Lögberg - 30.08.1951, Page 1

Lögberg - 30.08.1951, Page 1
64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 30 ÁGÚST, 1951 PHONE 21 374 - » u^'e 6 A Complele Cleaning Insiiluiion NÚMER 35 Tvöfalt silfurbrúðkaup Á mánudagskvöldið, þann 27. ágúst var fjölmennt mjög í sam- komuhúsi Árnes-bygðar. Konur þyrptust að úr ýmsum áttum með allavega böggla og smá- kassa. Ylmandi kaffilykt mætti aðkomufólki í húsdyrum, alls- staðar var fullt af bílum. Það var auðséð að það var eitthvað mikið um að vera. Tilefnið til þessa mannfagn- aðar var líka næsta einstætt í sögu bygðarinnar. Fyrir réttum 25 árum höfðu þau ísleifur Helgason og Þóra Einarsson lát- ið gefa sig saman í hjónaband, og svo degi síðar þau Magnús Einarsson og Jónína Kárdal. En íslenzk kona getur sér orðstír „Opera School", fræðslukvik- mynd, sem tekin var og útbúin undir umsjón Mrs. Guðrún Parker hlaut mikið lof í Edin- burgh á Skotiandi, en þar var hún sýnd ásamt fræðslukvik- myndum frá 20 öðrum löndum á kvikmyndamóti, sem þar fór fram í þrjá daga. Þessi cana- díska mynd þótti bera af öðrum og vakti mikla athygli. Hún er um óperu-skólann, sem byrjað var að starfrækja 1946 við Toronto Royal Conservatory of Music. Mrs. Parker er dóttir Mr.^ og Mrs. S. O. Bjerring 550 Banning Street. Hún er útskrifuð frá Manitoba háskóla og hefir starf- að fyrir National Film Board síðastliðin 10 ár. Heimsækir Tif-o Mr. Averell Harriman, sér- stakur sendiherra Trumans for- seta, sem dvalið hefir um hríð í höfuðborg Persíu í því augna- miði að reyna að miðla málum í olíudeilunni milli Persa og Breta án þess að verulegs ár- angurs yrði vart, er nú kominn til Júgóslavíu til skrafs og ráða- gerða við Tito einvaldsherra, varðandi fjárhagslega aðstoð Bandaríkjanna við júgóslav- nesku þjóðina. Konur vilja afnema skattinn á eldavélum Eins og kunnugt er lagði stjórnin 15 prósent auka-inn- flutningsskatt á eldavélar í vor og einnig á margt annað til þess að mæta auknum útgjöldum til herbúnaðarins. Samtökin, Can- adian Association of Consumers, sem telur 13,000 meðlimi, meiri- hluti húsmæður, hafa nú krafist þess af stjórninni, að þessi skattur sé tafarlaust afnuminn. í bréfi, sem forseti félagsins, Mrs. W. Waltón, reit Hon. D. C. Abbott, fjármálaráðherra segir hún að rafmagns- og gaseldavél- ar séu ekki munaðarvara heldur nauðsynjavara. Tito fær 50 miljón dollara styrk B a n d a r ík i n, Bretland og Frakkland hafa komið sér sam- an- um að veita Júgóslavíu 50 miljón dollara styrk til að gera Marshal Tito mögulegt að leggja sinn skerf fram til að tryggja frelsi í heiminum. Þessi styrkur verður afhentur í nauðsynja- vörum á næstu sex mánuðum. þau Magnús og Þóra eru syst- kini. Reistu svo þessi ungu hjón bú í nágrenni hvert við annað, og hafa fylgst að s.l. 25 ár Hvorumtveggja hefir farnast vel og njóta mikilla vinsælda í hér- aði, eins og þessi samkoma bar vott um. Kl. lauslega 9 um kvöldið var salurinn fullsetinn, er frú Sylvia Kardal, póstmeistari Gimli-bæj- ar, settist við píanóið og spilaði brúðarmarsinn. Voru þá brúð- hjónin leidd til sætis við háborð h 1 a ð i ð hinum glæsilegustu veizluföngum. Nánustu ástvinir þeirra sátu þar einnig, ásamt sóknarprestinum, séra Harold S. Sigmar og frú, og séra Valdimar J. Eylands og frú. Fluttu báðir prestarnir ávörp og heillaóskir til brúðhjónanna og bygðar- fólks. Var einnig mikið sungið, bæði á ensku og íslenzku. Þessi fluttu einnig ræður og afhentu dýrmætar gjafir: Mrs. E. S. Ein- arsson, Lorne Innes, Mrs. Sylvia Kardal, og Mrs. A. Sigurdson. Einsöngva sungu þau Sylvia May Kardal, og Jim Croydon, en Guðfinna Kardal skemti með píanóleik. I samkomulok báru báðir silfurbrúðgumarnir, þeir „Leifi“ og „Mike“, eins og þeir eru jafn- an nefndir í hópi vina sinna og nágranna, fram þakkarorð, og mæltist vel. Er samkomugestir höfðu neytt ríflegra veitinga, var stiginn dans. Samkoma þessi bar vott um tvent: vinsældir brúðhjónanna, og samheldni og myndarskap nágranna þeirra og sveitunga. Viðsiaddur Þ. Jóhannsdóftir lék fyrir 6000 manns Barbirolli spáir henni góðri framlíð. Þórunn Tryggvadóttir, sem er 11 ára, getur sér æ betri orðstír í Englandi fyrir píanó leik sinn. — Hún hefir k(^mið fram opinberlega nokkrum sinnum í vetur og jafnan gengið ágætlega. Lék í Kings Hall. í maí s.l. lék hún m. a. píanó- einleik me'ð Hallé hljómsveit- inni í hinni geysistóru „Kings Hall“ tónlistarhöll í Manchester, en hún tekur um 6000 manns í sæti og var hvert sæti skipað. Þarna lék Þórunn m. a. krýn- ingarkonsertinn eftir Mozart. Stjórnandi var hinn frægi John Barbirolli. Var ekkerl taugaósiyrk. Þórunn, eða Dodie, eins og hún er kölluð af enskum kunn- ingjum sínum, segir í blaðavið- tölum, að hún hafi ekkert verið taugaóstyrk eða hrædd. Að kon- sertinum loknum steig Barbir- olli hljómsveitarstjóri niður af pallinum, klappaði Þórunni á kollinn og sagði hrærður: — Þú átt mikla framtíð fyrir þér, barnið mitt. Hefir haldið 70 tónleika. Síðan hefir Þórunn haldið tvo hljómleika og allt gengið að ósk- um. Þetta er fimmti veturinn, sem hún dvelst í London við nám ásamt foreldrum sínum. Hún hefir á þessum árum hald- ið 70 tónleika, en aldrei fyrr fyrir svo marga áheyrendur, sem nú síðast í Manchester. Mbl. 25. júlí Mr. Juslice Ralph Maybank Síðastliðinn mánudag tók Rarlph Maybank fyrrum sam- bandsþingmaður eið sem dóm- ari í Konungsrétti Manitoba- fylkis; er hann kunnur hæfi- leikamaður og löglærður vel. Tillgaga um norrænt löggjafar- þing samþykt Þingið standi hálfan mánuð ár hvert og verði skipað 15 þing- mönnum frá hverju landi. Tillögu Hans Hedtofts á nor- ræna þingmannafundinum í Stokkhólmi um að stofnað verði norrænt löggjafarþing, hefir verið tekið með mikl- um áhuga, og málinu hefir miðað svo vel fram undan- farna daga, að það hefir nú verið afgreitt frá þinginu samhljóða og í ákveðnum og og skýlausum búningi. Nefnd sú, sem fjallað hefir um málið lagði fram einróma til- lögur. í þeim er gert ráð fyrir því, að Finnland geti verið með, en auk þess er gert ráð fyrir því, að hvert landið sem er geti stað- ið utan samtaka þessara. Tillögurnar gera ráð fyrir því, að þing þetta komi árlega sam- an til skiptis í höfuðborgum Norðurlanda og standi um hálf- an mánuð hverju sinni og verði að líkindum skipt í tvær deildir. Hvert land mundi senda þangað sveit 15 þingmanna undir stjórn forsætisráðherratfis og utanríkis- ráðherrans.. Samþykkt þessarar tillögu var síðast gerð einróma. —TÍMINN, 17. ágúst Stefán Þorvarðorson sendiherra bráðkvaddur í Reykjavík Stefán Þorvarðarson, sendi- herra íslendinga í Kaupmanna- höfn, varð bráðkvaddur hér í Reykjavík í fyrrakvöld. Kom hann hingað í sumarleyfi sínu frá Danmörku síðastliðinn sunnu dag. S t e f á n Þorvarðarson var fimmtugur að aldri, sonur frú Önnu Stefánsdóttur og séra Þor- varðar Brynjólfssonar, er síðast var prestur að Stað í Súganda- firði. Hann gekk á þrítugsaldri í þjónustu danska utanríkis- málaráðuneytisins og starfaði þá bæði í Kaupmannahöfn og Kanada. En 1929 gekk hann í utanríkis- þjónustu íslendinga og varð skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins tíu árum síðar, og gegndi hann því starfi unz hann gerðist sendiherra íslendinga í London og síðar í Kaupmanna- höfn. Stefán var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur Hjaltalíns Sigurðs- sonar, fyrrum prófessors. Var hún ekki með manni sínum í þessari síðustu íslandsför hans —TÍMINN, 22. ágúst Hann þekkti ekki föður sinn Á þriðjudagsmorgun komu 120 ungir þýzkir menn til borgar- innar. Þeir eru frá Vestur- Þýzkalandi og ætla að vinna við uppskeruna fyrst í stað og setj- ast að hér. 22 ára piltur hafði orð fyrir félögum sínum. „Það er ólíft í Austur-Þýzkalandi“, sagði hann, „engin atvinna, á hverjum degi flýja þaðan frá 80—100 manns til að leita sér atvinnu í Vestur-Þýzkalandi“. „Faðir minn var tekinn til fanga á Rússlandi 1940. Árið 1948 slapp hann. Ég þekkti hann ekki Hann hafði verið í Síberíu. Hann er aðeins 48 ára, en hann er gamall maður. Hann getur ekki unnið lengur“. Allir þessir menn hugsa nú aðallega um það að safna fé og senda eftir fjölskyldum sínum. Vaínið frysl á 2 lil 5 stundum Verkfræðingur í Haifa, Eugene Wilbushewich að nafni, hefir vakið á sér athygli vegna nýrrar aðferðar, sem hann hefir fundið til að framleiða ís. Hefir aðferð hans verið reynd í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og Ind- landi. Frysfingarfíminn styttist. Með nýju aðferðinni styttist kælingartíminn úr 18 stundum í tvær til fimm stundir. Þá kvað hiti ekki vinna eins á þessum ís og þeim, sem hingað til hefir verið búinn til. Fleiri eru kostir þessarar að- ferðar. Vélarnar taka minna rúm og framleiðslukostnaðurinn lækkar. Wilbushewich á sjálfur frysti- hús með nýju tækjunum í Haifa. Hann er nú á fyrirlestrarferð um Norðurálfu, þar sem hann skýrir uppfinningu sína fyrir sérfræðingum. Honum hefir ver- ið boðið til nokkurra landa, til þess að kynna aðferð sína nán- ar, því að menn hafa fullan hug á að nota hana. Mikil þörf kælitækja. Þessi uppfinning kemur ísra- elsmönnum sérstaklega vel, þar sem ísframleiðslan hefir hvergi nærri haldist í hendur við íbúa- fjölgunina eins og ís er þó nauð- synlegur vegna hitanna þar. Væntanlega verður hægt að sinna þeirri þörf framvegis, þar sem uppfinningamaðurinn hefir stofnað sjóð til að greiða fyrir innflutningi kælitækja. 1 þennan sjóð á að renna það fé, er hann fær fyrir einkaleyfi sitt er- lendis. Feg u rða rd rottn i ng Reykjavíkur Hinn 19. yfirstandandi mánað- ar, var ungfrú Elín Sæbjörns- dóttir kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur fyrir árið 1951. — Hún er dóttir Ragnhildar Gísla- dóttur og Sæbjörns Magnússon- ar læknis frá ,Ólafsvík, sem lát- inn er í Reykjavík fyrir nokkr- um árum; ungfrú Elín stundar nám í Menntaskóla Reykjavíkur. Dæmdir til dauða Fjórir menn, sem sakaðir voru um að hafa verið viðriðnir morð Abbdullahs Jórdaníukonungs, hafa verið fundnir sekir og dæmdir til lífláts; sannaðist á þá alla samsæri gegn hinum merka þjóðhöfðingja. BÓN lil Einars P. Jónssonar, riisijóra Lögbergs Gefðu þessu góðan stað, Svo gangi vel úr hlaði. Fyrir dyrnar festu það, Fremst á næsta blaði. Finnbogi Hjálmarsson ☆ ÞÖKK iil Þorsieins Þ. Þorsieinssonar skálds Þú vel skeiðar það ég finn, Þinn tvíbreiða ljóðvanginn. Því til heiðurs Þorsteinn minn Þökk framreiðir Finnboginn. Sól ég kalla á skjöld þinn skín Skáldmál hallast hvergi úr sýn. Svo skal falla mærðin mín. Mér er allvel hlýtt til þín. Finnbogi Hjálmarsson 448 Qu’Appelle Ave., Winnipeg. Nýja og gamla aðíerðin. Uppfinningin styðst við hina gömlu aðferð að eyða hitanum með uppgufun ammoníaks. Þeg- ar venjulega aðferðin er höfð, þá er uppgufun ammoníaksins not- uð til að kæla saltvatn, svo að hitastig þess kemst undir frost- mark, en saltið kemur í veg að það frjósi. Saltblandan kælir svo hreint vatn og frystir það á 18 stundum. Þegar nýja aðferðin er við- höfð, er engin saltblanda höfð, heldur tekur ammoníakið hita beint frá vatninu, sem er í málm mótum, og frýs það á 2 til 5 stundum. —Mbl., 25. júlí Loksins kom rignmgin Óvenjulega miklir þurkar hafa verið 1 sumar vestur í British Columbia. Á sumum svæðum hefir ekki rignt í 90 daga. Uppskera ávaxta hefir því brugðist. En síðastliðinn mánu- dag byrjaði loksins að rigna; í Vancouver var eins og helt væri úr fötum. Charlotte Whitton borgarstjóri í Ottawa Dr. Charlotle Whitton Borgárstjórinn í Ottawa, Mr. Grenville Goodwin, lézt af hjartaslagi á mánudagskveldið. Við stöðu hans tekur Dr. Char- lotte Whitton. — Um hana var skrifað á kvennasíðu Lögbergs síðastliðna viku. Mun enginn ef- ast um að hún verði stöðu sinni vaxin. Fyrsta meiriháttar em- bættisskylda hennar verður að taka á móti Elizabetu prinsessu og manni hennar, Philip prins, fyrir hönd Ottawa, þegar þau koma til þessa lands í haust. Álitlegur frekjuafgangur Að því er nýjustu stjórnar- skýrslur herma, nam tekjuaf- gangur sambandsstjórnarinnar $409,000,000 á fjórum fyrstu mánuðum yfirstandandi árs; er Mr. Abbott lagði fram fjárlögin á síðasta þingi, gerði hann ráð fyrir að tekjuafgangurinn myndi hlaupa upp á $30,000,000; verður því naumast annað með sanni sagt, en sæmilega hafi tekist til um þjóðarbúskapinn það sem af er árinu; er ekki laust við, að sumum þyki nóg um þenna mikla rekstrarhagnað. Brögð kommúnista Enn er slæmt útlit fyrir það, að komist verði að samningum í Kaesong um vopnahlé. Eins og kunnugt er, báru kommúnistar þá sök á herstjórn Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, að hún hefði sent árásarflugvél á Kaesong svæðið, sem á að vera friðhelgað meðan á vopnahlés-umræðun- um stendur, að að flugvélin hafi varpað þar sprengjum. Her- stjórn Sameinuðu þjóðanna hef- ir tilkynnt að enginn fótur sé fyrir þessara ásökun, hins veg- ar muni kommúnistar sjálfir hafa sent árásarflugvél inn á þetta svæði, látið hana varpa sprengjum, og kennt svo her- stjórn Sameinuðu þjóðanna um þetta. Þeir geri þetta í þeim til- gangi að geta ásakað Sameinuðu þjóðirnar fyrir það, ef samnings- tilraunirnar fara út um þúfur. Góðir gesfrir Herra Arthur Gook og kona hans, frú Kristín Steinsdóttir Gook frá Akureyri, komu hing- að til borgarinnar síðastliðna viku. Herra Gook er Englend- ingur frá London, en hefir dval- ið á íslandi sem trúboði í 45 ár; hann talar nú ágætis íslenzku. Þau hjónin hafa verið á ferða- lagi í kringum hnöttinn í hér um bil ár; lögðu þau af stað frá ís- landi 11. október síðastliðið ár. Þau hafa komið við í stærstu stórborgum og sögulegum stöð- um í öllum álfum heimsins, og Hr. Gook hefir flutt fyrirlestra hvar sem þau hafa komið, og frætt fólk um ísland. Á mörgum stöðum hafði fólk aldrei heyrt íslands getið, en svo fundu þau aftur íslendinga á ólíklegustu stöðum. Til dæmis hittu þau tvo íslenzka lögregluþjóna í Palestínu hjá Sameinuðu þjóð- unum, mjög gjörvulega menn. Herra Gook er þekktur rit- höfundur og ræðumaður; Islend- ingar fá tækifæri til að hlusta á hann við messugjörð í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudags- kveldið 2. september kl. 7 og á eftir messu getur fólk heilsað upp á hann og frú hans. Hann verður einnig við messuna kl. 11 fyrir hádegi og talar þá á ensku. Evrópubandalag Eisenhower hershöfðingi hef- ir látið í ljósi, að ekkert muni tryggja betur frið í heiminum, en að stofna bandalag milli allra þjóðanna í Vestur-Evrópu. Ef að þetta heppnist muni Rússar ekki geta haldið Austur-Þýzka- landi frá því að ganga í það til lengdar, að að hernaðarbanda- lag milli allra Vestur-Evrópu- þjóðanna myndi auka sjálfs- traust þjóðanna og mynda svö styrkan varnarvegg að Rússar myndu ekki þora að ráðast á hann. Ný aðferð við ísframleiðslu

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.