Lögberg - 02.08.1951, Qupperneq 1

Lögberg - 02.08.1951, Qupperneq 1
PHONE 21 374 , Au^et ciea^TS Cleaning Insliiution 64. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 NÚMER 31 og 32 Fjallkona fslendingadapsins PRÚ INGIBJÖRG JÓNSSON Flytur ræðu o fjölsóttri landnómshótíð Dr. Richard Beck, prófessor í norrænum fræðum við ríkishá- skólann í N. Dakota, var aðal- ræðumaður á árshátíð Land- nemafélagsins (Old Settlers Memorial Association) í Buxton, N. Dak., og nágrenni, sem hald- in var sunnudaginn 22' júlí?Um 7000 manns víðsvegar að á þeim slóðum, bæði frá N. Dakota og Minnesota, sótti hátíðina, er fram fór í Belmont skemmti- garðinum á bökkum Rauðár. Umræðuefni dr. Becks var: — „Dæmi frumherjanna — lögeggj- an til dáða“ (The Example of the Pioneers — A Challenge to Action). Sunnudaginn 5. ágúst verður hann ræðumaður á árlegri úti- samkiomu Góðtemplarastúkunn- ar í Fertile, Minnesota, og fjall- ar ræða hans við það tækifæri um aldarafmæli Góðtemplara- reglunnar, stefnuskrá hennar og starfsemi. Sækisf seint og þunglega Nefnd sú af hálfu sameinuðu þjóðanna og kommúnista, sem setið hefir á rökstólum undan- farandi daga með það fyrir aug- um, að reyna að koma á vopna- hléi í Kóreu, hefir nú haldið fimtán fundi, án þess að tilætl- uð málalok sýnist nokkuð veru- lega nær; ágreiningsatriðin eru mörg, en nú virðist alt velta á því hvar afmarka skuli hlut- laust svæði, er koma megi við eftirliti með því, hvort væntan- legir vopnahlés- og síðar friðar- saganingar verði haldnir eða ekki. Kommúnistar vilja binda sig við 38. breiddarbaug, eða hin fyrri landamæri Suður- og Norður-Kóreu; að þessu eru sameinuðu þjóðirnar ófáanlegar til að ganga, en krefjast þess að merkin skuli standa við núver- andi víglínu, sem víðasthvar liggur um þrjátíu og fimm mílur innan landamæra Norður-Kóreu. Samkomulagstilraunir standa enn yfir. ELMER NORDAL, einsöngvari Islendingadagsins UNGFRÚ JÓHANNA NIELSEN Hirömey Fjórir íslendingar fó nómsstyrki í Bandaríkjunum Utanríkisráðnuneytið í Wash- ington hefir nú úthlutað fjórum námsstyrkjum til íslendinga, og eru styrkirnir veittir af Banda- ríkjastjórn. Fengu þessir styrk- ina: Tómas Árnason, Akureyri, til náms í lögfræði við Harward háskóla í Cambridge, Massa- chusetts. Hólmfríður Jónsdóttjr, ísa- firði, til náms í uppeldisfræði og ensku við Ohio-háskóla, Colum- bus, Ohio. Stefán Júlíusson, Hafnarfirði, til náms í enskum bókmenntum við Cornell-háskóla í Ithaca, New York. Þórir Kr. Þórðarson, Reykja- vík, til náms í semitískum mál- um við Chicago-háskóla, Chi- cago, Illinois. Styrkir þessir eru ókeypis far fram og aftur til Bandaríkjanna, skólagjöld, fæði og húsnæði auk bókakostnaðar. Styrkir þessir voru veittir Is- lendingum í sambandi við víð- tæk stúdentaskipti, sem Inter- national Iinstitute of Education og American Scandianvian Foundation gangast fyrir. ís- lenzk-ameríska félagið annaðist val umsækjenda hér. Þrír þ e s s a r a námsmanna, Tómas, Hólmfríður og Þórir, fara héðan flugleiðis 25. júlí, en Stefán fer 5. september, Munu þau taka sex vikna kynningar- námskeið í haust í Bard College, University of Illinois og Yale University. (Frá ísl.-ameríska félaginu) —TÍMINN, 21. júlí SkálholtshátÉðin var mjög fjölmenn Skálholtshátíðin á sunnudag- inn var fjölsótt og fór vel fram. Hátíðin hófst með guðsþjónustu. Margir hempuklæddir prestar gengu í kirkju ásamt biskupi. Var guðsþjónustan öll hin há- tíðlegasta og setti í upphafi virðulegan helgisvip á þessa Skálholtshátíð. Útihátíðahöldin fóru fram í brekku framan við bæinn. Aðal- ræðuna flutti séra Sigurbjörn Einarsson prófessor. Á hátíðinni afhenti öldruð kona séra Sigur- birni sjóð nokkurn með tals- verðri peninga-upphæð og skal hann íramvegis verða áheita- sjóður Þorláks biskups helga. Mun sá sjóður eiga eftir að vaxa drjúgt, ef að líkum lætur. —TÍMINN, 24. júlí Ofþurkar Á stórum svæðum í British Columbia-fylki, hefir varla kom- ið deigur dropi úr lofti í fimtíu og þrjá daga, og hefir þetta af skiljanlegum ástæðum hamlað viðgangi alls jarðargróðurs og víða eyðilagt uppskeru. Mælir fyrir minni íslands Björn Jónsson læknir í Baldur, mælir fyrir minni íslands á Is- lend,ingadeginum á Gimli næst- komandi mánudag; hann er gáfumaður og vel að sér í ís- lenzkum bókmentum, og þarf því ekki að efa að hann flytji fróðlega og skemtilega ræðu; að sjálfsögðu hefði Lögberg birt mynd af Birni lækni eins og öðrum þátttakendum skemti- skrár, en því miður reyndist ó- kleift að fá ljósmynd hans í tæka tíð svo gera mætti eftir henni myndamót. Björn læknir er útskrifaður af Háskóla Islands, en lauk hér framhaldsprófi með á g æ t u m vitnisburði. Mikill fekjuafgangur Fjármálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Mr. Abbott, hefir lýst yfir því, að á þremur fyrstu mánuðum yfirstandandi árs, hafi tekjur umfram útgjöld, numið $336.445, 157, og má það sannar- lega kallast vel að verki verið. Þegar Mr. Abbott lagði fram fjárlögi ná síðasta þingi, gerði hann ráð fyrir 50 miljón tekju- afgangi á áminstu tímabili. MRS. ELENE EYLANDS MACLACHLAN SMITH Hirömey Kveðjusamsæti í Argyle Á sunnudaginn 1. júlí s.l. kvaddi séra Eric H. Sigmar Argyle-prestakall með sameigin- legri guðsþjónustu í kirkju Frelsissafnaðar; var þar saman- komið mikið fjölmenni og var kirkjan alskipuð. Að guðsþjónustunni lokinni var kveðjusamsæti fyrir prests- hjónin í kirkjunni, og tóku þátt í því allir söfnuðurnir og kven- félögin í prestakallinu. Hr. Björn S. Johnson, forseti Frelsissafnaðar, stjórnaði skemti skrá, og talaði fyrir hönd síns safnaðar, og fórst honum það að vanda mjög myndarlega. Fyr- ir hönd Fríkirkjusafnaðar talaði Hr. Hjalti S. Sveinsson, fyrir hönd Immanuelsafnaðar, Baldur, Hr. S. A. Anderson, Baldur, en fyrir Glenborosöfnuð talaði hr. Friðrik Friðriksson. Mrs. Ellen Rawlings talaði fyrir hönd kven- félaganna í byggðinni. G. J. Ole- son mælti fyrir hönd alls presta- kallsins. Aðrir ræðumenn voru: Hermann Arason, Dr. R. E. Helgason, F. S. Presunka, og prestarnir, séra Stewart frá Glenboro, og séra Ernest John- ston frá Baldur. (Johnston er Íslendingur, þjónar Sameinuðu kirkjunni í Baldur — United Church of Canada), og máske fleiri. Að skilnaði voru prests- hjónunum gefnar virðulegar gjafir: væn peningagjöf frá söfn- uðunum sameiginlega, einnig „Dinner set“. Kvenfél., Söng- flokkur, Sunnudagaskóli gáfu þeim minningargjafir, einnig var þeim gefinn peningasjóður, sem skotið var saman af almenningi, bæða safnaðar- og utansafnaðar- fólki. Á milli þátta á skemtiskránni voru söngvar sungnir, og hófst skemtunin með því að allir sungu „Hvað er svo glatt“ að vanda, en lauk með því að heið- ursgestirnir fluttu ræður, sem Von um samkomulag Rétt áður en hátíðarblað Lög- bergs fór í pressuna, flutti út- varpið þær fregnir, að nokkrar líkur þættu til, að Bretum og Persum myndi lánast, að binda enda á olíudeiluna á samnings- bundinn hátt. Sérstakur erind- reki Trumans forseta heimsótti Persíu og átti langar viðræður við persnesk stjórnarvöld varð- andi lausn málsins, og flaug það- an til London á fund brezka ráðuneytisins; nú hefir utan- ríkisráðherra Breta, H e r b e r t Morrison, kunngert, að brezk sendinefnd, undir forustu inn- siglisvarðar brezku stjómarinn- ar, sé á leið til Persíu, og muni nú nokkurn veginn mega víst telja, að henni verði vel og vin- samlega tekið. voru bæði hugljúfar og fagrar, og þökkuðu góða samvinnu og vinsemd alla. Séra Eric tók við starfi hér í byrjun júlí 1947, þjónaði því hér í full 4 ár, og á því tímabili vann hann sér frábærlega góðan orð- stír, og fer hann héðan með góðhug allra manna og beztu óskum um fagra og farsæla ævi- braut, hvar sem leið hans liggur. Séra Eric kom hingað einn síns liðs, hann fer héðan í ástarsælu með brúði sér við hönd. Konu, sem með stuttri viðkynningu og framkomu sinni, hæfileikum og háttprýði vann hug og hjarta fólksins — allra. Guð gefi að all- ir þeirra draumar megi rætast. Að kveðjuathöfninni lokinni, var öllum mannfjöldanum veitt kaffi og beztu veitingar, af kon- um byggðarinnar, með sinni vanalegu rausn. Dagurinn var bjartur og hátíðlegur, og verður þessarar stundar lengi minst af fólki hér í byggð. Nokkrum dög- um seinna kvöddu prestshjónin byggðina og héldu til sinna nýju heimkynna — Seattle, Wash., en þar tekur séra Eric við starfi hjá Hallgrímssöfnuði. G. J. Oleson ARTHIJR A. ANDERSON söngstjóri sœnsk-islcnzka karlakórsins á GimHhátiöinni SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS Jorseti fslcndingadapsins / DAVlÐ BJÖRNSSON skrifari tslcndíngadagsins JOCHUM ASGEIRSSON féhiröir tslendingadagsins WILLIAM M. BENIDICKSON, M.P. mœlir fyrir minni Ganada GUS SIGURDSON Minnist Ganada i Ijóöi TRAUSTI ÍSFELD Minnist Ijilands { Ijóöi 1 þakklátri minningu um sigurmátt íslenzkra frumherja skal hátíð vor haldin

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.