Lögberg - 16.08.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.08.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. AGÚST, 1951 7 Hefir komið 20,000 km. leið til að kaupa íslenzkan fisk Viðtal við Lan Johnson frá Sydney Ástralíumenn hafa allt frá því fyrir styrjöld keypt þúsundir smálesta af fiski frá Englandi og langsw: nú til að reyna fyrir sér um kaup á fiski frá íslandi, sagði Lan Johnson, kaupmaður frá Sydney í Ástralíu. Ég gaf mig kvöld nokkurt á tal við geðugan enskumælandi mann, sem ég mætti á Hótel Borg. Hann kvaðst heita Lan Johnson og vera frá Ástralíu. Við þetta vaknaði forvitni mín. Ég sagði honum, að það væri víst sjaldgæft, að Ástralíumenn kæmu til íslands í sumarleyfum sínum og innti hann eftir því hvert erindið væri hingað norð- ur á hjara veraldar. Fiskkaup frá Evrópu. — Já, sagði Johnson. Erindið var að leita fyrir um kaup á hraðfrystum fiski frá íslandi til Ástralíu. Þegar hann sá undrun- arsvipinn á mér, bætti hann við: Það er ekkert óvenjulegt að flytja fisk» frá Evrópu og suður til Ástralíu. Á undanförnum ár- um höfum við Ástralíumenn keypt þúsundir smálesta af fiski frá Bretlandi, en langar nú til að eignast fleiri viðskiptalönd. — En er ekki dýrt að flytja fiskinn svo langa leið? — Jú, það leggst allmikill flutningskostnaður á, en þrátt fyrir það er hraðfrystur fiskur frá Evrópu lítið dýrari, þegar hann kemur á markaðinn í Ástralíu, en sá fiskur, sem Ástra líumenn veiða sjálfir. Lítil veiði við Áslralíu. — Hví er kostnaður við fisk- veiðar í Ástralíu þetta miklu meiri en í Evrópu? — Það stafar fyrst og fremst af því, að aflinn er minni þar. Við eigum engin reglulega góð fiskimið. Fiskveiði við Ástralíu er alls ekki á sama mælikvarða og veiðin í norðurhöfum. Svo ég segi alveg eins og er, þá varð ég furðu lostinn, þegar ég kom í fyrsta skipti til Hull í Englandi. Ég hafði satt að segja aldrei trú- að pví, að svona mikill fiskur gæti verið til í sjónum. — Eiga Ástralíumenn ekki togara? — Jú, nokkrir togarar eru til, en veiði þeirra er alls ekki sam- bærileg við togaraveiði hér norðurfrá. Við höfum engin þorskamið. Aðalveiðitegundin við Ástralíu er smáhákarl, um það bil 1 m. að lengd. Hann er talinn ágætis matur, en veiðist þó ekki í nógu magni til að full- nægja fiskþörf íbúanna. Og fiskneyzla Ástralíumanna er ekki nema 3 pund á ári, svo ekki er furða, þó að við viljum kaupá fisk frá Evrópu. Vilja kaupa þorsk og karfa. — Hvaða fisktegundir viljið þið helzt kaupa? s— Það er einkum hraðfrystan þorsk og karfa. Meðan ég hef dvalizt hér hef ég átt tal við dr. Jakob Sigurðsson, framkvæmd- arstjóra Fiskiðjuvers ríkisins og gert við hann samninga um fisk- kaup hér. Getur komið til mála, ef allt gengur vel, að nokkur hundruð smálestir fiskjar verði flutt frá íslandi til Ástralíu. Land framlíðarinnar. Johnson skýrði og frá högum manna í Ástralíu. — Stöðugur straumur innflytjenda liggur þangað og frá stríðslokum hefir íbúum fjölgað um meir en 2 milljónir. En mörgum finnst ekki nóg að gert, því að stöðugt vantar meira vinnuafl. Hefir nú- verandi stjórn sett sér það mark mið að 1 milljón innflytjenda komi árlega. Ekki vantar viljann í Evrópu til að flytjast þangað, því að Ástralía er land framtíð- arinnar, þar sem auðvelt er að vinna sig upp á skömmum tíma og verða efnaður. Allt atvinnu- líf er í útþennslu, iðnaður sívax- andi, verið er að taka stórkost- leg raforkuver í notkun . s. frv. Það eina sem háir innflytjend- um er húsnæðisleysi, en reynt er að bæta úr því eftir föngum. , Þ. Th. —Mbl. 29. júní Samvinnutryggingar endurtryggja fyrir mjörg eríend tryggingarfélög Tveir forustumenn sænska samvinnutryggingafélagsins sladdir hér á landi Tveir af forustumönnum Folk- sam, sænska samvinnutrygginga félagsins, hafa dvalizt hér á landi undanfarna daga. Hafa þeir meðal annars gengið frá samn- ingum um það, að Samvinnu- tryggingartaki allmiklar endur- tryggingar fyrir Folksam. Eru þetta þeir forstjóri Folksam, Seved Apel-Frænkel. Samningar þeir, sem hinir sænsku tryggingafræðingar hafa gert hér, er merkur þáttur í starfi endurtryggingadeildar Samvinnutrygginga hér á landi Hefur deild þessi áður tekið að sér endurtryggingar fyrir félög, í Englandi, Kanada, Ástralíu og Israel. Með því að íslenzkt trygg ingafélag tekur að sér slíkar end urtryggingar fyrir erlend félög, munu er tímar líða skapast af því gjaldeyristekjur, þar sem tryggingariðgjöldin eru að sjálf sögðu greidd í erlendum gjald- eyri. Samvinnutrygginafélög eru til um allan heim, og reka þau sam- eiginlega endurtryggingaskrif- stofu í Marichester, Cooperativa Reinsuranci Burcan sem leitast við að skipuleggja endurtrygg- ingar félaganna og dreifa þann- ig áhættu þeirra. Hafa íslenzku Samvinnutryggingarnar fengið allmikið af endurtryggingum fyr ir atbeina þesarar skrifstofu. Auk þess hafa Samvinnutrygg ingar haft mjög nána samvinnu við hið sænska félag, Folksam. og hefur Frænkel til dæmis kom ið hingað til lands fjórum sinn- um í sambandi við það samstarf, en þetta er fyrsta heimsókn Apelquists. Frænkel kom fyrst til að aðstoða við stofnun Sam- vinnutrygginga fyrir fimm ár- um síðan. „Folksam er algerlega óháð félag og ákveður sjálft iðgjalda- taxta sína,“ segir forstjóri þess, Seved Apelquist, en hann er einnig formaður stjórnar félags- ins. „Við teljum það vera til mikils gagns, að frjáls sam- keppni ríki milli tryggingafé- laga. Ef menn vilja komast hjá því, að ríkið taki í sínar hendur alla tryggingastarfsemi, þá verð- ur að sjá til þess, að trygginga- félögin haldi uppi samkeppni, en myndi ekki hring til þess að halda iðgjöldum óþarflega há- um“ Bengt Frænkel, sem er fram- kvæmdastjóri endurtrygginga- deildar Folsksam og stjórnar- brúna- og sjó tryggingadeildum félagsins, segir, að möguleikarn- ir á góðum endurtryggingum eins og öll önnur tryggingafélög. Fullnægjandi endurtryggingar hafa sérstaklega mikla þýðingu fyrir íslenzk tryggingafélög, þar sem svo er háttað, að á íslandi er margt, sem tryggja þar og tryggingarupphæðir mjög háar. —Alþbl. 20. júní Dóttir útgefandans: — Ég ætla aðeins að láta þig vita, að faðir minn er auðugur maður. Hann á dagblað. Drengurinn: — Það er nú ekki mikið. Dagblaðið kostar ekki nema 75 aura. eigi, munið þér eigi fó staðist" Texti: Jes. 7, 9 b. Benedikl Ingimundur Johnson Dónarminning „Æska, ég hef ást á þér Fyr elli kné skal beygja Fegwð lífs þó miklist mér Meira er hitt, áð deyja“. S. Th. Benedikt Ingimundur John- son var fæddur 30. nóv. 1919 í Morden, Man., sonur þeirra val- inkunnu hjóna Jóns B. Johnson, sveitarráðsmanns og konu hans Jónu (Kristjánsson) Johnson. Hann var el?ta barn þeirra hjóna. Hér í þessari íslenzku sveit liggja æskuspor hans, umvafin ást og umhyggju foreldra sinna og systra og hér naut hann skólamentunar. Tuttugu og fjögra ára, eða 1943, innritaðist hann í Flugher Canada, og var hann um tíma í Ontario og svo í Vancouver* B.C. við heræfingar. Árið 1945 kvæntist hann Miss Sally . Kochan frá Ridgedale, Sask., hinni ágætustu konu. Þau settust að í Haney, B.C., þar sem frændfólk hans og vinir að austan höfðu sest að. Þau komu sér upp snotru heimili á 8th Ave. í Haney og undu þar vel hag sínum. Efalaust hefði hann kosið að vera hér austur frá, nær frænd- um og öðrum ástvinum, en vegna þess að hann hafði snert af andþyngslum (asthma) þá átti betur við hann að vera í hlýrra loftslagi. Benny sálugi var góður sonur, tryggur vinur og vildi öllum gott gjöra. Hann hafði góða söng- rödd og hafði mikla unun af góðum söng. Þau hjón eignuðust einn son, fæddan 27. sept. 1949, John Byron að nafni. Nú skein hamingjusólin og lífið brosti við hinum unga manni. ^lann átti góða konu, inndælan lítinn son, foreldra og systur, og fjölda af frændfólki og góðum vinum, sem hann unni enn. Það átti ekki fyrir honum að liggja að njóta gæða þessa heims lengi, því án nokk- urs fyrirvara féll hann frá snögglega 29. apríl síðastliðinn. Dauðameinið var hjartabilun. — Hann var jarðsunginn af Rev. H. Allen í Saywrights Chapel, Money 4. maí 1951, að fjölda viðstöddum. Auk foreldra hans lifa hann tvær systur: Mrs. Marzelia O’Keefe, Gimli, Man. og Mrs. Ólöf Kunzelman, Morden, Man. I síðasta sinn, sem hann heim- sótti þessa bygð, þá nýlega gift- úr, hafði hann orð á því við mig, hvað hann hugsaði oft til jól- anna hér heima og söngvanna, sem hefðu verið sungnir í kring um jólatréð, og sagðist vona, að hann gæti einhverntíma verið hér með okkur á jólunum og sungið íslenzku jólasöngvana, sérstaklega þótti honum vænt um þennan, sem byrjar svona, og sem við ævinlega syngjum á hverjum jólum: „Heyrið þér ei klukkur kalla. komið þér. Menn og konur málmar gjalla, mætið hér“. Kallið kom og klukkurnar kölluðu hann heim. Við kveðjum hann með sökn- uði og biðjum Guð að blessa minningu hyis. Louise T. Gislason „Ef þér trúið Prédikun um þjóðernis- mál íslendinga, eftir sr. Jakob Jónsson, flutt 17. júní s.l. „l^F ÞER TRÚIÐ EIGI, munuð “ þér eigi fá staðist,“ sagði spámaðurinn Jesaja, er hann tal aði til þjóðar sinnar á áttundu öld fyrir Krists burð. Þá voru dimmir dagar í Júðaríki. Sýr- landskonungur og ísraelskon- ungur sátu um Jerúsalem og rík ið var í alvarlegri hættu. En spámaðurinn taldi kjark í þjóð- ina. „Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast fyrir þessum tveimur rjúkandi brandabrotum.“ Og hann sagði, að Guð mundi gefa þjóðinni tákn. „Sjá, yngismær- verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanuel“, en það þýðir „Guð er með oss.“ það er þessi trú á, að Guð væri með þeim, sem veita skyldi löndum hans ^tyrk og mátt, svo að þeir fengju staðist. „Ef þér trúið eigi, munuð þér eigi fá staðist,“ sagði spámaður- inn. í þessum fáu orðum felst í raun og veru meginmál þess boðskapar, sem spámennirnir höfðu að flytja. Það var sann- færing þeirra, að Guð hefði val- ið þjóðinni sérstakt verkefni í sögu veraldarinnar, og svo fram- arlega sem hún reyndist Guði trú, mundi hann styrkja hana, til þess að þola hvaða raunir og erfiðleika sem vera skyldi, og standast hverja rauh. Og ég hygg, að enginn geti lesið sögu þessarar austrænu smáþjóðar án þess að sannfærast um, að þrátt fyrir ósigra, land flótta og her- leiðingu var það trú hennar að þakka, að lífsmáttur hennar þvarr ekki, heldur auðnaðist henni að inna af hendi merkasta hlutverkið, sem nokkurri þjóð hefir verið á hendur falið. En biblían sannar þetta einn- ig með neikvæðum dæmum. Þau tímabil komu fyrir í sögu þjóð- arinnar, að hún gleymdi Guði sínum og boðum hans, að sið- ferðið spilltist og menningin rotnaði, trúin dvínaði og dauð- inn náði tökum á sálum mann- anna. Og þegar svo var komið, var sem grafið væri undan sjálfum lífsmeiðnum j>g fallið var skammt framundan. Sú þjóð, sem ekki trúði, hún fékk ekki staðist, — ekki fyrr en trú- in kom að nýju og kveikti nýj- ar vonir og fyrirheit. Og þessi marghrjáða þjóð eignaðist von- ir, sem vísa oss veginn enn í dag, eins og kyndlar sem lýsa á dimmri nótt. í dag er þjóðhátíðardagur vor íslendinga — hinn 17. júní, — fæðingardagur þess manns, sem öðrum fremur reyndist spámað- ur hins íslenzka þjóðernis. Á þeim tímum, er öll heilbrigð skynsemi mælti gegn því, að hin íslenzka þjóð gæti öðlast frelsi sitt, og varðveitt menningu sína, Sa hann spámannlegar sýnir og dreymdi drauma, sem virtust vera fjarri öllum veruleika. En draumarnir umsköpuðu veru- leikann, vonirnar urðu að stað- reyndum, trúin lét sér ekki til skammar verða. Og Guð gaf oss frelsið, án þess að sverði væri brugðið, og sættirnar urðu með þeim hætti að bæði vér sjálfir og frændþjóðin handan við haf- ið höfðu fullar sæmdir af, og vér getum nú hugsað til hinnar dön- sku þjóðar með fullri vinsemd og bróðurþeli. Þeir, sem nú kunna að vilja vekja upp óvild eða andúð til Dana, líkjast þeim, gem forðum lágu á kirkjugörð- um um nætur og reyndu að vek- ja þá upp, er komnir voru undir græna torfu. Allur rígur ætti að gleymast, og ég hefi þá trú. að senn muni takast að ráða fram úr þeim vandamálum, sem gftir er að gera út um. Það jnætti því svo virðast, að vér gætum bæði sofið og vakað ró- legir, með tilliti til hins íslenzka þjóðernis. Eða er því ef til vill svo háttað, þegar allt kemur til alls, að enn sé þjóðerni vort i hættu? Vér lifum á mikilli byltinga og breytinga öld. Ef þér eigið x fórum yðar gamla landafræði, sem ég og mínir jafnaldrar lærð um í barnaskólanum, skuluð þér einhvern tíma gera yður það til fróðleiks að bera landaskipun- ina þá saman við það, sem nú á sér stað. Þá sjáum vér, að þjóð- ir, senr fyrir nokkrum áratugum voru taldar stórveldi, eru nú sundurtættar, og ríki, sem þá voru sjálfstæð, hafa nú orðið. leppríki stórvelda í nágrenni, og landsmenn ekki einu sinni frjál- sir ferða sinna í fiugsun, trú og tali. Það gæti því hæglega far- ið svo, ef stríðsmyllan fer aftur í gang, að vér íslendingar kæm- ust milli kvarnarsteinanna og yrðum malaðir mélinu smærra. Geymir ekki mannkynssagan nöfn margra horfinna þjóða, sem eitt sinn gumuðu af mikilli menningu, en létu síðan eftir sig brotin listaverk, grafin í sand- inn eða grónar rústir? Eigum vér í rauninni nokkuð meiri kröfur til lífsins en þær? Getum vér gengið fram fyrir almættið og sagt: Vér erum meira virði en allar hinar? Eg get ekki að því gert, að slík ar spurningar hafa leitað á hug minn undanfarin misseri, með- an ófriðarskýin hafa verið að hnyklast saman, og blikan við hafsbrún verður svartari og svartari. Og aftur og aftur .spyr ég sjálfan mig: Er hlutverki hinnar íslenzku þjóðar að verða lokið á þessarri öld, — eða ætl- "ast forsjónin til þess, að þessi þjóð, sem lifði hungur og felli, elda og ísa, haldi áfram að lifa og vinna sitt verk, þrátt fyrir allt, sem yfir heiminn gengur? Þegar vér reynum að gera oss grein fyrir slíkum vandamálum sem þessum, verður oss kristn- um mönnum fyrst fyrir að leita svarsins í þeirri opinberun um vilja guðs, sem vér eigum í orði hans. Hvernig lítur allt þetta út við ljós hinnar kristnu trúar? Ekki höfum vér fengið neina opinberun um sérstakt hlutverk í sögu mannkynsins. Þó hefir hver þjóð að sjálfsögðu sitt verk að vinna og sína köllun, eins og hver einstaklingur. En það eina, sem vér vitum, er það, að vor þjóð, eins og allar þær þjóðir,' sem fagnaðarerindi Krists hefir náð til, hefir með því fengið köll un til þess að ryðja guðsríki veg. En er ekki guðríkið hið eina al- þjóðlega ríki, þar sem ekki er Gyðingur né grískur, ekki Eng- lendingur né Þjóðverji, ekki Rússi né Bandaríkjamaður, — ekki Islendingur né neitt annað. Hefir ekki Kristur kallað menn sína til þess að fara út um allan heiminn og gera allar þjóðir að lærisveinum. Og frammi fyrir honum er það aldrei neitt hrós- unarefni að tilheyra neinni sér- stakri þjóð. Um leið og einhver þjóð er farin að telja sig meira virði í guðs augliti en aðrar þjóð ir, er hún komin undir þann dóm, sem Kristur felldi yfir sinni eigin þjóð, er hann grét yfir Jerúsalem. Slíkt er and- styggilegasta tegund þjóðremb- ingsins, — að maður ekki kalli það syndsamlegan ofmetnað þess skurðgoðadýrkanda, sem setur sjálfan sig á goðastallinn og krýpur fyrir sinni eigin mynd. Þrátt fyrir þetta sýnir bæði predikun Jesú og líf, hvers hann mat þjóð sína og hennar helgu erfðir. Hann trúði á köllun henn ar, og hvatti hana til að rækja þá köllun, og innreið hans inn í hina fornhelgu höfuðborg land- sins sýndi það, að hann var eng- inn þjóðleysingi. Og það er með ábærilegum sársauka, sem hann hugsar til þess, að þjóðin kunni að bregðast því hlutverki, sem einmitt hún hafði verið kölluð til að vinna. Að þesu leyti sem í svo mörgu öðru, var hann arf- taki spámannanna fornu, um leið og hann var uppfylling þeirra dýrðlegustu fyrirheita og vona. Hví skyldum vér þá ekki vilja feta í fótspor hans að þessu leyti og elska þjóð vora og land, varð- veita sönn menningarverðmæti hennar frá glötun og tortím- ingu, — og loks leggja fram krafta vora, til þess að hún megi lifa sinni helgu köllun sem krist- in þjóð? Og ef ég má leyfa mér á predikunarstóli að benda á dæmi úr lífi heiðinna forfeðra til fyrirmyndar, vildi ég mega minna á það, að eitt sinn voru til á Islandi menn, sem spurðu ekki, hve lengi þeim yrði auðið lifa, heldur höfðu hug til að falla ekki fyrr en þeir dóu. Einn • ig samkvæmt kristinni lífsskoð- un og trú gildir hið sama. Þú veizt aldrei, hve lengi þér verð- ur lífs auðið í þessum heimi, en það hvílir á þér sú skylda að vinna verk þinnar köllunar, hvort sem ævin er löng eða stutt. Og þú vilt“*Vinna það sem Framhafa a bls. 8 EATON'S VALUE-FULL FALL and WINTER CATALOGUE k Splunkunrý töfrandi verðskró á leið til yðar! o'T. EATON C°.„. WINNIPEQ CANADA USE EATON'S MAIl 0RDER 0FFICE SERVICÍ m jrt there is one in'or near your town. You receive prompt, rourteous ^atfention^whether you place your order in person or by telephone."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.