Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30 ÁGÚST, 1951 5 WVWW'VVVWVWVVVVVWVVVWWW AHUGA/HÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Á FÖRUM TIL PARÍSAR Lesendur Lögbergs munu kann- ast vel við þá stúlku, sem hér um ræðir; myndir af henni og umsagnir um hana hafa svo að segja birst árlega í blaðinu í fjölda mörg ár. Ástæðan er sú, að hún hefir borið af á sviði píanóleiklistar. Hún b y r j a ð i námsferil sinn hjá píanósnill- ingnum kunna, Miss Snjólaugu Sigurdson, þegar hún var sjö ára að aldri, og stundaði námið hjá henni í tíu ár, eða þangað til Miss Sigurdson fór til New York.‘ Síðan hefir Miss Eva Claire verið kennari hennar. Á hverju ári hefir Thora verið efst 1 bekk og hlotið ýms námsverð- laun — I.O.D.E. Scholarship, Jón Sigurdson I.O.D.E. Scholar- ship, Wednesday Morning Musi- cale Scholarship, Effie Dafoe Memorial Scholarship, Sellars Scholarship og fleiri viðurkenn- ingar fyrir afburða hæfileika í píanóleik. Nú síðast þegar hún lauk prófi sem Licenliale in Music við Manitoba háskóla hlaut hún gull-medalíu háskól- ans. Engin þessara námsverðlauna eru það há að þau veiti veruleg- an styrk til framhaldsnáms, en þau eru viðurkenning fyrir á- gæta hæfileika og ástundun við námið. Sennilega kemur sú tíð, að stjórnarvöld okkar unga lands telji það nauðsynlegt og sjálfsagt að styrkja efnilegt lista- og námsfólk til framhaldsnáms, eins og gert er í mörgum hinum eldri löndum. Jafnframt píanóleik sínum hefir Thora Ásgeirson stundað hið venjulega skólanám og hefir lokið prófi í þriðja bekk Arts- deildar háskólans. Hún lagði sérstaka stund á að læra frönsku, „því að lengi hafði mig dreymt um að einhvern tíma myndi ég fara til Parísar“ segir hún. — í því skyni að fullkomna sig í málinu, gekk hún í félagið L'Alliance Francaise' en það er félag, sem kynnir franska menn- ingu. Miðstöð þess er í París, en deildir þess eru starfandi í flest- um stórborgum heimsins. Thora hefir sótt fundi félagsins í þrjú ár og hún er nú orðin vel að sér í franskri tungu: „Ég hafði mikla ánægju af því að læra nýtt tungumál; það opnaði mér innsýn í nýjan heim“, segir hún. Og nú er Thora Ásgeirson á förum til Frakklands og hún fer þangað upp á sínar eigin spýtur. „Ég mun reyna að fá vinnu við kennslu í music eða við píanó- undirleik. Ef ég fæ það ekki, þá við að kenna ensku eða hvaða starf sem mér býðst“, segir hún vonglöð og brosandi; „en aðal takmarkið er að halda áfram við námið og ég mun sennilega gera það við The Nalional Conserva- tory of Music í París“. — Ég virði fyrir mér þessa fallegu ljóshærðu stúlku. Kjarkur og brennandi áhugi endurspeglast í andliti hennar. Hún hefir þegar sýnt að hún er dugleg; jafn- framt námi sínu hér hefir hún, kent music í fjölda mörg ár. Og ég efast ekki um að hún muni ryðja sér glæsilega braut. „Því valdir þú París?“ spyr ég- „París hefir verið í margar aldir miðstöð lista í Evrópu. Þegar ég las ævisögur hinna miklu tónskálda, og sá hve það var þeim mikils virði að komast til Parísar, varpaði það ljóma yfir þessa fornu borg í huga mér. Annað var það að mig langaði til að kynnast gagn- ólíku umhverfi frá því sem hér er, og mig hefir lengi langað til að fara til Evrópu. Hvort sem landic Canadian Club Scholar- ship-nefndarinnar, til heiðurs þessum fyrverandi nemanda sín- um, og kveldið eftir, 11. sept., verður haldið kveðjusamsæti fyrir hana í Sambandskirkjunni á Banning Street. Þeir, sem óska eftir að vera með í þessu kveðjumóti eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram sem, fyrst við Mrs. S. Jakobsson 800 Banning St. Phone 28 861 eða Miss G. Sigurdson 626 Agnes St. Phone 953 668. Sjálfsagt verður fjölment á báðum þessum stöðum, því að margir munu vilja óska Thoru Ásgeirson fararheilla og góðs gengis. — Kvennasíða Lögbergs þakkar henni fyrir þann heiður sem hún hefir þegar varpað á íslenzka mannfélagið með list sinni og framkomu og árnar henni blessunar í framtíðinni. — Foreldrar Thoru eru Mr. og Mrs. Jón Ásgeirson hér í borg. Barnalærdómur bak við jérn- tjald kommúnismans GREIN þessi biriist fyrir skömmu í „Arbeiderbladei". aðalmálgagni norska Alþýðu flokksins. Hún gefur glögga mynd af áróðri þeim, sem rekinn er sem barnalærdóm- ur á bak við járnijaldið. Hér er stuttur útdráttur úr leiðara rúmenska b 1 a ð s i n s „Scanteia“ á „Barnadeginum“ þar í landi. Blaðið „Scanteia“ er aðalmálgagn kommúnista í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. „I dag heldur hið vinnandi fólk um allan héim hinn alþjóð- lega barnadag hátíðlegan, dagur, sem er vígður baráttunni fyrir bættum kjörum barnanna í auð- valdslöndunum, baráttudagur mikils og góðs málefnis: að Thora Asgeirson það er rétt eða rangt, hefi ég fengið það á hugann að þar sé hugsunarhátturinn nokkuð öðru vísi en í þessari álfu — efnis- hyggjan ekki á eins háu stigi og samkeppnin ekki eins taumlaus. En hvað sem því líður, trúi ég, að París sé enn miðstöð lista og að þangað sé enn mikið að sækja fyrir þann, sem langar til að afla sér framhaldsnáms á sviði lista“. „Ætlar þú að heimsækja Is- land?“ „Mig langar mikið til þess, þar a ég mörg náin skyldmenni í báðar ættir, og mig langar til að sjá land forfeðra minna, sem ég hefi heyrt svo mikið um. En það fer eftir því hvernig mér gengur og hvað ég verð lengi í Frakklandi. Ég ætla að gamni mínu að reyna að komast í sam- band við íslenzkt námsfólk í París gegnum skrifstofu ís- lenzka konsúlsins þar“. „Þekkir þú nokkurn í París?“ „Já, ég er svo lánsöm að þekkja þar ung hjón, sem ætla að taka á móti mér og leiðbeina mér. Hann er námsmaður frá Winnipeg, sem hlaut verðlaun til framhaldsnáms við Sorbonne háskólann. Þar giftist hann franskri stúlku, læknisnema, og þau hjónin búa nú í París“. „Hvenær leggur þú af stað?“ „Ég fer áleiðis til New York 13. september; fyrverandi kenn- ari minn, Miss Snjólaug Sigurd- son hefir boðið mér að dvelja hjá sér í nokkra daga og skoða mig um í New York borg. Síðan mun ég sigla til Frakklands með f r a n s k a millilandaskipinu Liberté, 25. september". Og nú sækir Thora mynda- bæklingana af skipinu, París og Frakklandi og við erum þegar komnar á ferðalagið í huganum „Allir hafa verið mér frábær- lega vinveittir“, segir Thora. „Til dæmis ætlar franski kon súllinn hér í borginni að senda bréf með mér til skipstjórans á Liberté, en hann þekkir hann persónulega". Ég furða mig ekki á því þótt Thora afli sér margra vina, því hún hefir aðlaðandi persónu- leika, er vingjarnleg og látlaus í viðmóti og framúrskarandi hjálpsöm. Lesendum Lögbergs er hún ekki aðeins kunn vegna glæsilegs námsferils heldur og vegna þess hve óspart hún hefir miðlað íslenzku félagslífi af list sinni. Þær eru orðnar margar samkomurnar, sem Thora Ás- geirson hefir styrkt með því að æfa söng fyrir þær eða með því að koma þar fram og leika á píanóið, og oftast án endurgjalds. Og hvenær sem hún hefir kom- ið fram, hefir hún sett lista- og glæsimenskubrag á samkvæmið. ---------------☆---- Píanósnillingurinn, Miss Snjó- laug Sigurdson efnir til hljóm- leika í Fyrstu lútersku kirkju 10. september undir umsjón Ice- Vönduð ensk þýðing Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar Eftir prófessor RICHARD BECK The Saga of Hrafn Sveinbjarnarson. The Life of an Icelandic Physician of the Thirteenth Ientury. Translated with an Introduction and Notes by Anne Tjomsland, M.D. (Islandica, Vol. 35, edited by Kristján Karlsson). Corhell University Press, Ithaca, New York, 1951. HRAFS SAGA SVEINBJARN- ARSONAR er bæði vel rituð og m e r k il e g menningarsöguleg heimild; einkum hafa þeir kafl- ar hennar, sem fjalla um lækn- ingar Hrafns, vakið athygli er- lendra fræðimanna, verið snúið á útlend tungumál og teknir til ítarlegrar athugunar. Þó njóta þeir kaflar sín eigi til fullnustu, nema þeir séu lesnir í ljósi sögu- heildarinnar og með samtíðar- atburði í baksýn. Þessi enska heildarþýðing Hrafs sögu er því hin þarfasta, og mun eigi aðeins kærkomin sérfræðingum í nor- rænum fræðum, heldur og öðr- um þeim, sem áhuga hafa fyrir þeim efnum almennt; göfug- mennska Hrafns vekur aðdáun lesenda, jafnframt sem örlaga- og atburðarík saga hans tekur hug þeirra föstum tökum. Með tilliti til læknisfræðilegu lýsinganna í sögunni, var það einnig ágætlega ráðið, að Anne Tjomsland læknir hefir annast þýðinguna. Fylgir hún henni úr hlaði með næsta ítarlegri og einkar greinagóðri inngangsrit- gerð. Er þar lýst bókmennta- og sögulegu gildi sögunnar, rakið í megindráttum efni hennar, sagt frá tilgátum fræðimanna um rit- un hennar og höfund, og getið handrita hennar. Þá er sérstakur kafli helgaður afkomendum Hrafns og lækningastarfsemi þeirra, er sýnir það glöggt, hversu læknislistin hélst lengi í ættinni. Lokakafli inngangsins ræðir síðan um lækningar nor- rænna manna að fornu, með til- vitnunum til íslenzkra og er- lendra rita. Útgáfa Hrafns sögu í Siurl- unga sögu II (1878) hefir verið lögð til grundvallar þýðingunni. Er hún mjög vandvirknislega af hendi leyst, þræðir trúlega frum ritið, en er laus við tyrfni í mál- fari og um allt hin læsilegasta. Söguköflunum hafa verið settar fyrirsagnir, er glöggva lesandan- um yfirsýn. Efni lausavísnanna hefir verið snúið í óbundið mál, og hefir sú aðferð að minnsta kosti það til sín ágætis, að vís- urnar skiljast hinum erlenda lesanda, en þær eru samgrónar meginefni sögunnar og varpa birtu á það með mörgum hætti. Skýringar þýðanda eru gagn- orðar og ná vel tilgangi sínum; þó hefði mér sýnst ástæða til (á bls. 36) að vitna neðanmáls til rits Halldórs Hermannssonar: S æ m u n d Sigfússon and the Oddaverjar (Islandica, Vol. 22, 1932). Góður bókarauki er að kaflan- um úr Guðmundar sögu biskups Arasonar, um utanför þeirra biskups og Hrafns Sveinbjarnar- sonar, sem prentaður er í eftir- mála, í enskri þýðingu dr. Guð- brands Vigfússonar, ásamt mjög athyglisverðri umsögn e n s k s skipstjóra. Framan við þýðing- una er heilsíðu teikning af Hrafnseyri eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal; einnig er í bókinni landabréf af Vestfjörð- um, og loks skrá yfir manna- og staðanöfn. Mjög hittir það vel í mark, að Hrafns saga er í ensku þýðing- unni kölluð „Ævisaga íslenzks læknis á 13. öld“. Því að eins og réttilega hefir sagt verið á öðr- um stað, ber hann hæst allra norrænna lækna í fornum sið. Því til áréttingar má minna á það, að Anne Tjomsland bendir á það í inngangsritgerð sinni (bls. XII), að Hrafn og danski læknirinn Henrik Harpestreng séu einu læknar af Norðurlönd- um frá miðöldum, sem taldir eru í þýzku grundvallarriti um fremstu lækna allra alda og þjóða. En í ritinu Læknar á ís- landi (Sögurit XXI, Reykjavík, 1944) fær Hrafn þennan fagra vitnisburð: „Hann var hið mesta göfug- menni og tók læknisstarfið þeim tökum, er vera mega til fyrir- myndar læknum á öllum tímum Saga Hrafns er ekki aðeins skemmtileg heimild um lækn- ingar hans og lækniskunnáttu, heldur og fagurt vitni þess, hve líknarskylda læknisins og á- byrgðartilfinning var honum rík í brjósti“. Þetta sannar saga hans ótvi rætt, en slíkum manni er erlend- um sem íslenzkum lesendum hollt að kynnast. vernda líf barna allra landa ver- aldar. Nútíma mannætur — hinir amerísku og ensku heimsveldis- sinnar — ala með sér leynilegar og glæpsamlegar áætlanir um að hleypa af stað nýrri heimsstyrj- öld. Þeir glæpir, sem villidýr þessi hafa framið gagnvart hinni hraustu og stríðandi þjóð, Kóreu, eru ægilegri en hægt er að gera sér grein fyrir. í Pachon- héraði tóku amerískir morðingj- ar og leppar þeirra úr liði svik- arans Syngman-Rhee, sex kór- önsk börn til fanga vegna þess eins að þau sungu söng um Kim II Sung, hinn elskaða foringja kóreönsku þjóðarinnar. Þeir drápu börnin, en áður en þeir gerðu það, skáru þeir af þeim varirnar og slitu úr þeim tung- urnar með töngum. Höfuð barn- anna voru brotin með byssu- skeptum eða notuð sem skot- mörk fyrir drukkna ameríska liðsforingja. Vanfærar k o n u r voru píndar til dauða á hinn hryllilegasta hátt, s m á b ö r n brennd lifandi að mæðrum þeirra ásjáandi. Þessi skefja- lausa gríínmd fyllir hjörtu allra mæðra, já og allra heiðarlegra manna og kvenna, heilögu hatri gegn hinum trylltu, heimsvalda gráðugu, amerísku villidýrum, sem eiga enga ósk heitari en þá. að láta bál það, sem þeir hafa kveikt í Kóreu breiðast út um allan heim. Fyrir alla heiðar- lega menn, og alla þá, sem elska börn, er hinn alþjóðlegi „Barna- dagur“ kröftug áskorun um að hefja baráttu gegn slíkum og þvílíkum barbörum, sem fremja önnur eins glæpaverk. Hinir amerísku og ensku heimsvaldasinnar, sem finna að endalok þeirra eru að nálgast, hata allt það, sem heyrir lífinu og framtíðinni til. í hinni „sið- menntu“ Ameríku er líf barn- anna sannkallað víti. Frá þvi að þau eru 6—7 ára verða þau að vinna í 12—13 tíma daglega við hinar svívirðilegustu aðstæður. Sex milljónir barna hafa engin skilyrði til þess að njóta neinnr- ar menntunar eða gánga í skóla. í auðvaldslöndunum — eink- um Bandaríkjunum — eru bæk- ur, útvarp og kvikmyndir aðeins notaðar til þess að blekkja börn og æskulýð til þess að kenna honum að hata aðrar þjóðir, ala upp sérhagsmunakenndina og vekja hjá honum aðdáun á glæpamönnum, og til þess að fylgja hinu blóðuga fordæmi amerísku böðlanna í Kóreu. í nýlendunum þræla nakin og soltin börn, fyrir ekrueigend, urna, sjúk og máttvana, og börn in í Júgóslavíu lifa ekki síður lífi sínu í þjáningum og eymd undir sífelldum svipuhöggum Júdasar-Títós. Morðingjasveit Títós undirbýr nú aðgerðir til að selja nýjan flokk barna grískra, föðurlandsvina 1 hendur grískra fasista. Verkalýðsstéttin — undir for- ustu kommúnistaflokksins — rit höfunda lækna, vísindamanna og uppeldisfræðinga, rís upp til baráttu til verndar lífi barnanna í auðvaldslöndunum. í nafni hins alþjóðlega barnadags hafa verið haldnir margir fundir og samkomur með mikilli þátttöku alþýðunnar í auðvaldslöndun- um. Markmiðið er að krefjast betra lífs börnunum til handa“. Svo mörg eru þau orðin í kommúnistablaðinu „Scanteia" í Búkarest. Þetta er fræðslan, sem þeir veita austan við járntjald um lýðræðislöndin. —Alþbl. 25. júlí ísland þótttakandi ■ alþjóðlegri listamannastefnu íslenzk nefnd skipuð til að velja íslenzku þátttakendurna á stefnuna ísland er meðal þeirra landa, sem valin hafa verið til þátt- töku í alþjóðlegu listamanna stefnunni 1952, sem haldin er á vegum stofnunarinnar International Education, en Rockefeller-stofnunin o g Fordstofnunin veita sameig- inlega fé til hennar. Banda- ríska sendiráðið í Reykjavík hefir tilkynnt þetta. Gert er ráð fyrir, að lista- mannastefnan standi í þrjá mánuði 1 Bandaríkjunum á fyrri helmingi ársins 1952. Á henni eiga að koma fram tuttugu og fjórir ungir listamenn frá eftir- töldum löndum: Frá Evrópu: Þýzkaland, Dan- mörk, Frakkland, ítalía, Grikk- land og ísland. Frá Suður-Ameríku: Brasilía, Argentína, Peru, Uruguay, Ecua, dor og Haiti. Mikill rekneta-afli á Breiða- firði í fyrrinótt Síldin hefir grynnkað á sér, iveir hæstu bátarnir fengu 200 lunnur, aðrir góða veiði Frá fréttaritara Tímans í Grundarfirði Ágæt síldveiði í reknet var á Breiðafirði í fyrinótt. Munu tíu bátar frá útgerðar- bæjum við Breiðafjörð, Pat- reksfirði og Akranesi hafa látið reka þar í fyrrinótt og fengu þeir 120—200 tunnur. Hæslu bátarnir. Aflahæstir voru Farsæll frá Grafarnesi og Skálaberg frá Patreksfirði, sem voru með 200 tunnur hvor. Hipir bátarnir veiddu einnig ágætlega yfirleitt, fengu 3—4 tunnur í net. Síldin er nú gengin inn í Breiðafjörð, alla leið á Sanda- brúnir móts við Sand. Hefir íengið 1000 tunnur. Vélbáturinn Farsæll frá Graf- arnesi er nú búinn að afla eitt þúsund tunnur síldar frá því hann hóf reknetaveiðarnar fyrir hálfum öðrum mánuði. Hefst ekki undan að frysta. Síldin hefir verið fryst að verulegu leyti, en þegar svo mik ið berst að af reknetasíld, hefsT ekki undan. Söltun hefir ekki enn verið leyfð, svo að nauðug- ur er einn kostur, að láta síldina í bræðslu. —TÍMINN, 17. ágúst Frá nálægari Austurlöndum: Tyrkland, ísrael, Iran og Egypta land. Frá fjarlægari Austurlöndum: Japan, Indland, Pakistan, Nýja- Sjáland og Indónesía. Frá Afríku: Nigeria, Liberia og Suður-Afríka. Styrkirnar fela í sér ferða- kostnað til og frá Bandaríkjun- um, 200 dollara á mánuði í þrjá mánuði auk meiri ferðalaga um Bandaríkin. Listgreinar stefn- unnar verða þessar: Byggingar- list, málaralist, höggmyndalist, leiklist, bókmenntir og hljóm- list og dans. Skilyrði fyrir þátt- töku eru þessi: 1. Aldur þátttakenda bæði kvenna og karla sé 25—35 ár. 2. Að þeir hafi góða þekkingu á enskri tungu. 3. Að þeir séú af þjóðerni þess lands, sem þeir mæta fyrir. 4. Að þeir ætli að starfa á- fram í heimalandi sínu að lok- inni listastefnunni og skuldbindi sig til að skýra frá kynnum sín- um af listastefnunni eftir heim- komuna. íslenzk nefnd. Islenzk nefnd til að velja þrjá fulltrúa frá íslandi á stefnuna, sem stjórn stofnunarinnar velur síðan einn af, hefir nú verið skip- uð og eiga sæti í henni Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson," Jón Þorleifs- son og Páll ísólfsson. Nefndin hefir samþykkt að umsóknir þurfi að hafa borizt henni fyrir 31. ágúst. Skulu þær sendar Upplýsingadeild Bandaríkjanna að Laugaveg 24. —TIMINN, 18. ágúst Rovaízos Flower Shop 253 Notre Daine Ave. WINNIPEG IVfANITOBA Bns. Phone 27 989—Res Phone 36 151 Oor Speelaltles: VVEDDING CORSAGF.P COLONIAL BOUQUETS FOTTEHAL DESTONS Hln 1. ChrlsUe, Proprletres* Formerly with Robinson & Co

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.