Lögberg - 26.07.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.07.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚLÍ, 1951 Úr borg og bygð Malreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til söiu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limiled. 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ Mr. Tani Björnsson baritón- söngvari frá Seattle, Wash., heldur Söngsamkomu í lútersku kirkjunni á Gimli á fimtudag- inn 2. ágúst næstkomandi, kl. 8 e. h., Daylight Saving Time. Aðgangur 50c. Hann heldur einnig söngsamkomu í lútersku kirkjunni í Árborg, og verður það auglýst síðar hvenær sú skemtun fer fram; veitið athygli auglýsingum á hvorum staðnum um sig. ☆ Látinn er nýlega á Gimli Thorsteinn Kardal 54 ára að aldri, mætur maður og vinsæll, húnvetnskur að ætt; hann lætur eftir sig konu og börn. Mr. Kar- dal starfaði mikið að hagsmuna- málum fiskimanna og var for- maður félagsskapar þeirra í fylkinu; meðal systkina hans er Ólafur N. Kardal tenórsöngvari. ☆ Miss Florence Jóhannson er nýkomin heim eftir þriggja vikna dvöl í Austur-Canada, þar sem hún meðal annars sat þing útsæðis-sérfræðinga í Guelph, Ont. Einnig heimsótti hún syst- ur sína og tengdabróður, sem búsett eru að Exeter í Ontario- fylki. Miss Theodora Herman er um þessar mundir stödd í heimsókn suður í Duluth, Minn. ☆ Ferðafélagið The V i k i n g Travel Service, sem Gunnar Paulson hefir veitt forustu, gengur nú undir nafninu Viking World Travel Service, Inc., og hefir félagið aðalskrifstofu að The Hotel Belmont Plaza, 541 Lexington Avenue 49th Street — Plaza 5 — 8687 New York. ☆ Mr. John Johnson frá Vogar, Man., var staddur í borginni í fyrri viku, ásamt frú sinni og tveimur sonum. ☆ Frú Auróra Taylor frá Ed- monton, var stödd í borginni á fimtudaginn vaí ásamt tveimur börnum sínum éC leið norður til Gimli í heimsókn til föður síns, Mr. Sigurjóns ísfeld. ☆ Mr. Chris Halldórsson þing- maður St. George kjördæmis, var staddur í borginni um miðja fyrri viku. ☆ TAKIÐ EFTIR! Nýjar íslenzkar hreyfimyndir verða sýndar á Islendingadaginn að Gimli að kvöldinu. — Einnig verður hinn ágæti Baritone- söngvari, Elmer Nordal sólóisti fyrir karlakórinn og syngur einn ig nokjcra einsöngva á íslenzku og ensku. ☆ Frú Ingibjörg Jónsson fór norður til Mikleyjar á mánu- dagskvöldið og mun dvelja þar í vikutíma. ☆ I byrjun fyrri viku kom hing- að til borgar hr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson verkstjóri hjá rafveitu Reykjavíkur, og einnig viðriðinn Sogsvirkjunina; hann dvaldi nálægt þriggja mánaða tíma hjá Westinghouse félaginu í New Jersey og eins um hríð í Wisconsin; foreldrar hans voru þau Sveinbjörn Björnsson skáld frá Narfakoti á Vatnsleysuströnd og Þórkatla Sigvaldadóttir frá Á s b ú ð í Hafnarfirði. Sveinbjörn dvelur hér fram yfir Islendingadaginn á Gimli; hann er til heimilis hjá þeim Mr. og Mrs. Jón Gauð- laugson. Þann 29. júní síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, þau Miss Olive Hannesson og Mr. John Topp; brúðurin er einka- dóttir þeirra Mr. og Mrs. T. Hannesson hér í borg, en brúð- guminn sonur Mrs. Topp og manns hennar C. R. Topp, sem nú er látinn. Séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjónavígsluathöfn- ina. Svaramenn voru Miss Shirley Hammond og Mr. Alec Topp. — Framtíðarheimili ungu hjónanna verður hér í borginni. ☆ Frú Lára Sigurdson frá Van- couver, er nýlega komin hingað til borgar og dvelst hér um slóð- ir nálega þriggja vikna tíma; hún brá sér norður í Árborg og Riverton, þar sem hún af fyrri ára dvöl á margt vina; frú Lára er dóttir Elíasar Elíassonar tré- smíðameistara í Vancouver, sem nú er staddur hér í borginnj. Vöruskiptin óhagsfræð um rúml. 50 millj. kr. Útflutningur 80 millj. kr. meiri en í fyrra f u___________ Vör uskipta j öf nuð ur inn eftir fyrstu fimm mánuði þessa árs, er óhagstæður um 52.5 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra orðinn óhagstæður um 56,5 mill- jónir króna. Hagstofan birti í gær þessar niðurstöðutölur vöru skiptanna. Maí nú og í fyrra I maímánuði einum varð vöru- skiptaj öfnuðurinn óhagstæður um 22,7 millj. kr. — Þá nam heildarverðmæti útfluttrar vöru 57,8 millj. kr., en innflutrar 80,6 milljónir. I maí í fyrra varð út- flutningurinn 51,8 millj. kr. og innflutningur 49,2 millj. Rúmlega 80 millj. kr. meiri útflulningur Vöruskiptajöfnuðurinn í maí lok var orðinn óhagstæður um 52,5 miiljónir kr., sem fyrr segir. Verðmæti innfluttrar vöru á þessu tímabili nemur 299,6 millj. kr. og útflutrar vöru 247,0 millj. kr. Frá áramótum til maíloka í fyrra nam innflutningurinn 221.8 rnillj. kr ., og útflutningurinn 165,3 millj. kr. —Mbl. 7. júli KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir tam eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. B J 0 R N GUÐMUNDSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK íslendingadagurinn haldinn að SILVER LAKE, WASHINGTON 5. ágúst 1951 SEATTLE, WASHINGTON klukkan 2 e. h. Daylight Saving- Time Forseti dagsins Söngstjóri P. J. FREDRICKSON SÉRA E. H. SIGMAR The Star Spangled Banner Ó, Guð vors lands SKEMTISKRÁ: H. E. Magnússon býður gesti velkomna Einsöngur..............MRS. E. H. SIGMAR Ræða á íslenzku - - - - SÉRA E. H. FÁFNIS Einsöngur.................SÉRA E. H. SIGMAR Accordian Band - SIG. THORLÁKSON Einsöngur - - - - DR. EDWARD PÁLMASON Ræða á ensku..............SÉRA E. H. SIGMAR Einsöngur..............- SÉRA E. H. FÁFNIS Eldgamla ísafold — God Bless America íþróttir kl. 3.30 e. h. Dans frá kl. 6.30 til kl. 9.30 HOT DOGS — HAMBURGER Kaffi fríít allan daginn Nefndin: IV J. FREDRIQKSON, K. THORSTEINSON, J. .1, MIDDAL, JÓN MAGNOSSON, w. kristjanson, steve johnson, lincoln JÓHANNSON, EINAR p. GUÐJOIINSEN Flag Presenfation Sunday July 22nd saw another one of these happy occasions when the Sunrise Lutheran Camp is made aware of having friends and supporters when it was honored by a visit of officers and members of the Jón Sigurð- son Chapter of the I.O.D.E. who came there to present to the Camp a Flag with a flag staff that had been erected on the grounds during the week. The dedication ceremony was performed by its Regent Mrs. B. S. Benson assisted by the Rev. Harald S. Sigmar who gave the dedication prayer. Mr.s J. B. Skaptason honorary Vice-Regent then hoisted the flag on the staff. Mrs. H. A. Gray, president of the Lutheran Women’s League accepted this most appropriate gift on behalf of the League and left no doubt in the minds of the donors of the appreciation of the League and the Camp Board for their friendly and substantial interest toward the Camp. On tHe invitation of the camp director, Mrs. Ingibjörg Olafsson, refreshments were served in the camp’s dining room to all guests present. The day was bright and ideal weather favored this pleasant and patriotic occasion. —S.O.B. Skoti nokkur ákvað að kasta hlutkesti um það, hvort hann skyldi gefa konu sinni kjól eða ekki. Hann varð að kasta ellefu sinnum, áður en nei kom upp. Giftingar Gefin voru saman í hjóna- band 15. þ. m., af séra Skúla Sigurgeirssyni í Lútersku kirkj- unni að Kandahar, þau Andrés Anderson og Ellin Aldís Auch- staetter, bæði til heimilis í Kandahar. Brúðguminn er son- ur Sigtryggs Andersonar og Soffíu Einarssonar konu hans. Brúðurin er dóttir Charles Auchstaetter og Kristínar Björn- sonar konu hans. Mrs. Hamilton og dóttir hennar aðstoðuðu brúðurina, Mrs. Hamilton er systir brúðarinnar; og Björn stóð upp með bróður sínum. Miss Johnson var við hljóðfærið og Miss Hamilton söng einsöng. Norm bróðir brúðarinnar og Sigurður bróðir brúðgumans vísuðu til sætis. Að giftingunni afstaðinni var setin vegleg veizla á heimili for- eldra brúðarinnar. Séra Skúli mælti fyrir minni brúðarinnar. Ungu hjónin tóku sér ferð á hendur vestur um land. Fram- tíðarheimili þeirra verður að Kandahar. ☆ Gefin voru saman í hjónaband þann 17. þ. m., þau William Henry Blackport og Guðrún Kristbjörg Reykdal, af séra Skúla Sigurgeirssyni. Giftingin fór fram á heimili foreldra brúð- arinnar, sem er skamt frá bæn- um Dafoe. Brúðguminn er son- ur Mr. og Mrs. J. Blackport að Lockwood, Sask. Brúðurin er dóttir Jóns heit. Ásgrímssonar Reykdals og ekkju hans, Jónínu Kristjönu Gíslason. Mr. og Mrs. Robert Smith aðstoðuðu brúð- hjónin. Eftir giftinguna voru bornar fram rausnarlegar veitingar. — Séra Skúli mælti fyrir minni brúðarinnar. Brúðhjónin fóru í ferðalag vestur um fylki. — Framtíðar- heimili þeirra mun verða að Lockwood, Sask. Hún: — Aður en við giftumst kallaðir þú mig alltaf engil, en nú kallar þú mig ekki neitt. Hann: — Það sýnir að ég get stillt skap mitt. Skógrækt Suðurnesja og fleira 1 frétt af aðalfundi Skógrækt- arfélags Suðurnesja, er birt var hér í blaðinu fyrir skömmu var minnst lítillega á nauðsyn þess- að friða Reykjanesskagann. — Flutningsmaður tillögunnar var Egill Hallgrímsson, en hún var svohljóðandi: „Aðalfundur Skógræktarfélags Suðurnesja haldin í Alþýðuhús- inu í Keflavík, miðvikudaginn 16. maí, ályktar að fela stjórn fé- lagsins að beita sér nú þegar fyr- ir friðun Reykjanesskagans. Einnig heitir fundurinn á alla Suðurnesjamenn að vinna ótul- lega að framgangi þessa máls. Fundurinn vill jafnframt vek- ja athygli á því, að við friðun Reykjanesskagans myndu skap- ast auknir möguleikar til þess að koma þar upp viðáttumiklum nytjaskógi, trjáræktarstöðvum og skrúðgörðum heima í byggðar lögum Suðurnesja“. Aðrar ályktanir fundarins varðandi skógræktarmál voru þessar: „Aðalfundur Skógræktarfélags Suðurnesja haldinn miðvikudag- inn 16. maí 1951, beinir þeirri áskorun til stjórnar félagsins, að hún haldi svo fljótt sem unnt er útbreiðslufundi og sýndar verði fræðslu- og skógræktar myndir í sambandi við þá. Enn fremur beinir fundurinn þei^n tilmælum til félagsstjórn- arinnar, að hún athugi færi á því, að tekin verði kvikmynd af gróðursetningu trjáplantna og fögrum stöðum á_ Suðurnesjum, þar eð slík mynd yrði mikilvæg- ur þáttur í útbreiðslustarfsemi félagsins og merkileg heimild síðar“. „Aðalfundur Skógræktarfélags Suðurnesja 1951, telur æskilegtr að félagið hafi eigið land til skógræktar og felur því stjórn félagsins að útvega það. Vill fundurinn benda félags- stjórninni á land til afnota sunn- an skógræktargirðingarinnar við Háa-Hialla“. —Mbl. 14 júlí MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h. Allir ævinlega velkomnir. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 12. ágúst: Ensk messa kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir! S. Ólafsson ☆ Messur við Manitobavatn Sunnudaginn, 29. júlí Silver Bay kl. 2 e. h. á ensku Oak View kl. 3.30 e.h. á ensku Vogar kl. 7.30 e.h. á íslenzku Allir boðnir velkomnir! Skúli Sigurgeirson ☆ — Gimli Lutheran Parish — Harald S. Sigmar, prestur Sunnd. 29. júlí: 9:00 a.m Betel 11:00 a.m. Gimli, á ensku 1:30 p.m. Árnes, á ensku 3:00 p.m. Riverton, á ensku 7:00 p.m. Gimli á ensku. Allir æfinlega velkomnir! GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa meS þeim full- komnasta útbúnatSi, sem völ er á, annast viröulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvaröa og Íegsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 ISLENDINGADACURINN í GIMLI PARK MÁNUDAGINN 6. ÁGÚST, 1951 F O R S E T I, Séra V. J. Eylands —--F.JALLKONA, Frú Ingibjörg Jónsson HIRÐMEYJAR Mrs. Eline MacLachlan Smith-Miss Jóhanna Nielsen Skemmtislcrá hefst kl. 2 e. h. Daylight Saving Time SKEMMTISKRÁ:. íþróttir byrja kl. 11 f. h. 1. O Canada (Karlakórinn og allir syngja) 2. Ó, Guð vors lands (Karlakórinn og allir syngja) 3. Forseti, Séra V. J. Eylands, setur hátíðina 4. Karlakórinn syngur undir stjórn A. A. Anderson / 5. Ávarp Fjallkonunnar, Frú Ingibjörg Jónsson 6. Einsöngur, Elmer Nordal 7. Ávarp gesta 8. Karlakórinn syngur, Gunnar Erlends- son við hljóðfærið 9. Minni íslands, ræða, Björn Jónsson, læknir, frá Baldur, Man. 10. Minni íslands, kvæði, Trausti G. Isfeld frá Selkirk, Man. 11. Einsöngur, Elmer Nordal, tvö íslenzk lög 12. Minni Canada, ræða, W. M. Benidick- son, M.P. frá Kenora, Ont. 13. Minni Canada, kvæði, Gus. Sigurðson, frá Vancouver, B.C. 14. Karlakórinn. 15. God Save the King Skrúðganga að landnema minnisvarðanum, Fjallkonan leggur á hann blómsveig. — Community Singing, kl. 8 undir stjórn Paul Bardal, M.L.A. Kl. 9 dans í Gimli Pavilion, Jimmy Gowler Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í skemmtigarðinn 50 cenK fyrir fullorðna en frítt fyrir börn innan 12 ára. Aðgangur að dansinum 75 cent. Gjallarhorn góð. Special Train fer frá Winnipeg kl. 9 f. h. Fer frá Gimli kl. 12 á miðnætti. íslenzkar hljómplötur, nýkomnar. frá íslandi, verða spilaðar að morgninum og þegar hlé er áður en Community söngurinn byrjar. — Allur tími miðaður við Daylight Saving Time. — Nýjar kvikmyndir frá íslandi verða sýndar að kvöldinu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.