Lögberg - 06.09.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.09.1951, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTXJDAGINN 6. SEPTEMBER, 1951 3 Merkur fornleifafundur í Palestínu Höll Heródesar, sem gelið er x biblíunni, fundin eftir langa leit. Prófessor James B. Pritc- hard, sem veitir forstöðu skóla í austurlandavísind- um í Jerúsalem, hefir nýlega gert mjög merkilegan forn- leifafund. Fann hann hjá Jeríkó, á söguríkum stað, rústirnar af staersta mann- virki, sem enn hefir tekizt að finna þar í landi. Er hér um þöll Heródesar konungs að ræða, en hennar er meðal annars getið í biblíunni. Hélt prófessorinn fyrir nokkru fýrirlestur um þennan merka fund við Yaleháskólann í Banda ríkjunum og skýrði þá í fyrsta sinni nákvæmlega frá athugun- um sínum á staðnum. Pritchard prófessor hafði gert sér óteljandi ferðir til umhverf- is Jeríkó-borgar og leitaði þar verksummerkja. Lengi vel tókst honum ekki að finna þess nein- ar sannanir, er skýrt var frá í söguritum Jeósefs, að Heródes, konungur Gyðinga af rómverskri náð, hefði látið reisa þar glæsi- lega vetrarhöll. En einn góðan veðurdag kom tilviljunin honum til hjálpar. Hann frétti um arabiskan garð- yrkjumann, sem átt hafði í mestu vandræðum með tómata- rækt sína um langt árabil. Sum- ar plönturnar báru ríkulegan á- vöxt ár eftir ár, en aðrar, rétt við hlið hinna, báru alls engan. Voru þetta kenjar náttúrunnar? iÞetta var a. m. k. athyglisvert atriði. Þegar Pritchard kom á staðinn, sá hann að ófrjóu plönt- urnar mynduðu marga, reglu- lega ferhyrninga. — Var þetta mynztur? Nei, það var grunn- mynd af höll. Jafnskjótt og fyrst vap grafið í jörð þarna, fundust fyrstu leif- ar gamallar risabyggingar. Fá- einum mánuðum síðar blasti grunnurinn við, 94 m. langur og 50 m. breiður. Þetta voru þó ekki einu sannanirnar, sem fengust, heldur fundust þarna einnig fjöl- margir peningar frá tíð Heró- desar (37. f. Kr. b. — 4. e. Kr. b.), og eru þeir bezta sönnunin fyrir því, að þetta sé hið týnda höfð- ingjasetur. Það er þó þyngst á metunum, að sjá má, að hluti eins veggjarins hefir eyðzt í eldi, en hlotið viðgerð. Það stendur alveg heima við það, sem Jósef segir frá, að höllin hafi brunnið skömmu eftir dauða Heródesar, en einn sona hans, Arkealos, hafi látið byggja hana upp á ný, og sýnt við það mikla natni. En þessi gleðihölls konung Gyðinga varð litlu eldri en kon- ungdómur ættar hans eða endur- nýjun musterisins mikla í Jerú- salem, sem hafin var af honum 20 árum f. Kr. b. og Títus keis- ari lét aftur eyða árið 70 e. Kr. b. Þá varð landið endanlega róm- versk hjálenda, sem Heródes hafði getað tfið um eina öld þrátt fyrir samvizkulausa stjórn- arháttu sína. Stofur og salir hallarinnar — 36 að tölu — voru senn mannlaus og innan um súlnaraðir hallar- garðsins óx illgresi, húðin flagn- aði af sléttum sandsteinsflögun- um og málningin á innveggjum fölnaði. Grjót úr byggingunni var jafnvel notað í veg, sem Róm verjar lögðu frá Jerúsalem til Jódans-dalsins. í undirstöðu hans hafa fundizt einhverjir dýrmætustu hlutar hallarinnar. Það er raunar við þennan veg, sem miskunnsami Samverjinn á að hafa unnið mannúðarverk sín. Heródes var maður, sem kunni að njóta lífsins. Hann vissi, hvers vegna hann lét byggja höll sína í Dauðahafslægðinni, við rætur lítillar hæðar. Hæðarmunurinn á vatnsbakkanum og borgar- stæði Jerúsalem gerði það að verkum að vetrarkuldarnir j borginni fundust ekki þar niðri. Hæðarhryggur í vesturátt varði lægðina fyrir köldum vindum, og sumarið var þar við völd all- an veturinn, svo að þar uxu bananar, appelsínur, döðlur og aðrir ávextir. Konungur Gyðinga var ekki e i n u n g i s skjólstæðingur og bandamaður Rómaveldis, heldur og aðdáandi rómverskra lifnað- arhátta .Það var aðeins mað að- stoð Rómverja, sem sonur Edó- mítans Antipaters — en Sesar hafði gert hann að landstjóra í Palestínu, þegar Pompejus hafði unnið hana — tókst að halda Makkabeum, Saddukum og Fari- seum í skefjum. Hann hafði að vísu orðið að flýja til Rómar fyr- ir hinum síðasta Makkabea, er hafði tekið forustuna í þjóðern- isbaráttu Gyðinga. En þar gerði Markús Antonius hann að kon- ungi Gyðinag, og fól honum að kveða niður skærur í landinu. Þrem árum síðar, árið 37 f. Kr. b., heldur Heródes sem sig- urvegari inn í Jerúsalem — í fylkingarbrjósti rómverskra her sveita — og er hann þó aðeins „hálf-Gyðingur“ og „Idumeu- þræll“. Hann gekk meira að segja að eiga Mariamne, tignustu stúlkuna af ætt Makkabea, en það sem gerir hann styrkan út á við, dregur einmitt úr mætti hans inn á við, meðan hann lif- ir — Rómverjavinfengi manns- ins, sem er ekki Gyðingur. Líf- varðarsveitir frá Þrakíu, Germ- aníu og Gallíu vernda líf Heró- desar, og hann hefir aðeins eitt ráð — að beita ofbeldi. Samtíðarmaður hans k v a ð m. a. upp þennan dóm yfir hon- um: „Heródes laumaðist í há- sætið eins og refur, ríkti eins og tígrisdýr og dó eins og hundur“. Heródes leit hins vegar á sig sem eins konar fulltrúa menn- ingar Rómaveldis. — Hann byggði borgir eftir grísk-róm- verskum fyrirmyndum, og varði of fjár til að koma á fót leik- húsum. Hirð hans var einnig mjög fjölmenn og hélt sig ríku- lega. Hann skar heldur ekki við nögl, þegar hann réðst í að koma sér upp bústað við Jeríkó. Gólf öll og garðar voru með tígla- skrauti, og á þeim sté hin fagra stjúpdóttir hans, Salome, oft dans fyrir föður sinn og gesti hans. Hinar vönduðu stofur, sem ætlaðar voru fyrir heit og köld böð, hafa vart staðið hinum rómversku fyrirmyndum sínum að baki. Fyrir sífelldu aðrennsli heilnæms vatns ofan úr fjöllum sáust leiðslur, sem hafa ekki eyðilagzt, þótt margar aldir hafi hjá liðið, og eru meira að segja notaðar að nokkru leyti af íbúum Jeríkó-borgar nú á dög- um. í búrhvelfingunum hafa menn fundið brot af vínkrukk- um, sem gerðar hafa verið á Samos og öðrum Miðjarðarhafs- eyjum. — Við uppgröft fundust auk þess 120 föt, sem notuð höfðu verið til geymslu á ilmvökvum og olíum. Ýmis frekari brot gefa til kynna, að salir hallarinnar hafi verið skreyttir blómum og sígrænum plöntum. Hirðlífið stunduðu menn eink- um undir berum himni, þar sem veðurfar var milt og gerði það kleift. En þar létu menn sér ekki einungis nægja að kneifa sætt Samosvínið. Hátíðahöldin urðu því miður alltof oft upphaf blóðugra harmleikja. Stjórn- málaklækir voru líka undirbúnir þar. Þar lét Heródes til dæmis drekkja mági sínum Aristobul, meðan fjölskyldusamkvæmi stóð sem hæst. — Hann var sífellt hræddur um völd sín, og skim- aði oft ósjáandi augum út fyrir Dauðahafið. — Hann lét drepa þrjá syni sína og konu sína, Mariamne, sem var alltaf dóttir Makkabea í augum hans, þótt hann ynni henni heitt. Barna- morðin í Betlehem, er Matteus segir frá, eru kannske þjóðsaga, en getur þó verið sönn og Heró- des Antipas, sonur hans, lauk lífi sínu í útlegð í Gallíu fjarri Jeríkó, og jafnvel rómverski örninn, sem Heródes hafði látið setja upp yfir musterisdyrun- um, gegn vilja þegna sinna, verndaði Zion ekki fyrir eyði- leggingunni. Sjálfur andaðist Heródes árið 4, fimm dögum eftir lílát eftir- lætissonar síns af fyrra hjóna- bandi — Antipaters. Rómverskir hermenn báru hann til grafar. (Þýtt úr Die Welt, Hamborg) —VÍSIR, 26. júlí Sumarbúðir Bandalags lút. kvenna Eftir tveggja mánaða starf á þessu sumri var Sumarbúðum Bandalags lúterskra kvenna lok- að föstudaginn 24. ágúst. Meiri aðsókn var þar á þessu sumri en nokkru sinni fyrr. Allt starf- ið var hið ánægjulegasta og öll samvinna hin bezta. Aðal um- sjón var í höndum Mrs. Ingi- bjargar J. Ólafsson frá Selkirk. Með henni starfaði hópur á- gætra leiðtoga, er höfðu umsjón með hinum ýmsu hópum, sem í sumarbúðunum dvöldu. Voru þeir leiðtogar 32 að tölu. ☆ Gefið íil Surise Lutheran Camp, frá 10. júní til 26. ágúst: G. F. Jónasson, Wpg., 60 lb. Whitefish; Lutheran Ladies’ Aid, Riverton, $25.00; Mr. and Mrs. J. J. Swanson, Winnipeg, $25.00, í minningu um Ingiríði Jónsson; Mrs. C. Paulson, Gerald, Sask., $10.00; Mrs. Henry, Petersfield, $5.00; Mrs. Th. and Miss A. Ólafsson $10.00; Mrs. B. Gutt- ormsson, Winnipeg, $13.04; Mrs. Bertha Curry, $442.50; Lutheran Ladies’ Aid, Langruth, $25.00; Lynn and Myrna McDonald and Hugh and Robbie Smith, Sel- kirk, $10.00; Ladies’ Aid, „Betel“, Silver Bay, $5.00, í minningu um IJarry Hurdal. Donations given to camp direclor at camp: Rev. and Mrs. H. Sigmar, $5.00; Mrs. H. Sigurdson, $5.00; Guðrún Martin and Björg Bjarnason $5.00; Mrs. Breckman $5.00; Mrs. A. Stefánsson $5.00; Mr. and Mrs. A. Wathne $5.00; Mr. Robertson $2.00; Miss Ch. Johnson $2.00; Mrs. Oliver $2.00; Ladies’ Aid „Björk“, Lundar, 50 prs. cups and saucers; Ladies’ Aid „Undína“, Hecla, 5 woollen blankets, 25 dozen cookies, 8 vínartertur, 6 Date loaves; Mrs. Stan Sigurdson, Selkirk, a col lection of kitchen utensils; Lestrarfélagið „Vísir“, Húsavík, 25 books; Mrs. B. Nicholson, Winnipeg, 2 boxes of books; Mrs. M. Sivertsen Winnipeg, 1 box books and records; Mrs. J O. McLeneghan, 3 boxes books; Mrs. G. Bjarnason, Winnipeg, 2 boxes Magazines; Jón Sigurd- son Chapter I. O. D. E., The British Flag and flag pole; Ladies’ Aid „Framsókn“, Gimli, 2 quilts; Mrs. M. M. Jónasson, Árborg, The Lords prayer, em- broidered and framed; Mrs. B. B. Jónsson, Winnipeg, a Dining- room table. The following served delicious lunches at closing concerls of different groups in camp: Sunrise Club, Selkirk; Ladies’ Aid „Framsókn“, Gimli; Luth- eran Ladies’ Aid from Riverton; Women’s Association and Dorcas Society of the First Lutheran Church, Winnipeg; Ladies’ Aid „Sigurvon“, Húsavík. The Ladies’ Aid „Framsókn", Gimli, also brought candies, ice cream and peanuts for camp- ers afternoon of Aug. 17th and served a delicious outdoor supper to all in camp that evening. Með innilegu þakklæti, Anna Magnússon, féhirðir Box 296, Selkirk, Man. MINNINGARORÐ: Ragnar Sigurður Olafsson Þann 23. júlí síðastliðinn, and- aðist að heimili sínu í grend við Morden, Man., Ragnar Sigurður Ólafsson bóndi, eftir rúma mán- aðarlegu af innvortis meinsemd. Hann var fæddur að Rlftagerði í Skagafjarðarsýslu, 18. marz 1883. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Árnason og Ragnheiður Sig- urðardóttir. Ásamt þeim fluttist hann til Norður-Dakota árið 1887; en til Morden-bygðar, (fyrr Brown, P.O. og samnefnd bygð) flutti hann ásamt þeim árið 1899, og bjó ávalt í bygðinni þaðan af. — Sigurður var meðal eldri barna í stórum systkinahópi, er öll settust að í Brown-bygðinni. Aðeins einn bróðir, Árni, er lát- inn, hann dó árið 1936. — Þessir bræður Sigurðar eru bændur í bygðinni: Gísli, Halldór, Ingvar, William og Valdimar, og tvær systur: Mrs. Salome Gillis og Mrs. Sigríður Johnson, — og fjölment frændalið. Árið 1919 kvæntist Sigurður Önnu Sigurbjörgu Helgadóttur Jónssonar, og konu hans Guð- rúnar Einarsdóttur. Þau eignuð- ust 9 börn, eitt þeirra dó í bernsku, en 8 mannvænleg börn þeirra eru á lífi, og öll til heimil- is í ættbygð sinni, utan einn sonur. Þau eru: Ragnar Marino, Albert Helgi, Jóhannes, Sigurð- ur Wilmor, Freyja Gróa, Lára Josephine, Jón Marvin og Wil- liam Gísli. Sigurður var karlmannlegur maður, vel vaxinn og bar sig vel, þótt tekinn væri hann að þreyt- ast, eftir langt og mikið ævi- starf. Ég hygg, að hann hafi sam- einað í heppilegum hlutföllum sannan canadískan borgara, er unni af alhug fósturlandi sínu, Canada, þótt að rætur hans stæðu djúpt í ættgengum arfi feðra hans; því að hann var mjög íslenzkur að hugsun og skap- gerð og unni því sem að íslenzkt var. Félagslyndur var hann og góð- ur liðsmaður í félagslegu starfi bygðar sinnar, bæði söfnuði og þjóðræknisdeild, er í bygðinni starfa. Hann var maður vel söngvinn og hafði yndi af ís- lenzkum söng, ljóðum og sálm- um. Mun hans saknað við guðs- þjónustur byggðarinnar, ekki síður en á öðrum vettvangi. Hann unni mjög hvers konar líkamsæfingum og studdi „Sports“ 1 bygð sinni, og hafði tekið all-lengi þátt í þeim, og kunni að meta gil'di þeirra — einkum fyrir þá er yngri voru og uppvaxandi. Hann átti hlýhug og virðingu manna að fagna, jafnt hérlendra manna og samlanda sinna. Hann mátti gæfumann telja, því að hann átti ágæta konu að lífs- förunaut; auðnaðist þeim að ljúka aðálævistarfinu hlið við hlið — uppeldi mannvænlegra barna, er guð lánaði þeim. Eftir lát konu sinnar mun hann hafa verið nokkuð ein- mana. Hinzta stríði tók hann með jafnvægi og karlmannlegri rósemi. Útför hans fór fram frá sam- komuhúsi bygðarinnar, þann 3. ágúst að miklu fjölmenni við- stöddu. Sá er línur þessar ritar flutti kveðjumál. S. Ólafsson Business and Professional Cards Lítill snáði var háttaður og skildi fötin sín*öll eftir í óreiðu hér og þar um herbergið. Móðir hans kom inn til þess að bjóða honum góða nótt, en þegar hún sá hvernig umhorfs var, sagði hún: — Hver skyldi það hafa verið, sem ekki hengdi upp fötin sín þegar hann var háttaður á kvöldin? — Adam, svaraði drengurinn, breiddi upp fyrir haus og sneri sér út í horn. PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. Viðtalstími 3—5 eftir h&degi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30-6 p.m. Phone*: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lö gfræðimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distrtbutora of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 SE HA6B0R6 FIIEL raon xissi Oíflce Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 pjm. - 6 pjn. and by appolntment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og'annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezU. Ennfrémur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. , Skrifstofu talsíml 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets. Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants W\ Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 58T Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PR0DUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn. og úvalt hreinlr. Hltaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frú aö rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, slmlC tll KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Slding — Repalrs Country Orders Attended To (32 Simcoe St. Wlnnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Talslmi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WTNNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wUl be appredatod Minnist BETCL erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINTC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. KristJ 500 Canadlan Bank of Chambers Winnlpeg, Man. Phone MW Rovaízos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WTNNTPEG MANTTOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 3« 151 Our Spectalties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Miu l. Christte, Proprtetnas Formerly with Robinson & Co. DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNTPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 926 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.