Lögberg - 06.09.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.09.1951, Blaðsíða 6
» 6 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlLDFELL,. þýddi „Jú, tvö, en þau komu í heiminn á frum- legan hátt, á þann hátt, sefai Owen vill að allir komi, en sem er of eðlilegur til að vera mann- félagsfyrirkomulagi vorra tíma velþóknanleg- ur, og reglugjörð Owens var ekki búin til fyrir þá. En meðal annara orða, annar þeirra hvarf i París, — ég vænti að fundum okkar hafi ekki borið þar saman?“ „Hvað hét hann?“ „Morton“. „Morton! Svo! Hvað var fyrra nafn hans?“ „Philip“. „Philip! Nei. En sinnti Beaufort lávarður ekkert þessum drengjum? Ég held að ég hafi heyrt einhversstaðar, að hann hafi látið sér hugarhaldið um annan þeirra“. „Hefurðu heyrt það? Mágur minn er einn af þeim munnum, sem að heimurinn lætur svo vel af. Nei, hann hefði gjarnan viljað verða öðrum þeirra eða jafnvel báðum að liði, en móðir þeirra hafnaði öllum boðum hans og höfðaði mál á móti honum, að ég held. Sá eldri af þessum launsonum lenti út í vandræðahátta- lag, en sá yngri — ég veit ekki með neinni vissu hvað um hann varð, en hann er líklega hjá móðurfólki sínu. Þú sýnist bera umhyggju fyrir eðlilegum börnum, minn kæri Vande- mont“. „Þú hefir máske heyrt, að fólk efast um að ég sé rétt borinr»“. „Ó, já! Ég skil þig nú. En ætlar þú að fara? Ég var að vonast eftir að þú mundir snúa til baka með mér..........“ „Það væri gaman, en ég hefi ákveðið stefnu- mót, og ég er þegar orðinn of seinn. Góðan dag, Lilburne lávarður“. Sidney hjá einhverjum af móðurfrændum sínum! Máske farið aftur til Mortonfólksins! Hví hafði honum ekki dottið svo líkleg tilgáta í hug fyrri. Hann hugsaði sér að fara þangað undir eins, þá um kveldið til fólksins sem að nann hafði tekið Sidney í burtu frá; það gæti, ef að hann væri ekki þar, máske gefið honum upplýsingar um hann. Með þessa hugsun í huga flýtti hann sér til H . . . . til þess að segja Símoni og Fanny, að hann mundi verða í burtu að heiman í tvo eða þrjá daga. Þegar að hann kom inn í þorpið stansaði hann hjá legsteinasalanum, sem að hann hafði keypt legsteininn á gröf móður sinn- ar hjá. Meistari þeirrar þunglyndisiðju var við vinnu sína. „Heyrðu þarna“, sagði Vandemont og leit yfir verksvið legsteinameistarans; „er legsteinninn sem að ég pantaði tilbúinn?“ „Herra, sökum þess, að þér var svo ant um að verkinu væri flýtt, og af því að það mundi taka langan tíma til að búa til nýjan legstein, þá hefi ég hugsað mér að láta þig fá þennan, sem er alveg tilbúinn, nema að letra á hann. Hann átti að vera á gröf ungfrú Deborah Primm, en systursonur hennar og erfingi kom hér í gær og sagði, að eigur hennar næmu minna en 5000£ og að lagleg viðargirðing í kringum gröf hennar yrði að duga, ef að ég gæti selt öðrum steininn. Hann er ljómandi fallegur, herra minn, og lítur svo skemmtilega út . . . .“ „Já, hann dugir, og þú lætur hann þar sem að ég sagði þér“. „Innan þriggja daga, herra“. „Það er gott“, og hann reið áfram og taut- aði fyrir munni sér: „Fanny, hin göfuga ósk þín verður uppfyllt. En blómin — skyldu þau eiga vel við þennan stein?“ Hann spretti af hesti sínum og gekk heim að húsi Símonar. Hann sá Fanny hýreygða í glugganum horfa á sig. Hún flýtti sér ofan til að opna húsið, og hann fann til hljómfegurðar- innar, sem í fótataki getur falist og sumarsins sem að í vinarbrosi velkomenda falst! „Kæra Fanny“, sagði Vandemont, sem komst við út af fögnuði hennar af að sjá hann; „það gleður mig að sjá þig. Ég færi þér ofurlitla gjöf úr borginni. Þegar að ég var drengur, þá man ég eftir að móðir mín hélt mikið upp á ein- falda söngva og söng þá oft, sem margsinnis koma í huga minn, þegar að ég sé þig og heyri. Ég hélt, að þú mundir skilja þá og þykja gaman að þeim eins og mér þótti — þó hamingjan viti (bætti hann við með sjálfum sér) að ég beri ekki mikið skyn á músik“. Og hann fékk henni dálítið söngvakver með hinum dásamlegu söngvum Burns, þar sem að hann setur á nótur raddir náttúrunnar. „Ó! Þú ert svo góður bróðir“, sagði Fanny *» með tár í augum og kysti á bókina. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1951 Eftir að þau höfðu neytt íburðarlausrar máltíðar, sagði Vandemont Símoni og Fanny frá því, að hann ætlaði að fara í burtu í nokkra daga. Símon hlýddi á það með þegjandi af- skiptaleysi, sem að hann var fallinn í, nema við sérstök tækifæri eða atburði; en Fanny sneri sér undan og grét. > „Það verður aðeins einn eða tvo daga, Fanny“. Klukkutími er stundum ærið langur tími“, svaraði hún og hristi raunalega höfuðið. „Komdu, ég hefi dálítinn tíma til að eyða, og veðrið er milt. Þú hefir ekkert farið út í dag — eigum við að fá okkur göngutúr?“ „Ó, já!“ sagði Símon, ræskti sig og sýndist allt í einu vera orðinn glaðvakandi; „væri ekki réttara fyrir þig að borga fyrir fæði þitt og húsnæði áður en þú ferð?“ „Ó, afi!“ sagði Fanny og spratt á fætur kaf- rjóð. „Nei, barn“, sagði Vandemont og brosti. „Afi þinn sagði upphátt það, sem mér var í huga. En talaðu ekki um fæði og húsnæði; Fanny er systir mín og það sem við eigum er san^iginlegt". „Mér þætti betra að handleika eitt pund — ♦aðeins að snerta á þvi með fingrunum“, tautaði Símon í hálfgjörðum afsökunartón, sem í sann- leika var aumkvunarverður. Og þegar Vande- mont dreifði fáeinum peningum á borðið, tíndi gamli maðurinn þá upp brosleitur og nöldraði í sífellu við sjálfan sig, svo stóð hann upp hressilega og haltraði út úr herberginu, eins og hrafn með æti, sem að hann hefir stolið í fylgsni sitt. Þetta var svo hlægilegt að Vandemont gat ekki á sér setið, en fór að skellihlægja. Fanny horfði á hann hugsandi og niðurlút í fáein augnablik, svo gekk hún hægt til hans, lagði hendina á handlegginn á honum og sagði: „Hlæ þú ekki — mig tekur það sárt. Þetta var ekki rétt af afa, en — en — það meinar •ekkert. Það er — það — hlæðu ekki — það hryggir Fanny“. „Þú segir satt. Komdu, láttu á þig hattinn, við skulum fara út“. Fanny gegndi strax, en þó með meiri tregðu, en hún var vön að sýna. Þau gengu eftir bak- götu, þar sem bleik haustlaufin héngu enn á trjánum. Fanny tók fyrst til máls. „Veistu“, sagði hún feimnislega, „að fólkið hérna heldur að ég sé ósköp bjánaleg — heldur þú það líka?“ Vandemont varð hissa á þessari einföldu spurningu, og það kom dálítið hik á hann. Fanny leit á hann með spurulli eftirvæntingu í svip sínum. „Svo! Þú svarar ekki“, sagði hún. „Kæra Fanny, það eru sum atriði, sem að ég vildi óska að þú værir ekki eins barnaleg í og að þú ert, og máske líka ekki eins töfrandi; t. d. í þessum söngbrotum þínum!“ „Ó! Fellur þér illa söngur minn? Söngurinn er talsháttur minn“. „Nei, syngdu! En syngdu eitthvað, sem að við skiljum — syngdu söngvana, sem að ég færði þér, ef þú vilt. Og má ég nú spyrja þig, hvers vegna að þú spurðir mig að þessu?“ „Ég er búinn að gleyma því“, svaraði Fanny eins og utan við sig og leit niður. Vandemont beygði sig og leit framan í Fanny, og þegar að hann virtk fyrir sér hinn hreina, blíða og fagra andlitssvip hennar, fór eins og heitur rafmagnsstraumur um hann all- an og honum sjálfum vafðist tunga um tönn. Var það hugsanlegt, að í brjósti hans bæðist dýpri velvild til þessarar persónu, heldur en viðkvæmnis vorkunsemi? Honum hnikti við þegar þessi hugsun kom í hug hans. Hann hrinti henni frá sér, eins og guðlasti — glæpa- óráði. Hann með framtíð sína svo óvissa og blettótta — hann að fara að binda sig mann- eskju eins hjálparlausri eins og að hún var — hann að fara að draga draumfriðinn, sem hvíldi yfir þessari persónu, ofan í skarnið með kennd, sem hver þolanlega laglegur maður getur vak- ið í hverju hrjúfu konuhjarta. — Að elska Fanny! Nei, það var óhugsanlegt! Hvað sá hann í henni annað en fegurð hennar, sem að hann á því augnabliki hafði gleymt að gæta? Hann fyrirvarð sig fyrir að láta sér slíkt til hugar koma, og ásetti sér með stálvilja sínum, sem að hann átti svo máttugan, að vaka yfir hevrri hugsun, sem að benti í þá átt, að aðskilja Fanny frá heimssystrum hennar. Hann vaknaði upp frá þessum hugsunum við það að Fanny sagði: „Ó! Ég man það núna, ^hvers vegna að ég spurði þig að spurningunni áðan. Það er eitt, sem að ég skil ekki — vilt þú skýra það fyrir mér. Hvers vegna snýst allt í lífinu um pen- inga? Þú sást, að vesalings afi minn gleymdi hversu góður þú ert okkur báðum, þegar — þeggr —(Ó! skilurðu mig ekki — það særir — ég skil það ekki!“ „Fanny líttu þangað — nei, til vinstri — þú sérð gömlu konuna þarna í tötrum staulast þreytulega áfram, líttu nú til hægri — og þú sérð glitra á fallega húsið í gegnum skóginn og vagninn með fjórum hestum fyrir við hliðið. Mismunurinn á milli gömlu konunnar og eig- • anda hússins eru peningar; og hver getur láð honum afa þínum þó að honum þyki vænt um peninga?“ Fanny skildi þetta; og á meðan að vitmað- urinn var í þessum heimspekilegu hugleiðing- um, fór stúlkan, sem meðlíðunarkend hans aumkvaði, til gömlu konunnar til þess að bæta úr eftir megni þeim erfiðleikum, sem að mann- vitið og siðferðiskenningarnar aldrei létta einni einustu únzu af! Vandemont fann til þeirrar kendar þegar að hann sá hana ganga til föru- konunnar, en þegar að hún kom til baka, þá var hún búin að gleyma andúð þeirri, sem að hann hafði á söng hennar og var að syngja i gleði sinni, sem að góðverk hennar vakti, eitt af sínum eigin hljómsmíðum. Vandemont sneri sér undan. Vesalings Fanny hafði óafvitandi staðfest ákvörðun hans, hafði ekki minstu hugmynd um hvað fram fór í huga hans, en allt í einu mundi hún eftir því, sem hann hafði sagt við söng hennar, og hélt að hún hefði móðgað hann. ,,Ó! Ég skal aldrei gera það aftur. Bróðir, snúðu þér ekki undan“. „En við verðum að fara heim. Heyrðu klukk- an er að slá sjö. Ég má ekki bíða lengur. Og þú lofar mér því, að fara ekki fet út þangað til ég kem aftur?“ „Já, ég lofa því, ég hefi enga löngun til þess“, sagði Fanny raunalega, en bætti svo við glaðari í bragði. „Og ég skal syngja söngvana, sem þér líkar, þegar að þú kemur til baka!“ VIII. Kapíiuli Við erum aftur stödd á strönd hins fagra V inandermere-vatns! Geislar sígandi haustsól- ar glitra á vatninu og á trjánum, sem endur- spegluðust eins og heimkynni Naiadasar undir lygnum og silfurtærum vatnsfletinum. í skóg- inum mátti heyra kvak svartfuglanna, og sjá drekaflugur með sólgylta vængi flögra til og frá í sefi víkanna, sem skárust inn í grasivaxna og hjöllótta ströndina. Á þessari grasivöxnu strönd og í skugga linditrjánna sátu elskendurnir ungu. Það var staðurinn, þar sem að Spencer hafði fyrst mætt Camillu á. „Ó! CamiUa", sagði hann af mikilli við- kvæmni og með tár í augum; „vertu ákveðin — vertu sönn. Þú veist ekki hversu mjög að öll tilvera mín er samanofin kærleika þínum. Þú ferð þangað sem að allt dregur huga þinn frá mér. Ég verð hér eftir, þar sem allt er vígt minningunni um þig og talar til mín dag út og dag inn. Camilla, þú elskar mig — gjörurðu það ekki. — Ég veit, að þú gjörir það — þú hefir sagt mér það sjálf — og foreldrar þínir hafa gefið samþykki sitt til þess, að við giftum okkur með því skilyrði, að pú verðir stöðug og einlæg í kærleik þínum til mín (um minn er ekki að efast) í eitt ár — eitt ægilegt ár. — Má ég ekki treysta þér, eins og sannleikanum sjálfum? En vonleysið grípur mig heljartökum með köflum!“ Camilla tók hendi hans í sína, eins og til samþykkis. „Efast þú aldrei um mig. Efast þú aldrei um ást mína. Og hefir hann faðir minn ekki gefið samþykki sitt? Hugsaðu þér, að það er aðein9 eitt ár!“ „Ár! Getur þú talað svona um ár — heilt ár? Að sjá þig ekki — heyra ekki til þín í heilt ár, nema í draumum mínum! Og, ef foreldrar þínir eftir árið sjá sig um hönd? Faðir þinn — ég trúi honum ekki enn. Ef þessi bið er aðeins gjörð til þess að fjarlægja okkur, ef að árinu liðnu að nýjar undanfærslur verða færðar fram — ef að þau þá fara fram á einhverjar ástæður, sem nú eru ekki fyrirsjáanlegar og neita að gefa samþykki sitt. Má ég þá ekki enn treysta þér?“ Camilla dró andann þungt og leit á elsk- huga sinn og sagði hálf hikandi: „Láttu þér ekki til hugar koma, að ég bregðist þér á svo stuttum tíma, og láttu þér ekki heldur til hug- ar Jpma, að hann faðir minn bregðist loforði sínu“. „En ef hann gjörir það, þá verður þú samt mín“. „Ó, Charles! hvernig gætir þú virt mig sem eiginkonu, ef að ég segði þér, að ég væri búin að gleyma, að ég er dóttir föður míns?“ Hún sagði þetta með svo mikilli nákvæmni, og af svo mikilli einlægni og yfirlætisleysi, að elskhugi hennar gat svarað aðeins með því að kyssa á hendurnar á henni, og það var ekki íyrri en eftir stundar þögn, að hann hélt áfram hrærðu^: „Þú sýnir mér aðeins hve miklu róttækari, aÖ kærleikur minn til þín er, heldur en þinn til mín. Þú getur aldrei ímyndað þér, hve inni- lega að ég elska þig. En ég krefst þess ekki, að þú unnir mér eins heitt — það væri óhugsan- legt. Frá bernskuárum mínum hefi ég eytt lífi mínu á þessum einmanalegu stöðvum — ánægju legu lífi, þó það hafi verið umstangslaust og einmanalegt, þangað til að ég mætti þér. Mér sýndist þú vera ímynd skáldskaparins, sem að ég hafði tilbeðið — svo skýr — svo guðdómleg. Ég unni þér frá því fyrst að ég sá þig. Ég er ólíkur mönnum á mínu'm aldri. Ég hefi enga stöðu — enga atvinnu — ek'kert sem dregur huga minn frá þér. Og ég elska þig svo hreint og svo innilega, Camilla. Ég hefi aldrei fundið til stundar hugarhvörflunar tll annarar konu. Þú ert sú fyrsta — sú eina kona, sem að mér hefir fundist að ég gæti elskað. Þú ert mín Eva og nærvera þín er mín Paradís! Hugsaðu þér hve einmana ég verð þegar að þú ert farinn — hversu að ég þá muni leita uppi hvern stað, sem fótur þinn hefir helgað — hvernig að ég muni telja mínúturnar, dagana og mánuðina þar til árið er liðið!“ Á meðan að hann var að segja þetta, stóð hann upp í ógnar-æsing þeim, sem mikilli geðs- hræringu er samfara; og Camilla stóð nú líka upp og sagði þýðlega um leið og að hún lagði hendina á öxlina á honum mjúklega en þó frjálslega: „Og skyldi ég ekki líka Rugsa til þín? Það hryggir mig að hugsa til þess, að þú skulir verða svona einmana — enga systir — engan bróðir!“ „Vertu ekki hrygg út af því. Edurminning- arnar um þig eru mér hjartfólgnari, heldur en umhyggja nokkurs annars. Og þú ætlar að vera mér trú!“ Camilla svaraði ekki með orðum, en augu hennar og andlitsroði svörðuðu. Og 1 svip á meðan að þau hétu hvort öðru æfilangri tryggð, gleymdu þau, að þau voru í þann veginn að skilja! Á meðan að þessu fór fram, sátu þeir Robert Beaufort og Spencer í herbergi í húsi hr. Spencers, sem stóð inn í skóginum skammt frá, þar sem elskendurnir voru. „Ég get fullvissað þig, herra minn, um“, sagði sá fyrrnefndi, „að ég kannast við kosti frænda þíns, og hið ágæta tilboð, sem þú hefir . gert ,en samt get ég ekki fallist á, að stytta biðtímann úr ári eins og að ég hefi talað um. Þau eru bæði ung. Það gjörir ekki mikið til um eitt ár á þeirra aldri“. „Það er langur tími, þegar það er ár efa og eftirvæntingar“, sagði Spencer og hristi höfuðið. % „Það er langur tími, þegar það er ár heim- ilisböls og eftirsjóna. Og það er sannarlega sannur málsháttur, sem segir: „Hraðaðu gift- ingu þinni, og nagaðu þig svo í handarbökin á eftir. Nei! Ef að ári liðnu, að þau eru eins áfram um að giftast og þau eru nú, og ekkert *» óvænt kemur fyrir . . . „Ekkert óvænt, Beaufort lávarður. Það er nýtt skilyrði — og mjög vafasöm setning“. „Kæri herra minn, það er ekki hlaupið að því, að gjöra þér til geðs; „óvænt aðstaða“, sagði lávarðurinn með spekingssvip, „meinar kring- umstæður, sem nú eru ekki fyrirsjáanlegar. Ég get fullvissað þig um, að mér eru engir „blórar“ í hug ^Pið þig, og að ég er í fyllsta máta ánægð- ur með svo virðulegar mægðir“. „Þau mega skrifast á?“ spurði Spencer. „Ég skal tala um það við lafði Beaufort. Það mega að minnsta kosti ekki vera tíðar bréfa- skriftir, og Camilla er vel uppalin, og sýnir móður sinni öll bréf, sem að hún skrifar. Ég. er ekki hrifinn af þess konar bréfaskriftum. Þau leiða oft til leiðinlegra eftirkasta; ef að til dæmis . . . .“ „Ef að hvað?“ „Já, ef að hlutaðeigendur skipta um skoðun, og dóttir mín giftist öðrum. Það er ekki hyggi- legt í neinum viðskiptum, herra minn, að setja meira á pappírinn, heldur en það, sem allra nauðsynlegast er“. Herra Spencer leit stórum augum á lávarð- inn. „Viðskipti, Beaufort lávarður!" „Nú, jæja, er ekki hjónabandið viðkomandi viðskiptunum og mjög alvarlegum viðskiptum í tilbót? Það eru meiri málaferli í sambandi við hjónabands-eignaskiptin^ar og þess háttar heldur en að ég vil hugsa um. En svo að við breytum um umtalsefni. Þú segist ekki hafa heyrt neitt meira af þessum ungu mönnum?“ „Nei“, sagði hr. Spencer frekar áherzlulítið og leit niður. „Og það er fyllilega meining^ þín, að sá eldri, Philip, sé dauður?“ „Ég efast ekki um það!“ „Það var ægilegt og ósanngjarnt mál, sem að móðir þeirra höfðaði á móti mér. Veiztu það, að einhver endemis-svikahrappur, sem að lítur út fyrir að sé fangi og hafi brotist út áður en hegningartími hans var útrunninn, hefir hótað mér annari málsókn, fyrir hönd annars af þess- um drengjum? Þú hefir ekki heyrt neitt um það — hefurðu?“ „Ekkert — ekki orð“. „Og þú mundir ekki líða svo illirmislegt athæfi, ef að þú gætir hjálpað því?“ „Vissulega ekki“. „Því að slíkt mundi rjúfa samninga okkar undir eins. En þú ert of heiðarlegur maður til að gjöra slíkt. Fyrirgefðu mér spurninguna, sem var í mesta máta ósanngjörn, að því er yngri Morton-drenginn snertir, þá hefi ég ekkert a móti honum að segja. En sá eldri, hann er mesta ótuktarkind og skaðræðisgripur! Ég gæti ekki haft neitt saman við þá fjölskyldu að sælda, á meðan að hann væri á lífi; það mundi leiða mig út í allslags óþægindi og vandræði, og nú held ég, að við höfum verið nógu lengi í burtu frá unga fólkinu“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.