Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 Ál l < VMAI m\ KVENNA Ritstióri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁLIT BARNA Á FORELDRUNUM Freldrum hlýtur að þykja gaman að heyra ýmsar athuga- semdir, sem börn hafa látið falla í þeirra garð við mig fyrr og síðar. Þessar athugasemdir eru ekki alltaf fallegar, en ef það hjálpar ykkur foreldrunum til að skilja sjónarmið og viðhorf bornanna, er ég viss um, að ykkur eru þær kærkomnar. Ef til vill kom lítil frænka mín, 6 ára ^gömul, fram með beztu athugasemdina. Hún var nýbúin að taka út refsingu, steig upp á stól eins og hún væri að ávarpa hóp áheyrenda og sagði: „Mér finnst það átakanlegt, að foreldrar skuli gleyma því, hvað þeim þótti sjálfum gaman að meðan þau voru börn“. Þetta er einmitt það, sem flest börn halda fram. Þau segja, að þið foreldrarnir skiljið ekki þeirra sjónarmið. Og ef þið vilj- ið eiga ást þeirra og samhug mun ykkur þykja ómaksins vert að reyna að skilja viðhorf barnsins. Stór hluti kf þeim hundruð- um barna, sem ég hefi fyrirhitt kvarta yfir því, að foreldrarnir segi naumast annað frá morgni til kvölds en „þú mátt ekki!“ Og vissulega er mikið til í þessu. Því miður er ekki hægt að öllu leyti að komast hjá slíku banni. En það væri skynsamlegt að í- huga við og við, hvort nauðsyn- legt sé að banna börnunum eins mikið og við gerum. Segi for- eidrar: „Þú mátt ekki “ í tíma og ótíma hætta börnin að taka tillit til þess. Er það mjög var- hugavert, því mjög oft gefa börn því engan gaum þó talað sé til þeirra. Ástæðan fyrir því er sú, að börn sökkva sér títt niður í dagdrauma og hugmyndaflug. Það er ekki létt fyrir þau að vakna til hins leiða raunveru- leika, þegar þau hafa verið í óða önn að leita að týndum fjár- sjóðum á Suðurhafseyjum eða þá að álfaprins er að frelsa þau úr dreka höndum. Ef til vill gæt- um við komist hjá að hrópa á börnin með því að aðvara þau 5 mínútum áður en þau eiga að gegna. Ánægjuefni barna eru mjög frábrugðin því, sem fullorðna fólkið sækist eftir sér til skemmt unar. Börnunum finnst gaman að gera sem mestan hávaða, en það sem við kjósum okkur til skemmtunar finnst þeim hræði- lega leiðinlegt og þreytandi. Við skulum gera okkur grein fyrir því að í heimi barnanna gengur allt hraðar en hjá okkur. Og ef þau hafa ekki nóg ný viðfangs- efni fyrir líkama og sál verða þau leið og óánægð og taka upp á einhverri óþekkt eins og við þekkjum. Ef þú ferð með barn á göngu vill það hlaupa og skoppa eins og hvolpur. Það er plága fyrir börn að sitja kyrr í stól lengri tíma. Börn geta ekki unað við það sama til lengdar, því þurfa þau mikla tilbreytingu í leik og námi. Eitt af því, sem þeim er illa við er að sparibúast og vera stillt, er við höfum gesti. En það, sem hverju eðlilegu barni er einna verst við er það, að eiga að skemmta gestum t. d. með því að spila lag eða lesa upp. Börnum sárnar mikið, hvað fullorðna fólkið er umhyggju- samt og viðkvæmt fyrir því sem það á. Lítill drengur sagði við mig um daginn. Ef ég kem við pípuna hans pabba eða ef ég brýt ljótan og lítilfjörlegan blómavasa, þá verða pabbi og mamma fokvond við mig, en ég má ekki verða vondur við litla bróður, þegar hann rífur niður það, sem ég er að byggja eða eyðileggur leikföngin mín. Ég er hrædd um að við gleymum því, hve börnin. hafa í rauninni eignarétt yfir fáu, og hve dýr- mætar þeim eru þeirra litlu eignir. Barninu er jafn dýrmæt brúðan þess og litla járnbrautin eins og okkur er ekta kínverskt postulín eða bíll. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru börnin sáttfús og taka ávirðingum okkar og göll- um með umburðalyndi. Eftir- farandi sýnir hvernig lítill dreng ur afsakar fullorðna fólkið á vingjarnlegan hátt. „Ég býst við, að það sem að er komi af því, að foreldrarnir eru svo gamlir, en þeir geta ekki að því gert“. SVEFN og SVEFNLEYSI Carl Schiötz, doktor í læknis- fræði, ritar langa grein í tíma- ritið: Líf og heilsa, um svefn og svefnleysi. Margar eru sálarlegar orsakir til svefnleysis. Þær geta haldið manni vak- andi, eins og hjá myrkfælnum börnum, stundum meðfæddar. Ennfremur má nefna ákafa gremju, þykkju, ákafa gleði, eða eitthvað sem kemur óvænt, sorg- legt eða gleðilegt. Verra er, ef um er að ræða, langvinnan tauga spenning út af áhættu í verzlun- arsökum, eða kvíða út af ein- hverjum nákomnum langt í burtu, eða sem hefir ekki lengi látið frá sér heyra, eða hefir langsamlega þurft að vera í hættu staddur. Það getur líka verið sorg eða önnur áhyggja út af einhverju, sem hefir kom- ið fyrir og ekki verður breytt til batnaðar. Til eru þeir, sem ekki geta slitið sig frá bóknámi, held- ur lesa allar nætur, og oft kem- ur það annars af slæmum starfs- Guðmundur Sigurðsson (James Simpson) Hann andaðist á Betel á Gimli þann 15. sept. 1950, eftir stutta legu. Hann var fæddur að Heiðarseli í Húnavatnssýslu, 28. maí 1863, sonur Sigurðar Guð- mundssonar og Ingibjargar Sveinsdóttur. Hann flutti til Canada árið 1892; fór til Mani- toba og dvaldi þar ávalt. Tví- kvæntur mun hann verið hafa, en ekki er þeim er línur þessar ritar kunnugt um nafn fyrri konu hans. Síðari kona hans var Guðrún Sigríður Markúsdóttir. Fjórir synir hans eru á lífi; dótt- ir átti hann, er dó ungþroska. Synir hans eru: Henry, búsettur í California; Alexander, Chris og George, allir búsettir í Win- nipeg-borg. Hinn látni hafði dvalið á Betel frá 1947. Auðsýnilega var Guð- mundur fjörmaður, gætti þess til hins síðasta, og lundin venju- lega létt. Síðari árin átti hann við sjóndepru að stríða, þótt ekki þryti sjón augna hans með öllu fyrr en á síðasta æviári. Varð það honum þungbær bær reynsla, er hann átti erfitt með að sætta sig við. Varð því lausnin honum einkar kærkom- in. Hann átti ítök í hugum margra á heimilinu, naut sín þar vel, og var heimilið einkar kært, og hafði oft. orð á því, hve hag- kvæmur griðastaður það væri hinum öldruðu og athvarfsfáu. Hann sýndi hlýhug sinn og kær- leika til heimilisins með því að arfleiða Betel að fjárupphæð, er að frádregnum útrafarkostnaði og legsteini nam $1579,99. Kveðjuathöfn fór fram að Betel, en útför Guðmundar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, og lagður var hann til hinztu hvíldar í Brookside grafreit í Winnipeg. S. Ólafsson Conqr atu lations to the lcelandic People on the Occasion of their ólst Annual National HolidayheldatGimli, Manitoba, August 6th, 1951. READY'MÁDE CONCRETE BUILDERS' SUPPLIES COAL AND COKE Phone 37 251 MCfURDY ^ BUILDERS' Erin and Sargent SUPPLY SUPPLIES c° . LTD. and COAL WINNIPEG, MAN. venjum eða réttara sagt óvenj- um og skorti á skynsamlegum sjálfsaga. Þá eru til þeir menn, sem sitja á nefndarfundum og stjórnar- fundum allar nætur. Þá skal ég nefna nokkrar al- gengar líkamlegar orsakir að svefnleysi: Kaldir fætur; sé ein- hverjum kalt á fótum eða um hnén, þá er mörgum slíkum manni ómögulegt að sofa. Sama er að segja, ef kvöldmaturinn er ekki haganlega samansettur, svo að viðkomanda verður óhægt, eftir að hann er háttaður. Svo fer, ef aðalmaturinn er gróft brauð, ávextir eða rótarhnúðar (t. d. jarðepli). Skal hér á það minnt, að nefndar fæðutegundir þarfnast sérstakrar meltingar. Gróft brauð o. s. frv. að kveldi getur verið fullþungur kostur handa fullorðnum, einkum gömlu fólki; sama er að segja um það, ef mikils er neytt af ávöxtum að kvöldi dags. Ávext- ir eiga bezt við að morgni dags og síðdegis. Óhægð í maga veld- ur ógleði um nætur, þó hægt sé að hrista það af sér á daginn. Ef hægðir eru til langframa slæmar, þá raskar það mjög heil- brigðum svefni. Menn fá hósta, andþrengsli, alls konar tilkenn- ingu og sótthita. Nú er því svo varið, að stund- um hverfur líkamlega orsökin, eða aðalorsökin til þess, að vér sofum illa; en hlutaðeigandi er lengi búinn að sofa illa, og svo heldur það áfram. Óttinn við svefnleysið veldur s 1 æ m u m svefni. Svefnherbergið sjálft getur verið svo óhentugt, að það sé aðalorsökin til svefnleysis eða þá átt töluverðan þátt í því. Ég skal þá sérstaklega minna á of mikinn hita í herberginu. Menn eiga að sjá um, að herbergið sé all-svalt, einkum er líður að háttatíma. Kosta skal kapps um að sofa fyrir opnum gluggum, en það verður að gjörast með skynsemi; það verður að gera greinarmun á, hvort sumar er eða kaldast á vetrum. Enn má geta þess, að kaffi er hinn ó- hentugasti kvölddrykkur, sem hugsast getur. Allir vita, að mik- ill og sérstaklega heitur matur á kvöldborðinu eyðileggur oft nætursvefninn. Þeim, sem nauð- syn er að hafa „eitthvað heitt“ á kvöldi hverju, hafa engan rétt til að kvarta undan svefnleysi, vilji þeir ekki leggja niður þann vana. Hiti á höfði af völdum á- fengis hindrar svefn hjá mörg- um. Sterkt te er heldur ekki hollt; aftur getur súkkulaði ver- ið gott til að sofna af. Mikil tóbaksnautn um daga, og ekki sízt sterkir vindlar að kveldi, hindra svefn hjá mörg um. Doktorinn heldur því fram, að óttinn fyrir svefnleysi sé aðal orsökin til þess, að menn sofi illa og órólega. Congratulations to the lcelandic People on the Occasion of their 61 st National Celebration Day at Gimli, Manitoba, August 6th, 1951. INDEPENDENT FISH CO. 941 Sherbrook St. WINNIPEG. Man. Phone 22 331 cVtX&L-m Eins dags afgreiðsla Fljótasta og bezta fata hreinsunar þjónusta í Winnipeg. ^bu-KiÍe CLEANERS & DYERS LTD. 291 SHERBROOK STREET Phone 722 404 Fullkomnasta hreinsunarvél sem fáanleg er og sú eina sem er í Winnipeg. The Vic Auto Per — sjálfvirk hreifivél — Per Care. Gefar fulla trygging fyrir: • Að föt hlaupi ekki, né skemmist • Litarlaus hreinsun • Hreinar þægilega og fullkomlega Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 GIMLI MOTORS LIMITED verzlar með Chevrolet, Pontiac, Buick of Oldsmobile bifreiðar og Chevrolet of G.M.C. cörubifreiðar. Allar tegundir aj akuryrkju verkfœrum. ALLIS-CHALMERS and OLIVER MACHINERY EVINRUDE OUTBOARD MOTORS Fljót afgreiðsla, vingjamlegt viðmót. GIMLI MCTCLS LTL- W. ZOEBIAK, forstjðri Centre Street Sími 23 Gimli, Manitoba /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.