Lögberg - 06.09.1951, Síða 1

Lögberg - 06.09.1951, Síða 1
MINNINGARORÐ: ÓLAFUR S. FREEMAN Þess var getið á sínum tíma er Ólafur S. Freeman, banka- stjóri í Souris, N. D., lézt. Dauða hans bar að skyndilega og næsta óvænt, 20. marz s.l., er hann var á skemmtiferð, ásamt Sigríði konu sinni, vestur í Long Beach, CaL Það fyrnist oft fljótt yfir minningu mætustu manna; mörgum góðum manni virðast þau örlög sköpuð að gleymast að mestu, jafnvel áður en gröfin grær. Hraði nútímans og hin miskunnarlausa samkeppni á öll- um sviðum knýr menn til að horfa stöðugt fram á við, en líta ei til baka. En andspænis minn- ingunni um Ólaf Freeman, í hjörtum ástvina hans og þeirra samferðamanna sem þektu hann bezt, stendur tíminn kyr. Mynd hans máist ekki, og vinir hans geta ekki að sér gert að hugsa oft um hann. Um hann, og til hans munu margir hugsa: „Þú vissir það varla hve vænt um þig oss þótti, þann harm er heim oss sótti er hlaustu að falla“. Ólafur var «iikill gæfumaður. Einhver spekingur hefir sagt að sá sem vill verða gæfumaður skuli vera varkár, fyrst og fremst, í vali foreldra sinna. Með þeim einkennilegu ijmmæl- um er áherzla lögð á gildi kyn- stofnsins eða ættarinnar. í sam- bræðslu þjóðflokkanna hér vestra, og skyndigiftingum æsk- unnar er þessi speki oft að litlu höfð. En þótt Ólafur ætti þess ekki kost fremur en aðrir menn áð velja foreldra sína, þá valdi forsjónin þá fyrir hann, og bless- aði hann strax í vöggunni. Hann var sonur Jóns Jónssonar, bónda 1 Köldukinn, hreppstjóra í Haukadal í Dölujn. Var sú ætt talin merk í því héraði og þeir langafar Ólafs búsýslumenn miklir, fjáraflamenn og hagsýn- ir mjög. í þessum eiginleikum líktist Ólafur feðrum sínum. Móðir Ólafs var Helga Ólafs- dóttir, fædd að Staðarbakka í Húnavatnssýslu. Voru foreldrar hennar þau Ólafur Einarsson frá Bjarmastöðum í Hvítársíðu í Mýrasýslu, og Ragnheiður Ólafs- dóttir. Móðir Ragnheiðar, en amma Helgu, var Helga Jóns- dóttir, prests Þorvarðssonar á Breiðabólstað í Vesturhópi, syst- ir þeirra prestanna, séra Friðriks á Stað á Reykjanesi, séra Jóns Reykjalín á Ríp, séra Ingjaldar í Reynistaðaklaustri, og séra Þorvarðar í Holti undir Eyja- fjöllum. ' Ólafur var þannig af góðu fólki kominn í báðar ættir, og komu bvorutveggja ættarein- kennin, praktísk hagsýni og far- sælar gáfur fram í persónu hans og öllu hátterni. Að ytra hætti var hann fríður maður og föngulegur á velli. Rósemi, gætni og góðvild mótuðu yfirbragð hans. Skapmaður var hann mikill að eðlisfari, en menn urðu þess sjaldan varir. Hann bjó yfir ríkri kýmnigáfu, var jafnan glaður og reifur, og hló hjartanlega er honum virtist til- efni til fallg. Það fer ekki hjá því að slíkir menn skapi sér virð- ingu og traust samferðamann- anna, enda naut hann hvoru- tveggja í ríkum mæli. Hann var fæddur að Akra, Ólafur S. Freeman N. Dak., árið 1888, en mun hafa flutzt meíj móður sinni skömmu eftir andlát f ö ð u r síns til Upham, N. D., laust eftir alda- mótin. Ekki leið á löngu að hon- um væri fengin trúnaðarstaða í þessu nýja heimkynni. Banki var bráðlega stofnaður í bænum, og gerðist Ólafur starfsmaður hans. Árið 1932 varð hann gjaldkeri The Siale Bank í Souris, og skömmu síðar var honum fengið bankastjóraembættið í hendur Þeirri stöðu hélt hann til dauða- dags, en átti þó heima í Bot- tineau, N. D., skamt frá Souris, tíu síðustu ár ævinnar. En gæfa ólafs kom ekki að- eins fram í ætterni hans, dáðum hans, drenglyndi og opinberum störfum, heldur einnig, og ekki hvað sízt í hjúskap hans og heimilislífi. 1. nóvember 1910 giftist hann Sigríði Stefánsdótt- ur Jónssonar, Magnússonar, vestanpósts, frá Hrófá í Stein- grímsfirði. En Sigríður, amma Jóns pósts, var systir Níelsar Sveinssonar, bónda á Kleifum í Gilsfirði í Dalasýslu, föður séra Sveins Níelssonar, prófasts á Staðarstað; en séra Sveinn var faðir frú El^zabetar, konu Björns Jónssonar ráðherra, og Hallgríms biskups, og varð hún móðir herra Sveins Björnssonar, forseta Islands. Móðir Sigríðar, konu Ólafs, var Hólmfríður Hansdóttir Hjaltalín, en Jón prestur Hjaltalín á Breiða bólstað á Skógarströnd var lang- afi hennar. Er Sigríður sízt síðri um mannkosti en maður hennar var, enda voru þau hjón mjög samvalin, hjónaband þeirra ást- ríkt, og heimilislífið fyrirmynd. Þau hófu búskap að segja má með tvær hendur tómar; réttara væri þó að segja fjórar hendur, því að hendur þeirra og hugir störfuðu sem á einum líkama væri. En þótt efnin væru smá, áttu þau sterkan vilja, og hjörtu full af þrá og helgum vonum. Þau eignuðust tíu börn, og virt- ist bókstaflega sannast á þeim hið forna spakmæli að „blessun fylgir barni hverju“. Hagur þeirra blómgaðist ár frá ári þrátt fyrir þessa miklu ómegð, og börnin níu, sem upp komust, eru öll mjög myndarleg, vel gefin og menntuð; öll virðast þau gefa fyrirheit um að halda uppi heiðri ætta sinna og hins íslenzka þjóð- ernis. Eru þau: Olive og Norma, námsmeyjarí heimahúsum; Helen, Mrs. Jack Franke, í Min- neapolis, og Laurel Ann, Mrs. S. Sigurdson í Bottineau, N. D.; Willard og Kjartan, er fást við banka- og tryggingarstörf í Morris, Minn.; Stefán, verk- fræðingur og verksmiðjueigandi í Minneapolis; Donald, læknir í Minneapolis, og Erlingur, starfs- maður bankans í Souris, N. D. Auk ekkjunnar og barnanna sem hér eru talin, lætur Ólafur eftir sig eina systir, Mrs. S. G. Árnason í Portland, Oregon, og seytján barnabörn. Jarðarför Ólafs fór fram frá lútersku kirkjunni í Bottineau, 27. marz, og var afar fjölmenn. Sóknarpresturinn, séra E. R. Estrem, stýrði athöfinni, og vott- aði hinum látna þakkir fyrir langa og dygga þjónustu í þágu kirkjunnar og safnaðarins. En hann hafði verið meðlimur safn- aðarráðs um margra ára skeið, og unnið ósleitilega að bygg- ingu hinnar nýju kirkju, sem reyndar var ekki enn fullgjör er jarðarförin fór fram, og var hann sá fyrsti sem vígður var til moldar á þessum stað. Aðrir prestar sem tóku þátt í athöfn- inni voru þeir séra Egill H. Fáfnis frá Mountain, N. D., og séra Valdimar J. Eylands frá Winnipeg. E k k j u n n i bárust samúðarskeyti úr ýmsum áttum, frá bankastjórum, iðjuhöldum, og nokkrum embættismönnum ríkisins, og fjölda annara vina. Útfararathöfnin var um allt mjög hátíðleg. Meginmál þess sem flutt var í söng og ræðum var: þakklætið og vonin. Þakk- læti til Guðs fyrir ástkæran eiginmann, föður, samferða- mann og vin, sem nú hafði lokið göngu sinni, og horfið heim með hreinan skjöld; og vonin um sigur yfir dauða og gröf, því að „í ókunna landið liggur, leiðin um hennar dyr“. „Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda“. V. J. E. Mæfrur maður láfrinn Síðastliðinn þriðjudag varð bráðkvaddur í Toronto, þar sem hann var staddur í verzlunar- erindum, Mr. J. G. Johnson, 682 Alverstone, er um langt skeið hafði með höndum við ágætan orðstír deildarstjórastöðu hjá T. E A T O N verzlunarfélaginu mikla; hann var um alt hinn mesti sæmdarmaður, félagslynd- ur og hjálpfús; er hann harm- dauði öllum sem honum kynt- ust; hann lætur eftir sig ekkju ásamt fjórum mannvænlegum börnum, og er þeirra á meðal George læknir á Gimli. Útför þessa mæta manns var enn eigi ráðstafað, er Lögberg fór í press- una. Frá Kóreu Tilraunir um vopnahlé í Kóreu hafa strandað með öllu undan- farinn hálfsmánaðartíma, og ekki unt að segja nokkuð ábyggi legt um það hvort þær kunni að hefjast á ný; en um hitt er ekki að villast, að orustur á flestum vígstöðvum landsins, einkum þó á austurvígstöðvunum, hafa færst svo í auka upp á síðkastið, að barist er þar nótt sem nýtan dag; sfðustu fréttir herma, að herjum Sameinuðu þjóðanna hafi í flestum tilfellum veitt all- miklu betur en kommúnistum. VornarréSstafanir fyrir canadískan Kemur ferja við Narrows? Eins og kunnugt er hafa byggðirnar vestan og austan Manitobavatns í fjölda mörg ár vonast til að þær yrðu tengdar saman með ferju eða brú yfir mjóa sundið við Narrows. Á miðvikudaginn, 8. ágúst, heimsótti forsætisráðherra Manitoba, Hon. D. L. Campbell, þetta svæði til þess að athuga aðstæður til þess að þetta mætti koma til framkvæmda. í fylgd með honum voru ráðherra opin- berra mannvirkja, Hon. W. Mor- ton, og fyrrverandi ráðherra þeirra mála, Hon. W. Clubb. Fundur, er Chris Halldorson fylkisþingmaður hafði efnt til, var haldinn á staðnum til að ræða málið. Auk þeirra, sem nefndir hafa verið, voru þessir viðstaddir: James F. Anderson, fylkisþingmaður frá Fairford; B. Jónasson, oddviti Siglunes- sveitar, og sveitarráðsmennirnir T. Webster, G. Markwart, D. Eggertson, G. Sigfússon og D. J. Líndal, sveitarráðsmaður frá Coldwell-sveit; Ragnar Johnson frá Reykjavík; Barney Eggert- son frá Vogar; John Gunnlaugs- son frá Gunnlaugsson Island og Alli Freeman frá The Narrows. Mrs. Campbell lofaðist til að komast í samband við sambands- stjórnina í Ottawa til þess að vita hvern þátt hún myndi taka í þessu fyrirtæki. Flufrfr fril Vancouver Mr. J. K. Johnson, sem um all- mörg ár hefir starfað að prent- verki hjá The Columbia Press Limited, lagði af stað vestur til Vancouver síðastliðinn fimtudag ásamt frú sinni, þar sem þau hafa ákveðið að setjast að. Mr. Johnson er ágætlega að sér í iðn sinni og áhugasamur um störf sín; samverkamenn hans á prentsmiðju Lögbergs þakka honum góða samvinnu og óska honum og frú hans fram- tíðarheilla. Hlýfrur námsverðlaun Dorothy Mae Jónasson Þessi mynd er af Dorothy Mae 13 ára, en þá hlaut hún I.O.D.E. námsverðlaun fyrir fiðluleik, síðan hefir hún sótt námið af kappi. Einn af aðal kennurun- um við Royal Conservatory df Music í Toronto, Elie Spivak heyrði hana leika á fiðlu, þegar hann var hér staddur á Music- kennara þinginu í sumar; honum þótti svo mikið til hennar koma, að hann bauð henni $250.00 námsstyrk til framhaldsnáms. Dorothy Mae, sem nú er að- eins 16 ára, fór austur til Toronto síðastliðinn sunnudag, og mun stunda nám við hljómlistarskól- ann þar. Foreldrar hennar eru Mr. og Mrs. S. O. Jónasson, 370 Arling- ton Str., Winnipeg. Um þessar mundir er hér á ferð Ake Sundelin; hann er for- maður í því ráði, sem hefir borgaralegar varnarráðstafanir með höndum í Svíþjóð. Hann kemur hingað í þeim tilgangi að gefa upplýsingar um hvernig samskonar vörnum mætti haga til í Canada. Svíþjóð býr í nágrenni við á- rásarþjóðir og stjórnarvöldin og allur almenningur skilur því fullkomlega hve mikil hætta öll- um borgurum landsins er búin í því falli að styrjöld skelli á. Undirbúningi almenningsvarna hefir verið haldið stöðugt áfram í 15 ár og stjórnin ver 15 milj- ónum á ári til að byggja varnar- skýli og þjálfa fólkið í því að verjast. Allir frá 16 til 65 ára aldurs eru skyldugir að taka þátt í því. Landið telur 7 milj- ónir íbúa — helming Canada- þjóðar, en hefir 900,000 þjálfaða menn í almennings-varnarliðinu. Heilir á húfi Tveir ævintýramenn frá Wis- consin, er komu í einkaflugvél til fiskiveiða í norðurhluta Saskatchewan fylkis, týndust þann 2. ágúst síðastliðinn og fundust heilir á húfi eftir 29 daga útivist í Northwest Terri- tories; sægur mikill amerískra og canadískra flugvéla hafði leitað þeirra nótt sem nýtan dag, og voru víst flestir orðnir von- daufir með árangurinn; að lok- um var það amerísk flugvél, sem kom auga á ævintýramennina og flaug með þá til manna- bygða. Krefsfr skjófrrar úrlausnar Mr. Frank Gillies, samgöngu- verkfræðingur Winnipegborgar, krefst skjótra aðgerða af hálfu bæjaryfirvaldanna varðandi bílaumferð við fjölförnustu göt- ur bæjarins; í aðal verzlunar- hverfunum er tíðum svo áskipað, að ekki er viðlit að fá pláss fyrir I bíl, og vill Mr. Gillies að úr þessu verði bætt með því að heimila aukinn aðgang bíla við hliðar- stræti. Mr. Gillies, sem er hinn mesti áhugamaður, er sonur þeirra Mr. J. S. Gillies kaupmanns og frú Ingunnar Gillies. ÚrsSifr kosninga Síðastliðinn laugardag fóru fram almennar þingkosningar í New Zealand og lauk þeim á þann veg, að íhaldsflokkurinn undir leiðsögn Hollands forsætis ráðherra gekk sigrandi af hólmi, hlaut 47 þingsæti til móts við 33, er flokkur óháðra verkamanna fékk í sinn hlut. Mikilvæg ráðsfrefna Á þriðjudaginn hófst í San Francisco ráðstefna, sem boðað var til í því augnamiði, að af- greiða friðarsamninga við jap- önsku þjóðina; að ráðstefnunni stendur fimtíu og ein þjóð; gert var ráð fyrir að Truman forseti flytti aðalræðuna; stefna þessi er haldin í hinum sömu salar- kynnum, þar sem Sameinuðu þjóðirnar fyrst litu dagsljósið fyrir sex árum; þess er vænst, að staðfesting friðarsamning- anna fari fram á laugardaginn, þrátt fyrir væntanlega and- spyrnu af hálfu ráðstjórnarríkj- anna rússnesku og leppríkja | þ^irra. almenning Skýli gegn atomsprengjum hafa verið grafin inn í hæðir og hóla, sum svo stór að þau rúma 20,000 manns. Verksmiðjunum er farið að dreifa um landið og öll heimili, sem byggð hafa ver- ið í Svíþjóð síðan 1945, hafa varnarskýli í kjöllurunum. Gen. F. F. Worthington, sem hefir borgaralegar varnir Can- ada með höndum kvartar und- an því að stjórnarvöldin í Ottawa séu sofandi á verðinum hvað þessi mál snertir. „Annað hvort verður að hraða þessu máli eða hætta algerlega við það“, segir hann. Úr borg og bygð Mr. Jóhann Jóhannsson frá Árborg kom til borgarinnar á þriðjudagsmorguninn á s a m t Thoru dóttur sinni, sem ætlar að ganga á Success Commercial College næstkomandi vetur. ☆ Böðvar Johnson frá Langruth, Man., lézt á Almenna sjúkrahús- inu hér í borg á þriðjudaginn, 29. ágúst. Hann var 82 ára að aldri og fluttist frá íslandi til Canada fyrir 62 árum. Hann lætur eftir sig þrjá sonu, Jónas, Thomas og Archibald, sem allir eru búsettir í Langruth, og þrjár dætur, Mrs. William Líndal, Chicago; Mrs. G. H. Sigurdson, Winnipeg; Mrs. G. Magnússon, Langruth. Jarðarförin fór fram á föstu- daginn, 31. ágúst, frá lútersku kirkjunni í Langruth. ☆ Mr. Emil Gillies, sem stundað hefir að undanförnu nám við McGill háskólann, er nýlega kominn, og gefur sig að skóla- kenslu *hér í borginni í vetur; hann er sonur Mr. J. S. Gillies kaupmanns og frú Ingunnar Gillies. ☆ Frú Kristjana Anderson frá Vancouver, hefir dvalið í borg- inni um hríð í heimsókn til þeirra Mr. og Mrs. J. H. Norman, sem nýlega eru flutt hingað frá Gimli, og nú eru búsett að 784 Wolseley Avenue; auk þess heim sótti hún margt annara vina, sem fögnuðu komu hennar. ☆ Benella Guðrún Kjarntanson Blessuð blómarósin, bundin dauðans viðjum. Lokuð brúnaljósin, laus af nauðahryðjum horfin heims af sviði, hvílir blíð í friði. Amma ☆ Stúkan SKULD heldur næsta fund sinn á mánudagskvöldið þann 10. þ. m., á venjulegum stað og tíma. — Fjölmennið! Deild 3 og 4 í Kvenfélagi Fyrstu lútersku kirkju heldur “SILVER TEA” að heimili Mrs. F. Stephenson 292 Montrose St., á miðvikudaginn 19. sept. frá kl. 2.30 e. h. ☆ ÁRDÍS Ársritið Árdís er nýkomið út, fæst keypt hér í bænum hjá: Mrs. B. S. Benson, Columbia Press Ltd. og Mrs. J. S .Gillies, 680 Banning St. Óskað er eftir að fá keypt eftir farandi hefti af gömlum ritum, ef einhver vill selja, frá árunum: 1933, 1934, 1942 og 1945. ☆ Mr. Magnús Sigurðsson frá Keewaten, Ont., var staddur í borginni fyrir helgina.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.