Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30 ÁGÚST, 1951 íogberg Gefi8 út hvern íimtudag af THE COLUMBIAPRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáslcrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Þjóðsöngvar og helgi þeirra Það mun nú nokkurn veginn almælt, að þjóðsöng- ur íslands, Ó, Guð vors lands, sé einn hinn fegursti slíkrar tegundar í heimi; fallast þar í faðma vængjuð skáldhrifning Matthíasar Jochumssonar og tóngöfgi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar; hvorugur þessara snill- inga varð auðugur að þessa heims gæðum, en engu að síður létu þeir þjóð sinni eftir andleg verðmæti, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, en orka eins og frjófg- andi dögg á sál hinnar íslenzku þjóðar; en þó er virð- ingin fyrir helgi þessa undarlega þjóðsöngs ekki á- bærilegri en það, að fólk af íslenzkum uppruna telur það tíðum naumast ómaksins vert, að rísa úr sætum þegar lofsöngurinn hefst, hvað þá heldur að karlmenn leggi það á sig að taka ofan hattkúfana; vitaskuld eiga hér ekki allir óskilið mál, þó eigi verði því mótmælt, að skorts á háttvísi í þessu efni verði óþægilega vart; og það er líka síður en svo, að O Canada sé á mannfundum ávalt verðugur sómi sýndur. 1 þjóðsöng hverrar þjóðar felst hið fegursta kyn- slóðasamræmi, er skapar einingu og órjúfandi heildar- keðju sameiginlegs uppruna og sameiginlegs mark- miðs. Því var lengi hampað á íslandi og annars staðar, að bókvitið yrði ekki látið í askana, þetta er ömurleg kenning með rætur sínar í sorta miðaldanna, þótt hún illu heilli skjóti upp trjónu enn þann dag í dag. Og hvað er það annað en upplýsingin, sem komið hefir því til leiðar, að ekki standa allir askar tómir? Og hvaða menn eru það, sem sungið hafa lífsham- ingju inn í keðju kynslóðanna séu það ekki höfundar þjóðsöngvanna, hvort sem nöfnum þeirra er haldið á lofti eða ekki? Mannhelgin á þessari jörð verður bezt trygð með virðingu fyrir fegurstu verðmætum lífsins, svo sem hinum dásamlegu þjóðsöngvum, sem reynst hafa hinir óbrigðulustu sáttasöngvarar við misjöfn og óblíð lífskjör. Eitt ágreiningsmálið enn Eins og þegar er vitað, hefir nú verið gengið frá friðarsamningum við Japan, sem ætlast er til að verði undirskrifaðir í San Francisco í septembermánuði næstkomandi, og víst má telja að til framkvæmda komi; forustuþjóðirnar, er að samningum þessum standa, eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland; nú hafa rússnesk stjórnarvöld lýst yfir því, að þau hafi á- kveðið að sækja fundina, og þá ekki ósennilega, ef að líkum ræður, til að hella olíu í eldinn og trufla æski- legt samkomulag. í stríðinu við Japan voru það einkum Bandaríkin, sem báru hita og þunga dagsins og intu af hendi tilfinnanlegustu fórnirnar. Rússar komu lítt við þau mál fyr en svo að segja í leikslok, og geta því naumast vænst áhrifavalds varðandi áminstar samn- ingsaðgerðir. Nú er Bandaríkjunum borið þáð á brýn, að þau hafi í áminstum samningum sýnt Japan langt of mikla tilhliðrunarsemi og ekki verið nándar nærri nógu kröfu- hörð; en einkennilegt hlýtur sálarástand þeirra ^ð vera, er ætla að grundvalla megi framtíðarfrið á hefndarhug; mun hitt sönnu nær, að með áminstum friðarsamningi hafi Bandaríkin skapað eitt það feg- ursta fordæmi, sem um getur í sögu mannkynsins. En nú er nýtt ágreiningsmál komið til sögunnar, sem haft getur alvarlegri afleiðingar í Asíulöndunum, en í fljótu bragði kann að virðast; nú hefir stjórn Ind- lands lýst yfir því, að hún vilji enga hlutdeild eiga í San Francisco stefnunni, og að hún ætli sér að semja sérstakan friðarsáttmála við Japani; tjáist Nehru for- sætisráðherra Indverja því mótfallinn, að kommúnista- stjórninni í Kína, sé eigi heimilað að eiga þátt í fyr- greindum friðarsamningum, auk þess sem hann líti þannig á, að Formosa ætti að vera fengin kommúnist- um skilyrðislaust í hendur; þessari afstöðu indverskra stjórnarvalda kunna aBndaríkin illa og þykir hún í raun og veru koma úr hörðustu átt; á hinn bóginn hæla nú rússnesk blöð Mr. Nehru á hvert reipi og telja hann alveg tvímælalaust til hinna stóru spámanna. Að þessu sinni verður Rússanum hiklaust sýnt í tvo heimana, því friðarsamningarnir í San Francisco verða afgreiddir og undirskrifaðir hvort sem honum fellur betur eða ver. Norrænar konur heimsækja ísland vefnaður er líka nokkuð al- gengur. Það er ekki algengt að giftar konur vinni að staðaldri utan heimilis í Færeyjum, því vinna þær talsvert í höndum, og færeyska ullin er mjög góð, hún er notuð í þjóðbúninginn, okkar og margt annað, bæði fínt og gróft“. — Er sæmileg afkoma í Fær- eyjum? „Já, svo má telja. Atvinnu- tækjum hefir fjölgað síðustu ár- in. Vöruverð hefir að vísu hækk- að, en vinna er nægileg. Óbreytt. ur verkamaður hefir um þrjátíu krónur á dag. Mjólkin er 65 aura líterinn, stór franskbrauð á 105 aura, svínakjöt 6 kr. kg. og nauta kjöt eitthvað ódýrara. Algengt mun vera að greiða 60—70 kr. fyrir góða tveggja herbergja íbúð“. — Eru íslenzkir rithöfundar lesnir í Færeyjum? „Það er að minnsta kosti ekki erfitt að skilja íslenzku á bók. íslenzkra bóka mun oft getið í Færeyjum. Sjálf þekki ég bezt Gunnar Gunnarsson og þá Matt- hías Jochumsson“. — Gætuð þér hugsað yður að búa á íslandi? „Já, sannarlega“, segir frú Lísa Rubeksen, og í brosi henn- ar felst ósvikin viðurkenning á íslandi og ánægja yfir ferða- laginu. Marie Laus-Mohr frá Noregi. Ein af norsku konunum á nor- ræna mótinu var Marie Lous- Mohr. Hún er ein af þrem kon- um, er hafa stjórnarforustu í al- þjóðafélaginu. Hinar tvær eru Mrs. Agnes Stapledon í Bret- landi og dr. Gertrude Bussey í Bandaríkjunum. — Hvernig leitast félagið við að haga störfum sínum? „Við gefum t. d. út blaðið L.I.F.P.L. Heimilisfang þess er: i frá fjarlægustu löndum, eins og t. d. Afríku, Indlandi og Japan; og við reynum að kynna sem bezt starfsemi S. Þ. og upplýsa fólk um, hvað það er, sem veld- ur stríði. Þýðingarmikið er að ala börnin upp í þeim áhrifum, að þau líti á börn af öðru bergi brotin sem bræður og systur“. — Ber Noregur enn ytri merki ófriðarins? „Nei, þau eru að hverfa að mestu leyti og óhætt er að segja, að norska þjóðin er andvíg stríði í hjarta sínu. Ungu mennirnir vilja byggja upp landið. Þeim og fleirum finnst fara of langur tími til herþjónustunnar. Það má mikið gera við þann tíma og það fé, sem fer í stríðsundir- búning og stríðsvarnir í heim- inum“. — Er vöruskömmtun enn í Noregi? „Að nokkru leyti. Kaffi og sykur er enn skammtað og fatn- aður. Við fáum t. d. aðeins tvö pör af sokkum vetrarlangt. — Ýmsar dýrtíðarráðstafanir voru gerðar þegar í upphafi; verðlags eftirlit og húsaleigulög, sem enn eru í gildi. Án slíkra ráðstafana hefði allt farið á höfuðið hjá okkur. Við lítum björtum aug- um á framtíðina, ef við fáum að byggja upp landið í friði. Allir tapa á ófriði; hann brýtur niður allt, efnahag, heilbrigði og sið- gæði. Friður milli þjóða byggir upp. Það er sýnt og sannað, að hið góða í mönnunum er sterk- ara en hið illa, þótt hið illa í sumum tilfellum liggi ofan á. Þessi sama regla gildir um allt í heiminum; hið góða er sterk- asta aflið. Þess vegna á friður að sigra stríð“. Þessi voru orð frú Lous-Mohr. Þau ættu að vera einkunnarorð okkar, norrænna kvenna í bar- áttu gegn ófriði og ofbeldi. Soffía Ingvarsdóítir —Alþbl. 1. ágúst Nöfn nýbýlanna sótt í goð- heima og fornsögur HINAR NORRÆNU KONUR, sem komu hingað til Reykja- víkur síðastliðinn fimmtudag eru nú að kveðja landið. Fer hér á eftir stutt viðtal við eina konu frá hverju landi áður en þær fóru norður. Allar voru þær sammála um, að dást að móttökum þeim, er þær höfðu fengið og fegurð þjóðbúnings okkar og mikilleik landsins. Helfried Dalgren frá Svíþjóð. Fyrst hittum við frk. Helfried Dalgren frá Halmstad í Suður- Svíþjóð. Hún er yfirkennari við barnaskóla þar. Nemendur eru um 600 að tölu á aldrinum 8—15 ára. Barnakenarar í Svíþjóð kenna 30 tíma í viku, laun þeirra eru um 8—9000 krónur. Smá- barnakennarar hafa nokkru minna. í langflestum barnaskólum og mjög mörgum unglingaskólum í Svíþjóð fá allir nemendur, án tillits til efnahags, ókeypis mið- degisverð í skólunum. — Vinna giftar konur mikið utan heimilis í Svíþjóð? „Já, mjög mikið og yfirleitt allar sem hafa einhverja sér- menntun. Eftirspurn eftir dag- heimilum fyrir börn er mikil, enda fer þeim ört fjölgandi. Karl menn hjálpa nú orðið meira til við hússtörf en var, þó er öllum ljóst að giftar konur, sem vinna úti og hafa jafnframt heimili leggja mikið að sér. Þær slitna snemma. Fæstar hafa ráð á að- keyptri húshjálp. Heimili þeirra bera of lítið úr býtum með nú- gildandi skattalöggjöf í Svíþjóð Samsköttun hjóna ætti að vera úrelt fyrirbrigði“. — Takið þér þátt í félagslífi kvenna? „Ég er formaður í félagi starf- andi kvenna í Halmstad. í því félagi eru konur, sem vinna í ýmsum ólíkum starfsgreinum, bæði giftar og ógiftar. Slík fé- lög eru algeng í Svíþjóð og eru stofnuð til að auka kynni milli kvenna og skilning á mismun- andi störfum. Þau eru algjörlega ópólitísk. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði og leshringastarfsemi er haldið uppi. Við lesum ensku, sálarfræði, listasögu o. fl. Einnig er farið í smákynnisferðir til ná- grannalandanna“. — Hvernig lýst yður á Island? „Prýðilega, ég dáist svo að góða veðrinu, heita vatninu og jöklunum niður undir byggð. Loftið og litirnir eru daásamleg- ir. En ég hefði kosið Reykjavík einhvern veginn íslenzkari en hún er, hún gæti verið hvaða nýtízku borg sem er, að heita vatninu slepptu. Ég veit að ég fer héðan með þá ósk í huga, að ísland væri nær mínu ættlandi“. Thorze Hammerich frá Danmörku. Frú Thorze Hammerich er bæjarfulltrúi í Aabenraa, sem er lítill hafnarbær í Suður-Jót- landi. Frú Hammerich er mjög áhugasöm um stjórnmál og kvenréttindamál og það gladdi hana ákaflega er hún fékk að vita, að forstjóri veðurstofunnar hér, væri kona. „Það spáir góðu“, sagði hún. — Hver eru aðaláhugamál ykkar kvenbæjarfulltrúana í Aabenraa? „Við dönsku konurnar reyn- um nú orðið að gera sjálfum okkur og öðrum ljóst, að konur geta starfað í hvaða nefnd sem er, og að hvaða máli sem er. Við þurfum ekki að takmarka okkur við mál, sem talin efu varða konur og börn sérstaklega. Ég er jafnframt bæjarráðsmaður og þar höfum við einkum fjárreið- ur bæjarins undir hendi. Einnig vinn ég í hreinlætis- og heil- brigðismálanefnd. Aabenraa er gamall bær og fram að þessum tíma vantaði nýtízku hreinlætis- tæki í mörg gömlu húsin og til voru þeir, sem vildu heldur grafa niður rusl upp á gamla móðinn heldur en nota sorptunnur. — Bæjarfélagið leggur áherzlu á, að auka hreinlæti í hvívetna“. — Er ísland líkt því, sem þér höfðuð gert yður í hugarlund9 „1 sannleika sagt nei. Hér er allt miklu hlýlegra og fallegra en ég hafði hugsað mér. í Reykjavík er fjöldi fagurra bygg inga og margt sem bendir á stór- hug og framfarir. Ég vildi gjarn- an vera hér lengur og fræðast, sem mest. Ég er í stjórn nor- ræna félagsins danska og flyt á veggum þess fyrirlestra í haust um Island. Við í Aabenraa höf- um mikinn áhuga á því að eign- ast einhvern vinabæ á íslandi. Slík sambönd og slíkar ferðir eins og þessi treysta vináttu Dana og íslendinga“. Hilja Joulsiniemi frá Finnlandi. Að sjálfsögðu byrjar viðtalið við finnsku konuna, Hilju Joul- siniemi, á orðunum „Hyvaa pavivaa", en þessi undarlegu orð þýða blátt áfram „góðan daginn“. Hún er norræn að út- liti, tápmikil og röskleg, vinnur á skrifstofu í Helsinki og talar sænsku við Islendinga. Finnsku, konurnar stigu á skipsfjöl í Bergen. — Taka finnskar konur mik- inn þátt í opinberum málum? „Já, þær eru mjög áhugasam- ar um félagsmál og stjórnmál. Kvennasamtökin þar eru fjöl- menn og sterk. Formaður kven- félagasambandanna er Margit Borg Sundman. Eitt af hinum sterkustu samböndum þar er samband jafnaðarkvenna, sem telur 50 þúsund meðlimi, beitir það sér fyrir mörgum menning- ar- og framfaramálum. Á ríkisþingi Finna sitja 200 þingmenn. Á síðastliðnu kjör- tímabili sátu þar 25 konur, nú eftir kosningarnar eiga þar sæti 30 konur. Tala kvenna, sem sitja í sveita- og bæjarstjórnum fer einnig ört vaxandi“. — Á ekki launajafnrétti kvenna og karla langt í land hjá ykkur? ,,Sé komið inn í banka eða aðra afgreiðslustaði í Finnlandi, þá eru það konur sem mestmegnis gegna þar störfum. Á Islandi sýnist mér á slíkum stöðum allt vera fullt af karlmönnum. En því miður þá eru konur í slík- um stöðum alla jafna ver laun- aðar en karlmenn. Sömu laun fyrir sömu vinnu er brennandi áhugamál allra hugsandi kvenna í Finnlandi. Treystum við því, að Alþjóðavinnumálastofnunin hrindi því réttlætismáli áleiðis". — Þekkið þér nokkra íslend- inga í Finnlandi? „Nei, því miður, en mér hefir fallið vel við það fólk, er ég hef hitt hér. Islenzku síldina þekki ég aftur á móti vel, hún er herra mannsmatur og á hvers manns diski. Verst að mega ekki spjalla í næði. Það er svo margt sem ég vildi vita um ísland, en nú verð ég að fara og fylgja áætlun mótsins“, segir Hilja Joutsini- emi. „Hyvasti“, segir hún að lokum, það er finnsk kveðja. Lisa Rubeksen frá Færeyjum. Næst hefir færeysk húsmóðir, Lisa Rubeksen, orðið. Hún er klædd hinum fagra færeyska þjóðbúningi og ber sig vel. „Við komum 7 frá Færeyjum aðeins ein okkar hafði komið hingað áður, en allar kunnum við að sjálfsögðu skil á íslandi Við erum ákaflega hrifnar af móttökunum, og af því sem við höfum séð. Það var stórfenglegt að sjá Geysi, og mér þótti sér- staklega gaman að koma í hús- mæðrakennaraskólann á Laug- arvatni. Við eigum menntaskóla í Þórshöfn og tiltölulega marg- ar stúlkur sækja hann, en við eigum því miður engan hús- mæðraskóla enn þá“. — Hvaða heimilisiðnaður er algengastur í Færeyjum? „Prjónles, og margs konar Rómanlíkin á enn rík íiök í íólki Þegar nýju býli er gefið nafn eða breytt gömlum bæjar- nöfnum, sem hvimleið þykja, stirð 1 munni eða afkáraleg, eiga nöfn úr fornum sögum rík ítök í hugum manna. Eitt algengasta nafn á ný- býlum hér á landi er Sigtún, og Ásgarður virðist falla fólki vel í geð. Sama er að segja um Baldurshaga. Rómaniísk nöfn. Það er áreiðanlega rangt, ef einhver heldur, að rómantíkin sé útdauð í landinu. Hún lifir góðu lífi og birtist meðal annars í hinum nýju bæjanöfnum. Mörg hinna nýju býla heita Sólheim- ar, Sólstaði'r, Sunnuhvoll, Undra land, Vonarland, Valgarður, Snæland, Bergskáli, Þrastar- lundur, Helgafell. Þetta er að- eins lítið sýnishorn hinna róm- antísku nafna, sem fólki eru svo töm, gædd fögrum hljómi og bera vitni um bjartar vonir og trú á framtíðina. Láilaus nöfn. Því fer fjarri, að öll nýbýli séu skírð slíkum nöfnum eða ekki séu önnur nöfn á takteinum, ef breytt er gömlum heitum. Mjög algeng eru einnig látlaus nöfn, sem notuð hafa verið á mörgum bæjum á landinu frá landnáms- tíð. Meðal slíkra nafna eru Ár- tún, Sætún, Lundur, Hagi, Tjörn, Grund, Ás, Hlíð, Brekka, Mörk, Hamar, Borg. Jarðhiiinn. Mörg hinna nýju býla eru reist á jarðhitasvæðum og hafa nytj- ar að verulegu leyti af jarðhita. Það er því eðlilegt, að nöfn margra þeirra minni að ein- hverju leyti á jarðhitann, sem yljar híbýlin og veitir gróðrin- 12 Rue du Vieux, Genova Sveits. Að ári höldum við þing í Eng- landi. Þar munu mæta fulltrúar um aukin vaxtarskilyrði. Svo er það einnig. Fáir kenna bæinn við sjálfan sig. Til forna var það algengt, að menn kenndu jarðir sínar við sjálfa sig. Nú er það fátítt. Nokk ur dæmi eru þó um það, en þau eru næsta fá, enda myndu sum mannanöfn nú á tímum fara hálf ankannalega í bæjarheiti. Raddir um breytingar á bæjanöínum. Á seinni árum hefir verið breytt nöfnum margra bæja, og enn eru uppi raddir um það, að breyta beri miklu fleiri, enda talsvert af afkáralegum nöfnum í sumum héruðum landsins. í síðasta hefti Freys birtisL til dæmis grein eftir Pál Guð- mundsson í Gilsárstekk um þetta efni. Mun þó ýmsum hafa þótt hann fordæma nöfn, sem eiga fullan rétt á sér. En um sum nöfnin munu aftur á móti flestir eða allir honum sammála. Er ekki ólíklegt, að um þetta verði meiri skrif fljótlega. —TIMINN, 19. ágúst — Það er mín ánægjulegasta stund þegar vekjaraklukkan hringir. — Og ég get aldrei skil- ið það fólk sem bölvar henni fyrir að vekja það af værum svefni. Að mínu áliti er hún að ýmsu leyti tákn tilverunnar. — Hljómur hennar er merki þess, að borgin hefir vaknað af mók- inu — að nýr dagur skín — að innan stundar muni strætin og byggingarnar fyllast iðandi lífi- Ég elska þá stund er vekjara- klukkan hringir, sagði eldri kona við morgunverðarborðið. — Guð minn góður, þér eruð undarlegar, svaraði önnur kona. Hvað starfið þér? — Ég er vökukons, var svarið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.