Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 16

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 16
32 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 Frægasti þjóðardrykkur íslendinga Framhald af bls. 25 gerð afturreka, þegar kaffieitrið kemst inn í blóðið, rekin aftur inn í liðamót og fleiri líkamsvefi. Hressingin af kaffinu er þá fólgin í því, að það hreinsar blóð- ið um stundarsakir, en hér er bara farið aftan að siðunum, ef svo má að orði komast, þannig að í stað þess að veita óhreinind- unum í blóðinu út úr líkaman- um, þá rekur kaffið þau inn í líkamann aftur, líkt og ef stofu- stúlka legði það í vana sinn að sópa öllu ryki og úrangi inn undir gólfábreiður, rúm og stóla, bak við skápa, myndir o.s.frv. Þetta er þá leyndardómurinn við hin „dásamlegu" áhrif kaffi- sopans. Danskur yfirlæknir, dr. Jarlöv að nafni, segir: „Kaffið flytur líkamanum enga orku, heldur má líkja því við svipu- högg, sem kemur líkamanum, líkt og hestinum, til að gleyma þreytunni um stundarsakir.“ Kaffið er því ekki eins ósak- næmt eins og flestir ætla. Og í rauninni er þettá viðurkennt af almenningi, þótt fæstir játi það berum orðum. Viðurkenning al- mennings á skaðsemi kaffis kem- ur fram í því, að börnum er ekki gefið kaffi, fyrr en þau eru orðin nokkuð stálpuð. Og samskonar viðurkenning heilbrigðisyfir- valdanna á skaðsemi koffeíns lýsir sér í því, að framleðendum coca-cola hér á landi hefir verið gert að skyldu að láta koffeíns- innihalds drykkjarins getið á um búðunum. Læknar nota koffeín sem lyf. I venjulegum skammti eru ekki nema 5—6 sentigrömm (0,05—0,1 gr.), og mesti skammtur, sem leyft er að gefa, er 20 senti- grömm (0,2 gr.). Nú eru í tveim- ur bollum af meðalsterku kaffi um 0,2 gr. af koffeíni, svo að þeir, sem drekka kaffi tvisvar til þrisvar á dag, og tvo bolla í hvert sinn, fá sem svarar 2 til 3 inntökum af sterkasta koffeíns- skammti, sem læknum er leyft að gefa. Sem lyf er koffeínið ekki notað nema um stundarskair í vissum sjúkdómstilfellum. En í kaffi er það „tekið inn“ daglega árum og áratugum saman, og sjá allir, hve „ósaknæmt“ það er. Sá, sem drekkur 5 bolla af kaffi á dag, neytir því árlega um 180 gramma af þessu sterka eitri. Nú er ekki því að heilsa, að koffeínið sé það eina, sem finna má kaffinu til foráttu. í því eru um 20 meira og minna skaðleg efni, sum þeirra sterk eiturefni. Curt Lenzner segir: „Auk koff- eínsins er í kaffinu „trigonellin“, sem er skylt koffeíninu og er sterkt eiturefni. Þá vill olían í kaffibaununm, sem gefur kaff- inu hina sérkennilegu lykt eða kaffiilm, leysast upp og mynda eitruð efnasambönd. Þegar kaff- ið er brennt, myndast t.d. am- móníak, pyridin, edikssýra, val- eriansýra, furfurol, fenol og fleiri efni, sem öll hafa eiturverkanir á mannslíkamann.“ Þá má ekki gleyma að geta þess, að í kaffibaununum eru 4 til 8% af barksýru, sem er ein af orsökum lystarleysis, meltingar- truflana, magabólgu og maga- sóra. Sænskur efnafræðingur, Ivan Bolin, segir svo: „Þegar kaffi er brennt, mynd- ast ýms efna sambönd, sem verka ertandi á slímhúð magans. Eftir því sem kaffið stendur eða sýður lengur fer magan af þess- um efnum út í kaffið og sama er að segja um barksýruna, sem einnig ertir slímhúðina. Af þess- um sökum er kaffið óheppilegur drykkur fyrir magaveikt fólk, og enginn ætti að drekka kaffi á fastandi maga, því að þá er slím- húð magans viðvæmust.” Ástæða er til þess að benda konum og mæðrum á það, að til- raunir hafa sýnt, að eiturefnin í kaffinu fara inn í brjóstamjólk- ina og geta skaðað barnið. Það hefir einnig sannazt, að kaffið verkar á kirtlastarfsemi lík- amans, m. a. á þann hátt, að blóð- sykurinn eykst. Þá má leiða lík- ur að því, að kaffið stuðli að myndun krabbameins, m.a. sér- staklega að brjóstakrabba í kon- um. Loks er talið fullvíst, að heitur matur og heitir drykkir séu ein aðalorsök að bólgum, sár- um og krabbameini í vélindi, maga og sérstaklega í skeifu- görn. En hvað á þá að nota í staðinn fyrir Ijaffið, spyrja menn. Koff- eínlaust kaffi? Kornkaffi? Te? Kakó? 1 koffeínlausu kaffi eru sömu efni og í venjulegu kaffi, að koff- eíninu undanskildu, eð að við- bættum öðrum skaðlegum efn- um, sem notuð eru við koffeíneyð inguna. Það er því að fara úr ösk- Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ógúst 1951 THORVALDSON SUPPLY CO. LTD. KAUPMENN RIVERTON MANITOBA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 GRANT’S BREWERY LTD. WINNIPEG MANITOBA Phone 501 118 ENGRAVING BUREAU LIMITED unni í eldinn. Um kornkaffið er það að segja, að við brennslu kornsins myndast ýmis skaðleg efnasambönd, líkt og við brennslu kaffibaunana, svo að það er engan veginn ósaknæmur drykkur heldur. í venjulegu tei eru mörg sömu eiturefni og í kaffinu og ýms önnur, svo sem theobromin, og sama er að segja um kakó, svo að báðir þessir drykkir eru með öllu óhæfir til daglegrar neyzlu. En eru þá öll sund lokuð? Það .fer eftir því, hvernig menn nota kaffið. Fyrir þá, sem nota það sem nautna- eða hressingarlyf, er ekkert til í staðinn, eina ráðið fyrir þá er að breyta svo lifnað- arháttum sínum, að þeir þurfi ekki á slíkri hressingu að halda. Þeim, sem drekka kaffi daglega af vana, og af því að þeir eiga ekki völ annarra drykkja og verða af sömu ástæðum að gefa gestum sínum kaffi, skulu gefn- ar þessar bendingar: I 1.—2. hefti Heilsuverndar 1947 eru leiðbeiningar um það, hvernig menn geta, með lítilli fyririrhöfn eða tilkostnaði, aflað sér innlendra jurta, sem hægt er að búa til úr hina ljúffengustu og heilnæmustu drykki, og œttu þeir með tíð og tíma að verða þjóðardrykkur íslendinga. Kamillu-te er einnig ágætur drykkur. Þá má laga meira en gert er af berjasaft og nota til drykkjar. Og loks er sjálft vatn- ið, ómengað vatnið, sem alltof fáir kunna að meta sem vert er, þessi blessunarríki og heilnæmi drykkur, eini náttúrlegi drykkur manna og dýra, það næringar- efni, sem menn þurfa mest af en spara alltof mjög við sig, illu heilli. Þegar völ er á sítrónum, eða sítrónusneiðar út í vatnið. Þá berja safa hinn ljúffengasti og er berjasafi eða vatn blandað hollasti drykkur. Þannig eru úrræðin mörg fyr- ir þá, sem hafa vilja á því að bæta drykkjarvenjur sínar og ráða bót á kaffileysinu, sem margir kvarta undan. Eru þessar línur ritaðar þeim mönnum til ábendingar, og auk þess til mót- mæla þeirri margendurteknu og fjarstæðu fullyrðingu, að kaffið sé ósaknæm nauðsynjavara. Framangreindar upplýsingar á- samt ummælum erlendra vís- indamanna sýna það svart á hvítu, að hvað sem læknar al- mennt eða aðrir kunna að segja um ósaknæmi eða jafnvel nauð- syn „hóflegrar“ kaffi neyzlu, þá er sannleikurinn sá, að rétti stað- urinn fyrir kaffið eða þau efni, er það hefir að geyma, eru hillur efnafræðinganna eða lyfjabúð- anna, en ekki eldhússkápar hús- mæðranna. —Tíminn, 14. júlí Sjúklingurinn: — Þetta var ekki tönnin, sem ég ætlaði að láta draga úr mér. Tannlæknirinn: — Vertu ró- legur, ég er að koma að henni. Bæjataf á íslandi komið út á ný Komið er út á vegum Póst- og símamálastjórnarinnar rit, er nefnist Bæjatal á Islandi. Flytur það skrá yfir sýslur, kaupstaði og kauptún og þorp með 300 íbúa og yfir, ásamt mannfjölda í þeim ár- ið 1950, skrá yfir hrepa, skrá yfir bæi, bæði í stafrófsröð og eftir sýslum og hreppum, og skrá yfir póstöfur og póstafgreiðslur. Bæjatal á Islandi var fyrst gef- ið út í Kaupmannahöfn árið 1885. Póststjórnin á íslandi gaf það síð an út árið 1915 og aftur 1930. Er hin nýja útgáfa því sú þriðja í röðinni. UNITED ST0RES Ltd. Stjórn og starfsfólk United Stores Ltd., Glenboro, Manitoba, óskar fslendingum, tif heilla og hamingju ó 61. þjóðminningardegi þeirra ó Gimli 6. ógúst 1951. ★ FREDERICKSON & Co. Ltd. FRED FREDERICKSON, forstjóri Glenboro Manitoba ISLE NDINGADAGURINH í GIMLI PARK MÁNUDAGINN 6. ÁGÚST, 1951 F O R S E T I, Séra V. J. Eylands-FJALLKONA. Frú Ingibjörg Jónsson HIRÐMEYJAR Mrs. Eline MacLachlan Smith-Miss Jóhanna Nielsen Skemmtiskrá hefst kl. 2 e. h. Daylight Saving Time Iþróttir byrja kL 11 f. h. SKEMMTISKRÁ: 9. Minni Islands, ræða, Björn Jónsson, læknir, frá Baldur, Man. 10. Minni íslands, kvæði, Trausti G. ísfeld frá Selkirk, Man. 11. Einsöngur, Elmer Nordal, tvö íslenzk lög 12. Minni Canada, ræða, W. M. Benidick- son, M.P. frá Kenora, Ont. 13. Minni Canada, kvæði, Gus. Sigurðson, frá Vancouver, B.C. 14. Karlakórinn. 15. God Save the King Skrúðganga að landnema minnisvarðanum, Fjallkonan leggur á hann blómsveig. — Community Singing, kl. 8 undir stjórn Paul Bardal, M.L.A. Kl. 9 dans í Gimli Pavilion, Jimmy Gowler Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í skemmtigarðinn 50 cent fyrir fullorðna en fritt fyrir börn innan 12 ára. Aðgangur að dansinum 75 cent. Gjallarhorn góð. Special Train fer frá Winnipeg kl. 9 f. h. Fer frá Gimli kl. 12 á miðnætti. íslenzkar hljómplötur, nýkomnar frá íslandi, verða spilaðar að morgninum og þegar hlé er áður en Community söngurinn byrjar. — Allur tími miðaður við Daylight Saving Time. — Nýjar kvikmyndir frá íslandi verða sýndar að kvöldinu. 1. O Canada (Karlakórinn og allir syngja) 2. Ó, Guð vors lands (Karlakórinn og allir syngja) 3. Forseti, Séra V. J. Eylands, setur hátíðina 4. Karlakórinn syngur undir stjórn A. A. Anderson 5. Ávarp Fjallkonunnar, Frú Ingibjörg Jónsson 6. Einsöngur, Elmer Nordal 7. Ávarp gesta 8. Karlakórinn syngur, Gunnar Erlends- son við hljóðfærið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.