Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 5
21 Unnið að nýrri kirkju í Skólholti Frá aðalfundi Prestafélags íslands AÐALFUNDUR Prestafélags ** íslands var settur í hátíðarsal háskólans þriðjudaginn 19. þ. m. og stýrði honum formaður fé- lagsins, próf. Ásmundur Guð- mundsson. Á undan fundarsetn- ingu flutti séra Jónmundur Hall- dórsson, elsti þjónandi prestur kirkjunnar, morgunbæn í kap- ellu háskólans. Formaður minntist látins fé- lagsbróðurs, sr. Einars Pálssonar, síðast prests í Reykholti og þakk aði þá séra Bjarna Jónssyni, víg- slu biskupi, sem látið hafði af em bætti, sem dómkirkjuprestur og dómprófastur, langt, merkilegt starf og árnaði honum framtíðar heilla. Þá var gengið til dagskrár. — Formaður skýrði frá gjörðum stjórnarinnar á liðnu starfsári og ýmsum þeim málum, sem fram höfðu komið og vörðuðu hag prestastéttarinnar. Ennfrem ur lagði hann fram reikninga fé- lagsins fyrir liðið ár og sýndu þeir batnandi fjársag. Stjórn fé- lagsins var veitt heimild til út- gáfu á námsbók í kristnum fræð um fyrir framhaldsskóla, eftir sr. Arelíus Níelsson. Aðalmál fundarins var að þessu sinni: Kirkjulegur skóli og voru frummælendur þeir séra Ásmundur Guðmundsson, próf., sr. Sigurbjörn Einarsson, próf.— Urðu um það mál fjörugar um- ræður og fyrirmynd slíks skóla talin vera í Sigtúnum í Svíþjóð, en sá skóli er alkunnur um öll Norðurlönd. Voru ræðumenn all ir á einu máli um það, að þörf væri slíks lýðskóla. Þar sem unn- ið væri alveg sérstaklega í kristi- legum og kirkjulegum anda. Jafnframt kom mönnum saman um það, að stofnun slíks skóla væri einmitt í samræmi við hug- sjón Skálholtsfélagsins. Var svohljóðandi tillaga sam- þykkt: „Aðalfundur Prestafélags íslands skorar á alla presta landsins, að vinna, hver í sínu prestakalli, að fjársöfnun í því skyni, að ný kirkja rísi sem fyrst í Skálholti og kirkjulegur skóli. Ennfremur heitir fundurinn á landsmenn alla til eindregins stuðnings við stefnumál Skálholtsfélagsins um viðreisn Skálholtsstaðar". Þá minntist formaður lauslega „RIGOLETTO" Framhald af bls. 17 Fyrst skal frægan telja: Stefán íslandi, sem söng hlut- verk hertogans af Mantova, sem gestur. Söngur Stefáns var glæsi- legur og allt fas hans á leiksvið- inu bar þess vott, að þar á hann heima. Rödd Stefáns hefur breikkað og er orðin nokkuð dekkri með árunum, en yfir söng hans er alltaf sami glæsibragur- inn. Bar Stefán hlutverkið uppi með mikilli prýði og glæsileik. Ungfrú Else Muhl frá Austurríki hefur fremur veika, en yndis- fagra koloratur-rödd, sem hún beitir af mikilli kunnáttu og tæk ni. Hún söng einnig hér sem gest ur. Var söngur hennar skínandi fagur og heillandi í hlutverki Gildu, sem er bæði mikið og vandasamt. Bar öll framkoma hennar í söng og á sviði vott um hversu mikil listakona hún er. Var söngur hennar allur hríf- andi. En það sem vakti þó einna mesta forundran var frammi- staða Guðmundar Jónssonar í Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 l ★ BERGMAN SALES & SERVICES GIMLI MANITOBA Compliments of . . . Jubilee Coal Co. Limited H. B. IRVING, Manager ★ CORYDON AND OSBORNE • WINNIPEG LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 Kunnur jarðvegsfræðingur . . . á prestakallaskipan landsins og störf þeirrar nefndar, sem fjall- aði um það mál. Var samþykkt svohljóðandi til laga: „Þar eð prestakallaskipun land sins verður aðalmál prestastefn- unar að þessu sinni, felur aðal- fundur Prestafélagsins stjórn sinni að túlka vilja félagsins í samhljóðan við samþykkt presta stefnunnar“. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir prófessor Ásmundur Guðmundsson, séra Svein- björn Högnason. — Voru þeir báðir endurkosnir, en í stjórn- inni voru fyrir: Björn Magnús- son, próf., séra Hálfdán Helga- son, prófastur, sr. Þorsteinn Björnsson, fríkirkjuprestur. — í varastjórn voru kosnir: Sr. Sig- urbjörn Einarsson, próf. og sr. Jón Auðuns, dómkirkjuprestur. Fundinum lauk með kvöldbæn um í háskólapellunni og flutti þær sr. Sigurður Haukdal. Að loknum fundi um kvöldið komu prestar og prestskonur saman í veitingasal gamla stúd- entagarðsins og áttu þar ánægju lega samverutstund. —Mbl. 21. júní hlutverki Rigolettos. Hún spáir miklu og góðu um framtíð hans sem óperusöngvara. Leysti hann hið afar vaifdasama hlutverk af hendi á snildarlegan hátt og hreyf áheyrendur frá fyrsta tóni til hins síðasta. Mun söngur hans þetta kvöld verða mörgum minn- isstæður. En eins og áður er sagt, leystu allir söngvararnir hlutverk sín af hendi af mikilli smekkvísi og vandvirkni. Ævar Kvaran söng hlutverk Monterone greifa, stutt en afar veigamikið hlutverk. Á formælingum hans og bölbæn- um byggist allt efni óperunnar, sem á eftir kemur. Rödd hans á að vera sem „þruma úr skýi“, eins og hann sjálfur kemst að orði. Ævar var glæsilegur á svið- inu, en röddin var ekki nógu voldug og örlagaþrungin til að sannfæra mann um, að bölbæn- ir hans yrðu að áhrínsorðum, — þótt svo yrði nú samt í rauninni. Kristinn Hallsson söng hlutverk leigumorðingjans Sparafucile og gerði því prýðileg skil. Guð- munda Elíasdóttir hefur fagra rödd og söng hún mjög vel hluf- verk Maddalenu. Gunnar Krist- insson (Ceprano greifi), Einar Sturluson (Matteo Borsa) og Sig- urður Ólafsson (Marullo) fóru allir vel með hlutverk sín og sungu vel með sínum góðu rödd- um sem hirðmenn hertogans. Sama er að segja um Guðbjörgu Þorbjarnardóttur (Giovanna), Elínu Ingvarsdóttur (greifafrú Ceprano), Karl Sigurðsson (vörð ur) og Hönnu Helgadóttur (hirð- svein). Sum þessara hlutverka eru smá. En hér var til alls vand að og ekki kastað höndum til neins, hvorki í stóru né smáu. Simon Edwardsen frá óper- unni í Stokkhólmi var leikstjóri og undirbjó og æfði með söngvur unum á sviðinu. Hefur hann leyst af hendi vérk sitt með mikl um ágætum og af framúrskar- andi samviskusemi. Sama má og segja um dr. Urbancic, sem æfði (ásamt Fritz Weisshappel) söng- inn og hljómsveitina og stjórn- aði óperunni. Hefur hann eigi síður unnið af framúrskarandi dugnaði að öllum undirbúningi og stjórnaði verkinu snildarvel. Báðir hafa því þessir menn unnið mikið og gott starf, og má að miklu leyti þakka þeim, hver- su giftusamlega tókst til. í kórn- um sungu félagar úr „Fóstbræðr um“ Var söngur þeirra hreimfag ur, glæsilegur á köflum og mun leitun á öðrum eins óperukór (karlaröddum) hvað raddgæði snertir. (Þeim til aðstoðar var Páll Kr. Pálsson að tjaldabaki). Hljómsveitin á og sitt makla hrós skilið. Án hennar væri óhugsandi að flytja slík verk, og án hennar verður það ekki heldur hægt í framtíðinni. Hún lék mjög vel undir söngnum og sýndi enn á ný, hvers hún er megnug. Nú hefur það sannast, svo að ekki verður um deilt, að við get- Framhald af bls. 20 vegs í þremur fylkjum Banda- ríkjanna. Gert er ráð fyrir að dr. Nygard dvelji hér á landi í 2^2 mánuð og mun hann ferðast um helstu landbúnaðarhéruð landsins, á- samt starfsmönnum Atvinnu- deildarinnar, og gera staðarat- huganir á ræktanlegum lands- svæðum og jarðvegi yfirleitt. Mun hann síðan framkvæma rannsóknir í tilraunastofum At- vinnudeildarinnar, eftir því sem þurfa þykir, og að því búnu legg- ja fram tillögur um flokkun og nýtingu á íslenskum jarðvegi. Rannsóknirnar Starf þetta er mikilsverður lið- ur í þeirri áætlun ríkistjórnarinn ar er miðar að auknum landbún- aði og aukinni framleiðslu land- búnaðarafurða. Það miðar að því að ákveða hvaða landsvæði hent- ar.best til framræslu og ræktun- ar. Einnig aðstoða bændur við að ákveða hversu mikið magn og hvaða tegundir áburðar henta best fyrir land þeirra og loks munu rannsóknir þessar stuðla að því að komist verði að raun um hverskonar ræktun mun gefa bestan árangur við íslensk veður skilyrði og í ákveðnum tegund- um íslensks jarðvegs. Ungur íslendingur í fylgd með dr. Nygard í fylgd með dr. Nygard hingað til lands er ungur íslenskur há- um flutt óperur með okkar eigin söngvurum og hljómsveit. Hér má því ekki láta staðar numið. Fram skal halda. Kjörorðið sé: ópera á hverju ári! Þjóðleikhússtjóri og þjóðleik- húsráð eiga miklar þakkir skyld- ar fyrir þann stórhug, sem vissu- lega þurfti til að hrinda af stað þessari sýningu. Megi sá stór- hugur ávalt vera ríkjandi í hinni veglegu byggingu við Indriða- skólastúdent, Einar Gíslason, en hann hefur dvalið í Bandaríkjun irm að undanförnu og kynnt sér nýjustu starfsaðferðir er lúta að hinni tæknilegu hlið á flokkun og kortleggingu jarðvegs. Deild sú í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna, sem annast jarð vegsrannsóknir þar í landi, skipu lagði nám Einars vestra, en efna- hagssamvinnustofnunin í Wash- ington lagði fram erlendan kostn að í sambandi við för hans. Dvaldi Einar tvo mánuði með flokki manna er vann að kort- leggingu og flokkun varðvegs í Tennessee fylki, tvær vikur við sömu störf í Louisiana, og tvær vikur var hann við störf í til- raunastöð landbúnaðarráðimeyti sins í ræktunar málum, en sú stöð er starfrækt í Beltsville í Maryland fylki. Mun Einar nú hefja starf hér á sviði jarðvegs- rannsókna hjá Atvinnudeild Há- skólans. (Frá Efnahagssamvinnustofnun- inni) —Mbl. 15. júní torg! —P.Í. Mbl. 7. júní Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi að eiga viðskipti við íslenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitoba - fylkis. Þökk fyrir drenglund alla og vinsemd. ARMSTRONG-GIMLI FISHERIES LIMITED J. M. DAVIS, forsijóri

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.