Lögberg - 16.08.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.08.1951, Blaðsíða 6
6 / LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL. þýddi „Og hvorugt ykkar man eftir mér,“ sagði gesturinn. » Gamli maðurinn, sem eftir útliti að dæma, var orðinn elliær, reyndi að rísa upp þegar að hann heyrði málróm komumannsins. „Hver er þetta?“ spurði hann í veikum nöldursróm. „Hver vill finna mig?“ „Ég er vinur sonar þíns. Ég er maðurinn, sem fyrir tíu árum kom með Fanny til þín og fól þér hana samkvæmt síðustu ósk sonar þíns. Og þú blessaðir son þinn og fyrirgafst honum, og lofaðir hátíðlega að ganga Fanny í föður- stað“. Gamli maðurinn, sem nú var staðinn upp,' skalf eins og hrísla, og rétti út hendina. „Komdu nær — nær — láttu mig leggja* hendurnar á höfuð þér. Ég get ekki séð þig, en Fanny talar oft um þig og biður fyrir þér; og hún hefir verið verndarengill minn!“ Aðkomumaðurinn kom til hans og hálf kraup á meðan að gamli maðurinn fór höndum um höfuð honum og þuldi eitthvað fyrir munni sér. Á meðan að þessu fór fram horfði Fanny föl eins og nár, með opnar varirnar pg rauna- svip á andlitinu, á komumanninn, og gekk svo mjög hægt til hans, snerti með hálfum huga á klæðum hans, höndum og andliti. „Bróðir“, sagði hún að síðustu, efablandin og hikandi. — „Bróðir, ég hélt að ég gæti al- drei gleymt þér! En þú ert ekki líkur bróður mínum; þú ert eldri — þú ert — þú ert! Nei! nei! þú ert ekki bróðir minn!“ „Ég er mikið breyttur, Fanny; og svo ert þú!“ Hann brosti um leið og að hann sagði þetta, og brosið ljúft og viðkvæmt breytti and- litsútliti hans með öllu, sem vanalega var al- varlegt, áhyggjufullt og dramblátt. „Nú þekki ég þig!“ sagði Fanny í ósegjan- legri gleðihrifningu. „Og þú komst til baka úr gröfinni! Blómin mín hafa komið með þig til baka eftir allt! Ég vissi að þau mundu gjöra það! Bróðir! Bróðir!“ Hún hljóp upp í fangið á honum, hjúfraði sig upp að brjósti hans og fór að gráta. Allt í einu dró hún sig til baka, , lagði hendina á handlegginn á honum, leit á hann með vonaraugum og spurði: „Er hann nú virkilega dáinn? Hann faðir minn! — hann var líka týndur eins og þú. Getur hann ekki komið til baka eins og að þú hefir gert?“ „Syrgir þú hann enn? Vesalings stúlkan“, sagði ókunni maðurinn undanfærslulega og settist niður. Fanny hélt áfram að hlusta eftir svari upp á spurningu sína, sem var henni við- kvæm; en sá að hann ætlaði ekki að svara, svo hún læddist út í horn á herberginu, fól and- litið í höndum sér og virtist vera í þungum þönkum, en tárin runnu ofan kinnarnar á henni í þögulli sorg. „En, herra minn“, sagði gesturinn eftir nokkra þögn. „Fanny segir mér að hún vinni fyrir þér. Ertu þá svona fátækur? Samt skildi ég eftir hjá þér peningana, sem að sonur þinn sendi, og mér skildist, að þó þú værir ekki rík- ur, að þá liðir þú ekki skort!“ „Bölvun fylgdi mínu gulli“, sagði gamli maðurinn hörkulega. „Því var stolið frá mér!“ Það varð aftur þögn. Símon rauf hana: “„Og þú ungi maður — hvernig er það með þig? Eg vona að þér hafi gengið vel“. „Það er með mig, eins og það hefir verið í mörg ár — ég er einn míns hðs í heiminum, á engin skyldmenni og enga vini. En guði sé lof, að ég er ekki betlari!“ „Engin skyldmenni, enga vini!“ endurtók gamli maðurinn. „Engan föður — engan bróð- ur — enga konu — enga systur!“ „Enga! engan, sem kærir sig hið minsta um hvort að ég lifi eða dey“, svaraði ókunni mað- urinn, og það var bæði metnaðar- og sorgar- hreimur í rödd hans. „Það er með mig eins og stendur í kvæðinu“: ' „Eg unni engum — nei, ekki ég, því enginn unnir mér!“ * Það var snertur af viðkvæmni og háði í róm hans þegar að hann hafði þessar einföldu línur yfir, þó að hann fynndi, þegar að hann fór með þær, hugsvölun og ánægju í, að vera ekki upp á aðra kominn, en geta reitt sig á styrk huga síns og hjarta. í þessari svipan fann hann að mjúk hönd var lögð á hans eigin, svo að hann leit upp og sá Fanny standa hjá sér og horfa á sig með tárvotar kinnar. „Þú segir, að enginn unni þér! Segðu það ekki! Komdu hingað til okkar ,bróðir, og vertu hjá okkur, við skulum annast þig. Ég hefi al- drei gleymt að leggja blómin á gröfina — nei aldrei! Gjörðu það fyrir okkur, að koma. Fanny skal unna þér. Fanny getur unnið fyrir þremur!" „Og þeir kalla hana brjálaða!“ tautaði gamli maðurinn og brosti dauflega. „Systir mín! Héðan í frá skalt þú vera systir mín! Yfirgefin, einmana — sem náttúran sjálf hefir narrað og svikið! Systir! við erum bæði munaðarlaus! Systir!“ sagði dökkleiti alvarlegi maðurinn hrærður með titrandi röddu og breiddi út faðminn; og Fanny, án þess að roðna, eða finna til blygðunar, hjúfraði sig að brjósti hans. Hann þrýsti á enni hennar hreinum og innilegum bróðurkossi, og Fanny fann tár hans falla á kinn sér. „Jæja“, sagði hann í breyttum málróm og tók í hönd gamla mannsins, „hvað segir þú? Á ég að flytja hingað? Ég hefi dálítið af pening- um og get verið ykkur til aðstoðar og hjálpað ykkur báðum. Ég verð oft í burtu — í Lundún- •um, eða annars staðar og skal ekki níðast of mjög á ykkur. En þú blindur og hún“ . . . (hann sagði ekki meira af því sem að honum bjó í huga) en hélt áfram, „þú ættir ekki að vera skilinn einn eftir. Og nágrennið, grafreiturinn, er mér kær. Fanny, ég hefi líka misst foreldra, og gröfin þessi . . . .“ Hann þagnaði, og sagði svo í klökktim rómi: „Og þú hefir lagt blóm á gröfina“. „Vertu þá hjá okkur“, sagði gamli maður- inn; „ekki okkar vegna, heldur sjálfs þín vegna. Heimurinn er vondur. Ég er orðinn dauðþreytt- ur á honum fyrir löngu. Já, komdu og vertu hjá okkur, þar sem þú getur verið nærri graf- reitnum, því nær sem þú ert gröfinni, því ó- hultari ertu — og þú sagðist hafa dálítið af peningum!“ „Ég ætla þá að koma á morgun. Ég verð að fara núna. Við finnumst á morgun, Fanny“. „Verður þú að fara?“ spurði Fanny klökk. „En þú ætlar að koma aftur; þú manst, að ég stóð í þeirri meiningu, að allir sem færu í burtu frá mér dæu. Ég veit betur nú. En samt er það satt, að þegar þú ferð í burtu frá mér, þá ertu mér dauður!“ Afstaða og útlit þessara þriggja persóna, eins og að þær voru nú, var þannig að hver einasti hæfur og réttilega upplagður málari hefði hrósað happi yfir að fá að mála þær. Gesturinn var kominn til dyranna, tignar- legur og hár — hinn undursamlegi þroski hans og heilsusamlega hreysti í fullum blóma — borin saman, bæði við hruma og nálega draugs- lega mynd aldursins og hina fíngerðu og prúð- látu Fanny — að hálfu leyti fullorðna stúlku og að hálfu leyti barn. Það var eitthvað útlent í fari hans — að hálfu leyti hermannlegar venjur, sem Bourbon-riddarabandið, sem hann bar, dró úr. Hann var dökkur í andliti eins og Svertingi og hafði svart hár sem féll þétt að höfðinu, sem var tilkomumikið. Hann hafði her- yfarvararskegg að hermanna sið — þykkt sem gljáði á eins og silki og niðurmjótt hökuskegg, eins og sjá mátti á flestum útlögum Karls kon- ungs, sem að jók á hið sterklega og mikilfeng- lega yfirlit hans. En þegar orð Fannyar bárust honum til eyrna, þá sneri hann andlitinu undan, og augun sem voru næstum austurlensk í fegurð sinni og dýpt, sýndust blíð og rök. Og Fanny stóð í angursstellingum í barnslegu sakleysi með hendurnar hangandi við hliðar sér — augun, sem geislar vonarinnar skinu úr á honum og með veikt bros á vörum, sem gerði tárvott and- lit hennar ennþá viðkvæmara. Þar sem gamli maðurinn var með snjóhvítt hár, hrukkóttar kinnar og horfði út í bláinn blindum augum, var vanur, ef hann rumskaði af draummóki sínu að hreita úr sér einhverjum ónotum, varð nú alvarlegur og hugsandi þegar Fanny var að minnast á dauðann! V. Kapíluli Ég hefi ekki reynt til að vefja neinn leynd- arvef um nöfn og persónur í fyrri parti þessar- ar sögu, þó það hefði verið innan handar með dálitlu ímyndunarafli. Mönnum er gert auð- velt að þekkja Sidney Morton undir nafninu Charles Spencer og Philip undir nafninu De Yandemont, (sem að kom Fanny til hjálpar) og þar sem að hann er, þekkir lesarinn sögu- hetju mína undir eins, en þar sem hvorugur þeirra hafði meiri rétt til nafnsins sem þeir áður báru, en þess, sem þeir þekktust nú undir, þá held ég mér við þau. Og ef satt skal segja, þá var Philip de Vandemont naumast sami mað- urinn og Philip Morton var, þegar að hann heimsótti Símon Gawtrey og færði honum Fanny, en þá hafði hann ekki gefið uppi nafn sitt, og nafnið sem hann valdi sér daginn eftir, þegar að hann kom áftur til Símonar, heyrði Símon þá í fyrsta sinni. En sökum elliglapa veitti hann því ekki eftirtekt að nafnið var franskt, né heldur því, hve vel að gesturinn talaði ensku. Aldursþungi Símonar var smátt og smátt að komast á það stig, þegar að lífið verður að viðburðalausri venju, og sálin býr sig undjjr að skil/a við íbúð sína, sem fer hrörn- andi, og hverfur svo í duftið. Vandemont hafði lítið með ferðis þegar að hann kom, (því að hann hafði aðra íbúð í Lundúnum) en engan þénara — hann átti einn hest, sem hann hafði í hesthúsi er vínsali þar í nágrenninu átti, og sýndist eins og hermönnum er títt, hugsa meira um hestinn en sjálfan sig. Það var ein lasburða þjónustukona á heimili Símonar, sem að sá um óvandaðri húsverkin og Fanny borgaði henni af hagnaði verzlunar sinnar. Þessi eina vinnu- kona og hinn einfaldi viðurgjörningur á heim- ilinu, virtist fullnægja kröfum ævintýra- mannsins. Fanny tók glaðlega á móti honum þegar að hann kom og leiddi hana til herbergis þess, sem honum var ætlað, sem að hún hafði tekið heilan dag til að undirbúa. Hún hafði'tekið af sínum litla peningaforða sínum, til að kaupa í meðráði við ekkjufrú í þorpinu, smávegis til að skreyta herbergið með, sem að hún gerði með þeim kvenlega smekk, er aldrei yfirgaf hana. Og með blómum á borðinu og glaðlog- andi eldi í eldstæðinu var herbergið bæði huggulegt og aðlaðandi. Hún horfði á hann á meðan að hann leit í kringum sig og varð fyrir vonbrigðum þegar að hann hrósaði því ekki, eins og að hún átti von á að hann mundi gjöra. Þegar henni leiddist þögnin, sem Vandemont var svo eðlileg þegar um hina ytri atburði eða efni var að ræða, tók hún í handlegginn á hon- um og sagði: „Því segirðu ekki eitthvað? Lítur herbergið ekki vel út? Fanny gjörði það eins vel og að hún gat“. „Þúsund þakkir Fanny. Ég get ekki óskað eftir meiru“. „Það er annað stærra herbergi en þetta, sem að konan sem rændi okkur var í, en þú sagðia að þér væri ant um kirkjugarðinn. Sjáðu“, sagði hún, gekk að glugganum, opnaði hann og benti á turna kirkjunnar sem báru við himinn í kveldkyrrðinni. „Þetta er betra en allt annað!“ sagði Vande- mont og leit út um gluggann í lotningarfullri þögn, sem að Faftny rauf ekki. Og nú var hann sestur að! Eftir margþætt og róstugt ævintýralíf, og ævintýramaðurinn naut kyrrðar á þessu fátæklega heimili. En kyrrðin er ekki ævinlega trygging hvíldarinn- ar. — Á hverjum morgni og hverju kveldi hvíldu augu hans á blettinum þar sem móðir hans hvíldi, og hann fann hvorki til kærleiks né kvala. Gremjan yfir því að geta ekki hreins- að nafn móður sinnar af blettum þeim, sem á því voru að áliti almennings, sauð og svall í huga þessum útlagasyni og varnaði því, að tönn tímans linaði endurminningar hans um móðurmissirinn og æskuárin. Undir hinni ytri ró brunnu þessar endur- minningar og ástríður. Á fyrri árum hans, þeg- ar að hann var að berjast fyrir tilveru sinni vannst honum enginn tími til að athuga og hugsa um réttarrán sitt og svívirðinguna, sem að nafn móður hans lá undir og sem fyrst flutti nóttina inn í morgun lífs hans. Andúð hans var bitur í garð Beaufort-fjölskyldunnar, en hún var eins og eldur, sem blossar upp við og við, en ber lítið á á milli. Hún var í alveg réttu hlutfalli við hina sjaldgæfu og rómantísku atburði, sem að skáldamál getur ekki skapað, en sem að sagnritarar taka með varúð úr hinu mikla forðabúri lífsins; hann hafði risið, í mannfélagsstiganum — allt, sem að hann í æsku hafði tapað — allt það sem ræningjar erfðaréttar hans höfðu unnið, glæsi- leg völd og auð — en umfram allt sú ánægja og sú ró, sem að flekklaust nafn veitir, varð tilfinnanlegt og fjarlægt. Hann hafði unnað Eugénie, eins og drengur í fyrsta sinni unnir fágaðri konu. Hann leit á hana svo,prúða — svo blíða — svo vel gefna — sem yfirburða persónu, og var þess minnugur, hve dásam- lega að henni hefði farist við sig, þegar að hann hefði verið á barmi glötunarinnar. Að hún var sú fyrsta manneskja, sem að hafði komið hon- um til að finna sjálfan sig — sú fyrsta sem hefði leitt hann á réttan veg — sú fyrsta, sem að tamið hafði hið vilta eðli hans — ljónsins unga, með töfraugum Unu. Ágripið af ævisögu hans, sem Monsieur de Liancourt gaf Lilburne lávarði var í alla staði rétt. Þrátt fyrir metnað hans, sem reis öndverður gegn skuldbindingu til annara, og konan, sem að barðist á móti, og var mótfallin dulargerfi hans, sem þó var það eina sem verndaði hann frá því að þekkjast í sambandi við það liðna og ótta framtíðarinn- ar — en eftir hennar ráðum hafði hann þó farið, því hann gat ekki efað dómgreind hennar; en lygaþvaður þjónsins, sem að Eugénie kaus held- ur að eiga mannorð sitt undir, heldur en að stofna mannslífi í hættu, hafði, eins og Lian- court sagði, gjört Philip allt annað ókleyft, en að láta að ráðum hennar, hvort heldur að það var henni til geðs, eða til að vernda heiður nafns hennar. Svo komu nokkrir sólbjartir dagar — vorlífs hans, se menduðu með hinu skyndilega dauðsfalli, sem skildi hann eftir ein- mana á leið lífsins. Þegar að hann fór að ná sér aftur eftir dauðsfall Eugénie var hann kominn til Ind- lands, í nýtt umhverfi og á meðal ókunnugs fólks. Hann sneri þar baki við öllu hirðlífi og gjálífi, því minningin um Eugénie var honum enn fersk í huga. Metnaðarþráin var enn rík í huga hans — hann stæltist og harnaði undir brennheitum geislum austurlanda sólarinnar, sem líka setti mark sitt á andlit hans — líkams- hreysti hans og viljaþrek, sem nú var endur- vakið, og óbilandi hugrekki, juku á orðstír hans og upphefð í hermanna-stiganum. En þeg- ar tímar liðu gerði hann sig ekki ánægðan með þetta; tímabilin löngu, sem liðu á milli athafn- anna vöktu óróa hjá honum. Svo hann fór aftur til Frakklands. Orðstír hans og vinátta við de Liancourt og ættmenn Eugénie, sem voru honum þakklátir, eins og þegar hefir ver- ið sagt frá, útveguðu honum nýja stöðu, sem þó hafði sína galla. í Indía var ekkert fárast um uppruna eða nöfn ævintýramannanna, einn þeirra, var eins góður eins og annar. En í París, þegar að maður gerði tilraun til að brjótast áfram og upp á við vakti það beiskju og háð þeirra vitru, erjur og illindi í félögun- um og í fágaðra félagslífinu; hvaða vopn hefir hreystin gegn háðinu? Og þannig leituðu á- stríðurnar, sem spretta frá auðmýktri sjálfs- elsku, á hann x þessari borgaralegu stöðu. Hann sá þá, að því meira sem að hann brytist áfram og upp á við nafnlaus, því ákveðnari yrði rann- sókn manna í sambandi við hinn raunverulega uppruna hans, og hinn særði metnaður hans gjörði nærri út af við framsóknarþrá hans. Að brjóta sér braut í lífinu, á þann hátt, sem menn kölluðu reglulegan, var ekkert gamanspil fyrir þennan mann; hann fyrirvarð sig alltaf fyrir nafnið sem að hann bar — og vonin alltaf sterk í huga hans að hann mundi ná aftur því sem að hann áleit sig réttan erfingja að — og hélt vakandi í huga sér, þeim ættjarðarmetnaði, sem aldrei yfirgefur þann, sem fæddur er í frjálsu landi, hvað ómjúkum höndum sem það kann að hafa farið um hann; og um fram allt, hvað svo sem að metorðagirnd hans og ástríður, sem stafa frá erfiðleikunum sem hann hefir mætt, órjúfanlegt traust á réttlæti himnaföðurs- ins, að síðustu — hann hafði neitað að rjúfa böndin, sem knýttu hann við hina töpuðu arf- leifð sína, og landið, sem að hann hafði snúið bakinu við — hann var ófáanlegur til að gjör- ast borgari — til að löghelga nafnið, sem að hann bar — hann sætti sig við að vera útlend- ingur. Vandemont var heldur ekki undir það búinn að mæta erfiðleikunum í félagslífinu, þegar að málæðið ruddi framtökunum til síðu. Hann hafði ekki æft bókmenntalega iðn og ekki heldur numið bókmenntaleg fræði — heimurinn hafði verið skóli hans og lífserfið- leikarnir kennarar hans. En hann var leikinn í þeim líkamsþroska, sem að mennirnir dáðst að, og hermennirnir þrá — rólegur og öruggur í framgengni, óvanalega persónuprúður og manna slingastur í að lesa hneigðir og skapgerð annara. Hann hélt áfram að mæta erfiðleikun- um, sem að umkringdu hann og að ná hylli vald- hafanna. Það var eðlilegt fyrir hann sökum upp- eldis hans og kringumstæðna, að hafa litla með- líðun með því, sem kallað er alþýðleg viðfangs- efni. Hann var ekki borgari í landinu, hann var þar framandi og ferðamaður. Hann hafði liðið og leið enn of mikið til slíkrar mann-ástar, sem stundum er ímynduð, en alltaf vegleg, sem að vanalega sprettur frá lestri sem við æfum, ekki í háreisti, heldur í einveru. Menn- irnir, því miður, missa oft áhuga fyrir lýð- veldis hugsjóninni í hlutfalli við það, sem þeir hafa ástæðu til að gruna eða fyrirlíta samtíðar- menn sína. Og ef það var engin framtíðarvon, sem er alvarleg aðstaða, þá getur ekki daglegt líf, hversu hagkvæmt sem það er, kennt okkur hugsjón þá og vegsemd, sem tilheyrir máttugri og Vinsælli játningu, sem að nokkru leyti er falin undir órétti, afglöpum og löstum verald- arinnar, eins og hún er, heldur hverfur hún inn í sérstakt flokkaþras. Að öðru leyti var hugsunarháttur Vandemonts mótaður í austur- lensku móti. Hann leit á fólk yfirleitt, eins og hermenn — agavanir hermenn vanalega gjöra. Hans hugmyndir voru því, eða réttara sagt þekkingarskortur hans á rökréttum hugmynd- um féll því vel inn með óhófs-athæfi Karls konungs tíunda, en ekki með gunguskapnum sem batt enda á það óhóf, sem endaði með því að honum var hrint af stóli með vanvirðu og skömm. Hryggur í huga og með móðgaðan metnað, hlýddi hann skipun konungsins og fylgdi honum í útlegð: vonir hans sviknar og framtíð hans á Frakklandi með öllu eyðilögð. En þegar að hann kom til Englands með skapið óbugað og úrræðin í fullu fjöri, sem sáu vegi í landi sem að hann var nafnlaus í til þess að bæta hag sinn. Það var þó erfitt viðfangsefni — vafasöm von. En orðin, sem bárust til eyrna hans á brúnni í París — orð, sem að oft höfðu létt á huga hans, hljómuðu honum aftur í eyr- um, er hann steig á land í föðurlandi sínu: „Tíminn, traustið, aiorkan". Þó að skapgerð Vandemonts í stærri og fjar- lægari lífssamböndum væri eins og að ofan er sagt, þá sýndi hann mjög göfug einkenni í hinum nánari kynnum sínum við menn og fé- laga sína. Það er satt, að hann var skapharður — jafnvel ráðríkur maður, sem alltaf braust á- fram til forustu; en viðkvæmur fyrir allri góð- vild, og ef að mótstöðumenn hans óttuðust hann, þá var hann elskaður og virtur af þjón- um sínum. í skapgerð hans blandaðist saman viðkvæmur og eldlegur áhugi, eins og sagt var forðum, að hefði einkennt víkingana. Þó að hann væri ekki bókfróður maður og hefði ekki setið við lindir listanna, þá hafði lífið kennt honum vissa tegund skáldskapar, tilfinninga og hugsjóna: Það var máske meiri skáldagáfa 1 hinum þögulu hugsunum hans, þegar að vel lá á honum, heldur en helmingurinn af því, sem bróðir hans hafði lesið og ort í draumró sinni við vatnið. Þróttmikið hugsanavald og göfug innföll komu honum til að framkvæma hugmyndir, sem að bókahöfundarnir töluðu eða skrifuðu aðeins um. Með öllum sínum á- stríðum þá fyrirleit hann ósiðsemi, og með allri sinni framsóknarþrá eftir völdum þeim, sem auðurinn veitir, fyrirleit hann munaðar óhóf.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.