Lögberg - 06.09.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.09.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. SEPTEMBER, 1951 lögberg Gefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIAPRESS LIMITED 695 SARGENT AVENDE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hressandi lestrarefni Fyrir nokkrum vikum barst ritstjóra þessa bláðs í hendur tímarit af íslandi, er nýlega hefir hafið göngu sína, en ritstjóri þess er gamall góðvinur hans, Snæ- björn Jónsson, bóksali og rithöfundur í Reykjavík; er hér um misserisrit að ræða, sem nefnist Kvöldvaka, og helgað er bókmenntum og öðrum menningarmálum; þetta fyrsta hefti inniheldur 10 arkir af samanþjöppuðu lesmáli, og er fyrir margra hluta sakir einstætt í sinni röð; það svipmerkist af langtum meiri einurð en alment gerist, enda er ritstjórinn kunnur að bersögli og haturs- maður fláttskapar og undirhyggju, en slíkrar skapgerð- ar verður stundum langt að leita á blómaöld þeirrar yfirborguðu ritfroðu, sem með lævíslegum áróðri, er haldið að almenningi og glepur honum sýn. Ritstjórinn fylgir þessum hvítvoðung 'sínum úr hlaði með nokkrum íhyglisverðum formálsorðum, er gera glögga grein fyrir tilgangi Kvöldvöku og hlutverk- inu, sem henni er ætlað að leysa af hendi, og er þar með- al annars svo komist að orði: — „Við eigum ekkert tímarit, er sérstaklega sé helg- að bókmentunum eða þjónustu við þær. En á tímum efnalegra örðugleika er þess brýn þörf, að þjóðin sé sem rækilegast látin vita um það, sem bezt verður til í bókmenntum hennar, svo að hún megi hlúa þar að, auðga með því sálarlíf sitt og sækja þangað metnað og styrk í baráttu sinni og framsókn til göfugra þjóðlífs. Jafnframt ber líka að vara við hinu, sem miður er gert, svo að hvorki sé sóað fyrir það fé né heldur spilli það hugsunarhætti siðum eða tungu“. Kvöldvökumenning íslenzku þjóðarinnar, er öld- um saman hélt í henni lífinu og kom í veg fyrir að hún byði tjón á sálu sinni verður seint fuilmetin og víst er um það, að hún verður aldrei metin til peninga, því til þess var hún langt of verðmæt; þetta er ritstjóra Kvöld- vöku auðsjáanlega manna ljósast, svo sem ráða má af því, hvernig hann lýkur formálsorðum sínum: „Um langan aldur var kvöldvakan þjóðskóli íslend- inga. Hér þarf ekki að fjölyrða um þann skóla og menn- ingargildi hans. Hitt má segja, að þá var betur farið en heima setið, ef þetta litla tímarit kafnar ekki alveg undir nafninu“. Tvær gagnmerkar ritgerðir og lærdómsríkar, er að finna í áminstu Kvöldvökuhefti eftir séra Benjamín Kristjánsson, „Kristindómurinn og þjóðin“, sem nú er endurprentuð hér í blaðinu og „Litið inn til gömlu skáldanna“. Er þar skemst frá að segja, að báðar þess- ar ritgerðir eru djúphugsaðar og mótaðar karlmannleg- um stílþrótti; fyrri ritgerðin á brýnt erindi til allra þeirra manna, er láta sér ant um, að ekki verði með öllu kipt fótum undan þeirri fegurstu lífsskoðun, sem mann- kynið hefir eignast, án þess að von sé til að nokkuð nándar nærri eins fagurt og göfugmannlegt komi í stað- inn, auk þess sem ætla má að hugvekja þessi kunni að rumska við einhverjum, sem látið hafa sér standa á sama um alla skapaða hluti varðandi menningarlega og andlega velferð sína og væri þá ekki til einskis barist; naumast getur heldur nokkrum heilskygnum manni blandast hugur um það hve hollara það sé, bæði fyrir stofnþjóðina í austri, og eins fyrir íslendinga vestan hafs, að kynna sér alvörueldinn í ritgerðum séra Benja- míns, sém skráðar eru á gullaldarmáli, fremur en eitt- hvert afvatnað „helgiþvaður“ eins og Matthías komst að orði, sem í þess stað að lækna, getur orsakað andlega sullaveiki. Ekki fer hjá því, að manni hlýni um hjartarætur við lestur Minninganna um Ólaf Davíðsson fræðimann eftir séra Kristinn Daníelsson, þennan glæsilega vöku- mann og núverandi aldursforseta íslenzku prestastétt- arinnar; þeir voru eins og fóstbræður og útskrifuðust saman úr Latínuskólanum. Margt og mikið má læra af kaflanum „Nýjar bækur og gamlar“, þar sem í margt og merkilegt er vitnað og óvenju hreinskilnislega frá öllu sagt; og alveg sérstakt ánægjuefni er það, hve Jóni Magnússyni eru þarna í tiltölulega stuttu máli gerð góð skil. „Um það var ekki að efast, að þar sem þessi smá- vaxni maður fór, þar fór stór maður. Þar var sannar- lega einn af fremstu og beztu mönnum þjóðarinnar“, segir greinarhöfundur og mun það ekki véfengt, að hér sé um sannmæli að ræða. Ritstjóri Kvöldvöku hefir árum saman látið sér næsta hugarhaldið um menningarmál Vestur-íslend- inga og lagt mikla rækt við bókmentaskerf þeirra; kemur þetta enn á ný greinilega í ljós í hinu fróðlega menningarmálayfirliti hans, er gengur undir nafninu „Staksteinar“. Heill fylgi Kvöldvöku og þeim öllum, er að henni standa! Nýjasta karlmannsfatnaðarbúðin í Winnipeg — Dorchester Shops — er af nýtízku gerð á að líta og á mjög hentugum stað að 536 Main Street og James Avenue. Dorchester Shops hafa keðjubúðir um alt landið, og verzla einungis með úrvals fatnað, er selst á því verði, sem sparar mikla peninga. Ævintýrið um Rauðhettu á einræðisherra vísu GREIN ÞESSI, sem er eftir ameríska blaðamanninn, H. P. Philips, var upphaflega rituð með hliðsjón af hinu brúna og svarta einræði nazismans og fasismans. Nú á grein þessi alveg eins vel við hið rauða einræði kommúnismans, og má því með sanni segja, að hún sé ævintýrið um Rauðhettu á einræðisvísu. ÞAÐ VAR EINU SINNI aum- ur og vesæll úlfur. Hann var góður og mildur. Hann elskaði alla, og alla, varð mjög hrygg- ur er hann leit í kringum sig og sá öll þessi ósköp af svikum, lygum, blekkingum, undirferli og tortryggni, hvert sem litið var. En það einasta sem hann óskaði eftir var að fá að lifa í friði. f húsi einu í skógarjaðrinum átti lítil stúlka heima, hún var nefnd Rauðhetta litla (en auð- vitað var það dulnefni). Hún var njósnari og þægur þjónn auð- valdsins. Hverjum og einum mátti vera ljósar illar artir Rauð hettu og lævísi. Hinir gullnu lokkar hennar v i t n u ð u um skuggalegan tilgang. Hvert ein- asta litbrigði í mjúkum andlits- dráttunum vitnaði um ofbeldis- hneigð. Við fyrstu sýn leit Rauð- hetta litla út sem falleg lítil stúlka á 10. ári, en það var yfir- borðskennd eðlisgreining. Það var ekki hægt að reiða sig á hana á milli herbergja. Hún var eitur- naðra og auðvaldssinni. Auk þess hafði hún ekki nokkurn á- huga á friði eða fullkomnara heimsskipulagi. Rauðhetta litla átti ömmu, sem átti heima í nokkurra rasta fjarlægð. Amma gamla var einn- ig svikari. Enginn úlfur gat þol- að hana. Þeir buðu henni aldrei neins staðar. Dag nokkurn bar svo við, að vesalings hjálparlausi úlfurinn tók inn asperínskammt og styrkjandi meðal og fór svo í dá- litla gönguför. Þegar úlfurinn var á gönguför notaði hann ætíð tækifærið til þess að hugsa um hlutina. Aðalumhugsunarefni hans var hið ömurlega heims- ástand, hvernig hægt væri að breyta því þannig, að ailir mættu una glaðir við sitt. Slíkar athug- anir og umhugsun kostaði svei mér ekki litla einbeitingu hug- ans; og þegar úlfurinn var kom- inn í slíkan einbeitingarham, gleymdi hann sér svo gjörsam- lega, að hann vissi vart af sér. Af þessari ástæðu var það, að hann rankaði ekki við sér fyrr en hann var kominn inn í hús ömmunnar, og það meira að segja inn í svefnherbergi henn- ar. Hann hafði brotið dyrnar. Amma varð voða hrædd og hrópaði hástöfum: „Hvað er um að vera?“ „Ég er að hrinda árás“, sagði úlfuririn dræmt í undanbragða- tón. Amma var árásaraðili; um það var engum blöðum að fletta. Svo gleypti úlfurinn hana. Þetta var gagnárás, þar sem fylgt var eftir. En þá heyrði úlfurinn fótatak í ganginum. Hann varð óttasleg- inn. Þetta hafði verið skelfileg- ur morgun. Brátt var varlega drepið á dyr. Úlfinum var það þegar Ijóst, að frekari ofsókna var að vænta. „Hver er þar?“ spurði hann. „Rauðhetta litla“, varð svarað með mildri barnsrödd. Úlfurinn vissi þegar hvernig landið lá. Hann var umkringdur! Hann fór í náttkjól ömmu gömlu og setti á sig nátthúfu hennar og stökk síðan upp í rúmið til þess að hugsa málið nánar. Honum lét svo vel að hugsa undir sæng. „Komdu barnið gott!“ hróp- aði úlfurinn til Rauðhettu; en hann skalf af hræðslu og bjóst við öllu illu. Rauðhetta fór að ganga upp stigann; -— hvílík reynsla var það ekki fyrír vesalings úlfinn. Honum fannst, að hún ætlaði al- drei að komast upp á skörina. „Tramp, tramp, tramp“, hljóm- uðu fótatök hennar, skref eftir skref. „Tramp, tramp, tramp!“ Úlfurinn var dauðhræddur og beið í ofvæni. Loksins kom Rauð- hetta skálfandi inn í svefnher- bergið. En hvað hún var frek og ágeng, þessi auðvaldsdindill. Úlfurinn athugaði hana ná- kvæmlega, meðan hún lagði frá sér körfuna með góðgætinu, sem hún hafði komið með. „Já, ein- mitt það, eitraður matur“, hugs- aði úlfurinn. Hann var ekkert flón. Hann þekkti svo sem lífið. „Ég er hérna með ýmislegt góðgæti handa þér, amma mín“, sagði Rauðhetta litla með ljúfu brosi, sem sannarlega hefði blekkt hvaða lýðræðissinna sem var, en hafði ekki nokkur minnstu áhrif á úlfinn. Hann þekkti þess háttar bros. Slíkt hafði hann séð á myndum af al- þjóðlegum kauphallarbröskur- um, og það oftar en einu sinni. En hann sá nú að hættan var sannarlega meiri en nokkru sinni áður. „Mig langar ekki í mat strax“, sagði úlfurinn; „við skulum láta hann bíða“. Hann reyndi að vinna tíma og virti Rauðhettu fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Komdu hérna, góða mín, og seztu á rúmstokkinn hjá mér!“ Rauðhetta gerði það. Úlfurinn var nú felmtri sleg- inn frekar en nokkru sjnni; og aldrei hafði hann heldur verið í annarri eins hættu. „En hvað þú hefir stór augu, amma!“ sagði Rauðhetta. „Það er til þess að ég geti bet- ur séð þig!“ „En, amma, hvað þú ert með víðan munn!“ Úlfinum féll ekki alls kostar sú stefna, sem samtalið hafði tek- ið. „Það er til þess að mér gangi betur að kyssa þig“, sagði úlfur- inn, til þess að draga tímann á langinn. „Já, en amma, hvers vegna ertu með svona geysistórar tennur?“ sagði Rauðhetta. Nú var úlfinum sannarlega nóg boðið. Nú var Rauðhettá farin að hafa persónulegar ýfing- ar í frammi. Hún var farin að of- bjóða þolinmæði hans. „Hættum að sýnast“, hrópaði úlfurinn. „Ég er ekki hún amma þín. Ég er úlfur. Ég er góður úlf- ur, ég vil ekki eiga í útistöðum við einn eða neinn. En hvað skeður? í fyrsta lagi leggur amma þín gildru fyrir mig, og 1 öðru lagi reynir þú að torvelda mér undankomuna!“ „Hvar er amma?“ spurði Rauð hetta, sem alltaf reyndi að koma illu af stað. „Ég efast um réttmæti þess, að þú spyrjir mig slíkt“, svaraði úlfurinn, sem hélt mjög frammi alþjóðarétti. „Ef þú mótmælir, þá sendu mér spurninguna skrif- lega eftir diplomatískum leið- um, eins og vera ber“. „Ég krefst þess að fá að vita, hvað hefir orðið um hana ömmu“, endurtók Rauðhetta, dróg upp hníf sinn og beindi hon- um að úlfinum. Slíka ögrandi framkomu gat enginn úlfur þolað, sem virðingu bar fyrir sjálfum sér. Auk þess sem hér var um að ræða heiðar- leik og drengskap. „Nú úr því að þú vilt endilega vita það, þá át ég hana“, sagði úlfurinn, át hana í nauðvörn“. Rauðhetta stökk niður af rúm- stokknum og starði á úlfinn. Hann sá að hún grét og neri sam- an höndunum. Það var ljóst, að hún gaf sig á vald tilfinninga, haturs, heiftar og reiði. „Einmitt það!“ sagði úlfurinn. „ertu að hugsa um að ráðast á mig!“ Rauðhetta féll á kné og gnýsti tönnum. Hún myndaði sig til að stökkva. Hún byrjaði. Svei mér þá, minnsta kosti að mögla. Hér mátti ekki mínúta glatast. Úlfurinn var í bráðri lífshættu. Hann var umkringdur. Þetta var barátta upp á líf og dauða. Hann stökk fra múr rúminu og fór að fljúgast á við Rauðhettu, án þess þó að nota annað í þeim átök- um, en krafta sína, klær og kjaft, en barnið notaði hins vegar hnúajárn, eiturgas, segulmagn- aðar bombur, sax og hamar. Rauðhetta litla barðist eins og villidýr, virti engar leikreglur, lítilsvirti alla samninga og fyrir- leit allar siðareglur. Þetta voru heiptarleg slagsmál. Úlfurinn sigraði eingöngu á hugrekki sínu. Hann tætti Rauðhettu litlu í sundur, en til þess að halda virðingu sinni óskertri, þá át hann hana upp til agna trúr grundvallarhugsjón sinni. „Ég skal kenna þeim að ógna mér ekki“, sagði úlfurinn og hóf By D. M. McLean, M.Sc., Assistant Director, Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba. WARFARE ON RATS Rats (and mice) have been a continuing menace to food production and public health throughout h u m a n history. Every year, rats destroy or con- taminate vast quantities of grain and grain products, milled feed and other foods. The rat, as a carrier of disease, has always been a threat to public health. Serious Menace — A single rat can eat or spoil over 100 pounds of grain a year, besides becoming a parent or grand- parent to hundreds of other rats. Rat damage is always conspic- uous whenever large quantities of grain have to be stored either on farms or elsewhere, for long periods in temporary storage. Under such conditions, effective rat control is doubly important and can only be achieved by fol- lowing three fundamentals — sanitation, trapping and poison- ing. Research Pays Off — “Bait shyness” has always been a problem in rat control. Fifteen years ago Scientists at the Uni- versity of Wisconsin began to study “Sweet Clover Sickness” in cattle, where animals after eating spoiled sweet clover, died from internal bleeding. The chemical factor involved was isolated, named Dicumarol and proved useful in Medicine as a blood anti-coagulant. Further work lead to the discovery of a very toxic related chemical which proved to be an effective rodent killer and was named Warfarin. A New Control — Warfarin is a slow acting poison. It kills rats and mice in from 3 to 10 days by thinning the blood. For best results provide plenty of bait (using cereal grains) and renew the supply frequently. Since this poison has no objec- tionable odor or taste and since rats die without .any violent re- action or pain — “bait shyness” is not a problem. Warfarin has a low potential hazard to other animals. Birds, fowl and sheep are highly resis- tant, while horsés and cattle are not usually harmed. Vitamin K, the blood clotting vitamin, is used as an antidote. Unless we wage relentless warfare on rats covering farms, mills, elevators, food ware- houses, stores and eating es- tablishments; using an effective poison such as Warfarin, they will continue to be — mankinds greatest enemy of the animal world. göngu sína að nýju í skóginum. Hann var á góðri leið með að ná aftur þolinmæði sinni. —Alþbl., 5. ágúst REYNIÐ ÞAÐ- yður mun geðjast það! // Heimsins bezta tyggitóbak,/

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.