Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. AGÚST, 1951 23 Léttir málmar eru beztu smíðaefnin Framhald af bls. 19 Co., sem er stærsti magnesium framleiðandinn hefir látið smíða hjólbörur úr magnesium og þær vega ekki nema 14. kg., en venju legar járnbörur vega 38 kg. Alt til eldhúsa er nú farið að framleiða úr aluminium svo sem kæliskápa, eldavélar, þvotta- vélar, lampa, borð og stóla. Hægindastólar eru einnig smíð- aðir úr sama efni og grindin vegur ekki nema 6 ¥2 kg. The Aluminium Company hefir ásamt Winter & Co. — sem er stærsta píanóverksmiðja í Bandaríkjunum — látið smíða píanó „hljómgrunn“ (sem streng irnir eru strengdir á) og vegur hann um 38 kg. minna en áður var, og við það léttast píanóin um allt að 20%. Glugga og hurðir er einnig farið að smíða úr aluminium. The Berry Door Co. er farið að smíða bílskúrahurðir úr alum- inium og vega þær ekki nema 27 kg. Bílaverksmiðjurnar þurfa þrátt á meiru að halda af alum- inium og magnesium heldur en framleitt var á stríðsárunum. Gera þær ráð fyrir að í fram- tíðinni verði hægt að nota 450 kg. af aluminium í hvern bíl, og með 5 milljón bíla framleiðslu á ári þá sést að þær þurfa helm- ingi meira aluminium en nú er framleitt á ári. Sumar bílaverk- smiðjur gera þó ekki ráð fyrir að nota nema helming þessa, og þar á meðal er verksmiðjan, sem smíðar „Pontiac“. Hún hefir til reynslu látið endursmíða Pontiac bifreið frá árinu 1942 og notaði í hana 225 kg. a'f aluminium. En við það léttist bíllinn um 550 kg. eða rúmlega þriðjung. Og þegar bílarnir léttast verða þeir miklu ódýrari í rekstri. Þeir þurfa minna benzín og þeir geta notað léttari hjólbarða, sem þó endast miklu betur en ella. Bíl- hjólin verða úr magnesium og vega ekki nema 3% kg. í stað þess að stálhjól vegur 9 kg. The Aluminium Company of America hafði um 50 ára skeið einkarétt á allri aluminium vinnslu. En árið 1940 kom Reyn- olds Metal Co. til sögunnar og nú framleiðir það hátt upp í það jafn mikið af aluminium eins og framleitt var alls í Bandaríkjun- um árið 1939. The Dow Chemical Co. hafði og áður einkaleyfi á magnesium framleiðslu. Nú hafa ýmis önn- ur félög farið að keppa við það, þar á meðal Henry Kaisers Per- manente Metals Corp. Sam- keppnin hefir orðið til þess að verð á þessum málmum hefir lækkað mjög mikið. Árið 1939 kostaði aluminium 44 cents kg., en nú 31 cent. Á sama tíma hef- ir verð á magnesium fallið úr 60 cents niður í 45 cent, og búist er við enn meiri verðlækkun. — Nokkur samkeppni hlýtur ó- efað að verða innbyrðis milli þessara tveggja málma. Magne- sium er þriðjungi léttara en aluminium, en aluminium er sterkara og stenst betur alls konar sýrur. Það er því senni- legt að aluminium verði meira notað fyrst um sinn. En báðir málmarnir verða óefað notaðir Glerhús og glerspuni Framhald af bls. 18 og í gleraugu, sem ekki geta brotnað. Það eru talin 3300 ár síðan fyrst var búið til gler. En aldrei hafa framfarirnar í gleriðnaði verið jafn miklar og á síðustu 10 árum. ótrúlegast er að hægt skuli vera að nota gler í fatnað, en þetta byggist á þanþoli þess. í Bretlandi eru komnar á fót verksmiðjur fyrir glerfatnað og eins í Ameríku. Úr 28 grömmum af gleri er hægt að „spinna“ 483 kílómetra langan þráð, sem er ekki grófari en sem svarar fimmtungi höfuðhárs en þó sterkari en stál, og stenst bæði ryð, möl og eld. mikið í alls konar farartæki. Nýir almenningisvagnar, sem eru að mestu úr aluminium, vega 2 smálestum minna heldur en áður var. Slíkir vagnar verða fljótari í ferðum og miklu ó- dýrari í rekstri en verið hefir, og það mun aftur hafa í för með sér lækkuð fargjöld, og enn- fremur lækkaðan flutnings- kostnað, þegar um vörubíla er að ræða. Sú hefir líka orðið reynslan síðan farið var að nota aluminium í járnbrautarvagna. í skipasmíðastöðvum er nú farið að nota mikið af alumin- ium og á mörgum skipum eru nú björgunarbátar úr þeim málmi. Við húsasmíðar mun alumin- ium mjög ryðja sér til rúms. Til- búin hús úr aluminium eru létt í meðförum og miklu auðveld- ara að reisa þau heldur en timb- urhús. Aluminium er líka ágætt einangrunarefni. Og nú er farið að gera „krossvið" úr aluminium og timbri. Einangrar hann betur en nokkrar aðrar þiljur og getur varla brunnið. Þá er aluminium ágætt til alls konar umbúða vegna þess hvað það er létt og sterkt. Það getur ekki valdið neinum skemmdum og er því sérstaklega hentugt í umbúðir um mat, drykk og meðul. Til dæmis er nú farið að nota aluminium-tunnur í mörg- um bruggunarhúsum. — Alum- inium „blöð“ (silfurpappír) eru mjög hentug að hafa utan um mat hvort heldur er í kæliskáp- um, eða nesti. Þau halda matn- um óskemdum langa hríð. Lyklar úr aluminium þykja mesta þing síðan menn komust upp á að lita málminn alla vega. Nú ganga menn með marglita lykla og litur hvers eins segir til þess að hverju hann gengur. Þykir þetta þægilegt þeim, sem verða að hafa marga lykla. Hér hefir aðeins verið drepið á fátt eitt viðvíkjandi notkun, hinna léttu málma. En svo að segja á hverjum degi koma á markaðinn nýjar vörur gerðar úr þeim. Eftirspurnin hlýtur þó að lokum að ráða því hvað ofan á verður. Vilji fólk t. d. hafa barnavagna úr aluminium og ryksugurnar úr magnesium, þá verður það gert. (Eftir Robert Froman) —Lesb. Mbl. Vegna þess að glerið er óeld- fimt þykir það ágætt í glugga- tjöld og dyratjöld. Það er mjúkt og þægilegt við komu og ekki hægt að sjá annað en það sé silki, enda er það notað í háls- bindi, brúðarkjóla, hatta og skó. Með því að blanda í það ýmsum efnum er hægt að gefa því þann lit sem óskað er, en einskonar silfurbjarmi verður jafnan á glerfötum. Gler það, sem notað er í þráð og fatnað, verður að .vera afar vönduð vara. Hráefnin í það eru vandlega valin og brædd sam- an og steyptar úr þeim kúlur, sem svo eru bræddar og þráður teygður úr, eins og þegar band er undið af hnykli. Úr kúlunum fást að meðaltali 160 km. af gler- þræði. Úr glerþræðinum er m. a. bú- in til glerull, sem lítur út eins og silkikennd froða, ekki ósvip- uð bómull. Þessi glerull er notuð sem einangrunarefni — er m. a. utan um hitaveituæðarnar, sem liggja úr götuæðunum inn í hús- in í Reykjavík. Glerull er einn- ig notuð sem milliveggjatróð í húsum. En hún er álíka góður hljóðeinangrari, og hefir það gert hana eftirsótta af þeim, sem ekki kunna við að heyra allt sem fram fer hjá nágranna sínum fyrir handan þilið. Gegnum loft, sem einangrað er með glerull, heyrist ekki þó barið sé með hamri á loftið. Þá má nota gler- ull til að sía loft, sem dælt er inn í hús. Gler er einnig notað sem steinn til húsabygginga. Má þá hafa það svo gegnsætt að ljós leggi 1 gegnum veggina ,og þarf þá enga glugga. Glersteinninn er afar sterkur, ódýr og léttur, er hann steyptur með ákveðinni lögun og þarf enga skreytingu. Húsmæðurnar eru þegar farn- ar að kynnast kostum nýja glers ins af eldhúsáhöldum sínum. Gömlu gleráhöldin vildu brotna í eldhúsinu. En nú fæst óbrjót- andi gler, sem meira að segja er hægt að sjóða matinn í eins og járnpotti, án þess að saki. 1 Skot landi hefir fundizt glersandur, sem er algjörlega laus við járn- sölt og því er hægt að gera úr honum gegnsæja glermuni, sem smám saman útrýma leiráhöld- unum. íbúar glerhúsa farmtíðarinnar munu nota eldavélar úr gleri, steikja egg á glerpönnum, og hita stofur sínar með ofnum úr gleri og spila á glerpíanó. Það er ekki ósennilegt að gler- ið eigi í vændum álíka blóma- öld og alúminíum hefir átt und- anfarið, og hægt verði að tala um gleröldina næstu árin. Og nú geta þeir grýtt, sem í glerhúsi búa, því rúðubrot ganga úr tízku. „Brothætt gler“ verður aðeins til á forngripasöfnum. Hún svaraði: — Það er enginn vandi. Ég bara hvísla. í fjölskyld unni er hvíslið svo óvenjulegt að þegar það heyrist leggja allir hlustirnar við. Kona, sem átti háværan mann og átján háværa syni var spurð að því, hvernig hún færi að því að láta heyra til sín á heimilinu. ☆ Sendisveinninn okkar þreytir mig. Hann er síblístrandi, þegar hann er að vinna. — Þú ættir að hafa okkar sendisvein. Hann bara blistrar. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 * / J. M. Gislason Forstjóri og eigandi FLOTHOLTA VERKSMIÐJUNNAR á LUNDAR MANITOBA. CANADA HAMINGJUÓSKIR til íslendinga \ tilefni af 61. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 6. ágúst 1951 Lakeside Tradinq Co. A. THORKELSON og TH. THORKELSON Verzla með FISK, VIÐ, KOL og ALMENNAR VERSLUNARVÖRUR GIMLI MANITOBA Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 G. JOHNSON, M.D. GIMLI MANITOBA HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 61. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 6. ágúst 1951 O. HALLSON KAUPMAÐUR OG AKURYRKJU VERKFÆRA SALI = Ericksdale Manitoba Stjórn og Starfsfólk Winnipeg Supply félagsins óskar íslendingum til heilla og hamingju á 61. þjóðminningardegi þeirra á Gimli 6. ágúst 1951. Viðskipti vor við íslendinga frá byrjun hafa verið vingjarnleg og ánæjuleg og oss er Ijúft að halda þeim þannig áfram. Sími 928 401 THE WINNIPEG SUPPLY & FUEL CO. LTD. 812 BOYD BLDG. WINNIPEG. MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.