Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST, 1951 í vinnumensku ... Framhald af bls. 3 okkur máske fegnar 30—50 krón- ur í peningum, og var það ekki svo lítið fé á þeim árum. Mig minnir að við greiddum allt út í hönd nema vínföng. Þau keypti Grímur alltaf í lyfjabúðinni, og þau voru tekin út í reikning. Okkur var skipað að láta verzl- anirnar skrifa á minnisblaðið hvaðliver hlutur kostaði, og svo áttum við að skila Grími blað- inu þegar heim kom og gera hon- um reikningsskil. Var þá jafnan viðkvæðið hjá honum, þegar allt stóð heima: — Ágætt, ágætt, já, þetta er ágætt. Ef ekki gaf yfir Skerjafjörð, lá við að sultur yrði í búi, og þá var tekið það ráð að senda okkur landveg til Reykjavíkur, og bár- um við þá allt á Stóra-Brún. Ég skal minnast betur á hann seinna. — Hvernig stóð á því að svona mikið þurfti til heimilis, þar sem ekki voru fleiri en átta heimilismenn? — Það gerði gestagangurinn. Alltaf voru að koma gestir, höfð- ingjarnir úr Reykjavík og út- lendingar. Vissum við vinnu- fólkið minst um hvaða fólk það var, en gestagangurinn sagði til sín á þann hátt, að við urðum að fara fleiri ferðirnar til Reykja víkur. Ég sagði áðan að alt hefði ver- ið keypt smám saman, en það er ekki alveg rétt. Á hverju hausti var. keypt ein smálest af kolum og til þess ætlast að hún dygði allan veturinn. Var einnig brent mó, og tókum við venju- lega upp úr tveimur gröfum á vori, en þetta var léttur jjálka- mór, sem fuðraði upp og veitti lítinn hita. Fór og jafnan svo, aði kolalaust var orðið þegar kom fram á útmánuði. Ekki man ég nú hvernig við fluttum kol- in suður eftir, sennilega höfum við ekið þeim á handvagni suð- ur að Skerjafirði. En hitt man ég, að þegar heim kom, urðum við að bera þau upp á háaloft. Þar voru þau geymd. Engin önn ur geymsla var fyrir þau, engin útihús nema fyrir hey og bú- pening, en í kjallara var eldhús, oúr og matstofa okkar vinnu- hjúanna. Fanturinn hann Stóri-Brúnn. Ég hafði það starf á hendi all- an ársins hring að hirða um sauðféð og gæta þess að það flæddi ekki. Voru tvö hættuleg flæðarsker þar við nesið og varð altaf að hafa vakandi auga á því að fé væri þar ekki þegar féll að. Grímur átti um 50 kind- ur og gengu þær allan ársins hring í Bessastaðanesi. Hann hafði og milli 10 og 20 hross í nesinu, stóðmerar og 2 graðfola, annan þrevetran en hinn 7—8 vetra. Var sá brúnn að lit og hafði Grímur fengið hann aust- an úr Hornafirði. Hann var tröllvaxinn og rammur að afli og því kallaður Stóri-Brúnn. Ekkert hafði hann sér til ágætis nema vöxtinn og aflið. En Grími þótti ákaflega vænt um hann, hélt víst að hann mundi fá nýjan Sóta undan honum, af því að hann var úr Hornafirði. Grímur tók af vlnum sínum í Reykjavík og Hafnarfirði marga hesta til göngu í Bessastaðanesi. Voru það reiðhestar þeirra og mátti þá líta þar marga fallega fáka. Meðal þeirra er mér minn- isstæðastur rauðstjörnóttur hest- ur, sem GunnlaugUr Briem verzlunarstjóri í Hafnarfirði átti. Var hann bæði fagur og tígu- legur á velli og kostirnir eftir því. Einu sinni sem oftar kom ég út í Bessastaðanes og sá þar furðulega sjón. Stóri-Brúnn hafði lagt aftan á þann rauð- stjörnótta og lét hann bera sig á lendinni, en sá rauðstjörnótti þandi sprettinn alt hvað hann mátti með þessa laglegu byrði. Ég reyndi að komast fyrir þá en tókst ekki því að svo var ferðin á þeim mikil. Lauk þessu á þann hátt að Stóri-Brúnn reið hinn niður og sligaði hann svo að hann varð máttlaus að aftan. Ekki vildi Briem lóga þeim rauð-- stjörnótta, hélt að honum mundi máske batna. En svo varð ekki. Hesturinn lifði við þessi harm- kvæli í nær tvö ár, og þá var honum lógað. Stóri-Brúnn settur í fangelsi. öðru sinni kom ég út í nes og sá þá aðra merkilega sjón. Ég sá hvar yngri graðfolinn stóð á miðjar síður úti í sjó, en Stóri- Brúnn var þar á landi og' hljóp fram og aftur, sýnilega til þess að varna hinum að komast á land. Og ekki var neinn efi á því, að hann hafði hrakið folann í sjóinn. Ég hljóp heim og spurði Grím hvort hann vildi ekki koma með mér út í nes, þar fengi hann að sjá sjón, sem honum mundi þykja merkileg. Hann vildi fá að vita hvað það væri, og er ég hafði sagt honuip frá aðförum Stóra-Brúns, mælti hann: — Bölvaður fanturinn! Það verður að refsa honum fyrir þetta. Svo tók Grímur staf sinn og gekk með mér út í nesið. Þar var alt við sama og áður. Þá Árni Helgason fró Chiccgo í heimsókn Hinn góðkunni Vestur-lslend- ingur Árni Helgason, raffræð- ingur og forstjóri, er nýkominn til bæjarins. Tíðindamaður blaðs ins hitti hann á götu í gær og spurði hann um ferðir hans. — Ég brá mér hingað snögga ferð, sagði Árni. Ætla aðeins að vera hér í þrjár vikur að þessu sinni, til þess að hitta kunningja og vini. Ég hef ekki komið hing- að heim síðan sumarið 1947. En eins og okkur Vestur-íslending- um er manna ljósast, verðum við að bregða okkur til gamla lands- ins alltaf við og við, ef við eig- um að geta haldið uþpi lífraénu sambandi við menn og málefni hér heima. skipaði hann mér að handsama Stóra-Brún og hnýta upp í hann snæri. Þegar ég hafði gert það, sagði Grímur: — Nú setjum við hann í tugt- húsið fyrir þetta ofbeldi. Svo teymdum við Brún heim og stungum honum inn í hest- húsið. Þar varð hann að dúsa í þrjá daga um hásumarið. Það var refsingin, sem Grímur lagði á hann, tugthúsvistin. En ekki fór illa um Brún, því að eftir fyrirskipan Gríms var honum gefin nýslegin taða á stallinn á hverjum degi. * Grímur vildi verða gamall. Ekki kyntist ég Grími mikið þessi tvö ár, sem ég var hjá hon- um. Hann leit aldrei eftir neinu verki og aldrei varð honum að vegi að taka sér hrífu í hönd til gamans, þegar verið var að þurka töðuna á túninu. Var hann þó ern enn. Hann var hár maður vexti og grannur. Altaf var hann á dökkum fötum með hvítt um hálsinn. Hann hafði þann sið á hverjum morgni er hann var klæddur, að taka sér staf í hönd og ganga fram að hliðinu, þar sem vegir skiptast. Er það drjúg- ur spölur og góð morgunganga. Stundum gekk hann út í nes. Önnur var ekki útivist hans nema þegar hann fór til Reykja- víkur eða Hafnarfjarðar og þá altaf ríðandi. Aldrei fór hann í heimsóknir til manna þar á Álfta nesi og virtist yfirleitt ómann- blendinn, nema þegar gestir voru komnir. Var hann kunnur að því að taka vel á móti gest- um, en þegar enginn var kom- inn sat hann yfir bókum. Altaf svaf hann á hörðu, svo að segja berum fjölum. — Það lengir lífdagana, sagði hann. Einu sinni spurði hann mig að því, hvort ég héldi ekki að hann yrði langlífur. — Jú, allra karla elztur, svar- aði ég. Þá ljómaði hann af ánægju, því að hann vildi verða gamall. Enginn gat glatt hann innilegar með öðru en því, að óska honum langra lífdaga. Á. Ó. —Lesb. Mbl. REYNIÐ ÞAÐ- yður mun geðjast það! Árni Helgason — Hvað getur þú sagt mér af íslendingum í Chicago? — Þeim hefir heldur fækkað á síðustu árum, svo erfitt hefir reynzt að halda uppi nokkrum félagsskap þeirra í milli. Þann 17. júní hittum við nokkrir Chicago-íslendingar verkalýðs- leiðtogana sex, sem boðnir voru vestur til Bandaríkjanna. Þeir voru þá nýkomnir til Chicago, en þar áttu þeir að vera í hálfan rnánuð, af þeim sex vikum, er þeim eru ætlaðar til ferðalaga vestra. Síðan áttu þeir að heim- sækja einar fimm eða sex borgir víðsvegar um Bandaríkin. — Hvað getur þú sagt mér í stuttu máli um líðan almennings og kjör í Bandaríkjunum? — Ástandið þar vestra er að mörgu leyti gott, alls staðar nóg atvinna. — Og hvernig er með styrj- aldaróttann? — Óhætt er að segja, að hann sé heldur í rénun. Almenningur vonar, að hægt verði að afstýra heimsstyrjöld, og víst er að menn eru þar reiðubúnir til að leggja mikið á sig til þess að komið verði í veg fyrir styrjöld. — Láta kommúnistar mikið á sér bera þar vestra? — Nei. Á þeim ber ákaflega lítið. Þeir gefa vitaskuld út sín blöð eins og aðrir flokkar. En þau hafa svo litla útbreiðslu að þeirra gætir lítið. Það eru að- eins eldheitir flokksmenn, sem gefa þeim gaum. —Mbl. 29. júní MeS innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 ★ ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialists \ SARGENT and ARLINGTON Phone 35 550 Minnumst sameiginlegra érfða RIVERTON TRANSFER THORARINSON and KERR Proprietors Winnipeg Phone 501 107 — Riverlon Phone 17 Fast Freight and Express to or from: WINNIPEG, ARNES, CAMP MORTON, GIMLI, LONI BEACH, HNAUSA, HUSAVIK, McELHERAN, MATLOCK, PONEMAH, RIVERTON, SANDY HOOK, WASHOW BAY, WHITEWOLD, and WINNIPEG BEACH. RIVERTON MANITOBA All Shipments Insured. Always Ask Your Grocer for Toast Master Bread SWEETER - FRESHER “Canadas Finest Loaf n Phone 37 144 CANADA BREAD COMPANY LTD. FRANK HANNIBAL, Manager PIES - D'NUTS - ROLLS - RECEPTION CAKES

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.