðu 20 klukkuslundir á opnu báikrýli og var bjargað af vél- bátnum Skíðblaðni Frá fréttaritara Tímans í Keflavík. Níu manna áhöfn af vél- bátnum Keflvíking var í fyrrinótt bjargað úr litlum, opnum bát úti á rúmsjó, eftir um það bil tuttugu klukkutíma hrakninga. Nán- ari tildrög þessa atburðar eru þau, sem hér greinir. Var á leið á lúðumiðin. Vélbáturinn Keflvíkingur, sem lengi hefir verið eitt aflasælasta skip þeirra Keflvíkinga, var á leiðinni út á lúðumiðin, djúpt vestur af landinu. Var skipið komið um 80 sjómílur út frá Keflavík, klukkan sex á mánu- dagsmorgun, og þá statt um 60 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Eldur kemur upp. Skipverjar urðu þess þá allt í einu varir, að eldur var laus í vélarrúmi bátsins. Skipti það engum togum, að vélarrúmið og vistarverur aftur af því neðan þilja í bátnum fylltist af reyk og eldi. Varð það svo snöggt, að ekki var hægt að komast niður í íbúð skipverja aftan við vél- ina, en þar var talstöð skipsins. Gátu skipverjar því ekki notað talstöðina og látið vita hvernig komið var. Svo heppilega viidi til á Kefl- víking, sem ekki er þó algengt á bátaflotanum íslenzka, að björgunarbátur, lítil skekta, var um borð. Varð það til að bjarga lífi hinna níu skipverja á Kefl- víkingi. Farið í björgunarbáíinn. Þegar séð var, að eldurinn var svo magnaður, að ekki varð ráð- ið við neitt, tóku skipverjar það ráð að setja björgunarbátinn á flot, en hann hálffyllti við það. Fóru þeir um borð í hann og reru frá skipinu. Gat verið hættu legt að vera í námunda við það vegna sprenginga, sem líklegar voru, er eldur kæmist í olíu og benzín skipsins. Enda fór svo. Engan aðbúnað eða mat gátu þeir tekið með sér, nema sex dósir af mjólk. Byrjað að berja í land. Skipverjar, sem byrjuðu strax barninginn í land, stefndu á Snæfellsnes, því þangað var stytzt að landi. Sóttist þeirtk seint ferðin, enda var bræla úti á hafinu og töluverð alda. Gerðu þeir ýmist að róa eða hjálpa sér með seglum þeim, er meðferðis voru í björgunarbátnum. Sáu þeir vel til Keflvíkings og logaði mikill eldur lengst af í' skipinu. Öðru hiverju gekk á smávægilegum sprengingum í bátnum, en um klukkan tvö um daginn sáu þeir félagar, að mik- U sprenging varð um borð í hinu brennandi skipi. Rétt í því hefir Keflvíkingur sokkið og sást hann ekki eftir það. Giflusamleg björgun efíir langan hrakning. En skipverjar héldu áfram barningnum í áttina til lands á hinni opnu fleytu sinni. Var það ekki fyrr en um miðnætti, eða nokkru eftir það, að þeir sáu til ferða báts, sem reyndist vera Skíðblaðnir, sem er frá Þing- I eyri, en gerður út á reknet frá Keflavík um þessar mundir. Komu skipverjar á Skíðblaðni auga á björgunarbátinn og breyttu stefnunni í áttina til hans. Bjargaði Skíðblaðnir svo öll- um skipverjum af Keflvíking. Voru þeir hressir vel en blautir og hraktir eftir nær tuttugu klukkustunda barning á opinni fleytu út á hafi. Komu þeir svo heim til Kefla- víkur klukkan um 5.30 í gær- dag, og var þeim fagnað vel. Þegar til Keflavíkur kom var þar mannmargt á bryggju til að fagna sjómönnunum. Enginn Ráðstejnan gerði margar ályktanir um sameiginleg hagsmunamál símarekstrar Fulltrúar frá símamálastjórn- unum í Danmörku, Finnlandi, Is- landi, Noregi og Svíþjóð svo og Mikla norræna ritsímafélaginu hafa setið norræna símaráð- stefnu í Reykjavík 9.—12. júlí til þess að ræða sameiginleg hags- munamál varðandi símarekstur. Eftirfarandi ályktanir voru m. a. samþykktar: Sameiginleg eyðublöð Gefið skal út til reynslu frá næstu áramótum sameiginlegt norrænt eyðublað undir heilla- óskáskeyti milli Norðurlandanna og verður það skreytt með flögg- um þeirra allra. Gildandi samningar milli Norð urlandanna um talsímafjarrita- cg ritsímaviðskipti. Brejaskeytaþjónusta. Komið mun verða á bréfa- skeyta-þjónustu milli íslands og annarra landa, sem hafa þá þjón ustu. Slík skeyti hafa minnst 22 orð og eru um helmingi ódýrari en venjuleg símskeyti. Meira ejtirlit með talstöðvaþjónusta. Vegna hinna tíðu yfirtroðslna í talsímaviðskiptum skipa og báta og knýjandi nauðsynjar, að koma í veg fyrir þær, munu símamálastjórnirnar, sem eru skyldugar til að sjá um að al- þjóðafyrirmæli séu haldin, taka upp strangara eftirlit með tal- stöðvaþjónustu skipa og báta og Steingrímur Arason látinn Sú frétt barst Lögbergi með flugpósti í byrjun vikunnar, að látist hefði í Reykjavík þann 12. þ.m., hinn kunni fræðslumála- frömuður og rithöfundur, Stein- grímur Arason, 72ja ára að aldri, hinn mesti mannkostamaður, er hvarvetna kom fram til góðs. Steingrímur samdi allmargar bækur, einkum fyrir börn og unglinga, þar á meðal tvær á enskri tungu; einnig orti hann talsvert, og liggur eftir hann ein ljóðabók; hann lætur eftir sig konu sína, frú Hansínu, hina mestu ágætiskonu. Þau Steingrímur og frú heim- sóttu Winnipeg fyrir meira en aldarfjórðungi, og dvöldu árum saman í New York. Með Steingrími Arasyni, er til grafar genginn þjóðhollur ís- lendingur og valmenni, sem holt var að kynnast. þeirra hafði meiðzt nema skip- stjórinn lítilsháttar. Keflvíking- ur var 70 smálestir að stærð smíðaður 1940. Skipstjórinn á Skíðblaðni, sem var svo lánsamur að finna björgunarbátinn heitir Þórhall- ur Vilhjálmsson og er frá Kefla- vík, en skipstjóri á Keflvíking var Guðleifur Isleifsson, kunnur aflamaður og sjósóknari, jafnan með úrvals áhöfn, og svo var einnig í þetta skipti. — Tíminn óskar skipvérjum á Keflvíking og eins þeim á Skíðblaðni til hamingju með hina giftusam- legu björgun. —TIMINN, 18. júlí jafnframt brýna fyrir útgerðar- mönnum fiskiskipa og báta að ó- hjákvæmilegt sé, að gildandi reglum um notkun talstöðva verði nákvæmlega fylgt. Til þess að koma í veg fyrir al- varlegar truflanir, skal svo sem frekast er unnt, séð svo um, að talstöðvatíðnir íslenzku bátanna verði ekki notaðir af öðrum norr- ænum skipum, þegar þau eru í grennd við ísland. —Tíminn, 18. júíí Síðastliðinn föstudag var kon- ungurinn í Jordanríki, Ab- dullah, myrtur, er hann var á leið til bænhúss síns í hinum eldri hluta Jerúsalemborgar; var hann talinn í röð hinna vitrustu forustumanna arabiska kynstofnsins í samtíð sinni; hann var 68 ára að aldri; það var fyrir atbeina Breta, að hann tók við konungdómi, að síðari heimsstyrjöldinni aflokinni; banamaður hans var þegar skot- inn til dauðs; það var síður en svo að ríkisstjórnartímabil Abdullah konungs væri ávalt rósum stráð, og mun hitt sönnu nær, að þar hafi tíðum frekar Verðlaun til sérnáms Mr. Gilbert Arnason, skóla- stjóri við Mulvey Junior High School hér í borginni, hefir hlot- ið $500.00 fjárhæð til náms við Summer School of Alchohol Studies við Yale háskólann, og er nú farinn þangað. Mr. Árnason er frábær náms- maður; hann er útskrifaður af Háskóla Manitobafylkis sem Bachelor of Arts og Master of Arts, og er nú að búa sig undir doktorsgráðu í heimspeki; hann er sonur Sveinbjörns Árnason- ar, sem lézt í Chicago fyrir all- mörgum árum og eftirlifandi ekkju hans, Maríu, sem búsett er í þessari borg, hnigin að aldri. The Manitoba Brewers- As sociation lagði fram þetta fé. Flotaforingi látinn Á mánudaginn var varð yfir- flotamálaforingi Bandaríkjanna, Sherman aðmíráll, bráðkvaddur í borginni Neapel á Italíu, 54 ára að aldri; hafði hann komið þangað frá Madrid þar sem hann hafði unnið að því, að Bandaríkin yrðu aðnjótandi loft- og sjóflotastöðva á Spáni gegn efnahagslegri aðstoð Spán- verjum til handa. ísland mun sigra í norrænu sundkeppninni og 70 þús. Norðmenn og 300 þús. Svía þarj til þess að ná íslendingum, segir Verdens Gang Norska blaðið Verdens Gang ræðir nokkuð um samnorrænu sundkeppnina og segir þar m.a.: „ísland hefir nýlega unnið Norð- menn og Dani í frjálsum íþrótt- um og Svíþjóð í knattspyrnu, og allar líkur eru fyrir að ísland beri sigur úr býtum í samnor- rænu sundkeppninni. Þeir, sem skyn bera á þessi mál álíta að 10 þús. íslendingar hafi synt en hinir bjartsýnari álíta að það hafi verið í kringum 20 þús. Sé það rétt verða hinar Norð- urlandaþjóðirnar að ná eftirfar- andi tölum til þess að ná íslandi Noregur 70.000 þáttak. Danmörk 80.000 — Finnland 210.000 — Svíþjóð 300.000 — Fyrir okkur Norðmenn eru litl ar sem engar líkur til að ná þess- ari tölu.“ Þá segir blaðið ýmsar sögur frá keppninin hér á landi, m. a. að blindur maður hafi synt og einnig einfættur maður'hefði tek ið þátt í keppninni. Telur blaðið það táknrænt fyrir þann mikla áhuga fyrir keppninni á íslandi. —Tíminni, 18. júlí gætt þyrna, því Arabar skiptust um þær mundir í marga og sundurleita flokka; en um það munu skoðanir lítt verða skipt- ar, að Abdullah konungur réði yfir þegnum sínum með meiri festu og meiri virðuleik, en títt, var um hliðstæða þjóðhöfðingja. Bretar höfðu lagt fram til þess allmikið fé, að koma Jordanríki á laggirnar. Bandarískur sjóher kominn Komið er hingað til lands bandarískt herskip, tólf þúsund lesta, sem á að vera hér undir stjórn McGaw hershöfðingja. Afhenti skipherra það hers- höfðingjanum til umráða við komuna til Reykjavíkur. Samkvæmt samningum þeim, sem gerðir voru, á hér að vera iandher, flugher og sjóher. —TÍMINN, 15. júlí Grænlandsferð hvern dag 1 fyrrakvöld kl. hálf-ellefu, fóru „Vestfirðingur“ og „Dynj- andi“, Katalínaflugbátar Loft- leiða, með 32 af leiðangursmönn- um dr. Lauge Koch til Græn- lands. Flogið var til Maríueyjar, sem er í námunda við Ellaey, og lent þar eftir 5 klukkustunda flug. Eftir tveggja tíma viðdvöl var haldið af stað áleiðis til Reykjavíkur og lent þar kl. hálf- tólf í gærmorgun. Laust fyrir klukkan 4 1 gær fóru vélarnar aftur með leið- angursmenn til Grænlands og var gert ráð fyrir að þær kæmu aftur til Reykjavíkur um fjögur leytið í nótt. Farið verður enn til Græn- lands í dag, ef veður leyfir, og mun dr. Lauge Koch verða í þeirri för, ásamt franska vís- indamanninum Poul Emil Vic- tor, sem nú er staddur hér í bænum. -TÍMINN, 15. júlí Samnorrænu ssmamála ráðstefnunni lokið Konungurinn í Jordanríki myrtur á leið til bæna Unnið að dýpkun innsiglingar á Stokkseyri Tveir bátar frá Stokkseyri fá bergmálsdýpiarmæli og annar þeirra einnig fisksjá Frá fréttaritara Timans á Stokkseyri. Um þessar mundir er veriö að vinna að hafnarbótum hér á Stokkseyri. Er ráðgert að vinna fyrir 200 þús. kr. í sumar. Átta menn vinna nú að verkinu, þar á meðal tveir kafarar. Verkstjóri er Helgi Sigurðsson. Hafnarbót þessi er í því fólg- in' að dýpka Sundið svonefnda eða sprengja úr innsiglingunni til að dýpka hana og breikka. Munu þá stærri bátar geta kom- Pet-ain marskálkur látinn Á sunnudaginn lézt á smáey undan ströndum Frakklands Petain marskálkur 94 ára að aldri, en þar dvaldi hann í út- legð. Petain marskálkur varð eins konar dýrðlingur frönsku þjóð- arinnar eftir orustuna sögu- frægu við Verdun í fyrri heims- styrjöldinni, en á honum sann- aðist hið fornkveðna, að enginn veit sína ævi fyr en öll er; í síð- ustu heimsstyrjöld gafst Petain marskálkur upp fyrir herskörum Hitlers, og gerðist því næst ríkisstjóri í Vichy; að lokinni styrjöld var hann fundinn sek- ur um dróttinsvik og dæmdur til dauða, en stjórnin breytti dauðadómnum í lífstíðarfang- elsi. Læknisbústaður í smíðum s Búðardal Frá fréttaritara Timans í Búðardal. Um þessar mundir er hafin bygging nýs læknisbústaðar í Búðardal. En smíði hans mun ekki verða lokið fyrr en á næsta ári. Gamall læknisbústaður er hér, og sjúkraskýli áfast, og hefir verið um það rætt að breyta þeirri byggingu í barnaskólahús. —TIMINN, 15. júlí Rafmangsklippur reyndar yið rúningu fjár I fyrrakvöld var ný gerð af sauðaklippum, sem ganga fyrir rafmagni, reynd við rúningu í Hafravatnsrétt í Mosfellssveit. Kom Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi með klippurnar í réttina. Klippurnar voru svipaðar að gerð og hárklippur, sem notað- ar eru í rakarastofum, en all- miklu stærri. Voru þær tengdar við olíumótor, sem Ásbjörn hafði með sér í réttina. Klippli alli of snöggl. Eftir nokkra byrjunarörðug- leika gekk notkun rafmagns- klippanna greiðlega, og var Ás- björn allfljótur að rýja hverja kind. En sá galli var á, að klipp- urnar klipptu allt of snöggt, svo að ekki stóð eftir nema svo sem einn sentimetri. Þurfa klippurn- ar því endurbóta við, ef nota á þær hérlendis, þar eð hættulegt getur verið að klippa féð of snöggt í misjöfnu tíðarfari, auk þess sem ærnar hljóta að geld- ast og lömbin því að verða rýrari. —TÍMINN, 15. júlí izt inn, þótt lágsjávað sé. Hrepp- urinn greiðir hafnarbætur þess- ar að hálfu á móti ríkinu. Ráð- gert er að Ijúka þessu verki á þremur árum. Byrjað var á verk- inu um miðjan júní. Fisksjá og dýptarmælir í báfa. Nýlokið er við að setja berg- málsdýptarmæli í vélbátinn Ægi Ár 18 og er þetta fyrsti bát- urinn hér í verstöðvunum, sem fær slíkar dýptarmæli. Ægir er 24 lestir að stærð og eigandi hans er Jón Magnússon en skip- stjóri Karl Karlsson. Ægir er nú að fara á síldveiðar norður. Þá er einnig verið að setja fisksjá og bermálsdýptarmæli í vélbátinn Hástein. Er þetta fyrsti vélbáturinn af þessari stærð, sem fær fisksjá, en áður hafa aðeins nokkur stærri skip fengið hana. Fisksjáin er keypt hjá Sturlaugi Jónssyni. Skip- stjóri á Hásteini er Helgi Sig- urðsson. Báturinn verður á rek- netaveiðum. —TIMINN, 15. júlí Fjölmennt við vígslu Blöndu- brúarinnarnýju Vígsluhátíðin jór hið bezta jram í yndislegu veðri. Dansað á brúnni jram á nótt Á sunnudaginn var hin nýja brú á Blöndu hjá Syðri-Löngu- mýri vígð við mikla viðhöfn og mikið fjölmenni. Vígsluhátíðin hófst kl. 2 eftir hádegi með því, að Geir G. Zoega setti samkom- una og bauð gesti velkomna, en síðan flutti Hermann Jónasson, samgöngumálaráðherra ræðu. Þar næst flutti Geir G. Zoega vegamálastjóri ræðu og einnig töluðu Jón Pálmason alþingis- maður og Guðbrandur ísberg sýslumaður. Á milli ræðnanna var almennur söngur. Gísli Ólafs son, skáld flutti frumort kvæði. Karlakór Bólstaðarhlíðar og karlakórinn Húnar á Blönduósi sungu á eftir ræðu höldunum. Geysilegur mannjjöldi Vígsluhátíðina sótti mikill mannfjöldi, ekki aðeins úr Húna vatnssýslum heldur einnig úr Skagafirði og víðar að. Voru þar m.a. 60—70 Borgfirðingar, sem þenna dag gistu Húnaþing í boði Vatnsdælinga og Þingmanna. Um klukkan sex hófst dans á brúnni og stóð hann fram yfir miðnætti. Talið er að allt að tvö þúsund manns hafi komið að brúnni um daginn. Veður var hið dásamlegasta. Mikil samgöngubót. Hin nýja brú er mikið mann- virki. Hún er 112 metra löng, og er mikil og langþráð samgöngu- bót, þar sem aðeins ein brú var áður á Blöndu.—Tíminn, 26. júní Nýtt ráðuneyti á Spáni Einræðisherrann á Spáni, Fi'ancisco Franco, hefir sett á laggir splunkurnýtt ráðuneyti, auðsjáanlega með það fyrir augum, ef verða mætti, að koma sér í mjúkinn hjá Vesturveld- unum; kveðst hann meðal ann- ars nú vera staðráðinn í því, að hrinda í framkvæmd róttækum breytingum á mentamálum landsins, og taká sér í því efni til fyrirmyndar menntamála- kerfi vestrænna þjóða.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.