Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.08.1951, Blaðsíða 6
6 J..ÖGBERG, FIMTUDAGINN 30 ÁGÚST, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL,, þýddi „Nei“, svaraði Vandemont; „ég þarf að kynnast honum. Ég get staðið mig við að eiga nokkuð á hættu, því ég ætla mér að komast að, hvort ég get unnið nokkuð á fyrir persónu, sem að mér er kær. En að öðru leyti“, tautaði hann, „þá þekki ég hann of vel til þess að vara mig ekki a honum“. Með þessum ummælum fór hann þangað sem Lilburne lávarður var og þáði boð hans að taka þátt í spilinu, sem þá var byrjað. Seinna um kveldið á meðan á kveldiverði stóð var Vandemont skrafhreifn- ari en hann átti að sér að vera; hann beindi tali sínu sérstaklega til Lilburne lávarðar og hlustaði með mikilli eftirtekt á bituryrði lá- varðarins í sambandi við hvert einasta umtals- efni, sem á góma bar, og hvort heldur það var snild Vandemonts eða áhugi Lilburnes lávarð- ar í sambandi við skapgerð hans, sem honum var ný — eða að báðir mennirnir voru af- burðamenn í karlmannlegum listum, þá var samtal þeirra þess eðlis, að það varð þeim sjálf- um meira áhugamál en öðrum. Og þeir voru enn í alvarlegum samræðum, er dagur ljómaði. „Ég hefi setið lengur en allir aðrir gestir þínir“, sagði Vandemont og leit í kringum sig í auðu herberginu. „Það er sú mesta virðing, sem að þú gast sýnt mér. Við skulum næst stytta okkur tíma við ævintýra-endurminningar, þó að þú á þín- aldri og með þínu útliti sért mér ráðgáta að því er spilin snertir. Ég hefði haldið að þú værir ekki maður sem leitaðir gæfu þinnar í spilum. En máske að þú sért stundum hrifinn af kven- legri fegurð“. „Hrifning þín af þeirri fegurð ,er máske eins mikil nú og hún hefir nokkru sinni verið“. „Mín? Nei, ekki eins mikil og að hún var. Mismunandi hneigð fylgir mismunandi tíma- bilum ævinnar. Á þínum aldri elti ég þær, en á mínum kaupi ég — sem er betri aðferð, því að hún tekur ekki nærri eins mikinn tíma“. „Ég held, að hjónaband þitt Lilburne lávarð- ur, hafi ekki verið blessunarríkt að því er barnaeign snertir. Þú saknar þeirra máske stundum? „Ef að ég gerði það, þá gæti ég fengið mér þau í tylftatali. Aðrar konur hafa verið af- kastameiri á því sviði heldur en að hið liðna lafði Lilburne var. Friður sé með henni!“ „En“, sagði Vandemont og leit alvarlega á lávarðinn, „ef að þú værir virkilega sannfærður um, að þú hefðir átt barn, eða að þú værir barnsafi — og að móðir þess hefði verið kona, sem þú unnir á æskuárum þínum — elskulegt barn og fagurt, og þyrfti á sérstakri umönnun að halda, mundir þú ekki vilja leyfa því barni, þó að það væri ekki hjónabandsbarn, að njóta þeirrar föðurlegu umhyggju, sem að þín eigin börn hefðu notið, ef þú hefðir átt þau?“ „Föður-umönnun ,vinur!“ endurtók Lil- burne lávarður; „sem þyrfti umönnunar minn- og verndar við! Og sei, sei! Með öðrum orðum, mundi ég vilja gefa einhverjum vafakrakka fæði og húsnæði, sem að léti sér detta í hug að segja, að Lilburne lávarður væri faðir hans?“ „En ef að þú'værir sannfærður um, að það væri sonur, eða máske dóttir — sem er við- kvæmara nafn en hitt, og þarfnast frekar verndarinnar?" „Kæri herra Vandemont, þú ert án efa hug- prúður veraldarmaður. Ef að börnin, sem að lögin neyða upp á okkur, eru í níu tilfellum útúrdúr slík endemis plága ímyndar þú þér þá, að maður mundi ganga þeim börnum í föðurstað, sem að lögin leyfa okkur að losna við! Hjónabandsbörn eru þær auðvirðilegustu verur, sem í heiminum finnast, og ég — ég er einn af Bramistunum“. „En“, hélt Vandemont áfram; „fyrirgefðu þó að ég haldi umtalsefninu áfram. Ég er má- ske að leita góðra ráða til þín í sambandi við sjálfan mig — segjum þá, að maðurinn hefði unnað móðurinni, og gjört henni rangt til — segjum að hann hefði vitað, að barnið án hans hefði verið í hættu fyrir áreitni og böli, sem þeir veiku og hjálparlausu eiga við að stríða, en sem með hans aðstoð, hefði getað, þegar árin liðu, orðið honum félagi, hjúkrunarkona og að- hlynnari......“ „Sussu!“ tók Lilburne lávarður fram í frek- ar órólega. „Ég veit ekki hvernig að samræður okkar hafa lent út í slíka sálma. En ef að þú virkilega ert að leita skoðunar minnar í sam- bandi við eitthvert sérstakt atriði, eða atburð í lífinu, þá skulu þær í té látnar. Ég skal segja þér, Monsieur de Vandemont, að enginn mað- ur hefir stúdérað ánægju lífsins meira en ég, og ég skal trúa þér fyrir leyndarmáli — bittu þig eins fáum böndum og unt er. Hjúkrunar- kona! — Ja, hérna! Þú, eða ég, gætum ráðið hjúkrunarkonu í viku, sem væri þúsund sinn- um gagnlegri og gætnari, heldur en leiðinlegur krakki. Aðhlynnari! — Gáfaður maður kærir sig aldrei um neinn aðhlynnara. Og sorgar gæt- ir ekki á meðan að heilsan er góð, peningarnir nógir, og að þér stendur á sama um alla. Ef að þú lætur þér annt um fólk og kringumstæð- ur þess, þá getur það valdið sársauka. Búðu aldrei einn, en vertu alltaf einn. Þér finnst þetta óvingjarnlegt., Það má vera. Ég er enginn hræsnari, og sjálfur er ég aldrei' annað, en það sem ég er, John Lilburne“. Á meðan að lávarðurinn var að tala, stóð Vandemont upp við dyrnar og horfði á hann með bæði forvitni og fordóm í huga. „Og hugs- aði hann, John Lilburne er álitinn að vera merkur maður, en William Gawtrey mesti ó- þokki. Þú heldur ekki hugsunum þínum leynd- um? — Nei, ég skil það. Auður og völd þurfa ekki á hræsni að halda. — Þú ert maður last- anna — Gawtrey var maður glæpanna. Þú brýtur lögin aldrei — verk hans voru glæp- samleg. Og glæpamaðurinn bjargaði barninu frá lastaferli, og dóttur þess, sem bar blóð þitt í æðum sér og sem að þú afneitaðir: hvor þess- ara manna skyldi vera sekari í augum guðs? Nei, kæra Fanny. Ég sé, að mér er það ekki til neins. Ef að hann vildi kannast við þig, þá mundi ég ekki sleppa þér við slíka haust sál: — Vistin er betri hjá blinda manninum og hjarta- kalda!“ „Jæja, Lilburne lávarður“, sagði Vande- moni^upphátt og hristi af sér araumkend- ina. „Ég verð að viðurkenna, að vér virðist heimspekisskoðun þín vera sjálfum þér hollust. Það gæti verið annað, ef fátækur maður ætti í hlut — fátæklingarnir þurfa á hluttekningu að halda“. „Ó, þeir fátæku, já, vissulega“, sagði Lil- burne lávarður með uppgerðar hluttekningar hreim. „Og ég skal bæta við“, hélt De Vandemont áfram, „að ég sé ekkert eftir peningunum, sem að ég tapaði, því að ég hefi fengið þá meira en endurborgaða með því að hlusta á þig tala“. „Þú ert geðþekkur maður: Komdu aftur á fimtudaginn kemur og náðu þér niðri fyrir kveldið í kveld, farðu heill!“ Þegar Lilburne lávarður var að hátta, sagði hann við þjón sinn: „Svo að þú hefir ekki getað komist að, hvað þessi ókunnugi maður heitir — þessi nýi kostgangari, sem að þú vai:st að segja mér frá?“ „Nei, herra, þeir segja bara að hann sé sér- lega laglegur maður“. ,yÞú hefir ekki séð hann?“ „Nei, herra. Hvað viltu að ég gjöri nú?“ „Ekkert sem stendur! Þér ferst þetta svo klauíalega, að þú getur komið mér í klandur. Ég framkvæmi aldrei neitt þannig, að lögregl- an geti fest hendur í hári mínu fyrir það, eða að dagblöðin nái haldi á því. Ég verð að finna eitthvert annað ráð — o, jæja! Ég hætti aldrei við það, sem að ég hefi einu sinni byrjað á, og feilar áldrei í því, sem að ég hefi ásett mér að framkvæma! ^lf að lífið hefði verið þess virði, sem að heimskingjarnir sækjast eftir í því — viðskipta og vegsemda, þá ímynda ég mér að ég hefði átt að vera atkvæðamikill mað- ur með köldum huga — ha, ha! Ég einn af öllum í heiminum lærði að þekkja til hvers að heim- urinn var nothæfur fyrir! Láttu tjaldið fyrir, Dykeman“. VII. Kapítuli. Ef að de Vandemont hafði ímyndað sér, að sökum fátæktar og hrumleika Símonar, að hann gerði rétt í, að ganga úr skugga um, hvort að hinn eðlilegri, þó ekki lagalegri, verndari Fanny, væri eins ákveðinn og ósveigjanlegur egotisti, eins og að Gawtrey hafði sagt honum að hann væri, þá þurfti hann ekki meira en eins kvelds-samræðu við hann til þess að sann- færast um það, og hætta alveg við að halda ætt- arlegum rétti hennar fram við Lilburne lá- varð. En Philip haíði aðra ástæðu til að halda kunningsskap sínum áfram við hann. Gröf móður hans hafði aftur minnt hann á hinn týnda bróður sinn, sem að hann hafði svarið að vernda og vaka yfir. Og þó að gremja hans út af síðustu fréttunum, sem að hann hafði fengið af Sidney, hefði sýrt og sýrði enn huga hans, þá gat hann aldrei hrundið endurminn- ingunum um ógleymanlega sambúð þeirra úr huga sér, og í hvert sinn sem að hann gekk fram hjá kirkjugarðinum, þar sem að móðir hans hvíldi, þá var eins og rödd í undirmeðvit- und hans talaði óaflátanlega til hans: „Viltu ekki reyna að uppfylla síðustu bæn móður þinnar í sambandi við drenginn, sem hún unni og fól þér?“ Ef að Philip hefði liðið skort, eða að hann hefði blettað nafn það, sem að hann bar nú með framferði sínu, þá hefði hann máske veigrað sér við að leita hann uppi, sem að hann þá gat ekki orðið að neinu liði, en væri miklu líklegri til að vinna mein. En þó að hann væri ekki auðugur, þá hafði hann meira en nóg fyrir ekki kröfuharðari mann en að hann var. Og hann vissi sér til ósegjanlegrar gleði, að nafnið, sem að Eugénie hafði gefið honum var hreint og flekklaust eins og daggardropinn. Sidney gat ekki veitt honum neitt, og þess vegna var það skylda hans að leita hann uppi. Hann hafði alltaf haldið að Beaufort-fjölskyldan vissi um þetta leyndarmál, sem að hann þráði meira og meira að leysa. Hann ásetti sér fyrir Sidneys skuld, að tempra hatur það, sem að hann bar í brjósti til þeirra frænda sinna, og hafna ekki tækifærinu, sem að barst upp í hendurnar á honum til að kynnast þeim, þvert á móti, á- setti hann sér að leita þess kunningsskapar ör- uggur í þeirri fullvissu, að hann gæti dulist fyrir þeim undir sínu nýja nafni og breyttu útliti, svo honum fannst sér óhætt, að leita þess kunningsskapar, með það í huga að finna Sid- ney og fullnægja síðustu ósk móður sinnar. — Kynning hans við Lilburne og umgengni hans við hann hlut að koma honum í samband við Lilburne-fjölskylduna. Hann hugsaði sér því, að hafna ekki heimboðinu til lávarðarins. Hann hafði líka sterka tilhneigingu til að athuga manninn, sem sjálfur var ímynd veraldarvan- ans — heimslistanna — heimsins eins og prest- arnir mála hann — heimsins, sem metur þetta líf eingöngu, og hugsar hvorki um hið ókomna né guð! Lilburne lávarður var í sannleika hinum djúphugsandi mönnum ráðgáta, óskiljanleg þeim sem lítilsigldari voru. William Gawtrey hafði átt yfir algengum vitsmunum að ráða; og hann hefði getað séð yfirsjónir lífs síns. — Lilburne lávarður átti yfir miklu skarpari gáf- um að ráða, en þó að hann hefði orðið einsi gamall og Parr, þá hefði hann aldrei getað komið auga á það sanna. Hann komst aldrei í kast við lögin, þó að hann smýgi í gegnum þau öll! Hann þekkti ekki samvizkubit, af því að hann kunni ekki að hræðast. Lilburne lá- varður hafði kvænst snemma og mist konu sína, sem var auðug og dóttir forsætisráðherra Breta sem þá var, fyrir mörgum árum, og þótti það gjaforð hið bezta í landinu. Hann tók um stuttan tíma þátt í stjórnmálum, eina metn- aðarstaðan, sem að mönnum í hans virðingar- stöðu þótti þess virði að líta við og sýndi í henni hæfileika, sem að hefðu getað reist svo vel gefinn mann eins hátt í hefðarstöðu stjórn- málanna og hægt var að komast, en hann hætti allt í einu og féll til baka til sinna gömlu venja og listisemda. „Ég vildi reyna“, sagði hann einu sinni, „ef upphefðin væri eins höfuð þíns virði, og ég hefi sannfærst um að hún er það ekki, og að maður, sem að offrar hnossi í hönd fyrir skugga vonarinnar er asni“. Frá þessum tíma kom hann aldrei í lávarðarstof- una og skipti sér heldur ekki af stjórnmálum á einn eða annan veg. En þrátt fyrir það trúði almenningur á vald hans, og Vandemont féllst nauðugur á það álit fólks. Samt hafði maður þessi ekkert framkvæmt, hann hafði lítið lesið, en hann bauð heiminum byrginn, og það var aðalástæðan fyrir valdi því, sem hann hafði yfir þeim, sem komust í kunningsskap við hann, eða voru í hans félagsskap. Sú fyrirlitn- ing hans á heiminum, lagði heiminn, eða fólkið réttara sagt, að fótum hans. Kaldhæðni en þó fágaða afskiptaleysi hans, sú víðtekna stefna hans, að ekkert væri umhugsunarvert, nema lífsþægindi sjálfs hans, í hans huga var ekkert óframkvæmanlegt, engir fordómar eða yfir- hylmingar, hin einstaka þjálfun hans gjörði honum kleyft að brjóta siðvenjurnar þegar að honum sýndist, án þess að hneyksla siðprýðina, sem ber vitið í eyrunum, og sem vaknar ekki af svefni sínum við verknaðinn, heldur hávað- ann, sem af honum verður, — allt þetta bar á sér frækorn skipulags eðlis þess, sem ræður á meðal hinna ósiðfágaðri stétta, því að ógáfuðu fólki þykir mest varið í manninn, sem að lætur mikið út af engu. Vald Lilburne lávarðar, ekki aðeins í sambandi við smekkvísi hans, heldur líka- í því, sem maður kallar almenna dóm- greind, var áiitið að ganga goðspá næst. Hann lét sig vanalega engu skipta upphefð, sem að hans stéttarmenn sóttust eftir svo sem jarls- tign eða „Gartertign" (æðstu viðurkenningu Breta), og menn lögðu honum þetta út til heið- urs. En á gildi mannsins reynir fyrst þegar honum er boðið eitthvað, sem að hann sækist eftir. Jarlstignin og gartertignin voru lítils virði í hans augum — ekki meira en þó honum hefðu verið boðin barnaleikföng; en ef að þú hefðir boðið honum óbrigðult gigtarmeðal eða aldursstöðvunar inntöku, þá hefðir þú getað ráðið hann fyrir skósvein þinn með hvaða kjör- um, sem þig fýsti. Erfingi Lilburne lávarðar var bróðursonur hans, maður, sem var algjörlega upp á föðurbróður sinn kominn. Lilburne lá- varður lét hann fá 100£ á ári og útvegaði hon- um alltaf stöðu við sendisveitir utanlands. Hann leit á þennan erfingja sinn sem mann, er þráði völd, en að sér stæði þó engin lífshætta af honum. Þó að Lilburne lávarður héldi sig vel, og neitaði sér ekki um neitt, var langt frá því að hann væri eyðslusamur; það mátti miklu frem- ur heita að hann væri aðhaldssamur, því að hann vissi hversu mikil þægindi og umhyggju hann átti peningunum að þakka og mat þá eftir því. Hann þekkti beztu kjörkaupin og trygg- ustu veðin. Ef að hann keypti axíur í Banda- ríkjafyrirtæki, þá gast þú verið viss um að þær tvöfölduðust í verði; ef að hann keypti landareign, þá gastu verið viss um, að það voru kjörkaup. Þessi fjárhagslega glöggskyggni jók eðlilega á frægð hans og hyggindi. Hann hafði á sínum fyrri árum verið heppinn í peninga- spilum, og orð var á því haft að spilaaðferðir hans hefðu ekki verið sem hreinastar; en eins og sýnt hefir verið í sambandi við mann, sem að tign var jafningi Lilburne lávarðar, þó að hann hafi máske ekki verið eins skarpvitur, þá voru vitsmunir hans þeim mun fágaðri; þess má lengi bíða að dúfan ráðist á móti fálk- anum, þekta og harðgerða. Orðsveimurinn var svo laus og óábyggilegur, að hann hafði engin veruleg áhrif. Á miðaldursskeiði atvinnuferils síns, þegar að hann enn var heill heilsu, og. í gengi lukku sinnar, hætti hann allri spila- mensku. En þegar aldurinn færðist yfir hann og tíminn hékk honum á höndum, tók hann upp á henni aftur með sömu heppninni og fyrr. Peningaviðskiptin, spilaborðið og kvenfólkið voru viðfangsefnin og skemmtanirnar, sem að Lilburne lávarður eyddi tíma sínum í að athuga og leika sér við. Aðra aðferð notaði þessi maður til þess að auka orðstír sinn, og hún var sú, að hann lézt aldrei vita neitt um þau þekkingaratriði, sem hann vissi sig sjálfan veikan í, og hann helgaði sér heldur aldrei neinar þær dyggðir, sem að hann sjálfan skorti. Hreinskilnin sjálf var al- drei lausari við uppgerðar-látalæti eða yfir- hylming, en þessi ímynd siðleysisins var. Ef umheimurinn hyltti hann, þá var það ekki fyr- ir það að hann sæktist eftir áliti hans. Það kom ekki fyrir að nafn Lilburnes lávarðar sæist á fjársöfnunarlista, hvort heldur að menn voru að safna fé til að byggja kirkju, styrkja Biblíu- félagið eða öreigafjölskyldu. — Enginn maður heyrði nokkru sinni getið um að hann hefði leyst af hendi eitt einasta drenglyndis-, vel- gjörðar- eða vináttuverk, — enginn maður heyrði nokkru sinni eitt einasta mannúðar-, guðræknis- eða vináttuorð frá vörum hans. En þrátt fyrir allt þetta, þá hafði fólk ekki aðeins dálæti á Lilburne lávarði, heldur hófu hann upp í sæti vegsemdanna. í stuttu máli, þá sýnd- ist Vandemont-hann vera, eins og í raun og sannleika að hann var, aðdáanlegt sýnishorn kringumstæðnanna og viljans. Dálítið af af- burða gáfum hefði gjört siðleysi Lilburnes lá- varðar áberandi og bresti hans augljósa; dá- lítið af viðkvæmni og venjur hans hefðu leitt hann út í eina torfæruna á eftir annari og alls konar vanvirðulegar athafnir. Það var jafn- vægið, sem að honum var lánað, sem að fleytti honum hvernig sem valt og hvað sem á bjátaði. En allir þessir hæfileikar beinir og óbeinir, hefðu ekki komið honum að neinu haldi, ef að það hefði ekki verið fyrir aðstöðu hans, sem . gjörði honum mögulegt að njóta þæginda lífs- ins og gáfu honum tækifæri til að fullnægja kröfum þess: óflekkuðu hefðarnafni, skrautlegu heimili og öruggum leigutekjum. Vandemont . bar þá Lilburne og Gawtrey saman í huga sín- um og sá að síðustu hvers vegna að annar þeirra var þorpari, en hinn mikilmenni. Þó að ekki væru liðnir nema fáir dagar frá því að Vandemont hafði fyrst mætt Lilburne lávarði, þá hafði hann heimsótt hann tvisvar, og þeir voru orðnir nokkuð kunugir — þegar einn dag eftir hádegi að sá fyrrnefndi var á ferð ríðandi til H . . . . að hann mætti lávarðin- um, sem einnig var ríðandi á enskum gæðing, sem eftir útliti sýndi smekk þann í leikfimis- áttina, sem að Lilburne var orðlagður fyrir á sínum yngri árum. „Hvað kemur þér til að vera á ferð í þess- um parti bæjarins, monsieur Vandemont? — Forvitni eða upplýsingahneigð?“ „Það gæti verið eðlilegt fyrir mig, en hvað ert þú að gjöra hér, sem ert svo kunnugur í Lundúnum?“ „Ég er á heimleið eftir að hafa tekið mér langan reiðitúr. Ég hef haft aðkenningu af gigt- inni aftur og er að reyna að koma í veg fyrir hana með hreyfingunni. Ég kom frá sumar- heimili, sem ég á nokkrar mílur fyrir utan borgina —» dálaglegt pláss, en meðal annara orða, þú verður að heimsækja mig þar í næsta mánuði. Ég hefi fullt hús glaðra gesta! Og all- sæmilegan viðgjörning — ég á von á að þú sért flínkur skotmaður?“ „Ég hefi ekki æft skotfimi nú í nokkur ár, nema með riffli“. „Það er slæmt, því að ég held að vikuskot- veiðar séu nógu langur tími einu sinni á ári, en ég er hræddur um, að heimsókn þín til Fern- side verði ekki nógu löng til þess, að þú getir komist upp á fullt skotlag“. „Fernside!" „Já, kannastu við nafnið?“ „Ég held, að ég hafi heyrt það áður. Keyptir þú það lávarður eða tókstu það í arf?“ „Ég keypti það af mági mínum. Bróðir hans, sem var glanni og hálfgerður villingur átti það, en hann hálsbraut sig þegar að hann var að reyna að láta hest sinn hlaupa yfir sex rimla hlið, og vinur minn, Robert, hélt innreið sína sama kveldið inn um það sama hlið til hinna ágætu eigna!“ „Ég hefi heyrt um það. Svo Beaufort heit. átti þá engin börn?“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.