Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 1
íslendingar viljum vér allir vera O Canada we stand on guard for rhee LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 Gullfoss líkaði vel í siglingum milli Bordeaux og Casablanca GULLFOSS kom heim á sunnu- daginn eftir langa útivist. Skipið var, eins og kunnugt er, leigt frönsku skipafélagi í síð- astliðnum nóvembermánuði og sigldi milli Bordeaux og Frakk- landi og Casablanca í Marokko. Þetta er í fyrsta sinn, sem ís- lendingar leigja farþegaskip til siglinga fyrir aðrar þjóðir og reið því á miklu, að vel tækist. Pétur Björnsson skipstjóri á Gullfossi sagði í viðtali við tíð- indamann Alþýðublaðsins: „Það gleður mig að geta sagt það með góðri samvzku, að þetta starf okkar tókst mjög vel. Eg varð hvað eftir annað var við það í viðtölum við fulltrúa skipa félagsins, en það er eitt mesta siglingafélag Frakka, og við far- þega, að öllum líkaði vel við skip ið, aðbúnaðinn í því mat og þjóti- ustu. Ástæðan fyrir því, að hið franska félag falaðist eftir Gull- fosi, var sú, að skipi, sem það hafði í smíðum til siglinga á þess- ari leið, seinkaði. Nú mun það skip hins vegar vera í þann veg- inn að verða fullbúið. Við hófum þetta starf okkar 14. nóvember og lukum því 6. maí. Alls fórum við 16 ferðir milli Bordeaux og Casablanca og við munum hafa flutt alls um 5000 farþega. Far- þegarnir voru að vísu úr flest- um þjóðfélagsstéttum, en fyrst og fremst voru þeir opinberir em bættismenn, franskir, bæði bú- settir í Frakklandi og í Afríku, en einnig verzlunarmenn og svo almennt ferðafólk í leyfum. Margir óttuðust, að eríitt yrði fyrir okkur íslendinga að gera þessum ókunnu farþegum til hæfis, þar sem við byggjum ekki á reynslu, til dæmis hvað matar- gerð snertir og þjónustu, en allt fór þetta vel og giftusamlega. Við hófðum um borð fulltrúa frá skipafélaginu, sem gerðist teng- iliður milli gestanna og skips- hafnarinnar. Þetta reyndist mik- ill ágætismaður. Hann hafði fyrr um verið skipstjóri hjá félaginu. Þá fengum við franskan mat- svein til aðstoðar og vann hann undir stjórn matsveins okkar, og loks fengum við franskan þjón einnig til aðstoðar. Samkvæmt frönskum lögum verða öll far- þegaskip að hafa lækni um borð og þannig var og hér. Eg get í stuttu máli sagt, að ég og skips- höfn mín urðum ekki vör við annað en ánægju og lof af munni farþega, sem ferðuðust með Gull fosi þennan liðna vetur". —Hve margir starfa um borð? Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 OXFÖRD HOTEL JOSEPH STEPNUK, Pres. S. M. HENDRICKS, Mgr. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 MUNDY'S BÁRBER SHOP 643 Portage Ave. WINNIPEG Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 F. E. SCRIBNER, M.D. GIMLI MANITOBA „Þegar fullskipað er, eru 68 manns starfandi um borð, en þar af eru í þjónustuliðinu 34 manns, í eldhúsi, þjónar og þernur". — En fluttuð þið ekki einnig vörur? „Jú, við fluttum mjög mikið af alls konar ávöxtum. Gott er að flytja ávexti í kælirúmum skip- sins. — Sögur hafa farið af sigrum skipverja í kappleikjum erlend- is? „Já", svaraði skipstjóri og brosti. „Mér hefur verið mikil á- nægja að því að fylgjast með í- þróttastarfsemi skipverja minna. I frístundum sínum hafa þeir ið- kað knattspyrnu. Þaðiiefur stælt vilja þeirra, verið ágætur 'reglu- boði og síðast en ekki sízt hafa þeir allsstaðar þar, sem þeir hafa keppt, orðið skipi sínu og þar með þjóð sinni til sóma". —Alþbl. 5. júní Týnt bloð fundið Var í eldtraustu hólfi Landbókasajnsins Nýlega hefur komið fram blað úr Heiðarvígasögu, sem vantaði í skinnhandrit það af sögunni, er barst til Svíþjóðar á ofanverðri 17. öld, og hefur verið miklum getum að því leitt, hvað staðið hefði á blaði þessu. Hefur próf. Sigurður Nordal rakið það stutt- lega í formála sínum fyrir sög- unni í Fornritaútgáfunni. Blaðið hefur verið í vörslum Landsbókasafnsins síðastliðin 40 ár, en hefur ekki verið skrásett í handritaskrá safnsins. Geymt í 40 ár Eftir því sem Finnur Sig- mundsson, landsbókavörður, skýrði blaðinu frá í gær, hefur skinnblað þetta verið geymt í eldtraustum geymsluklefa safn- sins. Voru þar 4 blöð í umslagi, með áritun eftir Jón heitinn Að- ils, sagnfræðing, þar sem segir, að þessi 4 skinnblöð hafi verið keypt til safnsins frá erfingjum Stefáns Jónssonar, alþingis- manns á Steinsstöðum í Öxna- dal. Landsbókavörður sagði að hann hefir litið svo á, að áritun Jóns Aðils á hin óskrásettu skinn blöð væri til marks um það, að þarna væri ekki um neina merk- isgripi að ræða. Stefán Jónsson á Steinsstöðum var lengi þingmaður Eyfirðinga, fróðleiksmaður mikill. Seinni kona hans var Rannveig, systir Jónasar Hallgrímssonar skálds. Rannsóknir Magnúsar Már Að landsbókavörður tók þessi fornu skinnblöð fram úr geymslu hólfinu, kom til af því, að guð- fræðiprófessor, Magnús Már Lárusson, hefir með höndum rannsóknir á ýmsum efnum úr kirkjusögu Islands, og rannsak- ar nákvæmlega allar fornar heimildir, sem hann nær til, þó ekki séu veigamiklar að ytri á- sýndum. M. a. nótnablöð og þess háttar. Taldi Finnur því rétt, að Magnús fengi einnig þessi óskrá- settu skinnblöð til athugunar og þar með blaðið, sem Magnús sá að var úr Heiðarvígasögu. Skinnblað þetta ber þess greinilegan vott, að það hafi ver- ið notað sem kápa á lítinn bækl- ing. Önnur blaðsíðan er svo máð að gera þarf sérstakar ráðstafan- ir til að lesa það, sem þar stend- ur. En sú blaðsíðan, sem snúið hefir inn á bæklings kápunni, er sæmilega læsileg. Um efni hennar talaði Sigurð- ur prófessor Nordal í fréttaauka útvarpsins í gær, en sagði, að eigi væri ástæða til að fjölyrða um þetta fyrr en fengist hefði vitneskja um hvað á báðum blað síðunum stendur. Gera þarf mynd af blaðsíðunni með „infra"-geislum, sem gerir letrið læsilegt, en ekki er víst hvort þetta sé sægt hérlendis. Mbl. 21. júní „RIGOLETTO" Glæsoleg óperusýning í Þjóðleikhúsinu Þau gengu saman Augu þeirra mættust Þau lágu saman Varir þeirra mættust Þau fóru til prestsins saman Sálir þeirra mættust Þau bjuggu saman Lögfræðingar þeirra mættust. Minnumst sameiginlegra erfða á Islendingadeginum g Gimli, 6. ágúst, 1951 ASHERN SUPPLY H. SCHWARTZ, Proprletor Ashern Maniioba Congratulotions . . . to the lcelandic People on the Occasion of their 61 st Celebration Day at Gimli, August 6th, 1951. RIVERTON CO-OPERATIVE CREAMERY ASSOCIATION LTD. JULIUS MASS, Manager RIVERTON MANITOBA Giuseppe Verdi varð snemma að kenna á kaldhæðni örlag- anna. Honum var synjað um inn- töku í hinn fræga tónlistarskóla í Milano vegna skorts á tón- listargáfum! Og margt steðjaði að honum. En honum var ekki fisjað saman. Sterk skapgerð og óbilandi kjarkur auðkenndu alt líf hans, og tónlistargáfurnar voru svo miklar, þegar til kom, að þær lyftu honum upp í hinn hæsta sess ítalskra óperutón- skálda. Hin dásamlegu verk þessa stórmeistara ítölku óper- unnar munu halda áfram að hrífa heiminn um ókomna tíma. Wagner og Verdi, tvö mestu óperutónskáld 19. aldarinnar, voru báðir fæddir sama árið, 1813. Verdi lifði í skugga Wagn- ers að margra dórhi. Hann bar takmarkalausa virðingu fyrir honum. Því miður galt Wagner ekki í sömu mynt. Hinn þýski meistari lagðist dýpra í sínum miklu og stórbrotnu verkum, en eldfjör og leifturköst og suðræn- an hita Verdis átti hann ekki; tíminn einn fær leit í ljós hvor- um verði lengra lífs auðið; um það hefur ýmsu verið spáð, en engum getum skal að því leitt hér, enda telur sá er þetta ritar sig ekkert um það vita hvernig tímans hjól kann að snúast í þessum efnum í framtíðinni, en hitt þykist hann hafa sterkan grun um: að Mozart muni lifa báða hina umtöluðu meistara. Það var stórviðburður, sem gerðist í Þjóðleikhúsi voru 3. júní, er óperan Rigoletto eftir Verdi var flutt þar af íslenskum söngvurum (að einum undan- teknum), og þar með hafin byrj- unin að nýju tímabili: íslenskum óperuflutningi. Árangurinn af þessari fyrstu tilraun var svo stórkostlegur að undrun sætti, og jafnvel hinir bjartýsnustu hefðu ekki látið sig dreyma um slíkt. Sýningin (söng ur og leikur) hafði miklu frem- ur á sér blæ hins f ullkomna held- ur en að hér væri í rauninni um byrjun að ræða, svo góður var heildarsvipurinn: söngurinn, leikurinn, dansinn, sviðið. Með þessu er þó ekki sagt, að allt hafi verið upp á það fullkomn- asta. Gæði söngraddanna í hin- um minni hlutverkum voru að sjálfsögðu misjöfn. En það þyrfti mikla mannvonsku til að viður- kenna ekki, hve allt fór vel fram, hve allir hver einasti„leystu hlut verk sitt vel af hendi og hve allir sungu af mikilli smekkvísi. Framhald á bls. 21 HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 61. þjóðminningardegi þeirra Sunset Manufacturing Co. Limit-ed Sherbrook and Logan WINNIPEG. Man. Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 SELKIRK GARAGE SELKIRK At the Bridge G. SIGURDSSON, Proprietor MANITOBA. Carefully Graded Lumber . . . Means You Get Just What You Pay For. McDONALD DURE LUMBER CO. LTD "One Piece or a Carload" 812 WALL STREET WINNIPEG II!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.