Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 15

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 15
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 31 HEILRÆDI BISKUPS Framhald af bls. 27 „Þetta datt mér í hug“, mælti biskup. „Vatnið í þessari lind er þá heldur ekki gætt neinum heilögum krafti. Eg þekki aðeins eina uppsprettu, sem nokkurt gagn er að. Eg er með ofurlitla lögg úr henni á brúsa, sem er úti í vagninum mínum. Það er altaf gott, að hafa það með sér. Eg villist aldrei á ferðum mínum og aldrei hefi ég orðið fyrir nein- um skakkaföllum. Seztu nú Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 JIMMY HEMENWAY TAILOR AND CLOTHIER 627 Sargent Ave. Winnipeg Phone 22 166 CONGRATULATION S to the lcelandic People on the Occasion of the 61 st Anniversary of their National Celebration Day at Gimli, Manitoba, August óth7 1951. DICK HILLIER / Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 LUNDAR QUICK FREEZE—DELNOR FROZEN FOODS B & B MEAT MARKET MEATS, FISH and POULTRY Livestock Slaughtering, Meat Processing, Custom Curing, Smoking LUNDAR MANITOBA CARL BJORNSON, Proprietor W& a>ie GelehnaÍÍHa too-J • August 5th Is Our Silver Anniversary We hope to continue serving Manitoba motorists in the future—improving our service and facilities continually. ★ CONGRATULATIONS ON YOUR 61 st ANNIVERSARY Carler Molors Lld. Poriage and Maryland, Winnipeg CHEVROLET and OLDSMOBILE CARS — CHEVROLET TRUCKS Ingólfur Arnarson fékk 340 þús. kr. fyrir hjálp við Tatra hérna á stólinn og lokaðu augun- um. Þú mátt ekki líta upp, fyrr en ég kem aftur. Ef þú lítur upp, missir vatnið kraftinn“. Geirþrúður settist niður og lokaði augunum og þannig sat hún þangað til biskup kom inn aftur. Hún var til að sjá eins og sofandi barn. Nú leit hún upp og lesa mátti nú í augunum einlæga trú og óbilandi traust. „Líttu nú á“, sagði biskup, „þetta er nú ekki nema rétt að- eins í litla skál. Meira má ég ekki missa. Og meira þarft þú ekki heldur. Þetta er kraftmikið vatn. Og þegar maðurinn þinn fer næst að tala við þig um eitthvað, sem þig langar til að andmæla, þá skaltu flýta þér að súpa gúl- sópa af vatninu. Ekki skalt þú þó renna því niður eða spýta því út úr þér. Máttarins nýtur aðeins á meðan þú hefir vatnið í munnin- um. Og gleymdu iíú ekki þessum fyrirmælum“. Grátandi lofaði Geirþrúður þessu. Og hún trúði því alveg statt og stöðugt, að vatnið myndi verða henni að gagni. Hún þakk- aði biskupi hjartanlega fyrir þá miklu greiðasemi, að gefa henni svona dýrmætt meðal. Og nú fór hún strax að hafa áhyggjur út af því, að nú myndi hann ef til vill verða fyrir einhverjum ó- höppum á ferðalaginu, og þá væri það henni að kenna, af því að hún hafði fengið vatnið úr brúsanum. „Það er talsverður slatti eftir í honum ennþá“, sagði biskup brosandi, „og svo er þess að gæta, hve mikill kraftur fylgir einum einasta gúlsopa. Það er engin hætta á því að ég villist eða að vagninn velti út af veginum. Og ég kem hingað aftur út á Oddan- um eftir þrjú eða fjögur ár. Þá skulum við talast við aftur“. -------Daginn eftir hélt bisk- up áfram ferð sinni. „Jæja Lars“, sagði hann, þegar þeir voru komnir spölkorn áleið- is upp á Oddann, „hvernig lýst þér á fólkið hérna á Oddanum?“ „Hvernig mér lýst á það?“ sag- ði Lars og sló í klárana. „Eg get nú eiginlega lítið um það sagt“. „Áttir þú eki tal við neinn?“ „Það get ég varla sagt. O-jú,— ég yrti á einn karlinn fyrir utan kirkjudyrnar og spurði hann hvorum siðnum hann fylgdi, þeim gamla eða hinum nýja. Hann svaraði því til, að hann fylgdi nýju trúnni. Hann sagði að í gömlu kenningunni væri því haldið fram, að sjórinn ætti að fæða okkur, en hin nýja mælti svo fyrir, að brjóta skyldi heið- arnar. Og hann kvaðst vera byrjaður á því að sínu leyti.“ „Litlu hefir þú orðið nær af þessu svari“, mælti biskup hlæj- andi. „Ekki segi ég það“, svaraði Lars og lét sér hvergi bregða, „því að ég komst þarna að raun um, að fólkið á Oddanum kann að hafa taumhald á tungu sinni, og ekki eru þeir að jafnaði léleg- astir, sem kunna það“. Biskup vissi hitt og þetta um fólkið á Oddanum. Og um hugar- far einnar manneskju vissi hann sérstaklega. Geirþrúður var bor- in og barnfædd á þessum slóðum. Hann var að hugsa um hana. „Mörgum þeirra, sem fyrstir byrjuðu að brjóta niður páfaveld ið, varð á sama glappaskotið, sem oft hendir trésmiðinn, sem er að rífa niður gamalt hús: honum verður það á að brjóta stoðir og lausholt og annað því um líkt, sem nota mætti í nýja húsið. Það er ekki hyggilegt. Vér eigum að nota það sem nothæft er af göm- lu viðunum til að byggja úr hið nýja“. Lars sagði bara „já“ og „á-nú“, —en annars fannst honum þetta torskilið tal. ☆ -------Fimm ár liðu þangað til Palladíus biskup hafði tíma til að vísitera Oddakirkju aftur. Ekki hafði honum unnist tími til að koma í allar sóknir tvisvar sinnum. En út á Oddann vildi hann komast fyrir hvern mun. Hann hafði lofað Geirþrúði því og sjálfum sér líka. Og hann vildi efna það. Landið var jafn eyðilegt og hrjóstrugt og það hafði verið. En kirkjan var komin í nýjar flík- ur, og mátti heita, að þær væru eins og biskup vildi hafa þær. Þakið og gluggarnir voru nú í bezta lagi. Á altarinu var hreinn dúkur og tvær kertastikur. Heið- arblómum var stráð á gólfið. Og presturinn var búinn að fá pré- dikunarstól, svo að nú gat hann horfst í augu við söfnuð sinn. Fólkið var svipað ásýndum og það hafði verið. En nú kunni það þó nokkra sálma og söng þá fullum hálsi. Geirþrúður hafði tekið mest- um stakkaskiftum. Hún var ekki lengur flóttaleg og feimin. Þrjózku-svipurinn var líka horf- inn. Nú var hún stillileg og glað- leg prestskona. Biskup var leiddur inn í hlýja stofu og honum boðinn hægur sess að lokinni. vísitasíunni. Og Geirþrúði dvaldist lengi inni hjá honum. Hún þakkaði honum hjartanlega fyrir heilræðin góðu og vatnið, sem hann hafði gefið henni. Það hafði ekki brugðist. Hún kvaðst hafa fylgt ráðum hans nákvæmlega, og þegar hún hefði verið búin að súpa á vatn- inu, þá hefði aldrei orðið af neinni þrætu eða misklíð á milli hennar og mannsins. Hún hefði þá ekkert getað sagt, og þá hefði prestur strax orðið blíður og bljúgur. Og því lengur, sem hún hlýddi á það, sem hann hafði að segja, því ljósar varð henni það, að hann hafði á réttu að standa. Nú var hans trú orðin trú henn- ar sjálfrar, og nú urðu þau aldrei ósátt. Þau báru saman byrðarnar og hita og þunga hvers dags. Og hún bætti því við, að nú væri langt síðan að hún hefði þurft á vatninu að halda. Enn væri skál- in hálf, og sennilega þyrfti aldrei til þess að taka framar. „Það væri þá líka hægurinn hjá, að fylla skálina aftur“, sag- ði biskup brosandi, „þú getur sótt þér vatn út í brunninn, hérna fyrir sunnan bæjarvegg- inn. Það gerði ég“. Hjálpaði því við Orkneyjar í veiur. ____ * Samkomulag hefir náðzt milli eigenda norska skips- ins „Tatra“ og Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur um björgun arlaun vegna aðstoðar eða hjálpar, er „Ingólfur Arnar- son“ veitti hinu norska skipi í vetur, en þau eru £7500, eða um kr. 340 þúsund Nánari átvik að þessu eru í stuttu máli á þessa leið: Hinn 18. janúar s.l. sendi m.s. „Tatra“ frá Tönsberg út hjálparbeiðni, þar sem skipið var með bilaða vél á Norðursjó, um 23 sjómílur norð- Geirþrúður rak upp stór augu. Hún brosti ekki. En það komu tár í augun á henni. Að þessu sinni var það hún, sem tók t>áð- um höndum um hönd biskups. „Nú skil ég það fyrst, sem þér sögðuð fyrir fimm árum: Það þarf ekki annað en trú. Ekkert er til í heimi þessum kraftmeira.“ vestur af Mull Head á Orkn- eyjum. Togarinn „Ingólfur Arnarson", skipstjóri Hannes Pálsson, brá þegar við, kom á vettvang, tókst að koma taug um borð í hið norska skip, sem rak undan sjó og vindi, og hóf að draga það til næstu hafnar, sem var Kirk- wall á Orkneyjum. Er skipin áttu eftir stutt ófarið til hafnar, slitnaði dráttartaug- in, en um svipað leyti tókst að koma vél „Tatra“ í gang á ný, og komst skipað síðan af eigin rammleik inn til hafnar. Eins og að framan getur hefir nú orðið samkomulag um laun Bæjarútgerðarinnar fyrir að- stoðina, og var sætzt á £7500 eða um kr. 340.000 í íslenzkri mynt. M.s. „Tatra er 4766 brúttó lestir að stærð, eign Wilhelm- sen-skipafélagsins í Tönsberg, smíðað í Danzig árið 1937. —VISIR, 22. júní Nefndu fimm hluti sem inni- halda mjólk. Það er auðvelt: ís, smjör, ost- ur — og tvær kýr. —Th. Á. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 JACK ST. JOHN DRUG STORE SARGENT AT LIPTON WINNIPEG MANITOBA Sími 33 110 FRÁ FISKIMANNI TIL STÓRIÐJUHÖLDS Það er framsóknarsaga Kristjáns Thorsteins- sonar skipasmiðs í Riverton, Man. Myndin sem hérfylgirer sýnishorn af framleiðslu hans. Kristján hefir getið sér víðtækan orðstír fyrir smekkvísi, listfengi, vand- virkni og samvizkusemi í iðn sinni. Menn leita til hans með báta- og skipa- smíði vestan frá Vancouver, og úr norður- og austurhéruðum Kanada. Hann er nú að smíða mikið og skrautlegt listiskip, sem sigla á frá stórvötnunum í Austur-Kanada alla leið til Vancouver. Er skip þetta mjög vandað og með öllum nýjustu siglingatækjum. Á síðastliðnum þremur árum hefir hann smíðað tuttugu báta og skip á ári sem öll eru tuttugu tonn að stærð og þar yfir, og aðsóknin að skipasmíðastöð hans fer sívaxandi. Þessi framsækni atorkumaður er fæddur í Nýja-íslandi, sonur Jóns Þor- steinssonar Kristjánssonar bónda að Skriðuklaustri í Haukadal á íslandi, og konu hans, Rósmundu Guðmundsdóttur. Kristján Þorsteinsson er kvæntur Ingibjörgu Sigfúsdóttur Björnssonar, sem ættaður var úr Hróarstungu í N.- Múlasýslu á íslandi. En móðir Ingibjargar og kona Sigfúsar var Margrét Svein- borg Jóhannesdóttir. Ingibjörg er glæsileg kona og prýðisvel gefin eins og hún á kyn til. Þau Kristján og Ingibjörg eiga fjögur börn, eina dóttur og þrjá drengi. THORSTEINSSON SHIPBUILDING YARDS RIVERTON, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.